Lögberg - 26.03.1953, Page 7

Lögberg - 26.03.1953, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 7 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Hlýtt hefur verið í veðri að undanförnu en umhleypinga- samt, hvasst oft og úrkoma tals- verð. Gæftir voru stirðar sunn- anlands síðari hluta febrúar, en sæmilegar við Breiðafjörð. Afli Akranessbáta var í lok mánaðar- ins orðinn rösklega 600 lestum meiri en á sama tíma í fyrra og eru þó færri róðrar nú en þá. ☆ í sl. mánuði fóru tveir fulltrú- ar íslenzkra togaraeigenda til Englands, þeir Björn Thórs og Jón Axel Pétursson og áttu þar viðræður við brezkan kaupsýslu mann um möguleika á því að rjúfa löndunarbannið og koma íslenzkum fiski á markað í Bret- landi að nýju.- Ekki hafa ák- varðanir verið teknar í þessu efni enn. ☆ Hér er 'nú staddur Valdimar Björnsson fjármálaráðherra Minnesota-ríkis í Bandaríkjun- um. Hann kom hingað að beiðni Stassens yfirmanns hinnar gagn- kvæmu öryggismálastofnunar Bandaríkjanna til þess að kynna sér störf og framkvæmdir stofn- unarinnar hérlendis, einkum í sambandi við lokaþátt fram- k v æ m d a við Sogsvirkjunina nýju, Laxárvirkjunina og áburð- arverksmiðjuna. Valdimar kom á fimmtudaginn og heldur heim- leiðis á þriðjudagsmorgnu. Hann ræðir við ríkisstjórnina og flyt- ur Stassen skýrslu um för sína. í viðtali við fréttamenn sagðist Valdimar líta svo á að nú væru tímamót í íslenzkri menningu í Vesturheimi, því að ungt fólk af íslenzkum ættum væri að týna íslenzkri tungu. !Þó mætti segja, lað það, hefði öðlast skilning á Isínum menningararfi frá Islandi og stofnun íslenzks kennarastóls í íslenzkum fræðum við háskól- ann í Winnipeg væri mjög mik- ilvægt atriði og myndi glæða á- huga Vestur-íslendinga á tengsl- unum við ísland. Til kennara- stóls þessa hafa safnast 200.000 dollarar, og þar af lagði As- mundur P. Jóhannsson fram 50- 000 dollara. Þjóðræknisfélag Is- lendinga í Vesturheimi minnist þess í haust að liðin eru 100 ár frá fæðingu Stephans G. Steph- anssonar og verður efnt til há- tíðahalda í því sambandi. ☆ Nýlega var haldinn aðalfund- ur Sjómannadagsráð- sins í Reykjavík og Hafnarfirði. Eignir þess og byggingarsjóðs dvalarheimilis aldraðra sjó- manna nema nú um 3.275.000 krónur. Byrjað var að grafa fyr- ir grunni dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna í haust og er því verki lokið fyrir nokkru. Beðið er eftir ákvörðun fjárhagsráðs um leyfi til byggingarinnar, en, þegar það er fengið, verður bygg ingin boðin út. Mikill áhugi er á því að koma heimilinu upp sem fyrst, og hafa fultrúaráði sjó- mannadagsins þegar borist um- sóknir um vist á heimilinu. ☆ Menntamálaráðuneytið hefur nýlega auglýst nýtt embætti til umsóknar, skólameistaraem- bætti við menntaskóla í sveit, það er á Laugarvatni. Embætti þetta veitist frá 1. apríl þessa árs. Á Laugarvatni hefur verið að undanförnu framhaldsdeild, en þar sem skólinn hafði ekki réttindi til að brautskrá stú- denta, luku stúdentsefni þaðan prófi við Menntaskólann í Reykjavík á sl. vori. ☆ Dr. Benjamín Eiríksson, ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, hefur verið ráðinn bankastjóri h i n s nýstofnaða Framkvæmdabanka. ☆ Vegna fráfalls Jósefs V. Stal- ins marskálks, forsætisráðherra Ráðstjórnarríkjanna, sendi for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, Nikolai Shvernik for- seta Ráðstjórnarríkjanna, sam- úðarkveðjur. Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra sendi sam- uðarkveðjur Jakob Malik að- 8. MARZ Ráð- stoðar utanríkisráðherra st j órnarríkj anna. ☆ Þessi framboð við alþingis- kosningarnar í sumar voru gerð kunn í vikunni, sem leið: Emil Jónsson verður í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, Benedikt Gröndal í Borgarfjarð- arsýslu og Guðmundur I. Guð- mundsson í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Af hálfu Framsóknar- flokksins verður Sigurvin Einars son í kjöri í Barðastrandarsýslu, og listi flokksins í Árnessýslu verður þannig skipaður: Jörund- ur Brynjólfsson, Hilmar Stefáns- son, Þorsteinn Sigurðsson og Gunnar Halldórsson. Ó 1 a f u r Thórs v e r ð u r frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Pétur Gunnarsson í Mýrasýslu og Friðjón Þórðarsson í Dalasýslu. ☆ Norrænt bindindisþing verður háð hér á landi í sumar í byrjun ágúst. Það er 19. norræna bind- indisþingið og hið fyrsta, sem háð er hér á landi. Það munu sækja um 220 erlendir bindindis- monn. ísléndingar hafa sótt nor- ræn bindindisþing í rúm 30 ár og átt fulltrúa í stjórn þeirra í rúman aldarfjórðung. Tilgangur þinganna er að efla bindindiS' hreyfinguna á Norðurlöndum, svo sem mest má verða með fyr- irlestrum, umræðum og persónu- legri samvinnu. Þingið verður sett í þjóðleikhúsinu að kvöldi 31. júlí. Um 170 erlendir gestir koma með norska skipinu Branc V, og um það bil 50 með Gull fossi. Hópur Svíanna verður langstærstur og eru líkur til þess, að í þeim flokki verði há- templar Góðtemplarareglunnar Ruben Wagnson landshöfðingi í Kalmar. ☆ Menntamálaráð hefur nýlega úthlutað námsstyrkjum og gert tillögur um námslán, en á fjár- lögum þessa árs eru veittar 875 000 krónur til námsstyrkja og 400,000 krónur til námslána. Að þessu sinni bárust 237 umsóknir um styrki og lán. Veittir voru framhaldsstyrkir til 69 náms- manna. Lán verða veitt með sömu kjörum og á sl. ári, en sú breyting var nú gerð, að náms- mönnum, sem hlotið höfðu styrk frá Menntamálaráði fjórum sinn um og eiga enn nám fyrir hönd- um, var gefinn kostur á láni, og 21 námsmanni úthlutað slíku láni. Styrkirnir voru að þessu sinni, eins og þrjú síðastliðin ár, m i s h á i r eftir dvalarlöndum. Fylgt var þeirri regul, að veita eigi styrk til þess námsfólks, sem ekki hafði byrjað nám, þeg- ar styrkveitingin fór fram. Það námsfólk, sem hyggst að stunda eða stundar langt nám var að öllu jöfnu látið sitja fyrir um styrku og lán. Um stúdenta, sem sækja um styrk til verkfræði- náms erlendi en hafa ekki áður lokið fyrrihlutaprófi við verk- fræðideild háskólans hér, er fylgt þeirri reglu, að ef hægt er að stunda námið hér að fyrri- hluta, hljóta þeir ekki styrk fyrr en þeir hafa lokið sem svarar fyrrihlutaprófi annars staðar. Frá þessu er aðeins vikið, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. ☆ íslenzkum stúdent stendur til b o ð a námsstyrkur við Dart- mouth College í Bandaríkiunum næsta vetur. Fær styrkhafi ó- keypis kennslu, um 700 dollara til greiðslu á fæði og húsnæði og 50 dollara á mánuði til ann arra þarfa. Er hún um að ræða u p p h a f stúdentaskipta milli Dartmouth College og Háskóla íslands, og mun stúdent þaðan verða hér við nám í íslenzku. Skrifstofa Háskóla íslands veit ir nánari upplýsingan. ☆ I ráði er að byggja við Lands- spítalann í Reykjavík nýja álmu og eiga að verða 100 sjúkrarúm í þeirri viðbyggingu. Einkum er aðkallandi að þar verði komið upp sjúkradeild handa þeim sjúklingum, sem þarfnast geisla- lækninga, þar sem hvergi eru hér geislalækningatæki nema í Landsspítalanum. Ætlunin er, að byrja á þessu verki í vor og verja til þess 5 til 6 miljónum króna á þessu ári. Krabbameins- félag íslands hefur samþykkt að stuðla að þessari stækkun spítal- ans með því að efna til almennr- ar fjársöfnunar til þess að flýta byggingarframkvæmdum, og mundi sú fjárhagsaðstoð þá