Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 1
66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. JJNf, 1953 NÚMER 23
Loks um hópferðina til íslands
Hljótt hefur verið alllengi um
hópferðina til íslands, svo að
einhverjir munu farnir að halda,
að ekkert verði af henni. En svo
er þó ekki, því að ákveðið er, að
38 Vestur-íslendingar fljúgi
saman mánudagskvöldið 8. júní
með Loftleiðum frá New York
til Reykjavíkur. Var það til
bragðs tekið að snúa ferðinni þá
leiðina, þegar sýnt þótti, að hún
mundi ekki takast beint frá
Winnipeg. Hafa fáeinir bætzt við
síðan sú ákvörðun var tekin, svo
að úr er orðinn dágóður hópur.
Af þessum 38 munu 28 fara
fljúgandi frá Winnipeg til New
York sunnudaginn 7. júní.
Dvalizt verður á íslandi 7
vikna tíma, svo sem upphaflega
var ráð fyrir gert, og menn því
væntanlegir heim aftur í júlílok.
Verður nú birt skrá um þá,
sem fara, og sagt, hvaðan þeir
eru:
Winnipeg
Aðalbjörg Helgason
Jóhanna Jónasson
Lovísa Bergman
Rósa Jóhannsson
Lýkur
embættisprófi
Geslur Kristjánsson
Við háskólaprófin í Manitoba,
sem nýverið eru um garð gengin,
lauk embættisprófi í læknis-
fræði með fyrstu einkunn
Gestur Kristjánsson; hann er
sonur Lúðvíks Kristjánssonar
skálds og frú Gestnýjar Krist-
jánsson.
Lýkur
embættisprófi
John Donald Thordarson
Við nýlega afstaðin vorpróf
Manitobaháskólans lauk em-
bætttisprófi í læknisfræði með
fyrstu einkunn John Donald
Thordarson; hann er sonur Johns
Thordarsonar forstjóra og frú
Auroru Thordarson.
Rósbjörg Jónasson
Sigrún Thorgrímsson
Sigrún A. Thorgrímsson
Sigríður Bjerring
Þorbjörg Sigurðsson
Steini Jakobsson
Finnbogi Guðmundsson
Árborg, Man.
Aðalbjörg Sigvaldason
Emma v. Renesse
Guðrún Magnússon
Riverton. Man.
Columbine Baldvinsson
Lundar, Man.
Guðrún Eyjólfsson
Guðrún Sigfússon
Eriksdale, Man.
Guðrún og Ólafur Hallsson
Hayland, Man.
Sigríður og Gísli Emilsson
Baldur, Man.
Halldóra Pétursson
Glenboro, Man.
Helga S. Johnson
Leslie, Sask.
Oscar Gíslason
Elfros. Sask.
Rósmundur Árnason
Warman, Sask.
Egill Johnson
Markerville, Alberta
Rósa Benediktsson
Vancouver, B.C.
Anna Matthieson
Hensel, N. Dakota
William Sigurðsson
Ingibjörg Soards
Mountain, N. Dakota
Haraldur Ólafsson
Cavalier, N. Dakota
Sophia Bernhoft
Santa Monica, Calif.
Wilhelm Bernhoft
Seattle, Washington
Anna Scheving
Sigrid Scheving
Point Roberts, Washington
Ásta og Jóhann Norman
Wheatland, Wyoming
Maggie Needham.
Krýningarhótíðin
Kalsaveður var í London á
þriðjudaginn, er krýning Elíza-
betar drottningar fór fram og
stundum gerði helliskúrir; en
veðrið sýndist engin minstu
áhrif hafa haft á þær miljónir
manna, kvenna og barna, er í
hátíðahöldunum tóku þátt, því
geisilegur mannf jöldi hafði beðið
á strætum og gangstéttum eftir
þeim tíma, er drottningin og
fylgdarlið hennar kæmi út úr
Buckingham Palace á leið til
Westminster Abbey, en á þeim
fornfræga stað var drottningin
krýnd; stjórnaði þeirri athöfn
erkibiskupinn af Kantaraborg á-
samt öðrum kirkjuhöfðingjum;
krýningarathöfninni var út-
varpað vítt um heim og seinna
um daginn flutti Hennar hátign
þegnum sínum fagurt og drengi-
legt útvarpserindi.
