Lögberg - 10.09.1953, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 10. SEPTEMBER, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið út hvern fimtudag af
THE COlUMBIA PRESS LIMITED
695 8AHGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
UtanSakrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The ‘Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Auithorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Hinn háttvísi konungur Svíanna
Nema því aðeins, að alveg sérstæðar ástæður komi til
greina, heldur Gustaf Adolf Svíakonungur ríkisráðsfund í
höll sinni klukkan ellefu sérhvern föstudagsmorgun, en
þangað eru þá komnir sænsku ráðherrarnir, sextán að tölu;
um leið og konungurinn gengur inn í fundarsalinn rísa ráð-
herrarnir úr sætum og hneigja sig, en konungur heilsar
þeim hverjum um sig með handabandi; allir koma ráð-
herrarnir til fundarins í venjulegum jakkafötum og slíkt
hið sama gerir konungurinn líka; þarna er ekkert, er minni
á stéttaskiptingu, ekkert tákn hinnar svonefndu pípuhatta-
menningar, er klofið hefir þjóðfélögin eitt af öðru nálega
til agna; á þesum stað eru það sænskir menn, allir jafnir
fyrir lögunum, sem til fundar koma með það markmið eitt
fyrir augum, að vinna að sæmd og velfarnan þjóðar, sem
er móðir þeirra allra og þeir allir unna jafnt.
Gustaf Adolf er ekkert barn í lögum, er til stjórnmál-
anna kemur, og þótt hann frá stjórnmálalegu sjónarmiði séð
sé hafinn yfir flokka, mun það mála sannast, að áhrifa hans
gæti allverulega á ýmissum sviðum hinnar mikilvægustu
löggjafar; hann er manna háttvísastur og kunnur að
skapstillingu.
A ríkisráðsfundum spyr konungur ráðherra sína
margra spurninga; eftir að hafa hlustað gaumgæfilega á
málaflutning þeirra, mun það engan veginn óalgengt að
hann spyrji hvort þetta og þetta málið sé þannig undirbúið,
að líf liggi við, að því verði hrundið í framkvæmd þegar í
stað; í öðrum tilfellum er hann vís til að spyrja hvort ekki
væri ríkari ástæða til að flýta framgangi einhvers annars
máls; en þetta leiðir nálega undantekningarlaust til þess,
að þau mál, sem til umræðu koma og úrskurðar, verða að
jafnaði grandgæfilegar athuguð en ella myndi verið hafa;
sænsku ráðherrarnir eru ráðherrar konungs og hann er
sjálfur einn af þeim.
Um mörg undanfarin ár hafa sósíal-demokratar, eða
lýðræðisjafnaðarmenn farið með völd í Svíþjóð og þeir hafa
fram til skamms tíma viljað losna með öllu við konungsvald
og ríkiserfðir; um þetta var konungi fyrir löngu fullkunnugt,
án þess að það kældi eða veikti að nokkru náið samstarf hans
við þann stjórnmálaflokk.
Og nú hafa sósíal-demokratar sannfært sjálfa sig um
'það, að Svíar vilji eiga konung, góðan konung, er skapað
fái þá stjórnarfarslegu kjölfestu, er þjóðin megi eigi án
vera, og að það sé vissulega ekkert eftirsjárefni, að greiða
honum 1,600,000 krónur ($309.280) í árslaun.
Núverandi konungur Svíanna er mikill maður að
vallarsýn, sex fet og tveir þumlungar á hæð og gengur tein-
réttur sem ungur væri þrátt fyrir sjötíu ár að baki; hann
gengur nær, sem vera vill um hvaða götu, sem er í Stokk-
hólmi án þess að hafa um sig lífvörð; það er engu líkara en
allir þekki hann hvar, sem hann fer; allir heilsa honum og
lyftir hann þá hattinum og brosir hlýlega um leið.
Gustaf Adolf lifir einbrotnu lífi; að vísu heldur hann
veglegar og fjölmennar veizlur þar, sem mikið er um
dýrðir, en venjulega unir hann sér bezt á heimili konungs-
fjölskyldunnar með fámennan hóp vina umhverfis sig; hann
er árrisull maður, sem kemur miklu í verk; á undan morgun-
verði les hann jafnaðarlegast þrjú dagblöð, tvö sænsk og
stórblaðið London Times; allan liðlangan daginn veitir hann
viðtöku á skrifstofu sinni fulltrúum erlendra ríkja, lang-
ferðamönnum og forustumönnum í sænsku þjóðlífi, er vitja
á fund hans ýmissa erinda, og alt af er það sama háttvísin,
sem einkennir dagfar hans.
