Lögberg - 10.09.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 10. SEPTEMBER, 1953
3
Nokkur minningarorð um
CHRISTIAN P. PAULSON
F. 16. okióber 1862 — D. 20. febrúar 1953
Að athuga farsæl æfilok með
langt og nytsamt æfistarf að
baki leitt af Guðs anda frá æsku,
vekur sterkan unað. Einmitt það
er tilfellið með æfi Mr. Paulsons.
Christian P. Paulson var
fæddur í Þingeyjarsýslu á Is-
landi 16. október 1862. Foreldrar
hans voru þau hjónin Pétur
Pálsson og Guðrún Jónsdóttir.
Þegar hann var 13 ára gamall
fluttist hann með foreldrum sín-
um vestur um haf. Voru þau í
stóra hópnum, sem flutti frá
íslandi til Nýja-íslands árið 1876.
í sama hópnum kom 10 ára
gömul stúlka, Thorbjörg Kjerne-
sted, sem síðar varð kona
Christians.
Þegar til Nýja-íslands kom,
nam Pétur land norðarlega í
Breiðuvík, skamt fyrir sunnan
Sandy Bar. Heimilið var nefnt
Jaðar. 1 apríl 1878 misti Pétur
konu sína, en hún skildi eftir
nýfætt barn, Paul. Það barn var
þegar í stað tekið í fóstur af
þeim hjónunum Kristjáni John-
ston Geiteying og konu hans
Elínu. Var Paul algjörlega alinn
upp af þeim og bar þeirra ættar-
nafn, Johnston.
Nokkru seinna fluttist Pétur
til Gimli, kom þar á fót myndar-
legri greiðasölu og kvæntist 1882
Guðlaugu Magnúsdóttur. Þau
bjuggu þar í tvö ár, en fluttust
nokkru síðar til Cypress River.
Alsystkini Christians, auk
Pauls, sem nefndur var, voru
þessi: barn, sem dó úr bólunni á
Jaðri, Christian Guðmundur
(James) og Björg, sem dó er hún
var 24 ára gömul. Hálfsystkini
Christians frá seinna hjónabandi
Péturs voru: Mrs. Petrún, Arnold
og Óskar.
Ungur mun Christian hafa
verið, er hann leitaði sér atvinnu
utan heimilisins. Hann vann hjá
bændum í grend við Winnipeg
og einnig á járnbraut. Hann
varð einnig fiskimaður á Win-
nipegvatni, og hepnaðist honum
það með ágætum. Hann var um
langt skeið í hópi hinna allra
fremstu íslenzkra fiskimanna á
Winnipegvatni.
Hinn 16. marz 1887 kvæntist
Christian Thorbjörgu Kjerne-
sted, og áttu þau fyrst um sinn
heima í Winnipeg, og þar eign-
uðust þau dóttur, er þau nefndu
Violet; er hún nú ekkja, Mrs.
Ingimar Ingaldson og á heima í
Winnipeg. Frá Winnipeg fluttu
þau norður í Mikley, en voru
þar víst ekki mjög lengi. Þaðan
fluttu þau til Gimli og þar var
heimili þeirra í allmörg ár. Þar
eignuðust þau gott heimili og
þar fæddist þeim sonur, er þau
nefndu Gordon. Er hann lög-
maður, kvæntur Magneu Berg-
mann, og eiga þau heima í
Winnipeg.
Sá, sem þessar línur ritar, var
þjónandi prestur á Gimli 1901—
1910. Hann minnist þess með
djúpu þakklæti, hve vel þessi
hjón voru honum meðstarfandi
í kirkjunni. Mrs. Paulson hafði
nokkru áður stofnað þar sunnu-
dagaskóla og hélt hún áfram því
góða starfi. Bæði voru hjónin í
söngflokknum. Hann var hinn
prúði maður, sem lagði gott til
mála og studdi og styrkti starfið
eftir því sem honum var unt.
