Lögberg - 07.05.1953, Page 5

Lögberg - 07.05.1953, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. MAÍ, 1953 5 ÁHUGAMÁL LVLNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON MIKILHÆF KONA Mrs. P. H. T. Thorlakson Á öðrum stað í blaðinu er frá- sögn um hið veglega samsæti, er haldið var til he.ðurs Dr. P. H T. Thorlakson og frú Gladys Thor- lakson; aðalræðuna fyrir minni hennar flutti W. J. Lindal dóm- ari, en frúarinnar var einnig minst fagurlega af mörgum öðr- um, e,ns og maklegt var, því hún er kona vel gefin og mentuð; auk þess sem hún hefir int af hendi húsmóðurstörf sín svo að til fyrirmyndar má telja, hefir hún tekið mikinn þátt í félags- lífinu, menningar- og mannúðar- málum. Frú Gladys útsknfaðist í Home Econcmics frá Manitobaháskóla og voru þau skólasystkini, hún og maður hennar. Að loknu námi tók hún að starfa fyrir Chautaqua fræðslu- og fyrir- lestrastofnunina og bauðst henni nokkru síðar ágæt og vellaunuð staða í Ástralíu á vegum þeirrar stofnunar, en hafnaði henni vegna þess, að þá trúlofaðist hún og giftist. Einn vottur um forustuhæfi- leika og vinsældir frú Thorlax- son er, að hún átti í fjölda morg ár sæti í Háskólaráði Mantoba- fylkis og gætti góðra áhrifa hennar þar. Hún hefir og átt sæti í framkvæmdarnefnd Mani- toba Council of Girl Guide As- sociation og átti aðal þátt í skipulagningu og útbúnaði við Girl Guides House, fyrsta sam- komu- og fundarhús, er Girl Guides eignuðust í Canada, al- gerlega til eigin umráða. Hún var frumkvöðull að því, að Girl Guides í Canada tóku að skiptast á vináttubókum — Friendship Books — við félagssystur sínar í Evrópulöndunum. Voru límdar í þessar bækur úrklippumyndir, er sýndu canadiskt landslag, þjóðlíf, atvinnuvegi o. s. frv. Fengu svo stúlkurnar hér sams- konar bækur frá Evrópu; þannig komu þessar bækur í stað vin- áttubréfa milli stúlkna, sem ekki skildu tungumál hverra annara. Frú Gladys var sæmd heiðurs- merki fyrir starf hennar í þágu Girl Guide hreyfingarinnar. Eru þetta aðeins tvö dæmi af mörgum um mikilvæg þjóðfé- lagsstörf hennar. Þau hjónin eiga eina dóttur, Tannis, Mrs. George T. Richard- son, og tvo sonu, Robert og Kenneth, báðir kvæntir; eru þeir nú sem stendur við fram- haldsnám í læknisfræði í Lon- don á Englandi. Frú Gladys er listræn og smekkvís kona; ber hið fallega og vingjarnlega heimili þeirra hjóna vott um það; hefir þar fjöldinn allur notið gestrisni þessara góðu hjóna. Hér fer á eftir ávarp, er frú Flora Benson, forseti Jon Sigurd- son Chapter I.O.D.E., flutti í ofannefndu samsæti í Royal Alexandra hótelinu 30. apríl. — Minnist hún fagurlega þeirra tveggja kvenna, er Dr. Thorlak- son á mest upp að unna: ☆ A TRIBUTE Rev. Mr. Eylands; Honoured Guests, Dr. Thorlakson and Mrs. Thorlakson; Ladies and Gentle- men: First of all I wish to thank the Icelandic National League for sponsoring this banquet to honour our mutual friend, Dr. Thorlakson, in recognition of the conferring on him of the honorary Doctor of Laws De- gree by the University of Mani- toba. On behalf of the Jon Sigurd- son Chapter, Imperial Order Daughters of the Empire, I ex- tend to Dr. Thorlakson sincere congratulations upon receiving this order of merit and wish to say that any and all honours that come to him reflect upon our national group—and for this we are proud and thankful. As I am representing a group of women I may be justified in paying tribute to the two v/omen who have so greatly in- fluenced the life of our Dr. Thorlakson. Erika Rynning Thorlakson F.rst—his mother: Mrs. Erika Rynning Thorlakson came to us from a far distant land to serve with her husband, Rev. N. S. Thorlakson, in the Lutheran Parish at Selkirk. Their home was the religious and cultural centre of the town and com- munity; their hospitalrty was boundless. For many years the children of the parsonage (six of them) along with other children of the parish, received instruction in piano, violin and