Lögberg - 19.02.1953, Síða 7

Lögberg - 19.02.1953, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19 FEBRÚAR, 1953 7 KIRKJUFERÐ María taldi dagana til sunnudagsins. Hana hafði lengi langað til að koma fram að Nautaflötum. Þær mæðgur voru snemma ferðbúnar, því að leiðin var þó nokkuð löng. Fyrir neðan Brekku slóst húsmóðirin þaðan í förina. Var það Jóhanna Andrésdóttir, sem við könnumst við. Hún bjó þar hálf- gerðum baslarabúskap. Vanalega var henni eignað búið, en ekki manni hennar, sem var lítilmenni í sjón og reynd. Pétur, faðir Önnu, var þar í húsmennsku. „Komið þið blessaðar og sælar!“ sagði Jóhanna við þær Hrafns- staðarmæðgur. „Þið ætlið þá að prísa góða veðrið eins og er. Það er nú orðið nokkuð langt, síðan ég hef komið fram að Nautaflata- kirkju. Það ætla margir héðan af bæjunum. Svo ætlar nú Anna Pétursdóttir að prýða hópinn; en hún er ekki búin að ná reið- skjótanum ennþá, og ég efast um, að hún nái honum nokkurn tíma, svo að ég gat ekki verið að bíða eftir henni.“ „Það væri óskandi, að hún næði honum aldrei,“ hugsaði María. Hana langaði ekki til að fá hennar samfylgd. Það bættust alltaf fleiri í förina, eftir því sem lengra var hald- ið fram dalinn. Og hópurinn var æði mislitur. Gráa og svarta karlmannshatta bar hæst. Dökkleitir stráhattar með stórum svört- um og brúnum fjöðrum og slöri og alla vega lit yfirsjöl tilheyrðu húsfreyjum og eldri konum, en ljósleitir stráhattar og skyggnis- húfur unga fólkina. Út úr öllum þessum höfuðfötum gaus hávær málæðissuða, sem varð því hærri sem hestarnir stigu hraðar. Þegar fram í miðjan dalinn var komið, heyrðist einhver koma á eftir og fara geyst. Það var Anna Pétursdóttir. Hún hentist fram fyrir alla hestana á hálftömdum fola, sem faðir hennar átti. Hún reið í hnakknum karlsins, því móðir hennar átti engan söðul; en það þátti ekki fínt á þeim árum. Anna heilstaði með því að vefa keyrinu og hafði svo forystuna fyrir hópnum það sem eftir var leiðarinnar. Klæðnaður hennar var dálítið skrítinn, svo það var strax farið að stinga saman nefjum og hlæja að honum. Hún var í stuttri klæðiskápu með ljósleitan stráhatt á höfðinu. Rauð- stykkjóttan fínan kjól braut hún upp á mjaðmirnar, en þar utan yfir var hún í óvönduðum dúkpilsi, sem átti að taka við hrossam- óðu og leirslettum. Til fótanna var hún í gráum sokkum og sauðskinnsskóm. „Skyldu hún ætla sér að verða svona búin í kirkjunni?“ spurði María Jóhönnu. Ó, ekki aldeilis! Hún hefur með sér litla sokka og blankskó og Sendið cngin meðöl til Evrópu j þangað til þér hafið fengið vora nýju verðskrá. Skrlflíi eftir liinni nýju 1953 vorðskrú, sein nú er ú takteinuin. 1 Verfi lijú oss er mlklu læscra en annars staðar í < anada. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur \ STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frú Evrópu uin víða veröld, jafnvel austnn júrntjaldslns. — í l‘óst«jald innlfalið. J STARKMAN CHEMISTS j 463 HI.OOR ST. WEST TORONTO \ i -------,r . . r r r - r - > blúndaðar undirbuxur; allt frá Lísibetu. Hún þarf ekki að hugsa sér fyrir klæðnaði. Hver spjör frá Nautaflötum,“ svaraði Jóhanna. „En að sjá montið í henni á hestbaki! Hún veit ekki, hvernig hún á að snúafolatuskuna,“ sagði einn bóndi í hópnum. „Mér þykir mikið, hvað hann er. Sjálfsagt er honum hyglað upp eins og öðrum skepnum, sem Pétur á,“ gengdi annar. „Það á nú, held ég, að vera svolítið hestefni hjá þeim, feðgin- unum,“ sagði Jóhanna Andrésdóttir. „Hún hefur mest og bezt sjálf verið að temja hann, stelpan. Það er ein listin, sem hún hefur lært á Nautaflötum, að vera alltaf á truntunum. Og svo situr hún alveg eins og Jón Jakobsson. Sjáið þið ekki kækina?