Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
-----------------------------------«-
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 6. ÁGÚST, 1953
NÚMER 33
VERNDIÐ ÞJÓÐEININGUNA MEÐ ENDURKOSNINGU LIBERAL FLOKKSINS
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
26. JÚLÍ
Það var ekki eitt, heldur
raunmni alt, sem stuðlaði að því
að gera síðastliðinn Islendinga-
dag á Gimli, að hrífandi og ó-
gleymanlega fagurri hátíð, veð-
urblíðan, margmennið, er nam
nálega fjórum þúsundum og
hinn mildi, en alvöruþrungni
andi, er þar sveif yfir vötnunum
vegna aldarminningar hins stór-
brotna og útskygna skálds,
Stephans G. Stephanssonar.
Forsæti skipaði Jón K. Laxdal,
er leysti starf sitt af hendi með
prýði og miklum skörungsskap.
Ávarp Fjallkonunnar var glæsi-
legt, og slíkt hið sama mátti
segja um kveðju G. L. Jóhanns-
sonar ræðismanns frá forseta Is-
lands og ríkisstjórninni íslenzku,
sem og ávarpsorð B. Egilssonar
Kunnur stjórn-
mólamaður lótinn
Síðastliðinn föstudag lézt af
völdum krabbameins á sjúkra-
húsi í New York Robert A.
Taft, einn hinna harðsnúnustu
forustumanna Republicana-
fiokksins í Bandaríkjunum, er
tíðum var nefndur Mr. Republi-
can; hann var á sextugasta og
fjórða aldursári .þegar hann
lézt, sonur Williams Taft forseta.
Senator Taft gerði þrjár tilraun-
ir í þá átt, að ná forsetaútnefn-
ingu af hálfu flokks síns, án
þess að árangur bæri; hann var
jafnan ósigrandi til Senatakjörs
í Ohioríkinu og var frá síðustu
kosningum framsögumaður Re-
publicana í öldungadeildinni;
hann lætur eftir sig konu sína,
sem mjög er farin að heilsu,
ásamt fjórum sonum; útför
Senator Tafts fór fram á kostn-
að ríkisins, er hófst með virðu-
legri athöfn í þinghúsi þjóðar-
innar í Washington; síðan var
líkið flutt flugleiðis til heima-
borgar hins látna stjórnmála-
manns, Cincinnati í Ohio, en þar
voru flutt hin hinztu kveðjumál
í lítilli prestyberiakirkju.
Lögð af stað
til íslands
Á mánudaginn lögðu af stað
til íslands, til ársdvalar þar,
prestshjónin frá Seattle, þau
séra Eric H. Sigmar og Svafa,
kona hans. Séra Eric gerir ráð
fyrir að stunda nám í guðfræði-
deild Háskóla Islands næstkom-
andi vetur, efi síðar býst hann
við að dvelja um hríð við Há-
skólann í Lundi í Svíþjóð. Nýtur
hann námsstyrks frá Háskóla
íslands, og sömuleiðis frá
fræðslumáladeild United Luth-
eran Church in America. Fengu
þau hjón leyfi safnaðar síns í
Seattle til ársdvalar í Evrópu;
en þar vestra, sem annars staðar
þar sem þau eru kunnug, njóta
þau mikilla vinsælda, og vorif
þau kvödd þar með veizlu og
stórgjöfum. 1 fjarveru séra
Erics þjónar frændi hans, séra
Octavíus Thorlaksson Hallgríms
söfnuði.
Lögberg óskar þessum ungu,
glæsilegu hjónum allrar blessun-
ar á ferðum þeir'ra, og vonar að
frami þeirra megi verða sem
mestur.
bæjarstjóra á Gimli og Camp-
bells forsætisráðherra.
Blandaður kór undir forustu
Jóhannesar Pálssonar, ágætlega
þjálfaður, veitti hinum mikla
mannfjölda ósegjanlega ánægju;
við hljóðfærið, flokknum til að-
stoðar, var systir söngstjórans,
frú Lilja Martin.
Aðalræðumenn hátíðarinnar
voru þeir séra Einar Sturlaugs-
son prófastur á Patreksfirði, er
minntist Islands og þá einkum
Stephans G. Stephanssonar, og
prófessor Watson Kirkconnell,
forseti Acadia-háskólans í Nova
Scotia, er lýsti í stórum dráttum
ævi og áhrifum hins mikla
skálds; voru báðar ræðurnar
snildarlega samdar og fluttar hið
bezta. Prófessor Finnbogi Guð-
mundsson kynti mannsöfnuðin-
um séra Einar, en prófessor
Skúli Johnson gerði kunnugan
prófessor Watson Kirkconnell,
og mæltist þeim báðum, svo sem
vænta mátti, með ágætum.
