Lögberg - 17.09.1953, Side 2

Lögberg - 17.09.1953, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 17. SEPTEMBER, 1953 Hugleiðis og flugleiðis rabb við JÓN BJÖRNSSON skólastjóra á Sauðárkróki, er hér dvaldi um hríð í sumar; er Jón skýrleiksmaður mikill og hressilegur í viðmóti. —Ritstj. Guðríður Símonardóttir „TYRKJA-GUDDA" 1. Velkominn til Vesturheims. Þú komst einmitt með Vestur- Islendingunum, er þeir héldu heimleiðis. Já, ég slóst í förina með þeim. Leizt vel á flokkinn og tækifærið að komast vestur. 2. Þér hefir líklega litist vel á einhverja af þessum íslenzku þjóðsystrum þínum í hópnum! Einhverja? Já, mér leizt vel á eina — og sérhverja — allar. Og líka á karlmennina. Þetta var fríður flokkur svo margra góðra íslendinga. Og þó voru flestir hnignir að aldri. — En ekki að áhuga og ræktarsemi við móður- landið. Eigi sízt lsizt mér vel á fararstjórann. Og gott mundi vera að verða í skjóli hans og flokksins fyrir mig aldraðan mann og ókunnugan. Það brást heldur ekki. 3. Hefir þú eigi fyr komið vestur hingað? Nei, aldrei. — Reyndar er ég gamall ferðafugl um Norður- lönd þrisvar sinnum og ofurlítið verið í Skotlandi. 4. Leyfist mér að spyrja; hvað kom þér til svo öldruðum manni að sækja svo langt til vesturs nú í fyrsta sinn? Já. Það er von þú spyrjir. Frá sjónarmiði efnishyggju manna (það er þó engan veginn sneið til þín, sem ert skáld) var ekkert erindi nema eyða peningum. — En frá eigin sjónarmiði á ég hingað ærið nóg erindi: Ég á hér tvö af iíu uppkomnum börnum mínum. Þau hafa verið héf nokkur ár og bera nú þegar hita og þunga þegnskaparstarfs og fjölskyldulífs, annað hér í Canada, en hitt í Bandaríkjun- um: Björn er læknir hér í Mani- toba (Benito). Ragnheiður Lilja (Martin) er húsmóðir suður í miðjum Bandaríkjum. — Til þessara barna minna og fjöl- skyldna þeirra var förinni heitið frá upphafi. Hjá þeim vil ég dvelja, nokkrar vikur hjá hvoru, ef Guð lofar. Af ferðinni sjálfri er lítið að segja, — nema þá svo mikið! Maður fer bók^faflega eins og fugl fljúgi. Margt ber þó fyrir augim á langri leið, þótt fljót sé för. — Það merkilegasta og ógleymanlegasta, er fyrir mig bar, var það að fljúga fyrst (frá Reykjavík um miðnættisbil) með sterkan eldrauðan sólbjarmann úti í hafsauga norðursins á hægri væng, halda þannig áfram nokkuð fram yfir óttu, en stinga sér þá svo að segja á svipstundu inn í myrkur suðveslursins. Eftir hér um bil tvær eyktir gengur svo drottning dagsins aftur fram í dýrð sínni. Hefir nú tekið á sig vængi morgunroðans og heilsar nú úr austri með unaðs- brosi rísandi dags! Þessi röð náttúrufyrirbrigða hefir mér al- drei birtzt fyr. — Ög þetta hreif mig sem náttúrubarn meira miklu heldur en hinn morandi fólksstraumur New York borgar sístreymandi eftir stórkostlegum farvegum umferðartækjanna í jörðu og á og yfir. Meir einnig en himingnæfandi skýjakljúfar borgarbáknsins. Já, meira en líkneskja sjálfrar frelsisgyðj- unnar, sem líklega er nú stór- kostlegasta myndastytta verald- ar þessarar af mannahöndum gjör. Og allt er þetta stórfeng- legt í sannleika sagt. En hvar sem ég hefi farið get ég ekki tekið undir hið fornkveðna, sem „kerlingu“ er í munn lagt: „Mikil eru verkin Guðs en meiri þó mannanna." — Má hver lá mér sem vill, að jafnan finn ég ástæðu til að snúa þessu við. 6. Náðir þú að vera á íslend- ingadeginum á Gimli 3. ágúst? Já. Ég var svo