Lögberg


Lögberg - 07.05.1953, Qupperneq 1

Lögberg - 07.05.1953, Qupperneq 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Gmu Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs * Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 7. MAÍ, 1953 NÚMER 19 P. H. T. Thorlakson, M.D., LL.D., heiðraður ósamt frú með virðulegu samsæti sæmdur Stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu °g Á fimtudagskvöldið hinn 30. apríl síðastliðinn, var P. H. T. Thorlakson, M.D., L.L.D., heiðr- aður ásamt frú með eftirminni- legu og glæsilegu samsæti í salarkynnum Royal Alexandra hótelsins, og má með fullum rétti segja, að þar hafi ríkt hinn fegursti eindrægnisandi. Þjóð- ræknisfélagið stóð að samsætinu og forseti þess, séra Valdimar J. Eylands, hafði með höndum veizlustjórn, og leysti hann þann starfa af hendi með miklum skörungsskap. Fyrverandi for- seti félagsins, séra Philip M. Pétursson, flutti borðbæn. Að loknu borðhaldi hófst hin reglubundna skemtiskrá; reis þá G. L. Johannson ræðismaður úr Dregur sig í hlé Hon. J. S. McDiarmid Eftir þrjátíu ára stjórnmála- feril hefir Hon. ÍJ. S. McDiarmid náttúrufríðindaráðherra fylkis- stjórnarinnar dregið sig í hlé af stjórnmálasviðinu og leitar ekki endurkosningar í Winnipeg South kjördæmi í hinum al- mennu kosningum, sem haldnar verða hinn 8. júní næstkomandi. Þess er getið til, að Mr, Mc- Diarmid verði næsti fylkisstjóri, er Mr. McWilliams lætur af því embætti, sem líklegt þykir að verði í sumar. í South Winnipeg kjördæmi hefir Liberal-flokkurinn tvo frambjóðendur í kjöri, Mr. Turner fjármálaráðherra . og Mr. McLeod, fyrrum bæjarfull- trúa. Lætur af þingmensku Mr. Austin Dewar þingmaður fyrir Ou’Appelle sambandskjör- dæmið í Saskatchewan, hefir sagt af sér þingmensku, eða sennilega verið knúður til þess vegna orðróms, sem fékk vængi og því laut, að grunsamlegt þætti um viðskipti hans við byggingarfélag eitt í Regina, sem hafði með höndum allmikið verk fyrir sambandsstjórnina; er Mr. Dewar, sem telst til stjórnarflokksins, kunngerði þingmannsafsal sitt, kvaðst hann ekki hafa hagnast um grænan túskilding í viðskiptum sínum við áminst félag og lýsti jafn- framt yfir því, að hann myndi leita endurkosningar í kjördæmi sínu; mál þetta hefir vakið geisi- umtal jafnt utan þings sem innan. \ sæti og nældi á Dr. Thorlakson fyrir hönd forseta íslands, Stór- riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu, en um sömu mundir hafði ræðismanni hlotnast heið- ursmerki sömu tegundar; að þessum lið loknum, sem mjög jók á virðuleik samsætisins, risu veizlugestir úr sætum, að til- mælum veizlustjóra og drukku skál forseta íslands. Þá tóku til máls Dr. Gillson forseti Mani- tobaháskólans, prófessor Finn- bogi Gupmundsson, Dr. C. W. Burns, hinn nýkjörni forseti læknafélagsins í Canada og Dr. C. B. Stewart, samstarfsmaður heiðursgestsins við Winnipeg Clinic. Þau íslenzk mannfélagssam- tök hér í borg, sem áttu nánast samstarf við heiðursgestinn undanfarin ár, bæði í kennslu- stólsmálinu og á fleirum sviðum, tóku þátt í samsætinu, en full- trúar þeirra létu í ljós fögnuð sinn í stuttum og skilmerkileg- um ávarpsorðum; má þar til telja Mr. G. F. Jónasson, forseta The Columbia Perss Ltd. og út- gáfunefndar Lögbergs, en hann og Dr. Thorlakson hafa skipt með sér forustu í stjórn fyrir- tækisins í mörg