Lögberg


Lögberg - 26.03.1953, Qupperneq 8

Lögberg - 26.03.1953, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 Úr borg og bygð TILKYNNING til vina og velunnara Betel Þar sem að Mr. O. B. Olsen, féhirðir Elliheimilisins Betel er nú að flytja burt úr Winnipeg til Calgary, þá tilkynnist hér með að Mr. Skúli M. Backman, Ste. 40 Bessborough Apts., gegn- ir féhirðisstörfum fyrir Betel. —Nefndin ☆ Bréf til Lögbergs, 15. marz Herra ritstjóri: — Okkur hjónunum, sem nú höfum átt heima í ár í Flint, Mich., er umhugað um að gerast áskrifendur að Lögbergi og send-' um því hér með andvirði blaðs- ins; við höfum engan íslending hitt síðan við komum hingað og vitum ekki um neinn landa í þessari borg; við þráum fréttir af íslandi og erum fullviss um að fá þær beztar í Lögbergi; enskukunnátta okkar er ófull- nægjandi og þar af leiðandi veit- ist okkur erfitt að fylgjast með tímanum á því tungumáli. Virðingarfylzt, Mr. og Mrs. T. H. Sörensen Flint, Mich., U.S.A. ☆ The Icelandic Canadian Club There will be a meeting of The Icelandic Canadian Club in the First Federated Church lower auditorium on Banning St. and Sargent Ave., March 30, at 8.15 P.M. This will be a “New members meeting”. There will be a word of welcome to the several new members joining, in addition to an address to The Icelandic Canadian Club. The musical program includes vocal selections by a quartette from the Leif Eiríksson Club and a violin solo by Paimi Palmason. Following the program there will be a social hour and re- freshments. —W. K. ☆ Mr. Sveinn Kristjánsson frá Elfros, Sask., starfsmaður North American tímburverzlunarinn- ar, dvelur í borginni um þessar mundir. ☆ Mr. Christian Guðmundsson frá Seattle, Wash., er staddur í borginni þessa dagana; hann hafði heimsótt vini sína í Swan Rjver og brá sér norður til Gimli um miðja vikuna, en þar á hann skyldmenni. Mr. Guðmundsson leggur af stað heimleiðis í vikulokin. ☆ Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, deildir 1 og 2, efna til sölu á heimatilbúnum mat í fundarsal kirkjunnar á fimtu- daginn 30. þ. m.,* frá kl. 2 e. h. og. fram eftir deginum. Þar verður á boðstólum fyrsta flokks lifrarpylsa og blóðmör. Mr. Oddur H. Oddson bygg- ingameistari, sem dvalizt hefir að Lundar í vetur, lagði af stað áleiðis til heimilis sín í Lincoln Park, III., í gær. ☆ Mrs. W. R. Pottruff, 101 Lyn- dale Drive, er nýlega lögð af stað suður til Romulus, Mich., þar sem hún mun dveljasfH þrjá mánuði; í þeim bæ eru búsettar tvær systur hennar. ☆ Mr. og Mrs. L. C. Parmenter frá Clarence, New York, komu til borgarinnar um helgina í heimsókn til Mr. og Mrs. Fred Thordarson, Dominion Street, en Mrs. Parmenter og Mrs. Thordarson eru systur. Þau hjónin komu hingað frá Seattle, en þar kvöddu þau son sinn, sem var að fara í herþjónustu; á leiðinni komu þau við í Brandon, þar á Mrs. Parmenter systir; en héðan fara þau heim á föstu- daginn. Stærsta ópalnáma Norðurlanda, ef til vill í Evrópu, í Glerhallavík undir Tindastóli Ópalarnir nothæfir til skrauts ferðamannagripi — jafnvel bein línis til úlflutnings Stærsta ópalnáma á Norður- löndum og jafnvel í Evrópu og einhver sú mesta í öllum heiminum er í Glerhallavík undir Tindastóli í Skaga- firði, lítið notuð. Þótt ekki séu ópalar þessir yfirleitt. af dýrustu gerð, er reynsla fengin fyrir því, að þá mætti nota til skreytingar á grip- um, er seldir yrðu erlendum ferðamönnum — og jafnvel til útflutnings. Náman er nyrzt á Reykja strönd í Skagafirði, í landi Gunnars bónda Guðmundssonar á Reykjum, yzta bæjarins ströndinni, og liggur þar sem Margar fjölskyldur að flyfrjasfr búferlum héðan til annarra landa Einhleypur maður lagði af stað með Gullfossi áleiðis til Áslralíu í gær Margar fjölskyldur héðan úr Reykjavík hafa flutzt bú- ferlum til annarra landa það, sem af er þessu ári, og nokkrar