Að þessu sinni var aðeins flutt
eitt kvæði á íslendingadeginum,
helgað Stephani G., orti það og
flutti Guttormur J. Guttormsson.
Stutt, en hlýyrt ávarp flutti og
frú Rósa Benediktsson, dóttir
skáldjöfursins, sem nú var verið
að minnast, og jók það mjög á
fögnuð samkomugesta.
Mikið var um kvöldið um al-
menningssöng og loks voru sýnd-
ar kvikmyndir af íslandi, er
Finnbogi prófessor kom með sér
að heiman, og þóttu þær fagrar
og tilkomumiklar.
íslendingadagurinn var þjóð-
ræknishátíð í fyrstu og fremstu
röð.
Stjórnar kreppa
í ítalíu
Stjórn sú í ítalíu, sem Alcide
de Gaspheri hefir veitt forustu
síðan 1945, fékk nýlega van-
traustsyfirlýsingu og beiddist
þegar lausnar; forsetinn bað
hann að vera áfram við völd unz
fram úr því yrði ráðið hver
yrði eftir maður hans; hinn frá-
farandi forsætisráðherra, sem
nú er 73 ára að aldri, hefir jafn-
an verið hlyntur náinni sam-
vinnu við Vesturveldin og kom
því til leiðar, að ítalía gerðist
aðilji að Norður-Atlantshafs-
bandalaginu; hann er formaður
hins svonefnda kristilega lýð-
ræðisflokks, er aðeins hlaut
veikan meirihluta í síðustu kosn-
ingum, sem haldnar voru fyrir
þrem vikum; það getur orðið
hægpa sagt en gert, að mynda
nýja stjórn í Italíu, því and-
stöðuflokkarnir eru sjálfum sér
sundurþykkir og ófúsir til sam-
starfs.
Kommúnistar og hinn róttæk-
ari armur jafnaðarmanna tóku
falli stjórnarinnar með miklum
fögnuði þó slíkt geti orðið
skammgóður vermir; að minsta
kosti er víst um það, og forseti
kveðji ekki foi^nann kommún-
istaflokksins til stjórnarmynd-
unar.
Síðastliðinn sunnudag var
minnisvarði Stephans G. Step-
hanssonar skálds afhjúpaður á
Arnarstapa að viðstöddu miklu
fjölmenni, en nú í haust eru liðin
100 ár frá fæðingu skáldsins.
Rósa Benediktsson, dóttir skálds-
ins, afhjúpaði varðann, sem
gert hefir Ríkharður Jóns-
son myndhöggvari. Minnisvarð-
inn er þrístrendur, hlaðinn úr
stuðlabergi og brimsorfnu grjóti.
I hliðarfletina eru felldar stórar
og þykkar blágrýtishellur úr
Tindastóli og í þær greyptar
koparmyndir eftir Ríkharð. —
Varðinn er 4% metri á hæð og 8
metrar ummáls að neðan. Meðal
ræðumanna var Steingrímur
Steinþórsson forsætisráðherra,
sem flutti ávarp og lýsti upp-
vexti og ævi Stephans G.
Stephanssonar. Hann bauð þá
Vestur-lslendinga, sem þarna
voru staddir, velkomna, og
minntist sérstaklega dóttur
skáldsins, er síðan afhjúpaði
varðann og flutti þakkarávarp
og minntist þess, hve vel íslend-
ingar hefðu tekið kvæðum föður
hennar og þeirri lífsstefnu, sem
hann túlkaði. Hún þakkaði
einnig þá sæmd, er minningu
hans væri gerð með því að reisa
honum varðann. Margar ræður
voru fluttar og mörg kvæði og
mik.ð sungið. Ungmennafélögin
í Skagafirði gengust fyrir því að
reisa minnisvarðann.
☆
Steypuvinnu og allri meiri
háttar byggingarvinnu við Sogs-
virkjunina nýju lýkur í næsta
mánuði. Verður þá farið að reyna
vélar og er ekki unnt að segja,
hve langan tíma það tekur. Von-
ir standa þó til að unnt verði að
taka nýju stöðiná í notkun ein-
hvern tíma í septembermánuði.
Unnið hefir verið að frágangi
véla síðan í fyrrahaust. Véla-
samstæður verða tvær, hvor
túrbínan 22.000 hestöfl og fást
þar 31.000 kílóvött, en þriðja
samstæðan verður sett upp síð-
ar, en hún kemur ekki að full-
um notum fyrr en komið hefir
verið á vatnsmiðlun úr Þing-
vallavatni.
