Lögberg - 09.04.1953, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRÍL, 1953
%
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DA LALÍF
r
„Hann bauð mér að fara til okkar. Ég tók það bara eins og
hvert annað spaug; en samt ætlaði ég að minnast á það við þig.“
Og svo sagði hún honum, hvað þau hefðu talað.
„Það vantaði nú ekki annað, en að hann væri að troða sér
upp á mann, hvort sem maður vill epa ekki. Skárri er það frekjan
í þessari skepnu,“ sagði hann fyrirlitlega.
„Kannske er hann nú duglegri en Fúsi/‘ glopraði Þóra út úr
sér.
„Það er sama, hvernig hann er. Hann kemur aldrei á mitt
heimili, þessi angurgapi og útlendingur í viðbót. Svo gæti ég
aldrei munað þetta nafn hans. Nei, það verður ekkert af því. Ég
er húsbóndi hér ennþá.“
„Það kemur sjálfsagt ekki til þess. Hann lætur ekki til sín
heyra framar. Þetta hefur ekki verið annað en drykkjuraus,“
sagði Þóra. Hún vonaði, að hún væri laus allra mála víð þennan.
símasandi einkennilega mann með hvíta hárið og stóru fram
standandi tennurnar, en samt hafði hún eitthvert hugboð um, að
svo væri ekki.
f hvert sinn sem Fúsi fór ofan á Ósinn, kom hann með ein-
hverja sögu um Axel, og Þóra hafði ósegjanlega gaman af að taka
svari hans, til að kvelja Fúsa. Hún gat aldrei getið því nærri, að
óvild hans til Axels væri sprottin af sömu rótinni og þegar hún
hafið sagt á sjómannaballinu fyrir nokkrum árum, að hún hefði
skömm á Lilju frá Seli.
Það var komið fram á föstu, þegar Fúsi kom neðan úr kaup-
stað og dró á skíðasleða hveiti og fleira smávegis. Hann var óvenju
önugur í svari og ljótur á svipinn, lagðist upp í rúm, þegar hann
hafði lokið við matinn, og varðist allra frétta.
Skyldi hann nú vera svona uppgefinn af að draga þessa ógerð,
sem ekkert var, í þessu ágætis færi? hugsaði Þóra með fyrir-
litningu, þegar hún fór að búa sig í fjósið.
Magga gamla var slæm af gigt í fætinum og gat ekki farið út
með henni, eins og hún var þó vön.
Þá reis Fúsi upp í rúminu. Lungun voru erfið við hann í
það skipti.
„Það eru svo sem ekkert ljótar fréttir, sem Hallgrímur a
Hrafsstöðum sagði mér 'af honum, þessum þokkapilti, sem hingað
fer víst í vor,“ byrjaði hann með talsverðum erfiðismunum.
„Nú, hvað er það nú?“ skrækti í Möggu gömlu.
„Hann bara stal fimmtíu krónum út úr reikningnum hans
Hannesar, um leið og hann fór alfarinn. Skrifaði „bevís“ undir
hans nafni, sem hann fékk kaupmanninum. Og svo kom hann
Maríu til þess að selja hryssu á markað, sem hún átti sjálf, og
hafði út úr henni alla peningana. Hún vissi ekki annað, en að þau
væru trúlofuð. En eftir sjómannaballið hafði hann ekkert viljað
með hana „dú“ lengur og gefið það óspart í skyn, að hann væri
trúlofaður Þóru.“
„Trúlofaður henni Þóru?“ át Björn eftir.
„Já, reyndar," hélt Fúsi áfram. „Svo er María nú ólétt eftir
hann. Ekki sagði Hallgrímur mér það, en ég heyrði því fleygt
fyrir niðri á Ósnum.“
„Er þetta satt, sem þú segir?“ spurði Björn. Hann horfði á
Fúsa eins og hann sæi uppvakning.