heppinn. Reynd- ar varð ég að bíða eftir honum í Winnipeg í 4 daga. — Okkur Birni syni mínum hafði komið ásamt um, að hann kæmi að vest- an að sækja mig eigi fyr en svo, að hann gæti fyrsta daginn verið með mig á Gimli, og einmitt þennan dag. Þetta tókst. En á meðan ég dvaldi í Winnipeg, var ég algerlega á vegum vinar míns, er verið hafði skóladreng- ur hjá mér heima á Sauðárkróki fyrir hér um bil 40 árum, en er nú einn af ágæfum borgurum Winnipegborgar: Páll Hallson. Þau hjónin biðu min á flugvell- inum, e? ég kom, og tóku mig þegar heim. Hjá þeim, systur hans og börnum var ég svo í bezta yfirlæti alla biðdagana. Fékk ég að sjá og heyra margt fróðlegt og skemmtilegt um Winnipeg og umhverfi hennar. Og nú var Páll kennarinn, en ég nemandinn. Einnig margar minn- ingar rifjaðar upp frá drengja- árum hans heima, þar af ýmsar frá skóla mínum á Sauðárkróki. Þetta var nú aðdragandi Is- lendingadagsins fyrir mig. Ég hafði mikla ánægju af að vera þar, Þó ekki alveg óblandna. Það var yndislegt að sjá og skilja, hve mikið þjóðræknis- starf hafði verið lagt strax í undirbúning dagsins. Og svo allt annað, er samsvarandi var í hátíðahaldinu: Fjallkonan og ávarp hennar. íslenzku ræðurn- ar. Kvæði Guttorms skálds. Söngurinn. 100 ára minning St- G. St. Ávarp frú Rósu dóttur hans. Og loks hylling íslenzka landnemans við minnisvarðann. En — íslendingadagurinn ætti að vera ennþá íslenzkari. Vissu- lega ber að sýna fósturlandinu (Canada), sem hann er háður í, fyllstu virðingu og hollustu. Hefja virðulega fána þess, syngja þjóðsöng þess, segja fram minni þess, ávarpa fulltrúa þess. Allt var þetta gjört. En öllu lengra má eigi vald ensk- unnar ná á þessum degi og yfir honum. Því að hann er eini dag- urinn árlega af 365, sem á að vera svo fullkomlega sem unnt er helgaður íslandi, íslenzku máli í ræðu og lestri, söng og samtölum, háttum og venjum í allri framkomu. Einnig í klæða- burði, svo sem frekast er unnt. — Hinar þrjár gerðir íslenzks kvenbúnings eiga á þessum degi að skarta á mörgum íslenzkum konum og meyjum. — Látum svo vera að Fjallkonan ein beri skauibúninginn, þennan dásam- lega hátíðabúning íslenzkrar konu. Hún er hin táknlega drottning dagsins, og verður að bera af öllum öðrum. En ég sá aðeins eina unga konu í íslenzk- um upphlulsbúningi og enga í í peysubúningi. — Vera má, að einhyerjar hafi fleiri verið en áreiðanlega eigi margar. Þarna er stór vöntun þess er gefið get- ur slíkri hátíð meira af íslenzk- um svip. Ennfremur er íslenzki upphlutsbúningurinn yndislegur á ungum stúlkum og konum. Hann er einnig að ýmsu leyti hagkvæmur, og þarf alls ekki að vera mjög dýr. — Vel veit ég, að ensk menning og mál eru voldugir aðilar hér í álfu og eiga að vera það. En íslenzk menning og mál hefir líka sýnt sig sterkt hér hjá fyrstu kynslóðunum og svo gæti orðið enn og áfram, ef þjóðernisást, skilningur og sam- tök halda áfram að vera jafn sterk og áður. Að það nærist, viðhaldist og þróist sem bezt er hjá hverju þjóðarbroti af mörg- um í þessari miklu álfu, er vissu- lega æskilegast líka fyrir hina miklu heild. — 1 feikilegri og fjöllitaðri þjóðernavíðáttu Vest- urálfu er íslenzk þjóðarbrotið, þótt lítið sé fyrir sér að játa lit sinn. íslendingadagurinn er fyrir þá einskonar vinja (oase), þar sem þeir safnast einu sinni á ári til svölunar, næringar varðveizlu alls þess sem verðmætast er í íslenzku eðli og andlegri sam- eign þeirra. — Sú varðveizla sýnir sig að vera erfið. En von- laus er hún ekki, ef við viljum og vinnum sjálf allt árið. Og hlýðum heilræði Longfellows (sem hljóðar frá munni Matthías- ar í ágætri þýðingu hans: .... „vertu ei sauður heldur hetja hníg ei dauður fyr en þarft!