bund in því skilyrði ,að sjúklingum, sem þurfa geislalækningu, verði tryggð 16 til 20 rúm í viðbygg- ingunni. Fyrsta starfsár Lands- spítalans nutu 11 sjúklingar geislalækninga í Röntgendeild- inni, en árið 1952 voru þar 144 sjúklingar til röntgen- og radí- um-lækninga vegna illkynjaðra meinsemda. Af þeim voru 39 rúmfastir í ý m s u m deildum Landsspítalans, en margir urðu að koma og fara daglega vegna skorts á sjúkrarúmum. ☆ Nú eru liðin 22 ár síðan farið var að veita styrki úr Minningar gjafasjóði Landsspítala íslands, og hafa alls verið veittar úr hon- um um 430,000 krónur, og sjóð urinn nemur nú um 650,000 krónum. Fé úr sjóðinum hefur hingað til verið varið til að hjálpa fólki til að greiða sjúkra- kostnað í Landsspítalanum, en nú hefur sjóðurinn fært út starfssvið sitt Vatnsskortur er mikið vandamál víða um heim Deilur um vatnsrétiindi — og jafnvel rigningu — eru algengar með breytingum á skipulagsskrá og verða fram vegis einnig veittir styrkir úr honum til sjúkrahússdvalar er- lendis, fáist ekki fullnaæjandi læknishjálp hérlendis. ☆ I febrúarmánuði sl. f 1 u 11 i Flugfélag íslands samtals hátt á 12 hundrað farþega, þar af 155 milli landa. Bæði og fólksflutn- ingar með vélum félagsins juk ust stórlega, miðað við sama mánuð í fyrra, en póstflutningar minnkuðu mikið. Farnar voru tvær ferðir til Grænlands í mán- uðinum, og eru horfur á því að Er menn hafa í huga vot- viðrasamt veðurlag á suð- vesturhluta Islands, er næsta erfitt að gera sér grein fyrir því, að útvegun neyzluvatns geti verið vandamál í heiminum. En vatnsskorturinn er mikil hætta, sem fer vaxandi með íverju ári. Það er t. d. algent lagabrot í Karachi, höfuðborg Pakistans, að stela vatni á geitar skinnsbelg úr einhverjum vatns- geyminum þar, sem lögregla eða herlið halda jafnan vörð um. Án vatns getur engin lífvera dafnað, en jafnframt því er það mikilvægt efni og notað við margs konar iðnað. Til þess að framleiða eina smálest af fyrsta flokks stáli, þarf hvorki meira né minna en 270 smálestir af vatni, og svipað magn þarf til þess að búa til eina smálest af pappír. Auðvelt er að reikna út hve mikils neyzluvatns er þörf | miklum dei]um og pólnískri tog. segja um vatnið, sem bundið er í jökulbungum heimsskautanna. Segja má, að við getum ekki notfært okkur 95% af þessu vatnsmagni fyrirhafnarlaust. Hin ^prósentin eru í ósöltum vötnum, fljótum eða vatnsæðum neðanjarðrfr. Óbeint fáum við þó allt vatn frá heimshöfunum. Amerískur jarðfræðingur hefir reiknað út, að um það bil 80.000 teningsmílur vatns gufi upp ár hvert, og falli síðan til jarðar sem regn, en mikið af því fellur að sjálfsögðu aftur í höfin. Vatnsskorturinn hefir víða leitt til „rányrkju“. Menn bora æ dýpra eftir vatni og á fáum árum þrjóta neðanjarðarvatns- bólin, sem náttúran hefir verið að koma sér upp á mörg þúsund árum. Vain orsakar deilur Mannkyninu er löngu orðið ljóst, að vatn er verðmætt. Þar af leiðandi hefir réttur til njóta og stöðuvatna iðulega valdið — þ. e. vatns, sem raunverulega er drukkið eða notað í mat, en í nýtízku iðnaðarþjóðfélagi getur vatnsnotkunin komizt upp í 4000 lítra á sólarhring á hvern íbúa. Sums staðar er miklum erfið- leikum bundið að útvega vatn. T. d. segja Danir, að bráðlega verði erfitt að sjá Kaupmanna- höfn fyrir nægilegu vatni frá vatnsbólum Sjálands. Mikið valn, sem erfitt er að nota 70.8% af yfirborði jarðar eða 361 milj. ferkílómetrar, eru huldir vatni, en hins vegar er ekki fyrirhafnarlaust unnt að nota hið ævintýralega magn sem þar felst. Svipaða sögu er að Guðrún Brunborg kvikmynd frá síðustu vetrar-olympíuleik- unum og verður ágóðanum varið til þess