Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 6. ÁGÚST, 1953 Menn flýta sér út í dauðann Grein þessi er eftir brezkan þingmann, dr. Reginald Ben- nett og birtist í blaðinu „Scope“, sem kemur út í London. Höf. spyr fyrst: „Hvers vegna flýta menn sér út í opinn dauðann?“ Það er vegna þess að hinn aukni hraði í lífinu dregur menn með sér, og styttir um leið aldur þeirra. Kaupsýsiumenn eru allt of skammlífir. Meðalaldur. manna hefir hækkað stórkostlega og fer hækkandi, en ef kaupsýslumenn eru teknir út af fyrir sig, þá hefir meðalaldur þeirra staðið í stað um tvær aldir. Það er sorg- legt 'að sjá hve margir þeirra fara snögglega á bezta aldri. Hvernig stendur á því að kaupsýsla er orðin hættuleg at- vinnugrein? Hvar fatast kaup- sýslumönnum í að lifa heil- brigðu lífi og starfa á skynsam- an hátt? Meginorsakirnar eru tvær: Áhyggjur og hraði. Áhyggjur hafa menn alltaf haft, en hraðinn er nútíma fyrir- brigði. Það virðist dálítið öfugt, en satt er það samt, að bættar og hraðari samgöngur hafa ekki veitt kaupsýslumönnum fleiri frístundir en áður. Þeir hafa sjálfir fylgzt með hraðanum og eru nú á því spani, sem mann- legur máttur er naumast fær um. Áður en síminn kom og flug- samgöngur, voru menn neyddir til að fara sér hægar. Þá lá ekki neitt á því að svara bréfum, og menn gátu hugsað sig vel um. Og þegar ferðazt var með skip- um . eða járnbrautum, gafst nægur tími til umhugsunar og hvíldar. Það kemur oft fyrir að maður verður að hafa hraðan á, en ég held að óhætt sé að fullyrða, að menn hraði sér oftar en þörf gerist. Hraðinn er orðinn meiri en hagnaðinum samsvarar. Hann er orðinn að böli, þar sem ákafinn rekur taugakerfi mannsins áfram langt fram úr hófi. Verst eru þeir farnir, sem eiga sinn eigin bíl. Þeir kjósa venju- lega að eiga heima utan við borgirnar og aka á milli í loft- inu. í hvert sinn, sem þeir tefj- ast vegna annarra bíla eða fót- gangandi manna, verða þeir óðir og uppvægir og koma svo æstir í skapi til vinnu sinnar, í raun og veru óhæfir til vinnu. Og svo er síminn, þetta áhald sem gerir mönnum sífelt gramt í geði. Hann lætur menn engan frið hafa, hvorki fyrir smá- munum né öðru. Hann truflar oft áríðandi samtal með alls konar smásmugulegheitum, og afleiðingin verður leiðindi og gremja. Þetta reynir í hvert skipti á taugarnar—er í rauninni einn nagli í þá likkistu, sem menn eru að smíða sér. Venjulega kemur afleiðingin í ljós hjá hinum viðkvæmustu taugum — ef hún kemur þá í ljós — taugum sem liggja að hjarta, nýrum og heila. Menn taka ekki eftir þessu sjálfir, finna ekki hvað ill áhrif þessi sífelldu símasamtöl hafa á þá. Fæstir kaupsýslumenn kunna að láta aðra létta af sér. Þeir ímynda sér að vera sjálfir ómiss- andi, og hafa alltaf á hraðbergi þetta viðkvæði kaupsýslumanna: „Ef þú vilt að eitthvað sé vel gert, þá gerðu það sjálfur,“ eins og þetta væri einhver véfétt, í staðinn fyrir að það sýnir aðeins að þeir kunna ekki að nota hæfi- leika annarra. Út af þessu eru þeir að vasast í öllu, í stað þess að hlífa sér og láta aðra létta af sér, og vera sjálfir stjórnendur, alveg eins og stjórnandi hljóm- sveitar. - . Sá sem misnotar starfstíma sinn, misnotar líka frítíma sinn. Hann vinnur fram eftir öllu kvöldi og fer svo með fulla tösku af verkefnum heim með sér. Og svo er hann geðvondur þegar hann kemur heim, uppstökkur af því að hann þykist þurfa meira að hugsa um það, sem hann er