“ 7. Hvað segir þú annars um þessa fyrstu kynningu þína af Vesturálfu? Hvað skyldi ég geta sagt nema allt hið bezta fyrir sjálfan mig persónulega. — Ég er borinn á höndum ástvina og þeirra vina, svo sem bezt má verða. Hitinn er ekkert óþolandi, enda er ég nú í Manitoba enn (á 50° n. br.) og á eftir að fara á suðurtak- mörk samkvæmt áætlun á 38°. En sumri hallar nú og sól lækk- ar, og ég kvíði engu í því efni. — En ég sakna íslenzka, ískalda uppsprettuvatnsins, hafgolunnar um eða úr hádeginu og fjalla- kastsins frá fjöllunum eftir kvöldkyrrðina dásamlegu. En úr því getur enginn bætt nema Is- land sjálft. — Mér þykir nóg um víðáilurnar hér. Hvílíkt feikna-meginland! Ég hefi eitt sinn farið á hestum yfir þvert ísland og var 4 dægur (48 klst.) milli byggða (á heiðum og svo öræfum milli jöklanna). — En hvað er það móti þessu hér. Þá er að taka því skynsamlega. En hraðinn á öllu finnst mér næsta óskynsamlegur. Víst hafa þeir, sem hraðanum ráða svipað svar á reiðum höndum og fyndinn ís- lenzkur prestur, er honum var ámælt fyrir hraða reið: „Ég hefi tekið eftir því, að ég er fljótari að komast leiðar minnar með því að ríða hratt!“ Og ég var áðan að segja að mér ofbiðu víð- átturnar, löngu leiðirnar. En hvað liggur á? „Kemst þó seinna fari“, sagði Njáll við Bergþóru sína, þegar honum þótti pilsa- gustur hennar fullmikill, og var hann þó tæpast eins hættulegur eins og hjóla- og skrúfuhraði nútíma tækja. Og hvað verður úr því að komast fljótt leiðar sinnar, ef slys leiðir allt í einu af óþægilegum hraðanum? — Nei, okkur liggur ekki svona mikið á. Við náum háttum í gröfinni fyrir því. Þar verður ekki lokað hjá hverjum einum fyr en hann er lagstur fyrir á sínum stað. Og svo skyldi loks- ins þessi „tími“ aðeins vera hug- tak, en í reyndinni ekki til! Fjarstæða meiri að elta hann en skuggann sinn. Látum störfin ganga áfram sinn hæfilega, skynsamlega gang, og hlífum taugum, heilsu og lífi voru og annara fyrir heimskulegum æðisgangi! 8. Viltu svo að lokum segja mér ofurlítil deili á sjálfum þér? Um sjálfan sig er ætíð nokkur Vandi að segja mikið. — Ef þaðan er flest illt að segja eins og hjá „Rauðunum“ í æfintýr- unum, eru menn tregir að tala. En séu föng á að segja eitthvað gott og lofsvert, eiga menn á hættu að vera álitnir rauparar, einkum menn sem ég, á áttræðis- aldrinum. (,,Raupsaldurinn“). Nú er ég að vísu ekki „Rauður“ hvorki í eldri né yngri merkingu orðsins. En samt er bezt að tala fátt um flest í eigin efnum. Ég er fæddur Norðlendingur (15/8 1882). — Faðir minn var Björn Jónsson hreppstjóra Jóns- sonar Háagerði í Húnavatns- sýslu. Móðir mín var Þorbjörg Stefánsdóttir á Heiði í Göngu- skörðum (systir Stefáns skóla- meistara og sr. Sigurðar í Vigur). Foreldrar mínir bjuggu í Háa- gerði, Heiði og Veðramóti. Lang- lengst á Veðramóti og við þann bæ eru þau og við börn þeirra kennd. En við vorum 10, sem til fullorðins ára komumst. — Ég er næstelztur. Frá 1897 til ’99 var ég í Möðruvallaskóla. — Vann síðan sem fyr að íslenzkum sveitastörfum heima næstu 6 sumur, en stundaði barna- kennslu