„Ég efast ekki um, að það sé satt. Hann kynnti sig heldur
ómannlega við sjóinn í haust; þótti heldur fingralangur; um
munnsöfnuðin tala ég ekki.“
Björn gamli starði á gólfið. Höfuðið riðaði ískyggilega mikið.
Þá rauf Magga gamla þögnina með mjóróma skræk:
„Það verður aldrei Magga, sem matbýr handa honum. Hann
er líklega svipaður öðrum Sunnlendingum, vill ekkert annað en
steikt heilagfiski og reyktan rauðmaga. Hvar svo sem skyldi
maður fá slíkan mat? Svona er það, þegar æskan vill ráða.“
„Já, svona er það, þegar hún vill ráða,“ tók Björn upp eftir
henni. Svo þögðu þau öll, þangað til heyrðist umgangur frammi
í bænum.
Þóra var komin úr fjósinu. Hún lifði í sælum enðurminninga-
draumi og söng svo hátt, að orðaskil heyrðust vel inn í baðstofuna:
— „Þá kvöldsólin skein, kvökuðu fuglar í hreiðrum á grein.
Vorblómin fögru. —“
Þá var eins og færðist nýtt líf í föður hennar. Hann spratt
upp og gekk skarplega fram úr baðstofunni, án þess að grípa prikið
með sér. Magga og Fúsi litu hreykin á hvort annað.
„Bara að hann segi henni nú einu sinni til syndanna," sagði
Magga.
„Já; hún hefði víst gott af því. Hún ætlar algerlega að fara að
setja sig í húsbóndasætið á heimilinu," tautaði hann.
Þóra var að enda við að skammta, þegar faðir hennar ánaraðist
inn í búrið, náfölur af reiði.
„Það er ekki að furða, þó að þú syngir ástarkvæðin. Það er
ekki svo ófarsælt ástalíf, sem þú kemst í hvað eftir annað. Ef þú
ert búin að gefa þig á vald þessu norska ómenni, sem er bæði
þjófur og lygari, og allt illt við hann, eftir sögn. Þú ert búin að
gleyma því í fyrra. Það á að vera ánægja mín í ellinni, að heyra
og sjá þig daðra við hvern ræfil, sem þú hittir. Þú mátt skammast
þín fyrir að haga þér svona, fædd út af skírlífum og heiðarlegum
foreldrum.“
Þóra horfði á hann forviða; svo sagði hún hikandi:
„Hvað gengur eiginlega að þér?“
„Hvað gangi að mér? Heldurðu, að mér standi á sama, að þessi
strákur svíkur aðra stúlku þín vegna, þegar hann er búinn að fé-
fletta hana, og svo segist hann vera trúlofaður þér, og þú segir
mér ekki einu sinni frá þessu? Og svo er sagt, að María sé ólétt
af hans völdum. Þetta er ekki ljótt framferði!"
„Hvers konar bölvuð lygaþvæla er þetta?“ sagði Þóra. „Það
er ekki nema rúm vika síðan ég%sá Maríu niðri í kaupstað, og
hún var sama mjógörnin og hún er vön.“ ^
„Þú tekur svari hans og reynir að berja i brestina; ég hef
tekið eftir því fyrr. Hvað ætlarðu lengi að fara á bak við mig?
Heldurðu, að sannleikurinn komi ekki í ljós á sínum tíma?“
Hann þreif harðneskjulega utan um handlegg henni og hélt
áfram: „En það skaltu vita, að ef þetta mannhrak kemur hingað á
krossmessunni, skal hann ekki fá að stíga fæti inn fyrir þröskuld-
inn, og þú skalt þá mega fara líka, ef þú ert eitthvað í vinfengi
við hann.“
Hann stjakaði henni til, eins og til að gera henni skiljanlegt,
hvað hann meinti. Hún sleit sig lausa.