eru í þann veginn að flytja. Virðíst nú straum- urinn liggja til Canada, og hafa heimilisfeðurnir yfir- leitt fengið atvinnu þar áður en þeir fluttu. Áhugi manna að komast til Ástralíu er einnig nokkur. Þannig lagði einn einhleypur maður, rúmlega þrítugur að aldri, af stað með Gullfossi í gær áleiðis þangað. Heitir hann Árni Ingvarsson, og hefir verið stýrimaður á togurum hér. Ferðaskrifstofan Orlof hefir skipulagt ferð hans, eins og flestra fjölskyldna, sem flutt hafa í vetur utan. Fer Árni með Gullfossi til Leith, þaðan með járnbrautarlest til Lundúna og svo áfram með 30 þúsund tonna skipi til Ástralíu. Mun Árni ætla að leggja fyrir sig ýmis störf þar í landi, jafnvel stunda sjó, eins og hann gerði hér heima. Fyrirspurnum rignir yfir Ásbjörn Magnússon forstjóri ferðaskrifstofunnar Orlofs, sagði blaðinu í viðtali í gær, að mikl- ar fyrirspurnir bærust skrifstof- unni um, hversu haga skyldi ferðum, er flutzt væri úr landi og á hvern hátt þær yrðu ódýr- astar. Virtist sér sem fjöldi manna hefði slíka ráðabreytni í hyggju, umfram þá, sem þegar eru farnir eða hafa fullráðið för sína. Fjórar fjölskyldur farnar iil Canada Ásbjörn sagði, að Orlof hefði greitt fyrir ferðum fjögurra fjölskyldna, sem þegar eru farn ar á tímanum, sem liðinn er frá áramótum. Fóru þær allar til Canada, til Winnipeg, Quebec og Vancouver. Er ferðum þeirra þannig hagað, að farið er með skiþum til New York og þaðan með bifreiðum til Canada, og er fargjaldið með bifreiðum ódýr ara, ef farseðlar eru pantaðir héðan að heiman. Hjón með 4 eða 5 börn Nokkrar fjölskyidur hafa þeg ar fullráðið för sína og munu þann veginn að leggja af stað og einn fjölskyldufaðir, sem hús í Reykjavík, er að fara til Canada til að kynna sér, hvort hann eigi að flytjast búferlum vestur. Og meðal þeirra, sem bíða eftir fari, eru hjón með fjögur eða fimm börn, og mun það vera stærsta fjölskyldan sem vestur sækir. Gerist lakkrísgerðarmaður Fólk það, sem flytzt vestur er einkutn eða aðallega úr alþýðu stétt. Ætla sumir að stunda verkamannavinnu, en aðrir iðn að, því að nokkrir eru iðnaðar- menn. Einn maður hefir ráðið sig til vinnu á gúmmíviðgerðar- verkstæði og annar, sem, unnið hefir við lakkrísgerð hér í sæl- gætisverksmiðju, hefir ráðizt til, starfa hjá sælgætisverksmiðju í Canada. Sú verksmiðja hefir al drei búið til lakkrís, en mun nú hefja slíka framleiðslu, eftir að íslendingurinn hefir byrjað þar —AB., 4. marz Good Cotton Broadcloth Pyjamas EATONIA—EATON'S Own Brond Sleeping-time comfort in plain shades of good quality cotton broadcloth. These Eatonia pyjamas come from launderings with a fresh and clean attractiveness. Not only are they comfortable for sleeping but trim look begs you to wear them lounging around the house. Plain shades of blue, tan, grey, or green with contrasting piping. Sizes A to E. Remember “Your Best Buy is an Eaton Brand”. Pair, .95 Men’s Furnishings Section, Hargrave Shops for Men, Main Floor. SJ. EATON C^. WINNIPEG CANADA ströndin endar Tindastóli. við hamrana 35 ára leit Guðmundar Samkvæmt viðtali blaðsins við Guðmund myndhöggvara Einarsson frá Miðdal, er dýra steina þó að finna á fleiri stöð um hérlendis en í Glerhallarvík Guðmundur er manna víðförl astur um lándið og hefir í 35 ár leitað dýrra steina í ferðalögum sínum, svo og leirs, sem nothæf ur væri til iðnaðar. Hefir hann fundið ópala, jaspis, millerid og kalsidon t. d. í Vopnafirði norðan Vatnajökuls og við Torfa jökul. En stærsta náman, sem fundizt hefir hér, er Glerhalla víkurnáman. Ópalar í fullan kút Um 160 ár eru síðan nama þessi var könnuð fyrst. Var þá brezkur maður hér á ferð og tók í Glerhallavík allmikið af ópöl um, sem hann flutti með sér heim. Skipið, sem hann fór með úr Skagafirði, strandaði við Ketu á Skaga, og mun hann þá hafa orðið fyrir nokkru tjóni á stein unum, en