I höfuðborgum allra hinna
brezku samveldiSþjóða og víða
annars staðar, var einnig mikið
um dýrðir, svo sem í Ottawa og
Winnipeg.
Meiri mannfjöldi var við-
staddur krýningu Elízabetar
drottningar, en dæmi voru áður
til um aðrar hliðstæðar hátíðir.
Lýkur prófi
í iögfræði
Leifur Júlíus Hallgrímsson
Þessi ungi maður, Leifur
Júlíus Hallgrímsson, lauk við
nýafstaðin háskólapróf embættis
prófi í lögum með fyrstu ágætis
einkunn og hlaut auk þess náms-
verðlaun; hann er sonur T. L.
Hallgrímssonar fiskkaupmanns
og frú Elínborgar Hallgrímsson.
Lýkur prófi
í lögfræði
....
Gunnar Eggertson
Við nýafstaðin vorpróf við
Manitobaháskólann, lauk Gunn-
ar Eggertson embættisprófi í
lögum með hárri fyrstu einkunn;
hann er sonur Árna heitins
Eggertssonar fasteignakaup-
manns og seinni konu hans frú
Þóreyjar Eggertsson.
Ræða, sem veldur
ógreiningi
Senator Robert A. Taft flutti
í fyrri viku ræðu í Cincinati,
Ohio, um stefnu Bandaríkjanna
í utanríkismálunum, sem valdið
hefir alvarlegum ágreiningi
innan vébanda Republicana-
flokksins vegna þess hve hún
braut í bága við yfirlýsta skoð-
un Eisenhowers forseta í þeim
efnum. Senator Taft er fram-
sögumaður Republicana í þing-
deild sinni, og mætti því ætla,
að hann yrði nokkru varkárari
í orði, en raun ber vitni um;
ræða hans var hvorki meira né
minna en blákalt vantraust á
hendur sameinuðu þjóðunum
vegna Kóreumálanna.
„Eins og nú horfir við,“ sagði
Senator Taft, „liggur beinast
fyrir að við reynum sjálfir að
komast að samningum um
vopnahlé í Kóreu; en í því falli
að okkur mistakist, er ekki um
annað að ræða, en láta Englend-
inga og aðra aðilja sameinuðu
þjóðanna vita, að frekari sam-
komulagstilraunir af okkar hálfu
séu tilgangslausar og við viljum
hafa óbundnar hendur varðandi
afstöðu okkar til hinna ýmsu
Austurlandaþjóða, sem við þurf-
um að eiga mök við.“
Senator Taft er enn auðsjáan-
lega þungt haldinn af sömu
einangrunarsýkinni, sem ein-
kent hefir jafnan hinn langa
stjórnmálaferil hans.
Vestur-fslendingur opnar
mólverkasýningu
Sigrasf ó
erfiðleikum
Um síðustu helgi lánaðist
b r e z k u m leiðangursmönum,
þrátt fyrir hættur og margs
konar erfiðleika að ná hátindi
Everettsfjalls, sem er hæzta
fjall í heimi, og er það í fyrsta
skiptið, sem dauðlegir menn hafa
stigið þar fæti; margar tilraunir
hafa áður verið gerðar til að ná
þessu marki, er allar fóru út
um þúfur; nánari fregnir verða
ekki fáanlegar fyr en leiðangurs-
menn koma til mannabygða, sem
búist er við að verði innan tólf
til fjórtán daga.
Fregnin vakti geisifögnuð í
London og samdi Elízabet
drottning þegar heillaóskaskeyti
til leiðangursmanna.
Ungmenni fermd í Selkirk-
söínuði á Hvítasunnudag:
Ingveldur Mae Henry
Beverley Joan Fiebelkorn
Marín Mae Einarson
Margaret Anne Einarson
James Edward Oliver
Wilbert Malcolm Sopher
Leonard Dehu
Thorbergur Gerald Jones
Robert Thor 'Walterson
Garry Martin Ingimundarson
Thomas Thorsteinn Oliver.
☆ i
í fyrri viku voru stödd hér í
borginni Mr. og Mrs. A. J.
Trommberg frá Hay River,
North West Territories; þau
komu hingað flugleiðis og heim-
sóttu ættingja og vini hér um
slóðir. Mrs. Trommberg er dóttir
Guðlaugs Sigurðssonar á Lund-
ar. Mr. Trommberg er sænskur
í föðurætt, en fæddur og upp-
alinn í Vestmannaeyjum; hann
skipar ábyrgðarmikla stöðu fyrir
sambandsstjórn að Hay River.
