Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 6. ÁGÚST, 1953 ^7 Okkar a Sagt 'í Eftir GUÐNÝJU GÖMLU Umræður um kosningarnar heyrast alstaðar — og ég vona að þú takir þinn þátt í þeim. Frjálsar kosningar verðskulda áhuga. Það er eftirtektarvert í canadiska kosninga fyrirkomulaginu, að þess er ekki getið á atkvæðismiðanum hverjum flokki frambjóð- endur fylgi. Þess vegna er það áríðandi, að þú þekkir frambjóð- endurna og flokka þeirra. Við greiðum atkvæði eins og við óskum, en sjálfra okkar vegna ættum við að vita hverjum við greiðum atkvæði. Kosningar í lýðræðislandi sem okkar eru rödd fólksins. Verið viss um að láta ykkar rödd heyrast. Grelðið alkvaeði 10. ágúsi. ----------•☆■-------- Hafið þið nokkurn tíma hugsað út í það, hve mikla ábyrgð frjálst val leggur á herðar almennings. Með öðrum orðum við ráðum hvaða vörur við notum, — til að fá þær beztu, verðum við að bera saman samskonar vörur, ekki aðeins verð þeirra heldur gæði. Til dæmis bárum við margar eldavélar saman við GURNEY áður en við ákváðum kaupin. Rannsóknir okkar sannfærðu okkur um að GURNEY var bezta vélin sem völ var á — og við höfum aldrei séð eftir vali okkar. Reynið þessa aðferð sjálf, þegar þið ákveðið að^kaupa eldavél — og er ég viss um, að þið veljið GURNEY. ----------☆---------- Hvað ætlið þið að gera á kosningakveldið? Við ætlum að bjóða nokkrum vinum heim til að hlusta á úrslitin yfir útvarpið. Vitaskuld mun ég bera á borð litla máltíð seinna um kveldið — sennilega kalt kjöt, ost og DEMPSTER’S ljúffenga rúgbrauðið. Það er svo auðvelt að fram- i ^§^^.4 reiða það, og svo gott! Því ættir þú ekki að hafa kosningakvöldboð heima hjá þér — og gleymdu ' ekki DEMPSTER’S brauðinu! Ef að matsali þinn hefir það ekki, beiddu hann að panta það fyrir þig — Dempsier's Dark Rye Loaf (það er sneitt). ----------☆---------- Nú — ef að frambjóðandinn, sem þú kaust sigrar ekki — og þú fellir nokkur tár — þá gef ég þér þetta ráð: Notaðu FACE-ELLE klúta til að þurka tárin, þeir eru svo mjúkir og þerrandi, að fallegu augun þín verði rauð, né nefið. FACE-ELLE pappírsklútar eru líka 3-faldir (í bleika pakkanum), svo að þeir geta þerrað meira tára- flóð. Ef til vill ættir þú að hafa pakka af FACE-ELLE við hendina 1 kosningakveldboðinu þínu — hver veit. En, í alvöru talað munu þessir pappírsklútar bæði hinir 3-földu og hinir venjulegu 2-földu (í græna pakkanum) koma að margskonar notum, alla daga, árið í kring. ----------☆---------- Ég ætla ekki að segja þér hverjum ég mun greiða atkvæði, en ég skal segja þér hvar ég geymi peninga mína! 1 IMPERIAL BANKA CANADA, vitaskuld. Þar er minn eiginn Sparisjóður; hann gefur af sér íVz% vexti og er þar til reiðu hvenær, sem ég þarnast hans. Ég hefi fleiri ástæður fyrir að skipta við IMPERIAL BANKA CANADA, kannske ekki eins augljósar, en alveg eins gildar. Af persónulegri reynslu hef ég komizt að því að IMPERIAL BANKI CANADA hefir einlægan áhuga fyrir því, að hjálpa nýju Canadafólki til góðrar afkomu í fósturlandi þeirra. Hann er rétti- lega nefndur „bankinn sem byggist á þjónustu.