Lögberg


Lögberg - 19.02.1953, Qupperneq 2

Lögberg - 19.02.1953, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 19 FEBRÚAR, 1953 Góðskáld á þroskabraut Eftir prófessor RICHARD BECK Þóroddur kennari Guðmunds- son frá Sandi er þegar kunnur rithöfundur bæði í bundnu máli og óbundnu, því að hin nýja ljóðabók hans, sem hér verður sérstaklega gerð að umtalsefni, er fjórða bókin, sem hann hefir sent frá sér. Hinar eru smásagna safnið Skýjadans (1943), kvæða- bókin Villiflug (1946) og ævi- saga föður hans, Guðmundar skálds Friðjónssonar. Þegar ég ritaði um fyrri ljóðabók Þórodds, gat ég einnig að nokkru smá- sagnasafns hans; en þar sem ég hefi eigi áður dregið athygli vestur-íslenzkra lesenda að riti hans um föður sinn, þykir mér vel fara á því að gera þeirri á- gætu bók stutt skil, áður en horf- ið er að hinu nýja ljóðasafni höfundar. I. Guðmundur Friðjónsson, ævi og störf nefnist þessi ævisaga hins svipmikla og þjóðkunna skáldbónda eftir son hans, og kom út á vegum ísafoldarprent- smiðju í Reykjavík haustið 1950. Er hér um mikið rit að ræða, 327 bls. í stóru broti, og um allt hið vandaðasta að sama skapi. 1 ítarlegu forspjalli greinir höfundurinn frá orsökunum til þess, að hann færðist það mikla vandaverk í fang að semja þessa ævisögu föður síns. Síðan er efni bókarinnar skipt í þessa megin- þætti: „Bóndinn og bújörðin“, „Skáldið og umhverfið", „Menn og málefni“ og „Kvöldskuggar“. Þvínæst eru greiddir í sundur og raktir af mikilli nærfærni þræðirnir, sem þessar hliðar á lífi og starfi hins gáfaða og stór- brotna skáldbónda voru ofnar úr, bæði uppistaða þeirra og ívaf, en úr öllu þessu efni, meginþáttum og aukaþáttum, fléttast heildar- myndin, svo að Sandbóndinn og þjóðskáldið, heimili hans og störf innan húss og utan, við orfið og aðra útivinnu eða við skrifborðið, standa lesandanum lifandi fyrir sjónum í bókarlok. Vissulega tókst Þóroddur Guð- mundsson mikinn vanda á hend- ur, er hann gerðist svo djarfur að rita þessa bók um föður sinn, en nú munu allir, sem hana lesa, kunna höfundinum þakkir fyrir þá dirfsku hans, og þá ekki sízt þeir, er meta kunna að verðleik- um ljóð og sögur og önnur rit- störf hins frumlega, fjölhæfa og orðglaða skálds, sem bókin lýsir svo eftirminnilega. Hún er allt í senn ævisaga, mannlýsing og merkileg þjóðlífslýsing. Að sjálfsögðu er bókin rituð af sonarlegri ræktarsemi og djúpri virðingu fyrir þeim merka og mikilhæfa manni, sem hún segir frá og lýsir, en það sem gerir hana eins heillandi lestur og raun ber vitni og ómetanlega heimild um bóndann og skáldið er um annað fram hlutleysi og hispursleysi frásagnarinnar, ein- urðin og sannleiksástin, sem svipmerkja hana frá byrjun til enda; þar við bætist, að bókin er samin af mikilli glöggskyggni og prýðilega rituð. Með henni hefir sonur skáldsins því reist föður sínum óbrotgjarnan bauta- stein, og er hún ómissandi öllum þeim, er skilja vilja til hlýtar gagnmerkan skáldskap Guð- mundar Friðjónssonar, hvort heldur hann er í lausu máli eða stuðluðu, lífsviðhorf hans og manninn sjálfan. Þessi bók hefir einnig að verðugu hlotið einróma lof þeirra, sem um hana hafa ritað. þekka heiti, Anganþeyr (Akur- eyri, 1952), og er það sannnefni, því þar er góður ilmur úr grasi og hlývindur leikur um vanga í þessum kvæðum. Öll bera þau því einnig fagurt vitni, hve höfundinum býr rík söngvaþrá í brjósti og hve djúpa virðingu hann ber fyrir ljóðlist- inni. Kvæði hans eru í heild sinni mjög vel unnin, hugsun hlaðin, svo að mörg þeirra græða við það að lesast oftar en einu sinni; málfarið auðugt og kröftugt, að vísu á stöku stað fyrnt úr hófi fram; rímfimin mikil, enda falla bragarhættimir yfirleitt vel að yrkisefnunum. Innileg og fögur eru kvæði höfundar til konu sinnar, en henni tileinkar hann þetta ljóða- safn sitt; sýna þau kvæði, eins og önnur fleiri í bókinni, að hann kann tökin á hinum þýðari strengjum gígjunnar, kjósi hann að grípa í þá; gott dæmi þess er sonnettan „Lífgjafinn“, er jafn- framt vitnar um djúpstæða ljóð- þrá skáldsins: „Sem bjartast liljublóm og rauðust rósa, þó reifuð hjúpi, fegurð þín mér birtist. Og undir huliðsblgzju bros þitt virtist