Lögberg - 10.09.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 10. SEPTEMBER, 1953
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBRÖOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
NÚMER 37
Stjórn Vestur-Þýzkalands endurkosin
með miklu afli atkvæða
Hótíðarguðsþjónustur ó Gimli
Á sunnudaginn kemur, 13.
sept., kl. 3 e. h. fer fram há-
tíðleg guðsþjónusta á Gimli.
Verður þá hornsteinn lagður
að hinni nýju kirkjubyggingu,
sem þar er í smíðum. Fer sú
athöfn fram á ensku. Kl. 3.30
gengur söfnuðurinn áleiðis til
Sambandskirkjunnar á staðn-
um, og fer þar fram guðsþjón-
usta á íslenzku. Forseti kirkju-
félagsins, séra Valdimar J.
Eylands, flytur ræðu.
Mynd af Gimli kirkju, sjá
Parish Mess., last issue, p. 6.
Þýzk kona dvelur tíu daga í tjaldi við
Eyjabakkajökul
Síðastliðinn sunnudag fóru
fram almennar kosningar til
þjóðþingsins í Vestur-Þýzka-
landi og lauk þeim á þann veg,
að stjórn sú undir forustu
Konrads Adenauers ríkiskanzl-
ara, sem farið hefir með völd
síðustu fjögur árin, var endur-
kosin með geisilegu afli atkvæða.
Klokkur sá, sem Adenauer
aðallega studdist við, hinn kristi-
legi lýðræðisflokkur, hlaut 244
þingsæti í neðri málstofunni af
487, en auk þess fengu aðrir
bandalagsflokkar stjórnarinnar
48 þingsæti, og nemur þá þing-
meirihluti Adenauers 97 þing-
sætum og nægir að fullu til að
koma fram stjórnarskrárbreyt-
ingu, sem eigi mun heldur drag-
ast á langinn.
Hinn mikli og ákveðni sigur
Adenauers leiðir til þess, að
Nýr róðherra
skipaður
Forsætisráðherra Manitoba-
fylkis, Mr. Campbell, kunngerði
í fyrri viku, að hann hefði skip-
að Charles L. Shuttleworth,
þingmann Hamiota kjördæmis-
ins, ráðherra þjóðnýtingarstofn-
ana innan vébanda fylkisins, og
þar af leiðandi verður yfirum-
sjón raforkumálanna í höndum
hans. Mr. Shuttleworth er 42 ára
að aldri og var fyrst kosinn á
þing 1949.
Langafi hins nýja ráðherra
settist að í grend við Hamiota
árið 1882 og nú býr þessi sonar-
sonur hans stórbúi á sömu bú-
jörðinni.
Nokkrar aðrar breytingar
hefir Mr. Campbell gert á ráðu-
neyti sínu svo sem þær, að
fylkisféhirðirinn, Mr. Turner,
tekur jafnframt að sér forustu
iðnaðarmálanna, en Mr. Green-
lay tekst á hendur forustu nátt-
úrufríðindadeildarinnar í við-
bót við verkamálaráðherra-
embættið.
Winnipegborg, helmingur allra
fylkisbúa, á aðeins einn ráð-
herra í fylkisstjórn, og þykir
mörgum slíkt furðulegt og ærið
snubbótt.
Flytur hvassyrta
ræðu
Á fundi fyrverandi amerískra
hermanna, sem haldinn var í St.
Louis hinn 1. þ. m., flutti utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
John Foster Dulles, hvassyrta
ræðu, sem einkum var ætluð
Lommúnistastjórninni í Kína til
athugunar; fór hann ekki dult
með þá skoðun sína, að í því
falli að Kínverjar réðust á ný á
Kóreu, eða kæmu til liðsinnis
skoðanabræðrum sínum í Indo-
China, gætu þeir átt á hættu,
að ráðist yrði beinlínis á land
þeirra, því Vesturveldin tækju
ekki fleiri landránstilraunum
með þegjandi þögn. Mr. Dulles
kvað Kínverjum holt að átta
sig á því, áður en það yrði um
seinan, að forréttindum þeirra í
Manchuríu, sem Rússar hefðu
náðarsamlegast veitt þeim, gæti
auðveldlega orðið lokið áður en
langt um liði, því þau hefðu frá
öndverðu hvílt á vafasömum for-
sendum.
