Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 5
s ^tfyytvytyyfftttfff ÁmjCAMAL LVCNNA lf \ \ / Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON 75 ÁRA AFMÆLI MIKLEYJARSAFNAÐAR Á sunnudaginn 24. maí síðastl. var haldið upp á 75 ára afmæli Mikleyjarsafnaðar; söfnuðurinn er þó í raun og veru 76 ára, því hann var einn af þeim 8 söfnuð- um, sem stofnaðir voru í Nýja- íslandi árið 1877 og er, að minsta kosti, helmingur þeirra enn við lýði. Ekki er mér kunnugt um, hvort hinir söfnuðurnir mint- ust afmælis síns síðastliðið ár, en í tilefni afmælishátíðar ofan- greinds safnaðar langar mig til að rekja 1 stórum dráttum sögu hans, en hún tvinnast saman við sögu hinna safnaðanna, því þeg- ar dró til stór-viðburða innan vestur-íslenzkrar kirkju, gætti áhrifa þeirra í Mikley engu síður en í hinum íslenzku byggðar- lögunum. Eins og kunnugt er hófst land- nám Nýja-íslands á Gimli haustið 1875, en það var ekki fyrr en um vorið 1876 að íslend- ingar námu lönd norður með strandlengjunni, við Fljótið og í Mikley. Mun það ekki sízt hafa laðað fólk til eyjarinnar, að þar var þá rekin sögunarmylla af mönnum frá Selkirk, og hafa Is- lendingar ef til vill búist við að geta fengið atvinnu við mylluna og borðvið til húsabygginga; ennfremur voru þaðan allgóðar samgöngur við Selkirk vegna timburflutninga; þar voru og fiskimið góð. Þetta sumar fluttust tveir stór- hópar frá íslandi til Nýja- íslands; barst sú fregn séra Páli Þorlákssyni til eyrna, en hann starfaði þá hjá Norsku synód- unni í Bandaríkjunum; hafði hann og heyrt um þær hörm- ungar, er innflytjendurnir höfðu liðið fyrsta veturinn — skyr- bjúgsveturinn. Hann var manna hjálpfúsastur í garð íslenzkra vesturfara og gerði sér ferð norður til landa sinna í Nýja- íslandi í lok ágústmánaðar 1876; var hann fyrsti presturinn, er þangað kom; messaði hann þar og framkvæmdi mörg prests- verk. Hinir íslenzku frumherjar voru sterktrúaðir menn margir hverjir, enda munu hinir miklu erfiðleikar og djúpu sorgir þeirra hafa orðið til þess að þeir leit- uðu styrktar og varðveizlu æðri máttar; þeir munu því hafa fagnað komu hins sterka, hlýja og einlæga unga manns, og þeg- ar hann bauð þeim að gerast prestur þeirra, munu þeir hafa tekið því fegins hendi og fjöld- inn allur lofast til að ganga í söfnuð hans þegar til þess kæmi. Ekki er mér kunnugt um, hvort hann heimsótti Mikley í þetta skipti, en ekki er það ólíklegt, því þar var að myndast allstór byggð þetta ár og víst er um það, að þar átti hann fylgjendur nokkura, þegar í odda slóst seinna milli hans og séra Jóns Bjarnasonar. En dvöl hans í nýlendunni var ekki löng þetta haust. í lok septmber þetta ár, 1876, bar skæðan vágest að garði, en það var bóluveikin. Barst veikin til Mikleyjar um veturinn og er talið að 30 manns hafi látist úr henni; hvíla þeir á Kirkjubóli, suður á eyjunni. Mun láta nærri að fimmti hver maður hafi dáið, eftir voru aðeins 115 manns á eynni. Nýja-ísland var sett í sóttkví í nóvember 1876 og vörðurinn ekki hafinn fyrr en í júlí 1877. En þrátt fyrir hinn mikla mannskaða og óumræðilega erfiðleika, er af samgöngutepp- unni stafaði, bilaði ekki kjarkur landnemanna, þvert á móti var eins og þeir, sem enn stóðu uppi, efldust í framsókn sinni, þótt þeir væru einangraðir. Upp úr nýári 1877 var farið að ræða mikið um stjórnarfyrirkomulag í Nýja-íslandi og í febrúarmán- uði var stofnað hið fræga ís- lenzka „ríki“ innan ríkisins. Var sveitmni skipt í fjórar byggðir: Víðines-, Árnes-, Fljóts- og Mikleyjarbyggð, samin lög fyrir sveitina og kosin framkvæmdar- stjórn. Ennfremur var hafist handa í byrjun ársins að safna í sjóð í því augnamiði að gefa út íslenzkt blað og hljóp það af stokkunum að Lundi í Fljóts- byggð um haustið 10. september 1877. Víkur nú aftur sögunni að kirkjumálunum. Eftir að séra Páll fór úr nýlendunni haustið 1876 fóru menn að velta fyrir sér tilboði hans. Þótt þeim félli vel við hann persónulega, urðu margir þeirrar skoðunar að var- hugavert væri að taka tilboði hans vegna þess, að hann væri á vegum Norsku synódunnar, en hún var talin fylgja þröngri bók- stafstrú; ennfremur vildu þeir, að íslendingar mynduðu kirkju- félag út af fyrir sig, sem væri óháð öðrum kirkjufélögum þessa lands. Vildu þessir menn senda séra Jóni Bjarnasyni köllunar- bréf, en hann átti þá heima í Minneapolis. Voru fundir haldn- ir um vorið 1877 í öllum byggð- unum til að ræða þessi mál og skiptust menn í tvo andstæða flokka: Páls-menn og Jóns- menn, og hófust þannig fyrstu trúmáladeilurnar meðal Vestur- Islendinga — í Mikley sem og annars staðar. í júlí þetta ár, eftir að sótt- kvíin var afnumin, brá séra Jón sér snögga ferð til Nýja-lslands, og ákvað þá að yfirgefa þau þægilegu kjör, er hann átti þá við að búa, og gerast sálusorgari hinna þjáðu landa sinna í frum- byggðinni; fanst honum það helg köllun sín. Fylgjendur hans mynduðu fimm söfnuði þetta ár, 1877: Mikleyjar-, Bræðra-, Breiðuvíkur-, Bæjar- og Stein- kirkjusöfnuði, og sendu þeir séra Jóni köllunarbréf í september. Mynduðu þessir söfnuðir félag, er nefndist: Hið lúterska kirkju- félag Islendinga í Vesturheimi. Hinn 19. október sama haust kom séra Páll aftur til Nýja- Islands samkvænjt áskorun, sem hann fékk frá 120 heimilisfeðr- um í nýlendunni; mynduðu fylgjendur hans einnig söfnuði: Vídalíns-, Hallgríms- og Guð- brandssöfnuði, en þeirra kirkju- félag var nefnt: Hinn íslenzki lúterski söfnuður í Nýja-lslandi. Tuttugu dögum seinna, 19. okt. 1877, kom svo séra Jón, og var frú Lára hans tryggi föru- nautur með honum. Séra Rún- ólfur Marteinsson lýsir glöggt hinni fyrstu prédikunarferð séra Jóns um vegleysur Nýja-íslands, í Minningarriti um séra Jón; fóru þau gangandi — því aldrei eignaðist séra Jón hest — norð- ur að Fljóti og þaðan til Mikl- eyjar. Vatnið var nýlagt og hættulegt yfirferðar, en ekkert gat aftrað þessum sterktrúuðu hjónum frá því að sinna köllun sinni. Þau heimsóttu eyjarbúa og séra Jón hélt guðsþjónustu, sem 50 manns sóttu; vandaði hann um við eyjarbúa út af sið- ferðisástandi þeirra. Úr þessu mun þó hafa verið bætt næsta vetur því þá heimsótti séra Páll eyjarbúa og vígði saman fern hjónaefni í einu. Mikleyingar urðu fyrstir manna í Nýja-íslandi til að reyna að koma sér upp kirkju; í þeim til- gangi felldu þeir tré um haustið LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JJNÍ, 1953 Á íslandi og Indlandi lifa þjóðsögur um hvítu kýrnor 1878, en myllueigendurnir reynd ust þeim illa og tóku með valdi 200 viðarbjálka, sem ætlaðir voru til kirkjunnar. Olli þetta mikilli óánægju sem von var. Hinar skiptu trúmálaskoðanir prestanna og kirkjufélaga þeirra skapaði ríg milli manna um alla nýlenduna. Framfari snerist á sveif með Jóns-mönnum. Voru haldnir trúmála samtalsfundir í marzmánuði 1878 og aftur í sama mánuði 1879 til að reyna að skýra og jafna ágreinings- málin. Sóttu menn úr öllum byggðunum fundina og stóð hvor þeirra yfir í tvo daga, en allt kom fyrir ekki. Þessar deil- ur