Árið 1906 fluttu þau hjónin til
Winnipeg og áttu þar heima
næstu 6 árin; en þá, 1912, var
honum veitt af Dominion-stjórn-
inni sú ábyrgðarmikla staða að
vera umsjónarmaður fiskiklaks-
ins, sem þá var fyrir nokkru
stofnað í Selkirk í Manitoba.
Árið 1918 var klakið flutt til
Mikleyjar og Mr. Paulson hélt
áfram að stjórna fyrirtækinu.
Hann gat sér mikinn og góðan
orðstír í því starfi, enda var hann
í öllu starfi með afbrigðum úr-
ræðagóður og að sama skapi at-
hugull og áhugasamur. Hann
gjörði í sambandi við þetta starf
tilraun til að unga út styrju-
Mr. Chrislian P. Paulson
eggjum, og var hún hin fyrsta
af því tagi framkvæmd í Ame-
ríku.
Aldurs vegna var hann leyst-
ur frá þessu starfi 1932. Hann
var þá sjötugur maður. Þau
hjónin fluttu þá aftur að Gimli
og reistu sér þar prýðilegt heim-
ili. Hann var enn ungur í anda
og undi sér vel. Þegar hann var
71 árs gamall keypti hann sér bíl
og lærði fljótt að fara með hann.
Nokkru seinna skifti hann hon-
um fyrir nýjan bíl, sem hann
notaði þangað til hann var 84
ára gamall og aldrei hafði hann
orðið fyrir neinu slysi í meðferð
bílsins.
Árið 1933 var hann kosinn
bæjarstjóri á Gimli, og hélt hann
því starfi í 5 ár. Meðan hann var
bæjarstjóri heimsótti Tweeds-
muir lávarður, ríkisstjóri Can-
ada, Gimlibæ, og öllum hlutað-
eigendum til ánægju, var hann
gestur Paulsons hjónanna í
þeirri dvöl. Mr. Paulson vann
starf sitt í bæjarstjórninni með
samvizkusemi og hyggindum.
Árið 1947 áttu þau hjónin 60
ára giftingarafmæli. Þau opnuðu
heimili sitt fyrir gestum, eftir
vild þeirra. Fjöldi fólks sótti
þau heim og flutti þeim heilla-
óskir. Konungur Bretlands,
George VI. og drotning hans
Elizabeth sendu þeim hjónunum
dásamlegt hamingjuskeyti. Slíkt
hið sama gjörði fylkisstjórinn í
Manitoba, R. F. McWilliams og
Mrs. McWilliams. Þetta alt færði
þeim Paulsons hjónunum mik-
inn unað.
En nú fór að líða að lokum
hins langa og farsæla hjóna-
bands. Næsta ár, 1948, var hún
kvödd til föðurhúsanna eilífu.
Það orsakaði ekki einungis
og sorg, heldur einnig nokkuð
breyttar ástæður. Mr. Paulson
seldi íveruhúsið sitt á Gimli og
flutti til sonar síns og tengda-
dóttur, Gordons og Magneu í
Winnipeg. Þetta var alt eins gott
og það gat verið, en „röm er sú
taug, sem rekka“ tengir við til-
tekin svæði. Hann keypti sér
sumarhús á Gimli, og þangað
söfnuðust eftir ástæðum skyld-
mennin í unaði endurminninga
og í gleði nýs kærleikssambands.
Sólsetursárin 5 hjá syni og
tengdadóttur voru eins yndisleg
eins og slík ár geta verið. Hon-
um leið eins vel og unt var að
láta honum líða. Heilsu hafði
hann fyrst um sinn sæmilega, og
það sem bezt var af öilu: hann
var umvafinn hinum sannasta
kærleik sonar og tengdadóttur,
enda elskaði hann þau og alla
sína nánustu í hjartans einlægni
og fegurð. Tengdadóttir hans,
sem reyndist honum sem bezta
dóttir, ásamt öllum börnunum,
elskuðu hann hvert fyrir sig og
af öllu sínu góða hjarta.
