Lögberg - 07.05.1953, Side 2

Lögberg - 07.05.1953, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 7. MAÍ, 1953 Hinir ódauðlegu menn þjóðanna Eftirfarandi arindi var skrifað árið 1949 og þá boðið ríkis- útvarpinu, en var ekki talið boðlegt hlustendum útvarps- ins. Til þess að hafa ekki unnið verkið fyrir gýg, áræði ég nú að bjóða lesendum Einingar það, þótt ég kunni að hljóta vanþökk fyrir. Fram undan er páskavika og á þá ekki illa við að lesa spjall um spámenn og skáld. — P. S. Hinn heimskunni söguritari og rithöfundur, H. G. Wells. telur 6. öldina f. Kr. eitt merkilegasta timabil fornaldarinnar, sökum þess, að þá voru uppi ýmsir spá- menn og spekmgar, sem mann- kynssagan greinir. Weils segir: „Sjötta öldin var raunar ein merkilegasta öld sögunnar. Alls staðar var sem færðist nýr þróttur í mannlega hugsun . . . Og það er vert að geta þess hér um leið, hve mikilvæg sjötta öldin f. Kr. var í sögu mann- kynsins, því að þá voru ekki að- eins grísku heimspekingarnir að reyna að gera sér ljósar hug- myndir um heiminn og stöðu mannsins í honum og Jesaja að hefja spádóma Gyðinga á hæsta stig þeirra, heldur var . . . Gaut- ama Budda að kenna á Indlandi og Kung Tu-tse og Lao-tse í Kína.“ Það er bæði skemmtilegt og eftirtektarvert, að söguritarinn skuli leggja slíkan mælikvarða á ágæti hvers tímabils. Þessir menn voru stórtækir, jafnt á aga sem útbýtingu mik- illar andlegrar auðlegðar. Þeir höfðu eitthvað að segja. Hvaðan kom þeim það? Spámenn ísraels hefja oft upp raust sína á þessum orðum: „Orð drottins kom til mín, svo hljóð- andi.“ — Með öðrum orðum: þeir höfðu orðið einhvers að- njótandi. Þeim hafði gefizt, þeir voru sendir, þeir höfðu boðskap að flytja, líkt og eldingu hafði einhverri hugsjón slegið niður í þeim, það hafði eins og kviknað í þeim, þeir voru brennandi í anda, heitir og máttugir í boðun orðsins. Þeir höfðu séð sýnir, fengið vitranir og miklar gjafir andans. Hið innra brann eldur guðmóðs, eldur áhuga og vand- lætingar, hirtingavöndurinn er jafnsár sem fyrirheitin eru glæsileg og vonarbjarminn skær. Þeir þruma yfir mönnum, láta tilheyrendur sína finna sem þeir standi á barmi glötunar, á barmi sjálfs helvítis, en sjái þó inn í himnana allt að hásæti almættis- ins og útréttum náðarfaðmi Guðs. Þeir mála spillingu þjóð- lífsins sterkum, litum og þræl- dóm hins syndsamlega lífs, sem mönnum beri að hverfa frá, en þeir láta einnig óskalöndin ljóma í bjarma hinna dýrðlegustu fyrirheita: „Hvergi á mínu heilaga fjalli (jörðinni) munu menn illt fremja eða skaða gera, því að jörðin er full af þekkingu á drottin, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið . . . Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung Ijón og alikálfar ganga 1 saman og smásveinn gæta þeirra . . . brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðr- unnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins." Þannig hljómar einn skærasti strengurinn og hæsti tónninn í guðamáli mestu spámannanna. Annar höfuðspámaður gefur fyrirheit á þessa leið: „Sjá, þeir dagar munu koma — segir drottinn — að ég mun gera nýjan sáttmála við ísraels hús og Júda hús ... I þessu skal sáttmálinn folginn vera, sá er ég geri við ísraels hús eftir þetta — segir drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né neinn bróðirinn öðrum, og segja: Lærið að þekkja drottin! Því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir, segir drottinn.