Lögberg - 10.09.1953, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 10. SEPTEMBER, 1953
7
Stjarnan hennar Ninnevu
M. írá Dakola-dalnum hefir
af og til sent Kvennasíðunni
fréttabréf, málshætti og
fleira; í þetta skipti hefir
hún sent „uppáhaldssöguna“
# sína. Alt þetta er þegið með
þökkum. Sagan barst blað-
inu í lok júnímánaðar, en
ýmissa orsaka vegna hefir
dregizt að birta hana og er
M. beðin velvirðingar á því.
Fréttabréf úr Dakota-daln-
um væru sérlega kær-
komin. —I. J.
í fyrndinni voru börn vön að
biðja pabba, mömmu ömmu eða
afa að segja sér sögur; var þá
vanalega upphaf sögunnar: Einu
sinni voru kóngur og drotting í
ríki sínu o. s. frv. En þessi saga,
sem hér fylgir, var um hana
Ninnevu litlu, sem var bara sjö
ára, þegar þessi saga gerist. —
Ninna litla, elns og hún var
ætíð kölluð, var lítil eftir aldri,
en fjörug og snör í snúningum,
ljóshærð með blá augu, sem
sýndu ást og blíðu, því hún var
sannkallað Guðs barn hvað fram-
ferði snerti. Ninna var einka-
barn foreldra sinna, Birgittu og
Björns Jónassonar. Björn og
Birgitta höfðu búið saman í tíu
ár, sannfærð og ásátt með að
eignast aldrei afkvæmi. En Guð
hafði í sinni náð blessað líf og
hag þeirra með því að senda
þeim þessa fallegu stúlku. Það
var því ekki að undra, þótt
Ninna væri augasteinn foreldra
sinna. Ekkert var tilsparað, sem
gæti orðið Ninnu litlu bæði til
ánægju og bóta á allan máta.
Var því heimilið og þessi þrenn-
ing í meira lagi ánægjulegt. En
oft skýjar fljótt á heiðum himni.
Svo var í þessu tilfelli.
Einn heiðskíran júnímorgun
var Ninna litla vakin snemma.
Mamma hennar kallaði upp til
hennar og sagði: „Nú skaltu
flýta þér, gæzkan, að klæða þig,
því að þú veizt að við þurfum
að ná í lestina, sem fer kl. 9 og
nú er kl. að ganga átta.“
Ninna flýtti sér, því alltaf
var hún að heita mátti eins og
hugur manns, svo var hún vel
upplýst í öllum góðum siðum,
eins og títt er með uppeldi hjá
kristnum foreldrum. Nú bað
mamma Ninnu að fá sér að
borða, svo að amma þurfi ekki
að hugsa um hana, en afi og
amma bjuggu í húsi skammt frá
húsi sonar síns; þar átti Ninna
að vera á meðan hjónin færu
þessa ferð til að vera við jarðar-
för móður Birgittu, hún hét
Svanfríður, og var 90 ára þegar
hún fékk hægt andlát tveim dög-
um áður en hér var komið.
Svanfríður hafði fengið slag á
aðfangadagskveld, og var því
rúmföst þennan tíma. Hún hafði
verið í góðu yfirlæti hjá elztu
dóttur sinni Fjólu og tengda-
syni Konráð Daðasyni, sem
bjuggu 50 mílur frá bænum
Straumfirði, þar sem hjónin áttu
að taka lestina. Þessi bær var
8 mílur frá heimili Ninnu. Nú
þurfti að hafa hraðann á.
Björn kom nú inn og sagði
bílinn tilbúinn og allt í lagi.
Fóru svo pabbi og mamma með
Ninnu litlu til afa og ömmu;
báðu hana að vera nú hjálpsama
við þau og sízt mætti hún
gleyma að bera inn viðinn í úti-
hús, sem Jón afi hennar var
búinn að hálf-fylla með söguð-
um við fyrir veturinn. Reyndar
var nú af sú tíð, að notaður væri
mikill viður, því nú voru komn-
ar þessar nýtízku eldavélar, eins
og svo margt annað, sem haft
var fólki til vinnuléttis. Björn
og Birgitta höfðu náð í arðsamt
land, bæði fyrir skepnur og til
ræktunar korns og byggs, sem
þau gáfu skepnunum, voru þau
því búin að koma sér upp góð-
um gripastofni, sem Björn hafði
mikið dálæti á. Heimili þeirra,
í þessu fagra útsýni, sem var
undir hól með trjárunnum með-
fram læk, þar sem fögur sprús-
tré sáust hér og þar.
