Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINM, 28. MAÍ, 1953 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Oeflð út hvern íimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanfiskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” tó printed and published by The Columbla Pre.se Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Dulmáttur krúnunnar Þingbundin konungsstjórn er orðin gömul í hettunni og hefir víða gefist vel, svo sem á Bretlandi og með Norður- landaþjóðunum; stjórnarfarskerfi þessarar tegundar, hefir í ýmissum tilfellum skapað þá kjölfestu, sem að góðu haldi kom, er mest reyndi á þolrif og máttarviðir samfeldra þjóð- félaga léku á reiðiskjálfi. Konungdómurinn gengur í erfðir og þjóðfélagsþegn- arnir ráða þar engu um hver kórónu beri í þann og þann svipinn; yfir órjúfandi ríkiserfðum hvílir einhver sá dul- máttur, sem örðugt er að lýsa svo vel sé. Þann 2. júní næstkomandi fer fram í London hátíð, gömul og ný hátíð, þar sem krýnd verður ung og glæsileg kona, sem nýtur æðstu tignar innan vébanda brezku sam- veldisþjóðanna með einhuga samúð og virðingu þeirra allra. Krýningu hinnar ungu drottningar má líkja við fagurt æfintýri, sjálf verður hún æfintýrahetjan og hvorki hún sjálf né þegnar hennar ráða þar nokkru um; þúsund ára erfðavenjur hafa skapað hinni ungu drottningu þann sess, er hún nú skipar. Drottningin og staða hennar í þjóðfélag- inu táknar alt það hollasta og fegursta, sem í hrezku stjórnarfari býr; hún er ljósberi þeirrar einingar, er svip- merkja skal sambúð þeirra þjóða, sem hún ræður yfir. Við krýningu núverandi drottningar, Elizabethar II., verða svo að segja sömu siðvenjur um hönd hafðar og við- gengust fyrir þúsund árum; og þótt aldir líði, sjást aldrei á þeim ellimörk; þessar siðvenjur hefir sagan helgað og fléttað inn í þær samhengi, sem ekki verður auðveldlega rofið. I bók sinni “The English Constitution”, kemst Walter Bagehot meðal annars svo að orði: „Þrenns konar réttindum á fullvaldurinn, konungur- inn eða drottningin yfir að ráða, réttinum til ráðfærslu, réttinum til uppörvunar og réttinum til aðvörunar." Eins og vitað er, takmarkast vald krúnunnar mjög af þingvaldinu, sem er ábyrgt gagnvart vilja þjóðarinnar. í þeim ríkjum, sem búa við þingbundna konungsstjórn, engu síður en í hinum, sem njóta forsetastjórnar, er per- sónufrelsið fyrsta og æðsta boðorðið. Canadiska þjóðin hyllir hina ungu drottningu sína og árnar henni guðsblessunar í bráð og lengd. ☆ ☆ ☆ Úr herbúðum sfrjórnmálanna Eftir því sem nær dregur fylkiskosningunum í Mani- toba, verður það æ ljósara hve máttvana og villuráfandi stjórnarandstaðan er; aðalátökin, að því er bezt verður séð á þessu stigi málsins, verða á milli gömlu flokkanna, Liberala og hinna svonefndu Prógressív-Conservatíva; báðir þessir flokkar hafa næga frambjóðendur í kjöri til stjórnarmyndunar, þótt þeir vitaskuld fái þá ekki alla kosna. C.C.F.-sinnar koma ekki við sögu, er til þess kemur að mynda stjórn, því frambjóðendur þeirra eru ekki það margir, þótt allir yrði kosnir. En þá er Social Credit upp- vakningurinn* eru líkur á að hann verði þess megnugur að mynda stjórn? Þessi flokkur hefir nægan fjölda fram- bjóðenda í kjöri, en að hann fái þá kosna hlýtur að verða álitamál; flokkur, sem er afturhaldssamari en alt annað afturhald, sem mönnum er kunnugt um í þessu landi, hefir enga þá stefnuskrá, sem hægt sé að festa fingur á, því þó hann slái um sig með