Lögberg - 26.03.1953, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953
J....... '
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
„Því miður treysti ég mér ekki,“ sagði Björn, þegar hún hafði
borið upp erindið. „Ég hefði þó gjarnan viljað standa yfir mold-
um þess góða manns; en ég bið að heilsa Lísibetu. Það var vel
hugsað af henni, eins og flest annað, að vilja lofa mér að njóta
samfylgdarinnar.“
„Það verður nú víst ekki farið hart, því færðin er víða
slæm ennþá, heyri ég sagt,“ sagði Borghildur.
„Ég þekki nú reiðlagið hans Jóns Jakobssonar. Sjálfsagt
verður hann með í förinni,“ sagði Björn kaldranalega.
„Já; það verður hann náttúrlega,“ svaraði hún. .
„Fer margt frá ykkur?“ spurði Þóra. Ert þú a^ hugsa um að
fara, Borghildur? Mér sýnist það einhvern veginn á þér,“ bætti
Jiún við brosan^i.
„Já, Lísibet vill láta mig fara. Ég hef líka gaman af að sjá
æskustöðvarnar einu sinni enn.“
„En Anna? Fer hún ekki?“ spurði Þóra.
„Hún vill nú helzt ekki fara. Hún er svo hrædd við allar
líkkistur. Svo treystir hún sér ekki almennilega til að ríða svona
langt. Hún kvíðir öllu, blessað barnið; kjarkleysið er svo yfir-
gengilegt.“
Svo að Anna ætlaði þá ekki að fara, hugsaði Þóra. Þá fengi
hún tækifæri til að tala við hana. Hún var búin að þrá það lengi,
að létta þessari syndabyrði af samvizku sinni. Hún ætlaði sér að
beygja sína stórlátu sál og skrifta fyrir þessu saklausa barni,
hverjar afleiðingar sem það hefði.
í þessum erindum fór hún fram að Nautaflötum, daginn áður
en jarðarförin átti að fara fram. Nú hlaut Lísibet og sonur hennar
að vera komin vestur að Felli og gátu ekki höfuðsetið þær lengur.
Oft hafði hún nú samt verið kvikari í spori fram grundirnar. Hún
reyndi að gera sig ánægða með því, að hún væri að gera rétt, en
hún gat ekki orðið það.
Nú var orðið óvanalega langt, síðan hún hafði komið að Nauta-
flötum. Ekki síðan til kirkjunnar rétt eftir nýjárið. Vinnufólkið
var við túnávinnslu syðst og neðst á túninu.
Þóra gekk rakleitt inn í kokkhúsið, eins og hún var vön. Sig-
ríður gamla sat við eldavélina prjóandi og hrærði öðruhvoru í
mjólkurgrautarpotti yfir eldinum. Þóra heilsaði henni hlýlega.
„Þú ert þá orðin svona hress, Sigríður mín, að þú getur hugsað
um matinn,“ sagði Þóra.
„Ójá; ég hresstist með vorblíðunni og blómailminum, enda
hefur állt verið gert til þess, að ég gæti komizt til heilsu, eins og
þú þekkir nákvæmnina.“
„Er Anna inni?“ spurði Þóra. Hún vissi, að Sigríður hætti ekki
strax að hæla Lísibetu, ef hún fengi að ráða.
„Hún Anna? Það fór vestur í gær.“
„Fór Anna vestur. Borghildur hélt, að hún yrði heima.“
„Hún lét svona víst bara til þess að láta ganga eftir sér. Undir
eins og mamma hennar nefndi það, var engin fyrirstaða," sagði
Sigríður gamla og gretti sig.
„Þó að hún hlýddi nú tengdamóðurinni,“ sagði Þóra háðslega,
en eftir því tók ekki gamla konan.
„Ja, ég segi það nú líka,“ sagði hún. „Þo að hún gerði það,
þessi vesalingur, sem þarf að segja hvert verk eins og smákrakka.