Gustaf Adolf var sextíu og átta ára að aldri, er hann
kom til ríkis að föður sínum látnum 1950 og hafði hann þá
ferðast vítt um lönd; hann hefir um langt skeið gefið sig
að fornfræði og fornleyfarannsóknum og er sem sérfræð-
ingur viðurkendur í þeim efnum; vann hann að slíkum
rannsóknum á Grikklandi, ítalíu, Cyprus, Kóreu og Kína;
hann hefir grafið í dysjar og rofið hauga og leitt fram í
dagsljósið merkar, sögulegar minjar, er huldar hefðu verið
að öðrum kosti sjáaldri nútímans; þeir finna margt, sem
hlífa sér eigi við áreynslu og þora djúpt að grafa.
Gustaf Adolf hefir yndi af hestum og kann manna bezt
með þá að fara; hann þykir einnig góður veiðimaður, en
gefur sig einkum við silungsveiði; hann á veiðileyfi í á nokk-
urri norður í Svíþjóð og hygst að ná þangað fótgangandi í
haust; vegalengdin er eitthvað um fjórar mílur, en þangað
er enn eigi bílfært að sögn.
Gustaf Adolf ræður yfir góðu landi og mikilli fram-
faraþjóð; hann hefir eigi aðeins með skapgerð sinni, stefnu-
festu og hreinskilni, orpið bjarma á sænsku þjóðina, heldur
og norræna kynþáttinn í heild.
Hugleiðingar um Guðmund G. Hagalín
og bók hans „Úr blámóðu aldanna/#
Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði:
Mér er gott að lesa sögur og
frásagnir Guðmundar Hagalíns.
Það er hugþekkur svipur yfir
þeim, líkt sem vorblær strjúkist
um vanga manns. Þó getur hagl
kastazt úr heiðríkjunni hjá hon-
um, svo að svíði undan. En það
er tilbreytinganna hressileiki,
sem alltaf er gott að hafa með í
lífsins ýmislegheitum. Það líkar
mér — að tekið sá á mannanna
brestum og bagsi með góðleik og
skilningi, að fært sé frekar til
hins betri vegar það sem áfátt
verður með réttbreytnina. Það
finnst mér G. H. æviniega leit-
ast við að gera í skáldsögum
sínum og frásögnum. Líka er
hann snillingur að lýsa hinum
spaugilegu hliðum mannlegs
lífs skapa kímna frásögn. Honum
virðist flestum skáldum fremur
sýnt um, að hirða upp af götu
sinni ýmislegt það, er að góð-
gæti verður, er farið hefir í
gegnum hug hans og penna. Úr
brotasilfri gamalla og nýrra frá-
sagna steypir hann fagra, dýrð-
lega gripi, sem nautn og mann-
bót er á að horfa og um að
þenkja eða svo finnst mér.
Nú hefi ég nýskeð lesið Sólirn-
ar hans sjö mér til mikillar
nautnar, en þar um ræði ég ekki
nú, heldur var mér hitt ofar í
hug, að minnast örfáum orðum
á hina andlega bragðljúfu frá-
sagnaþætti hans — bókina, er
hann nefnir „Úr blámóðu
aldanna“.
Þar er um að ræða fyrirbæri
og frásagnir frá löngu liðnum
tímum, er geymzt hafa í hugum
fólksins, lið fram af lið, móðir
sagt dóttur og faðir syni, þar til
nú að G. H. hirðir upp og færir
í letur. Einkum eru það frá-
sagnirnar tvær, af Þórhildi
bænakonu og Brandi rauða, er
mér hafa orðið að umhugsunar-
efni.
Þórhildur bænakona hafði frá
barndómi verið líkamlega ör-
kumla manneskja og liðið þján-
ing mikla, en henni hafði þrátt
fyrir líkamskröm ræktazt við
móðurkné sliturstilbeiðsluþrótt-
ur, bænhiti og guðstraust, að við
hinir veiktrúuðu menn verðum
undrun slegnir við frásögnina af
þessari líkamlega þjökuðu, en
andlega sterku konu. Hún birtist
alls staðar, með sinn líknandi og
læknandi kærleikshug til manna
og dýra. Síðast tjáir frásögnin,
að henni hafi með eldhita bæn-
ar sinnar tekizt að lægja um
stund hamslausa brotöldu haf-
sjóanna og bjarga 40 mannslíf-
um. En í sjálfsgleymi bænar-
hitans gleymir hún eigin lífs-
hættu og hafaldan hverfist yfir
hana og hún hverfur í öldurótið.