bættust ofan á alla aðra erfið- leika. Nú var og mikið farið að bera á óánægju með val þessa nýlendusvæðis og var séra Páll því fremur fylgjandi að menn leituðu sér betri landkosta. Hann flutti alfarinn úr nýlend- unni um vorið 1879 og valdi ný- lendusvæði í Dakota. Þangað flutti fjöldi manns úr Nýja- íslandi, og einnig til Argyle. Um þetta leyti kom og stórflóð, sem éyddi ökrum og skemmdi hús bænda, og varð nú svo mikill útflutningur, að nærri lét að ný- lendan legðist í eyði. Árið 1877 ,voru 26 búendur í Mikley, en eftir að útflutningn- um lauk, voru þar aðeins 8 eða 10 fjölskyldur. Séra Jón tilkynnti söfnuðum sínum um haustið 1879, að hann færi til íslands snemma næsta ár, og skildu þau hjónin við ný- lenduna í marz 1880; var síðasta prestsverk séra Jóns að vígja eftirmann sinn séra Halldór Briem til prests. Hér lýkur fyrsta þætti í kirkju sögu Mikleyjar og Nýja-íslands. Báðir prestarnir, sem komu við sögu, voru drengskaparmenn og báðir til foringja fæddir, en þeir báru ekki gæfu til að vinna saman í einingu andans og bandi friðarins, og nýlendan naut ekki hæfileika þeirra og leiðsagnar, nema á örstuttu tímabili. * —FRAMHALD Um íslenzku- kennslu barna s.l. vetur Eins og skýrt var frá á síðasta þjóðræknisþingi, var sú nýjung tekin upp, að íslenzkukennsla barna í Winnipeg fór í vetur fram á sunnudögum í stað laug- ardaga áður. Var kennt í báðum íslenzku kirkjunum og kennslan höfð á uryian sunnudagaskólan- um, þannig að börnin fóru beint úr íslenzkunáminu í sunnudaga- skólann. Er hér um fyrirkomulag að ræða, er taka ætti upp sem víð- ast, því að með þessu móti fá börnin það í einni ferð, sem áður tók þau tvær. Þátttaka var allgóð (samtals 60—70 börn, þegar bezt lét) og árangur eftir vonum, þó að byrjað væri í seinna lagi og við ýmsa erfiðieika að etja. Umsjón með kennslunni hafði að þessu sinni Finnbogi Guð- mundsson, en kennarar voru: Vilborg Eyjólfsson, Emma Sig- urðsson, Joleen Helgason, Caro- lína Gunarsson, Stefanía Eyford, Rósa Björnsson, Guðrún Palmer og Valdimar Lárusson. Miðvikudagskvöldið 20. maí höfðu kennararnir dálitla skemmtun fyrir börn þau, er sótt höfðu íslenzkunámið um vetur- inn. Voru skemmtiatriði þessi: 1. Ávarp: Finnbogi Guðmundsson <2. Sagan af henni Gilitrutt: — Valdimar Lárusson sagði. 3. íslenzk lög sungin: Svava Júlíus og Björn Sigurbjörnsson 4. Bernskuminningar frá Nýja- íslandi: Lára Sigurðsson 5. Litmyndir frá íslandi: Áskell Löve sýndi 6. Veitingar. Virtust börnin skemmta sér vel og fara ánægð heim af þess- um fundi. Standa vonir til, að svipuðu starfi verði haldið áfram næsta vetur. Hvítar kýr eru sjaldgæfar á íslandi, enda hefir ekki verið lögð sérstök rækt við þann stofn hér á landi. Það er því sjaldgæft að á einum bæ í Borgarfirði, skuli vera til fjórar hvítar kýr, og þykja þær þar hinir mestu kostagripir, auk þess, sem þær eru jafnan í sérstöku uppáhaldi heimilisfólksins, ekki sízt unga fólksins. Hvítar kýr og sægráar eiga sér annars merkilega sögu í þjóðtrú íslendinga, því þjóðsögurnar segja að þær séu gjöf til lands- manna frá huldufólkí. 