að vetrum þarna í byggðarlögunum í kring, — undir Tindastólnum. — Árin 1905—’08 gekk ég í kennara- skóla í Danmörku. Kom heim síðan eftir fyrstu för um Noreg og Svíþjóð. Tók þá við nýbyggð- um skóla á Bauðárkróki (undir Tindastól) fyrir börn og ungl- inga. Hefi starfað þar óslitið síð- an í 44 ár við kennslu, skóla- stjórn og ýmis opinber störf. Sagði af mér 1 fyrra. Hafði þá starfað við kennslu á íslandi í rétt 50 ár. — En lengur en til 70 ára mega kennarar eigi starfa þar í þjónustu ríkisins. — Börn mín 10, öll með fyrri konu minni, Geirlaugu Jóhannesdóttur, eru uppkomin. Tvö sem sagt hér vestra. Seinni kona mín, Rósa Stefánsdóttir, og ég höfum alið upp eina fósturdóttur. — Ég hugsa mér að fara heim, ef Guð leyfir, snemma í október, og vona að fá að bera beinin þar að lokum. — Gjörðu mér svo þann greiða, að láta heiðrað blað þitt bera kveðju mína og þakkir til alls samferðafólks míns, og allra þeirra annara, er ég hefi hér að góðu kynnst. — J. B. Rödd frá Befei Það er langt síðan nokkuð hefir sézt í blöðunum héðan af heimilinu, utan gjafalista, sem þakkaðir hafa verið að makleik- um, en við, sem hér erum og njótum alls góðvilja, sem heim- ilinu er sýndur, höfum margt fleira að þakka, því ekki lifir maður á einu saman brauði, eins og þar stendur, og á ég þar við allar þær heimsóknir, bæði hópa og einstakra manna, sem færa ljós og hressingu í hug og hjörtu þeirra, sem hér dvelja, því þó ég sjálfur sé ekki enn svo hrum- ur að ég geti kynst fólki innan og utan heimilis, finst mér ég vel geta skilið tilfinningar þess fólks, sem árum saman röltir um sama ganginn, jafnvel aðeins um sama herbergið, og hefir ekki árum saman stigið á græna jörð eða séð dagsins ljós, en hefir þó fulla ándlega krafta; því er það gleðigeisli að heyra ókunnar, vingjarnlegar raddir og vita vinarhug fólks til sín. Ég ætla að geta þeirra heim- sókna það ár sem ég er búinn að vera hér, sem er frá 8. septem- ber 1952, og geta viðburðanna í þeirri röð, sem þeir gerðust. Verður þetta í árbókarformi, sem flestum þykir leiðinlegur frásagnarstíll, en ég geri það samt. Þó skrifaði ég stutta grein síðastliðinn febrúar, en man ekki hvað ég skrifaði þá; verður því sumt máske endurtekning. Það var 11. september 1952 að kvenfélagið lúterska frá Winni- peg kom hér; 25. s. m. lúterska kvenfélagið frá Selkirk. — Óli Kárdal kom hér og söng 31. des- ember, og hreif alla eins og vant er. — 29. janúar 1953 kom Dorcas kvenfélagið frá Winnipeg. Mrs. Á. Blöndal sagði ferðasögu frá Islandi. — 5. marz 1953 kom lút- erska kvenfélagið á Gimli. — 21. marz sýndi Njáll Þóroddson hér myndir. — 6. apríl söng Óli Kárdal hér. — 23. apríl kom Mínerva kvenfélagið. — 1. maí kom Víðir kvenfélagið. — 14. maí kom kvenfélagið á Hanus- um. — 22. s. m. kom lúterska kvenfélagið í Winnipeg. — 23. s. m. kom Helgi Elíasson fræðslu málastjóri frá íslandi og sýndi myndir og hélt skýra og skemti- lega ræðu. — 2. ágúst kom söng- flokkur frá Geysi og söng. — 21. ágúst kom Ólafur Ólafsson kristniboði og flutti erindi. — 26. s. m. kom kvenfélagið á Geysi. Sameiginlegt við öll þessi kvenfélög er stutt og skemtilegt Program og rausnarlegar veit- ingar. Þessar heimsóknir hafa haldist undanfarin ár, þó held ég, að þrjú af þeim hafi komið hér í fyrsta sinn. Oft er í gáska sagt, að kvenfélögin séu kærust fyrir góðan mat, en fyrir mitt leyti eru þau