Lögberg - 09.04.1953, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRIL, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
GeflS út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjðrana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The ‘Lögberg’’ ls printed and published by The Columbla Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authortzed as Second Clasa Mall, Post Office Department, Ottawa
Páskahugleiðing
flull í Fyrslu lútersku kirkju, Winnipeg, 5. apríl 1953
Eftir séra VALDIMAR J. EYLANDS
„Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafar-
dyrunum?" Markús 16:3.
Þeir veltu steini fyrir grafardyrnar. Það var lokaþátt-
urinn í hinni miklu harmsögu, sem endaði hinn fyrsta langa
frjádag. Það, að setja stein á gröfina, er venjulega síðasta
kærleiksverkið; svo er það alt búið að eilífu, ekkert eftir
nema myndir, sem smám saman dreifast og deyfast, er
árin líða. Eða svo virðist það jafnan fyrir sjónum manna.
En það er ekki ævinlega alt sem sýnist. Enginn getur velt
steini yfir það, sem Guð vill láta koma fram í dagsljósið.
Það er æði margt í lífi okkar mannanna, sem gott væri að
geta velt steini yfir, svo sem syndir okkar, ósigrar og von-
brigði. Það, sem til var efnt með tilhlökkun og gleði, hefir
ef til vill endað í einhverri holu; þá er bezt að velta steini
yfir það, og láta það vera gleymt. En reynslan sýnir, að
Guð tekur ekkert tillit til steinanna, sem við veltum yfir
eitt og annað. Við höldum að viss atvik lífsins séu gleymd
og grafin, en þegar minnst varir skýtur þeim aftur upp á
yfirborð vitundarlífsins. Drottinn notar svo margar leiðir
til að opna lokaðar grafir. Stundum er það lítið barn, sem
í fegurð sinni og sakleysi, opnar lokaða gröf. Stundum
kemst lítið frækorn inn í gröfina, það vex og veltir steinin-
um frá. Rómverjar, hinir fornu, veltu steinum yfir gröf-
ina, þar sem þeir hugðu sig hafa gengið frá kirkju Krists
fyrir fullt og alt. En steinarnir ultu frá, og rómverska ríkið
hrundi í rústir. Við eigum að trúa á Guð, en ekki grjót.
„Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafardyrun-
um?“ Það var sízt að undra að konurnar spurðu þannig.
Þær miðuðu auðvitað alt við sína eigin reynslu og krafta,
en þeir voru að vonum takmarkaðir. Sagan sýnir að þessar
góðu konur áttu meiri kærleika í hjarta sínu en fyrir-
hyggju, og að þær tóku steininn heldur seint með í reikn-
inginn. Auðvitað var hann óhræranlegur. Það er ávalt
auðvelt að gefast upp, slá því föstu að þetta eða hitt, sem
okkur langar til að gera, sé vonlaust og ómögulegt, og það
er það oft, ef við miðum alt við okkur sjálf, en gleymum
Guði. Okkur mönnunum hættir svo oft til að vera bölsýnir.
Við hugsum t. d. um friðarmálin, eða réttara sagt, ófriðar-
horfurnar í heiminum nú. Skyldi þessu fargi óttans við
ógnir og manndráp nokkru sinni verða létt af brjósti mann-
kynsins? Þannig spyrja menn, en vita þó að horfurnar eru
ekki vænlegar, a. m. k. á meðan vonir okkar í þessu efni
stefna einkum til þeirra Eisenhowers, Churchills og Malen-
kovs, eða hvað sem þeir nú heita, þessir stóru og miklu
menn, sem virðast hafa örlög mannanna í höndum sér.
Það var ekki hægt að svara spurningu kvennanna á mann-
lega vísu. En Drottinn gaf svarið, hann velti steininum frá.
Við eigum líklega flest ástvini, sem hvíla í skauti
jarðar. Ef til vill höfum við reist þeim minnisvarða, þunga
steina, sem hvíla á leiðum þeirra. Það skiptir í sjálfu sér
engu máli, hvort við höfum gert það eða ekki. Aðalatriðið
er þetta: Hver veltir hinum þunga steini sorgarinnar frá,
tilfinningunni fyrir því, að líf ástvinarins sé að eilífu glatað?