voice from visiting instructors who used the manse for a studio. Tne Thorlaksons served the parish for twenty-seven years. To the new members of the ministerial association (for the personnel of that group changed repeatedly) and to other new- comers to the Town of Selkirk, the Thorlaksons extended a hand of friendship and wel- come. This eased the loneliness which always accompanies the period of establishing a home in a strange place—so, when I say that the hospitality of the Thor- lakson home was such as to make each one who entered therein feel that he or she were mdeed welcome to all that the home could offer, I do so in all sincerity and deep gratitude, from personal experience. The understanding sympathy in time of sorrow and the whole- some joy and friendship at all times, made this home a singu- larly attractive place to visit. The memory of such occasions is "ich in the minds of many. In this atmosphere of service and friendliness our guest of honour grew to manhood and, as one might well expect, the same friendliness, generosity and consideration for the wishes and comfort of his fellowmen is carried on in his personal life and in his home in Winnipeg. And this brings me to the second woman in his life for we know that the hospitality in the home depends greatly on the “lady of the house”. Gladys Thorlakson has indeed been a splendid “life’s companion” to her husband, whose busy brain is constantly planning some new scheme of advancement. She enters into the many projects he wishes to advance, with zest and wholesome advice. She aids and abets him in carrying out his ideas. Their beautiful home is open to their many friends at all times and to endless com- mittee meetings. I know that only a doctor’s wife can fully appreciate the patience, under- standing and tolerance that must be exercised when wait- ing meals for a husband who, although he m^y have every intention of cöming home at a certain time for dinner, may be detained, sometimes to the ex- tent of ruining the meal—the omelet is deflating and other disastrous things are happening —then finally he comes home perhaps an hour late, but quite guileless of the destruction he has created. What does his wife do while her husband is washing his hands? Does she scold or sulk? No, she just whips up another omelet. For the many occasions that we have enjoyed the hospitality of your home we thank you, Thorburn and Gladys. We thank you for sponsoring to fulfill- ment many projects that have been and are of local, provincial and international importance. May you long be spared to further leadership in - our com- munity! FLORA BENSON Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 þingismaður verður í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Vestur-ísafjarðarsýslu. — Listi Sósíalistaflokksins í Norður- IVIúlasýslu er þannig skipaður: Jóhannes Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Þórður Þórðarson Gauksstöðum, Gunnþór Eiríks- son Borgarfirði eystra og Ás- mundur Jakobsson Vopnafirði. Ragnar Lárusson fulltrúi verður í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Strandasýslu. ☆ Ferðaskrifstofa ríkisins hefir nýlegá birt ferðaáætlun sína íyrir sumarið 1953 og er þar um íjölmargar ferðir að velja, bæði utanlands og innan, sem einatt áður. Hópur ferðafólks er nú á Spáni á vegum skrifstofunnar og fleiri ferðir eru ráðgerðar þang- að í sumar og í haust, ennfremur ferðir til Norðurlanda, Skot- lands, Englands og fleiri landa. Ferðaskrifstofan telur, að fleiri erlendir ferðamenn muni sækja ísland heim í sumar en nokkru sinni áður, m. a. er von á nokkr- um hópum, svo sem 500 ferða- mönnum með skemmtiferða- skipinu Caronia, um 500 í fjór- um ferðum með Heklu frá Skot- landi, um 200 Norðurlandabúar koma á bindindismálaþing, smá- hópar frá Frakklandi og ítalíu, úr Islandscirkeln í Stokkhólmi koma um 50 manns og fleiri mætti telja. ☆ Ferðafélag íslands hefir gefið út sína áætlun um sumarleyfis- og skemmtiferðir í sumar. Fé- lagið á nú sjö sæluhús í óbyggðum. 