Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 8
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. MAÍ, 1953 Úr borg og bygð — DÁNARFREGNIR — Mrs. Dorothy Jean Thordar- son frá Hecla, Man., lézt á Ninette hælinu 14. maí, 25 ára að aldri. Hana lifa eiginmaður, Lárus; foreldrar, Mr. og Mrs. Duff Taylor; þrír bræður, Duff, Donald og Leslie, og ein systir, Mrs. John Jónatansson. Útförin fór fram frá Selkirk og síðar frá St. Peters Old Stone kirkjunni, þar sem jarðað var. ☆ Mrs. Gróa Marteinsson, 250 Leighton Ave., East Kildonan, dó á fimtudaginn 21. maí, 88 ára að aldri. Hún fluttist til þessa lands fyrir 57 árum. Eiginmaður hennar, Helgi, lézt 1944. Hún lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. Violet Gillis og Mrs. J. Brunell; fimm barnabörn og níu barna- barnabörn. Jarðarförin fór fram frá Baradls-útfararstofunni; — séra V. J. Eylands jarðsöng. ☆ Mrs. Jóhanna Anderson, Sel- kirk, Man., lézt á fimtudaginn 21. maí, 85 ára að aldri. Hún fluttist til Canada aldamótaárið. Hún var hjúkrunarkona og hafði búið fyrst í East Selkirk, síðan í Lac du Bonnet í~30 ár, en í Selkirk síðan 1940. Hún misti eiginmann sinn, Guðmann, árið 1950, en árið áður höfðu þau haldið upp á 62 ára giftingar- afmæli sitt og fengu þá heilla- skeyti frá konungshjónunum. Hún lætur eftir sig þrjá sonu, John, Harry og Charles; þrjár dætur, Mrs. Harry Waytiuk, Kathleen og Gertrude; 11 barna- börn og eitt barnabarnabarn. — Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni í Selkirk; séra Sigurð- ur Ólafsson jarðsöng. ☆ Mr. og Mrs. John David Eaton eru farin til London til að vera viðstödd krýningu drotningar- innar. ☆ Mrs. E. Narfason frá Gimli fór nýlega til Montreal ásamt dóttur sinni Dillu í heimsókn til dætra sinna, Mrs. W. Wilkinson og Mrs. M. Harris. ☆ Miss Vyonne Page lagði af stað áleiðis til Evrópu í fyrri viku. Hún er dóttir Mr. og Mrs. R. J. Page, Waterloo Street; móðir hennar, Lillian, er íslenzk, dóttir Mr. og Mrs. J. W. Thor- geirson, Cathedral Avenue. — Miss Page hefir getið sér mikinn orðstír fyrir skautalist og hefir hlotið gullmedalíu í þeirri list. Hún mun heimsækja ömmu sína á írlandi, og fara til London til að sjá krýninguna. Hún hefir einnig í hyggju að heimsækja skyldfólk sitt á Islandi. Hún verður í Evrópu árlangt og mun ef til vill taka þátt í skauta- sýningum þar. ☆ — Leiðrétíing — Athygli skal hér með leidd að meinlegri prentvillu, sem slædd- ist inn í auglýsinguna um Sun- rise Lutheran Camp, sem birt var í síðasta blaði; þar stóð Plus $10.00 for Insurance Pro- tection, en átti að vera $1.00. Þetta eru lesendur blaðsins vin- samlega beðnir að taka til greina. Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn fimtu- dagskvöldið 28. maí að heimili Mrs. A. Blondal, Ste. 14, Agnes Apts. Byrjar kl. 8 e. h. ☆ Ungmenni fermd í Fyrslu lút. kirkju, Winnipeg, á Hvítasunnu- dag, 24. maí 1953 Joan Elaine Anderson 557 Banning St. Gail Kristolina Halderson 1014 Dominion St Eleanor Ingibjörg Halldorson 388 La Riviere St. Pearl Sigrid Johnson 805 Sherburn St. Laura Hazel Johnson 426 Corydon Ave. Lorraine Joyce Johnson 477 Beverley St. Olive Christina Swainson 471 Home St. Auli Eileen Syrjala 651 Furby St. William David Anderson 922 Sherburn St. Halldor Jon Bjarnason 972 Garfield St. Marvin George Cooney 564 Chalmers Ave. Peter Ronald Erlendson 894 Sherburn St. George Frederickson 874 Sherburn St. Herbert Hallson