Hver önnur en Lísibet ætli hefði þó gert úr henni það, sem hún er
þó orðin, þessi pappírsbúkur, og sálin eftir því. Herra trúr! Ekki
veit ég, hvernig nokkur maður getur hugsað sér að búa með svona
manneskju. En móðir hans hugsar nú náttúrlega um heimilið, á
meðan hennar nýtur við. En mikið er hún góð og guðhrædd,
aumingja stúlkan,“ bætti hún svo við í hlýrri málróm.
Svo Anna var þá komin vestur að Felli. Það var engin hætta á
því, að Lísibet léti leika á sig. Hún hefði átt að þekkja hana. Og
Þóra var að sumu leyti fegin, að tækifærið gafst ekki. Hún settist
niður án þess að henni væri boðið sæti og horfði hugsandi fram
undan sér.
„Þú hefur ætlað þér að finna Önnu. Þú kemur svo sjaldan.
Er pabbi þinn alltaf í rúminu?“ spurði Sigríður.
„Nei, það et hann nú ekki. En ég var við kindur hérna úti á
fjallinu og hljóp heim. Ég ætlaði að biðja hana að koma með mér
hérna út eftir; veðrið er svo gott,“ stamaði Þóra í einhverju ráða-
leysi. Hugurinn var við annað.
„Já, það er góð blessuð tíðin. Það má nú segja. Góður guð
veri lofaður!“
„Saumaði ekki Anna mikið, eftir að ég fór?“ spurði Þóra,
svona til þess að segja eitthvað.
„Ja, jú, jú. Hún er alltaf að dútla þetta. Hún er líka bráðlagin,
hvað sem hún gerir, og vandvirk eftir því. Stofan og hjónahúsið
er orðin það sama glingur og pírumpár. Þú skalt líta inn í húsið;
það er ólæst.“
Þóra tók þessu boði feginsamlega. Það var búið að breyta
miklu. Útsaumur og hekl var alls staðar þar, sem hægt var að koma
því að. Nýjar myndir voru komnar á veggina. Allt var svo fínt og
fallegt og minnti hana á allsleysið heima í gömlu baðstofunni.
Stór mynd af Lísibetu húsfreyju stóð á orgelinu, sem ætíð var haft
inni á vetrum. Þóra horfði á hana lengi. Henni fannst hún horfa á
sig, eins og hún væri lifandi. Henni datt í hug hjátrúarsamsetn-
ingur, sem Magga gamla hafði oft sagt henni. Gamla fólkið hélt,
að myndasmiðir væru ekkert annað en galdramenn og að mynd-
irnar gætu talað, þegar þær langaði til þess. Amma hennar hafði
meira að segja orðið fyrir því einu sinni, þegar hún var ein heima,
en allir aðrir voru við kirkju, að myndarsneypa, sem einn vinnu-
manns afglapinn hafði límt upp á þilið fyrir ofan rúmið sitt, fór
að gefa frá sér það voðalegasta hljóð, sem hún hafði heyrt á ævi
sinni, ekki ólíkt útburðarvæli. Auðvitað var þetta útlent mál, sem
hún skildi hvorki né langaði til að skilja. Hún þaut í ofboði út í
fjós og sat þar, þangað til tíðafólkið kom heim.
Þóra hörfaði til dyranna. Þá tók hún eftir nýju saumaborði
bak við hurðina, með hvítum útsaumuðum dúk á. Á miðju borðinu
stóð mynd af Jóni í fallegum ramma. Þarna gat Anna horft á hann,
þó að hann væri hvergi nálægur. Mikið átti hún gott. Hún hafði
hlotið góða hlutskiptið, og það skyldi ekki frá henni tekið. Aldrei
skyldi henni detta í hug að segja henni það, sem hún hafði verið
að telja sjálfri sér trú um, að væri réttlátt. Nei; hún var búin að
gera henni nógu mikið illt, þó að hún bætti ekki þessu ofan á.
