Lögberg - 09.04.1953, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRÍL, 1953
Úr borg og bygð
FOR SALE
4 Room stucco bungalow,
glazed verandah and back porch.
Well and pump house. Close to
school. IV2 lots all fenced and
landscaped. Situated on 2nd Ave.,
Lundar, Man. Price $2500 or best
offer for cash.
Apply to Mrs. V. Wennberg,
iCr
The next meeting of the Jon
Sigurdson Chapter, IODE will
be held at the home of Mrs. G.
Gottfred, 168 Elm St., on Friday
eve, April lOth, at 8 o’clock. Mrs.
A. Blondal will tell of her visit
to Iceland last summer.
☆
FRÓNS-fundur
Eins og þegar hefir verið getið,
efnir Þjóðræknisdeildin Frón til,
almenns fundar í G.T.-húsinu,
mánudagskvöldið 13. apríl kl. 8.
Málefni fundarins að þessu
sinni er það, hvort íslendingar
hér í borg skuli ráðast í að reisa
félagsheimili. Framsöguræðu í
þessu máli flytur séra Valdimar
J. Eylands. Að ræðu hans lok-
inni fara fram frjálsar umræður.
Þá hefst skemmtiskráin, sem
ennþá hefir þó eigi verið að fullu
ráðin, með því, að víðfrægur
sjónhverfingamaður leikur listir
sínar, og er ekki að efa, að hann
muni vekja hlátur íslendinga,
ekki síður en annara, sem átt
hafa þess kost að sjá til hans.
Ennfremur verða fluttar rímur
af plötum, sem kveðnar voru á
íslandi á Alþingishátíðinni 1930.
Jónbjörn Gíslason sýndi Frón
þá velvild að lána honum þessar
plötur og mun hann flytja fáein
formálsorð fyrir þeim, þegar
þar að kemur. Vera má, að eitt-
hvað fleira verði til skemmtun-
ar, þótt ekki verði því slegið hér
föstu.
Aths.
Vegna orðróms, sem gengið
hefir á milli fólks þessa dagana,
þess efnis, að núverandi ritari
deildarinnar, sendi ekki báðum
blöðunum fundarboð, vill undir-
ritaður taka það fram, að Heims-
kringlu var sent fundarboð síð-
ustu viku, og er það því ekki
hans sök, þótt hún af einhverj-
um ástæðum sæi sér ekki fært
að birta það.
THOR VIKING,
ritari Fróns
☆
Rilsljórnarnefnd Árdísar
tilkynnir hér með, að alt efni
fyrir næsta hefti verður að vera
komið í hendur ritstjóra fyrir 1.
maí n. k. Þetta eru þeir beðnir
að taka til greina, eí hafa í huga
að senda seviminningar eða
annað til birtingar. Þar sem
óskað er eftir að myndir séu
birtar skal myndin fylgja rit-
gerðinni.
Sendist til einhvers meðlima
nefndarinnar:
Mrs. S. Ólafsson,
Box 701, Selkirk, Man.
Miss Ingibjörg Bjarnason,
254 Belvidere St. Wpg.
Mrs. J. Skúlason,
Geysir, P.O., Man.
☆
The Women’s Association
First Lutheran Church meet
Tuesday April 14th at 2.30 p.m.
in the Church parlors. This will
be a short business meeting to
allow the members to attend the
“Tea” being held by The Canad-
ian Institute for the blind in
The T. EATON Company’s
Annex from z to 4.30. Tuesday
is Lutheran Churches Day and
an opportunity for all to support
this very worthy work for the
blind.
☆
Dánarfregn
Steingrímur Johnson land-
námsmaður og um 39 ár bóndi í
grennd við Wynyard, Sask.,
andaðist þann 23. marz ó Crerar
sjúkrahúsinu í Winnipegosis,
Man. Útför hans fór fram þann
30. marz í Wynyard, Sask. að
viðstöddu fjölmenni. Séra Sig
urður Ólafsson flutti kveðjumál
ásamt presti United kirkjunnar,
Rev. D. L. Berry.