það, sem hann komst með til útlanda, seldi hann fyrir talsvert verð. Sólarópalar og mánasteinar Það vantar ekki, að nóg er af dýrum steinum í Glerhallavík Þeir liggja þar í fjörunni og má sópa þeim upp með höndunum Mest er þar af sólarópölum og mánasteinum. Sólarópalarnir eru gulleitir, en mánasteinarnir hvítir. Var helgi á þessum stein um til forna, sólarópalarnir helgaðir Óðni, en mánasteinarn ir Freyju. Einnig eru í Gler- hallavík jaspis, grænleitir stein ar, og kalsedon, bláleitir. Jafnvel Ametysl Ekki er fyrir það að synja, að dýrari steina sé þar og að finna Að minnsta kosti hefir Guð mundur fundið þar ametyst, að vísu ekki hreinan, en það bendir til þess, að þeir geti verið þar hreinir. Ametystinn er ljósfjólu blár og mjög fagur og dýr, ef hann er hreinn. Orli um steininn Það mun einna fyrst hafa vakið athygli manna hér á landi á námunni á síðari árum, að sýslumaðurinn á Sauðárkróki sendi frú Theodóru Thoroddsen fallegan stein. En hún á merki- legt steinasafn, og mun hafa ort um steininn. Steinarnir slípaðir hór Svo kom Guðmundur frá Mið dal til Glerhallavíkur á ferðum sínum. Tók hann allmikið atf steinum þar, að sjálfsögðu með góðfúslegu leyfi Gunnars bónda. Lét hann slípa suma steinana, en ekki þarf að senda steinana út til slípunar, því að hér á landi eru fagmenn til fullfærir um Dað. Hafa steinar verið slípaðir Gleriðjunni á Skólavörðustíg 46 og eins hefir Egill Jónsson slípað steina. Notaðir til skreylingar Guðmundur lét Unni Ólafs- dóttur fá nokkuð af steinum jessum og notaði hún þá til að skreyta útsaum. Einnig hefir Guðmundur látið smíða gripi úr dýrum málmum og látið greypa steinana inn til skrauts. Hafa bæði Kjartan Ásmundsson gullsmiður og Leifur Kaldal gullsmiður smíðað slíka gripi. F erðamanna var ningur Guðmundur telur, að slíkir gripir geti verið hinn bezti ferða mannavarningur, ýmist með óslípuðum eða slípuðum stein- um. Vill hann, að slíkir gripir séu með þjóðlegum svip og telur vel reynandi t. d. að setja þá í víravirki. Úlflutningur Enda þótt steinar þeir, sem Lundizt hafa í Glerhallavík, séu ekki mjög dýrir, ber þess að gæta, að ópalnámur eru ekki víða á jörðinni. í bókum, sem um þessi efni fjalla, er að jafn- aði helzt getið um ópalanámur í Ástralíu, þar sem ópalarnir munu vera einna beztir, í Can- ada, Afríku og hér á íslandi. — Er því ekki að vita nema stein- arhir gætu beinlínis orðið út- flutningur, þótt ekkert verði sagt um það með vissu á þessu stigi málsins. Og eins er ekki vitað, nema dýrari steinar, en fundizt hafa til þessa, geti leynzt þarna í Glerhallavík. Gunnar vill, að náman sé unnin Jarðeigandinn Gunnar bóndi Guðmundsson, hefir tjáð blað- inu í viðtali, að hann vilji gjarn- an að náman sé unnin. Hins veg- ar er hann ejnyrki og getur ekki sjálfur staðið að náminu. Mun hann vera til viðræðu við hvern þann, sem vill taka að sér námið. Ópalar innan um fjörugrjólið Dýru steinarnir liggja innan um molaberg í Glerhallavík, og þegar brimið heggur bergið, molnar það niðqr og ópalar, jaspis, kolsedon og millerid blandazt saman við fjörugrjótið. Þar er hægt að sópa upp miklu magni af þeim á skömmum tíma. —AB., 24. febr. Sr. & Jr. Ladies Aid of Our Savior’s Lutheran Church (Norwegien) Coffee Party and Spring Tea in The T. EATON Assembly Hall Tuesday March 31st. Coffee Party 11.30 to 1.30. Tea 2.30 to 4.30. Come and bring friends. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Messur um páskaleytið: Pálmasunnudag: Enskar messur kl. 11 árd. og kl. 7 síðd. Fösiudaginn langa: íslenzk messa kl. 3 e. h Páskadaginn: Ensk messa og altarisganga kl. 11 árd. íslenzk hátíðamessa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson írsku stúlkurnar hverfa Liggur við landauðn í sumum sveiium Það er víðar en á íslandi að sveitirnar fara í eyði vegna þess, að fólkið flýr þaðan. Þetta sama óáran gengur yfir hjá frændum vorum Irum. Þar eru það ungu stúlkurnar, sem flýja sveitirnar um leið og þær eru fullþroska, eins og sést þessari grein, sem tekin er eftir „Magazine Digest“. Um aldaraðir hafa skáldin frægt fegurð hinna írsku kvenna, drifhvítt hörund þeirra, kolsvart hár og blá augu. En nú er svo komið að þessar fögru stúlkur eru nær algerlega horfnar sumum sveitum írlands. Menn geta ferðazt um Sligo, Donegal, Leitrim og Rosscommon á vesturströnd landsins og hvergi rekist á þessar fögru ungu stúlkur. Þær konur, sem þar er að sjá, eru annað hvort börn að aldri eða gamlar kerlingar. Sein- ustu tíu árin hafa ungu stúlk- urnar þyrpzt úr landi, um 2000 til jafnaðar á ári. Þær flykkjast til stórborganna í Englandi, Birmingham, Manchester, Glas- gow og Londpn. Þar gerast þær vinnukonur, afgreiðslustúlkur, fara í verksmiðjur eða gerast bílstjórar. Mjög fáar þeirra koma heim til írlands aftur. En eftir sitja ungu mennirnir og verða að einsetumönnum. — Þeir komast fljótt upp á það að hjálpa sér sjálfir, elda mat og jvo flíkur sínar. Um hreinlæti er máske minna hugsað en áður, og fyrir kemur að gluggatjöldin grotni niður án þess að hafa nokkru sinni verið þvegin. En ungu mennirnir sætta sig við setta og eru alveg orðnir því afhuga að fá sér konu. Prestanrir þruma yfir þeim úr prédikunarstóli og segja að þetta geti ekki gengið og sjálfur bisk- upinn í Ardagh og Clonmacnoise, dr. McNamer, hefir sent út hirðisbréf vegna þessa. Segir hann þar meðal annars: „Hér er útflutningur fólks mestur í leimi og hér fæðast fæst börn. Ef þessu heldur áfram fer ekki íjá því að írska þjóðin deyr út í landi sínu“. Bréf þetta var lesið öllum kirkjum í vesturhluta rlands. Samkvæmt hagskýrslum eru nú ógiftir þrír fjórðu hlutar af öllum karlmönnum á aldrinum 25—35 ára. Margir þeirra mundu án efa giftast, ef þeir gæti feng- ið konu handa sér. En upp á hvað hafa þeir að bjóða? Aðeins erfiði og basl og þess vegna er ekki von að ungar stúlkur sækist eftir því. í sveitum írlands eru engin þægindi. Þar eru hin gömlu hlóðaeldhús, þar sem mó er brennt. Vatn verður oft að sækja um langa vegu. Þar eru engar skemmtanir, nema ef telja skyldi eina eða tvær ferðir í bíó á ári. Ekki er hægt að fara oftar, því að bíóin eru í þorpunum og þangað er sums staðar 20 mílna leið, sem fara verður fótgang- andi, eða þá á hjóli, ef það er til. í sumum sveitum Leitrims eru fimm karlmenn á móti hverri stúlku. Og um fólks- fækkunina þarna er þetta dæmi skýrast. Árið 1927 voru 96 börn í einum barnaskólanum í Leit- rim. Árið 1940 voru þar 59 börn. Árið sem leið voru þar 39 börn. Sömu söguna er að segia úr flestum skólum í vesturhluta landsins. Árið 1948 skipaði írska stjórn- in sérstaka nefnd til þess að reyna að finna einhver úrræði til þess að stöðva fólksfækkun- ina. Ekki er vitað, að nefndin hafi komizt að neinni niður- stöðu enn. — Blöðin hamra stöðugt á því að eitthvað þurfti að gera og í þinginu eru haldnar ræður um það. En ekkert hefir verið gert. Það er dapurlegt að ferðast um vesturhéruð rlands. Þar er hver bærinn við annan í eyði. Fólkið er flúið og bæirnir grotna niður. Þar sem bæir standa búa nú venjulega einsetu menn, ungir menn, sem hirða um kýr sínar og hæns, rækta kartöflur og taka upp mó. Þeir venjast þessu og sumum finnst þeir vera frjálsari heldur en ef þeir ætti konu og börn. Aldrei hafa fæðingar verið jafnfáar þar í landi og nú. Hvergi í heimi flýr fleira fólk land og hvergi eru giftingar jafn fátíðar. Það er sama þótt biskup- inn skrifi, prestarnir þrumi og stjórnmálaherrarnir tali um þetta vandamál. Ungu mennirn- ir eru orðnir því afhuga að fá sér konur. Þeim finnst ævin sín góð. Þeir mega koma eins seint heim á kvöldin og þá lystir og þeir mega sofa fram eftir degi. Hví skyldi þeir vera að kvarta? —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.