Ste. 2 Tremont Apts. Leo Edward Johnson 1051 Downing St. Frederick Leonard Johnson 474 Beresford Ave. Lawrence Melvin Litke 731 Simcoe St. John Edward Marsch 461 Kennedy St. Richard Allen Rummery 520 Dominion St. Jon Timothy Samson 1021 Dominion St. Lorne Ross Sigurdson 662 Wellington Cresc. Robert Victor Storry 449 Burnell St. ☆ Frú Vilhelmína Ingimundar- dóttir frá Sörlastöðum í Seyðis- firði, sem dvalið hefir hér í borginni undanfarinn hálfsmán- aðartíma, lagði af stað suður í Bandaríki síðastliðinn sunnudag; hún ætlaði að dvelja nokkra daga'hjá vinum sínum í Min- neapolis, Minn., en þaðan fer hún svo áleiðis til dóttur sinnar, frú Þóru Tanner, í Willoughby, Ohio. Frú Vilhelmína er skýr og sköruleg kona, sem gott var og gaman að kynnast; hún hitti hér meðal annars fjölda Austfirð- inga, sem þakka henni innilega fyrir komuna. ☆ Sérstök slysaábyrgð fyrir far- þega þá, er fara nú með flugvél til íslands. Ábyrgðin innifelur $5.000 fyrir dauðsfall og $250 fyrir læknis- eða annan sjúkra- kostnað. Kostar aðeins $8.10. — Stærri upphæðir fást, ef óskast. Upplýsingar veitir WM. OLSON, J. J. Swanson & Co. 308 Avenue Bldg. Sími 927 538 Fiskiflotinn frá Selkirk, allur endurbættur og uppmálaður, lagði af stað norður á Winnipeg- vatn á mánudaginn. — Sumar- vertíðin hefst 1. júní. 1 þessum flota eru 4 fiskiflutningsbátar og fjöldi af 40 feta löngum fiski- bátum. ☆ Þess hafði verið vænst, að Chris Halldorsson yrði kosinn gagnsóknarlaust í St. George- kjördæmi, en um elleftu stundu var sendur út til höfuðs honum Social Credit-trúboði, er senni- lega fær á baukinn norður þar um það, er lýkur. ú Margaret Lloy Avery og Norman Hugh Olson voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju 22. maí; séra Valdimar J. Eylands gifti. Brúð- guminn er yngsti sonur Baldurs heitins Olson læknis og eftirlif- andi ekkju hans, frú Sigríðar Olson. Misá Gertrude Newton söng brúðkaupssönginn, en Mrs. E. ísfeld var við hljóðfærið. Svara- menn voru: Mr. og Mrs. Eric Olson. ’ Chris Finnbogason og Norman Davidson leiddu gest- ina til sætis. Brúðkaupsveizla fór fram á heimili afa og ömmu brúðarinnar, Mr. og Mrs. Oakley Smith, Niagara Street. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ Það slys vildi nýlega til í Sel- kirk, er fiskiveiðaflotinn var að leggja af stað til verstöðu, að eldur kom upp í hvítfiskveiða- bát, er Keystone Fisheries Ltd. átti og sættu þar tveir menn, Einar Hjörleifsson og Allan Sveinsson nokkurum brunasár- um; voru þeir samstundis fluttir á sjúkrahús og munu nú, sem betur fer, búnir að ná sér að mestu. ☆ Mr. Árni Brandson frá Hnausa, Man., var staddur í mánudaginn. borginni á Kvöldvaka Þjóðræknisfélags íslendinga Hér er um að ræða dagskrá, sem útvarpað var á íslandi síðastliðinn vetur; var útvarpið tekið á segulband og sent Þjóð- ræknisfélagi okkar hér. Er hér um að ræða ágæta kórsöngva og úrvalsræðumenn. Þessari dagskrá verður út- varpað frá stöðinni C.K.Y., Winnipeg, á fimtudaginn 18. júní frá kl. 9.30 til 10.30 e. h. (Daylight Saving Time) 8.30 til 9.30 (Standard Time). — Fólk er beðið að athuga tímann og aug- lýsa útvarpið svo að sem allra flestir geti notið þess. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands Gjafir til Befel ELECTORS OF WINNIPEG CENTRE WORK FOR, SUPPORT and ELECT P. W. BROWN Your Social Credit Candidale for "Security with Freedom" YOUR SUPPORT EARNESTLY SOLICITED Mark Your Ballot Thus: Vote 2 and 3 for Emil A. Johnson and P. J. Nuldrew, in order of your choice. COMMITTEE ROOMS — 571 ELLICE AVE. Phone 3-7186 Mr. og Mrs. Halldór Sigurd- son, Winnipeg, $60.00 og 4 vínar- tertur í minningu um Guðmund Pétursson; Vina frá Hnausum, áheit til Betel $25.00; Sveinn Sveinsson, Betel, $2.00; Mr. og Mrs. Albert Sveinsson $10.00 og Mrs. Guðrún Thorsteinson, Victoria,B.C., $10.00 í minningu um bróður okkar, Helga Helga- son, látinn 24. febrúar 1953 í Grand Prairie, Alta; Mrs. Begga Pell Leslie og Rúna Sölvason, Betel, $5.00 fyrir ísrjóma fyrir heimilið; Guðmundur Johnson, Betel, frá Ben Johnson, Victoria, B.C., Ijómandi blóm fyrir heim- ilið á páskunum; Mrs. Lára Burns og Miss Jennie Johnson “Easter Lily” á páskunum; Mr. Gestur Vidal, Hnausa, 12 dúsín af eggjum; R. Tergesen, Gimli, ísrjóma fyrir páskamáltíðina; Eimskipafélag íslands, Ship Agency, New York, 25 íslenzk dagatöl; Flin Flon Icelandic Ladies Auxiliary, skrifpappír, leikspil, stóran böggul af diska- þurkum og handklæðum og mikið af mismunandi tegundum af þvottasápu. Skúli Bachman, Treasurer Framhald af bls. 1 anna hér, Edward B. Lawson, á sinn fund, og ávarpaði Stein- grímur Steinþórsson forsætis- ráðherra sendiherrann og bað hann fyrir hönd ríkisstjórnar íslands bera ríkisstjórn Banda- ríkjanna þakkir fyrir þann hluta af Marshall-aðstoðinni, sem kom- ið hefir í hlut íslands, en mjög miklu af því fé hefir verið varið til stórframkvæmda. Forsætis- ráðherrann þakkaði síðan sendi- herranum persónulega þann mikla og happasæla þátt, sem hann hefði átt í því að skipa málum á þann veg að sem bezt hentaði bæði þeim, sem veittu og nutu fjárhagsaðstoðarinnar. ☆ Fyrir nokkru fór nefnd manna frá Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda til Englands þeirrá erinda að semja við brezka kaup- sýslumanninn Dawson um sölu á ísfiski. Samningar voru undir- ritaðir á sunnudagskvöldið var og samkvæmt upplýsingum nefndarmanna er fiskurinn seld- ur fyrir fast verð og eftir atvik- um eru báðir aðiljar ánægðir með samningana. Ekki er kunn- ugt, hvert verðið er eða hvenær landanir hefjast. ☆ í vor var haldin ráðstefna í Genf á vegum Efnahagsnefndar Evrópu til að ræða möguleika á auknum viðskiptum milli landa í Vestur-Evrópu og Austur- Evrópu. Ríkisstjórn íslands á- kvað að taka þátt í þessari ráð- stefnu aðallega til þess að reyna að koma aftur á viðskiptasam- bandi við Sovétríkin. Fulltrúi íslands á ráðstefnunni, Þórhall- ur Ásgeirsson skrifstofustjóri, ræddi við fulltrúa Sovétríkjanna um sölu á íslenzkum afurðum og kaup á vörum frá Sovétríkjun- um. — 1 framhaldi af þessum viðræðum hafa nú borizt skila- boð fyrir milligöngu sendiráðs Sovétríkjanna í Reykjavík um að verzlunarstofnanir í Sovét- ríkjunum séu reiðubúnar til að hefja samningaviðræður við hlut aðeigandi íslenzka aðilja á þeim grundvelli, sem rætt var um í Genf. Fulltrúar frá hlutaðeig- andi íslenzkum aðiljum fara til Moskvu innan skamms til samn- ingaviðræðna. ☆ Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú birt framboðslista sína í Reykjavík við alþingiskosning- arnar í næsta mánuði. Efstir á lista Alþýðuflokksins eru Har- aldur Guðmundsson alþingis- maður, Gylfi Þ. Gíslason al- þingismaður, Alfred Gíslason læknir og Garðar Jónsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur. Efstu menn á lista Fram- sóknarflokksins eru Rannveig Þorsteinsdóttir alþingismaður, Skeggi Samúelsson járnsmiður, Pálmi