Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 1
66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, '28. MAÍ, 1953 Phone 72-0471 BARNEY S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - OU - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 22 Canada hyllir Elizabethu drottningu í tilefni af krýningu hennar Úr nógu að velja í Winnipeg Centre kjördæm- inu er um þrettán frambjóð- endur að velja við fylkiskosn- ingarnar, sem fara fram þann 8. júní næstkomandi. Liberal- flokkurinn hefir þrjá í kjöri, Jack St. John bæjarfulltrúa, Mrs. Nan Murphy, sem sæti á í skólanefnd, og David Graham heilbrigðisfulltrúa; það er á valdi kjósenda, að tryggja þeim öllum kosningu fylki þeir einhuga um þá liði, sem naumast er ástæða til að efast um. Hennar Hálign Elizabeth drottning og maður hennar hertoginn af Edinburgh Ræðuhöld dr. Becks Samkvæmt frásögn í norsk- ameríska vikublaðinu „Nor- manden“ í Fargo, N. Dakota, hefir dr. Richard Beck ekki setið auðum höndum undanfarið. Segir blaðið fyrst frá ræðum þeim, er hann flutti þ. 1. maí í Lincoln, Nebraska, og þegar hefir verið getið hér í blaðinu, en þvínæsta lýsir blaðið ræðu- höldum hans á þessa leið: Mánudaginn þ. 4. maí flutti hann að sérstökum tilmælum tvo fyrirlestra um norska sagna- skáldið O. E. Rölvaag og skáld- sögur hans um norsk-amerískt landnemalíf fyrir stórum hópum stúdenta í enskudeild ríþishá- skólans í N. Dakota; en föstu- daginn í sömu viku flutti hann aðalræðuna á samkomu, er norska þjóðræknisdeildin í Grand Forks efndi til í minningu um látið félagsfólk, og ræddi hann þar um manndómshugsjón norrænna manna. Þá flutti dr. Beck þrjár ræður í tilefni af þjóðhátíðardegi Norð- manna. Þann 15. maí var hann aðalræðumaður á fjölmennri samkomu þeirra í Simcoe, N. Dakota, og hafði þar að umræðu- efni: „Hugsjónaarfleifð nor- rænna manna“; um sama efni útvarpaði hann á sjálfan þjóð- hátíðardaginn, þ. 17. maí, ræðu frá útvarpsstöð ríkisháskólans í N. Dakota, og þ. 19. maí hafði hann með höndum samkomu- stjórn á þjóðhátíðarsamkomu Norðmanna í Grand Forks og flutti þar ávarp um sögulega þýðingu dagsins og frelsisást norrænna manna. Fréttir fró ríkisútvarpi islands 17. MAÍ Liberalar sigra í Nova Scotia Síðastliðinn þriðjudag fóru fram fylkiskosningar í Nova Scotia og lauk þeim á þann veg, að Liberalar gegnu sigrandi af hólmi; fékk flokkur þeirra 22 þingsæti af 37, íhaldsmenn 13 og C.C.F. 2. Liberalar hafa farið með völd í fylki þessu í tvo áratugi. Að undanförnu hefir verið heldur kalt í veðri hérlendis, norðaustanátt síðustu dagana og í fyrrinótt næturfrost sums stað- ar norðaustanlands og snjó- koma sums staðar. Bjart hefir verið sunnanlands en golan köld. ☆ Ríkisstjórn íslands hefir til- kynnt stjórnarvöldum Banda- ríkjanna að hún telji ekki leng- ur þörf á þeirri efnahagsaðstoð, sem Islendingar hafa notið síð- ustu fimm árin. Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra skýrði frá þessari ákvörðun í útvarpinu í gærkveldi og færði til tvær höfuðástæður. Önnur er sú, að Bandaríkjastjórn hefir nú veitt nægilegt fjármagn til þess að ljúka við stórframkvæmdirnar þrjár, virkjanir Sogs og Laxár og byggingu áburðarverksmiðj- unnar. Hin ástæðan er sú, að dollaratekjur landsins af út- flutningi og öðrum viðskiptum hafa aukizt svo síðustu tvö árin, að þær geta staðið undir inn- flutningi okkar frá Ameríku og öðrum dollaragreiðslum. Ráð- herrann sagði, að Islendingar myndu lengi minnast Marshall- aðstoðarinnar fyrir