Með ræðu Mr. Dulles hefir
stefna Bandaríkjastjórnar 1 ut-
anríkismálum skýrst til muna.
Vestur-Þýzkaland hervæðist og
gengur í varnarsamband við
Vesturveldin; ekki einn einasti
frambjóðandi af hálfu kommún-
ista, né heldur nazista náði kosn-
ingu.
Vesturveldin fagna mjög
kosningasigri Adenauers, en
Rússar eru sagðir að vera súrir
á svip.
200 bananaplönlur nú í ræktun í
Garðyrkjuskóla íslands. upp-
skeran fer að koma
Unnsteinn Ólafsson, skóla-
stjóri Garðyrkjuskóla Is-
lands að Reykjum í Ölfusi,
telur, að hægt sé að rækta
hér banana í gróðurhúsum
með svo litlum tilkostnaði,
að þeir verði ódýrari en
tómatar, þótt verð á tómöt-
um sé nú lágt miðað við
aðrar nauðsynjavörur.
Það eru 10 ár síðan Unnsteinn
fór fyrst að gera tilraunir með
bananaræktun. En síðastliðin 2
ár hefir hann ræktað þá í sér-
stöku húsi, sem er um 1000 fer-
metrar. Þar eru nú alls 200
plöntur, og er að vænta upp-
skeru af rúmlega þriðjungi
þeirra nú bráðlega, sumum í
haust, en sumum að vori. Fleira
er þó í húsinu en banana-
plönturnar.
Krefjast lítillar vinnu
Ástæðan til þess, að ræktun
banana verður ódýrari en tóm-
ata, er sú, að bananar krefjast
lítillar vinnu. Þeir verða líka ó-
dýrari en erlendir bananar, sem
hér eru seldir. Verð á erlendum
bönunum mun nú vera víða
16—17 kr. hvert kg., en það er
þó misjafnt, og tómataveriðið er
kr. 15.60 út úr búð. Finnst Unn-
steini ekki fjarri lagi að álíta,
að verð á íslenzkum bönunum
gæti orðið 12—14 kr., er ræktun
þeirra yrði komin í viðunanlegt
horf.
Bera ávöxt ár eftir ár
Bananaplönturnar fara að bera
ávöxt, þegar þær eru um árs-
Silfurbrúðkaup
25 ára giftingarafmæli áttu
nýlega þau hjónin Mr. og Mrs.
Stefán E. Johnson, 586 Mary-
land St. hér í borg. — í tilefni
af því mættu vinir þeirra og
vandamenn, um 70 talsins, að
hinu veglega heimili þeirra
systranna Lovísu og Jóhönnu
Bergman, 28 Purcell Ave., þriðju
daginn, 8. sept. s.l. Veizlustjórn
hafði með höndum Mr. Halldór
Bjarnason. Hafði hann orð fyrir
gestum og afhenti heiðursgest-
um silfurborðbúnað af vandaðri
gerð og flutti árnaðarskeyti.
Fyrir minni silfurbrúðhjónanna
talaði Thor Thorsteinsson. Var
hér setinn veizlufagnaður hinn
bezti og skemmti fólk sér við
söng fram til miðnættis.
Af utanbæjargestum voru við-
staddir Mr. og Mrs. Jóhannes A.
Johnson, Oak View, Man.; Mr.
og Mrs. Skapti Sigurðsson,
Lakeland, Man.; Mrs. John
Eyjólfsson og Mrs. Joe Eyjólfs-
son, Riverton, Man., og Mrs.
Needham, Wheatland, Wioming.
