Lögberg - 05.03.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.03.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. MARZ, 1953 GVENDARSTEINN Örnefnið Gvendarsteinn hefir verið hrepplægt jarðneskt átrún- aðargoð á Tjörnesi í Suður- Þingeyjarsýslu á Islandi síðan á miðri þrettándu öld. Munnmælin segja, að það hafi verið upphaf- lega skírt Guðmundarsteinn, og látið þá heita nafni Guðmundar góða Hólabiskups. Þessi frásögn hermir frá því, að eitt sinn hafi biskupinn verið í einni þessari kraftaverkaferð sinni um Tjörn- nesið til að vígja björg, hafn- staði, vatnsból og vöð á stórum vatnsföllum og fleira. Einn dag í þessari ferð sinni var hann staddur við allháa brekku, sem liggur við þjóð- veginn milli bæjanna Saltvíkur og Kaldbaks á Tjörnesi. Sagt er að biskupinn hafi grunað það, að einhverjir Baldar, segir úr Sturlungaöldinni, mundu veita sér eftirför fyrir þá ástæðu, að þeim þætti hann hafa verið ó- þarflega lengi frá biskupsstóln- um sínum á Hólum í þessum vígsluferðum. Skammt frá, þar sem biskupinn var staddur, stóð allstór steinn, sem líktist stól í lögun og sneri bak hans að þjóð- veginum. Biskup gekk að stein- inum og settist á hann, en ekki hafði hann setið þar lengi, þegar hann sá hóp manna stefna þang- að, sem hann sat. Þeir gengu að steininum, en sáu ekki biskup- inn. Þeir héldu svo burt þaðan og er þeirra ekki minst framar í sambandi við þetta örnefni. Þegar þetta atvik fréttist um sveitir landsins trúði fólkið því, að blessaður biskupinn hlyti að vera, undir vissum kringum- stæðum, heilagur, ósýnilegur andi, sem sjálfur herra náttúr- unnar hefði dulið fyrir sýn þessara manna. Hlyti stinninn og umhverfið í kringum hann að vera heilagt fyrst það hefði hlot- ið þann heiður að breyta bisk- upnum í ósýnilega veru. Þetta undur varð að svo sterkri andatrú í hugum sýslu- búanna, að næstu nágrannarnir við þetta undrasteinstólgerfi hófust átrúnaðar huga og verklegra handa að reisa þessu nýskeða atviki stórt minnis- merki, sem um aldir og ár minnti íbúa sýslunnar á tilveru sína. Handaverkið 'hófst með því að hlaðinn var hringmyndaður garður úr stórum steinum, hring mál hans að utan mun hafa ver- ið fjörutíu fet; að þessu loknu var öllum gert að skyldu sem færu um þjóðveginn að kasta eða leggja stein inn í þessa grjót- gjörð. Þeir, sem fréttu um þessa áskorun, tóku henni svo vel, að þeir sögðust hvorki láta huga sinn né hendur hamla sér frá því að kasta steini í þessa vörðu- myndun, þegar þeir ættu ferð þar um þjóðveginn. Svo hófst þessi vörðusmíði, sem var yfir 670 ára gömul, þegar ég kyntist henni fyrst, þá var ég dreng- hnokki sjö ára að aldri; ég átti þá heima að Kaldbak næsta bæ við þetta þjóðlega og mikils- metna örnefni; ég var því dag- legur sjónarvottur þess, að sveitabændur, hvort sem þeir voru laus ríðandi eða höfðu stór- ar vörulestir þegar þeir voru í kaupstaðar ferðum til Húsavík- ur, að þeir stönzuðu við þessa grjóthrúgu, stigu af baki, lögðu stein í hana og sögðu: „Óskaðu bér til lukku.“ Ekki hafði ég átt lengi heima á Kaldbak, þegar móðir sagði mér að koma í sprekamó með sér . Við fórum og lá leið okkar í áttina til grjóthrúgunnar — Gvendarsteins; þar stansaði hún, tók stein, lagði hann í vörð- una og sagði: „Óskaðu okkur til lukku.“ Ég gerði það sama og móðir mín og hermdi eftir henni bænina til stólbúans. Þá sagði hún mér frá því, að þetta væri alda-gamall siður allra þeirra manna, sem færu um þennan þjóðveg. Þeir álitu þetta örnefni eins heilagt og náttúruna, sem það stæði í. Enda auglýsti það sig sjálft, að trú vegíarenda og helgi þess hefði ekki orkað minnu en höndur þeirra, sem unnu að því að gera það eins og það stóð þá — átta feta hátt. Við foreldrar mínir vorum tvö ár á Kaldbak, en fluttum þaðan að eyðibýli, sem þá hét Þor- valdsstaðir, þá var ég á tíunda árinu; þar var heimili okkar ekki lengi, því að hinir hamrömmu jarðskjálftar 18. apríl 1872 lögðu öll fiskimannaheimil, sem