Sumir telja þessa frásögn af
Þórhildi bænakonu fjarstæða og
með engum líkindum. En ég segi
við sjálfan mig og aðra, við sem
ekki höfum öðlazt styrk hins
eldheita bænarmagns, getum
ekki neitað, að fyrir mátt bæn-
arinnar, hafa yfirnáttúrlegir
hlutir gjörzt og gerast enn þann
dag í dag, þar sem máttur bæn-
heyrsluvissunnar býr í manns-
sálunum. Getur ekki sá sami
drottinsmáttur, er fyrir eldheit-
ar bænir fiskimannanna á
Genesaretvatni forðum lægði
brotnandi háölduna, hafa heyrt
og bænheyrt Þórhildi bænakonu
á þáverandi háskastund.
Hin sagan eða frásögnin af
Brandi rauða, er einnig mjög
athyglisverð. Hún segir frá hin-
um dullynda, hefnigjarna jötun-
eflda skapmanni. Hann hafði
fastráðið hefnd á hendur mönn-
um tveim, er gerzt höfðu mót-
gjörðamenn konu hans. — Hann
var fastráðinn til blóðhefndar og
dráps þessara manna. En þá
kemur Gunnhildur kona hans til
skjalanna, sú, er raunar sökótt-
ast átti við mennina. Hún elskar
Brand og Brandur hana, en á
örlagastund sögunnar birtist
hún, ekki með stóryrðamagn á
vörum né sterkum handsveifl-
um, heldur með mildi og góðleik
geislandi úr augum. Með mýkt
og skilning hins fyrirgefandi
kærleikshugar, vinnur hún sinn
stóra sigur yfir hefnigirni og
drápshug bónda síns.
í lok sögunnar segir: „Hún
greip hönd hans og hefti för hans
og segir: „svo mun þér nú finn-
ast Brandur minn, að ég tali
furðulega, svo sem ég sé einhver
spekikona. En ég hefi margt
hugsað, bæði fyrr og síðar, þó
ekki sízt eftir að hin sárasta
kvöl og dýpsta niðurlæging
snerist til gæfu og gleði vegna
ástar þinnar og gæzku við fæð-
ing sonar okkar, og hvort mundi
nú ekki ærinn vandi að höndum
borinn Brandur minn. Hér
mundi margt að ugga. Mér skilst
bóndi minn og bjargvættur, að
engin örlög muni sárari en þau,
að manneskjan tortími sjálf mik-
illi hamingju, sem henni hefir
unnist fyrir ástundun þess bezta,
er í henni býr. Hamingja okkar
sýnist mér sem juri, er þú hefir
borgið undan skriðum og grjót-
hruni — borgið hingað heim og
hlúð að, af allri þeirri nærfærni
og ástúð, sem guð hefir þér gefið.
Og nú hefir hún borið það blóm,
er tryggt fái hana varanlega, ef
sjálfskaparvíti okkar koma ekki
til — þú telur, að á hana hafi
fallið skuggi misgerðanna — en
hvort mundi sá skuggi dreifast
og blómi hennar aukast — eða
þá hitt, að hún félli við róð, ef
við vökvuðum hana blóði, hvort
sem sekt er eða saklaust — ef
við skírum son okkar blóði
þeirra umkomulausu manna, er
þú hefir hrifið úr hrönnum
brims og veðurógna.“ — Mér er
það raunar freisting nokkur að
tilfæra fleira úr samræðum
þeirra Gunnhildar og Brands, en
nem hér þó staðar.