1 ☆ Séra Halldór Jónsson á Reyni- völlum hefir gefið Átthagafélagi Kjósverja í Reykjavík handrit í þremur bindum, og er hið fyrsta endurminningar hans, annað fjallar um Kjósina og er þar lýst hverju býli í sveitinni og talinn hver maður, sem þar hefir átt heima frá því um aldamót, en þriðja og síðasta bindið fjallar um íslenzk tónskáld og tón- menningarfrömuði. Atthagafé- lagið hyggst gefa út tvö fyrstu bindin fyrir áttræðisafmæli séra Halldórs hinn 5. des. n.k. ☆ Sinfóníuhljómsveitin í Reykja vík hefir nú starfað í þrjú ár og á því tímabili flutt 124 tónverk eftir 56 höfunda, og eru þá ótalin nokkur smærri verk. Meðal þess- ara viðfangsefna eru 27 sinfóní- ur og í þeim flokki 7 fyrstu sin- fóníur Beethovens, 13 konsertar fyrir einleikshljóðfæri og hljóm- sveit og 24 hljómsveitarvítur og skyld verk. Flest verk hafa verið flutt eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Grieg, Brahms og Haydn, Katchaturian, Sibelius, Johan Strauss og Tschaikovsky. Ennfremur hefir hljómsveitin J7 Okkar a ZMilli Sagt 4 Eftir GUÐNÝJU GÖMLU Einstæðingsskapur er að minni ályktun það vandkvæði, sem nýir Canadamenn verða að reyna. (Ókunnugleiki umhverfisins er stundum yfirgnæfandi. — Því myndum við félagssamtök með okkur til að yfirstíga einstæðingsskapinn, sem er ágætt, en er það fullnægjandi? Við tilheyrum ef til vill einni slíkri félagsdeild, en við tilheyrum einnig því umhverfi, sem við hrærumst í, líka og hinu mikla nýja landi. — Til þess að útrýma hugmynd um einangrun þurfum við að gerast stárfandi í víðtækari skilningi. — Ég sté slíkt spor með því að gerast sjálfboði og hjálpa til við fjár- söfnun í mínu umhverfi, og þar með var ég ekki lengur einstæð- ingur. Ég „tilheyrði“ umhverfinu. Þegar fólk spyr nú, „ert þú heimdislaus?“ Get ég hlegið og sagt: Ef til vill í eina tíð; nú er þetta land mitt nýja heimili. •--------☆--------- Að skifta með sér fæðu er ein af þeim góðu gömlu aðferðum til að öðlast vináttu annara. Þegar ég bý til suma af okkar uppáhalds réttum (sætindum) sendi ég sýnishorn til nábúanna. Nú nota þeir mínar forskriftir — og ég nota þeirra! En maðurinn minn segir, að það geri engan mismun hvaða mál ég noti við matreiðslu; mat- reiðslan ágæt, sem má þakka GURNEY eldavélinni okkar. Hver sá, sem áformaði GURNEY hefur sannarlega hugsað um alla hluti: hinn fullkomni ofnhitastillir ábyrgist góðan árangur. Óski ég að líta inn í ofninn, get ég fullnægt forvitni minni með því að snúa á ofnljósnu og horfa inn um gluggann á ofnhurðinni. Hvermg getur nokkur axarsköft með GURNEY! ---------☆--------- aðstoðað í Þjóðleikhúsinu við flutning á tveimur óperum og einni óperettu og í vor er gert ráð fyrir að hún leiki þar við tvær óperusýningar. Næstu tón- leikar sveitarinnar og hinir síð- ustu í vor undir stjórn Olavs Kielland verða á þriðjudags- kvöldið kemur, og verður þá flutt m. a. sinfónía númer 6 í h-moll eftir Tschaikovsky. — Stjórn hljómsveitarinnar hafa skipað frá upphafi þeir Jón Þórarinsson, Baldur Andrésson og Bjarni Böðvarsson. en fram- kvæmdastjóri er Björn Jónsson. ☆ Halldór Kiljan Laxness rit- höfundur er nýlega kominn heim frá Norðurlöndum, en þar dvaldist hann um hríð við undir- búning að útgáfu nokkurra bóka sinna á erlendum málum og vegna handrits að kvikmyndinni Sölku Völku, sem gerð verður í sumar. Útimyndir allar verða teknar hér á landi, en inni- myndir í Stokkhólmi. í ráði er, að út komi ný þýðing á sænsku af skáldsögunni Sölku Völku, og gerh hana frú Nyberg-Baldurs- son, og það er ráðið, að Gerpla komi út á sænsku fyrir jólin. Þá þýðingu gerir Peter Hall- berg, sem þýtt hefir margar skáldsögur Kiljans á sænsku og skrifað bók um skáldið, er út kom í flokkinum Verdandis smaaskrifíer. — Ljósvíkingurinn kemur nú út á þýzku og bæði i Austur- og VesturnÞýzkalandi, ennfremur á finnsku. ☆ Þing Sundsambands íslands