Þessa merka íslendings mun
að nokkru minnst nánar síðar.
☆
Mr. Guðmundur Björnsson frá
Árborg dvaldi í borginni í byrjun
vikunnar.
☆
Hin ágæta bók, „Sendibréf frá
íslenzkum konum“, eftir Finn
Sigmundsson, fæst nú í Björns-
son’s Book Store að 702 Sargent
Ave., og kostar í skrautbandi
$4.50.
☆
Gjafír lil „Höfn"
Mr. og Mrs. K. Einarsson, Os-
land, B.C., $10.00; Mrs. I. Grim-
son, Vancouver, B.C., $5.00; Mr.
og Mrs. S. Sigbjörnson, Van-
couver, B C.; $5.00; Mr. Daníel
Johnson, Vancouver, B.C., $10.00;
Mrs. Ingibjörg Olson, Manerino,
B.C., $200.00; Mrs. D. Mack
Stewart, Vancouver, B.C., $6.50;
Mr. John Kristjánsson, Mazart,
Sask., $50 00; Kvenfélagið „Sól-
skin“, Vancouver, B.C., $200.00.
Meðtekið með þakklæti,
Mrs. Emily Thorson,
3930 Marine Drive',
West Vancouver
☆
Þær Miss Kristín Skúlason og
Mrs. Hrund Skúlason frá Geysi,
voru staddar í borginni á þriðju-
daginn.
☆
Grettir L. Johannson ræðis-
maður Islands og Danmerkur í
Sléttufylkjum Canada fór flug-
leiðis í embættiserindum vestur
til Edmonton á föstudaginn
langa, en bjóst við að koma heim
seinnipart yfirstandandi viku
☆
Mr. J. E. Peterson forstjóri
Farmers Union Oil Company í
Cavalier, North Dakota, var einn
þeirra fimm manna úr fjórum
norðurríkjurp Bandaríkjanna, er
heiðraðir voru nýlega á hluthafa
fundi félagsins í St Paul; var
honum fengið þaí að gjöf fórk-
unnar fagurt úlnliðsúr með við-
eigandi áletran. Mr. Peterson
(Joe), eins og vinir hans venju-
lega nefna hann, nýtur mikilla
vinsælda í héraði, enda um alt
hinn ábyggilegasti maður og fé-
lagslyndur Islendingur.
☆
Hingað kom rétt fyrir páskana
Haukur Clausen stúdent, er nám
stundar í tannlækningum við
háskóla Minnesotaríkis, hinn
glæsilegasti maður og skemmt-
inn í viðræðum; hann er upp-
alinn í Reykjavík; í för með
honum var ung, íslenzk kona,
Mrs. Livingstone frá Lundar,
sem nú á heima í Minneapolis.
☆
Mr. B. J. Lifman frá Árborg
var staddur í borginni í byrjun
yfirstandandi viku.
Á laugardaginn 4. apríl voru
gefin saman í hjónaband Mrs.
Mabel Thorvaldson McGowan
og William Magrange í Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg; séra
Philip M. Pétursson gifti. Svara-
menn brúðhjónanna voru
írænka brúðarinnar, Miss
Margaret Johnson og Mr.
Walker. Að athöfninni lokinni
fór fram allfjölmenn veizla í
Empire Hotel. Mr. Fred Mc-
Clellan var veizlustjóri; séra
Philip M. Pétursson mælti fyrir
minni brúðarinnar, en Miss
Evelyn Thorvaldson söng ein-
söngva; Mrs. W. Kristjánsson var
við hljóðfærið. Brúðurin er dótt-
ir Sveins heitins Thorvaldson,
M.B.E., Riverton, Man., og fyrri
konu hans, Margrétar.
Heimili Mr. og Mrs. Magrange
verður í Winnipeg.