„Ég læt þig vita, að mér kemur þessi maður ekkert við. Þér
dettur þó ekki í hug, að ég hafi farið að trúlofast þessari skepnu,
með hvítan hrosshárslubba og framstandandi skögultönnur. Það
væri smekkur. Nei, mér er hann algerlega óviðkomandi, eins og
hver annar hundur, sem verður á vegi mínum. Svo þarf ég ekkert
að bíða eftir krossmessunni. Ég fæ sjálfsagt einhvers staðar þak
yfir höfuðið, þar sem ég hef frið fyrir lygaþvættingi. Þér er það
sjálfsagt nóg, að hafa Fúsa. Þú trúir hvort sem er betur lyginni,
,sem hann hellir í þig, en því, sem ég segi þér satt.“
Hún hentist fram úr búrinu, en hann staulaðist inn og fann
nú fyrst til þess, að hann vantaði prikið. Svona er það, þegar
æskan vill ráða,“ tautaði hann.
Þóra fór fram í stofu. Hún tók reiðtreyjuna sína ofan af nagla
og klæddi sig í hana, svo hnýtti hún á sig yfirsjali. Vettlingarnir
voru inni; hún varð að fara án þeirra. Hún vissi ekkert hvert hún
átti að fara; en svona lagað léti hún ekki bjóða sér. Lísibet var
eina manneskjan, sem hún gat trúað fyrir raunum sínum, og hún
hljóp suður túnið, áður en hún var búin að hugsa sig almennilega
um. Lísibetu varð hún að finna. Veðrið var kalt og tunglið óð í
skýjum. Hún hraðaði sér fram grundirnar. Kannske yrðu allir
háttaðir, þegar hún kæmi fram eftir. Hvað ætti hún þá að gera?
Snúa við og sofa í fjárhúsunum heima, þangað til færi að birta
af degi?
Það logaði ljós ennþá á Nautaflötum, þegar hún kom heim á
túnið. Hún gekk heim á hlaðið og tók í klinkuna. Bærinn var
ólokaður og hún gekk inn í kokkhúsið, eins og hún var vön. J>að
var notalegt að koma inn í ylinn og ljósið.
Það var enginn frammi, en eldavélin var heit ennþá og það
hversauð á katlinum. Hún settist á stól við borðið. Það heyrðist
ekkert hljóð innan úr baðstofunni. Hún hlustaði betur það var
verið að lesa húslesturinn.
Hér er ylur, friður og ánægja, samfara guðhræðslu og góðum
siðum. Dýrðlegt var að eiga svona gott heimili. Sjálfsagt gætu
öll heimili verið svona skemmtileg, ef hver og einn ásetti sér að
vera dagfarsprúður og stilltur. Líklega væri sjaldnar deilt heima,
ef hún væri svolítið nærgætnari og þakklátari við Möggu gömlu.
Nú var farið að syngja inni í baðstofunni og spila á orgelið.
Hún kunni sálminn; en hvað hann var sunginn vel. Sál hennar
fylltist fögnuði, eins og þegar hún var barn og fékk fyrst að fara
til kirkju. Tárin þrengdu sér fram í augun og léttu af hjarta
hennar.
Það leið góð stund eftir að söngurinn hætti, þangað til bað-
stofuhurðin var opnuð og Borghildur kom fram.
„Nei, ert þú komin, Þóra mín. Er nokkuð að hjá þér, fyrst
þú kemur svona seint?“ spurði hún, þegar þær höfðu heilsast.
„Nei, ónei. En mig langar til að tala við Lísibetu. En láttu
engan vita, að ég sé komin.“
Borghildur fór inn aftur.
Rétt á eftir kom Lísibet fram. Hún horfði athugul á gestinn.
„Þú ert seint á ferð, góða mín,“ sagði hún og kyssti Þóru
hlýlega.
„Mig langaði til að tala við þig, þar sem enginn heyrir til
okkar,“ sagði Þóra.
„Já, auðvitað getum við talazt við hérna. Fyrst ætla ég nú
samt að hella dropa á könnuna. Þér veitir ekki af að hressa þig
á því. Ég sé, að þér er kalt, og þú ert ekki vel ánægð heldur.“
Stundu seinna sátu þær yfir ilmandi rjómakaffi. Borghildur
mátti til með að fá sér svolítið bragð líka.