Farþegaflugvél
ferst1
Á miðvikudaginn í fyrri viku
fórst frönsk farþegaflugvél með
fjörutíu og tvo ' menn innan-
borðs; rakst hún á 10 þúsund
feta háan tind í Ölpunum og
brann til ösku; för vélarinnar
var heitið til Austurlanda;
meðal þeirra, er fórust, var
Jacques Thiband, frægasti fiðlu-
leikari frönsku þjóðarinnar á
þessari öld.
gamlar og halda svo áfram ár
eftir ár. Hægt er að láta þær
bera ávöxt, hvenær sem er á
árinu, t. d. í skammdeginu rétt
fyrir jólin, og krefst það engrar
lýsingar.
Alþbl., 17. júlí
Lítt verjandi
móðgun
Mr. Lloyd Stinson, leiðtogi
C. C. F.-flokksins í Manitoba og
einn af þingmönnum South
Winnipeg kjördæmisins, telur
það lítt verjandi móðgun við
samtök verkamanna í fylkinu,
að Campbell forsætisráðherra
skyldi þröngva öðru umsvifa-
miklu embætti upp á verka-
málaráðherrann, Mr. Greenley,
því fáir menn geti gegnt sam-
tímis tveimur mikilvægum em-
bættum svo vel fari.
Mr. Stinson kvað verkamanna
samtökin það mikilvæg, að þau
ættu heimtingu á óskiptum ráð-
herrakröftum.
Með átta mílna hraða fyrir
dráttarafli béinhákarls 18B 26V2
Hildarleikurinn slóð nærri
klukkuslund
Húsavík, 31. júlí. — Páll A.
Pálsson og tveir félagar
hans, sem stunda hrefnu-
veiðar á bátnum Björgvin,
veiddu í morgun 6 metra
langan beinhákarl eftir klst.
bardaga við skepnuna.
í Lundeyjarsundi
Beinhákarlinn reyndist fjórar
smálestir á þyngd. Páll sá hann
fyrst í Lundeyjarsundi. Sigldu
þeir hann uppi og skutu á hann
á sæmilegu færi. Skutullinn
festist rétt aftan og neðan við
eyrugga, en við það kafaði há-
karlinn.
Aflmikið dýr
Gáfu þeir félagar eftir 15
faðma á tveggja tommu nælon-
streng. Festu þeir síðan tógið,
en þá herti hákarlinn ferðina og
dró bátinn með 8 sjómílna hraða
í tæplega klukkustund. — Var
það vel gert, því að báturinn
Björgin er 13 smálestir.
Loks dró úr ferðinni. Kom há-
karlinn þá upp og skaut Páll þá
á hann úr 11,5 mm. riffli. —
Geispaði skepnan ekki golunni
fyrr en eftir 10 skot.
7 lunnur lýsis
Páll kom með hákarlinn til
Húsavíkur. — Þar verður hann
kæstur og lifrin brædd, en hún
gefur sennilega sjö tunnur lýsis.
í maga fiskisins var mikið af
rauðátu.
Komin heim
úr langferð
Dr. Richard og Bertha Beck og
Richard Jr., í Grand Forks, N.
Dak., eru nýkomin heim úr
þriggja vikna bílferð vestur á
Kyrrahafsströnd. Var ferðin sér-
staklega farin í heimsókn til
tengdasonar þeirra og dóttur,
Paul og Margaret Hvidston í
Whittier, Californiu, en jafn-
framt notuðu þau tækifærið til
þess að koma á ýmsa fagra staði
og söguríka á leiðinni fram og
aftur yfir álfuna hálfa. Meðal
annars dvöldu þau á austurleið-
inni daglangt í elztu byggð ís-
lendinga í Norður-Ameríku, í
Spanish Fork, Utah. og skoðuðu
þar hinn fagra minnisvarða ís-
lenzkra landnema. Nutu þau
góðfrægrar íslenzkrar gestrisni
landa sinna á þeim slóðum og
flutti dr. Beck erindi um ísland
fyrir allfjölmennum hópi þeirra.
