Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JJNÍ, 1953 7 Sólarhrings æfintýri Drottningin í Algeirsborg NIÐURLAG Ungi maðurinn sá að hún horfði á húsið, sem var .gamalt og hrörlegt. Hann hneigði höfuð- ið. Það var eins og einhver bjarmi eða blæja breiddist yfir andlitið á honum og segði þegj- andi máli, að hann fyriryrði sig fyrir húsið og alt umhverfið: „Það þyrfti sannarlega að vera málað,“ sagði hann. ,jÞað er indælt hús,“ sagði stúlkan. Og hann var henni þakklátur fyrir það, að hún samhrygðist honum í því að fyrirverða sig fyrir sveitabraginn á öllu í þessu þorpi. Þegar þau höfðu gengið að enda girðingarinnar sá hann bárujárnið og skuggana, sem náðu fram yfir búðirnar, sem allar voru óhuggulegar kompur; hann fyrirvarð sig fyrir það að ekkert skyldi vera betra til, sem hægt væri að bjóða gestum, sem að garði bar. En stúlkan starði hrifin á minnisvarðann við götuendann: Þar var líkneski af ungum her- manni, sem var höggvinn úr steini, og á bak við hann var dómshús bæjarins. í skugga dómshússins sá hann snögg- klæddan mann sitja, og úti á þurri leirgötunni voru drengir að leika sér með marmarakúlur. Stúlkan staðnæmdist alt í einu og stóð steinþegjandi nokk- ur augnablik. Hún horfði á ljómandi ljósadýrðina og skugg- ana þegar ský breiddist alt í einu yfir heiðbláan sumarhimin- inn með miklum hraða í mót- setning við kyrðina og athafna- leysið í litla bænum. Ungi maðurinn starði á stúlk- una og ef hún hefði litið við sem allra snöggvast þá hefði andlitssvipur hennar skyndilega breytzt, og í staðinn fyrir eftir- væntinguna hefðu komið von- brigði; því eins og þúsundir annara, vissi ungi maðurinn, að nú hafði hún séð með eigin aug- um deyfðina og dáðleysið í litla sveitaþorpinu. Hann hafði séð þetta — þessi vonbrigði ótal sinnum áður, þegar ferðafólkið kom og bjóst við miklu. Og hann bjóst við að sjá það ótal sinnum enn. Þau gengu upp að minnisvarð- anum, og upp að fólkinu, sem hann sá að þegar var farið að stara á þau. Klukkan tíu um kveldið var leikurinn á enda. Svo að segja hvert einasta mannsbarn í þorp- inu hafðí komið til þess að sitja í myrkrinu og horfa á leik- endurna. Dyr höfðu verið opnaðar sínar hvorum megin til vonar og vara ef eldur kynni að kvikna, og á- horfendurnir hefðu getað séð út á eyðu beggja megin. Þar sást líka út og upp í heiðan himininn, og öðru hvoru sáust hitaelding- ar. en fólkið tók eftir engu öðru en leikendunum og leiknum; það hafði hugann fastan á öllu, sem fyrir gæti komið, og væri tilbreytilegra en þeirra eigið líf. Ungi maðurinn horfði á Kitty Ducamp, þar sem hún lék frakk- neska þjónustustúlku. Hann heyrði hana segja orðin: — „Madame est servie,“ sem hann hélt að þýddi: „Yðar þjónustu-y bundin, frú.“ Hann fylgdist með hverju at- riði og hverri hreyfingu og hverri svipbreytingu ungu stúlk- unnar: Hann sá hana skipta sér af ástamálum hins mikla manns og hinnar viðkvæmu konu, sem var konan hans. Hann starði út í myrkrið og honum fanst alt þetta vera raunveruleiki, en alt sem skeði að deginum hlaut að vera mis- sýningar: hin kyrláta þreytta kona, órakaði maðurinn í hrukk- óttu fötunum, stúlkan, sem bæði hafði tíma og vilja til þess að ganga með honum um göturnar 1 ógeðslega sveitaþorpinu. — Alt þetta fanst honum hljóta að hafa verið missýningar — hann var handviss um það. Það líf sem þau lifðu