Það er meining mín að vekja
athygli á því, sem er hinn rauði
þráður og bjarta skin þessarar
sögu eða frásagnar G. Hagalíns
og á að vera og getur verið hinn
trausti skapandi máttur mann-
legs lífs — hinn mildi fyrirgef-
andi kærleikshugur, sem rækt-
ast getur í mannlegum sálum og
það oft við hin ólíkustu ytri skil-
yrði. Hitt mætti einnig á benda
í þessu sambandi, hvílíkur mátt-
ur og vald býr í konunnar milda
hjarta og mjúku hönd — máttur,
sem getui; lægt og frá bægt á-
hrifum og afleiðingum frá hinni
stórbrotnu, vígreifu karlmanns-
lund, er oft birtist í ýmsum
myndum. Svo er það, sem betur
fer, að enn í dag er fjölda
íslenzkra kvenna í blóð borinn
sá máttur slíkur, er Gunnhildur
þessarar sögu hefir hjá sér að
hlúð og ræktað — máttur til að
afstýra böli og vandræðum
ýmissum.
Guðmundur Hagalín ann gró-
andi mold og grýttum fjöllum,
brotnandi báru og blikandi hafi
— hann er sonur íslenzkrar nátt-
úru, hann talar af miklum næm-
leik og skilningi um íslenzkt
dýralíf, tamið og villt. Hann er
dýrkandi fegurðar, góðleiks og
manndáða, hann er, þrátt fyrir
hinn létta gleðibrag stíls síns,
mikið innsæisskáld. Hann gerir
lesendur sína bjartari í skapi og
betur þenkjandi. Hann er einn
þeirra velgefnu, bjartsýnu
skálda, er eiginlega alltaf sér
margar sólir á lífshimni sínum
og annara — sólir lífsgleði og
hamingju. Þær vona ég að hann
sjái — og segi frá — allt til
sinnar áraháu elli.
—TÍMINN, 18. juíí
Faðirinn: — Hvernig heldurðu
að hefði farið fyrir mér, ef ég
hefði verið síspyrjandi að öllu,
þegar ég var lítill, eins og þú?
Sonurinn: — Þá gætirðu lík-
legast svarað einhverju af því
sem ég er að spyrja þig um nú!
Smásagan
Menningarbragur
GIUSEPPE MANIOLA græn-
metissali missti konu sína
skömmu eftir að hún hafði fætt
honum dóttur, sem skírð var
Rósa. Og Giuseppe ákvað að ala
barnið upp sjálfur og hugsa um
það að öllu leyti. Hann matreiddi
handa Rósu, saumaði fötin á
hana jafnvel í körfu ofan á
grænmetisvagninum sínum á
meðan hann var að selja. Það
var því almennt gamanyrði á
torginu næstu árin: „Hvað
kostar Rósa?“
Giuseppe hugsaði um framtíð
dóttur sinnar. Á hverju kvöldi
lét hann alla smámynt í gamla
olíukönnu, og þegar Rósa hafði
lokið námi í gagnfræðaskóla, þá
tæmdi hann könnuna og í henni
voru þá nálega 500 dollarar. Því
miður nægði þetta ekki til þess
að hann gæti sent Rósu í há-
skóla, svo hann tók þann kost
að senda hana í verzlunarskóla.
HÁLFU ÁRI seinna fékk Rósa
atvinnu á skrifstofu lögfræðings.
Þetta var ungur maður — John
Wakefield hét hann — og hann
hafði mikið álit á sjálfum sér.
Það var svo sem ekki undarlegt,
því að faðir hans var stórríkur
og hafði látið hann stunda nám
í Oxford, Sorbonne og að lokum
í lögfræðideild Harvard háskóla.
Það er svo ekkert af því að
segja nema að kunningsskapur
þeirra Johns og Rósu varð al-
veg eins og segir í ævintýrasög-
unum. Fyrst í stað leit hann ekki
við henni. Síðan gerðist hann
svo lítillátur að lesa henni fyrir.
Og þá fór hann að taka eftir því,
að hvorki heima né erlendis
hafði hann kynnst stúlku, sem
var eins og Rósa. Og þá fór hann
að bjóða henni í smáskemmti-
ferðir með sér og í Tívoli. Og
þegar þau fóru hringferðir með
stóra hjólinu og Rósa varð
hrædd, strauk hann lokka henn-
ar og hvíslaði að henni orðum,
sem allar ungar stúlkur þrá að
heyra.
Hún var fyrst í sjöunda
himni, en svo kom hugsunin um
föðurinn, grænmetissalann og
skyggði mjög ískyggilega á
gleðina. Og það varð ekki hjá
því komizt að hún varð að sýna
kærastanum föður sinn. Áður en
þau lögðu á stað til skrifstofunn-
ar, lét hún föður sinn raka sig
og setja á sig nýtt hálsbindi. En
það var með hálfum huga að
hún leiddi hann fram fyrir
kærastann.