“ Og enn fremur: „Því sjá, ég skapa nýjan him- in og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minnst verða og það skal engum í hug koma. Nei, gleðjist og fagnið ævinlega yfir því, sem ég skapa . . . eigi skal þar framar heyrast gráthljóð eða kvein- staíir. Eigi skal þar framar vera nokkurt ungbarn, er aðeins lifi fáa daga, né nokkurt gamal- menni, sem ekki nái fullum aldri, því að sá er þar ungur maður, sem deyr tíræður . . . því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. Eigi mumt þeir erfiða til ónýtis og eigi börn geta til skammlífis, því að þeir eru kynslóð manna, sem drott- inn hefur blessað.“ Og um lausnarverkið jnikla, segir spámaðurinn Jesaja þetta: „Andi drottins, Guðs, er yfir mér, af því að drottinn hefur smurt mig til að flytja nauð- stöddum gleðilegan boðskap, og sent mig til að græða þá, sem hafa sundurkramið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötr- uðum lausn, til að boða náðarár drottins og hefndar dag Guðs vors, til að hugga alla hrellda.“ En svo kveður við annan tón, þegar þessir miklu andar standa andspænis vonzku og spillingu manna: „Þér nöðru afkvæmi, hver kenndi yður að flýja undan hinni komandi reiði?/1 Svo þrum- aði rödd hrópandans og braut- ryðjandans í eyðimörkinni. Og Meistarinn sjálfur margendur- tekur þessar hárbeittu setningar: „Vei yður, fræðimenn og farísear, þér hræsnarar . . . þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta um- flúið dóm helvítis.“ Spámaðurinn Malakía segir: „Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir, sem guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn, sem kemur, mun kveikja í þeim, segir drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim, rót né kvistur. En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætis- sólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum.“ Ekki er lýsing Jeremía smá- tækari á þessum viðburðum: „Sjá, ógæfa fer frá einni þjóð til annarrar og ákafur stormur rís á útjaðri jarðar, og þeir, sem drottinn hefur fellt, munu á þeim degi liggja dauðir frá ein- um enda jarðarinnar til annars. Þeir munu eigi verða harmaðir, eigi safnað saman og eigi jarð- aðir, þeir skulu verða að áburði á akrinum . . . Því að sverði býð ég út gegn öllum íbúum jarðar- innar . . . Iður mín! iður mín! Ég engist sundur og saman! ó, veggir hjarta míns! Hjartað berst ákaft í brjósti mér, ég get ekki þagað! því að önd mín heyrir lúður- hljóminn, bardagaópið. Hrun á hrun ofan er boðað, já, allt land- ið er eytt . . . Já, fíflsk er þjóð 'mín, mig þekkja þeir ekki, heimskir synir eru þeir og van- hygnnir eru þeir. Vitmenn eru þeir illt að fremja, en gott að gera kunna þeir ekki. Ég leit á jörðina, og sjá: hún var auð og tóm, og upp til himinsins, og ljós hans var slokknað. Ég leit á fjöllin, og sjá: þau nötruðu, ög allar hæðirnar, þær bifuðust. Ég litaðist um, og sjá, þar var eng- inn maður, og allir fuglar him- insins voru flúnir. Ég litaðist um, og sjá: aldingarðurinn var orðinn að eyðimörk og allar borgir hans gereyddar.