☆
Nýútkomin Sameining getur
þess, að séra Eric Sigmar geri
ráð fyrir að fara, ásamt frú sinni,
áleiðís til Islands, strax eftir
kirkjuþing. Býst hann við að
dvelja þar árlangt við nám, og
heimsækja ef til vill einnig há
skóla á meginlandinu. Háskóli
íslands í Reykjavík sér þeim
fyrir húsnæði á meðan á dvöl
þeirra stendur þar í landi, og
veitir prestinum einnig nokkurn
námsstyrk.
☆
Séra Skúli Sigurgeirsson, fyrr-
um prestur að Gimli, þjónar nú
enskumælandi söfnuði í bæ þeim
sem Walters heitir í suð-vestur
hluta Minnesota ríkis. Söfnuður-
inn er ekki mjög stór, (um 200
fermdir meðlimir), en er glað-
vakandi í starfi. $6.500.00 er var-
ið árlega til starfsins, bæði heima
fyrir og í hinu víðtæka trúboðs-
starfi kirkjunnar. Sumir s^fnað-
armanna leggja fram í safnaðar-
sjóð $200.00 árlega, og er tillagið
borið fram á hverri helgi í sam-
skotaumslögum. Presturinn hef-
ir leigulausa íbúð, hið prýðileg-
asta hús; föst laun hans eru
$3000.00 á ári, auk þess fær hann
$300.00 á ári til ferðakostnaðar;
einnig fær hann skrifstofukostn-
að greiddan og síma. Aðsókn að
guðsþjónustunum á hverri helgi
samsvarar öllum fermdum með-
limum safnaðarins að meðaltali.
Sameihingin óskar þeim séra
Skúla og frú Sigríði, konu hans,
til hamingju með ánægjulegt
umhverfi þeirra og blessunar-
ríkt starf þar syðra. En betur
hefði henni nú samt liðið, ef
kirkjufélagið, sem hún hefir
þjónað svo lengi, hefði borið
gæfu til að njóta starfskrafta
þessara góðu hjóna.
—Sameiningin
☆
Miss Jórunn Magnússon systir
Magnússons bræðranna á Hnaus-
um lagði af stað flugleiðis til
Evrópu á föstudaginn í fyrri
viku í tveggja mánaða ferðalag.
Hún mun fyrst fara á fund Mr.
og Mrs. Cecil Feeney, er eiga
heima nálægt Amsterdam, en
Mrs. Feeney er dóttir S. Sig-
mundssonar að Hnausum; þær
eru frænkur. Mun Miss Magnús-
íslenzku handritin geymd í ruslastíu, sem
brunnið getur hvenær sem er
Kaupmannahöfn, 9. febr. —
Síðastliðinn laugardag var
haldinn hér fundur í danska
stúdentafélaginu og var um-
ræðuefnið: Á að skila íslend-
ingum hinum fornnorrænu
handrilum? eins og það var
orðað.
Fyrstur tók til máls prófessor
Hjelmslev og var hann algerlega
andvígur afhendingu handrit-
anna. — Sagði hann, að málið,
sem höfundar handritanna hefðu
skrifað á, væri ekki íslenzka
heldur „fornnorræna“! er væri
málýzka, sem þróazt hefði af
frumnorrænu. Kvað hann hand-
ritin einnig samnorræna eign og
sagði, að Islendingar ættu enga
heimtingu á þeim. Skoraði hann
að lokum á Islendinga að falla
frá handritakröfum sínum.
Ekki í neinum vafa
Næstur tók til máls A. Bruun
utanríkisráðherra og kvaðst ekki
vera í neinum vafa um eignar-
rétt yfir handritunum.
Hann sagði, að þau hefðu ver
ið dönskum almenningi gersam
lega ókunn, þangað til fyrir
skömmu og væru mjög lítils
virði í augum flestra Dana, en
væru hins vegar dýrmætasti
fjársjóður íslands og hefðu þau
stuðlað mjög að varðveizlu ís
lenzkrar tungu og sjálfstæði
þjóðarinnar. — Island er frum
vörður norrænnar menningar
sagði A. Bruun utanríkisráð
herra, og við megum ekki
hrinda þjóðinni frá hinum Norð
urlöndunum. Við gætum ekki
varið þá framkomu okkar að
halda í hin íslenzku handrit sem
væru þau okkar eign,. heldur
verðum við að láta íslendinga ná
rétti sínum í þessu máli.