“ Úr borg og bygð On Track and Field, saga íþróttafélagsins Grettir, Lundar, Man., eftir Art Reykdal, er til sölu hjá Davíð Björnssyni, bók- sala, 702 Sargent Ave., og kostar $1.50. ☆ Now that there is a Polio Epidemic, all those that have children under 21 should carry a Polio Insurance Policy. This reimburses up to $7,500.00 for medical care, hospital care, iron lung rental, nursing care, etc. The cost is small for a family, $10.00 for two years! Consult B. J. Lifman, Árborg, Man. ☆ Ný og vönduð ljóðabók Komin er út vönduð ljóðabók eftir Pál Bjarnason í Vancouver, sem löngu er kunnur af frum- sömdum ljóðum sínum og ljóða- þýðingum; bókin er 270 blaðsíð- ur að stærð, prentuð hjá The Columbia Press Limited og er frágangur um alt hinn bezti; bókarinnar verður frekar minst áður en langt um líður; hún kostar í ágætu bandi $5.00 og fæst í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. Mr. Páll S. Pálsson skáld frá Gimli var staddur í borginni á fimtudaginn í vikunni, sem leið, ásamt frú sinni. Hæfileikar ráða GÓÐU STJÓRNARFARI A. W. Hanks Viðskiptafrömuður með áhrifamagn í LIBERAL STJÓRN Merkið kjörseðilinn HANKS.aw.IX 10. ágúsl Published by the Liberal Association Winnipeg South Centre. Churchbridge, Saskaichewan — Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro hefir þjónað Concordia söfnuðinum þrjá sunnudaga í sumarfríinu og undirbúið 15 börn til fermingar. Þessi börn voru fermd sunnudaginn þann 26. júlí: Sharon Lucine Skaalerud Bernice Ingibjörg Eyjóffsson Gailyn Helen Gerla Bernice Roberta Tuma Ida Ruth Eyjólfsson Bertha Edith Sveinbjörnsson Guðmundur Sveinbjörnsson Lawrence Bruce Reykjalín Walter Thor Johnson Gísli Martin Árnason Sigurður Kristvin Breiðfjörð Magnús Breiðfjörð Árni John Howard Johnson Howard Mintram Eyjólfur Björn Donald Johnson. Sjötíu og fimm meðtóku altaris sakramentið, meðaltalið 3 sem meðtóku sakramentið með sjúk- um í heimahúsi. ☆ — DÁNARFREGNIR — Jóel Jósefsson var fæddur 14. nóv. 1857 að Skörðum í Miðdöl- um í Dalasýslu; hann lézt þann 8. júní s.l. að Baldur, 95 ára gamall. Foreldrar hans voru Jósef Jónasson og Elízabet Björnsdóttir frá Skörðum. Jóel kvæntist Steinunni Jónasdóttur frá Vífilsstöðum í Hörðudal (d. 1936). Þau komu til Canada árið 1887, tóku sér heimilisréttar- land tvær og hálfa mílu norð- vestur af þorpinu og áttu þar heima til dauðadags. Joel og Steinunn eignuðust sex börn: — Jósef Daníel, féll í stríðinu 1914—1918; Jónas Engilbert, dó 1928; þau sem lifa foreldra sína eru: Fred (Friðbjörn), í Winni- peg; Sigurður, bóndi á bújörð- inni; Mrs. Carl Thorsteinsson og Mrs. Fred Johnson að Baldur. Kveðjuathöfnin fór fram frá Lútersku kirkjunni að Baldur þann 11. júní. Sóknarpresturinn jarðsöng. Sigurður Sigfús Sigurðsson. fæddur 15. júní 1902, lézt þann 10. júlí s.l. á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, 51 árs. Foreldrar hans eru hin vel þektu merkis- hjón Sigurður Sigurðsson og Árnína Sigríður að Mary Hill við Lundar, Man. Árið 1945 kvæntist Sigurður heit. eftirlif- andi konu sinni Augustine Disraeli, af frönskum ættum. Þau mistu dreng í æsku, tvö ung börn syrgja föður sinn. Sigurður átti heima á Lundar og stund- aði þar smíðar. — Kveðjuathöfn- ip fór fram í Lútersku kirkjunni að Lundar þann 13. júlí s.l., og var hún ein með þeim fjölmenn- ustu þar í bygð. Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro jarð- söng með aðstoð Fath Parail frá Clarkley, Man. Árni Anderson (Árnason) frá Cypress River, Man., f. 22. okt. 1882, d. 25. júlí s.l. Árni var son- ur Halldórs Árnasonar frá Sig- ríðarstöðum á Melrakkasléttu og Sigríðar Jónasdóttur frá Bjarna- stöðum í Axarfirði. Börnin voru þrjú. Jónas, nú búsettur í Win- nipeg og Snorri í Cypress River. Árni bjó lengi með bróður sínum Snorra í vnánd við Brú, síðar fluttu þeir til Cypress River og voru við verzlun með Jónasi bróður sínum. Árni kvæntist al- drei, hann var duglegur, forsjáll og mun hafa komist í góð efni. Útförin fór fram í Fríkirkjunni að Brú þann 28. júlí. Sóknar- presturinn jarðsöng, aðstoðaður af Rev. C. T. Rothery frá Hol- land. Hólmgeir Guðnason Holmes dó á hermanna-sjúkrahúsinu í Saskatoon þann 12. júní s.l. — Hólmgeir var fæddur í grend við Baldur, Manitoba 7. maí 1897. Foreldrar hans voru þau hjónin Inga Guðrún Hrólfsdóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal og Þorlákur Guðnason frá Kaldbak í Þingeyjarsýslu. Hólmgeir var í föðurhúsum, þangað til hann innritaðist í her- inn þann 12. janúar 1918 og fór á vígvöllinn mánuði síðar. Hann tók þátt í orustunni miklu við Cambrai. Þess má geta að bróðir hans, Jacob, innritaðist í herinn 11. febr. 1916, tók þátt í orust- unni við Vimy Ridge, særðist og kom heim þann 30. desember 1918. Þrettán dögum seinna fór yngri bróðirinn út í hildarleik- inn voðalega, tók við af bróður sínum. Hólmgeir gat sér góðan orðstír og var traustur hermaður. Eftir friðarsamningana var hann með setuhernum í Þýzkalandi til í júlí 1919. Stuttu eftir heim- komuna fluttist hann vestur í land og átti heima í Wynyard um 30 ára skeið. Árið 1924 kyæntist Hólmgeir Herborgu dóttur Guðrúnar og Sigurbjörns Kristjánssonar frá Wynyard. Börn þeirra eru fjögur: Clarence Roy í Penticton, B.C., Victor Harold í Saskatoon, Helen Ruth og Margaret til heimilis hjá móður sinni í Wyn- yard. Hólmgeir innritaðist aftur í herinn í seinni heimsstyrjöld- inni, og var á skipsfjöl áleiðis til vígvallarins, þegar í ljós kom að hann var ekki frískur, og var hann sendur til baka. Þetta var honum þungur hnekkur, því hann var vaskur hermaður, og aldrei sat hann kyr, þá hjálpar hans þurfti með. Kveðjuathöfnin fór fram frá United kirkjunni í Wynyard 16. júní s.l. Rev. Berry þjónaði, að- stoðaður af The Canadian Legion. HLðið inn í Wynyard- grafreitinn er reist í minningu um hermennina, sem þjónuðu og gáfu líf sitt í þarfir lands og lýðs. Inn um þetta hlið var hann borinn af félögum sínum, lagður til hinztu hvíldar og kvaddur að hermannasið. — Hvíldu í Guðs friði. J. Fredriksson ☆ Þeir Chris Helgason frá Bald- ur og Ingólfur bróðir hans frá Glenboro, brugðu sér norður til Hayland á á laugardaginn ásamt systkinum sínum, þeim Earl og frú Guðlaugu Jóhannesson, en þau eru frændmörg þar nyrðra; í för með þeim var Björn Dai- man frá Riverton. ☆ Nokkra undanfarna daga voru stödd hér í borg Sverrir Magnús- son ættaður af Akureyri og frú hans Erla Haraldsdóttir; hjón þessi stunda nám við lærðan skóla að Northfield, Minn. Enn- fremur Sveinn Þórðarson frá Minneapolis, sem er í þann veg- inn að hefja nám við fjöllista- skóla þar í borginni og Ríkharð- ur Pálsson, sem nám stundaði í blaðamensku síðastliðinn vetur að Moorhead, Minn.; þá eru einn- ig stödd hér í borg Hjalti Tómas- son og fjölskylda frá Min- neapolis. ☆ Á fimtudaginn í fyrri viku kom hingað til borgar Guð- mundur Grímsson frá Bismark dómari í hæztarétti North Dakotaríkis; í för með honum var frændi hans Jón Steingríms- son