Það er spurning, sem menn hafa verið að velta fyrir sér frá
upphafi vega. Drottinn svaraði þeirri spurningu, er hann
velti steininum frá grafardyrunum hinn fyrsta páskamorg-
un. Og hann var búinn að svara henni marg oft áður í
kenningu Krists, loforðum og fyrirheitum: „Ég lifi, og þér
munið lifa.“ „í húsi föður míns eru mörg híbýli — og þegar
ég er farinnJjurt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og
mun taka yður til sjálfs mín, til þess að þér séuð þar sem
ég er.“ Annað hvort hlýt ég að trúa öllum orðum Krists,
eða engu þeirra. Annað hvort var Kristur sá, sem hann
sagðist vera, guðs sonurinn eilífi, með heimild frá föðurn-
um til að flytja slíkar kenningar, og gefa fyrirheit um lífið
og eilífðina, eða hann er ekki þess verður að veita honum
neina athygli, eða hluta á orð hans um eitt eða annað. Upp-
risan er yfirlýsing föðursins um eðli sonarins og erindi hans
í þessum heimi.
„Hann er upprisinn!“ Hér er aðeins eitt orð í frum-
máli Nýja Testamentisins. Aldrei hefir eitt orð valdið
slíkum aldahvörfum í sögu mannsandans. Það er einskonar
uppsprettulind alls þess, sem bezt er í heimi. Þaðan er
kirkjan runnin og upprisuboðskapurinn, sem hún hefir flutt
heiminum. Ef þetta orð hefði ekki verið talað, væri engin
kristin kirkja til í heiminum, ekkert Nýja Testamenti, engin
kristileg líknarstarfsemi, engar umbætur á sviði mannfé-
lagsmála, umfram það, sem nú þekkist í hinum ókristnu
löndum, og þá myndi enginn vita, eða kæra sig um að
minnast þess, að Jesú Kristur hafi nokkru sinni uppi verið.
Upprisutrúin hvílir ekki aðeins á frásögunni um hið mikla
kraftaverk páskadagsins, þótt það sé undirstaðan, heldur
einnig á sögunni um uppruna og framþróun kristinnar
kirkju, og á kristinni menningu og lífsskoðun.
Maður nokkur, sem horfði í fyrsta sinni á hið mikla
náttúru-undur, Grand Canyon í Colorado, sagði eftir nokkra
umhugsun: „Hér hefir eitthvað gengið á.“ Það er nú reynd-
ar fremur augljóst, hverjum sem þar fer um. Það er naumast
hægt að hugsa sér, að sú mikla sprunga í yfirborði jarðar,
hafi myndast við að eitt, að Indíánar hafi riðið þar um í
halarófu öld eftir öld. Annað eins jarðfræðilegt fyrirbrigði
hlaut að hafa átt sér einhverja orsök. Við getum naumast
gert okkur grein fyrir hinni snöggu hugarfarsbreytingu
postulanna, og stofnun kirkjunnar, án þess að komast að
þeinni niðurstöðu, að „hér gekk eitthvað á.“ Og þetta „eitt-
hvað“ gat ekki verið neitt annað en sannfæring þeirra um
að Kristur lifir. Það renna líka fleiri stoðir undir trúna á
framhald lífsins, en hin kristilega opinberun. Ein þeirra er
sú sannfæring, að þessi tilvera okkar mannanna á jörðinni
hafi einhvern skynsamlegan tilgang, og að engu, sem Guð
skapar, sé kastað á glæ, eða að eilífu geymt undir grænum
torfum og grjóti.
Þeir veltu s.teini fyrir grafardyrnar. Það var svo sem
ekki í eina skiptið, sem Kristur hefir verið grafinn. Aftur
og aftur hafa menn þótzt ganga svo rammbyggilega frá
honum, að hann myndi ekki ónáða þá framar.