“ Þessum ægilegu syndagjöldum þjóðanna lýsir spámaðurinn Jóel á þessa leið: „Boðið þetta meðal heiðingj- anna: Búið yður í heilagt stríð! Kveðið upp kappana! Allir her- færir menn komi fram og fari í leiðangur! Smíðið sverð úr plóg- járnum yðar og lensur úr sniðl- um yðar! Heilsuleysinginn, hrópi: Ég er hetja! Flýtið yður og komið, allar þjóðir, sem um- hverfis eruð, og safnist saman. Drottxnn, lát kappa þína stíga niður þangað. Hreyfing • skal koma á þjóðirnar og þær skulu halda upp í Jósafatsdal, því að þar mun ég sitja, til þess að dæma allar þjóðir, sem um- hverfis eru . . . því að illska, þeirra er mikil. Flokkarnir þyrpast saman í dómsdalnum, því að dagur drottins er ná- lægur í dómsdalnum.“ Hinni almennu spillingu lýsir spámaðurinn Hósea með svo- felldum orðum: „Drottinn hefur mál að kæra gegn íbúum landsins, því að í landinu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir sverja og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá, þeir brjótast inn í hús, og hvert vígið tekur við af öðru. Fyrir því drjúpir landið og allt visnar, sem í því er, jafnvel dýr merkur- innar og fuglar himinsins, og enda fiskarnir í sjónum eru hrifnir í burtu . . . Lýður minn, verður afmáður, af því að hann hefur enga þekkingu. Af því að þér hafið hafnað þekkingunni, þá vil ég hafna yður, svo að þér séuð ekki prestar fyrir mig, og með því að þér hafið gleymt lög- máli Guðs yðar, þá vil ég gleyma börnum yðar. Því voldugri sem þeir urðu, því meir syndguðu þeir gegn mér, vegsemd minni skipta þeir fyrir smán. Þeir lifa af synd lýðs míns og þá langar í misgerð þeirra . . . Hór, vín og vínberjalögur tekur vitið burt.“ Hvílíkur ægilegur dómur: — „Þeir lifa af synd lýðs míns og þá langar í misgerð þeirra.“ — Hafa ekki hinir voldugu meðal þjóðanna oftsinnis lifað af synd lýðsins? Hvað má þar segja um áfengissöluna fyrr og síðar, her- gagnaframleiðslu og margs kon- ar spillingu, sem menn hafa fyrir gróðaveg. Já, langt yrði það mál, sem hér þyrfti að flytja, ef gefa ætti ofurlítið fullnægjandi mynd af hinni voldugu boðun guðinn- blásnu mannanna, af hinni ýmist ægilegu eða þá dásamlegu lýs- ingu þeirra á viðburðunum, er þeir boða ýmist refsidóma, dauða og eyðingu, eða frið, blessun og hinar mestu dásemdir. Mál þeirra er hárbeitt og kröftugt, stíllinn skáldlegur og orðunum er oft slöngvað út af ægikrafti guðmóðsins og eldsins, sem hið innra brennur. Þeir eru ýmist eins og hin gjósandi eld- fjöll, sem þyrla björgum í allar áttir, eða sem blíður blær og vermandi geisli, sem allt græðir og blessar. Þessir menn höfðu eitthvað sérstakt að segja. Orð þeirra voru ekki laglega stílaðar, stefnu lausar og hálfvolgar ræður. Þeir höfðu kafað í djúpin og stigið til hinna hæstu hæða, yfirsýn þeirra var mikil og boðun þeirra voldug og stórbrotin. Þeir urðu píslarvottar þjóðanna. Þeir urðu auðlegð þjóðanna. Þeir urðu hin logaskæru blys allra alda, þeir urðu leiðtogarnir í heimi andans. Þeir urðu hinir ódauðlegu menn þjóðanna. Spámenn, skáld og listamenn, eru hinir ódauðlegu menn þjóð- anna. Hvar væri vegsemd þjóð- anna án þeirra? Hvar væri veg- semd Islendinga, ef þeir hefðu aldrei átt neinn Snorra Sturlu- son, ekki Hallgrím Pétursson, enga Fjölnismenn, ekki Jónas Hallgrímsson, ekki Jón biskup Vídalín, ekki Matthías Jochums- son og ekki Einar Benediktsson, svo að nokkrir séu nefndir? Hvílík huggun, leiðsögn og andleg heilsulind íslenzku þjóð- inni um dimmar þjáningaaldir, voru ekki trúarljóð guðsmanns- ins, sem Matthías kveður um: „Hér er skáld með drottins dýrðarljóð, djúp, svo djúp sem líf í heilli þjóð, blíð, svo blíð, að heljarhúmið svart, hvar sem stendur verður engilbjart. Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng. Hér er ljós, er lýsti aldir tvær, ljós, hví ertu þessum manni fjær.“ Og munu þau ekki ylja lengi hjörtum íslenzkra manna, trúar- ljóðin, §em andi Guðs blés Matthíasi í brjóst: „I gegnum lífsins æðar allar, fer ástargeisli, drottinn, þinn. 1 myrkrin út þín elskan kallar, og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sól.“ Og: „í Sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín.“ Eða: „Hann heyrir sínum himni frá, hvert hjartaslag þitt jörðu á.“ „Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.“ „Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá . ... Ó, Guð, ó, Guð, vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál.“ „Fyrir hálmstrá Herrans jötu frá, hendi ég öllu, jörðu, lofti og sjá.“ Og hvar er kall drottins betur flutt, en hjá Matthíasi í orðum sálmaskáldsins: „Hann býður yður ennþá: Farið, laðið, leiðið, og leitið, kallið, biðjið, þrýstið, neyðið. Mitt kærleiksdjúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir — allir.“ Hve ólíkt hinum dómsjúka og þröngsýna tíðaranda í samtíð skáldsins: , „í húsi mínu rúmast allir — ALLIR.“ Og snúi hann sér til okkar á veraldlega sviðinu, þá er hitinn og heilindin hin sömu: „Græðum saman mein og mein, metumst ei við grandann . . . Sendum út á sextugt djúp sundurlyndis- fjándann." Þjóðhátíðarárið 1874 blæs andi Guðs Matthíasi í brjóst hinn dýrðlega þjóðsöng okkar íslend- inga. Og um aldamótin kemur og andinn yfir önnur stórskáld okkar. — Hannes Hafstein sér glæsilega sýn, einn fegursta draum þjóðarinnar: „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Hér er boðuð þjóðholl trú, hér er boðskapur fluttur og fagnað- arerindi íslenzku þjóðinni. Þá yrkir líka Einar Benedikts- son eitt sitt mesta kraftakvæði: „Orka með dyggð reisi bæi og byggð, búi hver að sínu með föðurlands- tryggð. Frelsi og ljós yfir landsins strendur, ei lausung og tálsnörur hálfleiks og prjáls, því menning er eining, sem öllum Ijær hagnað. með einstaklingsmenntun, sem heildinni er gagn að, og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á landsins féndur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs, er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylking þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, að tengja það samband, er stendur.“ — Fáir hafa, fyrr eða síðar, lyft kindlinum hærra, eða kveðið þjóðinni í eyra kröftugri hvatn- ingarorð, en þetta höfuðskáld hennar: „Kveikið neista guðdómsglóðar gröfum frá í hjarta þjóðar sólarlandsins landnámsmenn.“ Það var þeim mönnum holt, meinti skáldið, að standa á gröf- um feðranna, sem áttu því hlut- verki að gegna að kveikja „neista guðdómsglóðar“ í hjarta þjóðarinnar og vera „sólarlands- ins landnámsmenn.“ Þar rann blóðið til skyldunnar. Og hver hefur séð land sitt í fegurri sýn eða lýst henni betur, en þessi rishái vökumaður þjóðarinnar: „Þar rís hún, vor drottning, djúpsins mær, með drifbjart men yfir göfgum hvarmi og framtíma-daginn ungan á armi eins og guðs þanki hrein og skær. Frá henni andar ilmviðsins blær, en eldhjarta slær í fannhvítum barmi. Jökulsvip ber hún harðan og heiðan, en hæðafaðm á hún víðan og breiðan og blávatna-augun blíð og tær.