Lögberg - 05.03.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66 ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 5. MARZ, 1953
NÚMER 10
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
15. FEBRÚAR ---------------
Ríkisstjórn Frakklands hefir
sent ríkisstjórn íslands orðsend-
ingu vegna reglugerðar hennar
frá 19. marz 1952 um verndun
fiskimiðanna, og segir í orðsend-
ingu þessari að ísland hafi gagn-
vart Frakklandi brotið í bág við
viðurkennda reglu í alþjóðar-
rétti, þar sem ákveðið sé að víð-
átta fiskveiðilögsögu skuli miðuð
við þrjár mílur. í reyndinni þýði
reglugerðin að frönskum skipum
sé bannað að veiða á fiskisælustu
svæðunum, þótt nærri láti að
Frakkar geti áskilið sér söguleg
réttindi, þar eð frönsk skip hafi
stundað veiðar á þessum miðum
svo öldum skipti. Vernd fiski-
miðanna mætti alveg eins ná
með ákvæðum alþjóðasamnings
um ofveiði. I lok orðsendingar-
innar lætur franska stjórnin þá
von í ljós, að íslenzka ríkisstjórn-
in endurskoði ákvörðun sína frá
19. marz 1952, og óskar þess ein-
dregið að hægt verði að gera
nokkrar lagfæringar með gagn-
kvæmu samkomulagi milli land-
anna, til dæmis varðandi tak-
mörkuð veiðisvæði og tímabil
fyrir franska togara, einkum á
verndarsvæðinu við vestur-
ströndina. — Ríkisstjórnin hefir
orðsendingu þessa til athugunar
og mun henni verða bráðlega
svarað.
1 viðtali við Reykjavíkurblað
segir Ólafur Thors atvinnumála-
ráðherra um þessa orðsendingu
frönsku ríkisstjórnarinnar, að í
henni felist ekkert nýtt. Um orð-
sendingu þá,j sem íslenzku ríkis-
stjórninni barst fyrir nokkru frá
ríkisstjórn Bretlands, segir ráð-
herrann, að íslenzku stjórninni
þyki ekki rétt að birta hana á
þessu stigi málsins og sé hún til
athugunar. Hann endurtekur að
lokum það, sem lýst hefir verið
yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar
frá upphafi, að hún muni í engu
hvika frá gerðum sínum í þessu
máli.
☆
Heildarfiskafli landsmanna á
árinu 1952 varð tæplega 337.000
lestir, og voru þar af frystar um
125.000 lestir, en 127.000 saltaðar,
og 4iertar voru 14.700 lestir. I
desembermánuði síðastliðnun)
varð aflinn 19.000 lestir. Afli báta
hefir verið allgóður að undan-
förnu, sums staðar ágætur.
☆
Enn er hlýtt í veðri hér á landi,
og hafa talsverðar rigningar
verið að undanförnu. Um síðustu
helgi rigndi svo mikið í Vestur-
Skaftafellssýslu að mikill vöxtur
hljóp í allar ár og flæddu þær
langt yfir l bakka sína. 1 flóði
þessu skemmdist brúin á Tungu-
fljóti í Skaftártungu svo mikið,
að hún er ófær bifreiðum. Jaka-
hröngl ruddi burtu undirstöðun-
um kafla og seig brúin þar um
hálft annað fet. í fyrramorgun
var nokkurra stiga hiti hér á
landi, þegar talsvert frost var í
Skandinavíu og á Bretlands-
eyjum.
☆
Allar Rauða kross deildir hér
á landi safna nú fé til fólks á
flóðasvæðinu í Hollandi, og hafa
safnast í Reykjavík talsvert á
annað hundrað þúsund krónur,
og á Akureyri höfðu safnast um
13.000 krónur í fyrrakvöld. Send-
ar voru s.l. þriðjudag 6 til 7
hundruð ullarábreiður til Hol-
lands. Póst- og símamálastjórnin
hefir ákveðið, vegna Hollands-
hjálparinnar, að yfirprenta með
25 aura yfirverði tvö. gildandi
frímerki, og verða yfirprentuð
250 þúsund af hvorri tegund. Þau
verða til sölu til 1. apríl næst-
komandi en gilda undir allar
póstsendingar til 1. júlí.