tilvitnunum í Biblíuna á stjórnmála- fundum getur það naumast talist til mikilvægra stefnu- skráratriða; þessi flokkur er eins konar aðskotadýr, eða forsending frá þeim Manning í Alberta og Bennett í British Columbia, sem ekkert erindi á inn í stjórnmál þessa frið- sæla fylkis, sem hefir sýnt og sannað, að það sé þess að fullu umkomið, að ráða fram úr vandamálum sínum án utanaðkomandi áhrifa. Manitobafylki býr við framtaks- sama og holla stjórn þar sem Campebll-stjórnin á í hlut, og enginn heilvita maður lætur sér það til hugar koma að breyta um til hins verra. Blað eitt ráðlagði lesendum sínum í fyrri viku, að styðja íhaldsflokkinn í næstu kosningum vegna þess hve örlátari hann væri á loforð en hinir flokkarnir; en á það var ekki bent, hve svigrúmið til brigðmælgi yrði þá að sama skapi umfangsmeira. k Á mánudaginn rann út hinn lögskipaði framboðsfrestur og kom þá í ljós, að hvorki meira né minna en 172 fram- bjóðendur freista sinnar pólitísku gæfu í þeim 57 þing- sætum, sem um er að ræða; aðeins einn frambjóðandi hlaut kosningu gagnsóknarlaust og var sá Mr. Morton, ráðgjafi opinberra mannvirkja og þingmaður Gladstonekjördæmis, en hann er nú kominn til London sem fulltrúi Mantoba- fylkis á krýningarhátíðinni. Athyglisvert ritgerðasafn Eftir dr. RICHARD BECK Pétur Sigurðsson erindreki í Reykjavík er að góðu kunnur löndum sínum vestan hafs frá dvalarárum sínum í þeirra hópi; einnig hafa ýmsir þeirra vafa- laust fylgst með starfsferli hans síðan hann hvarf heim um haf, og þá eigi sízt með ritstörfum hans í mánaðarritinu Einingunni og víðar, en hann hefir annast ritstjórn fyrrnefnds málgagns íslenzkra bindindismanna og annarra menningarfrömuða af mikilli prýði; í einu orði sagt: sýnt í orði og verki brennandi áhuga á þjóðfélagslegum um- bótamálum á bre-ðum grund- velli. Er sá vakandi og virki áhugi hans ljósu letri skráður í bókum þeim og bæklingum, sem hann hefir samið, en nýjasta rit hans er ritgerðasafnið — Vandamál karls og konu. er út kom á veg- um ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík síðastliðið haust. í riti þessu, sem er rúmar 100 bls. að stærð, eru ellefu erindi flutt af höfundi á ýmsum stöðum á íslandi á undanförnum árum, en hann er snjall ræðumaður. Til- gangi erindanna og efni er ann- ars vel lýst í þessum ummælum úr formálsorðum höfundar: „Erindasafn þetta er, frá höf- undarins hálfu, gefið út í þess- um bæklingi eingöngu af áhuga fyrir efninu, en erindin fjalla um þjóðfélagsvandamálið mikla, sambúð karls og konu, heimilið, uppeldi æskumanna, ræktun kynstofnsins, þjóðaruppeldið, sérmenntun karla og kvenna, og ýmislegt það, sem gott fjöl- skyldulíf grundvallast á og vel- ferð þjóðar." I upphafserindinu, „Hinn sam- eiginlegi draumur æskumanna“, ræðir höfundur um það mikla vandamál samtíðarinnar, að „temja og virkja lífsorku æsk- unnar“, beina þeirri orku inn á þær brautir, sem vænlegastar séu til einstaklings- og þjóðar- Kirkjuþingslesfrin þroska, og eru þessi niðurlagsorð hans: „Höfum þá stöðugt fyrir aug- um þessar myndir til saman- burðar: Annars vegar beljandi árstraum, sem tilgangslaust ryðst áfram um hinar lægstu leiðir byggðanna eftir sjálfvöldum og oft breytilegum farvegum, brýt- ur engjar og tún, sóar orku, eyðir og skemmir, en gerir lítið eða ekkert gagn. Hins vegar aftur hin undursamlega áveita, sem stjórnað er af tækni og snilli mannlegrar kunnáttu, þar sem orkunni er stjórnað og henni dreift hóflega um heilar byggðir, og þeim þannig breytt í gróðursæl héröð og aldingarða. Hliðstæða blessun veitir lífs- orka æskunnar þjóðfélaginu, ef það kann að virkja hana og hag- nýta sér til farsældar. Það er þess vegna afar mikilvægt, að þjóðfélagið og eldri kynslóðin sjái til þess, að draumur æsk- unnar rætist á hinu heppilegasta aldurskeiði hennar, og draumur æskunnar er fagur. Hann er vögguljóð lífsins, sem heilladís- um þjóðfélagsins ber að vaka yfir, svo að engar illar nornir fái með fláttskap sínum breytt blessun í böl.