Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.06.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JJNÍ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið Qt hve'rn fimtuciag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGBNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BBCK, Manager UtanAskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PIIONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg" is printed and published by The Columhia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manítoba, Canada Authorized as Seeond Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ekki um cmnað að velja Kosningarimman í Manitoba er nú þá og þegar um garð gengin; hún hefir ekki verið löng, en í ýmissum til- fellum harðsótt og ströng. Eftir því sem nær degur kosningadeginum, benda flest eyktamörk til þess, að mikill meiri hluti kjósenda sé búinn að átta sig á því, að í rauninni sé ekki um annað að velja en endurkjósa Liberal-Prógressív-flokkinn og Campbell- stjórnina; að nokkur annar flokkur geti öðlast meirihluta á þingi sýnist með öllu útilokað; að vísu hafa íhaldsmenn og Social Credit uppvakningurinn naéga tölu frambjóðenda í kjöri til stjórnarmyndunar, en horfur á kosningu þeirra virðast alt annað en glæsilegar, hitt er miklu líklegra að fjöldi þeirra liggi við veginn sem litlaus lauf að loknum leik. Mr. Willis hefir auðsjáanlega ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið, og þó hann beri sig fram að þessu borgin- mannlega, er það á almanna vitund hvílík harmkvæli voru því samfara að afla afturhaldinu frambjóðenda í hinum einstöku kjördæmum; má þar meðal annars vitna í St. Georgekjördæmið þar sem ekki fyrirfanst sála, er flækst gæti í netið. Að mikill meirihluti af frambjóðendum afturhaldsins tapi tryggingarfé sínu verður ekki efað og hliðstæð örlög bíða alveg vafalaust C.C.F.-sinna og Social Credit prangar- anna. Mr. Willis á langan stjórnmálaferil að baki; þann átti lengi sæti í samsteypustjórn fylkisins og undi þar, að því er virtist, hag sínum hið bezta; hann hafði með höndum forustu vegamálanna og var þá í sjöunda himni, eins og hann reyndar mátti vera, yfir afreksverkum stjórnarinnar á þeim vettvangi; en nú hafa vopnin snúist þannig í hönd- um hans, að hann verður að afneita svo að segja öllu, sem hann áður lagði blessun sína yfir; nú eru að hans eigin mati vegamálin í hinu mesta öngþveiti og þá eigi síður fyrir það, þó varið sé til þeirra drjúgum stærri upphæðum en nokkru sinni áður. íhalds- eða afturhaldsmenn hafa tíðum stært sig af því að vera búmenn góðir; þeir væru í rauninni einu sparnaðar- mennirnir og þeir einu, er kynnu að fara með fjármál. En hvernig kemur þetta heim við þá afstöðu, sem.Mr. Willis nú hefir tekið? Nú er það hann, sem háværastar kröfur gerir um aukin útgjöld til allra skapaðra hluta, og nú er það hann, sem úthúðar Campbellstjórninni fyrir það, að hún liggi á stórfé eins og ormur á gulli, er eigi megi hrófla við; þarna eru alveg höfð endaskipti á sannleikanum. Campbellstjórnin liggur ekki á neinu stórfé, en því fé, sem sparast hefir verður ekki kastað á glæ, heldur verður því varið svo sem vera ber, til þess að grynna á skuldum fylkisins og koma því til vegar að síðustu greiðslum veð- skulda verði lokið 1963. Lægi slík afrek eftir Mr. Willis hefði hann eitthvað til að stæra sig af, en slíku virðist nú ekki vera að heilsa. Nú er afturhaldsflokkurinn orðinn aðal- sóunarflokkur fylkisins, kominn í þeim efnum fram úr C.C.F., og er þá mikið sagt. Kjósendum þessa fylkis er það að fullu ljóst, hverjum þeir eiga að þakka hina öru þróun raforkumálanna, sem nú eru komin í slíkt horf, að víst má telja, að fyrir lok næsta árs njóti 90 af hundraði íbúa fylkisins raforku til ljósa og suðu; þetta, ásamt svo mörgu öðru, eiga fylkisbúar Campbellstjórninni að þakka og þess munu kjósendur