Þegar hjónin voru búin að
kveðja og faðma Ninnu að sér,
því aldrei höfðu þau farið án
hennar fyrr, var ekið af stað
á þessum áðurnefnda indælis
júní-sólskinsmorgni. Voru þau
svo, eins og börn, að tala í sak-
leysi um þessa ferð, sem, þrátt
fyrir ástæðurnar, gæti orðið
þeim til hvíldar og ánægju. En
enginn veit ævina, fyrr en öll er.
Af þessum ástæðum, eða um-
tali þeirra, er virtist taka huga
ökumanns algjörlega frá um-
hverfinu, tók hann ekki eftir
lestinni, þar sem hún kom
brunandi að járnbrautarmótinu,
þar sem hann ók í hægðum sín-
um; hún lenti á afturhluta bíls-
ins og þeytti honum langt út
fyrir veginn. Á svipstundu voru
komnar líknarhendur og náðust
hjónin með lífsmarki út úr
bílnum. Þau voru tekin á spítala
í bænum þeirra Straumfirði,
sem hafði á að gizka 10.000 íbúa.
Það var allt á tjá og tundri í
spítalanum, eins og vanalegt er,
þegar slys ber að höndum. —
Hjúkrunarkonurnar hálfhlupu
til að líkna þessu slasaða
fólki. Þrír læknar voru í upp-
skurðarstofu og tóku geisla-
myndir og gerðu að meiðslum
hjónanna.
Eftir tveggja klukkutíma að-
gerðir gaf læknirinn þann úr-
skurð, að Björn og Birgitta séu
mikið slösuð og sé tvísýnt um
líf þeirra beggja. Björn hafði
tvífótbrotnað og fengið stóran
skurð á höfuðið, en Birgitta
hafði slasast innvortis og var
með vitundarlaus með öllu.
Nú víkur sögunni til Kristínar
og Jóns, afa og ömmu Ninnu
litlu. Amma hafði nú tilbúinn
miðdagsverð; hún bað lambið
sitt, en það nefndi hún Ninnu,
að leggja nú á borðið fyrir sig.
Já, sagði Ninna, sem ævinlega
hlýddi samstundis. — „Elsku
amma, ég skal leggja á borðið.“
Jón kom inn á venjulegum
tíma, á slaginu tólf, því þé vissi
hann, að Kristín sín myndi hafa
matinn til. Hann þvoði sér vand-
lega og greiddi hærurnar og var
svo tilbúinn að snæða með konu
sinni. Ninna byrjaði borðbænina
að vanda, en hún var svona: —
„Himneski faðir, vér þökkum
þér fyrir máltíð þessa, líf og sál
og allt það bezta — Amen.“
En allt í einu hringdi síminn
með svo hvellum hljómi, að þau
kipptust öll við. Kristínu varð
svo ilt við, að hún bað Jón að
anza símanum. Það var sagt frá
slysi hjónanna, en reynt að fara
hægt í orðin, en Jón heyrði samt
á röddinni, að þau voru mikið
slösuð; hann lagði niður símann
og reyndi að stilla sig, en
Ninna fór strax að gráta og
sagðist vita, að pabbi og mamma
muni bæði deyja, því að í nótt
hafi sig dreymt, að Guð kæmi
til sín og segði: „Nú þarftu að
bera þig vel, Ninna mín.“ Þetta
var allt, sem sagt var í draumn-
um, en svona réði Ninna það,
þó að afi og amma reyndu sitt
bezta til að tala um fyrir henni
°g biðja hana að vera vongóða;
en allt kom fyrir ekki. Það var
lítið borðað af hænsnasúpunni
og soðbrauðinu hjá ömmu þenn-
an dag. Svo leið þessi rauna-
dagur.