Hefir hann í huga að skrifa
nánar um þá heimsókn og ferð-
ina í heild sinni.
Sjaldgæf veiði norðan lands
Það er mjög sjaldgæft að bein-
hákarlar veiðist á þessum slóð-
um. Páll hefir stundað hrefnu-
veiðar undanfarin 6 ár og fengið
20 hrefnur það sem af er þessu
sumri. Hver hrefna vegur að
meðaltali IV2 tonn.
—Mbl., 1. ágúst
Herra skólastjóri Jón K. Laxdal,
Forseti Islendingadagsins,
Gimli, Man.
Góði vinur:
Þar sem ég, innan nokkurra
daga, legg af stað í langferð, er
útheimtir sinn undirbúning, get
ég eigi sótt íslendingadag ykkar
að þessu sinni, og þykir mér það
mjög leitt.
Vil ég því biðja þig að flytja
nefndarmönnum og hátíðargest-
um öllum kæra kveðju mína og
innilegustu þakkir fyrir ágætar
viðtökur í fyrra sumar, er ég
átti því góða hlutskipti að fagna
að mega flytja minni ættjarðar-
innar í ljóði á íslendingadeg-
inum.
Ég bið þig fyrir sérstaka
kveðju tl ræðumanna dagsins,
dr. Watson Kirkconnells, hins
ágæta Islandsvinar og góðs vinar
míns persónulega, og til hins
kærkomna gests frá íslandi og
velunnara okkar Vestur-íslend-
inga, séra Einars Sturlaugssonar,
og vonast ég til að hitta hann
síðar á ferðum hans. Skáldi
dagsins, fornvini mínum og
frænda, Guttormi á Víðivöllum,
sendi ég einnig hlýja kveðju.
Ágætlega fer á því, að þessi
íslendingadagur er sérstaklega
Hún er jarðfræðingur og rann-
sakar breylingar jökla og hefir
dvalið hér oft áður
Hingað til lands er komin
ar. Emmy Mercedes Todt-
mann, jarðfræðingur, frá
Hamborg. Hún ætlar að
dvelja ein í tjaldi tíu daga
norðan undir Eyjabakka-
jökli, sem er jökulskagi
norður úr Vatnajökli upp af
Fljótsdal. Þar hyggst hún
stunda jöklarannsóknir.
Dr. Emmy Todtmann er eng-
inn byrjandi í íslandsferðum,
því að þetta er fimmta ferðin
hennar hingað til lands. Hún
dvaldi til dæmis fyrir nokkrum
árum all-lengi í Öræfum, og hún
átti ekki nógu sterk orð um það,
hve fólkið hefði verið henni gott
þar, er blaðamaður frá Tímanum
hitti hana í gær.
Við Brúarjökul
Hún dvaldi að sumarlagi fyrir
nokkrum árum uppi undir Brú-
arjökli ein í tjaldi nær hálfan
mánuð. Var hún flutt þangað frá
Möðrudal og sótt aftur, og þótti
henni öll sú fyrirgreiðsla hin
bezta.
Við upptök Jökulsár á Dal
Á morgun fer dr. Emmy Todt-
mann með flugvél til Egilsstaða.
Þar mun Friðrik Stefánsson,
hreindýragæzlumaður, taka við
og flytja hana á hestum inn með
Jökulsá á Dal alla leið upp að
helgaður öndvegisskáldinu Step-
hani G. Stephansson í tilefni af
aldarafmæli hans. I persónu-
leika sínum, hugsunarhætti og
stórbrotnum skáldskap sínum
sameinaði hann fagurlega margt
það djúpstæðasta og eftir-
breytnisverðasta í íslenzku eðli
og norrænum anda, ekki sízt
órofa tryggð við ísland og allt
það, sem íslenzkt er. Um frjó-
sama rækt við ætt og erfiðir
getur hann verið okkur til fyrir-
myndar. Skáldskapur hans er
einnig auðug uppspretta skáld-
legrar fegurðar, vizku og eggj-
anar til dáða. Það er hollt og
gott að hlúa að minningu slíkra
manna, og eiga hér við spakleg
orð Davíðs Stefánssonar:
Minning þeirra, er afrek unnu,
yljar þeim, sem verkin skilja.