Pg áður en hún vissi af, hafði hún borið myndina upp af vörum
sér og kysst kalt glerið. Nú fann hún, að hún elskaði allt með
honum, dalinn, jörðina og allt, sem var innan um húsið, jafnt það,
sem Anna hafði sett þar og hitt, foreldra hans og Önnu. Hún mátti
ekki hryggja hana. Þau áttu að eiga þetta syndsamlega leyndarmál
tvö ein. Það átti að fara í gröfina með þeim. Bara að pabbi hennar
hefði ekki verið eins opinskár og hann var, en allt var það henni
að kenna; eins og svo oft áður hafði hún verið heldur fljótráð og
ekkiiiugsað út í afleiðingamar. Kannske væri nú verið að kasta
því á milli sín í nágrenninu, sem þá var talað í bæjárdyrunum í
Hvammi.
Þannig hugsaði Þóra, meðan hún kyssti myndina aftur og aftur.
Hvað það væri gaman að eiga svona mynd. Þá gæti hún kysst
hana dags daglega. Skyldi hann vera reiður við hana ennþá? Hún
setti myndina á sinn stað og lokaði húsinu hljóðlega, eins og hún
óttaðist að vekja einhvern. Nú var hún sátt við allt og alla.
Þegar hún hafði drukkið kaffi hjá Sigríði, gekk hún út og
upp í fjall og settist á gráa sinuþúfu skammt fyrir neðan jarðfallið.
Það var uppáhaldssætið hennar. Hún horfði heim ,að bænum
sínum, lágum torfbænum og þýfðu túninu. Skyldi hún aldrei geta
byggt upp bæinn eða fækkað þúfunum í túninu. Líklega ekki.
Pabbi var orðinn svo mikill aumingi og hættur að hugsa um bú-
skapinn. Bara að hún væri karlmaður, þá hefði hún reynt að slétta
túnið og setja upp garða, eins og gert var að Nautaflötum. Því
skyldi hún ekki geta búið til garða þarna sunnan í bæjarhólnum?
Víst skyldi hún gera það. Það var ekki erfiðara en margt annað,
sem hún varð að vinna. Eina ráðið var að helga vinnunni kraftana,
þá væri helzt hægt að gleyma. fin hún gæti aldrei gleymt. Allt
minnti hana á vonirnar dánu. Hún stóð upp og gekk heim. Oft
hugsaði hún um það seinna, hvort það hefðu verið hjátrúargrill-
urnar úr Möggu gömlu eða ástin, sem lét hana hverfa frá sínu
heimskulega áformi. En hvort sem var; lofaði hún hamingjuna
fyrir, að henni snerist hugur.
Þegar búið var að vinna á túninu, fór Þóra að tala um garðinn
við föður sinn. Hann tók því fálega.
„Þú hefðir átt að sjá, hvað það fékk mikið af rófum og kar-
töflum úr görðunum á Nautaflötum,“ sagði hún.
„Þú heldur, að það verði eins hér?“ spurði hann efagjarn.
„Því ekki það? Er ekki moldin lík hér eins og þar fram frá?“
„Rófur hafa sprottið hér, en á þessa kartöflurækt er ég ekki
trúaður. Það er nú svoddan búsæld að öllu leyti þar á Nautaflöt-
um,“ nöldraði Björn. En Þóra sat við sinn keip.
„Elli á Hóli er að búa til stóran garð hjá sér. Því skyldi ég
ekki geta gert það líka? Og það er líka kominn garður í Seli.“
„Ja, sei sei. Aldrei þarf nú nema einn gikkinn í hverri veiði-
stöð,“ sagði Björn gamli þurrlega. Hann kærði sig ekkert um að
Þóra væri að apa neitt eftir nágrönnunum í dalbotninum. Þóra
tók skóflu og fór að stinga upp hólinn. Það er ekki um annað að
gera en að lofa henni að ráða, hugsaði Björn gamli. Hann sagði
Fúsa að hjálpa henni. Sjálfur fór hann að hlaða garðinn.
„Mér finnst þú hafa hann óþarflega stóran,“ sagði Björn.