í raun og sannleika, var þrungið af glaum og gleði, en svo fjarlægt honum, að hann gat engan þátt átt í því. Leikforinginn var fyndinn og reykti dýra vindla. Konan gat verið á hvaða aldri, sem vera vildi. Hún var ljómandi falleg þarna í leiknum. Stúlkan, sem gengið hafði með honum svo ánægjuleg, og alveg eins og jafn- ingi hans, til þess að skoða bæ- inn, var í raun réttri framhleyp- in kvenvera, sem þekti ýmislegt, er hann mundi aldrei þekkja; og ef hún mundi eftir honum ein- hvern tíma seinna, þá var hann viss um það að hún mundi skelli- hlægja, og geta til þess í huga sínum, hvað hann mundi hafa viljað segja þegar hann var á gangi með henni þarna úti í bjálfa-bygðinni. Svo sá hann hana aftur í forsalnum: þar var hún að útbýta ilmsmyrslum í litlum glösum; það var alveg nýtt á markaðnum og var kallað sama nafni og leikurinn „Ferð um París.“ Leikflokkurinn gaf sýnishorn af þessu alls staðar, þar sem hann lék. Hún var ennþá búin eins og frakknesk þjónustu-. stúlka; hún brosti framan í and- litin á sveitafólkinu. En fólkið leit einurðarlaust framan í hana um leið og það rétti fram hend- urnar, hrjúfar og vinnulúnar, til þess að taka á móti gjöfinni. Þegar alt fólkið hafði, eins og hálfnauðugt, farið út í nátt- myrkrið, sá hún unga manninn þar sem hann beið. „Ohó! Þú ert þá þarna,“ sagði hún hátt. „Hvernig leizt þér á mig í leiknum?“ sagði hún. „Mér leizt vel á þig,“ svaraði hann. Og hún var alveg hissa á því hvílík alvörugefni lýsti sér í svipnum, þegar hann sagði þetta. Þegar hún hafði skift um bún- ing, var komin úr leikfötunum og í grænu fötin, sem hún hafði verið í eftir hádegið þegar hann hafði gengið ^jcieð henni upp að hótelinu — hvílík breyting. Þau stóðu hjá tröppunum, þegar ljós- in dóu smátt og smátt, bæði í gluggunum og á strætunum, og töluðu saman. Næturvörðurinn kom gang- andi eftir strætinu og gætti þess, að búðardyrnar væru læstar. Þegar hann sá hvar tvær mann- verur stóðu, kom hann upp eftir götunni og gekk hægt. Þegar hann þekti aðra þeirra, heilsaði hann kunnuglega og sagði: — „Gott kvöld, Athur, gott kvöld, ungfrú.“ Næturvörðurinn hélt áfram. En það var eins og hvolt væri skál yfir litla þorpið, barma- fullri af náttmyrkri, þögn og svefni. Ungi maðurinn ávarpaði stúlk- una á þessa leið: „Má ég koma í fyrramálið og fylgja þér á járn- brautarstöðina?" „Að sjálfsögðu,“ svaraði hún. Hún stóð í dimmunni í for- stofunni á hótelinu og horfði á eftir honum þar sem hann gekk hár og gervilegur; hann hvarf smátt og smátt út í myrkrið og fjarlægðina. Svo fór hún hægt og hljóðlega upp stigann og inn í herbergið sitt. Um morguninn vaknaði ungi maðurinn snemma. Hann hafði fengið leigubíl bæjarins og flutt foreldra stúlkunnar á járnbraut- arstöðina og allan farangur leik- flokksins. Unga stúlkan beið við hótel- dyrnar. Þau gengu saman, fyrst eftir Eufaula stræti og í áttina frá minnisvarðanum, og frá rauða og gula tinþakinu á Leik- húsinu og frá pallinum á Ver- bena hótelinu. Svo beygðu þau inn á Depot stræti og sáu gráu, óhreinu járnbrautarstöðina og sjálfa járnbrautarteinana, sem glóðu í §ólskininu. Farangur leikfólksins hafði verið lagður hjá brautinni. Leikstjórinn og kona hans störðu á hrúgurnar,af baðmull- ar stönglunum, stórar og þéttar, gulgrænar úti um allan akur- inn, sem virtist vera óendanlega stór. Þau stóðu öll