Það er nú ekki fallegt til frásagnar, en þó er það satt,
að kirkjan, þ. e. þeir, sem þó telja sig lærisveina Krists,
hafa alt af öðru hvoru verið að reyna að grafa hann. Hann
hefir verið grafinn í flóknum kenningakerfum, alls konar
útflúri og kirkjusiðum, sem eiga nauðalítið skylt við erindi
hans eða anda. Kirkjan hefir tíðum orðið sú mikla graf-
hvelfing, sem ætlað var að halda Kristi kyrrum. Menn hafa
hugsað sem svo: Ef við lokum hann inni í kirkjunni, þá
vitum við hvar hann er; við getum þá komið þangað á
sunnudögum og hlustað á þá, sem flytja mál hans. En það
dugar ekki að hleypa honum út í viðskiptalífið, og jafnvel
ekki inn á heimilin, nema þá við sérstaklega hátíðleg tæki-
færi; það mundi aðeins leiða til vandræða! Það er gamla
sagan frá Jerúsalem, endurtekin. Leiðtogar lýðsins á þeirri
tíð viku honum úr vegi til þess að hann væri ekki að amast
við verzlun þeirra og daglegu lífi í musterisgarðinum.
En það er ekki til neins að reyna að loka hann inni, eða
velta yfir hann grjóti. Hann brýtur af sér öll bönd. Hann
lifir!
„Hættulegur maður sloppinn úr haldi.“ Stundum les-
um við tilkynningar af því tagi frá lögreglunni. Þá verða
menn smeykir, ganga um stræti borgarinnar með varúð, og
konur og börn loka að sér.
Hættulegur maður sloppinn úr haldi! Það er boðskapur
páskanna. Kristur er hættulegasti maður á jörðu, þeim er
vilja njóta svefnværðar í synd og löstum; þeim, sem eru
kærulausir um líf sitt, hefðun og trú. Hann leitar þeirra
stöðugt, og kallar þá með rödd samvizkunnar. Og það er
ekki hægt að grafa samvizkuna í jörð, eða velta grjóti yfir
hana. Hann veltir einnig þeim steininum frá, þegar minnst
varir, og þegar sízt skyldi!
En hlusti menn á rödd samvizkunar og snúi sér að
boðskap lífsins, gefur Kristur sigur yfir hörmum og helju, þá
er hann frelsari.
Ágúst Magnússon
Dáinn 24. febrúar 1953
Þann vetrardag var sól í suðri hæst,
er sigldir þú á hafið ógnarbreiða.
Þar afturkoma aldrei framar fæst,
en fullviss endir allra mannkynsleiða.
Þú siglir djarft og óttast ekki strand,
því æðri máttur stjórnar seglum þöndum.
Þinn frjálsi andi eygir lífsins land
og ljómar yfir friðarlandsins-ströndum.
Nú óðum fjölgar auðum sætum hér,
sem íslendingar fylltu vel og elngi.
Það mannfélagi mesti skaði er
að missa sína afbragðsgóðu drengi.
Minn kæri Ágúst, sárt ég sakna þín,
þú sómadrengur varst og kærleiksríkur.
Svo marga gladdi glaða sálin þín,
það glögt við munum þegar samferð lýkur. '
Þú maður reyhdist mætavel að þér,
það margoft sást í öllu þínu starfi.
Um mannsins gildi bezta vitni ber
það bezta, sem hann hlaut úr þjóðararfi.
Þitt yndi var að lesa fögur ljóð
og ljóð þú ortir eins og sá er kunni.
Af hjarta unnir þinni merku þjóð
og þjóðartungu frægu íslenzkunni.
Þig heim að sækja gestum þótti gott
því gestrisni þar var á hæsta stigi.
Um gleði og alúð, allt bar ljósan vott,
þar aumingjarnir fundu bezta vígi.
Grímur Rósant
Guðmundsson
NNING
Æ V I M I
Á miðvikudaginn 25. marz
síðastliðinn andaðist hér í Win-
nipeg öldungurimi Grímur Rós-
ant Guðmundsson, og var jarð-
settur í Brookside grafreit þann
30. s. m. Hann hafði legið rúm-
fastur um nokkur undanfarin ár,
að mestu sjónlaus og heyrnar-
sljór og ósjálfbjarga.