Ninna hafði hjálpað afa að
gefa kálfi, þegar hann var búinn
að mjólka tvær kýrnar. Enn-
fremur var þar heima-alnings-
lamb, sem Ninna gaf úr pela og
hafði miklar mætur á. Hún gaf
kálfinum og lambinu nafn. —
Kálfurinn hét Bárður, en lambið
Móra, því það hafði mórauðan
blett á nefinu. Amma reyndi
að setjast að með prjónana eins
og hún var vön, en átti bágt
með að stöðva hendurnar. Afi
reyndi að lesa, en var með hug-
ann hjá syni sínum og tengda-
dóttur, en Birgitta hafði reynzt
þeim eins og bezta dóttir. Þessi
hjón voru með afbrigðum vinsæl
í sveit sinni, enda vildu þau
öllum gott gera.
Ninna sat við gluggan og
horfði út. „Þarna kemur Konni
frændi,“ sagði hún. Hún hafði
ævinlega hlakkað til að sjá
hann koma, en núna var allt
öðru vísi. Konni kom einn, hafði
fengið fréttina yfir símann og
farið strax af stað. Hann heils-
aði þeim vinalega, tók Ninnu í
fang sér, þar sem hún tárast,
en hann reynir að tala í hana
von, en hún segir honum það
sama og afa og ömmu. Konni
talaði svo einslega við tengda-
foreldra sína og sagði þeim það,
sem læknirinn hafði sagt hon-
um.
Jón og Kristín, sem bæði voru
komin yfir sjötugt, höfðu mætt
ýmsum raunum á lífsleiðinni, en
þetta var dimmasta skýið, sem
yfir þau hafði komið, en þau
þau voru bæði svo trúarsterk,
að þau voru þess fullviss, að Guð
í sinni náð mundi ekki senda
þeim byrði nema styrkur íylgdi
til að umbera sorgina. Konni
kvaddi, því næsta dag átti að
jarða tengdamóður hans, svo
nóg var fyrir hann að sýsla, því
að hann átti að sjá um útförina.
Næsti dagur rann upp með
sólskini og blíðu. Jón sagði við
Kristínu, þegar þau voru að
drekka morgunkaffið: „Eigum
við nú ekki að fá hann Magnús
til að keyra okkur í dag til þess
að sjá blessuð hjónin, áður en
þau skilja við þennan heim.“
„Jú, Jón minn, Guð veit að
það verður erfitt, en það er ekki
til neins að æðrast um örðinn
hlut,“ og „það sem verður að
vera, viljugur skal hver bera.“
Ninna litla átti að vera hjá
Pétri og Önnu Magnússon. Þetta
góða.fólk bjó skammt frá Birni,
hinu megin við brautina í þykk-
um skógarrunna. Húsið þeirra
var byggt í nýtízku stíl með
grænum gluggum og þaki. Mátti
halda, að það væri eitt af þess-
um húsum frá Hollywood, svo
var það fínt. Magnús hafði
stóra hjörð af gripum og var
komin í góð efni; hann átti 2
kvarta af landi og öll vinnu-
léttis-áhöld til að vinna með.
Upp úr hádeginu var ekið af
af stað í bílnum hans Magnúsar.
Oft hafði þetta fólk farið í
skemmtiferðir saman um þetta
leyti upp að vötnum til að fiska.
Var þá oft glatt á hjalla og ævin-
lega vinsamlegt á milli barna og
eldra fólks. Pétur var átta ára
en Anna 10. Þessi tvö systkini
og Ninna höfðu haldið hópinn
í skólanum þetta eina ár, sem
Ninna var búin að ganga á
skóla. Oft höfðu skólabörnin,
gert sér dælt við Ninnu litlu,
eins og stundum vill verða, ef
eitt barn er dálítið frábrugðið
að einhverju leyti eins og Ninna
til dæmis, þó að hún væri hið
allra bezta barn, þá hafði hún
svolítinn galla, sem varð til
þess að börnin stríddu henni, en
þá komu Pétur eða Anna henni
til hjálpar. Þessi galli Ninnu
litlu var sá, að hún var svo
skælin, að hún skældi af hvað
litlu sem var; en svona er manns-
eðlið, að leggjast á lítilmagnan.