að kaupa íbúðir fyrir ís- Flugfélag íslands taki að sérjlenzka námsmenn í stúdenta- meiri flutninga fyrir dansk að ilja til og frá Grænlandi í ná inni framtíð. Flugvél frá Flug- félagi íslands flutti í fyrradag danskan læknir til Meistaravík- ur í Grænlandi, en læknirinn Dar í ná mabænum hafði veikst. Um 50 Danir hafa þar vestur- setu. ☆ Dönsk kennarasambönd hafa ooðið 15 íslenzkum kennurum til þriggja vikna dvalar í Dan- mörku í júnímánuði í sumar, og tekur boð þetta til kennara við barnaskóla og framhaldsskóla. ☆ Áburðarverksmiðjan auglýsti í fyrra að stofnað væri til sam- k e p p n i á framleiðsluvörum verksmiðjunnar, og bárust nær tvö hundruð tillögur. Ákveðið var að veita fyrstu verðlaun fyr- ir heitið Magni. ☆ Kvennadeild Slysavarnafélag- sins á Siglufirði átti nýlega 20 ára afmæli. Deildin hefur safnað samtals 200,000 krónum til slysa- varna síðan hún tók til starfa og m. a. látið byggja skipbrots- mannaskýli að Látrum við Eyja- fjörð og eflt mjög björgunar- skútusjóð Norðurlands. i * Komið er á fjórða ár síðan fjárskipti fóru fram um mestan hluta Snæfellsness og er heildar tala sauðfjár orðin heldur hærri þar en var fyrir niðurskurðinn. Nýji fjárstofninn, sem er af Vestfjörðum, hefur reynzt af- urðagóður en ekki jafnduglegur til beitar og gamli fjárstofninn. 1 haust og í vetur voru stofnuð 10 sauðfjárræktarfélög á Snæ- fellsnesi og ráðinn búfræðingur til að ferðast á milli félaganna og leiðbeina bændum um sauðfjár- rækt í vetur. ☆ Skákþingi Reykjavíkur er ný- lega lokið. Skákmeistari Reykja- víkur varð Lárus Johnsen. ☆ Um þessar mundir sýnir frú bænum á Sogni í Oslo. Þegar hafa 10 íslenzkir námsmenn feng ið þar herbergi, og eigi þær í- búðir að greiðast á fjórum árum. Frú Guðrún Brunborg hefur um mörg undanfarin ár unnið að eflingu menningartengsla milli Noregs og íslands og orðið mik- ið ágengt. ☆ Á föstudaginn var gerð í Reykjavík útför Ólafs Thorlaci- us, fyrrum héraðslæknis, er lézt í Landsspítalanum laugardaginn 28. febrúar sl. Mikið fjölmenni var við útförina. ☆ Ferðaskrifstofa ríkisins hefir ákveðið að gangast fyrir skemmtiferðum héðan til Spánar í vor, og verður farið flugleiðis. Tvær ferðir verða í apríl og ein í byrjun maí. ☆ Skautamót íslands var haldið í Eyjafirði á miðvikudaginn og fimmtudaginn, og voru keppend- ur níu, allir út Skautafélagi Akureyrar. Sett voru sex Islands met. Björn Baldursson, Akur- eyri, varð Islandsmeistari í skautahlaupi og hlaut Skauta^ bikar íslands. Hann hljóp 5000 metra á 9 mín. 58,3 sekúndum. Stigatala hans var 223,280. Norski skautahlauparinn Reidar Lia- klev, sem að undanförnu hefir þjálfað skautamenn á Akureyri, sýndi skautaíþróttir á mótinu. ☆ Sendiráðið brezka færði Lands bókasafni íslands nýlega 60 nýjar bækur enskar að gjöf frá British Council. Er þar um að ræða ýmis nýjustu rit enskra höfuðskálda. ☆ Nýtt blað hefur hafið göngu sína í Reykjavík. Það er mynda- blað og nefnist Fréttir í myndum. Skýringartextar eiga að fylgja myndunum en lesmál að öðru leyti mun verða lítið. Blaðinu er ætlað að koma út einu sinni í mánuði. streitu. Til dæmis hafa Egyptar og Súdanbúar löngum deilt um réttinn til vatnsins í Níl. Stíflu- garðar, sem e. t. v. væru til hinna mestu hagsbóta fyrir landbúnað í Súdan, hefðu í för með sér háskalega þurrka og bitra neyð í Egyptalandi. Á sama hátt veld- ur fljótið Indus heiftarlegum deilum milli Pakistan-búa og Indverja. Pakistan á mikið undir fljóti þessu, en Indverjar ráða yfir þrem mikilvægustu kvíslunum, sem í það falla frá Punjab. Mikið af vatni því, sem veitt er á stór svæði í Pakistan, kemur frá yfirráðasvæði Ind- verja, og við hefir borið