fjögur og biðu eftir lestinni, sem aldrei var að reiða sig á að kæmi á réttum tíma úti á landinu. Ungi maðurinn horfði þegj- andi á stúlkuna og óskaði að hún hefði aldrei séð fallegu borgirn- ar, sem leikfólkið hafði líklega komið frá, og að hún hefði al- drei kynst því gleðiríka lífi, sem hann gæti aldrei fengið að njóta — því lífi, sem hann gat aldrei ætlast til að hún yfirgæfi, til þess að lifa nokkru lífi í lík- ingu við það, sem hann gæti boðið henni. Hann tók eftir því, að hún var sorgleg á svip: Hún horfði til baka á þorpið. Hann hélt að hún hefði orðið leið á honum; ef til vill skapaði það henni óþægilegheit að hann var þarna. Hann hélt að hún óskaði þess að komast sem fyrst út í járnbrautarklefann og losna við hann. Þegar leikflokkurinn var kom- inn upp í vagninn, lét foringinn töskurnar í tvö auð sæti. Sjálfur settist hann í eitt sæti og breiddi sig allan út yfir rykuga klæðið á sætinu, sem var rautt flos- klæði. Hann settist forsælu- megin í klefanum. Ungi maðurinn stóð fyrir utan vagninn. Hann sá að stúlkan sat hjá móður sinni og veifaði stöð- ugt hendinni. Hún horfði á hann: hafði aldrei augun af hon- um, þar sem hann stóð og mink- aði eftir því sem lestin fjarlægð- ist stöðina. Hún sá um leið og hann hvarf, að hann reisti upp höndina í vonlausum möguleik- um þess að hún sæi það og vissi að það þýddi: „Vertu sæl!“ Stúlkan talaði við konuna, sem sat hjá henni, og sagði: „Þetta var býsna laglegur lítill bær, mamma; fanst þér það ekki?“ Konan þagði stundarkorn. Það var eins og hjólahljóðið, sem ýmist hækkaði eða lækkaði, héldi henni frá því að svara. Loksins svaraði hún og sagði: „Já, Kitty, það hlýtur að vera.“ Hún leit framan í dóttur sína og sá að einhver voðaleg skelf- ing hafði gagntekið hana: „Mamma!“ sagði stúlkan, og röddin var grátbiðjandi, eins og í dauðhræddu barni: „Megum við ekki vera kyr hérna?“ Konan gat ekki svarað. Hún hélt um hönd dóttur sinnar, sem skalf og titraði. Hún reyndi að segja eitthvað, «n það heyrðist ekki fyrir hávaðanum í lestinni, sem fór nú hraðar til þess að komast að næstu stöð á réttum tíma. Næsta stöð var annað sveita- þorp, sem enginn þekti.------- Maðurinn, sem stóð við stöð- ina, hafði staðið þar þangað til lestin sást ekki lengur. Þó hann horfði og gerði sitt bezta, gat hann ekkert séð lengur. En hann hélt samt áfram að horfa; lestin var komin svo ógurlega langt í burt. Hvílík voða fjarlægð. — Hann heyrði undarlegar raddir. Hann sneri við og hélt áleiðis heim að þorpinu. Hann hélt á- fram að heyra þessar undarlegu raddir, þar sem hann gekk í gegnum skuggana. Samræðurn- ar, hláturinn daginn áður virt- Við för e.s. „Gullfoss", með Karlakór Reykjavíkur og fjölda annarra farþega til Miðjarðar- hafslandanna með viðkomu í Algier, hafa rifjast upp, svo sem við var að búast, atburðir frá Tyrkjaráninu, sem serkneskir ræningjar frá Algier, en að vísu eigi Tyrkir, frömdu í Vestmanna eyjum og víðar hér á landi, svo sem kunnugt er, fyrir rúmum 300 árum, og um mannránið og herleiðinguna til Algier, sbr. og grein í Morgunblaðinu 15. þ. m., þar sem minnst er þjóðsögunnar um drottninguna í Algeirsborg, hernumda íslenzka stúlku, eða konu. Munnmælunum, sem ver- ið hafa næsta óljós og þoku- kennd, hefir þjóðtrúin haldið uppi. Hið rétta nafn aðalpersón- unnar var fyrir löngu fallið í gleymsku og heimildir