Lögberg - 02.07.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.07.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 2. JÚLl, 1953 Þegar íslendingar vildu fó þýzkan prins fyrir konung! Göbbels gaf honum blessun sína og heilraeði, en Ribbenirop eyðilagði alll saman Austurríska blaðið „Die neue Front“ birti nýlega frásögn um „konung íslands“ og ráðlegging- ar Jóseps Göbbels honum til handa. Grein hins austurríska blaðs fer hér á eftir í styttri þýðingu. Hvíta eyjan í Ishafinu er okk- ur ekki jafn fjarlæg og áður, eftir að stórveldin uppgötvuðu hina mikilvægu hernaðarlegu þýðingu hennar. Ekki svo að skilja að Islands hafi á nokkurn hátt verið minnzt í sambandi við hið sögulega uppgjör í Nurn- berg að stríðslokum. Hinsvegar minnast margir 10. maí 1940 er Englendingar sendu her til Is- landsstranda og hernámu land- ið. Seinna leystu Bandaríkja- menn þá af hólmi og það var ekki fyrr en 11. apríl 1947 að þeir sendu iher sinn þaðan að fullu á brott og þjóðin öðlaðist sjálfstæði sitt að nýju. Nú er eyríkið í norðri ein af þýðingar- mestu s t ö ð v u m Atlantshafs- bandalagsins. Island var fyrir stríð í kon- ungssambandi við Danmörku, en það var löngu ákveðið að rjúfa þau tengsl og fá nýjan kóng yfir landið. Árið 1939 sendi Alþingi íslendinga sendinefnd til Berlínar í því skyni að fá ein- hvern fursta til þess að taka sér konungdóm yfir íslandi. Sendi- nefndin fór erindisleysu. „Kon- ungurinn" hefur að undanförnu búið í Wiesbaden. Hann býr þar í þægilegri íbúð í Freseniusgötu. Þegar við heimsóttum hann í íbúð hans, kviknaði í húsinu. En ekki voru nein tök á því að kalla á hallarvörðinn til að slökkva eldinn, það varð slökkvilið borg- arinnar að gera. — En prinsinn sem átti að verða konungur Is- lands er sonur síðasta furstans atf Sdhaumburg-Lippe. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið „Milli iignar og tuglhússins." Þegar sendinefndin, afkom- endur Haralds hárfagra og hinna fornu norænu víkinga, kom til þriðja ríkisins frá heimkynnum Eddu og skáldanna, Óðins og Þórs, var hún þess fullviss að Hitler mynda færa íslenzka rík- inu prins að gjöf. I endurminn- ingum sínum „Milli tignar og tugthúss“ (Zwischen Krone und Kerker) skýrir Friðrik Kristján prins af Schaumburg-Lippe frá hinum áður ókunna þætti Is- landsmála sinna. I þann mund er konungsleitarmennirn r kom norðan frá íslandi var hinn þýzki furstasonur yfirstjórnar- ráðsfulltrúi í upplýsingaráðu- neytinu þýzka. Er hann hafði á- kveðið að taka sér konungstign yfir íslandi, sótti hann um leyfi þýzkra stjórnarvalda til þess að losna úr stöðu sinni í ráðuneyt- inu. Að sjálfsögðu kom þessi lausnarbeiðni fýrst og fremst til kasta hans eigin husbónda, Jós- efs Göbbels ráðherra og æðsta yfirmanns upplýsingaþjónust- unnar þýzku. Heimboð á landsetur Göbbels, Vanke, var hið raunverulega svar við umsókn furstasonarins. Og Göbbels ráðhera samgladdist starfsmanni sínum af öllu hjarta yfir þeim óvænta heiðri að hann skyldi hafa orðið fyrir valinu sem Islandskóngur. Honum var ljóst, að þetta gat haft stjórn- málalega þýðingu fyrir þýzka ríkið gagnvart öðrum löndrun. Og Göbbels lék við þetta tæki- færi á als oddi og gerði að gamni sínu. Heilræði dr. Göbbels „Schaumburg prins“ s a g ð i Göbbels, „eruð þér þegar búnir að semja hásætisræðuna yðar? Teljið þér það ekki sanngjart og gustuk af yður að þér segið þess- ari einíöldu og hrekklausu þjóð allan sannleikann um yður. Nú, ef þér þurfið áróðursmann til þess að bæta um fyrir yður, væri ekki úr vegi að ráða mig til starfa. Það er sagt að ég kunni að tala um fyrir fólkinu. Eða treystið þér yður kannske betur til áróðursins heldur en mér?