☆
Steingrímur Steinþórsson for-
sætisráðherra fór til Kaup-
mannahafnar á þriðjudaginn var
og situr þar fund Norðurlanda-
ráðsins af hálfu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar. Samferða honum
voru fimm fulltrúar Alþingis í
Norðurlandaráðinu, — og er
Magnús Jónsson alþingismaður
formaður íslenzku fulltrúanefnd-
arinnar og einn af varaforsetum
ráðsins. Steingrímur Steinþórs-
son forsætisráðherra átti sextugs
afmæli á fimmtudaginn var.
☆
Bankaráð Iðnaðarbanka ís-
lands samþykkti einróma á fundi
sínum á fimmtudaginn, að ráða
Helga Hermann Eiríksson skóla-
stjóra fyrsta bankastjóra Iðnaðar
bankans. Ákveðið er að bankinn
taki til starfa með vorinu. For-
maður bankaráðs er Páll S.
Pálsson lögfræðingur.
☆ \
Alþingiskosningar fara fram
hér á landi í sumar og birtast
qðru hverju fréttir af fyrirhug-
uðum framboðum í einstökum
kjördæmum. I vikunni, sem leið,
var sagt frá því, að Jónas G.
Rafnar alþingismaður verði í
framboði fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn á Akureyri, Jóhann Þ. Jósefs-
son alþingismaður í Vestmanna-
eyjum og Gísli Jónsson alþingis-
maður í Barðastrandarsýslu.
☆
Á þriðjudaginn varð jarð-
skjálfta vart í Eyjafirði, Suður-
Þingeyjarsýslu sums staðar og á
Siglufirði. Ekkert tjón varð.
☆
Bæjarstjórnir í nokkrum kaup-
stöðum hafa samþykkt að hafa
atkvæðagreiðslu um það, hvort
hafa skuli þar opnar áfengisút-
sölur, og í þessu tilefni hefir
Framkvæmdanefnd Stórstúku
íslands og Samvinnunefnd bind-
indismanna birt yfirlýsingu, þar
sem talið er, að lítið sem ekkert
vinnist við héraðabann í Reykja-
vík, þar eð lýst hafi verið yfir, að
Áfengisverzlun ríkisins muni
eftir sem áður selja þar áfenga
drykki þótt slíkt bann verði sam-
þykkt þar. Hins vegar sé mjög
líklegt, að héraðabönn í bæjar-
félögum utan Reykjavíkur, eink-
um þar sem öflugur bakhjarl í
hagstæðu almenningsáliti er
fyrir hendi, muni reynast vænleg
til takmörkunar áfengisneyzlu.
☆
Nýtt yátryggingarfélag hefir
verið stofnað í Reykjavík og
nefnist Vátryggingarfélagið h.f.
Það tekur að mestu við starf-
semi tveggja tryggingarfélaga,
Trolle og Rothe h. f. og Carl D.
Tulinius og Company. Hlutafé
nýja félagsins er 1,2 miljón
króna, og framkvæmdarstjóri er
Ólafur Finsen.
☆
Stúdentafélag Reykjavíkur
heldur umræðufund í dag og
ræðir nú um kristindóm og
kommúnisma. Framsögumenn
eru Jóhann Hannesson kristni-
boði og Gunnar Benediktsson
rithöfundur.
☆
Aðfaranótt föstudags kom upp
eldur í skipinu Herðubreið, sem
var á leið til Austfjarða frá
Framhald á bls. 5
Embættismenn Þjóðræknisfélagsins
Valdimar J. Eylands Egíll H. Fájnis
Endurkosinn forseti Kjörinn varaforseti
í framkvæmdarnefnd, auk for-
seta og varaforseta, Ingibjörg
Jónsson, ritari, Finnbogi Guð-
mundsson, vararitari, G. L. Jö-
hannsson, féhirðir, Margrét
Pétursson, varaféhirðir, Guð-
mann Levy, fjármálaritari,,
Ólafur Hallson, varafjármálarit-
ari, Ragnar Stefánsson, skjala-
vörður.