að gera, heldur en um heimilislífið. Og svo fer það illa. Þegar slíkir menn ætla að létta sér upp, verður það venju- lega til þess að bæta gráu ofan á svart. — Dags daglega ganga þeir varla nema nokkur skref. En svo þegar þeir taka sér frí — sem allra stytzt — þá halda þeir að áríðandi sé að reyna sem mest á sig, en það getur verið stórhættulegt. Það hæfir t.d. ekki öllum að leika golf, því að það getur orðið meira taugaæsandi en kaupsýslan. Ekki er slíkum mönnum heldur ráðlagt að fara á laxveiðar. Það hentar ekki til að stilla órótt skap og úttaugað- an líkama að bíða lengi eftir því að laxinn bíti á. Kaupsýslumönnum hættir og mjög til þess að hafa óreglulegt mataræði. Stundum borða þeir sama og ekki neitt, en stundum eta þeir allt of mikið. Þeir láta störf sín og samtöl við menn ganga út yfir matmálstímann. Afleiðingin af þessu verður slæm melting. En svo þegar þeir halda veizl- ur eða sitja veizlur, þá keppast þeir við að eta og drekka, miklu meira en nokkur maður getur melt. — Flestir drekka þeir allt of mikið. Vel má vera að þeim geðjist ekki að því sjálfum hvað þeir drekka mikið, en það er orðin tízka að hafa áfengi um hönd í öllum veizlum og þegar viðskipti fara fram. Menn segja að það Lðki málbeinið og opni budduna. Þess vegna er það alltaf fyrsta viðkvæðið, þegar menn ætla að fara að tala um viðskipti: „Hvað má bjóða yður?“ Öll þessi misbeiting á kröft- um líkama og sálar hefnir sin og kemur fram í alls konar sjúk- dómum, háum blóðþrýstingi og taugaáföllum. Það er merkilegt hvernig skoð- un lækna á þessu hefir breytzt að undanförnu. Taugaáföll voru áður talin stafa af of mikilli á- reynslu. Nú er þreytan ekki talin orsök þess, heldur sjúkdómsein- kenni. — Maður fær ekki tauga- áfall vegna þess að hann sé yfir- kominn af þreytu vegna þess að hann er að því kominn að fá taugaáfall. Og þá er kominn tími til að leita læknis. Kaupsýslumaður verður að ætla sér hóf í áreynslu líkama og sálar, eins og hann verður að ætla sér hóf í viðskiptum sínum. Hann verður að komast upp á það að láta hraðann í öllu létta undir með sér í stað þess að láta hraðann bitna á sér. Hann verð- ur að muna eftir því, að höfuð- atriði allrar stjórnsemi er ekki að vinna verkin, heldur að sjá um að þau séu unnin — dreifa erfiðinu. Þeir verða að hlífa sér við ónæði. Þeir eiga að leggja niður þann óvana að hafa mörg síma- tól í skrifstofum sínum. Og þeg- ar þeir eru á viðræðufundum, má síminn alls ekki trufla þá. f öðru lagi verða þeir að gæta hófs og reglu í mataræði. Þeir verða að ætla sér nægan tíma til máltíða og helzt að hafa lokið öllum viðræðu mfyrir morgun- mat. Þeir verða að gæta hófs í reykingum og drykkju, og verða að hafa svo mikið viljaþrek að þeir geti neitað áfengi áður en þeir borða og á milli máltíða. Menn missa hvorki virðingu annarra né nein viðskipti þótt þeir skorist undan því að eyði- leggja sjálfa sig á „cocktail“. Þegar menn ferðast eiga þeir að meta meira að vel fari um sig, heldur en að ferðalagið taki sem stytztan tíma. Á helgidögum og vikulokum ættu menn' að fást við eitthvað sem er alveg óskylt starfi þeirra. Það er t. d. gott að sigla á báti, eða mála bátinn sinn, hvort tveggja er hressandi tilbreyting. Og bezt er að hafa eitthvert hjá- verk, sem maðurinn er gefinn fyrir. Hjáverkin koma í veg fyr- ir að menn verði þrælar hins daglega starfs. Hj-áverkin létta oft af mönnum áhyggjum