ábærilega minnast þann 8. júní. Eins dg skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, greiða Manitobabúar lægri fylkisskatta en við viðgengst í nokkru öðru fylki í landinu og þó eru umbætur hér stórstígari en víða annars staðar; þetta má þakka ráðdeild og viturlegri forsjá stjórnarinnar; fjárframlög til sveitahéraðanna hafa hækkað að mun og stórvægilegar umbætur verið gerðar á meginvegum fylkisins; að stjórnin hafi og dyggilega staðið vörð um hag landbúnaðarins, er kunnugra en frá þurfi að segja, enda hefir hún tíðum verið kölluð bændastjórn. Stjórnarandstaðan er öll gliðnuð af geirneglingunum og frambjóðendur hennar verða þann 8. júní vegnir og léttvægir fundnir. — 1 Gimlikjördæmi leitar endurkosningar Dr. S. O. Thompson, vitur maður og vinsæll í héraði; þess var vænst, að hann yrði kosinn gagnsóknarlaust, en svo varð þó ekki, því að tveir flautaþyrlar voru sendir út af örkinni til höfuðs honum, sem nú sjá víst sína sæng útbreidda; vonandi er að Dr. Thompson fái hvert einasta og eitt íslenzkt atkvæði í kjördæmi sínu, því annað hlyti að teljast til vansæmdar. Það hafði ennfremur verið talið nokkurn veginn víst, að Chris. Halldórsson yrði endurkosinn án gagnsóknar í St. Georgekjördæmi, en af því varð heldur ekki, því um elleftu stundu, sendi Social Credit þangað flugumann, sem vonandi fær fyrir ferðina. Chris. Halldórsson er vaskur maður og batnandi, sem reynst hefir hinn nýtasti maður á þingi; að Islendingar í kjördæmi hans, gíni við smeðju- legri utanaðkomandi beitu, kemur ekki til nokkurra mála. 1 Winnipeg Centre fylkja Islendingar liði um Jack St. John með því að greiða honum forgangsatkvæði, en veita því næst fulltingi þeim David Graham og Nan Murphy. 1 Cypress kjördæmi er margt íslenzkra kjósenda, Níu þjóðir hafa lagt undir sig Suðurskautslandið Fram um 1800 var á öllum landakortum og hnattlíkönum stór hvít skella á suðurhveli jarðar, þar sem hið mikla Suður- skautsland er, sem kalla má sjöttu heimsálfuna vegna stærð- ar sinnar. Talið er að það muni vera um 14 milljónir ferkíló- metra að stærð. Og enn í dag er þetta víðáttumikla landsvæði að mestu ókdnnað. Landið er mjög fjöllótt og víða rísa himingnæfandi tindar upp úr ísauðninni, og eru sumir þeirra rúmlega 6000 metrar á hæð. Þarna er eldfjallið Erebus, 4000 metra hátt og gnæfir yfir Ross-jökulinn. Upp af því legg- ur alltaf gufu og reykmökk, og stundum gýs það og eru það öskugos. Yfir öllu landinu liggur þykk íshella og voldugir skriðjöklar ganga víða í sjó fram. Þar brotnar framan af þeim og eru það engir smájakar, sem þá losna, sumir margra kílómetra langir og breiðir og um hundrað metra háir upp úr sjó. Og þegar þess er gætt, að ekki er nema tæplega áttunái hluti íssins ofan sjávar, geta menn gizkað á hví- lík ferlíki þetta eru. Stærsti skriðjökull heimsins er á Suður- skautslandinu. Hann heitir Beardmore-jökull og er 500 km. langur. Lengi var Suðurskautslandið nefnt „Terra australis incognita“, þ. e. hið ókunna suðurland. Fyrsti maðurinn, sem komst í kynni við það var landkönnuð- urinn James Cook. Það var árið 1772. Hann komst þá á skipi sínu svo nærri, að við sjálft lá að hann tepptist í ísnum og þóttust skipverjar eiga góðum vættum fjör að launa, er þeir komust út úr honum. Lýsingar þeirra af þessari svaðilför og hafísnum voru og þannig, að það fýsti menn ekki að fara þangað. Cook hélt líka að þarna væri ekkert land — ekkert annað en himin- háir jakar. Það var því ekki fyr en 1821 að menn komust að því að þarna var land. Baltneskur maður, F. von Bellinghausen, uppgötvaði það. Hann hafði verið sendur af Rússakeisara í rannsóknarför suður í höf. Hann fann þar land, sem hann nefndi Pétursey, í höfuðið á Pétri I. keisara, og gengur eyjan undir því nafni enn þann dag í dag, en nú eiga Norðmenn hana, lögðu hana undir sig árið 1929. En þótt land væri fundið þarna, þá hafði enginn