Endurskoðendur: Steindór S.
Jakobsson og J. Th. Beck.
Gerir gerviull
ullina verðlausa
á næstunni?
Vi'ða um lönd, svo sem í
Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
er mikil sauðfjárrækt, er
byggist á ullarframleiðslu,
og hvílir afkoma þessara
landa langmest á ullinni. En
nú eru ýms veður í lofti, og
sá ótti hefir komið upp, að
ullin muni innan skamms
verða algerlega undir í sam-
keppninni við gerviefni.
Það er gerviullin, sem Ástra-
líumenn og Ný-Sjálendingar ótt-
ast, en að rannsóknum undir-
búnings á framleiðslu slíkra
efna er nú kappsamlega unnið
af ýmsum færustu vísindamönn-
um heims á sviði gervi-iðnaðar.
Varnaðarorð vísindamannsins
Þetta mál hefir komizt sérstak-
lega á dagskrá í haust, sökum
þess, að yfirmaður efnafræði-
deildar Sidney-háskóla lét svo
ummælt, að þess muni skammt
að bíða, að gervilullin komi fram
á sjónarsviðið, og landar hans og
aðrir, er stundað hafa sauðfjár-
rækt með ullarframleiðslu að
meginstoð, verði að vera við því
búnir, að þessi þróun kippi fót-
unum undan atvinnuvegi þeirra.
—TÍMINN
MINNING OG EGGJAN
Flutt í Winnipeg þ. 25. febr. 1953 á samkomu Þjóðræknisfélagsins í
tilefni af aldarafmæli Gests skálds Pálssonar.
Heill sé þeim, er hófu merkið
hátt og djarft á nýrri öld,
áttu í hjarta eldinn bjarta
ævi fram á hinzta kvöld;
báru yl í bæi kalda,
birtu eftir langa nótt,
kveiktu sólþrá sálum ungum,
sumartrú og vængjaþrótt.
Vorsins syni, skáldi skyggnu,
skuldir gjaldast þetta kvöld,
hljóma yfir hafdjúp ára
honum lof og þakkargjöld.
Vökumaður vonadjarfur
vildi glæða ættarþjóð
sannleiksást, en svefni hrinda,
svall í barmi kærleiksglóð.
Vildi kröppu kjörin bæta
kotungslýð, og öðrum þeim,
er í skugga sátu sviptir |
sínum manndómsrétt í heim.
Vildi öllum hrjáðum hlýja
hjörtum, sem í éljum kól;
vildi hefja huga þjóðar
hærra móti dagsins sól.
Sein er leið á Sigurtinda,
sóknardjarfra bíður þraut.
Grýttur reyndist gæfuvegur
Gesti, ævin þyrnibraut.
Tíðum lífs á hörðu hjarni
hríðarbarið skáldið stóð;
blóði drifinn ferill fórna
frumherjanna merkar slóð.
------☆------ ,
Skýrist nú í skuggsjá aldar
skáldsins mynd og vökustarf;
sinni þjóð að sonarlaunum
silfri dýrri gaf hann arf.
Yfir legstað ljóssins þjóna
leiftrar, skráð á tímans spjöld: —
Eigðu’ í hjarta eldinn bjarta
ævi fram á hinzta kvöld!
RICHARD BECK
Minna má
gagn gera
Kommúnisti nokkur í Quebec,
Walsh að nafni, hefir sagt sig úr
flokknum og gert lýðum ljóst,
að stjórnvöldin í Moskvu hafi
mælt svo fyrir við skoðanabræð-
ur sína hér í landi, að í því falli,
að Canada lenti 1 stríði við Sovét-
ríkin, bæri þeim fyrst af öllu að
sprengja upp öll orkuver og
járnbrautarbrýr hér í landi.