við- skiptalífsins. Hafi njaður hlotið einhvern skell, eða gert eitthvað axarskaft, þá er bezta lækningin við því að fara heim og taka til við hjáverk sín, hvort sem það er nú að mála, að safna ein- hverju, að smíða eða þess háttar. Það eru vandræðamenn, sem ástunra að leggja sem allra harð- ast að sér og þykjast aldrei hafa nógu mörg augu, nógu mörg eyru né nógu margar hendur. Þetta er heimska, hvernig sem á er litið. Það verður aldrei of vel brýnt fyrir mönnum að það eru isjálfskaparvíti að úttauga sig. Susiness and Professional (ards Stjórn kommúnista sæti ekki yið vö!d rússneskum byssustyngjum Stjórn kommúnista sæti ekki við völd væri hún ei varin af rússneskum byssustyngjum 18B—40 Center Júní-byltingin breiddist til allra borga Austur-Þýzkalands væri hún ei varin af Samtal við ERICH OLLENHAUER, foringja flokks Þýzkalands j af naðarmanna- Kaupmannahöfn í júní 1953 — Kommúnistastjórnin í Aust- ur-Þýzkalandi hefði verið rekin frá völdum, ef rússneski herinn hefði ekki skorist í leikinn. Rúss- neskir skriðdrekar björguðu austur-þýzku kommúnistastjórn- inni. Þetta sagði Erich Ollenhauer, leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, þegar blaðamenn hittu hann að máli í Kaupmannahöfn hinn 22. þ. m. og spurðu hann um upp- reisnina gegn kommúnistavald- höfunum í Austur-Þýzkalandi. Ollenhauer kom til Hafnar til að sitja þar ráðstefnu danskra jafnaðarmanna. Hann var ekki nema einn dag í Höfn, flýtti sér þaðan heim til Vestur-Þýzka- lands, sumpart vegna ástandsins í Austur-Þýzkalandi og sumpart vegna þess að stjórnmálamenn eru farnir að búa sig undir þing- kosningar í Vestur-Þýzkalandi á komandi hausti. Blaðamönnum gafst þó færi á þeirra óttuðust, áð þessir tveir menn mundu ef til vill aldrei koma aftur. Ákváðu þeir því að fara allir 80 með mótmælabréfið til stjórnarinnar. Þarna var því upphaflega ein- göngu um mótmæli gegn rýrðum vinnukjörum að ræða. En þegar þessir 80 verkamenn voru lagðir af stað, þá bættust fljótlega aðrir við í kröfugönguna, verkamenn og annað fólk, sem af tilviljun var á götunni. Þúsundir og aftur þúsundir bættust við í hópinn og hrópuðu: Burtu með komm- únistastjórnina. Svo að segja af sjálfu sér skapaðist þarna stór- kostleg pólitísk mótmæla-alda, sprottin af frelsisþrá fólks, sem árum saman hefir átt við kúgun og harðstjórn kommúnistavald- hafanna að búa. Stjórnin sá sitt óvænna Kommúnistastjórn Grotewohls og Ulbrichts gátu ekki við þessa að tala við hann stutta stund í uppreisn ráðið. Sama er að segja íþrottahúsinu, þar sem ráðstefn- an var haldin. Ollenhauer er við- kunnanlegur maður. Hann er lítill vexti og reykir látlaust pípu. Bréfið og kröfugangan — Var uppreisnin gegn austur þýzku valdhöfunum skipulögð löngu fyrirfram? — Nei. Það var nú síður en svo. Hún kom öllum á óvart. Ég flaug strax til Berlínar, þegar óeirðirnar hófust og hafði tal af mönnum, sem vissu nákvæm- lega, hvað gerzt hafði frá upp- hafi. Þetta byrjaði á Stalín-strætinu í Austur-Berlín. Þar láta Rússar reisa nokkur stórhýsi. 