„Nú skaltu segja mér hvað hefur komið fyrir þig, sem hefur
gert þig svona óánægða,“ sagði Lísibet, þegar þær voru búnar að
iressa sig á kaffinu og Borghildur var farin inn.
Þóra sagði henni frá því, sem hafði verið talað í búrinu í
Hvammi þetta sama kvöld, og hvað hún væri í miklum vandræð-
um, ef þessi andstyggilegi strákur gerði alvöru úr því að troðast
til þeirra á krossmessunni, svona án þess að þau vildu það. Ef
Fúsi væri þá ekki að ljúga þessu öllu.
Lísibet sat og hlýddi á sögu hennar. „Ég er hissa á Fúsa, að
vera að rugla í þessu við pabba þinn. Hann mátti þó vita, að
honum félli þetta illa. En hann er kannske að fara fyrir sjálfan
sig,“ sagði hún.
„Hann skal nú ekki hafa betra af þessu,“ sagði Þóra.
„Auðvitað læturðu þér aldrei detta í hug að taka hann að þér.
Jann hefur ekkert það til að bera, sem móðir gæti óskað eftir að
sjá í fari barns síns. — Hann er ekki langt frá, mannsefnið þitt,
Þóra!“
„Ég ætla aldrei að giftast,“ greip Þóra fram í fyrir henni.
„Ó, það er nú bara af því, að þú ert svona óánægð, góða mín,
að þú segir þetta. Því skyldir þú ekki giftast, önnur eins búkona.
En lofaðu mér að velja handa þér mannsefnið, þegar þar að
!íemur.“
Þóra hristi bara höfuðið.
„En þú skalt ekkert vera að kvíða fyrir þessum Norðmanni,“
hélt Lísibet áfram. „Ef hann kemur norður aftur, tekur hann að
sér Hrafnsstaðaheimilið, sé hann ekki ómenni, en ef hann er það,
sem mér þykir líklegt, eftir útliti hans að dæma, þá lætur hann,
varla sjá sig aftur í sveitinni. Vertu svo bara hugrökk, eins og þú
ert vön að vera. Fúsi er að vekja upp draug á ykkur með þessu,,
svo að þið biðjið hann að vefða kyrran. Ef pabbi þinn tekur ekki
sönsum fljótlega, skaltu láta mig vita. Ég skal reyna að tala
við hann.“
„Ég fer ekki heim aftur,“ sagði Þóra lágt. „Ég vona, að þú
lofir mér að vera í nótt.“
„Það er þér velkomið. En ég sendi út eftir og læt hann vita,
að þú sért hér; hann má ekki við því, að verða hræddur um þig.
Líf hans er eins og blaktandi skar, sem getur slokknað við minnsta
vindblæ.“
Lísibet lagði höndina á öxl Þóru og horfði á hana með
við vör unarsvip.
„Minnstu þess, að þú ert eina barnið hans.“ Svo fór hún að
þvo upp bollapörin í hægðum sínum, en gaf Þóru gætur við og við.
Þóra sat þegjandi. í sál hennar börðust andstæð öfl. Loks
sigraði skylduræknin.
Lísibet hafði nú komið pörunum fyrir niðri í borðskúffunni.
„Ég ætla að tala við Tomma; hann er víst ekki háttaður ennþá,“
sagði hún.
„Nei; ég fer heim,“ sagði Þóra. „Þakka þér fyrir allt, sem þú
hefur sagt og gert fyrir mig nú og fyrr,“ bætti hún við. ’
Þá brosti húsfreyja ánægjulega. „Ég skal ganga með þér hérna
út eftir. Ég hef gott af að koma út í svona gott veður.“
Hún klæddi sig í kápu og lét á sig sjal. Þær leiddust út túnið.
Það var glaða sólskin. Dalurinn var alauður, nema einstaka svell-
rákir í lægðum og hæst í fjöllunum.