“ En það er hátt stökkið sjá- andans og skáldsins, ofan af sól- gylltum jöklum óskalandsins niður í hyldýpismyrkur okrara- sálarinnar: „Melrakkaaugað var flóttaflátt, flærðin rist í hvern andlitsdrátt og glottið ein glæpasaga. — Hann hafði ævinnar löngu leið leikið sér frjáls að tárum og neyð, óheftur ginið við gróðans veig, geymdur helvítis aga.“ Eða lýsingin á hinum miklu siðferðilegu hröpufn þjóðanna: „Þjóðheiftin kotvitsins, blindni og böl, blóðvargi sigaði yfir vorn heim. Vor menning varð dreyrrauð og dauðaföl. Dagfælna bergtröllið sat yfir líki. Sjá, guðsmyndin sokkin í djöfladíki er dýrasta fórnin í sólargeim. — því samvígsla, eining af öfgum tveim, er ævanna hlutverk í skaparans ríki.“ Eða hin ægilega sálarglötun þess manns, er grefur sitt pund: „Dauði og þögn. Þó til grafar hann græfi í glitlausum brotum síns fölnaða prjáls. Hann horfir í augu við svip sín sjálfs og sér aðeins skuggann af glataðri ævi. Hans líf var sem helför með hrylling og feiknum * til haugs eða báls, — en líkið sjálft hafði svikizt úr leiknum. Aldrei skín framar í lífdagsins ljósi lokkbjarta sveinsins vöggugjöf. Vaxtalaust, óþekkt um hauður og höf ber hjartað sitt pund að dauðans ósi. Það borgast ei fyrr en himinninn hrynur á hataða gröf og Hel undir dauðadóminum stynur.“ Eða böl hins ólánssama manns: „Á brjóstinu hvílir, helföl og köld, höndin, sem alltaf sló vankant á steininn." En þegar skáldið og sjáandinn snýr sér í sólarátt, þá er hann ekki heldur neitt smátækur í fullyrðingum sínum: „Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns, skal þurrkast úr lífsins bókum,“ þegar menn hætta að sinna alls konar „glaplögum“, sem skáldið kallar. Hefur nokkur kveðið hinni voldugu og mildu móðurást veg- elgri óð en þetta: ,Þú vógst upp björg á þinn veika arm, Þú vissir ei hik né efa. í alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa.“ Og um mátt kærleikans hefur skáldið þessi orð: „Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna storð, eins getur eitt kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum.“ Án þess kærleiksmáttar, hvað er þá allt hitt: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær.“ Þetta eru mennirnir, sem segja það, sem allir vildu hafa geta sagt, en aðeins fáum er gefið. En það er í rauninni hið hæsta og dýpsta í mannssálun- um og þess vegna tigna þær og varðveita guðmál spámannsins og hið „lífvæna“ ljóð skáldsins, þótt báðum sé oft fálega eða jafnvel illa tekið, er þeir þruma yfir samtíð sinni. En þótt blind- ar réttlínustefnur, skoðana- dýrkun, öfund, heimska og valdagræðgi skjóti, brenni, sagi í sundur eða krossfesti hina miklu anda — afburðamennina, þá rísa þeir upp í lífi þjóðanna og verða þar hinir ódauðlegu menn. „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ Hvaða þjóð hefur ráð á að gleyma mönnum, sem tala til hennar á þessa leið: „Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og höf.“ „Þeim, sem vilja vakna og skilja, vaxa þúsund ráð.“ ,Þú lýður við lagarband, — bjargarlaus við frægu fiskimiðin, fangasmár, þótt komizt verði á miðin.“ „Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldur stórra synda reistu í verki viljans merki, — vilji er allt, sem þarf. Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum, bögu- glaumnum breyt í vöku og starf.“ Sú kynslóð, sem fylgdi leið- sögn og eggjunarorðum hinna beztu manna mannkynssögunn- ar, mundi breyta jarðlífi í sælu- Framhald á bls. 7

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.