ásamt frú og syni. Jón er sonur Steingríms Jóns- sonar raforkustjóra íslenzka ríkisins og frú Láru Árnadóttur; kona Jóns er Sigríður systir dr. Áskels Löve, en sonur þeirra heitir Steingrímur. Jón stundar nám í vélaverk- fræði. Jón á móðurbróðir hér í borg, Ragnar Swanson, formann rann- sóknarlögreglunnar í St. Boni- face. ☆ — Brúðkaup í Glenboro — Johnson — Paulson Sigurveig Aðaljóna Paulson og Benedikt Johnson voru gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Glenboro, Man., föstudaginn þ. 24. júlí kl 2.30 e. h. Séra Jóhann Fredriksson gifti. Brúðurin er dóttir Guðrúnar og Árna heit. Paulson frá Glenboro, en brúðguminn er sonur Guð- mundar S. Johnson og konu hans Guðnýjar heit., einnig frá Glen- boro. Svaramenn voru: Henry Einarsson og systir brúðarinnar, Freda Paulson. Tryggvi Paulson, bróðir brúðarinnar, leiddi hana til altaris. Mrs. Harold Chisholm, Birtle, Man., söng “The Wedding Prayer.” Mrs. Al- bert Sigmar organleikari kirkj- unnar var við hljóðfærið. Mr. Eyvi Paulson og George Aber- nethy leiddu gestina til sætis. Eftir hjónavígsluna fór fram fjöl menn og vegleg veizla á fögrum grasvelli og blómagarði á Paul- sons heimilinu norðaustur af Glenboro. Mrs. T. E. Oleson mælti skörulega fyrir minni brúðarinnar; brúðguminn þakk- aði fyrir og sagðist vel. — Brúðhjónin fóru bílleiðis til Kenora, Ont. Þau setjast að á búi sínu norður af Glenboro. ☆ Mr. Lúðvík Oddson frá Min- neota, Minn., sonur Sveins Oddssonar prentara hér í borg' og Marvin Anderson blaðamað- ur úr sama bæ, voru staddir í borginni á þriðjudaginn. ☆ Lögberg kemur ekki út í næstu viku svo sem venja hefir verið til í nokkur undanfarin ár, og fer þá næsta blað í póst þann 19. þ. m. Mr. og Mrs. Egill Egilsson frá Brandon komu hingað til borgar af Islendingadeginum á Gimli. ☆ — Gimli presiakall — H. S. Sigmar, prestur 9. ágúst: Betel, kl! 9 e. h. D. S. T. Riverton, kl. 2 e. h. Standard Time. Gimli, kl. 7 e. h. D. S. T. Árborg, kl. 8 e. h. Standard Time. Miss Pearl Pálmason, hinn víð- kunni fiðlusnillingur frá Toronto, kom til borgarinnar í fyrri viku í heimsókn til Sveins föður síns trésmíðameistara og Pálma bróð- ur síns fiðlukennara. . ☆ Mr. og Mrs. D. J. Grímsson og Mr. og Mrs. John V. Grímsson frá Mozart, Sask., litu inn á skrif stofu Lögbergs á þriðjudaginn; voru þau meðal hinna mörgu, er sóttu Islendingadaginn á Gimli. GREIÐIÐ þÉR ATKVÆÐI I NORTH CENTRE? SÉ SVÓ . . . skuluð þér kjósa mann, sem ahrif hefir ó reksfur sfjórnarfarsins. Kjósið Liberal frambjóðanda yðar. MANN# SEM REYNDUR ER AÐ , HOLLUSTU VIÐ VERKALÝÐINN. PETER TARASKA > Bæjarfulltrúi • Hefir setið í skólaráði • Velferðarnefnd almennings • Sjúkrahúsanefnd • Lögreglunefnd • Ötull athafnamaður • Fæddur í North Centre Published by North Centre Liberal Association. GREIÐIÐ LIBERAL ATKVÆDI! Endurkjósið ST. LAURENT! MiteiU foríngi fyrír voldugra Camada SERVING MILLIONS ! Onnur EATON'S Verðskrá hlaCin kjörkaupum, er nú á leið til miljóna hagsýnna manna frá strönd til strandar. Verzlið þá leiíina og sparið. '*T. EATON WINNIPEG CANADA EATON ORDER OFFICES IN MANITOBA Brandon - Dauphin • Flin Flon - Fort Churchill - Neepawa - Portage la Prairie Steinbach - Swan River • The Pas IH W'.KHIPIC, PHOHl OP YISIT THC SALÍSROOM IH THC MAIL ORDCR BUIUHHCS.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.