Prof. Bröndum Nielsen sagði
að allar rannsóknir á handritun
um mundu stöðvast, ef þeim yrði
skilað íslendingum, auk þess
væri þá ekki hægt að vinna á
fram að hinni fornnorrænu orða
bók.
Alsing Andersen, fyrrum ráð
herra, varði málstað íslendinga
og svaraði hinum furðulegu
DREWRYS
M.D.334
son ferðast í bíl með þeim
hjónum um Vestur-Evrópu. —
Hún hefir einnig í hyggju að
heimsækja ísland.
☆
Mr. Peter Anderson kornkaup
maður kom heim á þriðjudaginn
ásamt frú sinni eftir nokkurra
mánaða dvöl í Miami, Florida.
Mr. Anderson leit sem snöggvast
inn á skrifstofu Lögbergs og
minnti útlit hans á táp og fjör
og fríska menn.
☆
Dr. P. H. T. Thorlaksön kom
heim á laugardaginn fyrir páska
ásamt frú sinni og sonardóttur
eftir tveggja mánaða burtveru;
dvöldu hjónin lengst af í Florida,
en svo brá Dr. Thorlakson sér
til London, en þar dvelja við
framhaldsnám í læknisfræði
tveir synir læknishjónanna. Dr.
Thorlakson kom sem snöggvast
við á Keflavíkurflugvelli á leið
vestur, en Mrs. Thorlakson kom
til fundar við mann sinn í New
York þann 1. þ. m., en hún hafði
dvalið í Florida fram að þeim
tíma.
Margrét Compelien
Þann 12. febrúar s.l. andaðist í
Vesturheimsbyggð nálægt Min
neota, Minn., Margrét Compelien
65 ára gömul. Hún var yngsta
dóttir Mr. og Mrs. S. S. Hofteig.
er voru frumherjar þar í byggð-
inni. Margrét var fædd þar í
byggð 15. jan. 1888. Hún var gift
norskum manni, áttu þau 10
börn og eru 9 þeirra á lífi.
Margrét var hneigð fyrir söng og
hljómlist. Stundaði hún nám í
þeirri grein við mentaskólann í
St. Peter, Minn., um skeið. Börn,
hennar voru einnig sönghneigð
og voru sumar dætur hennar í
hinum nafnkunna St. Olaf söng'
flokk og fóru víða með honum.
Margrét hafði lengi eigi gengið
heil til skógar, en hún barðist
sem hetja gegn óvini lífsins; var
ætíð lífsglöð og bjartsýn. Átti
ég með henni inndæla kvöld-
stund 24. nóv. s.l., er ég var á
ferð þar syðra, og þrátt fyrir
heilsubilun og óefað vissu um
hvert stefndi, var hún lífsglöð og
hrókur alls fagnaðar.
Farðu vel, frænka. Guð blessi
minningu þína og láti ljós sitt
lýsa þér í landi lífsins.
G. J. Oleson.
staðhæfingum próf. Hjemslevs.
Sagði hann m. a., að handritin
væru skrifuð á íslandi af Islend-
ingum og væru bókmennta-
skerfur þeirra og innlegg í nor-
ræna menningu. Sagði hann
Dani ekki hafa siðferðilegan réit
iil að vísa handriiakröfum ís-
lendinga á bug.
Að lokum tók Jón Helgason
próf. til máls og sagði, að ýmsir
hefðu fullyrt, að íslenzku hand-
ritin væru Dönum eins mikils
virði og þjóðminjasafnið, lista-
safnið og höggmyndasafnið til
samans. Benti hann á það, að
þau væru öll í glæsilegum húsa-
kynnum, þar sem Árnasafn væri
hins vegar í hinni mestu rusla-
stíu, er brunnið gæti á svip-
stundu. Auk þess vantaði safnið
tilfinnanlega peninga til teksta-
útgáfu og flyti nú á fjárfram-
lögum frá íslandi. Mætti bezt sjá
hug Dana til safnsins með því
að líta lítillega á þessar stað-
reyndir. —Páll
—Mbl., 10 marz
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Mr. Barney Eggertson kaup-
maður að Vogar, Man., var stadd-
ur í borginni í fyrri viku ásamt
frú sinni og syni.
