Lögberg - 23.07.1953, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 23. JÚLI, 1953
5
wwvwvvvvwvvvvvwwwvwvww*
AtiUSAMAL
rVCNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ER TENGDAMAMMA ORÐIN GRÝLA?
Úrslit Álþingiskosninganna
Ótal skrítlur eru birtar í blöð-'
um og tímaritum um tengda-
mömmu; byggjast ,þær margar á
því hve hún sé yfirgangssöm,
hve tengdasonur hennar óttist
hana, og hafi óbeit á henni;
ekkert er honum eins illa við og
heimsóknir hennar. JÞá eru ótelj-
andi ritgerðir hinna svokölluðu
sálarfræðinga nútímans, er leit-
ast við að sýna fram á, að af-
skipti tengdamömmu af heimilis-
lífi ungra hjóna séu stórhættu-
leg lífshamingju þeirra. Skáld-
söguhöfundar hafa gripið þessa
hugmynd á lofti, og hún hefir
verið fléttuð inn í fjölda smá-
sagna og í langar skáldsögur.
Sagt er að móðirin vilji ekki
sleppa hendinni af syni sínum
þótt hann sé kvæntur og sé
öfundsjúk yfir þeim áhrifum,
sem hin unga kona hans hefir
á hann; þetta leiði oft til tog-
streytu milli tengdamóðurinnar
og tengdadótturinnar um hinn
unga mann; þetta gangi stund-
um svo langt, að móðirin spilli
milli hjónanna, hjónabandið
sundrist, og hún nái þannig syni
sínum aftur.
Aðrar sögur fjalla um það, að
móðirin vilji öllu ráða á heimili
dóttur sinnar þegar hún giftist;
krefjist þess að hún skýri sér
frá ágreiningsmálum milli henn-
ar og manns hennar, hversu
smávægileg sem þau eru, dragi
alltaf taum hennar, en áfellist
hinn unga mann. Þannig vaxi
öll ágreiningsatriði svo í augum
hinnar ungu konu, að hún verði
sáróánægð í hjónabandinu. Og
enn aðrar sögur eru um hin ó-
hollu áhrif, er amman hefir á
barnabörn sín, hún skemmi þau
og taki ráðin af foreldrunum
varðandi uppeldi þeirra.
Þessar sögur, mér liggur við
að segja, þessar skipulögðu árás-
ir á tengdamæður, eru orðnar
svo algengar og víðtækar, að
ungt fólk er farið að leggja trún-
að á þær. Tengdafeðurnir hafa
sloppið að mestu við þessar ásak-
anir, en tegndamæðurnar eru
taldar sökudólgarnir í svo fjölda
mörgu, sem illa fer hjá ungum
hjónum. Þetta hefir þau áhrif,
að ungar konur byrja hjúskapar-
lífið með því að líta tengdamæð-
ur sínar tortryggnisaugum; þær
búast við öllu illu af þeim.
Sambandið milli ungrar eigin-
konu og tengdamóður hennar
ætti í eðli sínu að vera náið og
ástríkt, en vegna þessa áróðurs,
sem hér hefir verið vikið að,
hefir grundvöllurinn að því sam-
bandi verið fyrirfram spiltur;
ungu konunni hættir við að
gruna tengdamóður sína um
græsku hvað sem hún segir eða
gerir; henni hættir við að reyna
að slá algeru eignarhaldi á mann
sinn og reyna að inniloka hann
frá áhrifum móður hans. —
Vitanlega finnast dæmi þess,
að mæður eru of ráðríkar og af-
skiptasamar varðandi heimilis-
líf barna sinna, en allur fjöldi
þeirra óskar börnum sínum alls
hins bezta, og þær skilja að ekk-
ert eykur velferð þeirra eins og
hamingjusamt hjónaband; þær
reyna því á allan hátt að auka
þá hamingju í stað þess að spilla
henni. Ég hef oft séð tengda-
mæður verða barnslega glaðar,
ef tengdadóttir þeirra eða tengda
sonur hefir sýnt þeim sérstaka
nærgætni eða hlýleika. Móðirin
óskar þess heitt þegar hún giftir
dóttur sína að orðatiltækið sann-
ist, að hún hafi ekki misst dóttur
sína, heldur eignast son. Sömu-
leiðis þegar sonur hennar kvæn-
ist vonast hún til af öllu hjarta,
að hún megi njóta sonarástar
hans eftir sem áður, auk ástríkis
hinnar nýju dóttur sinnar.