undanfarin ár; af hálfu Jóns Sigurðssonar fé- lagsins, I.O.D.E., flutti ávarp Mrs. B. S. Benson, Mr. J. T. Beck tók til máls fyrir hönd Good templara, af hálfu Leifs Eiríks- sonar félagsins flutti ávarp ung- frú Lilja Eylands, en Jón Ás- geirsson fyrir hönd Fróns. Með einsöng skemtu Mrs. Lincoln Johnson með aðstoð Miss Sigrid Bardal og Mr. Robert Publow, en um undirleik annaðist Mrs. McKidd; með hljóðfæraslætti skemti hljóm- sveit Pálma Pálmasonar. Fyrir hönd Thorlakson fjöl- skyldunnar tók til máls séra H. S. Sigmar sóknarprestur á Gimli. W. J. Lindal dómari, mælti fyrir minni Mrs. Thorlakson, en Mrs. V. J. Eylands afhenti henni forkunnar fagran blómknapp. — Einar P. Jónsson flutti kvæði, en fyrir minni Dr. Thorlakson’s maélti Arni G. Eggertson, Q.C., og er ræða hans birt á öðrum stað hér í blaðinu; heillaóska- skeyti voru lesin frá Dr. Richard Beck og frú, séra Agli Fáfnis og frú, Dr. Rúnólfi Marteinssyni og frú, Guðmundi Grímssyni hæsta- réttardómara og frú, ungfrú Helgu Sigurdson í New York og frá Dr. Haraldi Sigmar og frú í Blaine fyrir hönd meðlima Thor- laksson-fjölskyldunnar á Kyrra- hafsströndinni. í lok samkvæmisins þakkaði Dr. Thorlakson með hlýjum og fögrum orðum þeim öllum, er að undirbúningi mannfagnaðar- ins hefðu unnið og hverjum út af fyrir sig, er við skemtiskrá var riðinn; hann þakkaði inni- lega ungfrú Margréti Pétursson fyrir hennar frábæra starf í kenslustólsmálinu, og þeim mæðgum, að 45 Home Street, fyrir alúð og gestrisni, en á heimili þeirra hélt nefndin flesta fundi sína; því miður gátu þær mæðgur ekki komið því við að sitja veizluna, og var öllum að því mikil eftirsjá. Ennfremur þakkaði hann Dr. Lárusi Sigurd- son og öðrum nefndarmönnum fyrir starf þeirra í háskólastóls- nefndinni. íslenzka mannfélagið á Dr. Thorlakson mikið gott upp að unna; hann hefir reynst því traustur og ósérhlífinn forustu- maður og stækkað flestum fremur menningarlegt landnám þess í Vesturvegi; hann þakkaði með nokkurri viðkvæmni sæmd- ina, er forseti íslands hefði veitt sér og hvatti jafnframt Vestur- íslendinga til samstiltra átaka um verndun íslenzkunnar og annarra dýrmætra menningar- erfða. Samsætinu sleit með því, að allir sungu God Save the Queen. Dr. P. H. T. Thorlakson (Samsætisljóð) Eftir EINAR P. JjÓNSSON Að eignast menn, sem voga að horfa hátt, er hjartastyrking einstaklinga og þjóða. Og þeim, er djarfir sigla í sólarátt er sjaldan hætt í roki Drafnarslóða, því formannseðlið á síns upphafs þátt í erfðafestu brims og hetjuljóða. Þó torfær leið til sigurhæða sé hún sækist þeim, er hörfa ei til baka, því víkingslundin á sín óðalsvé og útskygni til lífsins dýpstu raka. Þeim bjargar fátt, sem hypja sig í hlé og hafa ekki rænu á að vaka. Að nema lönd og lækna mannkyns sár, er lífsins fyrsta og stærsta aðalsmerki. Sá verður enginn ungur elligrár, sem iðkar boðorð kærleikans í verki. Þó sviftibyljir hristi reiða og rár ei raskast við það formannsandinn sterki. Ég veit þú reynist jafnan einn af oss, í allra fremstu röð og stálbrynjaður. Og þó þú hlytir himinborinn kross, er hærri tign að vera aðalsmaður. Er aðrir teldu svefninn sætast hnoss þú sækja myndir eldinn glaðvaknaður. Það sæmir lítt að hamra að haustað sé og hinztu dægur bíði vorrar tungu, því Island lætur okkur margt í té, — og ástarljóð, er skáldin fegurst sungu skal