Demantsbrúðkaup
Sunnudaginn hinn 15. febrúar
síðastliðinn, var hinum mætu og
vinsælu hjónum, Hermanni
Bjarnasyni og frú Júlíönu
Bjarnason að Milton, N. Dak.,
haldið veglegt samsæti á heimili
þeirra í tilefni áf demantsbrúð-
kaupi þeirra, sem þá var fáum
dögum áður um garð gengið;
þau hjón eru bæði ættúð frá
Barðsnesi í Norðfirði; þau voru
gefin saman í hjónaband að
Churchbridge, Sask., 11. febrúar
1893, en byrjuðu búskap þrjár
rnílur norður af Milton, N.D., og
hafa dvalið þar jafnan síðan.
Viðstödd áminstan mannfagn-
að voru börn og barnabörn
demantsbrúðhjónanna, og margt
skyldmenna víðsvegar að.
Mannfagnaðurinn hófst með
því, að sunginn var sálmurinn
Hve gott og fagurt og indælt er,
og Hvað er svo glatt; þá yoru
demantsbrúðhjónunum afhent
blóm og nokkur peningaupphæð
og var það systursonur Her-
manns, B. Bjarnarson kaup-
maður, er slíkt gerði.
Demantsbrúðguminn þakkaði
með hlýjum orðum fyrir sína
hönd, konu sinnar og annara
ættmenna heimsóknina, vina-
þelið og gjafirnar.
Hamingjuóskaskeyti bárust
demantsbrúðhjónunum úr öllum
áttum, er vöktu hjá þeim inni-
legan fögnuð.
Öll börn demantsbrúð’hjón-
anna, sem á lífi eru, voru við-
stödd, svo og systurbörn Her-
manns Björns Bjarnarson, Lang-
ruth, og frú, Karl Bjarnarson,
Baldur, og frú, og Valdimar
Bjarnason, Langruth, ásamt frú;
æinnig Mrs. Þorbjörg Hjörleifs-
son, St. Vital, og Óskar Bjarna-
son frændi demantsbrúðgumans
fyrir nokkru kominn af íslandi.
Sjö börn þeirra hjóna eru á lífi;
barnabörn eru 31 og 26 barna-
barnabörn.
Mæfrur maður látinn
Á miðvikudaginn í fyrri viku
lézt að heimili sínu, 874 Gros-
venor Avenue hér í borginni,
John Edward McRae, fimtugur
að aldri, er um langt skeið hafði
gegnt mikilvægum trúnaðar-
stöðum hjá Hudson’s Bay verzl-
unarfélaginu mikla í Edmonton
og Calgary, og gegndi hliðstæðri
stöðu í þjónustu þess hér í borg,
er sviplegt fráfall hans bar að.
Mr. McRae var glæsilegur
maður og prúður í framgöngu
og hann naut hvarvetna góð-
vildar og trausts hvar, sem leið
hans lá.
Mr. McRae var kvæntur
Hrefnu, dóttur þeirra J. J. Bíld-
fells og frú Soffíu Bíldfell. Auk
konu sinnar lætur Mr. McRae
eftir sig tvö börn, John 21 árs og
Sylvíu 9 ára að aldri.
Útförin, sem var afarfjölmenn,
fór fram frá Fyrstu lútersku
kirkju á laugardaginn, þar sem
séra Valdimar J. Eylands flutti
hin hinztu kveðjumál; við útför-
ina voru stödd foreldrar Mrs.
McRae og bróðir hennar, Dr.
John A. Bildfell, en þau eiga nú
öll heima í Quebecfylkinu.
Dánarfregnir
Jón Magnússan Borgfjörð,
landnámsmaður í Árdalsbyggð,
lézt í Árborg Red Cross spítal-
anum á föstudaginn, 27. febrúar,
86 ára að aldri. Foreldrar hans
voru Magnús hreppstjóri á Hofs-
stöðum í Álftaneshrepp í Mýra-
sýslu Jónsson og Helga Þor-
steinsdóttir frá Skildinganesi.