það, að hún hefði gert þeim kleyft að byggja þrjú stórfyrirtæki, sem samtals kosta 373 miljónir króna og verða um langan aldur ómetan- leg stoð íslenzkum þjóðarbú- skap. Marshall-aðstoðin til Is- lands hefir alls numið 38,500,000 dollurum eða 630 miljónum króna með núverandi gengi. Af þessu eru 29,850,000 dollarar gjöf, 2,3 miljónir dollara lán og 3,5 miljónir dollara skilorðis- bundið framlag. Hér eru ekki meðtaldar fjárveitingar til tækni legrar aðstoðar, en gert er ráð fyrir að þær haldi áfram, þótt önnur efnahagsleg aðstoð hætti. í þessum mánuði var veitt síð- asta framlagið 4,250,000 dollarar í gegnum Greiðslubandaiag Evrópu, sem gerir kleift að taka úr mótviðrissjóði það fé, sem stórframkvæmdirnar skorti til greiðslu á innanlandskostnaði. Ráðherrann þakkaði að lokum fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar þá vináttu og hið mikla örlæti, sem stjórnarvöld Bandaríkjanna og öll bandaríska þjóðin hefir sýnt íslendingum með því að veita þeim þennan ómetanlega stuðning. — . Ráðherrann sagði að-lokum: Þótt nú sé endir bund- inn á efnahagsaðstoðina og hennar sé ekki lengur þörf, er því meiri þörf fyrir gagnkvæma efnahagssamvinnu, sem miðar að því að auðvelda viðskiptin milli landanna. — Ég hef þá trú, að þau vandamál framtíðarinnar verði leyst í samvinnu við Banda ríkin í þeim anda velvildar og víðsýnis, sem einkennt hefir Marshall-aðstoðina. í tilefni þess, að efnahagsað- stoðinni er nú lokið kvaddi ríkis- stjórnin sendiherra Bandaríkj- Framhald á bls. 8 Fellibylur veldur geisitjóni í lok fyrri viku skall fellibylur yfir bæinn Sarnia í Ontario- fylkinu, er kom hart niður á þessum fallega verksmiðjubæ. Fimm manns týndu lífi í þessu einsdæma fárviðri, en eignatjón er metið á fjórðu miljón dollara; mælt er að bæjarstjórnin hafi ákveðið að leita til sambands- stjórnar um fjárstuðning. Jack St. John hefir fimm sinnum verið kosinn í bæjar- stjórn í 2. kjördeild og jafnan hlotið mest atkvæðamagn þeirra, er í kjöri voru í það og það skiptið; hann er maður hag- sýnn, sem rasar eigi fyrir ráð fram og hann er efni í ágætan ráðherra, en einmitt slíka menn þarf Winnipegborg að eiga á þingi. Jack St. John á að vera kos- inn og þarf að vera kosinn á þing vegna framfaramála borg- arinnar og þess vegna ber öllum LiberÖlum í kjördæminu að greiða honum forgangsatkvæði. Nan Murphy er áhugasöm kona um mannfélagsmál og hefir getið sér góðan orðstír í skólanefnd og myndi vafalaust sóma sér vel á þingi. David Graham heilbrigðisfull- trúi hefir gegnt mörgum trúnað- arstörfum innan vébanda Liberal flokksins og er maður, sem ógjarna lætur sinn hlut; hann er maður óhvikull í skoðunum og býr yfir ríkum framsóknarhug. ^ í áminstu kjördæmi leita tveir íslendingar kosningar á fylkis- þing, þeir Gísli S. Borgford af hálfu C.C.F.-sinna og Emil Johnson fyrir hönd Social Credit fylkingarinnar. Leitar kosningar til þings Joseph Stepnuk leitar kosn- ingar til fylkisþings í Winnipeg Centre kjördæminu undir merkj- um Progressive Conservative flokksins. Mr. Stepnuk hefir setið átta ár í bæjarstjórninni í Winnipeg og er því gagnkunn- ugur hag bæjarbúa; hann er málafylgjumaður mikill, sem ekki lætur sér alt fyrir brjósti brenna. Mr. Stepnuk er fæddur í Win- nipeg 1898. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og er með- limur í fjölda mikilvægra fé- laga í þessari borg; þetta er í fyrsta skiptið, sem hann býður sig fram til þingmensku. W. L. Palk H. E. Sellers Þessir tveir menn hafa með höndum forustu um 8 miljón dollara fjársöfnun til viðbygginga við Almenna sjúkrahúsið hér í borg og barnaspítalann; hér er um slíkt velferðarmál að ræða, að allir verða að leggjast á eitt um framkvæmd þess. Frú Aðalbjörg Brandson — Séra Sigurður Ólafsson Á föstudaginn 8. maí heimsóttu þeir séra Valdimar J. Eylands, forseti Kirkjufélagsins, og séra Sigurður Ólafs- son, formaður Betelnefndar, Mrs. B. J. Brandson að heimili dóttur hennar, Mrs. Stewart Chevrier, 156 River Oaks Drive hér í borginni, og afhentu henni skrautritað þakkar- ávarp*frá kirkjufélaginu og Betelnefnd; var skjalið undir- ritað af framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins og stjórnar- nefnd Betel. Ávarpið er á þessa leið: „Frú Aðalbjörg Brandson: Með skírteini þessu viljum vér votta yður virðingu vora og innilegar þakkir fyrir frábært starf yðar í þágu Elli- heimilisins Betel á Gimli, sem forstöðukona stjórnar- nefndar þess, og fyrir margra ára kærleiksþjónustu sem þér veittuð málstað Heimilisins við hlið manns yðar, dr. B. J. Brandsonar, M.D., LL.D. Guð blessi yður, og gefi að fagurt fordæmi ykkar hjóna megi verða þeim sem nú og síðar vinna að heill Heimilisins hvöt til eftirbreytni." Myndin hér að ofan var tekin, er séra Sigurður afhenti Mrs. Brandson skjalið. Kærkominn menntamaður Á fimtudaginn í fyrri viku kom hingað til borgar Helgi Elíasson fræðslumálastjóri Is- lands, en hann hafði eins og kunnugt er dvalið í Bandaríkj- unum síðan í byrjun febrúar- mánaðar sem gestur utanríkis- ráðuneytisins. Helgi er fæddur 18. marz 1904 í Hörgsdal á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu; foreldrar: Elías yfirkennari við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík og Pálína Elías- dóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Helgi lauk kennara- prófi 1935, en stundaði síðan framhaldsnám við kennaraskóla íslenzkt námsfólk brautskróð fró Manitobahóskóla Auk þeirra 20 nemenda, er luku prófi við Manitobaháskóla í vor og sagt var frá í síðasta Lögbergi; hefir blaðinu borizt nöfn þessara: Bachelor of Laws: Harold Alexander Huppe — Honors. Islenzkur í móðurætt, dóttursonur Ágústar Vopna. Docior of Medicine: Raymond Johnson, B.A. (Sask.) — Honors. Bachelor of Science in Engineering (Civil): John Edward Spring. Bachelor of Science (Pharmacy): Eyfi Oliver Walterson. Bachelor of Science (Home Economics): Ruth Lillian Johnson Claire Louise Vopni. Helgi Elíasson fræðslumálasijóri á Jótlandi auk tveggja missera náms við háskólann í Hamborg. Hann gaf sig um hríð við kenslustörfum í Reykjavík, var settur fræðslumálastjóri um nokkurt skei^, en var skipaður í það embætti 1944. Helgi á sæti í stjórn Blindra- vinafélags íslands, vann að út- gáfu landkortabókar fyrir barna- og unglingaskóla og Ríkisútgáfu námsbóka; hann er kvæntur Hólmfríði Davíðsdóttur kaup- manns Kristjánssonar í Reykja- vík. Viðdvöl Helga hér í borg varð styttri en almenningur hefði kosið því hann hvarf héðan á sunnudaginn; á laugardags- kvöldið gekst, framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins fyrir samkomu í Fyrstu lútersku kirkju þar sem Helgi flutti harla fróðlegt erindi um þróun fræðslu málanna á Islandi síðan 1907, auk þess sem hann sýndi margt fagurra mynda af íslandi. Dr. Valdimar J. Eylands stýrði sam- komunni, en prófessor Finnbogi Guðmundsson kynti hinn góða gest. Að loknu erindi fræðslumála- stjóra var samkomugestum boðið upp á kaffi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.