Þegar fram úr hófi keyrði með
strákapörin og Ninna var ráða-
laus, kom Pétur og sagði: „Æ,
Ninna mín, vertu nú ekki að
þessum skælum, þú drekkir
músunum, ef þú hættir ekki.“
Ninna hafði aldrei heyrt þetta
orðatiltæki og fór að hlæja og
minnkaði grátinn að mun, því
ekki vildi hún verða flugu að
bana hvað þá mús.
Pétur hafði þann sið að taka
Önnu og Ninnu með sér yfir í
runna, þar sem nóg var af bless-
uðum blómum og svo öll fugla-
hreiðrin, sem hann einn vissi af,
og hann lét þær sverja að segja
ekki hinum krökkunum frá
þeim, því hann var viss um, að
þau með alla stríðnina mundu
taka eggin frá fuglunum, hann
lét Önnu og Ninnu bara horfa á
hreiðrin.
Jæja, þá víkur sögunni til
þremenninganna; þeir eru nú
komnir inn í spítalann og spyrja
hjúkrunarkonu um leyfi til að
sjá hjónin. Þau fengu það strax.
Það var hryggðarsjón að sjá
hjónin bæði sitt í hvoru rúmi
hvort við annars hlið. Birgitta
var meðvitundarlaus, en hann
málhress eftir vonum, en þungt
haldinn að öðru leyti. Bað Björn
föður og móður að láta ekki
Ninnu frá sér, því nú verði hún
munaðarlaus. Þau táruðust bæði
og báðu Guð að gefa sér styrk
til að umbera þessa raun. Svo
báðu þau fyrir Birni og Birgittu
og fóru heim aftur. Björn hafði
sent þau orð, áður en foreldrar
hans komu, að láta ekki Ninnu
koma að sjá þau — hún átti að
muna eftir þeim eins og þau
voru, þegar þau kvöddu hana.
Nú leið fram yfir helgi; á
mánudagsmorgun hringdi sím-
inn kl. 6, vissu þá gömlu hjónin,
að annað eða bæði væru skilin
við. Það var sagt, að Birgitta
hefði liðið út af í svefni, án þess
að fá meðvitund. Svo fór fram
sorgar-jarðarför fyrir Ninnu
litlu og alt góða fólkið, sem elsk-
aði og virti þessi hjón svo mikið.
Kvöldið eftir jarðarför móður
Ninnu, sagði Ninna við elsku
ömmu, eins og hún kallaði hana
svo oft: „Viltu lofa mér að hafa
rúmið mitt við gluggann, eins og
ég hafði það heima, því þá get
ég séð stjörnuna mína, og nú
veit ég, að hún skín enn bjartar,
því að nú er mamma komin
þangað.
O, já, lambið mitt,“ sagði
Amma með grátstaf í kverkun-
um, „víst máttu það.“
Þetta kveld, áður en Ninna fór
upp að sofa, tók afi hana í fang
sér og sagðist nú ætla að segja
henni, hvað pabbi hennar hefði
beðið sig að skila til hennar. Þá
segir Ninna: „Á ég að fara frá
ykkur, vill pabbi það.“ „Ó, nei,
gæzkan,“ sagði afi, „þú átt að
vera hjá okkur þangað til þú ert
orðin fullorðin.“ Ninnu þótti
ósköp vænt um þetta, því hún
hafði heyrt svo oft talað um
börn, sem urðu munaðarlaus og
voru send á barnaheimili, en til
þess gat hún ekki hugsað.
Nú leið vika með þungum
skrefum fyrir gömlu hjónin sér-
staklega; en Guð sendir líkn með
þraut. Alltaf var fólk að líta inn
til þeirra, gaf þeim mat og
reyndi að öllu leyti að bæta úr
sorginni. Upp á dag, eftir viku
frá jarðarför Birgittu, var símað
að Jóni hefði blætt inn á heilann
og fengið þjáningarlaust andlát.