Þóra hélt áfram að stinga upp. „Því meira fæst upp úr honum.“
„Hvar færðu svo fræið?“ spurði bóndi.
Eiginlega hafði hún ekki hugsað út í það. „Ég veit ekki,“
anzaði hún dræmt. „Ætli ég reyni ekki að fara til Ella á Hóli.“
,Hann var að bora niður í garðinn í fyrradag og kærastan með
honum,“ gall við í Fúsa.
„Ojæja. Hann er nú ekki einn lengur. Hann er búinn að fá
meðhjálpina,“ sagði Björn.
Þóra kastaði hranalega frá sér hnausnum. Henni líkaði ekki
alls kostar það, sem faðir hennar sagði síðast.
Smalinn gat um það frammi á Nautaflötum, hvað Þóra hefði
fyrir stafni. Hann þurfti að koma þangað, eins og vanalegt er,
þar sem féð gengur saman. Sigga gamla hafði líka þann vana, að
spyrja gestina af næstu bæjum, hvað verið væri að gera hjá þeim
núa.
Næsta dag kom Finnur gamli út að Hvammi með stóra hrífu
með háum járntindum á öxlinni. Hann fékk Þóru hrífuna. Lísibet
sendi henni þessa garðhrífu. Og hann sýndi henni, hvernig ætti
að jafna garðinn og hvað beðin ættu að vera breið.
Þóra varð yfir sig glöð yfir alúð Lísibetar. En Magga gamla
hentist niður að húsi til Björns bónda og sagði honum, hvað
Finnyr væri að erinda.
„Lísibet er að sleikja sig saman við Þóru með þessu,“ sagði
hún og var mikið niðri fyrir.
„Hún hefur alltaf verið Þóru mæt manneskja, eins og þú
þekkir sjálf,“ svaraði hann hógvær; en samt sá hún, að svipur
hans þyngdist.
„Ætli það hafi ekki verið fleiri en hún , sem hafa viljað Þóru
vel, ef hún hefði verið viðráðanlegt barn og getað tekið því.“
„Vertu ekki að þessu fjasi, kindin mín. Hún er stórlynd og
einþykk; ég veit það vel; en ég hef heldur aldrei vanþakkað þér
fyrir hana.“
„Þetta er nú ein sérvizkan úr henni með þennan garð,“ hélt
hún áfram.
„Það er bezt, að hún ráði. Hún á jörðina hvort sem er. Ég er
kominn til hálfs ofan í jörðina.“ Hann hélt áfram að hlaða úr
torfuskæklnnum, en Magga gamla rausaði dágóða stund við sjálfa
sig, svo rölti hún heim aftur, þegar hún fékk ekkert svar. Hún hafði
alltaf undir niðri borið kala til Lísibetar vegna vináttu þeirrar,
sem Björn og Þóra voru í við hana. JSinu sinni hafði gremja hennar
verið svo mikil, að hún sagði við Sigþrúði á Hjalla, að hún efaðist
stórlega um, að vinátta Björns og Lísibetar væri heiðarleg. En
Sigþrúður var of orðvör kona til þess að hafa orð á þessu við
nokkra manneskju; Hún þóttist vita, að Magga myndi ekki vera
frí af þeim slæma lasleika, sem afbrýði er kölluð, þó að hún væri
ekki kona Björns. Hún vildi sjálfsagt hafa húsfreyjurétt yfir
honum sem öðru á heimilinu.
En nú heyrði Magga, að einhver beiskja var í huga Björns til
Lísibetar. Hún skildi hvað það var, þegar hún heyrði rimmuna við
bæjardyrnar á einmánuðinum.
Þóra vann í garðinum fram á nótt. Þá var hann líka búinn.
Nú var eftir að útvega fræið.
Morguninn eftir komu tvær vinnukonur frá Nautaflötum með
dálítinn þvottabala á milli sín með útsæðiskartöflum í og gul-
rófnafræ í glasi.
„Lísibet sagði okkur að hjálpa þér að setja niður í garðinn.“
Þóra var orðlaus. Henni hafði aldrei dottið í hug nema rófur.