☆
Graduates of Icelandic extrac-
tion at the University of Saskat-
chewan, May 8th, 1953: Bachelor
of Arts, Mildred Gudmundson,
Mozart; Bachelor of Commerce,
Geraldine Janet Steinson, Saska-
toon; Bachelor of Science in
Agriculture, Kenneth Leo Mel-
sted, Wynyard; Master of Sc. in
Agriculture, Conrad Gislason,
B.S.A., Leslie (Nov:. 1952).
☆
All delegates going to the an-
nual convention of the Lutheran
Women’s League at Riverton,
June 12, 13 and 14, and wishing
to travel by bus, please note:
An extra bus will leave the
Winnipeg Bus D e p o t Friday
morning, June 12, at 10 o’clock,
Standard Time—11 o’clock Day-
light Saving Time.
It will stop at Selkirk, Husa-
vick, Gimli and Arnes a little
earlier than scheduled time be-
cause of no other stops.
The return fare from Winni-
peg $3.75, from Selkirk $2.80, and
from Gimli $1.15.
Please be at the bus depot
early and buy tickets before
boarding the bus.
☆
Páll S. Pálsson skáld og frú
frá Gimli voru stödd í borginni
á mánudaginn.
☆
Guttormur J. Guttormsson
skáld og frú Jensína komu til
borgarinnar í fyrri viku; sat frú
Jensína endurfund fermingar-
systkina sinna við kveldverð á
Fort Garry hótelinu; voru þar
samankomin níu fermingarbörn
séra Jóns Bjarnasonar frá 1898.
Ennfremur sátu þau hjónin mót
Daníelsson systkinanna, er hald-
ið var á heimili Mr. og Mrs. W.
Kristjánson, 499 Camden Place.
1 dag opnar ung kona sjálf-
stæða málverkasýningun í
Listvinasalnum. Þessi ungi
listmálari, sem hér sýnir í
fyrsta sinni sjálfstætt, er frú
Gail Magnússon.
Af íslenzku bergi brolin
Gail er 24 ára, fædd í Banda-
ríkjunum, en er af íslenzku
bergi brotin þar í báðar ættir.
Hún er gift Braga Magnússyni
skólastjóra að Jaðri og kom
hingað til lands með manni
sínum fyrir þremur árum.
* Þegar blaðamaður frá Tíman-
um hitti þau hjónin í Listvina-
salnum í gær var frúin búin að
í tilefni krýningarinnar fóru
fram hátíðahöld í skólum borg-
armnar á mánudaginn; flutti
W. J. Lindal, dómari, aðalræðuna
á hátíð Daniel Mclntyre mið-
skólans.
☆
Á föstudaginn 29. maí fór fram
fjölmenn og vegleg hjónavígsla
að heimili Mrs. W. Finney, við
Bay End, P.O., vestan Manitoba-
vatns. Voru þá gefin saman þau
Þórdís Friðfinna Finney, dóttir
þeirra Wilhelms og Guðnýjar
Finney, og Kristján Jónasson,
sonur Björns og Kristjönu Jónas-
son að Silver Bay. Að afstaðinni
hjónavígslunni fór fram veizla
fyrir byggðarfólk í samkomu-
húsi sveitarinnar. Dr. Valdimar
J. Eylands framkvæmdi hjóna-
vígsluathöfnina, og skírði um
leið fjórtán börn. Ungu hjónin
lögðu síðan af stað í skemmti-
ferð vestur að Kyrrahafi. Fram-
tíðarheimili þeirra verður við
Silver Bay.
☆
Kvenfélag Sambandssafnaðar
heldur Spring Tea í samkomusal
kirkjunnar á Laugardaginn 6.
júní; þar verður til sölu úrvals
heimatilbúinn matur, og þar
verður einnig fyrir að finna
Parcel Post Table með dular-
fullum pökkum á; pakkinn selst
á 25 cents. Kaffi og te verður á
boðstólum frá kl. 2—5.30 e. h.
☆
Mr. Sigurður Sigurðsson frá
Lundar kom til borgarinnar í
stutta heimsókn síðastliðinn
mánudag.
☆
A meeting of the Jon Sigurd-
son Chapter, I.O.D.E., will be
held at the home of Mrs. A.