“ Eigi eru síður umhugsunar- verð erindin „Mannrækt og kyn- bætur“ og „Þjóðaruppeldi, sér- menntun karla og kvenna, hjú- skapur og atvinna“, er fjalla, eins og heiti þeirra benda til, um mikilvæg grundvallaratriði í lífi hverrar menningarþjóðar, sem eiga vill það nafn skilið í fullri merkingu orðsins. Öll eiga þessi erindi það ann- ars sameiginlegt, að þar er djarf- lega flett ofan af veilum í þjóð- félaginu og þjóðlífinu, en jafn- framt leitast við að benda á leiðir til umbóta. Hitt er eigi nema eðlilegt, , þegar um svo grundvallandi og víðtæk við- fangsefni er að ræða, að skoð- Flæddi í fjárhúsið og frufrfrugu kindur fórusfr Aðfaranótt laugardagsins fór- ust tuttugu kindur í húsi að Sveinsstöðum af völdum vatns, sem flóði inn í fjárhúsið. Þrjátíu kindur voru í húsinu, en aðeins tíu þeirra lifandi, er að var kom- ið um morguninn. Kindur þær, sem fórust voru átján ær og tveir hrútar, eign Ölafs Magnús- sonar, bónda á Sveinsstöðum. Flæddi inn í húsið Geysilega mikill snjór var á jörðu í Húnaþingi, jafnvel með því mesta sem verður. Síðan kom asahláka og vatn flóði yfir allt. Fjárhúsið á Sveinsstöðum sem kindurnar fórust í, var fornt, og stóð það skammt frá veginum. Vatnið rann niður með þjóðveginum og stíflaðist við túngarðinn, svo að uppistaða myndaðist, og náði að renna úr henni inn í fjárhúsið. Það var geysimikið vatn, sem rann inn í fjárhúsið, og mun það hafa náð upp á jötustokka, þar sem dýpst var. Féð mun þó ekki beinlínis hafa drukknað, heldur króknað í köldu vatninu um nóttina. Atburður þessi er eins dæmi í Húnaþingi, og yfirleitt mjög fáheyrt, að slíkt gerist, þótt bráð leysing komi á mikinn snjó. —TIMINN, 21. apríl anamunur verði um viðhorf höf- undar og niðurstöður. Hvað sem því líður, þá er ritgerðasafn þetta þannig vaxið, að það vekur til umhugsunar og einlægni höfundar og umbótahug ber að meta að verðleikum. Eins og höfundur tekur fram í formálsorðum sínum, þá vakir það fyrst og fremst fyrir honum með erindum þessum að þjóna góðum málstað, en jafnframt eru þau vel samin og hin læsi- legustu, og ólgandi eldur hug- sjónanna logar þar alltaf undir. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Þurfið þér að senda peninga yfir hafið? Sendið þá • fljótf • auðveldlega • örugglega Canadian Pacific EXPRESS Erlendar greiðslur Hvaða Canadian Pacific skrif»tofa, sem er, sendir peninga fyrir yCur til ættingja eða viðskiptavina handa.n haf«. Fljót og ábyg-g-ileg afgreiðsla Manitoba verði framvegis voldugt og sterkt STAÐREYNDIR ... FRAMTlÐIN Þeir, sem hafa tryggt sér far- miða með lest þeirri, sem ráðin er fyrir erindreka kirkjuþings- ins í Seattle, eru beðnir að veita athygli því sem hér segir: 1. Lestin leggur af stað frá C.P.R. stöðinni í Winnipeg á sunnudagsmorguninn 21. júní kl. 10.05, Central Standard Time. Takið eftir breytingu á burt- farartíma frá því er áður var auglýst. 