og atvik ekki lengur kunn. En þessi ævin- týralega sögn hefir orðið skáld- um yrkisefni og hún af þeim færð 1 hugkvæman skáldlegan búning og gefið nafn, sem enga stoð á í veruleikanum. Hver er þá þessi kona, sem sögnin er tengd við og hver eru atvikin, sem orðið hafa til að skapa þessi ummæli. Því verður reynt að svara hér og er það til- gangurinn með þessum línum. Svo vill til, að ýtarleg rannsókn á skjölum og gögnum hér á söfn- um, varðandi málefni hinna her- leiddu, hefir tekizt að draga ýmislegt fram, sem varpar nýrri birtu á sum atriði, þar á meðal skjalleg óyggjandi gögn, er eigi voru kunn, er Tyrkjaránssagan var gefin út, þar sem manni virð- ist að endurspeglist einmitt upp- runi sagnarinnar um drottning- una í Algeirsborg, þó eigi sé það sagt með berum orðum. Sögupersónan sjálf heitir Anna Jasparsdóttir, hernumin, nýgift, ung kona frá Vestmannaeyjum, þar fædd og upp alin. Föður hennar er getið þar 1606, hann var meðdómsmaður og nefndar- maður í Eyjum og hefir búið þar ust fara á undan honum, þar sem hann gekk. Hann hafði glögga mynd af henni í huga sínum. Nú sá hann þar engin merki fyrir- litningar gagnvart honum, eða háðsmerki gagnvart þorpinu. Minningarnar, sem hann geymdi um hana lýstu aðeins ást og þrá, sem hann hafði ekki verið nógu skynsamur að sjá og slcilja, þegar hún var þarna hjá honum. Svo sterk var þessi opin- berun eða hugsjón, sem hann sá andlega í augum hennar, að hann staðnæmdist af áhrifum hennar. Hann stóð grafkyr undir áhrif- um óstjórnlegra hugsana. Hjart- að sló ótt og ákaft og hann reyndi af öllu afli að styrkja líkamsöfl sín til þess að fram- kvæma það, sem hann vildi gera. Hann hugsaði sér fjarlægðina til næsta sveitaþorps — þangað, sem leikfólkið færi næst: „Það er alls ekki langt,“ sagði hann við sjálfan sig, alveg eins og hann væri að endurtaka svarið daginn áður um fjarlægð- ina til Verbena hótelsins: „Ég næ í bílinn, og verð kom- inn þangað skömmu eftir há- degið!“ lengi með konu sinni. Dóttir þeirra og systir Önnu, mun hafa verið Þóra Jasparsdóttir, er gift var norðlenzkum manni, Jóni Sturlusyni. Skal nú nánar lýst aðdraganda þessara mála. Anna Jasparsdóttir var gift Jóni Oddssyni, efnilegum bónda- syni, syni Odds Péturssonar, er var meðal helztu bænda og sjó- sóknara í Eyjum á þeim tíma. Jón Oddson mun hafa verið orð- inn formaður fyrir vertíðarskipi, sem faðir hans átti, og þau Anna og hann verið til húsa hjá föður Jóns, í Stakkagerði, og þar býr Jón seinna eftir föður sinn. Þar var tvíbýli og á hinni jörðinni bjó Eyjólfur Sölmundarson, með konu sinni, Guðríði Símonar- dóttur (Tyrkja-Guddu) svo þær Anna og Guðríður hafa verið sambýliskonur. Mönnum verður spurn, hvernig það mætti ske, að konurnar væru hernumdar, en eiginmennirnir slyppu heilir á húfi, en til þess gátu legið margs konar atvik, er fæst verður greint hér. En um eiginmenn Önnu og Guðríðar, Jón og Eyjólf, er báðir hafa verið sjógarpar; í Stakkagerði, er var talin góð jörð, bjuggu jafnan dugnaðar- menn og sjósóknarar, er það að segja, að sennilegt er mjög, að Laur. Bagge kaupmaður, hafi valið þá til að taka lífróðurinn með sig og fjölskyldu sína til lands, en hann komst undan sem kunnugt er og fólk hans, en þessir vösku menn munu síð- astir hafa yfirgefið virkið og því gat kaupmaðurinn náð til þeirra, en áður munu þeir hafa verið