Lögberg - 17.09.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.09.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 17. SEPTEMBER, 1953 Sinn er siður í landi hverju Úr borg og bygð Á laugardaginn var fór fram mjög fjölmenn og virðuleg gift- ingarathöfn í Fyrstu lútersku kirkju. Gaf sóknarpresturinn þá saman í hjónaband þau Margaret Valerie Björnson, yngstu dóttur þeirra Mr. og Mrs. Oliver G. Björnson, 329 Cordova St., og Colon Campbell Henderson, Ste. 5 Rosemont Apartments. Kirkjan var fagurlega skreytt kertaljós- um og blómum. Mrs. Eric ísfeld var við hljóðfærið, en Robert Publow söng einsöngva. Brúðar- meyjar voru tvær systur brúð- arinnar, þær Mrs. Hugh Mac- donald og Mrs. Gordon W. Robb, og ennfremur Mrs. R. T. Hogg. Jack Henderson, bróðir brúð- gumans var brúðarsveinn, en Donald Rodgers og Reech Taylor leiddu fólk til sæta sinna. Að hjónavígslunni afstaðinni var vegleg brúðkaupsveizla setin á Fort Garry hótelinu. Var bróð- ir brúðgumans veizlustjóri og flutti hann ávarp. Mr. Alex M. Smith mælti fyrir minni brúðar- innar; einnig mælti brúðguminn nokkur orð, og svo sóknarprest- urinn, Dr. Valdimar J. Eylands. Margt var þar statt langt að kominna gesta, svo sem Dr. Stewart Henderson, bróðir brúð- gumans, og frú, frá Edmonton, og systir hans, Mrs. John Peel, frá Washington, D.C.; tvær syst- ur Mr. Björnsons, föður brúðar- innar, þær Mr. Barney Sagen og Mrs. Sveinsína Berg, báðar til heimilis í Tacoma, Wash., og ennfremur systir Mr. Björnson, Mrs. Henry Raglan frá Kamsack, Saskatchewan. Brúðguminn er lögfræðingur að menntun, og hlaut lögmanns- réttindi hér í fylkinu fyrir ári síðan. Ungu hjónin lögðu sam- dægurs af stað í brúðkaupsferð, en framtíðarheimili þerira verð- ur hér í borginni. — Lögberg óskar til hamingju. ☆ Þær systurnar, Mrs. Sveinsína Berg og Mrs. Jensína Sagen komu til borgarinnar á föstu- dagskveldið í fyrir viku í* heim- sókn til bróður síns og tengda- systur, Mr. og Mrs. Oliver G. Björnson, Cordova Street, og til að vera viðstaddar giftingu Margrétar, dóttur þeirra hjóna. Þær systur eru dætur Björns Ólafs Björnssonar og konu hans Jensínu Bjarnadóttur, bæði látin. Þær dvöldu allmörg ár í Winni- peg, en fluttust vestur af hafi 1920, og eru nú búsettar í Tacoma, Washington. Sveinsína tók að sér hjúl^runarstörf við spítala þar í borg eftir að hún misti mann sinn fyrir nokkrum árum, en Jensína er gift manni af norskum ættum, háttsettum í lögregluliði borgárinnar; þau eiga þrjár dætur, allar háskóla- gengnar, tvær giftar en sú yngsta kennari í miðskóla þar í ríkinu. Þessir kærkomnu gestir lögðu af stað heimleiðis í dag, og þótti hinum mörgu vinum þeirra hér dvöl þeirra helzt til stutt. .☆ Box 147, Lundar P.O., Man. 8. september 1953 Kæri riistjóri Lögbergs: Kvenfélagið „Eining“ á Lund- ar biður þig að gera svo vel að geta þess í blaði þínu dagsettu 17. sept. næstkomandi (eða ef þetta kemur of seint fyrir það — þá 24. sept.): Haustboð fyrir aldraða fólkið verður haldið á þessu hausti, sunnudaginn 27. sept. 1953, kl. 1.30 e. h. í samkomuhúsi Lundar bæjar. Sama fyrirkomulag og altaf hefir verið. Öllum íslend- ingum 60 ára og eldri á Lundar og í bygðinni umhverfis er vin- samlega boðið, og óskar kven- félagið að sem flestir geti komið. Með kærri þökk fyrir að birta þetta. Vinsamlegast, Björg Björnsson, forseti Rannveig Guðmundsson, ritari P. S. — Frétt frá Lundar: Fátt ber til tíðinda. Heilsufar fólks er yfirleitt gott. Bændur keppast við heyskap og kornslátt þegar veður leyfir, en talsvert hefir verið um regn í seinni tíð, sem tafið hefir fyrir. Flestir eru bún- ir að slá akra, sumir búnir að þreskja. — Lundarbúar eru byrjaðir að byggja stóran skauta hring og vinna af miklu kappi, hvenær