„Það má segja, að þetta er góður vetur,“ sagði Lísibet. „Bara
að vorið verði ekki kalt. Ósköp er blessaður dalurinn yndislegur
núna. Einu sinni sagði pabbi þinn við mig, skömmu eftir að
mamma þín var horfin: „Ef ég ætti ekki dóttur, sem ég vonast
eftir að verði dugleg búkona, skyldi ég selja Hvamm og fara til
Ameríku, en aldrei gæti ég samt gleymt dalnum.“ Nú er hann
búinn að sjá þessa von sína rætast. Þú ert dugleg stúlka og hefur
gaman af sveitabúskap. En þú verður að vera sáttfús við hann;
því að ekki hefur það verið annað en föðurumhyggjan, sem kom
honum í þessa æsingu. Hann veit, að þú ert ung og þekkir lítið
heiminn. Piltarnir hérna í dalnum eru saklausir og kurteisir. Þessi
draslari er af öðru sauðahúsi. Þú sendir til mín á morgun, ef þið
sættist ekki.“
Hún þagnaði og hlustaði eftir hröðu fótataki, sem færðist nær
þeim.Það var Jón. Hann heilsaði. Þóra tók dauflega undir við hann.
„Á hvaða ferð ert þú?“ spurði hún þurrlega.
„Ég þarf að sjá um, að blessunin hún mamma mín komist
óbrotin heim,“ svaraði hann.
„Ó, gott er að eiggi góð börn,“ sagði Lísibet brosandi.
Jón tók undir handlegginn á Þóru og leiddi hana.
„Mér þykir þú vera hálf styttingsleg, vinkona góð. Aldrei
hefurðu víst komið svo að Nautaflötum, að þú hafir ekki komið
inn og heilsað fólkinu, fyrr en núna.“
„Það er líka stutt í mér,“ svaraði hún.
„Það er víst alveg óþarfi fyrir þig að vera að kvíða þeim
norska,“ sagði hann og hló ertnislega. „Þú getur svo hæglega
bundið hann sauðabandi, ef pabbi þinn hjálpar þér svolítið til.
Svo skaltu bara gera Löngu-Maríu boð um að hirða hann, og hún
gerir það strax.“
„Hvernig veizt þú það?“ spurði Þóra önug.
„Heldurðu, að ég heyri ekki hvað sagt er í sveitinni?“
„Ó, þetta er allt saman markleysa, góði minn, ekkert annað
en markleysa,“ sagði Lísibet.
Þóra stanzaði við túngarðinn. Hún vildi ekki, að þau færu
lengra. v
Lísibet kvaddi hana hlýlega og bað hana að vona allt hið bezta,
en Jón spurði hana svona blátt áfram: „Ætlarðu ekki að kyssa
mig núna?“
„Nei, núna ætla ég ekki að kyssa þig,“ svaraði hún og rétti
honum höndina, ískalda.
„Og þér er svona kalt. Þú hefur enga vettlinga.“
Hún kippti að sér hendinni og hljóp heim túnið. Þá dró stóran
svartan skýflóka fyrir tunglið. Hún læddist hljóðlega inn í
ólokaðan bæinn. Það voru víst allir sofnaðir fyrir löngu, án þess
að sakna hennar hið minnsta, hugsaði hún með beiskju. Henni
tókst að láta ekki marra í baðstofuhurðinni. Það var koldimmt
ennþá. Hún fór að klæða sig úr reiðtreyjunni. Magga gamla hafði
þá búið um rúmið hennar.
Þá dró aftur frá tunglinu. Það varð albjart á svipstundu í bað-
stofunni og Þóru varð hverft við þá sjón, sem hún sá.
Faðir hennar sat alklæddur á rúmi sínu og starði sljóum
augum fram undan sér. Hann hafði ekki heyrt til hennar, þegar
hún kom inn, og sá hana ekki heldur, þótt bjart væri orðið. And-
litið var hvítara en skeggið, sem var þó orðið snjóhvítt.
Hún flýtti sér til hans. „Því ertu ekki háttaður, pabbi?“
spurði hún.