jafn velkomin, þó þau kæmu án matgjafar, því allir hafa hér allt sem þeir þurfa, en það er mikill kostnaður og fyrirhöfn, sem því fylgir. Altaf eftir að ég komst til „vits og ára“, eins og jafnvel unglingsárin eru kölluð, beit það undarlega á mig, þegar ég heyrði talað um konu séra Hallgríms Péturssonar, sem „Tyrkja- Guddu“, en sannleikurinn er sá, að tíðast ef ekki altaf heyrði maður konu þessa nefnda þessu nafni. Allir, sem á íslenzka tungu mæla, austan hafs að minsta kosti, vissu það og vita, að kon- um heldri manna var valinn heiðurstitillinn „frú“ eða ef um prestskonu ræddi „Maddama“. Eldri tíminn notaði mikið orðið „Maddama“, fyrir prestsfrúna, en yngri tíminn notar fremur frú. Og þegar eldri tíminn al- þýðu á meðal, notaði hvorugan þennan tiltil í daglegu tali, held- ur talaði um konuna svo sem blátt áfram, þá var það venju- legast „Prestskonan“. Með því var gefið í skyn, að hér ræddi um konu, sem ætti tilkall til viðeigandi tignar kirkjulegu stéttarinnar. Og þó að hugsunar- háttur og breytingar hafi komið í seinni tíð, sem leyfa sér út fyrir viss takmörk með ávarp til kvenna, hvar sem þær eru stadd- ar í mannfélagsstiganum, þá breytist ekki þetta með konuna, sem gift er prestinum eða öðrum embættismanni. Siðurinn hlýtur óhjákvæmilega að ferðast með tungunni. Mér féll því allur ketill í eld, er ég hvað eftir annað las um í blöðunum, að séra Jakob Jóns- son notar fyrir nafn á leikriti sínu hið mjög svo leiðinlega auknefni, sem íslenzk alþýða virðist endur fyrir löngu, hafa gefið Guðríði Símonardóttur, konu séra Hallgríms Pétursson- ar: Auknefnið „Tyrkja-Gudda“. Það svífur utan mínum skiln- ingi, því að presturinn er vel að sér í íslenzkum fræðum, fágaður maður og mentaður, lætur það Hér má segja, að ekkert mark- vert komi fyrir nema mannalát og mannaskipti, eða skemtilegir gestir, eða skin og skuggar, eins og alt lífið er, en maður tekur betur eftir því þar sem fleiri eru saman. Hér hafa orðið nokkur manna- lát þetta ár, og eru það altaf al- varlegar stundir, sem allir þekkja, og tel ég þau eftir aldurs- röð: 27. september 1952 dó Guð- mundur Pétursson. — 9. október dó Sigrún Guðjónsdóttir Þor- steinsson, 94 ára. — 9. nóvember dó Halldór Guðjónsson, 88 ára. — 21. s. m. dó Sigríður Jónsdóttir Vigfússon, 89 ára. — 3. desem- ber dó Ásdís Hinriksson, 94 ára, lengi forstöðukona hér á Betel. — 6. maí dó Árni Jónsson, 80 ára, mjög vinsæll og góður smiður. — 16. s. m. dó Ingibjörg Laxdal. — 27. s. m. dó Ada McCallum. — 1. ágúst dó Ólafur Eggertsson, 85 ára, ljós af manni. Jafnmargir þeim, sem dáið hafa, hafa komið hér aftur og get ég ekki nafna þeirra fremur en annara, sem hér eru, enda þótt mér þætti vel hæfa að nefna nöfn allra og fæðingarstað, þó ég vissi að öllum þætti leiðin- legur upptalningur, en blöðin eru lesin víðar en á Gimli, og mætti vel vera að einhver á ís- landi sæi þar nöfn vina eða syst- kina og gæti það orðið til þess, að eitt vingjarnlegt bréf eða orð bærist, sem huggaði hreldan huga, væri fyrirhöfnin full- borguð. Þetta er það helzta, sem hér hefir borið við þann tíma, sem ég hefi verið hér. öllum líður vel að því sem í mannlegu valdi stendur, aðbúð og atlæti í bezta lagi, forstöðukonan og alt starfs- fólk stöðu sinni vaxið. Get ég ekki óskað Betel annars betra, en að það verði altaf friðarhöfn allra þreyttra og þjáðra gamal- menna. Daníel Halldórsson