“ Og hvað haldið þér að vinur minn Hitler segi þegar ég gef honum til kynna að ég hafi ráð- ið mig til yðar? Nú — við skulum sleppa öllu gamni — þetta væri enganveg- inn svo fráleitt. Mér þætti gam- an að sýna veröldinni hvað ég gæti á eigin spýtur og án íhlut- unar annarra. Eitt ætla ég að biðja yður um, minnist ekki einu orði á nation- alsosialisma við Islendinga. Það er mjög áriðandi. Og að lokum skal ég gefa yður tvö ágæt ráð. Ráðið þér Júða í fjármálaráð- herraembættið ég sem hirðfífl skuluð þér ráða afdankaðan hér- aðsstjóra (Gauleiter).“ R'bbenirop eyðilagSi alli saman Þrátt fyrir Lútherstrú Islend- inga hefði mátt skapa á hinni fræðslu eyju ríki í anda hinnar norrænu guðadýrkunar Alfred Rosenbergs. Og herráðin í Bendl ’ergötu og á Tirpitzbökkum voru farin að eygja örugga kafbáta- höfn — en Ribbentrop einn koll- varpaði þessu öllu saman. Það fauk í hann vegna þess að hvorki honum né neinum starfsmanni úr ráðuneyti hans hafði verið boðið konungdómur yfir íslandi. Þar með hjaðnaði hin íslenzka konungskóróna í eitt skipti fyrir öll niður og varð að engu. Nú baðar prinsinn af Schaum- burg-Lippe sig ekki í íslenzkum goshverum, sem honum þó hafði eitt sinn verið boðið. Alexandra princessa getur heldur ekki tínt nelikkur og rósir í gróðurhúsum Reykjavíkur, né heldur sótt þangað þroskaða banana fyrir matborð sitt. I stað þess fær hún öðru hverju heimsókn í íbúð sína í Wiesbanden og þeir sem hugsa bezt til hennar færa henni Alpafjólur. En bóndi hennar leit- ar uppi óvátryggðar sálir í þágu -vátryggingarfélags þess er hann starfar fyrir. Glataði konungsríki Af þegnum þriðja ríkisins sem lifað hafa af stríðið og afleiðing- ar þess, er varla nokkur maður sem hefur orðið jafn átakanlega fyrir hattbarði þjóðemisstefn- unnar þýzku, sem prinsinn af Schaumburg-Lippe. Hann missti hvorki meira né minna en heilt konungdæmi úr höndum sér, og það er meira en flestir aðrir geta sagt. Hitt er svo annað mál hvort bandamenn hetfðu ekki rekið hann frá völdum, er þeir her- námu ísland vorið 1940, og það jafnvel þótt hann hefði haft Júða sem fjármálaráðherra og þýzkan héraðsstjóra sem hirðfífl. — VISIR NYIR CANADAMENN Endurnýið kynningu yðar við GEVAERT Notfærið þetta sérstaka tilboð Kaupið hina undraverðu nýju GEVABOX 1 20 myndavél Með mörgum sérfræðilegum einkennum Fullkomin með leifturtækjum Einnig LJÓMANDI FAGURRI LEÐURHANDTÖSKU Einnig TVÆR RÓLUR AF GEVAERT FILM Gevapan eða Gevachrome Europe’s favorite roll film Efþér höfðuð áhuga fyrir ljósmynda- gerð í Evrópu, munuð þér eflaust hafa notað Gevaert Rollfilm — val flestra óæfðra og leiðandi sérfræðinga í Evrópu. Hin hraða hájnæma himna (film), sem framleiðir meiri ígráan blæ og betri frumplötur. Til fyrsta fokks ljósmyndagerðar, munuð þér verða jafn ánægðir með Gevabox 120 myndavélina — búin til í Þýzkalandi og sérstakega fyrir Gevaert. Sem hefur 3 mismunandi sjónglers fjar- lægðir: F8, 11, 16 brenniglers stillir, til myndatöku mjög nærri, meðal fjarlægð og óravegu frá. Hinum saman þjappaða leifturútbúnaði (flach attachment) má koma fyrir á auðveldan og tryggan hátt. Til að eignast þessa undraverðu nýju kassamyndavél, með tilheyrandi útbún- aði og leifturtækjum, handtösku og tveimur rólum af Gevaert film, og ein- ungis fyrir $14.98, þá rífið þessa aug- lýsingu úr blaðinu, takið hana í næstu lyfjabúð eða ljómyndatækja sölubúð. Ef það er engin Gevaert umboðsmaður í nálægð, þá skrifið til: Gevaert/Canada/ Limited, 345 Adelaide St. W., Toronto. Látið fylgja peninga, banka- eða póst- ávísun, við munum senda pöntunina póstfrítt GEVAERT CANADA Ltd. MINNINGARORÐ: Gísli Jónsson Bíldfell 1865—1952 Minningin um Gísla Bíldfell, manninn hægláta og hógværa, er hugljúf og hrein. Það er ekki að jafnaði að fólk hafi gott eitt að segja um samferðamenn sína lífs eða liðna; en einn þeirra fáu, sem í tölu þeirra er, er Gísli Jónsson Bíldfell. Ég veit ekki af neinum manni, að einum undanteknum, er ætlaði að ganga of nærri rétt- lætistilíinningu Gísla og hann hratt frá sér, sem ekki bar virð- ingar- og velvildarhug til hans. Sumir munu máske segja, að þetta sé lítið hrós, því að þeir, sem sigli svo sjó lífsins, að þeir eignist enga mótstöðumenn eða óvini, séu atkvæðislitlir liðlétt- ingar. En því var ekki svo varið með Gísla. Hann var afbragðs vel gefinn maður til líkama og sálar og gæddur svo miklu lífs- jafnvægi að á honum var helzt engin veik hlið, nema ef að hægt væri að segja, að góðvild og um- burðarlyndi væru veikar hliðar, og þær virðast stundum vera það í flýti og kapphlaupi yfirstand- andi tíðar, þó að þær væru taldar til manndyggðanna í gamla daga. Gísli var fæddur á Torfastöð- um í Grafningi í Árnessýslu á Islandi 17. júlí 1865. Foreldrar hans voru Jón Ögmundsson hreppstjóri og kona hans Þjóð- björg Ingimundardóttir frá Króki í Grafningi. Þegar Gísli var ársgamall dó Ögmundur Jónsson afi hans á Bíldsfelli, og fluttist hann þá að Bíldstfelli ásamt foreldrum sínum og ólst þar upp og átti heima unz að hann flutti vestur um haf ásamt föður sínum og fimm systkinum árið 1887, þá 22 ára gamall. Uppvaxtarár Gísla á íslandi voru svipuð uppvaxtarárum sveitadrengja á þeirri tíð í því landi, — farið að nota kraftana til snúinga og smávika undir eins og þeir leyfðu. Viðurværi og aðbúnaður allur var þó fram yfir það almenna, því að for- eldrar hans voru velmegandi. Mentun fékk Gísli litla á Is- landi aðra en heimilismentun, sem í þá daga var notadrjúg, og eins árs barnaskólamentun á Þingvöllum, þar sem séra Jens Pálsson var skólastjóri og fanst honum svo mikið til um náms- gáfu Gísla og upplag, að hann gerði hverja tilraunina eftir aðra til að fá föður hans til að kosta hann til náms, en faðir hans fann sig ekki færan um að kosta alla syni sína í æðri skóla, en vildi ekki gera upp á milli þeirra. Þegar vestur til Canada kom vann Gísli við járnbrautarvinnu á sumrin, en við skógarhögg á veturna í nokkur ár, en árið 1891 kvæntist hann Valgerði Eiríks- dóttur frá Árhrauni á Skeiðum, ágætiskonu, tók hann þá við bús- forráðum hjá föður sínum í Þingvallanýlendunni, en hann var þá farinn að þreytast og eldast. Ekki ílengdist Gísli lengi í Þingvallanýlendunni, því bæði var það, að