Hannesson rektor og Þráinn Valdimarsson forseti Sambands ungra Framsóknar- manna. Fréttir fró Gimli Hið nýja Falcon Cafe var opnað síðastliðinn fimtudag. Það er hið prýðilegasta að öllum frágangi og er ekki eingöngu til sóma eigendunum Mr. & Mrs. Mike Pawlinski, heldur einnig Gimlibæ. Eftir veitingastofunni er langt borð og lágir stólar með fram því fóðraðir með „Plastic". í suðurenda salsins eru stúkur með nýtízku borðum (chrome with arborite tops) og dúnmjúk- um stoppuðum stólum með grænu leðri. Ljósunum er komið mjög haganlega fyrir í opningu í veggjunum upp við loft og kasta þaðan ævintýralegum bjarma um salinn. Aðalveizlu- salurinn er í vesturhluta bygg- ingarinnar, og er sérstaklega smekklegur. Veggirnir eru ljós- bleikir að lit, borðin grá og bláir stólar. Lundúna-háskóli hefir boðið Birni Sigurðssyni lækni að halda fyrirlestra þar við háskólann á næsta háskólaári. Björn er for- stöðumaður Tilraunastöðvar há- skólans i meinafræðum að Keldum. ☆ Á lista Sjálfstæðisflokksins eru þessir efstir Bjarni Bene- diktsson utanríkismálaráðherra, Björn Ólafsson viðskiptamála- ráðherra, Jóhann Hafstein al- þingismaður og Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri. Á lista Þjóðvarnarflokks ís- lands eru þessir efstir: Gils Guð- mundsson ritstjóri, Bergur Sig- urbjörnsson viðskiptafræðingur, Þórhallur Vilmundarson kennari og Magnús Baldvinsson múrari. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra og Vilhjálmur Hjálmars- son alþingismaður skipa efstu sætin á lista Framsóknarmanna í Suður-Múlasýslu, en í Norður- Múlasýslu alþingismennirnir Páll Zophoniasson og Halldór Ásgrímsson. Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni verður í kjöri fyrir Framsóknarmenn í Snæfellsnessýslu. Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins verð- ur í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn á Seyðisfirði, en Ólafur Ólafsson læknir í Snæfellsnessýslu. Efstu menn á lista Sósíalista- flokksins í Skagafirði eru Jó- hannes úr Kötlum rithöfundur MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum ■mnnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 31. maí: Ensk messa kl. 11 árd. undir stjórn Mr. J. Ingjaldson og Mr. Victor Maxon. Sunnudagaskóli kl. 12. Engin kvöldmessa. S. Ólafsson og Haukur Hafstað bóndi í Vík, en í Suður-Múlasýsiu Lúðvík Jósepsson alþingismaður og Al- fred Guðnason sjómaður. I Vest- mannaeyjum verður Karl Guð- jónsson kennari í kjöri fyrir Sósíalistaflokkinn. NEW TRANSPARENT PLASTIC GARDEN HOSE A joy to use, it’s so light! Transparent Vinyl plastic hose— durable, flexible, will not tear or crack! Colours in keeping with the bright outdoors: marine blue, bright amber, fluorescent green. Fitted with two-piece interchangeable solid brass couplings. 25-foot 95 50-foot length '•'v' length Hardware Section, Third Floor. Portage $7.50 <*T. EATON C° LIMITED Islendingar í St. George kjördæmi! Minnist þess þann 8. júní, að Campbellstjórnin er ein sú allra hæfasta stjórn, sem nokkru sinni hefir veitt for- ustu málefnum Manitoba- fylkis og þess vegna ber yður að vinna að kosningu fram- bjóðenda hennar hvar, sem áhrif yðar ná til. Minnist þess einnig, að þér eigið stórhæfum og fram- takssömum þingmanni á að skipa þar, sem Chris. Hall- dorsson er, og þess vegna ber yður að tryggja honum endurkosningu. MERKIÐ KJÖRSEÐILINN ÞANNIG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.