Grímur var fæddur á Akur-
eyri við Eyjafjörð 25. septem-
ber 1860, og var því 92 og hálfs
árs gamall er hann dó. Foreldr-
ar hans voru Guðmundur Guð-
mundsson bóndi í Lönguhlíð í
Hörgárdal og Sigríður Gríms-
dóttir prests á Barði í Fljótum.
Hann mun hafa alist upp með
móður sinni á ýmsum bæjum í
Eyjafirði þangað til hann varð
sextán ára. Gekk hann þá um
haustið 1876 í þjónustu Björns
Jónssonar eldra, ritstjóra Norð-
anfara. Lærði hann þar prentiðn,
auk þess sem hann stundaði hey-
vinnu og gripahirðingu sem
aukaverk, því Björn mun lengst
af hafa rekið búskap auk prent-
verksins.
Sumarið 1883 fluttist Grímur
vestur um haf. Settist hann fyrst
að í Winnipeg og vann í næstu
tvö ár hjá Helga Jónssyni við
prentun Leifs ásamt Jóni Vig-
fússyni Dalmann. En Leifur
varð ekki langlífur, og fór
Grímur þá^Jtil Chicago (1885) og
vann þar um eða yfir 20 ár við
norsk og sænsk blöð — lengst
við „Skandinaven", stórt sænskt
blað. Þegar útgefendur þess
réðu af að fylgja dæmi ensku
blaðanna og kaupa stílsetningar-
vélar, misti hópur handsetjara
við það atvinnu sína, og var
Grímur einn af þeim. Hætti
hann þá prentvinnu um skeið
og fékk einhvers konar atvinnu
hjá Hirti Thorðarsyni rafmagns-
fræðingi um nokkur ár. Eftir
það fór hann vestur á Kyrrahafs-
strönd, þar sem börn hans munu
hafa verið í fóstri. En hann
hafði þar víst skamma viðdvöl
og lagði þaðan leið sína til Win-
nipeg. Á austurleið stansaði
hann í Wynyard, Sask., og vann
um tíma við prentverk hjá
Sveini Oddssyni, sejn þar var
þá og gaf út blaðið „Wynyard
Advance“. Hann kom alfari til
Winnipeg árið 1912, og um jóla-
leytið byrjaði hann vinnu við
prentverk Great-West Life fé-
lagsins, er undirritaður veitti þá
forstöðu. Vann hann þar sam-
felt fram um áttrætt. En þá varð
hann fyrir því slysi, að hann féll
í öngvit í prentsmiðjunni og datt
á hart steingólf, svo höfuðkúpan
brotnaði frá öðru eyra og upp á
háhvirfil. Hann var fluttur á
spítala og greri hauskúpan að
fullu. En upp frá þeim tíma
varð hann aldrei vinnufær, því
bæði var aldurinn orðinn hár,
og svo hvarf heyrnin og sjónin
hröðum skrefum, og jafnframt
minnið og sansarnir.
Grímur kvæntist í Chicago
fyrir eða um 1890 Maríu Ingi-
björgu Jónsdóttur ættaðri úr
Reykjavík á íslandi. Þau eign-
uðust tvö börn, pilt og stúlku,
sem bæði komust til fullorðins
ára. Drengurinn varð úti, að sagt
var, vestur í Klettafjöllum á
kreppuárunum, en dóttirin gift-
ist liðsforingja af enskum ætt-
um og bjó, þegar ég síðast vissi
til, í Bremerton í Washington
ríkinu með manni sínum.
María kona Gríms fórst af
slysi eftir sex ára hjónaband.
Féll hún út um glugga á tuttug-
ustu hæð í íbúð þeirra hjóna og
beið bráðan bana. Eftir það
munu börnin hafa verið í fóstri
hjá skyldfólki móður þeirra, en
Grímur hafa séð þeim fyrir með-
lagi, meðan þörf krafðist.
Grímur var góðum gáfum
gæddur, en um ýmsa hluti ein-
kennilegur maður. Mentun sína
mun hann hafa öðlast í gegnum
prentlistina og lestur góðra bóka.
Hann var talinn góður tungu-
málamaður, gluggaði í frönsku
og þýzku auk Norðurlandamál-
anna, sem hann kunni vel.