Það var ekki hægt að sjá, að hann gleddist neitt við að sjá
hana. „Hvar faldirðu þig? Ég hef alls staðar verið að leita að þér
og mér er orðið svo kalt,“ sagði hann eins og úti á þekju.
„Þú áttir ekki að vera að leita að mér. Nú skal ég hjálpa þér
í rúmið.“
Hann endurtók sömu orðin aftur: „Ég fór að leita að þér,
þegar þau voru háttuð, og svo varð mér svo kalt.“
Ef hann skyldi deyja, þá er það mér að kenna, hugsaði hún.
Líklega hefði hann setið hér í alla nótt, ef Lísibet, sú góða kona,
hefði ekki gefið mér bendingu um hættuna, sem kynni að vofa
yfir. Hún kom honum í r.úmið, fór svo fram í eldhús, opnaði
eldinn og hitaði kaffi; hún lét brennivín í það handa honum og
heita vatnsflösku við fæturna á honum. Hún sat hjá honum þangtð
til hann var sofnaður.
Daginn eftir var hann veikur. Þóra hjúkraði honum af mikilli
alúð. Hún ásakaði sjálfa sig fyrir fljótræðið, að reyna ekki að
sannfæra hann, heldur en að þjóta burtu og gera hann hræddan.
Þóra var talsvert breytt. Hún var orðin fátöluð og fáskiptin;
talaði sjaldan við Fúsa, en var aftur hlýlegri við Möggu gömlu.
Það var liðinn hálfur mánuður frá því að Björn veiktist,
þegar Fúsi kemur inn með bréf í hendinni. Hann var brosleitur og
rétti Þóru bréfið.
„Hvaða skjal er þetta?“ spyr hún.
„Það er ball-boð.“
„Hún kastaði því til hans án þess að lesa það. „Mig varðar
ekkert um það,“ sagði hún stuttlega og gekk fram.
„Hvar á það að vera?“ spurði Magga gamla.
„Úti á Kárastöðum.“
„Nú; það er skárri spottinn að tölta það,“ sagði sú gamla.
„Þú hugsar um, að ég hafi skó, Magga mín. Ég fer út eftir.
Það er ekki svo skemmtilegt heimilislifið hénra, að manni veiti
af því að lyfta sér upp,“ sagði Fúsi. Hann vissi, að Björn heyrði
ekki til hans.
„Já; það skal verða reynt.“
Svo kom þessi langþráði dagur, sem ballið átti að verða á
Kárastöðum. Fúsi fór að raka sig, þegar hann var búinn að borða
miðdegismatinn. Það var gott að vera búinn að ljúka því af.
„Ætlar þú eitthvað?“ spurði Björn.
„Ég var að hugsa um að bregða mér út að Kárastöðum í kvöld,
þegar ég er búinn að hýsa féð, ef þú hefur ekkert á móti því,“
svaraði Fúsi.
„Hvað er nú þar um að vera?“
„Ball, maður, ball. Ég verð kominn heim í fyrramálið til
að gefa.“
Björn brosti dauflega og svaraði: „Líklega er mér sama, hvað
þú leggur á þig á nóttunni."
„Þú verður vonandi með, Þóra?“ sagði Fúsi, og leit kangvíslega
til hennar.
„Nei; ég fer ekkert,“ svaraði hún.
„Þú mátt fara mín vegna, ef þig langar. Ég er orðinn svo
hress, að Magga getur hugsað um mig,“ sagði faðir hennar.
„Nei. Ég hef hugsað mér að láta það verða síðasta ballið, sem
ég fer á, þetta virðulega sjómannaball í haust. Það hefði víst verið
verið betra fyrir mig að sitja heima í það skiptið. Fólkið hefði
þá ekki getað borið sögur af mér um sveitina. Það er enginn
kenndur þar, sem hann kemur ekki,“ svaraði hún með talsverðri
þykkju.
Fúsi varð sneypulegur á svipinn, en Birni gamla þótti auð-
sæilega vænt um svar hennar.