☆
Síldveiði hefir verið talsverð
þessa vikuna, en nokkra sólar-
hringa var þó bræla á miðunum
og flotinn þess vegna í vari eða
í höfn. Síldarsöltun á landinu
öllu mun nema um 100.000 tunn-
um, eða því sem næst, og nokkuð
hefir farið í bræðslu.
☆
Golfþing Islands var nýlega
háð í Reykjavík og var forseti
sambandsins endurkjörinn, Þor-
valdur Ásgeirsson. I samband-
inu eru nú 6 félög og félags-
menn samtals 425. Landsmótið í
golfleik er háð í Reykjavík og
lýkur í dag.
☆
Enn er tíðin góð og heyskapur
gengur ágætlega um allt land.
Grasspretta er hvarvetna frá-
bær og fer saman góð spretta og
nýting heyja. Fyrra slætti er nú
víðast lokið á túnum og heyfeng-
ur þegar orðinn miklu meiri en
í meðallagi víðast hvar. Allt, sem
losað hefir verið, er ýmist komið
inn í hlöðu eða í sæti og munu
hey hvergi hafa hrakist að ráði,
og víðast náðst inn með ágætri
verkun. Vel er og sprottið í mat-
jurtagörðum.
☆
Nýlega var minnst í Sauð-
lauksdal 90 ára afmælis "kirkj-
unnar, sem þar stendur nú, og
var þar margt fólk samankomið.
Kirkja hefir verið í Sauðlauks-
dal frá 1512 og þar hafa þjónað
24 prestar frá upphafi, þeirra
merkastur séra Björn Halldórs-
son, en nú eru liðin 200 ár síðan
hann var prestur í Sauðlauksdal.
☆
Islenzkir sundknattleiksmenn
taka nú í fyrsta skipti þátt í
Norðurlandamótinu í sundknatt
leik, sem háð er í Gjörvik í
Noregi.
Heimsókn sr. Einars
Sturlaugssonar
I ráði er, að sr. Einar Stur-
laugsson leggi í næstu viku af
stað vestur að hafi, þar sem
hann mun dveljast fram eftir
mánuðinum og tala á samkom-
um í Vancouver, Blaine og
Seattle. Verið getur, að hann
stanzi í Vatnabyggðum á leið-
inni vestur. Eru menn beðnir að
veita athygli auglýsingum um
samkomur á hverjum stað um
sig, þar eð íslenzku vikublöðin
koma ekki út í næstu viku og
forvaði því naumur til auglýs-
inga.
Ómótmælanlegt
Hervarnaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Brooke Claxton,
lét þannig ummælt í útvarps-
erindi í fyrri viku, að canadiska
þjóðin væri eina þjóðin í víðri
veröld, sem tekið hefði þátt í
tveimur heimsstyrjöldum og
auk þess veitt sameinuðu þjóð-
unum stórvægilega aðstoð í
Kóreustríðinu, er látið hefði
tekjur og útgjöld jafnan að
minsta kosti standast á og nú á
síðustu árum grynt allverulega
á þjóðskuldinni, auk þess að
lækka skatta.
Forsætisráðherrann, St. Laur-
ent, taldi það hvorki meira né
minna en drengskaparbrot við
sambandsþjóðir Canada, að fara
fram á lækkun útgjalda til her-
varnanna eins og nú væri um-
horfs í heiminum.
Mr. Claxton kvað stjórnina
hafa efnt hvert einasta og eitt
kosningaloforð sitt frá síðustu
kosningum, auk þess sem hún
jafnframt hefði fullnægt öllum
sínum skuldbindingum á al-
þjóðavettvangi.
íhaldsmenn hafa lagt Mr.
Claxton í einelti, en hann sýnist
eigi hafa látið slíkt á sig fá og
beiskju varð hvergi vart í á-
minstu útvarpserindi hans.
Úr borg og bygð
— GIFTING —
Laugardaginn 1. ágúst s.l. voru
gefin saman í hjónband þau
Miss Viola Kristine Sigurdson
og Mr. Donald James Wild, bæði
til heimilis að Lakeland, Man.
Athöfnin fór fram í Fyrstu lút-
ersku kirkju í Winnipeg. Dr.
Valdimar J. Eylands fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Brúður-
in er dóttir þeirra Mr. og Mrs.
Skapti Sigurdson, en brúðgum-
inn er sonur þeirra Mr. og Mrs.
Wild að Lakeland, Man. Brúður-
in var aðstoðuð af Mrs. Evelyn
Erickson, Miss Lois Johnson og
Miss Gertrude Newmann. Blóma-
rós var smámærin Valorie Wil-
son. — Brúðgumann aðstoðaði
bróðir hans Mr. Douglas Wild.
Mr. Robert Publow söng ein-
söng; Mrs. A. E. ísfeld var við
hljóðfærið.