“ Jú, það sáu það allir, að hún stældi hann. Fyrir utan túnið á Nautaflötum var hestarétt. Þar fór messu- fólkið af baki og spretti af hestunum. Jakob hreppstjóri og sonur hans stóðu hjá réttinni, skröfuðu við bændurnar og virtu fyrir sér hestana, sem komið var á til kirkjunnar. Anna herti á þeim brúna síðasta sprettinn og varð langt á undan öðrum að réttinni. „Mikið líð ég fyrir þennan ungling,“ sagði Valgerður hús- freyja gremjulega. Þær mæðgur voru aftarlega í hópnum á hold- grönnum fjörlitlum drógum. María var fínasta stúlkan í hópnum. Hún var í dökkum klæðisreiðfötum með mörgum tylftum af hnöppum, sem glitruðu í sólskininu. Samt þótti hún ekki lagleg stúlka. Hún var hálslöng, ekki vel bein í herðunum, grönn og hafði óviðfelldna kæki og beygingar, þegar hún talaði. Hörunds- liturinn var bláleitur, en hárið var mikið,'ljósgult að lit. Anna renndi sér af baki við réttina, heilsar Jóni með handa- bandi, en rýkur að Jakobi hreppstjóra og kyssir hann, alskeggjað- an manninn. Skárri er það óskapafrekjan! „Þú kemur á fjörugasta hestinum, Anna mín,“ sagði Jón og aðgætti folann hátt og lágt. „Hver hefur tamið hann, þennan?“ „Enginn annar en ég sjálf. Svo að það er ekki von til þess, að hann sé betri en þetta,“ svaraði Anna. „Ó-já sú dálitla,“ sagði Jakob hlæjandi. Messufólkið steig af hestunum og gekk til feðganna, en þeir heilsuðu því vingjarnlega. Hrafnsstaðamæðgur komust seinast að. María varð á undan að heilsa Jóni. Hann tók fast í hönd hennar og brosti. „Þú komin til kirkju, María, það er nýtt.“ „Hélstu, að ég færi aldrei til kirkju?“ spurði hún og hló út að eyrum. „Þú hefur aldrei komið hingað til kirkju fyrr, svo að ég muni.“ Hún slepti ekki hendi hans. Valgerður hikaði við að heilsa. Það mátti ekki slíta þetta hlýja handaband. Þá tók Jón eftir henni og rétti henni höndina. „Þú líka, Valgerður. Það eru margir við kirkju í dag.“ Gestirnir klæddu sig úr reiðfötunum og breiddu þau úthverf ofan á reiðtygin. Síðan tíndust þeir heim að bænum. Anna fór heim án þess að hafa fataskipti. „Hún göslar heim á þessu fallega reiðpilsi,“ sagði María og skellihló. „Hún veit, að hún er heimagangur í kongsgarðinum,“ sagði Jóhanna. „Það er riú kannske munur eða hin hræin,“ bætti hún við. „Hún launar það eins og vera ber,“ sagði Valgerður og saup spekingslega upp í nefið. Hún vissi dálítið meira en aðrir. Kirkjuklukkurnar kölluðu til þeirra að fara að snúa huganum að eilífðarmálunum. Þær hröðuðu sér því heim túnið og inn í kirkjuna. Lísibet húsfreyja kom seinust út í kirkjuna. Anna frá Brekku var með henni, Borghildur og Anna Friðriksdóttir. María horfði á hana mestallan messutímann. Hún varð fallegri með hverju misserinu, og hættulegri keppinautur var ekki til þar í sveitinni. En hún var barn ennþá ,en hann stór og fullþroska. Honum dytti aldrei 1 hug hjónaband með þessari manneskju. Þau voru líka eins og systkini. Eftir messu fóru flestir kirkjugestirnir suður að hrossaréttinni aftur; sumir fóru þó inn í bæ. Valgerður á Hrafnsstöðum gerði sig heimakomna og gekk til baðstofu ásamt dóttur sinni. Hún hafði verið kaupakona þar á heimilinu eitt sumar og var því kunnug. Lísibet tók henni vingjarnlega. „Þú ert nýr gestur, Valgerður mín.