2. Þeir, meðal farþega, sem fæddir eru í Canada, þurfa að hafa fæðingarvottorð sín með sér. 3. Þeir, meðal farþega, sem fæddir eru utan Canada, þurfa að framvísa borgarabréfum sín- um, áður en af stað er farið, á skrifstofu U. S. Immigration í Wihnipeg og fá þar ferða- og dvalarleyfi syðra. Ef þessu á- kvæði er ekki fylgt, má búast við töf og óþægindum í Victoria. 4. Farmiðar verða sendir í pósti til allra hlutaðeigenda, en á lestinni verður endurgreitt það sem menn kunna að hafa borgað umfram kostnað farmiða. 5. Vagn sá, sem ráðin er fyrir kirkjuþingsfólkið er nú fullskip- aður. Þó geta menn enn komist á þessa lest, og notið sömu hlunninda og kirkjuþingsmenn, hvað snertir afslátt á fargjaldi, ef þeir gefa sig fram tafarlaust við féhirði kirkjufélagsins. Þökk sé þeim, sem hafa gefið sig fram til þessarar ferðar, og þannig gert það mögulegt að fá sérstakan vagn með járnbrautar- lestinni. Sennilega er þetta í fyrsta sinn, að hópur íslendinga verður samferða svo langa leið. Ætti samfylgdin, og ferðin öll, að geta orðið mjög ánægjuleg. N. O. BARDAL 841 Sherbrook St. Winnipeg, Manu Skafrfrar — enn hinir lægsfru! Manitobabúar greiða lægstu fylkisskatta í Canada. Stjórn yðar ásetur sér, að vernda slíkan orðstír yður til handa. Skattar verða framvegis lægri en í nokkru öðru fylki! Til viðbótar, hinir hagkvæmu skattleigu- samningar milli fylkis- og sambandsstjórnar verða framvegis í gildi! Gert er ráð fyrir, að allar veðskuldir verði greiddar 1963! Landbúnaður — Sfrórauknar umbæfrur! Manitoba hefir forustu um efnavísindalega útrýmingu illgresis og umbætur varðandi búpening, svo og um varnir gegn nautgripa- og alifuglasjúkdómum! Stjórn yðar hefir á prjónum nýjar ráðstaf- anir í þessum efnum! Ákvarðanir hafa verið gerðar með uppskerutryggingu fyrir augum í samræmi við sambandsstjórnar P.F.A.A. skipulagninguna! Lögð verður aukin áherzla á stuðning við 4-H klúbbana! Vegir — margauknar umbætur! Síðan 1946 hefir stjórn yðar varið $84 milj- ónum til vegabóta og er það $13 miljónum stærri upphæð, en samanlagðar tekjur af benzín-, bifreiða- og bifhjólaskatti! Árið 1956 verður lokið lagningu hins canadiska bílvegar um Manitoba! Endurbætur verða gerðar á öllum megin- vegum fylkisins! Sveitahéruð fá ennfremur aukinn fjárstyrk til vegagerða, brúargerða og framræzlu! Þjóðvegaöryggi Winnipeg- borgar verður þannig aukið, að það nái til annara borga, bæja og héraða! Raforka—fril 90 prósenfr af Manifrobabúum! Raforkunefnd Manitoba hefir veitt 250,000 Manitobabúum aðgang að raforku síðan 1946. Og nú má víst telja, að 1954 njóti 90% af íbúum fylkisins slíkrar þjónustu. Aukaorka verður framleidd eftir því, sem þörf krefur — við lægsta hugsanlega verði! Sveifrahéruðin — raunverulegur sfruðningur! Nú í ár hefir stjórn yðar veitt sveitahéruð- unum $14 miljóna fjárframlag, sem er meira en helmingur skatttekna Manitobafylkis fyrir næsta ár! Og með hliðsjón af framtíðar- stuðningi verður ráðgjafarnefnd sett á laggir! Öll fjárframlög verða þannig veitt, að þau trufli sem allra minst sjálfræði sveitar- félaganna. Verkin sýna merkin og vísa veg! Manitoba stendur á traustum grunni! Vegna fyrirhyggju, hugrekkis og langrar reynslu stjórnar yðar, hefir feikilega mikið unnist á og afreka- sagan bendir til enn meiri afreka í framtíðinni . . . með aukna velsæld allra fyrir augum þannig, að . . . MANITOBA VERÐI ÁVALT VOLDUGT OG STERKT Greiðið Liberal Progressive afrkvæði 8. júní — endurkjósið CAMPBELL STJÓRNINA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.