Svona var Lísibet ævinlega.
Þær tóku til starfa, masandi og hlægjandi.
Björn lá uppi í rúmi sínu og las í bók, þegar Magga gamla
kom inn í gættina, þung í skapi.
„Það er meiri rásagangurinn á þessu Nautaflatahyski á degi
hverjum. Þær eru nú bara komnar tvær griðkonurnar með bala
á milli sín og farnar að krunka yfir þessum garði. Það á víst að
verða einhver sýningarspegill.“
Björn hélt áfram að lesa, eins og hann heyrði ekki til hennar.
Hún lét hurðina smásíga aftur. Þá leit hann upp og spurði: „Hvað
er í þessum bala, Magga?“
„Hvað ætli ég viti um það. Þær eru komnar inn í garðinn. Það
er flest, sem það þarf að reka nefið í, þetta dót.“
Svo flýtti hún sér fram, því hún var ekki óhrædd um pott-
inn; hann gat sett upp úr sér. Hún hrökk á bak aftur, þegar hún
kom fram í bæjardyrnar. Þóra kom innan úr skálanum og hafði
heyrt til hennar; það sá hún á svipnum.
„Þú gengur á milli með spillingarnar, eins og þú ert vön,
kjaftakindin þín,“ hreytti Þóra til hennar um leið og hún laumaðist
inn í eldhúsið.
„Alltaf fæ ég eitthvað hjá henni, stúlkunni þessari. Hún hefur
nú versnað um allan helming, síðan hún fékk þetta rothögg á
jóladaginn,“ tautaði Magga gamla á milli þess sem hún reyndi að
stilla grautinn með blástrum og köldu vatni. „Það var nú ljóta
höggið fyrir ungu stúlkurnar hérna í sveitinni, úff! — úff!“
Björn lagði frá sér bókina og tók af sér gleraugun, greip prikið
sitt og staulaðist svo hægt fram göngin, að Magga gamla heyrði
ekki til hans. Hann gekk suður fyrir bæinn og nálgaðist svo
garðinn, að hann sá til stúlknanna og heyrði að þær hlógu og
skröfuðu. Hann lagði vandlega við hlustirnar. Þóra spurði. Þær
svöruðu. Alltaf eitthvað frá Nautaflötum.
„Hver setti niður í garðana hjá ykkur?“ spurði Þóra.
„Jón og Borghildur að mestu leyti. Stundum var Anna með
þeim. Það var búinn til garður niður við hesthúsið handa henni.
Hún setti ofan í hann sjálf. Lísibet sagðist ætla að sjá^hvað yrði
mikil búsældin hjá henni. Já, á meðan ég man: Anna bað þig að
koma til kirkjunnar á sunnudaginn; annars færi hún að hætta að
þekkja þig,“ sagði önnur aðkomustúlkan.
„Nei, ertu ekki hissa, Þóra?“ gall í hinni. „Hún Lilja frá Seli
er bara farin til Ameríku, án þess að kveðja nokkra manneskju
hérna í dalnum nema foreldra sína. Hún kvað hafa verið svo
undarleg í vetur, að fólkið heldur, að hún sé að verða geðveik.“
„Hún Lilja farin — geðveik! óskapleg vitleysa,“ sagði Þóra.
' Björn staulaðist heim aftur. Hann stakk prikinu óþarflega fast
ofan í hlaðið og tautaði sundurlausar setningar í hálfum hljóðum.
„Hún gleymir aldrei. Alltaf er hugurinn framfrá. Hvað skyldi
hann hafa haft þær margar. Ojæja; illt er í ættum allra gjarnan.“
Hann fór inn í eldhúsið.
„Þú ættir að baka með kaffinu, Magga, handa þessum stúlkum,
sem eru að hjálpa Þóru. Það verður þó að virða það, sem vel er
gert.“
„Ég ætlaði að gera það, blessaður vertu,“ sagði Magga gamla.