80 verka- menn, sem vinna við þessar byggingar, ákváðu að senda austur-þýzku kommúnistastjórn- inni mótmælabréf út af tilskip- un, sem rýrði kjör verkamanna. Upphaflega áttu tveir verka- menn að fara á fund stjórnar- innar með þetta bréf. En félagar um austur-þýzku alþýðulögregl- una. Hún reyndist einskis nýt og kommúnistastjórnin sjálf. Áður en langt um leið varð Rússum ljóst, að kommúnista- stjórnin var í yfirvofandi hættu. Þeir sáu fram á, að múgurinn mundi ryðjast inn í stjórnar- byggingarnar og reka Grote- wohl og félaga hans frá völdum. Þá skarst rússneski herinn í leikinn og skaut hlífðarlaust á verkamenn. Og Rússar létu her- lög ganga í gildi í landinu. Með þessu var ástandið gjörbreytt. Vopnlausir verkamenn gátu ekki barist við rússneska skriðdreka. Eftir hinn 17. júní hefði komm únistastjórn ekki setið við völd í Austur-Þýzkalandi, ef Rússar hefðu ekki veitt henni hjálp. Án þessarar hjálpar hefði nú verið lýðræðisstjórn í öllu Þýzkalandi. Uppreisnin í Austur-Þýzkalandi sýndi að nýju glögglega, að of- beldisstjórn kommúnista hefir ekki almenning í landinu með sér. Skotið á múginn — Breiddist þessi uppreisnar- alda ekki til margra annarra borga í Austur-Þýzkalandi? — í hverri borg var stofnað til mótmæla gegn kommúnista- valdhöfunum. í Magdeburg voru t. d. margir teknir fastir. Gekk þá hópur manna til lögreglu- stjórans og krafðist þess, að þessir menn yrðu látnir lausir. En þar var þá — eins og í mörg- um öðrum austurþýzkum bæj- um — skotið á múginn. Margir biðu bana og ennþá fleiri særð- ust. Tveir voru leiddir fyrir her rétt, dæmdir til dauða og strax teknir af lífi. Jafnvel menn við þrælavinnu í úrannámunum voru svo djarfir að stofna til mótmæla gegn kommúnistavaldhöfunum. Aðrir með færri ódáðaverk á samvizkunni — Við hverju er nú að búast í Austur-Þýzkalandi á næstunni? — Það er erfitt að spá nokkru um það. Sem stendur setja hand tökurnar svip sinn á ástandið landinu. Við vitum ekki, hve margir hafa verið teknir fastir. Ég get hugsað mér, að Rússar víki Grotewohl og Ulbricht frá völdum og setji aðra kommún- ista, sem hafa færri ódáðaverk á samvizkunni, í sæti þeirra í von um að það muni sefa almenning um stundarsakir. En þótt svo fari, þá verður eingöngu um persónuskipti, en ekki um stefnu skipti að ræða. Júní-uppreisnin hefir að nýju fært okkur sönnun fyrir því, að það eru ekki austur- þýzkir kommúnistar heldur Rússar, sem eru hinir raunveru legu valdhafar. Uppreisnin hefir líka sýnt okkur, að kommúnist- um hefir ekki tekizt að afmá frelsisþrá almennings. — Búizt þér við nýrri upp reisnartilraun í náinni framtíð? — Nei. Það er að vísu ólga og ókyrrð víða í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir beinlínis uppreisn- artilraun á meðan herlög eru gildi í landinu. En það er talandi vottur um ástandið í kommún istalöndunum, að valdhafarnir þurfa að grípa til herlaga og rússneskra skriðdreka til þess að halda frelsisþrá almennings skefjum. Páll Jónsson Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLJNIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgfi, bifrei8aábyrg8 o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing nirector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaC 1894 StMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Lesið rg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmlC til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Hoofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasfmi 40-3794 Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-34X1 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Street, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage will be appreciated Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederatlon Life Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.