þá voru til í Húsavík á Tjörnesi í rústir; yfir hundrað manns varð húsnæðislaust. Þá hrundi hið volduga minnismerki „Gvendar- steinn“. Styrkur hans og helgi, sem var orðin aldagömul hjátrú samtíðarfólksins, var ekki nógu sterk til að vernda hana frá falli fyrir hinum steíku náttúru- umbrotum. — Síðan eru liðin áttatíu ár og nú aðeins sjá þau þig í móðu hugur minn og ellin gamla æskuvininn sinn „Gvend- arstein. Finnbogi Hjálmarsson Úr borg og bygð Síðastliðinn mánudag lézt hér í borginni Mr. Wallace Rankin Pottruff forstjóri við málningar- vörudeildina hjá Walter Wood- félaginu, hinn ábyggilegasti mað- ur í öllum efnum; hann lætur eftir sig konu sína, frú Kristínu, dóttur Kristjáns heitins Ólafs- sonar lífsábyrgðarumboðsmanns, ásamt þremur börnum, tveimur sonum og einni dóttur. Útförin fer fram í dag, fimtudaginn þann 5. þ. m., kl. 2 e. h. frá Bardals. Séra Valdimar J. Eylands jarð- syngur. Viðstödd útförina verða Mr. og I minningu um Alice Anderson, Eining $2.00 í minningu um Sigríði Benonys Eining $2.00 í minningu um Halldór Byron, Eining................ $2.00 í minningu um Josephine Byron, Eining $2.00 í minningum um Hinrik Eiríksson Eining $2.00 Vestri $5.00 Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00 I minningu um Helen George, Eining $2.00 í minningu um Sigurð Hafliðason, Mrs. Thorunn Hafliðason $10.00 í minningu um Chris Heidman, Eining $2.00 í minningu um Henry Julius, Mrs. Eirikson, Eina og Hap * $4.00 f minningu um Paul Stephan Johnson, Eining $2.00 Mr. og Mrs. J. Magnússon $1.00 í minningu um Armond Walker King, Eining $2.00 í rpinningu um Sigurð A. Middal, Eining $2.00 Vestri $5.00 Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00 Mrs. Lillie Palmason $3.00 Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $2.00 í minningu um Aurora Ólafsson, Mrs. Lillie Palmason $2.00 í minningu um Mrs. Florence Rooks, Eining $2.00 í minningu um Jónas Tryggva, Eining $2.00 í minningu um Önnu Thordarson Eining $2.00 Vestri $5.00 Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00 Mrs. Sigurlaug Johnson $2.00 Mr. og Mrs. Steve Scheving og fjölskylda $2.00 Mrs. Lillie Palmason $3.00 í minningu um Gunnlaugu Thorlakson, Eining $2.00 Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00 Mrs. Douglas Pottruff frá Ann Arbor, Mich., sonur, og tvær systur frú Kristínar, Kristjana Ólafsson, Romulus, Mich., og Salina og maður hennar Elmer Johnson, sem einnig eru búsett að Romulus, Mich. ú- C. P. Poulson fyrrum bæjar- stjóri á Gimli, merkur maður í fylkingu íslenzkra frumherja, var jarðsunginn frá Fyrstu lút- ersku kirkju á föstudaginn var; frá dánardegi hans var sagt í fyrri viku. Mr. Poulson lætur eftir sig tvö börn, Gordon lög- fræðing og Mrs. Violet Ingald- son; barnabörnin eru fimm, en tólf barnabarnabörn. — Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ The Women’s Association First Lutheran Church will meet on Tuesday March lOth. at 2.30 p.m. in the church parlors. ☆ The Women’s Association First Lutheran Church will hold a sale of Home Cooking featuring Ice- landic Foods on Friday Evening, March 13th. from 7 to 10 in the lower Auditorium of the church. Coffee will be sold. ☆ Til sölu Ágæt verzlunarbúð til sölu nú þegar í bæ í suðvestur hluta Manitobafylkis; i bænum og um- hverfi býr fjöldi íslendinga. — Fyrirspurnir sendist á skrifstofu Lögbergs. ☆ Stúkan HEKLA I. O. G. T. heldur fund sinn þriðjudaginn 10. marz n.k. á venjulegum stað og tíma. ☆ Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á fimtudagskvöld- Mrs. Sigurlaug Johnson $2.00 í minningu um Jóhönnu Thorarins, Mrs. Sigurlaug Johnson $2.00 í minningu um Thomas A. Vatnsral, Eining $2.00 í minningu um Freda Wathne, Eining $2.00 Samtals $88.00 Áður auglýst ..... $777.00 1. júlí 1951 til 1. janúar 1953 88.00 Samtals $865.00 Sent til J. J. Straumfjord, Treas., Stafholt, Blaine, Wash. $800.00 í sjóði 1. janúar 1953 