Þennan laufasveig leggur
dóttir hans, Mrs. Ingaldson, á
endurminningu hans: „Kærleik-
ur fylgdi föður mínum, hvar sem
hann var. Hann elskaði og var
heitt elskaður af konunni sinni,
börnunum sínum, barnabörnum
og barnabarnabörnum. Öll elsk-
uðu hann. Ég hefi aldrei þekt
gamlan mann, sem var jafn
þolinmóður og elskulegur eins og
hann var við lítil börn.“
Hann var jarðsunginn af séra
Valdimar J. Eylands. Athöfnin
fór fram í Fyrstu lútersku kirkju,
að viðstöddu fjölmenni; og í
Brookside grafreit var hinn
aldurhnigni og prúði sonur land-
námsins í Nýja-íslandi lagður til
hinztu hvíldar.
R, M.
Köngulær í skuggsjónni
Sumar húsmæður halda, er
þær finna köngulóarvefi í horn-
um, sem ekki hefir verið þurrk-
að úr um tíma, að vefirnir hafi.
myndazt af ryki. Það er þó ekki
rétt. Hjátrú þessi er sjálfsagt
því að kenna, að köngulóarvef-
urinn er svo smágerður og hár-
fínn, að hann er blátt áfram
ósýnilegur fyrr en ryk fellur á
hann. Vefi þessa spinna litlar
köngulær, sem hafast við í hús-
um inni og eru ákaflega varar
um sig, svo að menn sjá þær
mjög sjaldan.
—0—
Víða u mheim telur sveitafóik
háttalag köngulónna áreiðanleg-
ustu veðurspána, sem völ sé á
frá náttúrunnar hendi. Það fer
á fætur snemma á morgnana, til
þess að ganga úr skugga um,
hvað þær hafizt að, og af því
ræður það, hvernig veðrið muni
verða.
—0—
Enda þótt köngulærnar hafi
allt frá sex upp í átta augu, sjá
þær ótrúlega illa. Sú könguló,
sem bezta hefir sjónina, sér ekki
lengra frá sér en þrjá þumlunga.
Aðrar sjá ekki nema hálfan
þumlung frá sér.
—0—
Víða um heim notar sveita-
fólk körigulóarvef til þess að
stöðva blóðrás. Ef mikið blæðir
úr sári og ekki tekst að stöðva
blóðrásina, leita bændurnir sér
að köngulóarvef og leggja hann
við sárið. Köngulóarvefurinn
flýtir fyrir storknun blósins.
—0—
Margir þekktir vísindamenn
og læknar fyrr á tímum álitu,
að köngulónum fylgdi lækninga-
máttur. Það eru ekki nema tvö
hundruð ár síðan að köngulær
voru látnar í lítil nisti eða val-
hnotuskurn, sem síðan voru
hengd um háls sjúklinga. Talið
var, að köngulær dygðu sérstak-
lega vel gegn malaríu. Á mið-
öldunum kom það fyrir, að búin
voru til köngulóarhálsbönd fyrir
sjúklinga. Köngulærnar voru
líka borðaðar. Fyrst voru þær
drepnar og svo var þeim annað
hvort smurt ofan á brauð eða
þær voru borðaðar með ávöxt-
um. Smurt brauð með köngu-
lóaráleggi var talið fyrirtaks
matur handa sjúklingum með
hitasótt.
—0—
Umferð um götu eina í Lon-
don var einu sinni stöðvuð, til
Approximately 700 Army Cadets from Manitoba, Saskatchewan and
Northwestern Ontario are being taught trades at the Dundurn
Summer Camp in Saskatchewan. Here the boys are watched by
a group of visitors during a recreational perfbd. Qualified physical
training instructors teach the boys tumbling, boxing, volley ball
during the widely varied sports programme.
—(National Defence Photo)
þess eins að hleypa könguló ó-
skaddaðri yfir. Það skeði við
Lambeth-brúna árið 1936. Lög-
regluþjónn sá, sem á verði var,
tók eftir stórri könguló, sem var
að skríða á gangstéttinni, aug-
sýnilega ákveðin í að fara yfir
götuna. Þar sem bílaumferðin
var þá gífurlega mikil, stöðvaði
hinn hjartagóði lögregluþjónn
hana. Innan skamms hafði safn-
ast saman stór hópur manna, til
þess að horfa á litla dýrið. Þegar
köngulóin'var komin yfir göt-
una og horfin, hrópuðu áhorf-
endurnir húrra sem einn maður.