I þeim anda ræktarseminnar
við hinar íslenzku erfiðir vorar,
mál og menning, sendi ég ykkur
öllum hugheilustu kveðjur, bið
ykkur blessunar, og óska þess,
að dagurinn megi verða ykkur
heiður og fagur.
Lifið alltaf heil!
Ykkar einlægur,
RICHARD BECK
Eyjabakkajökli. Þar við Eyjafell
á tungunni fram undan jöklinum
við upptök árinnar mun hún slá
tjaldi sínu og dvelja þar tíu daga
við rannsóknir sínar, en síðan
verður hún sótt aftur.
Dr. Todtmann á marga kunn-
ingja hér á landi, bæði jarðfræð-
inga og bændur og heimilisfólk
á bæjum, þar sem hún hefir
komið á ferðum sínum. Hefir
hún hvarvetna verið hinn bezti
gestur, enda segist hún kunna
við sig hér á íslandi eins og
heima hjá sér.
Dr. Emmy Todtmann er mið-
aldra kona, en lætur sér þó í
engu bregða við ferðir og lang-
dvalir á öræfum. Hún er og
kunnur jarðfræðingur í heima-
landi sínu, og munu ekki margar
konur aðrar hafa stundað jökla-
rannsóknir á íslandi.
—TÍMINN, 17. júlí
Ársþing canadiska
vikublaða-
sambandsins
Hið 34. ársþing canadiska
vikublaðasambandsins var hald-
ið í Bessborough hótelinu í
Saskatoon, Sask., dagana 27., 28.
og 29. ágúst s.l. Þinginu stjórn-
aði forseti sambandsins ,Mr.
Robert Moore, Swift Current,
Sask. En formaður þingnefndar
var Mr. John Vopni, Davidson,
Sask. Hafði John og meðnefnd-
armenn hans unnið ósleytilega
að undirbúningi þingsins og eiga
skilið þakkir allra hlutaðeigenda,
því alt fór fram með sérstakri
rausn og prýði. — Á sjötta
hundrað vikublaða eru í sam-
bandinu og því erindrekar úr
öllum landshlutum Canada, frá
hafi til hafs, þar mættir. Er
vissulega ánægjulegt að eiga
samfundi og samneyti við fólk
úr öllum áttum og víðsvegar að.
Auðvitað eru aðal-viðfangsefn-
in varðandi viðhald og vanda-
mál blaðanna.
Framkvæmdarstjóri sambands
ins, Mr. W. E. McCartney, sagði
lausri stöðunni, en í hans stað
var kosinn Mr. William Telder,
Toronto. Mr. W. K. Walls,
Barrie, Ont., var kosinn forseti;
Mr. W. B. Swanson, Sackville,
N.B., varaforseti, og Mr. John
Vopni, Davidson, Sask., annar
varaforseti.
Á þinginu nutu gestir að vanda
risnu ýmissa félaga, þar á meðal
fylkisstjórnar Saskatchewan og
járnbrautarfélaganna beggja —
C.N.R. og C.P.R. Fyrir allan
þann velgerning ber vissulega
að þakka.
Eftir þingið var farin skemti-
ferð. Sumir fóru til Lac La
Rouge, en aðrir til Waskesiu,
Prince Albert National Park, og
var sú ferð hin ánægjulegasta í
alla staði og hressing góð.
J. T. Beck
Bananar verða rækfaðir hér í
gróðurhúsum ódýrar en tómatar
Með ótta mílna hraða fyrir drótt-arafli
beinhókarls
Kveðja til íslendingadagsins að
Gimli 1953