Eftir giftinguna var setin
rausnarleg veizla að No. 1.
Legion Hall Sargent Ave. Veizlu-
stjórn hafði með höndum Mr.
Óskar Hannesson. Fyrir minni
brúðarinn mælti Mr. J. T. Beck,
en fyrir minni brúðgumans Mr.
Ernest Erickson. Því næst var
stíginn dans til miðnættis.
☆
Mrs. J. T. Beck lagði af stað s.l.
miðvikudag til Peterborough,
Ont., í heimsókn til sonar síns
og tengdadóttur, Mr. og Mrs.
Richard L. Beck. Mun hún dvelj-
ast þar um tevggja vikna tíma.
☆
I för með ferðamannahópnum,
sem heimsótti ísland í sumar, en
kom hingað aftur rétt fyrir lok
júlímánaðar, var Jón Björnsson
frá Veðramóti í Skagafirði, er
um langt skeið hefir gegnt skóla-
kenslu á Sauðárkróki; hann kom
hingað í heimsókn til sonar síns
Björns læknis, sem stundar
læknisstörf í Benitohéraðinu hér
í fylkinu.
☆
Frú Guðlaug Jóhannesson,
729 Simcoe Street hér í borg, er
nýkomin heim úr tveggja mán-
aða heimsókn til sonar síns og
tengdadóttur í Edmonton og
bróður síns að Darcy, Sask.
Guðsþjónustur hefjast
Guðsþjónustur hefjast í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudags-
kvöldið kemur, 9. ágúst, kl. 7.
Við þessa guðsþjónustu flytur séra Einar Sturlaugsson
prófastur frá Patreksfirði prédikunina.
Stiklað á steinum
á aldarafmæli Slephans G. Siephanssonar
Eftir GUTTORM J. GUTTORMSSON
Vesturálfu eyja nyrzt eyjan var sem bygðist fyrst menning, þá hins þekta heims, þjóða handan öldugeims. Vísað hafði athvarf á öndvegissúlan frelsis þrá. Gullöld hófst og hneig í val; hrönnin féll í öldudal. Fyrir Sæmunds fróða vit, fyrir Snorra og Ara rit, hún að sönnu einstæð er, engin slík á jörðu hér. AldamyrkUr hrjáði heim, henni lýsti þá í geim þjánar, eldgoss, íss og snjós andans björtu norðurljós.
Vesturálfu eyjan nyrzt, auðlegð þótt hún hefði mist, öndvegssúlu átti þá öndvegsbekknum sínum hjá, hafði á afli eldfjallsglóð, andans vopn í smíðum góð. Jók þeim styrk, ei jörðu gras, jökla og hafís kaldabras. Nýrri aldar efst og hæst anda ber, og hjarta næst, beggja megin Atlantsáls, einnar þjóðar norræns máls; stendur hinum stærstu jafn — Stephan er hans konungs nafn, Sæmunds hans og Snorra snild snörum þætti eilífgild. «
Brjóstsvits rauði blástur var bezta járn á steðja þar, sterkri lúð og hamrað hönd — heyrðust slögin út í lönd, þrotnu frelsi þá ei gleymt, þetta skyldi endurheimt! Völunds Dvalinn-vígðu sverð voru greipt og hafin ferð. Vesturálfu enginn vann anda sannleiks trúrri en hann, hvort sem orð hans arnsúg dró eða þrumu niður sló; hvort sem þrúðugt hamarsslag heyrðist eða svanalag var það mannúð meginstoð, mannréttinda kristniboð.
Eftir langa orra hríð, unnið lífs og frelsis stríð andans vopnum elzta þing, orða Njáls og þveræings, er hún hvíta ássins Jóns ástardís, síns herra og þjóns; fyrir hann, hinn hreina skjöld, hlaut hún frelsi, sæmd og völd. Yfir heimsstríðs heljarslóð hrundu Stephans kraftaljóð. Stríðin sjálf hann dæmdi dræp, drotna kærði fyrir glæp, gildi mannsins, sorasvift, sá í framtíð himinlyft. Atti þar, að ósk oð von, ættjörð hans sinn bezta son.
Vesturálfu eyjan nyrzt, útgarðsvörður, hinzt ög fyrst, orðsins listar logamálms, ljóðs og vísu, rímu og sálms, fornra rúna fjaðra vals, fræðirita Haukadals, snillings margs, sem nú án nafns nýtur frægðar Árnasafns. Eyjan hans við yzta mar, eftir stríð og sigur þar er hún vigi Vesturheims, vörður Atlantshafs og geims, jökulhvít og hlíðagræn, herjum kringd, en friðarvæn, alheimsfriðar fyrirmynd; friðarbogi er yfir tind.
Stórglæsileg hótíð
í