“ „Ég kom nú hérna með hana dóttur mína til að lofa þér að sjá hana,“ sagði Valgerður hreykin. María heilsaði með mörgum beygingum. „Það er nú skárri stærðin á henni. Hvað heitir hún nú aftur; ég man það ekki,“ spurði Lísibet og mældi hana með augunum. Valgerður var nærri móðguð af því, að Lísibet skyldi ekki muna nafnið. „Hún heitir María. Ég hélt, að hann sonur þinn myndi, hvað hún héti. Honum þykr víst ekkert mjög slæmt að dansa við hana.“ „Já, einmitt þaó. Þær eru nú vist nokkuð margar, sem honum þykir gott að dansa við,“ svaraði Lísibet brosandi. Valgerður hikaði dálitla stund; svo herti hún upp hugann. „Mig langar til að tala við þig í einrúmi, Lísibet mín. En María ætti að bera kaffi eða gera eitthvað frammi; henni lætur það vel. Ég hef látið hana vera tíma og tima hjá prestfrúnni, og hún er orðin sæmilega ferðug í sér.“ „Þá skulum við koma hérna inn, Valgerður mín,“ sagði Lísibet og opnaði hjónahúsið. Þær gengu inn og hún bauð Valgerði sæti. Hún skimaði í kringum sig, hikandi og vandræðaleg og átt bágt með að byrja samtalið. Henni fannst húsfreyja líta á sig smáum augum. Hún ræskti sig og strauk svuntuna. Svo byrjaði hún svona út í bláinn: „Það er góða veðrið, og færið svona indælt. Það var líka sprett úr spori utan dalinn. Það var svona, að það sást til hennar Önnu litlu frá Brekku. Það er meiri umferðin á þeim unglingi.“ „Það er dugnaðarstúlka, hún Anna litla. Henni verða það engin vandræði að komast áfram í heimanum," svaraði Lísibet. „Þú hefur verið góð við þá stúlku seint og snemma.“ Lísibet var hissa á stúlka umtalsefni. „Það er ekkert nema það, sem er skylda okkar allra, sem hefur verið lánað mikið, að miðla þeim, sem lítið hafa.“ „En hvernig heldbrðu, að hún launi þér það, sem þú hefur gert fyrir hana?“ spurði Valgerður og brýndi röddina. „Slíkt er ekki launa vert.“ „Ég er nú svona gerð, að ég get ekki þagað yfir samtali, sem hún átti við Maríu míria um daginn. Þær urðu samferða neðan af Ósi. Ég get ekki stillt mig um að segja þér það.“ „Þú ættir að þekkja það, Valgerður, að ég kæri mig ekki um söguþvætting, en samt skaltu tala. Ég get bráðlega komizt að sannleiksgildi þess, sem þú hefur að segja.“ Augnaráð Lísibetar var orðið dálítið hvassara en vanalega. Valgerður sagði henni það, sem Anna hafði sagt Maríu. Lísi- bet hlýddi brosandi á frásöguna, Valgerði til mikillar skapraunar. Þegar Valgerður hafði lokið máli sínu, sagði hún: ”Þó að hún kyssti hann fyrir hestlánið. Minna gat það ekki verið.“ Svo stóð hún upp og opnaði hurðina. „Æskan er blóðheit, Valgerður mín. Við vorum líka einusinni ungar og hefðum líklega ekkert haft á móti því að kyssa eins fallegan pilt og Jón minn er. Gerðu svo vel góða; kaffið bíður.“ M.D.333 Velkomnir íslendingar... á hið þrítugasta og þriðja miðsvetrarmóti \ Winnipeg, 1953. Þökk fyrir góð viðskipti og minnist að okkur er enn að finna að 276 Colony St. (og St. Mary's). - v NATIONAL MOTORS L I M I T E D Seljum sem fyr Mercury, Lincoln og Meteor BIFREIÐAR 276 COLONY STREET WINNIPEG Sími 72-2411 Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur . . . Af þeim ástæðum er það að viðskiptavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekkn- um, sem gerir sér það að reglu að verzla í B Hugheilar árnaðaróskir til Vestur-íslendinga á þrítugasta og þriðja miðsvetrarmóti Fróns \ Winnipeg, 23. febr. 1953. Þökk fyrir drengileg við- skipti á liðinni tið, og ósk um sameiginlega hagkvæmt viðskiptasamband á kom- andi árum. BOOTH FISHERIES Canadian Co. Ltd. 804 Trust & Loan Building PHONE 92-2101 WINNIPEG. MAN.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.