65.00 Lillie Palmason, Treas. Icelandic films, including a 40 minute colored film, will be shown under the auspices of the Icelandic Canadian Club, by Mr. Njáll Thoroddsson of Iceland, Friday, Marbh 13, at 8,15 p.m. in the First Federated Church, Banning street. Mr. Thoroddsson has shown his films widely in the United States and they have received high praise. Especially have the people in Los Angeles had the opportunity to see the best films on Iceland, including Hal Link- er’s fine work, and this is the comment of the editor of the Félagsblaðið, of the Icelandic- American Society in Los Angeles: “We had some seventy mem- bers in attendance at the meet- ing who were privileged to view Mr. Njáll Thoroddsson’s films on Iceland......We believe it has been a long time since we have seen photography more accom- plished than Njáll’s. Some of his shots af the intricate processes and machines used in the refin- ing of cod liver oil were quite remarkable. One feels one is right there in the factory watch- ing the machines at work.” MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda Heimili 686 Banníng Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hveijum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 8. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ið þann 12. þ. m., kl. 8, að heimili Mrs. A. Wathne 700 Banning Street. ☆ — ALÚÐARÞÖKK — Við undirrituð tjáum séra Sigurði Ólafssyni og öllum þeim ættingjum og vinum alúðarþökk, er á margvíslegan hátt auðsýndu okkur samúð og aðstoð við frá- fall elskaðrar eiginkonu og móður. Með vinsemd og virðingu Victor Eyjólfsson Alice Eyjólfsson Gunnsteinn Eyjólfsson Riverton, Man. ☆ Arni G. Eggertson, Q.C., fór loftleiðis austur til Ottawa lög- fræðilegra erinda á laugardag- inn var. ☆ Mr. Rósmundur Árnason frá Leslie, Sask., var staddur í borg- inni meðan á þjóðræknisþinginu stóð ásamt Leon syni sínum. ☆ Mr. Cleve Björnson frá Elfros, Sask,. var nýlega staddur hér í borginni. ☆ Betelsamkoman, sem Kvenfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar efndi til í kirkjunni á þriðju- dagskvöldið var fjölsótt og þótti um alt hin virðulegasta. Samskot til stofnunarinnar voru með allra hæsta móti. Included in Mr. Thoroddsson’s colored film, are: Boy Scouts in action; Work in the farm dist- ricts; the growing af flowers and vegetables in hot houses; haymaking, old and new; Some scenes from Siglufjörður and Eyjafjörður. From Reykjavík: the indoor bat'hing pool; Young people at work; drying of fish. Sóme scenes from Thingvellir. Another film in black and white shows among other things, Vertíð í Vestmannaeyjum, the very latest film on this industry, and Canadians have not likely seen before such a detailed picture of winter fishing. Mr. Thoroddsson recently pur- chased in the United States, one of the latest and best projectors on the market, at a cost of more than a thousand dollars. People of Icelandic descent and other interrested in Iceland will not want to miss seeing this excellent film. There will be a collection taken at the door, to help in a small way to defray Mr. Thoroddsson’s expenses in show- ing the films in Winnipeg. —W. K. Seattle Eining Memorial Fund Til arðs fyrir „STAFHOLT“ í Blaine, Washington, 1. júlí 1951 til 1. janúar 1953 Outstanding lcelandic Films Byrjað á útgófu á „Ættum Austfirðinga" á næsta óri Austfirðingafélagið í Reykja- vík hélt aðalfund sinn í Breið- firðingabúð 3. þ. m. Stjórnin skýrði frá starfsemi félagsins og íjárreiðum. Var starfsemin með mesta móti undanfarið ár og fjár- hagslegur hagnaður nokkur. „Austurland“ Af starfsemi félagsins er merk- ust fræðisagnaútgáfan „Austur- land“ og kom fjórða bindi henn- ar út í haust og var aðalútgefandi bókaforlagið Norðri i Reykjavík. Er í þessum fjórum bindum sam- ankominn allverulegur fróðleik- ur um Austurland á fyrri tímum og enn má miklu við bæta. Er vonandi að þetta starf fari