Hin unga eiginkona ætti ekki
að leggja of mikinn trúnað á
hinar leiðinlegu sögusagnir um
tengdamæður; þær eru aðeins
sannar í einstökum tilfellum.
Hún ætti hins vegar að reyna
að þekkja og skilja tengdamóður
sína sem bezt, því hún er konan
sem ól upp manninn hennar. Ef
til vill hefir hann þegið i arf,
einmitt frá móður sinni, marga
þá eiginleika, sem konu hans
þykir vænst um í fari hans. Víst
er um það, að móðir hans hefir
elskað hann og annast um hann
frá því að hann var ósjálfbjarga;
hún hefir lagt á sig miklar fórnir
til þess að þroska hann og
mennta þar til hann varð það
mannsefni, sem hin unga kona
varð hugfangin af. Því ætti þá
ekki hinni ungu eiginkonu að
þykja vænt um tengdamóður
sína, sem hefir gefið henni slíkan
son, og því ætti hún ekki að
veita tegndamóður sinni hlut-
deild í hamingju sinni í stað
þess að amast við því þótt henni
þyki enn vænt um son sinn og
beri umhyggju fyrir velferð hans
’ og heimili hans?
Og hver er ástúðlegri en
amma í garð barnabarna sinna?
Sambandið milli þeirra yngstu
og elztu í fjölskyldunni er mjög
náið. Þau börn, sem aldrei hafa
átt samfélag við afa eða ömmu
fara mikils á mis. Þau hafa unun
af að kenna og leiðbeina börn-
unum; þau líta eftir þeim og
annast þau þegar móðirin þarf
öðru að sinna, og börnin læra
að bera virðingu fyrir þeim og
öðru eldra fólki. Börnin verða
því aðeins að nýtum mönnum og
konum, að þeim hafi verið inn-
rætt að bera virðingu fyrir for-
eldrum sínum, ömmu og afa, og
öllu því, sem fagurt er og gott.
Það er hægt að spilla hugar-
fari fólks og leiða það á villi-
stigu með skrifum eins og
þeim, er gert hafa tengdamæð-
urnar að skotspæni. Hinar sálar-
fræðislegu böllaleggingar í rit-
gerðum og skáldsögum eru nú-
tíma fyrirbrigði og hafa í mörg-
um tilfellum gert meira ilt en
gott. Sem dæmi má benda á þá
kenningu sálarfræðinganna, að
ekki megi aga börnin, því það
hamli þroska þeirra! Þessari
kenningu gleypti fjöldi fólks við
á tímabili, með þeim árangri, að
óvitarnir réðu oft meiru á heim-
ilunum en fullorðna fólkið. —
Verður það mál seinna tekið til
umræðu í þessum dálkum.
Tilfinningar frumstæðs fólks
eru oft óspiltari, dýpri og sann-
ari, en tilfinningar nútíma
fólks, sem er sífelt beitt alls
konar áróðri í blöðum, bókum,
útvarpi og kvikmyndum. Eina
fegurstu frásögn í bókmennt-
unum um ástúðlegt samband
milli tengdamóður og tengda-
dóttur er að finna í Rutarbók
Gamla Testamentisins.. Tengda-
mæðgurnar höfðu báðar mist
eiginmenn sína. Eldri konan,
Noomí, var að leggja af stað til
æskustöðva sinna, og Rut var
að fylgja henni á leið, en þegar
til kom, gat hún ekki fengið af
sér að skilja við tengdamóður
sína, og hún segir:
„Legðu eigi að mér um það að
yfirgefa þig og hverfa aftur, en
fara eigi með þér; því að hvert
sem þú fer, þangað fer ég, og
hvar sem þú náttar, þar nátta
ég; þitt fólk er mitt fólk og þinn
guð er minn guð. Hvar sem þú
deyr, þar dey ég, og þar vil ég
vera grafin. Hvað sem Drottinn
lætur fram við mig koma, þá
skal dauðinn einn aðskilja þig
og mig.“
Berið þessa frásögn saman við
grýlumyndina af tengdamóður-
inni í bókmenntum nútímans.