Það mýkti sjálfsagt Þóru, hugsaði hún.
En Þóra var ánægðari en svo, að hún væri að erfa þetta, sem
hún hafði heyrt til Möggu. Hún hugsaði um það tvennt, hvenær
plönturnar færu að gægjast upp úr moldinni í garðinum og hvernig
Jón myndi líta út, þegar hún sæi hann næst.
Þóra bjó sig til kirkjunnar næsta sunnudag, eins og Anna
hafði óskað eftir. „Vilt þú ekki vera með, pabbi?“ spurði hún.
„Ég hef nú hvorki farið það né annað í vetur. Heilsan hefur
nú ekki verið svo burðug,“ svaraði hann fálega. „Ég get lesið
lesturinn heima. Þú hefur víst ekki farið oft til kirkju heldur í
vetur,“ bætti hann við.
Anna var komin á peysuföt með brúnt tausjal og gullhólk á
húfunni. En hvað hárið fór vel í fjórum þykkum fléttum.
Anna kom til Þóru eftir messu. Hún hafði gengið með Sig-
þrúði ofan í kirkjugarðinn. Sigþrúður átti þar leiði, sem hún
þurfti að sjá í hvert sinn, sem hún kom til kirkju.
„Það er mikið, að þú sést, Þóra mín. Ég er hissa, hvað þú
getur setið heima allan veturinn,“ sagði Anna hlægjandi, tók undir
handlegg hennar og leiddi hana heim að bænum og alla leið inn í
hjónahúsið til fóstru sinnar.
Þóra heilsaði Lísibetu og þakkaði henni fyrir alla umhyggjuna
fyrir garðinum sínum.
„Ó, það er lítið að þakka, góða mín. En mér þótti svo vænt um
að heyra, hvað þú varst einbeitt. Það hafa þó víst ekki verið svo
góðar undirtektir hjá pabba þínum. Það er nú svona, sumt þetta
gamla fólk. En svona þarf maður að vera einbeittur og sjálf-
stæður, þá hefst allt fram. Þú sérð það í haust, að hún borgar sig,
þessi litla fyrirhöfn, þegar þú ferð að taka upp úr garðinum.“
Þóra settist og leit í kringum sig. Það var líkt og þegar hún
kom síðast.
„En hvað þetta er góð mynd af Jóni. Hún er nýkomin,“ sagði
hún.
„Ó, hún er alveg eins og hann, yndisleg," sagði Anna hrifin.
„Átt þú ekki svona mynd, Þóra?“ spurði Lísibet.
„Nei-ei.“
„Nú er ég hissa. Hann ætlaði þó að gefa öllum æskuvinunum
mynd.“
Þá var hurðin opnuð og Jón kom inn.
Þóra stóð upp og rétti honum höndina. Hún var ekki laus við
feimni. Hann tók nokkuð fast í hönd henni og brosti ertnislega,
sem minnti Þóru leiðinlega mikið á æskuárin, þegar hann átti sín
einhvers í að hefna.
„Sæl vertu, Þóra mín! Þú ert þá komin. Ég hélt, að þú værir
gengin í klaustur,“ sagði hann, og glampinn í augunum óx mikið.
Nú mátti hún eiga von á einhverju.
',»Er það ekki dæmalaust,“ tók Lísibet til máls. „Þú ert ekki
farinn að gefa henni Þóru mynd af þér ennþá.“
„Nei, það er engin von til þess. Ég reið heim að Hvammi í
vetur, þegar ég kom neðan af Ósnum með myndirnar og ætlaði að
gefa henni þá fyrstu. En Magga gamla sagði, að hún væri ekki
komin frá kindunum. Ég sá pabba hennar bregða fyrir í bæjar-
dyrunum, og hann var svo hátíðlegur á svipinn, alveg eins og ég
hugsaði mér gamlan ábóta. Þess vegna hélt ég, að Þóra væri gengin
í klaustur."
Hann hló dátt. En Þóra fitlaði við kögrið á slifsinu sínu,
eldrauð í framan.