var nýlega haldið í Reykjavík. í því eru nú 14 héraðssambönd og sérráð víða á landinu. — Sundmeistaramót Islands var háð í Reykjavík á mánudaginn, iniðvikudaginn og fimmtudag- inn og voru keppendur margir. Helgi Sigurðsson í sundfélaginu Ægi, setti þar ný Islandsmet í þremur greinum, 1500, 1000 og 800 rnetra skriðsundi. karla. ☆ Karlakór Reykjavíkur er nú í söngför í Miðjarðarhafslöndum, og söng nýlega í Teatro Quirino í Róm við góðar undirtektir, og daginn eftir söng kórinn í Páfa- garði í boði páfans, er sjálfur var viðstaddur og sæmdi söngstjór- ann, Sigurð Þórðarson, heiðurs- merki. ☆ Nýlega er komin út skýrsla íþróttanefndar ríkisins og í- þróttafulltrúa ríkisins fyrir þrjú síðustu árin, og samkvæmt henni var á þessu tímabili lokið við eða unnið að 30 sundlaugum. Nú eru 85 sundstaðir hér á landi, 18 þeirra mið yfirbyggðum sund- laugum, en steyptar, opnar sundlaugar með sundskýli eru 49 að tölu. Á þessu tímabili var unnið að 50 íþróttavöllum og Nágrönnum mínum, sem eru lítt kunnir því landi, sem ég kom frá, er oft skemt yfir „uppgötvun“ minni um iðnaðarvörur, sem ekki er nýjung til þeirra en sjálfsagður hlutur, en, sem er stundum undraverð nýjung fyrir mig. FACE-ELLE vefjarklútar er ein slík uppgötvun fyrir mig. Ná- grannar mínir gátu ekki trúað mér, að ég hefði aldrei séð þá áður. FACE-ELLE er til margra hluta nyt- samlegt — bæði þriggjaraða klútarnir í gula kassan- um og tveggja í þeim græna, og hefi ég nú æfinlega birgðir í húsinu. FACE-ELLE er sérstaklega dásamlegt, þegar börn eru í heimilinu. Þvottadags „hryllidraumurinn“ um hina óhreinu vasaklúta er búinn um allan aldur. --------.☆.------- Maður finnur hér í Canada góða vini á mörgum ólíklegum stöðum. Ég hafði aldrei hugsað mér, að ég mundi nefna banka, sem vin minp, en slíkt álít ég nú um IMPERIAL BANK of CANADA. Fyrir skömmu síðan þurfti maðurinn minn á fjárupphæð að halda, fór því til forstjóra IMPERIAL BANK í okkar umhverfi, sem veitti G'ÍÍ honum nauðsynlegt bonkalán greiðlega og án - tafa. Það eru margar tegundir láns og mismun- x andi afborgunarskilyrði. Og mælikvarði vaxta er bundinn við hvað upphæð láns er mikil, eða til hvaða hluta skal nota féð. Hæfir forstjórar IMPERI9L BANK geta í öllum tilfellum gefið fullkomnar upp- lýsingar sem nauðsyn krefur viðvíkjandi fjárskiptum, og gefa slíkt með ánægju og kurteisi. Gæti nokkur vinur gert meira? valin 13 hentug svæði fyrir í- þróttavelli. Veittar voru rösk- lega 500.000 krónur úr íþrótta- sjóði til sundlaugabygginga á þessu tímabili og nær því 900.000 lcrónur til íþróttahúsa og skála. Árin 1948 til 1952, að báðum meðtöldum, rúnnu í félagsheim- ilasjóð samtals 5,3 miljónir króna af skenamtanaskatti, og á því tímabili voru veittar úr sjóðnum 5 miljónir króna, sem skiptast milli 57 félagsheimila. ☆ Nýlega er lokið keppni í lands- liðsflokki á Skákþingi íslend- inga. Þar bar Friðrik Ólafsson sigur úr býtum, hlaut 6V2 vinn- ing. Hann tapaði aðeins einni skálc og gerði þrjú jafntefli. — Friðrik er 18 ára og er nú nem- andi í Menntaskólanum í Reykja vík. ☆ Útför Knud Zimsens, fyrrum borgarstjóra í Reykjavík, var gerð frá Fossvogskirkju í Reykja vík á þriðjudaginn og fór hún fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Knud Zimsen var bæjar-1 verkfræðingur Reykjavíkur frá 1902 til 1907, síðan lengi bæjar- fulltrúi, og borgarstjóri var hann frá 1914 til 1932. Sendið engin meðöl til Evrópu þangað til þér hafið fenglð vora nýju verðskrá. SkrtflS eftlr lilnnl nýju 1953 verCskrá, seni nú er á taktelnmn. Verð hjá oss er mlklu lægrn en atinars staðnr í Canada. RIMIFON -— $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frá Kvrópu um vífta veröld. jafnvel austnn járntjaldsins. — Póstfijald innifalið. STARKMAN CHEMISTS 103 HUOOTt ST. WCST TOItONTO KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega bcðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA34.REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.