Giuseppe varð þegar hrifinn
af hinum fögru skrifstofum og
sérstaklega af heiðursskjölunum,
'sem þar voru upp um alla veggi.
Og hann tókst á loft, þegar hann
heyrði að John hafði misst
móður sína í bernsku, eins og
Rósa.
— Hver eldaði matinn handa
þér? spurði hann.
Rósa reyndi að koma föður
sínum í skilning um að faðir
Johns hefði haft nóga þjóna og
þj ónustustúlkur til þess að
hugsa um hann. En Giuseppe
var ekki ánægður með það.
— Það er ekki sama að láta
þjóna elda matinn eins og að
gera það sjálfur, sagði hann.
Heimsæktu mig á firnmtudag-
inn, og hafðu pabba þinn með,
og þá skal ég sýna þér hvernig
á að fara að því að elda heima.
— Ég tek boðinu, sagði John.
Rósa hefir sagt mér, að enginn,
geti búið til jafn góðar pönnu-
kökur og þú.
Um kvöldið heyrði Giuseppe
að Rósa var að gráta og kom
honum það á óvart. Morguninn
eftir spurði hann hvað að henni
hefði gengið.
— Ég veit, að þú gerðir það í
góðu skyni að bjóða þeim heim,
sagði hún, en með þessu hefirðu
glatað framtíð minni. Þegar faðir
Johns sér, hvað allt er hér ömur-
legt, þá tekur hann það ekki í
mál að John giftist mér.
Þegar hún var farin svipaðist
gamli maðurinn um í herberginu
og var að furða sig á því hvað
hún hefði átt við. Hvað var að
þessu herbergi? Það var þó
hreint upp í loft. Hvers vegna
kallaði Rósa það ömurlegt?
Allt í einu rann upp ljós fyrir
honum — það voru veggirnir. Á
þeim var ekkert nema mynd
hinnar heilögu meyjar og al-
manak frá járnvöruverzlun. Já,
þá voru ólíkir veggirnir hjá
honum Wakefield — allir með
istórum skjölum í umgjörð.
— Ég skal kippa þessu í lag,
Rósa, sagði hann við sjálfan sig.
Á FIMMTUDAGINN kom Rósa
með þá feðgana til föður síns.
Þar var upp marga bratta stiga
að ganga, svo þeir voru lafmóðir,
er þeir voru komnir alla leið. En
þegar þeir komu inn í herbergi
Giuseppe supu þeir blátt áfram
hveljur af undrun. Frá gólfi til
lofts voru veggirnir allir þaktir
hinum furðulegustu skjölum,
bjórauglýsingum, námsvottorð-
um rakara og ýmissa annarra
handverksmanna, vöruauglýs-
ingum, félagsskírteinum og ótal
mörgu öðru þess háttar.
Rósa varð náföl þegar hún sá
þetta, og John dreyrroðnaði. En
gamli Wakefield byrjaði að
hlæja.
— Er þetta------jú, þetta á að
vera eftirlíking af skrifstofu
sonar míns, sagði hann. Ég á við
— að þú hefir verið að stæla
veggskrautið þar, öll heiðurs-
skjölin. Er það ekki rétt?
Gíuseppe kinkaði kolli.
— Mér sýnist á svip sonar
míns, að hann hafi skilið skensið,
sagði gamli Wakefield. Þú hefir
ætlað að koma honum í skilning;
um það, að allir geta fengið
heiðursskjöl, en að mannkostir
og manndáð eykst ekki við það,
að hengja slíkt upp á vegg hjá
sér. Ég er þér innilega sammála
og ég tek í höndina á þér fyrir
þ.etta ágæta bragð.
Giuseppe brosti vandræðalega.
— Mér þykir vænt um að þér
lízt vel á herbergið, sagði h&nn.
En gerið þið nú svo vel að fá
ykkur sæti. Pönnukökurnar eru,
tilbúnar ....
Daginn eftir tók John öll
heiðursskjölin niður af veggjun-
um hjá sér og lét þau fram í
ruslakompu. En Giuseppe er enn
eigi farinn að skilja.
—Lesb. Mbl.
Vísitors to the tented camp at Dundurn, Sask., inspect the “lines”.
The Army cadets attending the camp normally sleep in barrack
blocks. However, during their stay at Dundurn Camp each boy
spends at least one week in the tented camp.