maður stigið fæti sínum á hið mikla meginland fyr en árið 1895. En síðan hafa ýmsar þjóðir haft ágirnd á því. Er þar fyrst að nefna þær þjóðir, er eiga lönd næst því, Argentínu, Chile, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja- Sjáland. En nú hafa níu þjóðir skipt því á milli sín. Stærstu skikana af sjálfu meginlandinu hafa þó aðeins fimm þjóðir helg- að sér: Ástralíumenn, Ný-Sjá- lendingar, Bandaríkin, Bretar og Norðmenn. Eru þessi landnám í orði kveðnu eins og geirar, sem mætast á sama punkti, sjálfum Suðurpólnum. Suðurskautslandið er mjög ólíkt löndum þeim, er liggja að Norðurskautinu. Engin merki sjást til þess að þar hafi nokkuru sinni byggð verið. Landið er ekki annað en jökull og naktir fjallgarðar og það er umlukt hafís á alla vegu. Þetta er kald- asti bletturinn á jörðinni, því að meðalhiti ársins er -^25 stig. Landið hefir enga hernaðarlega þýðingu og er því ekki eftirsótt þess vegna. En það er eftirsótt vegna hvalveiðanna og náma, sem þar kunna að vera. Að öðru leyti er það vegna vísindalegra rannsókna, að þjóðirnar vilja hafa þar fótfestu. Veðurfræði jarðeðlisfræði og ýmsar aðrar greinir náttúruvísindanna geta haft stórmikið gagn af rann- sóknum þar. Slíkar rannsóknir eru þó skammt á veg komnar enn, og svo má heita að engin þjóð, önnur en bandaríska þjóðin, hafi lagt neitt kapp á þær. — En Bandaríkjamenn hafa haldið þar uppi rannsóknum með þeim myndarbrag, sem þeir eru al- kunmr fyrir. Á árunum 1946— 1947 gerðu þeir út þangað hinn stærsta, fullkomnasta og bezt út- búna vísindaleiðangur, sem nokkru sinni hefir farið til heim- skautslandanna. Var leiðangur þessi undir yfirstjórn hins heims fræga landkönnunarmanns, E. Byrd flotaforingja, sem fyrstur rnianna hafði leikið það, að fljúga í sinni eigin flugvél bæði yfir Norðurpólinn og Suðurpólinn. Leiðangur þessi gekk undir Brezka sfjórnin lofar engu um afnám löndunarbannsins Eftirfarandi fréttatilkynning barst í gær frá utanríkisráðu- neytinu: Samkvæmt upplýsingum, sem utanríkisráðuneytinu hafa bor- izt ,var í gær gefin út í London. tilkynning um fiskiveiðadeilu íslendinga og Breta og tekið fram, að brezki aðstoðarutan- ríkiámálaráðherrann hafi hinn 20. janúar s.l. tilkynnt sendi- herra íslands í London, að brezka ríkisstjórnin legði til að ríkisstjórnirnar kæmu sér sam- an um að leggja fyrir alþjóða- dómstólinn í Haag, grunnlínuna, sem dregin hefir verið fyrir Faxaflóa, og að nú hafi borizt svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við þessari tillögu. Þá er einnig skýrt frá því, að íslenzku ríkis- stjórninni hafi verið gert ljóst, að brezka ríkisstjórnin hafi ekki að- stöðu til þess að gefa neina yfir- lýsingu um að löndunarbanninu verði aflétt. Út af þessu vill utanríkisráðu- neytið taka fram, að þann 18. febrúar tilkynnti sendiherrann brezka utanríkisráðuneytinu það Æðarvarp Ræ ég á báti um bárulausan bláan fjörð að hólma vænum. Þar í háum gróðri grænum glitrar blikafjaðrir á. Kríuvængir vaka, slá víðblómann í spegilsænum. Stendur hérna höfði á helmingur af gamla bænum. Ræ ég á báti að bjargarskoru, bind hann þar við stein í næði, meðan lognsær þangsins þræði þvala strýkur inn við skor. Ber ég fötur fáein spor, forðast skal nú hark og æði. Nóg af fugli, fljótt í vor fögur sá ég blikaklæði. Fugl og hreiður. Um hólmann allan hvirfilflug og æður strýkur. Lýt ég niður, eggin blá raðast fulla fötu á. Fjaðraher um loftið rýkur. Tek ég ekki of mörg þá æður fækkar, gagnið víkur. Sé ég horfa af hólnum lunda, holuskerpt er nefið breiða. Starir upp í hvolfið heiða, heimspekingur þekktur er. Krían vængjum vöskum ber, vill mig gjarnan burtu leiða. Bráðum fer ég, flýti mér fjaðramærin litla, reiða. ☆ Ræ ég báti um báruvaktan bláan fjörð að heima vari. Aldan smáa frjálsu fari fagurlega klappar nú. Þessa vænu vatna-brú varla held ég árar spari. Æður flýgur frjáls og trú, flýtir sér af volgum mari. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka —Lesb. Mbl. sem vafalaust greiða atkvæði með Mr. Ferg, og Islendingar í Selkirkbæ ættu að veita Mr. Hillhouse óskipt fylgi, og hið sama ber íslendingum í Fairford að gera, en þar leitar Mr. Anderson endurkosningar. Það er næsta ólíklegt, að Manitobafylki skipti um stjórn þann 8. júní, því miklum meirihluta er það ljóst, að breyting í þeim efnum yrði óhjákvæmilega til hins verra. svar íslenzku ríkisstjórnarinnar, að hún væri reiðubúin að ræða. á hvern hátt deilumálið yrði lagt fyrir alþjóðadómstólinn, að því tilskyldu, að löndunarbann- inu yrði strax aflétt að fengnu samkomulagi með málsmeð- ferðina. Eins og tekið er fram í frétta- tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins í gær, staðfesti brezka utan- ríkisráðuneytið bréflega þessa tillögu sína, 31. marz s.l., en ríkis stjórn íslands staðfesti skriflega svar sitt 24. f. m. Loks skal það tekið fram, að það er ekki fyrr en nú, að brezka utanríkisráðuneytið vill láta hafa það eftir sér opinberlega, að brezka ríkisstjórnin muni ekki geta gefið yfirlýsingu um að löndunarbanninu verði aflétt, að fengnu samkomulagi um með ferð deilumálsins fyrir alþjóða- dómstólnum. —Mbl., 1. maí nafninu „Operation High Jump“ og tóku eigi færri en 4000 mehn þátt í honum, þar á meðal nokk- ur hundruð vísindamanna. Leið- angurinn hafði til umráða sér- stök íshafsferðaskip, ísbrjóta, flugvélar, skip knúin loftskrúfu, snjóbíla og jafnvel kafbáta. Voru öll þessi fargögn útbúin nýtízku tækjum, svo sem ratsjám og tal- stöðvum, og allur var útbúnaður leiðangursins hinn fullkomnasti. Leiðangur þessi var farinn á vegum bandaríska flotans og til- gangur hans var jafnframt vís- indalegum rannsóknum að kanna hvaða útbúnaður hentaði bezt á íshafsslóðum og æfa menn í fangbrögðum við náttúruöflin þar. —Lesb. Mbl. THIS HANDB00K FOR AMBITIOUS MEN ma Have you had your copy? 120 pages of guid- ance to best-paid positions. Up-to- the-minute infor- mation for men who want to climb to the top. Tells how to get promo- tion, security and better pay through home study courses. This hand- book "Engineering Opportuni- ties” is free and entirely with- out, obligation. Send the cou- pon. Make this your big year! Describes over ninety courses including: Civil Mechanical Electrical A.M.I.C.E. A. M.I.Mech.E. B. Science Structural Aeronautical A.M.Brit.l.R.E. Electronics A.F.R.Ae.S. Building (----SEND COUPON TODAY------------------ I Canadian Institute of Science and Tech- I nology Limited, 295 Garden Building, I 263 Adelaide Srreer West, Toronto, I Please forward free of cost or obligation I your handbook, "ENGINEERING OPPOR- I TUNITIES". I I Name................................ j Address............................. I ............................. Course I interested In...................Age Sendið engin meðöl til Evrópu þangaS til þér hafið fengið vora nýju verðskrá. Skrlfifi eftir lilnni nýju 1953 vcrðskrú, sem nú cr ú takteimun. Verð hjú oss er mlklu lægra en nnnars staðar í Cnnada. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frú Evrópu uni víða veröld. jafnvel uustnn járntjaldslns. — RósUrjald innifalið. STARKMAN CHEMISTS 403 BI.OOR ST. WEST TOHONTO Greiðið hagsmunum Winnipegborgar atkvæði! Kjósið JOSEPH STEPNUK Á mánudaginn 8. júní sem Progressive Conservative þingmann fyrir Winnipeg Centre Kjördagar fyrir hinn ákveðna kosninga- dag 4.# 5. og 6. • r r juni frá kl. 1 til 10 e. h. • Fæddur í Winnipeg 1898 • Átla ár í bæjarstjórn • Tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni • Hefir barist fyrir velferð heimkominna hermanna og verkamanna Greiðið atkvæði þannig: | STEPNUK, Joseph jT] Símar: 927 019 — 937 015 Published by Progressive Conservative Election Committee Winnipeg Centre

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.