En Ninna var svo skynsöm að
uppeldi og svo líka af umtölum
afa og ömmu, að hún tók dauðs-
falli föður síns eins og hetja.
Hann var lagður til hvíldar við
hlið konu sinnar í einum feg-
ursta grafreitnum í útjaðri bæj-
arins, sem kallaður var Blóma-
hóls-grafreitur, og bar hann
nafnið með rentu, því maður gat
hugsað sér að maður væri kom-
inn í paradís, hvað blómafegurð-
ina snerti.
Nú var runnið upp nýtt tíma-
bil fyrir Ninnu, en hún tók öllu
með ró og styllingu og var afa
og ömmu hin bezta stoð í einu
sem öðru. 1 fréttablaði sveitar-
innar, sem hét Örkin, hafði verið
sett auglýsing þess efnis að fá
hjón til að veita forstöðu búi
Björns og Birgittu. Daginn eftir
að blaðið kom út, á mánudag,
komu þrenn hjón sitt í hvoru
lagi; hjónin, sem komu síðast
urðu hlutskörpust. Þau höfðu
haft næga reynslu í þess háttar
vinnu. Síðan þau misstu húsið
sitt í bruna og öll áhöld höfðu
þau búið í litlum bæ, en undan-
farnar vikur höfðu þau verið að
líta eftir auglýsingum um pláss
og var þetta það fyrsta, sem þeim
gafst kostur á, og voru þau glöð
að taka það.
Áður en þessi hjón giftust, en
þau hétu SJtefán og Jónína, höfðu
þau unnið úti á landi, Stefán við
gripi, svo allt var í góðu lagi.
Nú förum við stórum skrefum
yfir næstu árin, þar til Ninna er
orðin 14 ára og átti að fermast
þetta vor, seinustu vikuna í maí.
Þetta var indælt vor með nógan
vökva, svo það mátti segja með
skáldunum: „Að^fögur er foldin,
fyrst að vori með laufgrænum
lit.“ Líf og fjör færist inn í hvert
hjarta og sál á vorin. Afi og
amma voru nú orðin ellihrum
eftir þetta mikla slys; en aldrei
voru þau svo aum, að þau reyndu
ekki að líta til með gæzkunni og
lambinu sínu, henni Ninnu, sem
var þeim svo framúrskarandi
elskuleg í alla staði. Hún var
orðin svo dæmalaust stór og
myndarlegur kvenmaður, sem
allir dáðust að. Ekki var neitt
til sparað með íburðarmikinn
klæðnað handa henni fyrir
ferminguna, því nóg voru efnin.
Aldrei hafði Ninnu komið til
hugar, að þykjast við nokkurn
yfir ríkidæmi sínu og var það
óvenjulegt um ungling. Stefán
og Katrín voru að öllu leyti
hjálpsöm við gömlu hjónin og
Ninnu. En Magnús var fenginn
til að vera eftirlitsmaður Ninnu
og var það á báðar hliðar ánægju
legt, og þá ekki sízt fyrir Pétur,
sem nú í huga sínum var sann-
færður um bezta konuefni, þar
sem Ninna var. Ninna hafði líka
óskað í huga sínum og hjarta að
hann yrði sinn lífsförunautur.
Fermingardagur Ninnu var
hlýr og bjartur og fullur af nýju
Heimivisi hj úkrunarkvennaskól-
ans mun rúma 100 nemendur
auk þriggja íbúða
Maragar stórbyggingar eru
nú í undirbúningi á vegum
húsameistara ríkisins, bæði
hér í Reykjavík og úti á
landi. Blaðið hefir átt tal við
húsameistara, og innt hann
frétta, varðandi helztu bygg-
ingar, sem byrjað er á að
reisa hér í bænum, eða eru í
undirbúningi — og kvað
hann þessar helztar.