í Kas- mírdeilunni, að Indverjar hafi „skrúfað fyrir“ vatnið. Svipuðu máli gégnir um ána Jórdan í Israel, en eins og sakir standa fellur hún ónotuð að heita má í Dauða hafið. Vegna fram tíðarskipunar iðnaðar og land- búnaðar í Jórdaníu og ísrael er nauðsynlegt, að Gyðingar og Arabar komi sér saman um notkun vatnsins. nægilegt magn af fersku vatni eru sameiginlegir mörgum lönd- um heims. En alveg sérstaklega er ástandið alvarlegt í Asíu. Ýkjulaust má fullyrða, að örlög um 500 milj. manna eru undir því komin, hvernig unnt er að nýta fljótin og aðra vatnsgjafa. Með áveitum má rækta matvæli handa hungruðu fólki, en raf- orkuver má nota til iðnaðar- þarfa og þar með bættrar af- komu fólksins. Á Indlandi eru stærstu land- flæmi heims, sem áveitur eru notaðar við, en aðeins 6% af vatnsorku landsins er nýtt. — Hinir 94 hundraðshlutarnir fara ónýttir til sjávar, en valda oft og einatt feikna eyðileggingum. Hungurvofan blasir ævinlega við 350 milj. íbúum landsins. Mikil áform Indverja Indlandsstjórn hefir á prjón- unum gífurleg áform um stíflu- garða og vatnsveitur, sem vafa- laust er nægilegt viðfangsefni þessa öld. Þar er einna stórfeng- legust Bhakra-Nagngal stíflan, 200 metrar á hæð, en ofan við hana myndast stöðuvatn, 100 km. á lengd. Um 60 þús. manns vinna nú við þá framkvæmd, sem verður lokið árið 1956, en allt er þetta unnið af handafli, að heita má. Ceylonbúar, sem eru um 7,3 milj. að tölu, eiga einnig við vatnsskort að stríða. Þar hafa menn gripið til þess ráðs að endurbæta vatnsker, sem finna má inn í frumskógum landsins, og notuð eru til að safna regn- vatni, og eru sum þeirra um 100 ára gömul. Þar mætist gamalt og nýtt, en menn telja að þessi gömlu steinker geti nú enzt í nokkrar aldir til viðbótar í glím unni við þessa erfiðleika, sem forfeðurnir áttu einnig við að stríða. —VISIR, 17. febr. Hver á skýin? Víða 1 heiminum hefir komið til deilna um vatnsréttindi, svo sem milli írans og Afghanistans, svo og í Bandaríkjunum, milli fylkjanna Kaliforníu og Arizona, Montana og Wýoming, Colo- rado og Nebraska. Þá hefir rign- ingarvatn stundum orsakað lög- fræðilegar deilur í Bandaríkjun- um. Stundum er unnt að láta ský gefa frá sér raka, „búa til rigningu“ með því að dreifa kol- sýrudufti úr flugvélum ofan á skýin. — En hverjum heyra skýin til? Hvað segir bóndinn, sem sér skýin „nema staðar“ og vera rænd vætunni, rétt áður en þau koma inn yfir landareign hans? Eða er hægt að fá mann- inn, sem veldur rigningu með þessum hætti, dæmdan til þess að greiða knattspyrnumótsnefnd skaðabætur vegna þess, að helli- rigning skellur á til handa bænd um, sem búa í námunda við völlinn? Erfiðleikarnir á því að útvega Fimm menn drukkna Fjórir menn komust lífs af á gúmmíbát upp í Landeyjarsand Það hörmulega slys skeði í gær, að Vestmannaeyjabáturinn Guðrún VE 163 fórst milli Eyja og lands og drukknuðu fimm menn. Fjórir skipverjar komust hins vegar lífs af í gúmmíbát upp í Landeyjarsand og að Hall- geirsey síðdegis í gær, einn. þeirra þó meiddur á handlegg. Menn þeir, sem komust lífs af, voru Reynir Böðvarsson, Sveinn Hjálmarsson, vélstjóri, Jón Björnsson og Hafsteinn Júlíus- son. • Þeir, sem fórust, voru Óskar Eyjólfsson, skipstjóri, G u ð n i Rósmundsson, Sigþór Guðnason, Elís Hinriksson og Kristinn Aðal steinsson. Þeir munu flestir eða allir hafa verið kvæntir og flestir átt heima í Eyjum, en sumir nýfluttir úr öðrum lands- hlutum. Þeir, sem af komust, eru allir úr Vestmannaeyjum og yngstu mennirnir af bátnum. — TIMINN, 24. febr. STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIHITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.