Síðan komst umferðin í eðlilegt
horf aftur.
—0—
Af köngulónni lærðu menn að
smíða kafarklukkur, sem gerðu
þeim fært að vinna niðri í vatni.
Þá uppfyndingu áttu menn
vatnsköngulónni að þakka. Hún
lifir niðri í vatninu, undir þéttu
vefjarþaki, sem líkist fingur-
björg. Þegar hún hefir spunnið
sér slíkt hús, syndir hún upp á
yfirborð vatnsins og sækir sér
loftbólur, sem hún flytur niður í
húsið sitt. Smám saman þrýstir
loftið öllu vatninu út úr húsinu.
Bak köngulóarinnar er alþakið
stuttum hárum og milli þeirra
safnar hún loftbólunum.
—0—
Þegar köngulóin hefir spunnið
net sitt svo vel sem henni er
unnt milli runna eða blóma, eyði
leggur hún það. Hún gerir það
á hverjum morgni, enda þótt á
hringvefnum sé enginn galli.
Hún skilur aðeins eftir umgerð-
ina, sem netið sjálft er spunnið
á. Þar af leiðandi er þessi skor-
dýragildra hennar alltaf ný og
hnökralaus.
—0—
Vísindamenn nokkrir slógu
því föstu í lok síðustu aldar, að
köngulær hefðu yndi af tónlist.
Náttúrufræðingur einn, sem
Boys hét, gerði margvíslegar til-
raunir, og hann komst að því,
að hljómur tónhvíslarinnar
hafði mikil áhrif á köngulóna.
Tónlistarmenn hafa einnig reynt
að leika á ýmis hljóðfæri fyrir
köngulærnar. Það kom í ljós, að
þegar byrjað var að spila, leit-
uðu köngulærnar til þess staðar,
þar sem leikið var. Þegar tón-
arnir dóu út, héldu köngulærnar
burt aftur. Vísindamaður einn,
sem Dahl heitir, hefir meira að
segja haldið því fram, að sum
af hárum köngulónna séu í raun
og veru eyru.
—0—
Sumar köngulær geta svifið í
loftinu svo hundruðum kíló-
metra skiptir. Þær klifra upp á
einhvern háan stað, til dæmis
tré, og spinna svo langan þráð,
sem þær láta svífa út í loftið.
Þegar þráðurinn er orðinn nógu
langur, sleppir köngulóin fót-
festu sinni og svífur af stað á
þræðinum sínum. Ef hún óskar
að hækka flugið, lengir hún
þráðinn, og þegar hún vill lenda,
dregur hún þráðinn til sín.
Sumar tegundir köngulóa geta
gengið á vatni. Þær ganga svo
hratt og léttilega á loðnum fót-
umsínum, að þeir ganga ekki
niður úr vatnsskorpunni, ef þeir
gerðu það, mundu köngulærnar
sökkva og drukkna.
Heimilisblaðið
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningal&n og eldsábyrgS,
bifrei8aábyrg8 o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m.
Thorvaldson, Eggertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distrlbutors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúna8ur sá bezti.
StofnaS 1894 SÍMI 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Lesið Lögberg
SELKIRK METAL PR0DUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vi8, heldur híta frá a8 rjúka út
me8 reyknum.—SkrifiB, sími8 til
KELLY SVEINSSON
625 Wall St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
Dr. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræ8ingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofueími 92-3851
Heimasimi 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
Aristocrat Stainless
Steel Cookware
For free home demonstrations with-
out obligation, write, phone or call
302-348 Main Street, Winnipeg
Phone 92-4665
“The King of the Cookware”
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 92-8211
T. R. THORVALDSON Manager
Your patronage will be appreclated
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Accountant
505 Confederation Life Buiiding
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Sfmi 92-5227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin. Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Electric Ltd.
G36 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
v Deálers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890