Fischer, 659 Simcoe St., at 8.00
o’clock on Friday evening, June
5th.
☆
Gefin saman í hjónaband 'í
Selkirk Man., þann 23. maí,
Edward Charles Chudd, Gimli,,
Man., og Elsie Effie Franksr
sama stað. Við giftinguna að-
stoðuðu: Miss Alda Ingibjörg
Narfason og Mr. Jack Thorkel-
son. Séra Sigurður Ólafsson
gifti.
Fró Kóreu
Kommúnistar hófu snarpa
sókn í lok fyrri viku á mið- og
austurvígstöðvunum og unnu
nokkuð á, að því er nýjustu
fregnir herma; mannfall af hálfu
þeirra varð gífurlegt og Suður-
Kóreuherinn sætti einnig í at-
rennu þessari þungum búsifjum;
nú hafa fylkingar sameinuðu
þjóðanna hafið gagnsókn og
hrakið kommúnista til baka úr
mörgum varnarvirkjum.
koma sýningunni fyrir á veggj-
unum.
Heilluð af íslenzku landslagi
Hér er um að ræða sýningu,
sem mörgum mun þykja nýstár-
leg. Frú Gail er ekki í ætt við
nemn af hinum íslenzku málur-
um, svo áberandi sé og er auð-
séð, að áhrif hennar eru aðflutt.
En engu að síður hefir íslenzkt
landslag heillað hana til að festa
litina á léreftið. Málverk hennar
eru í sterkum og skærum litum.
Margar myndirnar eru lands-
lagsmyndir. Segist frú Gail
Magnússon hafa orðið heilluð af
íslandi og átt þess kost að ferðast
nokkuð um landið og farið um
alla landsfjórðungana nema
Vestfirði.
Fyrsia sýningin
Á þessum ferðum hefir hún
gert mikið af uppdráttum og
unnið síðan málverkin. Stund-
um blandar hún saman landslagi
á tveimur eða fleiri stöðum á
eina mynd. Þannig er eitt mál-
verkið í senn af Húsavík og
Hjalteyri.
Þetta er fyrsta sjálfstæða sýn-
ing þessarar ungu listakonu og
sýnir hún 16 olíumálverk og 13
vatnslitamyndir. Áður hefir hún
sýnt myndir sínar á á nokkrum
samsýningum vestan hafs.
Verði myndanna er mjög stillt
í hóf. Flest málverkin er verð-
lögð á um og innan við 1000
krónur en vatnslitamyndir flest-
ar 300—400 krónur.
Þau hjónin eru búin að vera
búsett hér á landi í þrjú ár, eins
og áður er sagt, þar sem Bragi
veitir Torstöðu unglingaskólan-
um að Jaðri. En í sumar hugsa
þau sér að flytja aftur vestur
um haf með börn sín og gefst^
þ.ví ekki í bráð tækifæri til að
sjá myndir frúarinnar.
—TÍMINN, 8. maí
Rósu Benediktsson
boðið til íslands
Rósu Benediktsson í Marker-
ville, Alberta, dóttur Stephans G.
Stephanssonar, hefur nýlega
verið boðið til íslands í tilefni af
100 ára afmæli föður hennar
næsta haust.
Standa að boðinu nokkrir vinir
hennar hér vestra, flugfélagið
Loftleiðir og íslenzka ríkis-
stjórnin.
Mun Rósa dveljast 7 vikur á
Islandi og verða með í hópferð-
inni, er um getur á öðrum stað í
blaðinu.
Fylgja Rósu og öllum hópnum
hugheilar óskir Vestur-íslend-
inga.
Kvöldvaka
Þjóðræknisfélags
íslendinga
Hér er um að ræða dagskrá,
sem útvarpað var á íslandi
síðastliðinn vetur; var útvarpið
tekið á segulband og sent Þjóð-
ræknisfélagi okkar hér. Er hér
um að ræða ágæta kórsöngva og
úrvals ræðumenn.
Þessari dagskrá verður út-
varpað frá stöðinni C.K.Y.,
Winnipeg, á fimtudaginn 18.
júní frá kl. 9.30 til 10.30 e. h.
(Daylight Saving Time), 8.30 til
9.30 (Standard Time). — Fólk er
beðið að athuga tímann og aug-
lýsa útvarpið svo að sem allra
flestir geti notið þess.
ÚR BORG OG BYGÐ