þrengjast tók i ný- lendunni með stöðugum inn- flutningi nýrra landnema og svo hitt, sem verra var, að vatnsból tóku að þorna svo að til vand- ræða horfði fyrir þeim, sem bún- ir voru að koma upp dálitlum gripastofni, svo að hann og fjöl- skylda hans flutti sig burt úr ný- lendunni árið 1892 og vestur til Fishing Lake í Saskatchewan, þar sem að hann bjó á þriðja ár, en flutti þá til Foam Lake, ásamt tveimur öðrum fjölskyldum — Ingimundi Eiríkssyni, svila sín- um, og Stefáni Ólafssyni •— og voru þeir fyrstu íslenzku fjöl- skyldufeðurnir, er námu lönd og byggðu á slettunum við Foam Lake, — fyrirrennarar hinna miklu og mannmörgu Vatna- bygða íslendinga í Sask. Gísli nam land rétt við Foam Gísli Jónsson Bíldfell Lake vatnið, sem þá var miklu stærra og vatnsmeira en það er nú og byggði hús sitt við þjóð- veg, sem hjarðmenn, er áttu heima miklu lengra vestur, höfðu lagt og troðið og lá til Yorkton, 75 mílum austar. Hann byggði ekki skála sinn um þveran þjóðveginn, eins og landnáms- konan á Islandi, en hann byggði hann alveg við hann, og þar nutu langferðamenn og vegfar- endur skjóls og hressingar, hvort heldur þá bar að garði á nótt eða degi. Á þessu landi, sem að hann bætti smátt og smátt við, unz að hann átti 960 ekrur af landi í einni heild, bjó Gísli umfangsmiklu búi í 34 ár, eða .til ársins 1929, að hann af- henti Jóni syni sínum bújörðina og flutti inn í bæinn Foam Lake. Honum var það mikið ánægju- efni, að þegar Jón flutti af land- inu og hóf bílaviðgerð og verzlun í bænum Foam Lake þá tók Al- bert sonur Jóns að sér landnáms- jörð Gísla afa síns og situr hana með sæmd og prýði. Gísli tók mikinn og róttækan þátt í velferðarmálum bygðar sinnar; hann sló að vísu ekki mikið um sig og leitaði aldrei upphefðar að fyrra bragði, var á því sviði sem öðrum hinn hóg- væri liðsmaður, ábyggilegur, orðheldinn, bjartsýnn og stefnu- fastur; eftir að hafa grandskoðað viðfangsefnin átti hann erfitt með að breyta um skoðun og stefnu. Hann var allra manna bóngreiðastur — gat naumast neitað greiða, þegar hann var um hann beðinn og átti kost á að veita hann; sem dæmi má benda á, að til hans var alltaf leitað þegar vitja þurfti læknis, sem var í 75 mílna fjarlægð frá byggðinni, og því aldrei sóttur fyr en í óefni var komið, en þá brást Gísli aldrei, hvort heldur var á nóttu eða degi, í sumar- blíðu eða vetrarhörkum. I einni slíkri ferð slasaðist hann svo, að hann beið þess aldrei bætur. Hestar hans, sem voru þeir fjör- mestu, sem að til voru í byggð- inni, fældust um miðja nótt í niðamyrkri og veltu um vagn- inum og kastaðist Gísli út úr honum svo hastarlega að mjaðm- arliðurinn raskaðist, og gekk hann haltur æ síðan. Ekki æðr- aðist Gísli út af þessu slysi, þó að hann ætti lengi í því og liði mikið. Það var verk, sem að hann var að inna af hendi til velferðar bygðarbúum og sam- löndum sínum. Þannig vann Gísli að velferðarmálum bygðar sinn- ar, að því er ég bezt veit, öðrum en safnaðarmálum. Hann var forseti Foam Lake safnaðar í mörg ár. Heimilisfaðir var Gísli ágætur, ekki aðeins að því er heimilis- framfærzluna snerti, heldur í viðmóti og framkomu allri. Jón sonur hans segir í bréfi til mín, „að betri föður hafi ekki verið hægt að hugsa sér“. Hógværð og góðvild Gísla og glaðværð og bjartsýni