Frá þingfylgi flokkanna á Al-
þingi eftir síðustu kosningar
hefir áður verið skýrt hér í blað-
inu, en hér fara á eftir úrslit í
hinum einstöku kjördæmum, að
Reykjavík undanskilinni, en
þaðan hafa nýkomin blöð ekki
fullar fregnir. Fullnaðartalningu
í Norður-Múlasýslu var nýlokið,
en þar voru endurkosnir þeir
Páll Zophoníasson og Halldór
Ásgrímsson.
A—táknar Alþýðufl. F—Fram
sóknarfl. S—Sjálfstæðisfl. K—
Kommúnista. L. Lýðveldisfl., og
Þ—Þ j óð var narf 1.
Þessir menn hlutu uppbótar-
þingsæti:
Uppbólarþingsætin
Samkvæmt lauslegum út-
reikningum í gærkveldi verður
jöfnunartala uppbótarþingsæta
að þessu sinni 1055, og sam-
kvæmt því fær Alþýðuflokkur-
inn fimm uppbótarþingmenri.
Verða það Gylfi Þ. Gíslason,
Hannibal Valdimarsson, Emil
Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson
og Guðmundur í. Guðmundsson.
Kommúnistar fá eirinig fimm
uppbótarþingmenn og verða það
Brynjólfur Bjarnason, Gunnar
J óhannsson, Finnbogi Rútur
Valdimarsson, Karl Guðjónsson
og Lúðvík Jósefsson.
Þjóðvarnarflokkurinn fær einn
uppbótarþingmann, Berg Sigur-
björnsson.
Hafnarf jörður
Emil Jónsson, A. 1054 atkv.
og 75 á landslista, 1129.
Eiríkur Pálsson, F. 123 atkv.
og 14 á landslista, 137.
Magnús Kjartansson, K. 297
atkv. og 22 á landslista, 319.
Ingólfur Flygenring, S. 1193
atkv. og 32 á landslista, 1225.
Landlisti Lýðveldisfl. 11.
Landlisti Þjóðvarnarfl. 87.
ísafjörður
Hannibal Valdimarsson, A. 581
atkv. og 13 á landslista, 594.
Landslisti Framsóknarfl. 13.
Haukur Helgason, K. 86 atkv.
og 5 á landslista, 91.
Kjartan Jóhannsson, S., 730
atkv. og 7 á landlista, 737.
Landlisti Lýðveldisfl. 6
Landslisti Þjóðvarnarfl. 10.
Sigluf jörður
Erlendur Þorsteinsson, A. 352
atkv. og 14 á landslista, 366.
Jón Kjartansson, F. 177 atkv.
og 9 á landslista, 186.
Gunnar Jóhannsson, K. 412
atkv. og 16 á landslista, 428.
Einar Ingimundarson, S. 477
atkv. og 7 á landslista, 484.
Landslisti Lýðveldisfl. 8.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 9.
Akureyri
Steindór Steindórsson, A. 431
atkv. og 87 á landslista, 518.
Kristinn Guðmundsson, F. 774
atkv. og 103 á landslista, 877.
Steingrímur Aðalsteinsson, K.
555 atkv. og 75 á landslista, 630.
Jónas Rafnar, S. 1328 atkv. og
72 á landslista, 1400.
Landslisti Lýðveldisfl. 43.
Bárður Daníelsson, Þ. 197 atkv.
og 73 á landslista, 270.
Seyðisf jörður
Eggert G. Þorsteinsson, A. 114
atkv. og 10 á landslista, 124.
Landslisti Framsóknarfl. 10.
Steinn Stefánsson, K. 54 atkv.
og 3 á landslista, 57.
Lárus Jóhannesson, S. 202
atkv. og 10 á landslista, 212.
Landslisti Lýðveldisfl. 5.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 6
V esf mannaey j ar
Elías Sigfússon, A. 182 atkv.
og 35 á landslista, 217.
Helgi Benediktsson, F. 189
atkv. og 35 á landslista, 224.
Karl Guðjónsson, K. 475 atkv.
og 27 á landslista, 502.