Hj úkr unarkvennaskólinn
Byrjað er að grafa fyrir íbúð-
ar hluta hjúkrunarkvennaskól-
ans á Landsspítalalóðinni og
fjárfestingarleyfi hefir fengizt
fyrir kjallaranum undir þeim
lífi, að henni fannst. Og víst er
það fagur dagur í lífi hvers og
eins, og ætti að vera með nýju
lífi í Guðstrú. En oft er ferm-
ingareiðurinn settur til hliðar
eftir daginn, og er það rauna-
legt. Eftir því sem við höfum
kynnzt Ninnu erum við sann-
færð um, að hún heldur eiðinn
umfram allt annað. Eina skýið á
fermingardegi Ninnu, þegar fólk-
ið var að óska henni til lukku
og hinum 8 fermingarsystkinum
hennar, var það, að pabbi og
mamma voru ekki í hópnum; en
eins og ævinlega lét hún það
ekki á sig fá að mun. Afi, sem
nú gekk við staf, kyssti hana og
blessaði gæzkuna sína — og
amma, sem líka var óstöðug á
fótunum, tók hana í fang sér og
bað Guð að blessa lambið sitt.
Ninna var hjartanlega ánægð
yfir þessum mikla degi, og þegar
hún var komin i rúmið sitt við
gluggann, horfði hún á stjörnuna
sína, sem var svo skær og meinti
meira til hennar en orð fá lýst —
því bæði pabbi og mamma skinu
í gegn um stjörnuna hennar
Ninnevu.
þriðja verður svo byggt seinna.
Hvert hæli er um fimm hundruð
fermetrar að stærð, ein hæð og
kjallari, og rúmar um þrjátíu
vistmenn, en auk þess eru þar
íbúðir fyrir starfsfólkið.
Viðbói við Landssímahúsið
Þá er viðbyggingunni við
Landssímahúsið vel á veg komið.
Er það fimm hæða bygging, all-
stór, fyrir vélar til viðbótar við
sjálfvirku stöðina, svo og skrif-
stofur. Ýmsar allstórar bygging-
ar eru ýmist í undirbúningi eða
langt komnar úti á landi, en þær
eru flestar annaðhvort á vegum
fræðslumálastjórnar eða ann-
arra stofnana, og verður ekki
frá þeim sagt að sinni.
hluta byggingarinnar, og stend-
ur til, að hann verði steyptur á
þessu ári. Verður þetta mikil
bygging, sem rúmar heimivistar
veru fyrir hundrað nemendur og
tvær til þrjár kennaraíbúðir. í
skólahlutanum, sem byrjað verð-
ur á seinna, er ætlað rúm
kennslustofum, fyrirlestrarsal,
borðstofu, dagstofu og eldhúsi.
Verður öll byggingin á að gizka
1000—1100 fermetrar, þrjár hæð-
ir og kjallari, en íbúðarhlutinn,
sem nú verður hafizt handa um
að reisa 6—700 fermetrar.
Viðbygging við Landsspítalann
Unnið er að teikningum að
viðbótarbyggingu við Lands-
spítalann. Verður það stórhýsi,
allt eins stórt og núverandi
Landsspítali, eða stærra. Vilyrði
hefir fengizt fyrir fjárfestingar-
leyfi, þegar teikningar liggja
fyrir, og er ekki ósennilegt, að
byrjað verði að grafa fyrir kjall-
ara byggingarinnar þegar í
haust.
Fávilahæli
Fyrir nokkru er lokið bygg-
ingu fyrsta fávitahælisins í
Kópavogi og annað hæli þar
þegar komið undir þak. Hið
M.D.333
Alþbl., 31. júlí
— Mamma, manstu eftir mann-
inum, sem datt hérna fyrir utan
dyrnar í gær, og þú gafst koníak?
— Já, hvað með það?
— Nú liggur hann aftur fyrir
utan dyrnar.
☆
— Ég er alveg hissa, að þú
skulir leyfa stráknum þínum að
reykja sígarettur!
— Þegar hann er heima hvet
ég hann til þess, vegna þess að
þegar hann reykir getur hann
ekki blístrað á meðan.
C0PENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Viðbótin við Landsspítalann stækkar
hann um helming