Dönsku mun hann að einhverju
léyti hafa numið heima, því í þá
tíð var danska töluð á Akureyri
jöfnum höndum. Auk þess lagði
hann dálitla stund á stjörnu-
fræði og stjörnuspeki.
Grímur var tæpur meðalmað-
ur á hæð, en þéttur á velli, frem-
ur fríður í andliti, gráeygur,
dökkur á hár áður en hann
hvítnaði fyrir ellisakir, prúður í
fasi og hjartagóður, ör á fé við
öl, og hélst því illa á fjármunum
sínum. Þótt stundum blési kalt
um ævina, var hann jafnan fá-
máll um það og æðrulaus. En
síðustu ár ævinnar þráði hann
það eitt, að fá hvíldina síðustu
sem fyrst. G. J.
Helgi J. Helgason .
landnámsmaður látinn
Sú fregn barst hingað rétt ný-
(skeð að Helgi J. Helgason land-
námsmaður í Peace River hér-
aðinu í Alberta, hefði látist á
ispítalanum í Grand Prairie 24.
febr. síðastliðinn 68 ára að aldri.
Hann var fæddur í Argyle og
ólst þar upp. Foreldrar hans
voru hjónin Jakob Helgason og
Kristjana Guðfinna Kristjáns-
dóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu.
Helgi fór héðan 1914 út í óbygð-
ir N. Alberta og nam land ná-
lægt Sexsmith í Peace River
héraðinu. Systkini hans á lífi
eru: Jakobína Sveinbjörnsson,
Kandahar, Sask., Anna Sveins-
son og Guðrún Thorsteinsson,
Victoria, B.C., og Kristján bóndi
nálægt Sexsmith, landnámsmað-
ur þar. Systir Helga var Kristín
Anderson (Mrs. S. Anderson),
látin fyrir nokkrum árum í
Glenboro, merkiskona.
Síðan 1942 átti Helgi heima
nálægt Grand Prairie. Hann,
kvæntist aldrei. Grand Prairie
Herald segir, að hann hafi verið
duglegur bóndi og farnast vel
efnalega. Helgi var bezti dreng-
ur, eins og hann á kyn til, eru
systkini hans og ættfólk valið
sæmdarfólk. Hann var skap-
stillingarmaður, prúður í fram-
göngu, trúr sinni köllun, og
kristilega sinnaður, enda ólst
hann upp í svoleiðis andrúms-
lofti. Helgi var jarðsunginn frá
Lútersku kirkjunni í Sexsmith
af séra Haave, þarlendum presti.
Þeir sem þektu Helga bezt
geyma minningu hans með
virðing.
G. J. Oleson
— Ég veit svei mér ekki, hvað
ég á að gefa konunni minni í
afmælisgjöf.
— Núj-því spyrðu hana þá ekki
sjálfa?
— Nei, ég hef engin efni á því.
Þú sveitamálum lagðir dýrmætt lið
og leysa úr vanda enginn betur kunni.
í fjórðung aldar vannstu skriftir við
og vísan geymdir auð í skrifstofuni.
Við áttum samferð Ijúfa og langa hér,
sem lengi vel í minningunni geymist.
Af öllu hjarta allt ég þakka þér
og þína vinsemd mest, sem aldrei gleymist.
Nú kveðju mína hér í síðsta sinn,
ég sendi klökkur eftir þér án tafar.
í Drottins friði farðu, vinur minn,
ég finn þig aftur hinumegin grafar.
V. J. Gutlormsson
FUNDARBOÐ
TIL VESTUR- fSLENZKRA HLUTHAFA
í H.F. EIMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS
Útnefningarfundur verður haldinn að
919 Palmerslon Avenue, 14. apríl, 1953, kl. 7.30 e. h.
Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali, sem
kjósa á um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í
Reykjavík í júnímánuði næstkomandi, í stað hr. Árna G.
Eggertson, sem þá verður búinn að útenda sitt tveggja
ára kjörtímabil.
Winnipeg, 6. apríl 1953
Ásmundur P. Jóhannsson Árni G. Eggerison, Q.C.