planta eins og lim af lífsins tré í lífsskoðun og vitund hinna ungu. Á myndinni sjást þeir Dr. P. H. T. Thorlakson og G. L. Johannson þar, sem þeir takast í hendur eftir að ræðis- maður hefir fyrir hönd forseta íslands, nælt á hann Stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Fréftir fró ríkisúfvarpi íslands Kalt hefir verið hér á landi að undanförnu og á sumardaginn, fyrsta var sums staðar stórhríð norðanlands og vegir í byggð tepptir af fönnum. Sunnanlands var þá bjart en hvasst og kalt. Samt voru hátíðahöldin í Reykja vík á sumardaginn fyrsta mjög fjölmenn. — Barnavinafélagið Sumargjöf efndi til skemmtana í flestum samkomuhúsum bæj- arins, eins og venja er, en skemmtanirnar byrjuðu með því að börn gengu prúðbúin og með fána í skrúðgöngu frá tveimur barnaskólum bæjarins á Austur- völl og voru í fylkingunum skrautvagnar og á þeim ýmsar persónur úr ævintýrum, m. a. Sauðhetta litla og úlfurinn, ís- birnir og krummahjón, og á ein- um vagni var sumarið sjálft en á öðrum Vetur konungur. Þótti börnum þetta hin bezta skemmt- un. Staðnæmst var á Austur- velli og þar flutti séra Óskar J. ÞorláksSon stutta ræðu af svöl- um alþingishússins. — Sumar- gjöf lét selja merki og blöð þennan dag til ágóða fyrir starf- semi sína og samkvæmt bráða- birgðauppgjöri námu tekjurnar 126.000 krónum, og er það all- miklu meiri upphæð en í fyrra. — Barnavinafélagið Sumargjöf annast rekstur barnaheimila í Reykjavík og rennur fé þetta til þeirrar starfsemi. ☆ Þeir Bjarni Benediktsson utan ríkisráðherra og Hermann Jónas son landbúnaðarráðherra fóru flugleiðis til Parísar á þriðjudag- inn og sátu þar ellefta ráðsfund Atlantshafsbandalagsins, s e m lauk í París í gær. í för með þeim var Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur. Ráðherr- arnir eru væntanlegir heim aftur á morgun. ☆ Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, hefir fyrir nokkru ritað öllum próföstum landsins bréf um það, að hann •hafi ákveðið að hinn almenni bænadagur þjóðkirkjunnar skuli að þessu sinni vera sifhnudaginn 10. maí. Þetta er þriðji almenni bænadagurinn, sem haldinn er á vegum kirkjunnar. Hinir voru 1951 og 1952. Prestastefna íslands verður að þessu sinni haldin í Reykjavík* 25. APRÍL dagana 19. til 21. júní og hefst með guðsþjónustu í dómkirkj- unni. ☆ Karlakór Reykjavíkur kom heim úr Miðjarðarhafsför sinni í gær og var mikill fjöldi fólks á hafnarbakkanum til að fagna kórnum og öðrum farþegum á Gullfossi, þegar skipið lagðist að hafnarbakkanum. Kórinn söng víða, bæði í útvarp og í sam- komusölum, og meðal annars söng kórinn fyrir páfann í við- hafnarsal í Páfagarði. Við það tækifæri sæmdi páfinn söng- stjórann Sigurð Þórðarson heið- ursmerki, og ræðan, sem páfinn flutti þá, birtist á forsíðum blað- anna í Rómaborg. Síðasti sam- söngur kórsins var í Lissabon. ☆ Ákveðið hefir verið, að Iðnað- arbanki íslands h.f. taki til starfa 25. júní í sumar og sama dag verður aðalfundur bankans haldinn í Reykjavík. Bankastjór- inn, Helgi Hermann Eiríkssonv og bankaráð vinna nú að því að undirbúa starf bankans. ☆ Á sunnudaginn var fór fram lokun áfengisútsölunar þar í bæ. atkvæðagreiðsla á ísafirði um Á kjörskrá voru 1535, en at- kvæði greiddu rúmlega 900. — Samþykkt var með 562 atkvæð- um gegn 357 að loka útsölunni. ☆ 1 marzmánuði s.l. var hafizt handa um að