búnir að koma konum sínum í fylgsni, er þeir hafa talið örugg, þó önnur yrði raunin hér á. — Skjótt kom það upp eftir her- námið, að Önnu hefði beðið mik- ið hlutskipti og hennar myndi eigi framar von út hingað aftur. Hún mun hafa verið keypt á skipsfjöl og þurfti því eigi að fylgjast með fjöldanum upp á mansalatorgið í borginni. Stór- auðugur höfðmgi og valdamik- ill, Iss Hamett að nafni, keypti Önnu og gerði hana fljótt að vildarkonu sinni og fékk henni mikið þjónustulið, til að stjana undir hana í kvennabúrinu. Þessi sami maður leysti og af hendi lausnargjald fyrir föður hennar Jaspar gamla og sá hon- um fyrir farkosti og farareyri til Norðurlanda og þaðan til Is- lands, og kom Jaspar til Eyja all-löngu áður en ár var liðið frá ráninu og settist þar að aftur það sem eftir var ævinnar. Nú víkur sögunni til Jóns Oddssonar, hann þráði Önnu sína og beið hennar með óþreyju, þrátt fyrir fortölur föður hennar. Liðu svo 7—8 ár, og bjó Jón áfram í Stakkagerði. Þegar hér var komið hafði Jón eignazt barn með ráðskonu sinni, og var það hórdómssök, er varðaði líf- láti eftir landslögum (Stóra- dómi), nema málsbætur fyndust. Sjá sögu Vestmannaeyja og heimildir þar. — Málið lá niðri með fleiri sams konar málum, meðan beðið var útkomu þeirra, sem keyptir voru út. En það vildi svo vel til, að hægt var að leita vitnisburða tveggja nafn- greindra manna, er komið höfðu úr herleiðingunni nokkuð löngu á undan aðalhópnum. Munu þeir sjálfir hafa leyst sig út og borg- að farareyri sinn. Þessum mönn- um var stefnt fyrir Hvítingaþing í Eyjum 1636, sem eiðsvörnum vitnum í hórdómsmáli Jóns Oddssonar og skyldu bera um hagi Önnu konu hans í Algeirs- borg. Vitni þessara manna bera undir eiðstilboð, að þeir hafi lengi fylgzt með högum Önnu í Algeirsborg. Hún búi með tyrk- neskum (serkneskum) höfðingja sem kona hans og hafi eignast með honum tvö börn. Um hana sjálfa fara þeir svofelldum orð- um, eins og stendur í dómabók- inni: „að hún lifi í mesta með- læti, klaeðist í pell og gulllegan purpura. og vilji hún eigi þá ís- lenzku menn sjá né heyra.“ Anna hefir farið um stræti í dýr- asta skrúða, hulin andlitsblæjum að sið Múhameðstrúarmanna og við landa sína hefir hún eigi mátt gefa sig á tal frekar en við aðra karlmenn. Sagan um hið mikla meðlæti og skraut það, sem Anna lifði og hrærðist í, hefir eigi minnkað í meðförunum og vandalítið fyrir þjóðtrúna að lyfta henni hátt, og það jafnvel upp í drottingarsess. Góðar heimildir eru til um hver hlutskipti urðu tveggja annarra kvenna úr þessum hópi, er ílentust þar syðra, mærinnar, er því geypiháa verði var keypt, er nam eitt þúsund ríkisdölum, til handa ríkum kaupmanni í Jerúsalem, og einhvers staðar hefir verið nefnd Ásta, og prests- dótturinnar frá Kirkjubæ, en hana hreppti aðalsmaður frá Spáni, er heima átti í Algier. Hvorug þeirra á nokkuð skylt við sögnina um drottninguna í Algeirsborg. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Sigfús M. Johnsen DREWRYS M.D.334- Not Rash Election Promises But Solid post records show this man will be on effective voice for WINNIPEG CENTRE Moke JACK ST. JOHN Your Alderman for 10 Years — Liberal Candidate Your No. 1 Choice 2 and 3 for Murphy and Graham Authorized by the Jack St. John Election Committee. PHONE 74-4531

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.