Jóhann Þ. Jósefsson, S. 737
atkv. og 48 á landslista, 785.
Alexander Guðmundsson, L.
80 atkv. og 15 á landslista, 95.
Hrólfur Ingólfsson, Þ. 137 atkv.
og 23 á landslista, 160.
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Guðmundur í. Guðmundsson,
A. 1043 atkv. og 140 á landslista,
1183.
Þórður Björnsson, F. 375 atkv.
og 56 á landslista, 431.
Finnbogi R. Valdimarsson, K.
833 atkv. og 139 á landslista, 972.
Ólafur Thors, S. 1793 atkv. og
185 á landslista, 1978.
Egill Bjarnason, L. 90 atkv. og
47 á landslista, 137.
Ragnar Halldórsson, Þ. 210
atkv. og 115 á landslista, 325.
Borgarf jarðarsýsla
Benedikt Gröndal, A. 506 atkv.
og 42 á landslista, 584.
Haukur Jörundsson, F. 338
atkv. og 21 á landlista, 359.
Haraldur Jóhannsson, K. 206
atkv. og 11 á landslista, 217.
Péíur Ottesen, S. 859 atkv. og
26 á landslista, 885.
Landslisti Lýðveldisfl. 11.
Páll Sigurbjörnsson, Þ. 55
atkv. og 11 á landslista, 66.
Mýrararsýsla
Aðalsteinn Halldórsson, A. 19
atkv. og 12 á landslista, 31.
Andrés Eyjólfsson, F. 419 atkv.
og 14 á landlista, 433.
Guðmundur Hjartarson, K. 88
atkv. og 7 á landslista, 95.
Pétur Gunnarsson, S. 399
atkv. og 21 á landslista, 420.
Landslisti Lýðveldisfl. 10.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 39.
Snæfellsnessýsla
Ólafur Ólafsson, A. 242 atkv.
og 16 á landslista, 258.
Bjarni Bjarnason, F. 388 atkv.
og 16 á landslista, 404.
Guðmundur J. Guðmundsson,
K. 97 atkv. og 10 á landslista, 107.
Sigurður Ágústsson, S. 795
atkv. og 21 á landslista, 816.
Landlisti Lýðveldisfl. 10.
Ragnar Pálsson, Þ. 15 atkv. og
18. á landslista, 33.
Dalasýsla
Landslisti Alþýðufl. 1.
Ásgeir Bjarnason, F. 353.
Ragnar Þorsteinsson, K. 27.
Friðjón Þórðarson, S. 304.
Landslisti Lýðveldisfl. 2.
Landlisti Þjóðvarnarfl. 10.
Barðastrandasýsla
Gunnlaugur Þórðarson, A. 178
atkv. og 12 á landslista, 190.
Sigurvin Einarsson, F. 449
atkv. og 22 á landslista, 471.
Ingimar Júlíusson, K. 69 atkv.
og 19 á landslista, 87.
Gísli Jónsson, S. 508 atkv. og
12 á landslista, 520.
Landslisti Lýðveldisfl. 5.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 36.
Vestur-ísaf j arðarsýsla
Ólafur Þ. Kristjánsson, A. 172
atkv. og 6 á landslista, 178.
Eiríkur Þorsteinsson, F. 370
atkv. og 8 á landslista, 378.
Sigurjón Einarsson, K. 36 atkv.
og 2 á landslista, 38.
Þarvarður Garðar Kristjáns-
son, S. 341 atkv. og 8 á lands-
lista, 349.
Landslisti Lýðveldisfl. 2.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 8.
Norður-ísaf jarðarsýsla
Kristinn Gunnarsson, A. 244
atkv. og 11 á landslista, 255.
Þórður Hjaltason, F. 86 atkv.
og 11 á landslista, 97.
Jóhann E. Kúld, K. 34 atkv.
og 12 á landslista, 46.
Sigurður Bjarnason, S. 519
atkv. og 10 á landslista, 529.
Landslisti Lýðveldisfl. 6.
Ásgeir Höskuldsson, Þ. 25
atkv. og 4 á landslista, 29.
Strandasýsla
Steingrímur Pálsson, A. 71
atkv. og 2 á landslista, 73.