sem blik frá tíbrárheimi hvítra Ijósa. Og hjarta mitt sló ört af ást og gleði, sem enginn fyrr né síðar hefur vakið. Þá hrærði brjóst mitt hörpu- strengjatakið og hugbót veitti mínu unga geði. Weiiler & Williams Go. Ltd. UNION STOCK YARDS St. Boniface, Man. Vér grípum þetta tækifæri til að flytja hinum íslenzku viðskiptamönnum vor- um hugheilar kveðjur. Við þökkum við- skiptin á undangengnum árum og vænt- um þess að geta veitt ykkur greiða og góða afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér veitum smáum gripasendingum nákvæmlega sömu skil og þeim, sem stærri eru. WILLIAM J. McGOUGAN — Manager Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og þriðja miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 23. febrúar 1953. BALDWI NSON'S SHERBROOK HOME BAKERY Phone 74-1181 Cor. Ellice and Simcoe WINNIPEG City Hydro Expands Steam Plant! Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og þriðja miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 23. febrúar 1953. Sargent Florists 739 Sargenl Avenue WINNIPEG, Manitoba Phone 74-4885 For the Best In Bedding GLOBE Beds Springs Mattresses Davenports and Chairs CHESTERFIELDS Continental Beds Comforters Bedspreads Pillows and Cushions GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED WINNIPEG CALGARY Lestrarfélög vor hin íslenzku, sem enn eru hér við lýði, ættu að afla sér þessarar ágætu bókar, hafi þau ekki þegar gert það, og þeir íslendingar, sem þess eru umkomnir og áhuga hafa á ís- lenzkum bókmenntum og menn- ingu, ættu að gera hið sama, því að ferill skáldbóndans á Sandi og störf hans eru um svo margt saman ofin samtíð hans, að saga hans verður jafnframt, eins og þegar er gefið í skyn, að eigi litlu leyti aldarfarslýsing, svo margt lét hann sér við koma í þjóðlíf- inu, og við sögu hans koma einnig fjöldi karla og kvenna austan hafs og vestan. II. Skal þá horfið aftur að hinni nýju Ijóðabók Þórodds Guð- mundssonar, er ber hið þýða og Construction of the turbine plant extension at City Hydro’s Steam Plant, on the west bank of the Red River at the foot of Amy Street, was started in June, 1950. Already installed is a 15,000 Kw. turbo alternator, and a 165,000 pounds per hour steam boiler. Another turbo alternator of 25,000 Kw. capacity with a suitable steam generator will be added during the next twelve months. To provide condensor cooling water for the 15,000 Kw. and the 25,000 Kw units, as well as the two existing 5,000 Kw. turbines in the original standby plant, a pump house has been constructed on the river bank. The present installation consists of four pumps, each capable of pumping 7,500 gallons per minute. When the 25,000 Kw. alternator has been installed, it will mean that the City Hydro Steam Plant, including the two original 5,000 standby units, will be in effect a generating station with steam turbine capacity of approxi- mately 72,700 horsepower. With Winnipeg’s requirements for home and industry growing steadily, City Hydro is thus taking steps to meet the increased demand. 55 Princess Street Phone 96-8201 i i Canadamenn í fylkingarbrjósti Dr. Gestur Kristjánsson forseti Leifs Eiríkssonar félags- ins, sem nýlega var stofnað í Winnipeg lét þannig ummælt, að framtíð Canadamanna af íslenzkum uppruna grundvallaðist á háum hugsjónum. „Fyrst erum vér Canadamenn,“ sagði hann. „En vér getum orðið betri Canadamenn með nytfærslu vorra menn- ingarerfða og láta aðra verða þeirra aðnjótandi.“ ísland er tiltölulega lítið land, en það hefir lagt fram mikinn skerf til velfarnaðar Sléttufylkjunum vegna skapgerðar fólksins, er það sendi hingað. Löghlýðni, iðjusemi og ást á bókvísi, sendi til vor hóp borgara af íslenzkum stofni frá einni mentuðustu þjóð heimsins, er nú hafa gerzt eindregnir sam- vinnumenn og stuðningsmenn canadisku hveitisamlaganna. CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD. WINNIPEG MANITOBA POOL ELEVATORS Winnipeg, Manitoba SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE PRODUCERS LIMITED Regina, Saskatchewan CANADA ALBERTA WHEAT POOL Calgary, Alberta

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.