☆
Capt. Gordon Ingaldson, a
former commander of the Min-
nedosa squadron on the 12th
Manitoba Dragoons, has been
appointed chief instructor of the
recently-formed General Hugh
Dyer Royal Canadian army
cadet corps here.
Capt. Ingaldson is the son of
Mrs. Violet Ingaldson an the
late Ingimar Ingaldson.
Skotinn Sandy gekk með vin-
konu sinni niður Broadway. Þau
gengu fram hjá veitingahúsi, þar
sem verið var að steikja kalkún-
hana í glugganum. Þau námu
staðar og horfðu á.
Allt í einu sagði stúlkan:
— Veiztu það, Sandy, að í
hvert skipti, sem ég'sé kalkún-
hana, þá fæ ég svo mikið vatn í
munninn.
— Veiztu það, sagði Sandy, —
þú skalt bara skirpa, því það sér
enginn til þín!
Séra Valdimar J. Eylanda
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 12. apríl:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi.
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
— Gimli preslakall —
H. S. Sigmar, prestur
Sunnudaginn, 12. apríl:
Betel, kl. 9 f.h.
Gimli, kl. 11 f. h.
Husavick, kl. 2 e. h.
Gimli, kl. 7 e. h.
Árnes, kl. 8.30 e. h.
Lesið Lögberg
Sumarmálasamkoma
verður haldin í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
fimtudaginn 23. apríl, kl. 8 e. h.
af Kvenfélagi safnaðarins
Séra V. J. Eylands
SKEMMTISKRÁ
O, CANADA
ÁVARP FORSETA.....,.......
SÖNGFLOKKUR, 35 kvenraddir
Undir stjórn KERR WILSON
EINLEIKUR Á PÍANÓ .............Sigrid Bardal
SAMTAL, fimm stúlkur
EINSÖNGUR ..................... Kerr Wilson
RÆÐA ......................W. J. Lindal dómari
EINLEIKUR Á PIANÓ .............Sigrid Bardal
SÖNGFLOKKURINN
Samskot
ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN
Ókeypis veitingar í neðri sal kirkjunnar
Sunrlse Lutheran Camp
Prepares for Summer
The Camp Committee of the Lutheran Womens League is
now preparing the program for its 8th Camping Season.
The Activities will Include . . .
HANDICRAFTS - GAMES - SPORTS - SWIMMING
STUDY and INSTRUCTION PERIODS
UNDER TRAINED DIRECTORS AND LEADERS
And the Benefits ... v
as all, who have been there before, well know
FUN AND FELLOWSHIP
ABUNDANCE OF FRESH AIR WITH LAKE BREEZES
AND THE MOST NOURISHING MEALS
While the jollowing is a tentative schedule, printed folders
with application jorms and registering instruction will soon
he available and distributed through your church organiza-
tion or mailed to those interested.
Summer Schedule, 1953
July 2 to July 10 - Leadership Training
Boys and Girls 14 and over.
July 11 to July 19 - Intermediate boys 10 to 13 years.
July 20 to July 28 - Junior boys 6 to 9 years.
July 29 to Aug. 4 - Open House for Adults.
Aug. 4 to Aug. 12 - Intermediate girls 10 to 13 years.
Aug. 12 to Aug. 20 - Junior girls 6 to 9 years.
This schedule is subject to change, if necessary.
WATCH FOR FURTHER ANNOUNCEMENT
Those prepared to ojfer their services in any
capacity, please write or phone the undersigned.
MRS. S. OLAFSSON
CaUip Director
Box 701, Selkirk, Man.
Phone 67
MRS. H. G. HENRICKSON
Secretary
208 Lenore St. Winnipeg, Man.
Phone 3-9440