Jón misti föður sinn ungur og
flúttist mað móður sinni, stjúp-
föður og bróður, Guðmundi, til
Vesturheims 1888; ári síðar sett-
ust þeir bræður að í Árdals-
byggð; Jón kvæntist Guðrúnu
Eggertsdóttur það sama ár syst-
ur Árna heitins Eggertssonar og
þeirra systkina. Auk hennar læt-
ur hann eftir sig fimm sonu:
Eggert í Geraldton, Ont.; Edward
í Winnipeg; Árna í Árborg;
Valdimar og Magnús heima á
bújörðinni; fjórar dætur: Mrs.
T. T. Jónasson, Riverton; Mrs.
Otto Kristjánsson, Geraldton;
Mrs. George P. Olson, Spokane,
og Mrs. S. O. Jónasson, Winni-
peg; 23 barnabörn og 22 barna-
barnabörn; ennfremur tvær
systur: Mrs. S. Landy, Gimli, og
Mrs. George Harpell, Winnipeg;
ofannefndan bróður, Guðmund,
í Árborg.
Útförin fór fram frá lútersku
kirkjunni í Árborg á miðviku-
daginn; séra Sigurður Ólafsson
jarðsöng.
☆
Mrs. Friðrika. Thorolfson, 21
Tremont Apts., Winnipeg, lézt á
fimtudaginn, 26. febrúar, 73 ára
að aldri. Foreldrar hennar voru
Friðrik Sigurbjörnsson frá Sjáv-
arlandi í Þistilfirði og Sigríður
Jónsdóttir frá Geiteyjarströnd
við Mývatn á Islandi; þau voru
fyrstu íslenzku hjónin, sem gift-
ust í Winnipeg, og dóttir þeirra
Friðrika fyrsta íslenzka stúlkan,
sem fæddist í þeirri borg. Hún
lætur eftir sig eiginmann sinn,
Halldór, tvær dætur, Mrs.
Lincoln Johnson og Mrs. W.
Allison, og einn son, Frank;
ennfremur einn bróður, John
Davidson og 4 barnabörn.
Mrs. Thorolfsson tilheyrði
Fyrsta lúterska söfnuði alla ævi
og var einnig í Women’s Musical
Club. '
Útförin fór fram á mánudag-
inn var; séra V. J. Eylands jarð-
söng.
Þessarar mætu konu verður
nánar getið síðar.
☆
Mrs. Guðrún Gilbertson, 246
Parkview Street, St. James, lézt
á fimtudaginn, 26. febrúar, 88 ára
að aldri. Hún átti heima í þessari
borg um 66 ára skeið; hún misti
hann sinn, Magnús, fyrir ári
síðan. Hún lætur eftir sig þrjár
dætur: Mrs. K. Thorsteinson,
Mrs. Emil Johnson og Mrs. J.
Kellet; einn son, Thomas. Útför-
in fór fram á þriðjudaginn; Dr.
Rúnólfur Marteinsson jarðsöng.
Innflutningsbanni
aflýst
Landbúnaðarráðherra Banda-
ríkjanna aflýsti formlega banni
því á canadiskum búpeningi og
kjöti suður yfir landamærin
hinn 2. þ. m., en bannið gekk í
gildi fyrir ári síðan vegna gin-
og klaufnaveikinnar, sem gróf
um sig í suðurhluta Saskat-
hewanfylkis; tilkynning varð-
andi lausn málsins var birt sam-
tímis í Washington og Ottawa.
Leiðtogar hins canadiska land-
búnaðar hafa þegar fagnað af-
námi bannsins og um sömu
mundir rýmkaði stjórn þessa
lands nokkuð um útflutning á
tollskyldum vörum, sem Banda-
ríkin kaupa héðan úr landi.