fylla upp í ós Bessa staðatjarnar á Álftanesi. Sjórinn hefir stöðugt brotið þar æ meira land með því að grafa undan tjarnarbökkunum, og í stór- straumi flæddi yfir um 20 hekt- ara lands, sem nú verður hægt að nytja, þegar ósinn hefir verið fylltur. Teknar voru á leigu til framkvæmdanna tvær jarðýtur. Verkinu lauk á mánudaginn var, og nam kost;naðurinn um 300.000 krónum. ☆ Aðfaranótt miðvikudagsins kom upp eldur í hraðfrystihús- inu á Suðureyri í Súgandafirði og varð ekki slökktur fyrr en um hádegið. Vélar frystihússins ónýttust, enda brann vélasalur- inn, svo og flökunarsalur, fiski- móttaka og skrifstofur fyrir- tækisins og þak af tveimur fisk- 25 ár við Háskóla íslands I dag á próf. Asmundur Guðmundsson aldarfjórð- ungs afmæli sem kennari við Háskóla íslands. Próf. Ásmundur var skipaður kennari við guðfræðideild Há- skólans 1. apríl 1928, dósent 2. sept. 1929, en prófessor hefir hann verið frá árinu 1934. Nemendur guðfræðideildar Háskólans færðu honum í dag biblíu í skinnbandi, áritaða með skrautletri, en allir nemendur deildarinnar rituðu nafn sitt á hana og þökkuðu próf. Ásmundi störf hans. —VÍSIR, 1. apríl Gerður Helgadóttir getur sér orð erlendis Gerður Helgadóttir mynd- höggvari opnaði sýningu á verkum sínum í Brussel síðastliðinn miðvikudag. Hafði henni verið boðið að halda sýningu þar í borg í sýn- ingarsal, sem nefnist Gallerie Appollo, og eru það einvörðungu ný verk, sem Gerður sýnir þar. Hún fór til Parísar síðastliðið haust, og hefir unnið að verkum þessum síðan. Þá hefir Gerði og verið boðið að sýna í Köln í Þýzkalandi, og í maílok stendur henni til boða að halda sýningu í París, en um þessar mundir er hún einnig þátttakandi í samsýningunni i Osló og Bergen. Gerður var meðal þeirra, sem sendu verk á sýninguna í Lon- don, sem kennd er við óþekkta, pólitíska fangann. Aðeins var ltið brot verka þeirra, er send voru, valin úr til þess að vera á sýningunni, og hljóta þau öll verðlaun. Var verk Gerðar tekið á sýninguna. Svo sem sjá má af þessu, svo og ýmsum ummælum, sem birzt hafa um Gerði og listaverk henn- ar á undanförnum árum, er það ljóst, að hún hefir getið sér skjótan frama á listabrautinni, og á hún áreiðanlega eftir að bera hróður íslands víða. —VISIR, 7. apríl geymsluklefum. Geysimikill afli hafði verið þarna dagana áður og margt manna unnið í hrað- frystihúsinu, en nú verða bát- arnir, sem þaðan eru gerðir út, að leggja afla sinn annars staðar á land, og verður því um mikið atvinnutap að ræða fyrir byggð- arlagið, auk brunatjónsins. í fiskgeymslum hraðfrystihússins voru um 10.000 kassar af hrað- frystum fiski og var megnið af því óskemmt. ☆ 1 Vestmannaeyjum hefir verið mokafli og má heita að unnið væri þar um tíma dag og nótt í fiskverkunarstöðvunum. Kennsla féll niður að mestu í gagnfræða- skólanum og nemendur voru settir til vinnu við fiskaðgerð. ☆ Þessi framboð við alþingis- kosningarnar í sumar voru kunn gerð í vikunni: Axel Benedikts- son skólastjóri verður í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn í Suður- Þingeyjarsýslu, — á framboðs- lista Framsóknarmanna í Rang- árvallasýslu eru þessir menn: Helgi Jónasson læknir, Björn Björnsson sýslumaður, Sigurður Tómasson bóndi á Barkarstöðum og Hafliði Guðmundsson bóndi í Búð. Eiríkur Þorsteinsson al- Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.