1 Eyja- firði er til ákveðin saga um til- komu sægráu kúnna, sem þar er nokkuð um. Eiga þær að vera komnar út af kúm, sem huldufólk lét á land á Höfða við Grenivík við Eyja- fjörð. Svipuð er þjóðtrúin um tilkomu hvítu kúnna. En ísland er þó ekki eina land- ið í heiminum, þar sem sögur og sagnir lifa um hvítar kýr. Hvergi Mæt kona látin Mrs. George G. Breckman Á fimtudaginn þann 14. maí síðastliðinn lézt í Fort William Mrs. George G. Breckman 47 ára að aldri, mæt kona, sem tók mikinn og góðan þátt í fé- lagsmálum bygðarlags síns; hún hafði átt við þriggja mánaða heilsubilun að stríða; foreldrar hennar voru Mr. og Mrs. Wellington Armstrong. Hin látna giftist eftirlifandi manni sínum Georgé G. Breck- man 6. ágúst 1928, en hann er sonur Guðmundar K. Breckman forstjóra að Lundar, sem látinn er fyrir allmörgum árum og eftir lifandi ekkju hans, frú Jakobínu Breckman, sem búsett er í Win- nipeg; auk manns síns lætur hin látna eftir sig tvær dætur, Lois (Mrs. Agnes MacLeod), 383 Mary Street, og Marilyn í heima- húsum. Útförin fór fram á laugardag- inn þann 16. maí. Rev. K. G. MacMillan jarðsöng. Mr. George G. Breckman er bókhaldari hjá útgáfufélaginu The Fort William Daily Times— Journal, Fort William, Ont. njóta þær þó jafnmikillar virð- ingar og austur í Indlandi, þar sem allar kýr eru meira og minna helgir gripir, en þó sér- stök helgi á hvítu kúnum. Þegar þær eru á ferð á þjóðleiðum um borgir og byggðir, víkja allir sanntrúaðir Hindúar úr vegi fyrir þeim. Hér á landi hefir ekki verið lögð sérstök rækt við þennan kúastofn, sem þjóðtrúin segir að kominn sé frá huldufólki, en er Jíklega af noi;sku. fjallakyni. Hefir sú hætta þótí á, að þær fengju sólsting, þar sem litarefni eru lítil til fyrirstöðu í húðinni. Vitanlega kemur þetta þó ör- sjaldan að sök. — í Norður-Svíþjóð ér frægt kyn hvítra kúa. Kalla Svíar þær fjallakynið og eiga þær sér langa sögu þar í landi. Hætta á sólsting er þar ekki mikil, því beitarhag- ar þeirra eru undir skuggsælum krónum trjánna. -TÍMINN, 6. maí Ársþing Hins Ev. Lúterska Kirkjuféiags Hið 69. ársþing Hins Ev. Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í kirkju Hallgrímssafnaðar (Calvary Church) í Seattle, Washington, dagana 24.—27. júní n. k., og hefst með guðsþjónustu og altarisgöngu, kl. 2 e. h. á miðvikudaginn, 24. júní. Að kvöldi sama dags verður Virgil Anderson, cand. theol. vígður sem trúboðsprestur kirkjufélagsins. Á fimmtudaginn, síðdegis, flytur Dr. L. H. Steinhoff, fulltrúi United Lutheran Church in America, erindi. Fimmtudagskvöldið verður æskulýðskvöld þingsins; flytja þá erindi þeir séra Egill H. Fáfnis, séra Haraldur S. Sigmar og Virgil Anderson. Á föstudagskvöldið verður sérstök hátíðarsamkoma, með söng og ræðum. Aðalræðuna flytur væntanlega Dr. Rúnólfur Marteinsson; aðrir taka einnig til máls. Þingfundir hefjast kl. 9 að morgni alla þingdagana; gert er ráð fyrir að þingstörfum verði lokið um hádegi á laugardag. Söfnuðum kirkjufélagsins ber að lögum, að senda full- trúa á kirkjuþing. Winnipeg, 1. júní 1953 VALDIMAR J. EYLANDS Forseti HAROLD S. SIGMAR Skrifari Winnipeg Centre VOTE LiBERAL Maintain Prosperity Mother — Housewife. Dependable — Experienced. Community Worker. School Trustee. SUPPORT LIBERAL CANDIDATES IN YOUR CONSTITUENCY MURPH' i, NAN | 11 □ Published by Nan Murphy Election Committee. en' ,(&' Jo'wwna ''d The pageantry of the procession from Buckingham Palace, the ceremony in Westminster Abbey where the Archbishop of Canterbury anoints the Queen and places the St. Edward’s Crown upon her head—all these things are part of the tradition and heritage shared by all the British Commonwealth of Nations. The people of Winnipeg join with the rest of Canada and other members of the Commonwealth in paying tribute to Her Majesty Queen Elizabeth on this historic occasion.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.