eftir sér, að nota þetta nafn. Það virðist þó vera, að í leik- ritinu, hvort sem það færir sam- úð eða andúð í garð Guðríðar hefði saga þessarar konu átt að geta borizt inn í hugi manna í þeirri mynd, sem höfundur leik- ritsins óskaði, alveg eins vel, þó að leikritið hefði verið nefnt „Guðríður Símonardóttir“. En, sleppum öllum titlum og titúler- ingum, en skírnarnafn sitt átti þó þessi kona og þar þar að auki partur af þjóð, sem notar skírn- arnafn kvenna sem karla í dag- legu tali jafnt hvort sem um ógiftar eða giftar konur ræðir. Hvað er þá á móti því að halda áfram og uppi Tyrkja- Guddu nafninu? Það er alt sem gott er í sjálfu sér á móti því. Uppnefnum fylgir venjulegast lítilsvirðing. Þau eru sprottin af kaldhæðni og hroka sem og fyrirlitningu fyrir manninum eða konunni, sem uppnefnd er. Guðríður Símonardóttir hefir ekkert gert til þess að öðlast þetta auknefni, sem um ræðir. Guðríður Símonardóttir er tekin ránstaki af útlendri, og á þeim dögum að minsta kosti, ómildri þjóð. Hún er nauðug færð til ókunnra landa frá eiginmanni, frændum, vinum, tungu, þjóð og kristinni trú. öll hennar tllvera er sett í andstöðu við það, sem hún á að venjast. Og við það að venjast þessu nýja lífi, þá tapar hún trúnni, fegurð hennar og verður síðar henni og öðrum til óhamingju — í bili að minsta kosti — og sú ringulreið, sem ætla má að komin sé á huga hennar: Maður með svo heita sál, að frá mundi brenna alt það, er í vegi varð heitustu óskum hans, verður á vegi hennar báðum til erfiðleika. Alt skeður þetta út af ránstakinu á persónu Guðríðar Símonardóttur. Yfir æfilangri sambúð hjónanna hvíl- ir skuggi, vafalaust skuggar, frá tíðindunum, sem skeð hafa á braut þeirra, en með engu móti getur manni orðið það skiljan- legt, að Guðríður hafi unnið til þess að vera hædd og smáð öld- um saman, þó að henni væri svift af örlaganna hendi út á þyrnibrautir slíkar, sem hún í rauninni gekk. Nú kemur manni til hugar, að maðurinn, Hallgrímur Pétursson, hafi þurft að vaða allan þann eld, sem fyrir honum varð, þar með viðkynningu sína fyr og síðar við hana, sem varð eigin- kona hans, til þess að af sál hans væri hægt að framleiða það listaverk, sem reyndist ein af allra sterkustu máttarstoðum heillar þjóðar, en jafnvel það gefur enga ástæðu til að leið- togar þjóðarinnar geri sér það að skyldu, að halda uppi því óvirðu lega nafni, sem kaldhæðni og fyrirlitning þjóðar hennar hafði valið henni, í raun og veru sak- lausri gagnvart því. Bara af því, að ókunnir karlmenn úr öðrum löndum réðust á konuna og tóku hana með valdi og fluttu til ó- kunnra landa, svo sem á hefir verið bent, þá beitir þjóðin sinni kaldranalegu hæðni að henni með því að uppnefna hana „Tyrkja-Guddu“. Hún er ekki Guðríður Símonardóttir lengur, þaðan af síður Prestsmaddaman Guðríður Símonardóttir, hún er ekki einu sinni húsfrevja á heimili sínu, hún er bara einhver ræfils-flækingur, sem ekki er gefandi neitt heiðarlegt nafn. Alt hitt er lent ofan í Tyrkjann. Og afan á alt þetta, nú eftir noklcrar aldir, tekur einn af landsins kennimönnum sig til og semur leikrit um æfi æfi hennar með yfirskriftinni „Tyrkja- Gudda“. Yfirskrift þess hroka og niðurlægingar, sem „skírði“ þessa raunakonu þessu óviður- kvæmilega nafni. Getur ekki presturinn gert betur en þetta? Rannveig K. G. Sigbjörnsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.