Valgerðar konu hans gerði heimili þeirra að sælureit, þar sem þau einhuga réðu ráð- um sínum og mættu blíðu og stríðu í einingu og góðvild. Þeim Gísla og Valgerði varð 12 barna auðið; þrjú þeirra eru dáin, tveir drengir dóu á fyrsta árinu og ein stúlka á 12 ári. Níu eru á lífi; þau eru: Jón Þorsteinn, giftur Guðrúnu Torfadóttur, Foam Lake; Krist- björg Elín, gift Vigfúsi Árna- syni, Foam Lake; Jónína Elín, ógift, á heima í Flin Flon, Man.; Ágústína Gróa, gift Otto Hrapp- sted, Leslie, Sask.; Guðrún Gróa, gift Duncan Vanderlinden, Foam Lake; Karólína Þuríður, gift Arthur Hagen, Foam Lake; Gíslína Valgerður, gift Lester Howe, Flin Flon, Man.; Ólafur, giftur Winfred Wilde, Foam Lake; Ástríður, gift Earl Modill, í'oam Lake. — Auk þessara níu barna, sem öll eru myndarleg og vel gefin, lifa afa sinn 35 barna- börn og 26 barnabarnabörn. ■— Konu sína, Valgerði, misti Gísli 16. maí 1945, en sjálfur lézt hann 17. maí 1952, nærri 88 ára gamall. Hann var jarðsunginn frá United kirkjunni í Foam Lake að miklu fjölmenni viðstöddu af Rev. H. E. Fennell og lagður til hvíldar í Bertdale grafreitnum, sem er á heimilisréttarlandi hans og hann hafði lagt sveitarfélagi sínu til fyrir hinzta hvíldarstað. Líkmenn voru tengdasynir hans. —J. J. B. Director Line Elevators Farm Service Winnipeg, Manitoba A New Exhibit— See ií at the Fair Something completely new and different in travelling agri- cultural exhibits has been launched on a tour of Western Canada by the Line Elevators Farm Service. Maintaining their reputation for attractive and in- structive agricultural exhibits, the Line Elevator companies wil be represented at the ‘B’ and ‘C’ class Fair circuits in Western Canada by another “Agricultur- al Show on W'heels.” This mod- ern educational display is an- ofiher step forward in the pro- gram of agricultural work de- signed to promote better and more profitable farming practic- es in the Prairie Provinces. A Luxury Trailer. The 1953 mobile exhibit is a large luxury trailer, containing a number of attractive, entertaining and in- structive agricultural displays. It is fihe latest word in “travel- ling farm schools.” One of the suibjects featured fihis year is “Farm Safety.” Meóhanically- operated small scale models show fihe main causes of farm accidents. Another exhibit deals with “Soil Erosion;” while a fihird display is an interesting “peep show” portraying the more important insect enemies of agriculture in Western Can- ada. The current exhibit will carry a full line of authoritative publications dealing with major crop production problems. These are available to farmers, free of charge. A member of the Farm Service Department will be on hand to answer questions. An Invitaiion. We extend a cordial invitation to alL our readers, particularly farm peo- ple and grain buyers, to visit our new 1953 Agricultural Exhibit- ion w*hen it is on display at their local fair. Watch your local news paper for furfiher announce- ments. Line Elevator grain buy- ers are urged to put fiheir full support behind fihe activities of their local Agricultural Society. Help to make your own com- munity fair an outstanding suc- cess in 1953. Let’s see you at the Fair!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.