Hermann Jónasson, F. 441
atkv. og 16 á landslista, 457.
Gunnar Benediktsson, K. 56
atkv. og 2 á landslista, 58.
Ragnar Lárusson, S. 209 atkv.
og 5 á landslista, 214.
Landslisti Lýðveldisfl. 7.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 30.
V estur-Húnavatnssýsla
Kjartan Guðnason, A. 31 atkv.
og 0 á landslista, 31.
Skúli Guðmundsson, F. 318
atkv. og 8 á landslista, 326.
Björn Þorsteinsson, K. 48
atkv. og 3 á landslista, 51.
Jón ísberg, S. 290 atkv. og 8
á landslista, 298.
Landslisti Lýðveldisfl. 4.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 11.
Austur-Húnavatnssýsla
Pétur Pétursson, A. 68 atkv.
og 10 á landslista, 78.
Hannes Pálsso'n, F. 370 atkv.
og 15 á landslista, 385.
Sigurður Guðgeirsson, K. 51
atkv. og 8 á landslista, 59.
Jón Pálmason, S. 610 atkv. og
16 á landslista, 626.
Landslisti Lýðveldisfl. 6.
Brynleifur Steingrímsson, Þ.
42 atkv. og 8 á landslista, 50.
Skagaf j arðarsýsla
Magnús Bjarnason, A. 202
atkv. og 10 á landslista, 212.
Steingrímur Steinþórsson, F.
879 atkv. og 23 á landslista, 902.
Jóhannes úr Kötlum, K. 116
atkv. og 6 á landslista, 122.
Jón Sigurðsson, S. 598 atkv.
og 10 á landslista, 608.
Landslisti Lýðveldisfl. 18.
Landslisti Þjóðvarnarfl. 48.
Framhald á bls. 8
ÍSLENDINGADAGURINN
2. ÁGÚST 1953, SEATTLE WASHINGTON,
haldinn að Silver Ldke
SKEMMTISKRÁ 2 P.M.
Forseti .......................G. P. JOHNSON
Söngstjóri E. BREIDFORD
Accompanist MRS. H. M. EASTWOLD
STAR SPANLED BANNER
Ó, GUÐ VORS LANDS
ÁVARP FORSETA G. P. Johnson
SOLO ..........................Julíus Samúelson
ÁVARP FJALLKONUNNAR Mrs. Margaret Kristjánson
SÖNGUR, Fósturlandsins Freyja Allir
RÆÐA á íslenzku Rev. E. S. Brynjólfsson
SOLO Elías Breidford
SPEECH in English .............S. O. Thorlakson
MUSICAL ACT Thorlakson Family
Sig. Thorlakson, Hazel Thorlakson, Sigurd 13 years and Polly Ann 8 years
COMMUNITY SINGING ......................All
GESTIR:
Hon. K. F. Frederick, Consul for Iceland, Dr. H. Sigmar
ELDGAMLA ÍSAFOLD
MY COUNTRY TIS OF THEE
+
SPORTS PROGRAM 3.30 P.M.
Events for young and old — Cash Prizes
Soft Ball Game for all
Free Cojjee all day
COMMITTEE:
Jón Mafnússon, Chairman, J. J. Middal, S. S. Thordarson,
Bill Kristjánson, T. E. Samúelson,, Fred J. Fredrickson,
G. P. Johnson, Arthur Kristjánson, Steve Johnson
EIGID ÞÉR HEIMA í NORTH CENTRE?
SÉ svo.
Þó veitið athygli oð North Centre er nú STÆRRA
kjördæmi. Þér þarfnist stjórnarþingmanns með
lífsreynslu, sem fús er ó að berjast
fyrir núgranna sína!
Greiðið
atkvæði vegna
voldugra
North Centre
með
GREIÐIÐ
LIBERAL
ATKVÆDI!
Endurkjósið
ST. LAURENT!
Mikill foringi fyrir
voldugra Canada
PETER
TARASKA
• Bæjarfulltrúi
• Hefir setið í skólaráði
• Velferðarnefnd almennings
® Sjúkrahúsanefnd
• Lögreglunefnd
• Ölull athafnamaður
• Fæddur í North Centre
Published by North Centre Liberal Association.