eigi fram hjá Austfirðingum og þeir noti tækifærið til að kynnast því Organistinn komst einn á land á kirkjustað Prestar, sem þjóna presta- köllum, þar sem samgöngur eru erfiðar, mega vera við misjöfnu búnir í ferðum sínum á annexíurnar og hef- ir svo löngum verið. Þetta fékk hinn nýi prestur 1 Norð- firði, séra Ingi Jónsson, að reyna, er hann ætlaði að messa að Brekku í Mjóafirði fyrsta sunnudag ársins. Presturinn fór á vélbátnum Frey frá Neskaupstað, ásamt fleira fólki, í messuferðina. Var meðal annarra í för með honum organistinn, Sigdór V. Brekkan, sjötugur maður. Er kom í Mjóa- fjörðinn var komin kröpp vind- kvika, en enginn maður til taks á bryggjunni í Brekkuþorpi, er báturinn renndi meðfram henni í fyrstunni, til þess að festa hann, en hinn roskni organisti var við- búinn og stökk upp á bryggjuna einn manna, en hinir urðu allir of seinir fyrir. Komst ekki að bryggju aftur Meðan þessu fór fram hvessti svo, að innan lítillar stundar var komið mjallrok. Komst báturinn ekki aftur að bryggjunni, og varð að snúa við svo búið heim til Neskaupstaðar, en organist- inn varð eftir í Brekkuþorpi. Fundu tvo menn á báti Á heimleiðinni fundu þeir á Frey tvo menn á litlum báti í vari undir svonefndri Nýpu, milli Mjóafjarðar og Norðfjarð- ar. Treystu þeir sér ekki úr var- inu sökuð veðursins og höfðu tekið þann kost að bíða átekta. Þennan bát dró Freyr til lands, svo að ferðin til Mjóafjarðar, var ekki að öllu leyti unnin fyrir gýg, þótt ekki yrði af guðsþjón- ustunni í Brekkukirkju. —TÍMINN, 16. jan. Vitur maður hefir sagt: — Ef þú vilt að guð sé hjá þér á rauna- stundunum, þá verður þú að vera hjá honum á tímum velgengni þinnar. af fróðleik, sem þarna er skráð, með því að kaupa þessar bækur, enda er það skilyrði fyrir því, að framhald geti orðið á útgáfu þessari. Ættir Austfirðinga Þá hefir félagið átt frumkvæði að því að hafizt hefir verið handa um það að koma á prent hinu stórmerka og fræðilega þýðing- armikla verki, Ættum Austfirð- inga, eftir séra Einar Jónsson prófast síðast í Hofi í Vopnafirði, en það er eitt hið stærsta og merkasta ættfræðirit, sem samið hefir verið á íslandi. Er ætlunin að koma út á næsta ári 1. bindi af ritverki þessu, en þá eru liðin 100 ár frá fæðingu höfundarins. Alls mun rit þetta vera um 90—100 arkir í Skírnisbroti að stærð. Fé- lagið kaus Benedikt Gíslason frá Hofteigi framkvæmdastjóra út- gáfunnar, enda hefir hann í sam- ráði við stjórn félagsins og stjórn Sögusjóðs Austfirðinga, unnið að þessu að undanförnu. Standa vonir til að hægt verði að hefjast handa mjög bráðlega, enda því treyst að Austfirðingar og aðrir íslendingar bregðist vel við, að gerast áskrifendur að ritverki þessu. Austfjarðákvikmynd Félagið hefir margt fleira á dagskrá, t. d. er í athugun að láta gera Austfjarðakvikmynd. Þá mun félagið halda einn skemmtifund í hverjum mánuði, venjulega fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Tjarnarkaffi, og auk þess sérstaka skemmtun fyrir eldra fólk í marz. Þá verður hið árlega Austfirðingamót í febrúar. Pétur Þorsteinsson lögfræð- ingur, sem verið hefir formaður félagsins undanfarin tvö ár, baðst eindregið undan endur- kosningu og í hans stað var kos- inn formaður Guðmundur Björg- ólfsson klæðskerameistari. Aðrir í stjórn félagsins eru: Árni Bene- diktsson, Páll Guðmundsson, Sigurður Eiríksson og Leifur Halldórsson. —Mbl., 6. jan Lungnakvef NjðtiS þér eigi svefns vegna tauga- veiklandi lungnakvefs og hðsta, er ekkert sýnist vinna á? Templeton’s RAZ-MAH töflur eru til þess gerCar að losa um slim og létta fyrir brjðsti, og viS þaS hverfur hðstinn og rennsli úr nefi. PáiS RAZ-MAH vegna skjðts bata. 65 c., $1.35 I lyfjabúSum. R-66. COPBNHAGEN Bezta munntóbak heimsins STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modem times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your BusinesM Training Mmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.