sem þeir geta fundið frístund. Ennfremur er verið að undirbúa búnaðarsýningu (Agri- cultural Fair), sem höfð verður 17. sept. næstkomandi. Framhald af bls. 4 brauð með og tveir sykurmolar vafðir í pappír. Kaffið á Spáni er öðruvísi en hér. íslendingar hafa rjóma eða mjólk út í kaffi, en Spánverjar hafa kaffi út í mjólk. Hella þeir flóaðri mjólk í bollann meira en til hálfs og bæta svo ofurlitlu kaffi út í. Þetta er baunakaffi, bleksterkt og ég held, að kaffibaunirnar hafi verið kolbrendar. Menn geta vel vanist því að drekka þetta kaffi og það er sjálfsagt hollara heldur en kaffið hérna. Væri ekki úr vegi að athuga hvort ekki er hægt að koma íslend- ingum upp á að drekka svona kaffi. Með því mundi að minnsta kosti vinnast það, að vér spöruð- um kaffikaup, en ykjum jafn- framt mjólkurneyzlu í landinu. — Morgunmatur er venjulega þurt hveitibrauð saltað, salat löðrandi í viðsmjöri, ein sneið af pylsu, ein sardína í olíu, tvær litlar sneiðar af tómat og saltað- ar olivur. Svo kemur einhver fiskréttur (en hér er allur fiskur óætur að vorum dómi, og óskaði margur eftir að hann væri orð- inn að glænýrri ýsu), þá er þunn kjötsnexð, hituð upp í viðsmjöri, með þessu er svo eitthvert græn- meti löðrandi í viðsmjöri. Á eftir er svo ein appelsína og einn banan á mann. Kvöldverðurinn er eins, nema þá er súpa fyrst með sterku viðsmjörsbragði. Það var þetta viðsmjör, er gerði mat- inn leiðigjarnan og lyktin af því var svo hvimleið, að það lá við að maður fengi velgju. Einu sinni átti að gera okkur gott til og var þá borinn á borð þjóð- réttur (þeir eru annars margir þjóðréttirnir og sinn í hverju héraði). Þetta voru hrísgrjón, soðin eða steikt í viðsmjöri með einhverju gulu mauki, og snigl- um, marflóm og kröbbum út í. Allir gáfust upp við þann dýr- indismat. Um verðlag á gistihúsum má geta þess, að á Ronda kostaði morgunverður 14,80 peseta, há- degisverður 37 peseta og kvöld- verður 37 *peseta. Þar kostaði eins manns herbergi með baði 37 peseta, tveggja manna herbergi með baði 67,20 peseta (en 3—6 pesetum lægra, ef ekki fylgdi bað). Er þó hægt að fá ódýrari herbergi á góðum gistihúsum í borginni. í matarverðinu var innifalið 12% þjónustugjald og 10% skattur. Byggingar Mörg eru gömlu þorpin á Spáni afar einkennileg. Tilsýnd- ar virðast manni sem þetta sé Kvennakritur . . . Framhald aí bls. 5 stök vegabréf. Tamar átti það iins vegar til að halda stórar veizlur og bjóða heim ýmsum kunningjum sínum, sem ekki höfðu slík vegabréf, en lögregl- an leyfði þó að fara inn á svæðið vegna þess, að þeir voru í fylgd með Tamar. Þetta frétti Helena og kom því til leiðar, að sérstök leit var gerð á hinu afgirta svæði, þegar Tamar hélt eina af stórveizlum sínum. Niðurstaðan varð sú, að hjá Tamar fundust ýmsir vegabréfslausir gestir og þar á meðal leikari af aðalsætt- um. Þetta barst til eyrna Stalíns, sem reiddist Tamar mjög fyrir þessa óhlýðni og gaf fyrirskipun um, að hún mætti ekki framar dvelja í sumarhöll manns síns. Þannig héldu þær Helena og Tamar áfram að glettast, og er talið að það hafi haft slæm áhrif á sambúð manna þeirra. Þeir voru í fyrstu talir samherjar, meðal annars í viðureigninni við Sdanoff, en skiptum þeirra lauk með fullum fjandskap og sigri Malenkoffs. Helena þarf nú ekki að óttast samkeppni við Tamar lengur, en þar með er ekki sagt, að allir keppinautar hennar séu úr sögunni. —TÍMINN, 20. ágúst rústir einar, svo eru þau fornfá- leg og húsin standa svo þétt að þau renna þá saman í eitt. En þarna er búið í hverju húsi og þarna hefir máske sama ættin búið mann fram af manni um aldir. Alt er þar með gömlu sniði, fólkið hefir alist upp við kyrstöðu og kærir sig ekkert um nýjungar. Það ræktar landið á sama hátt og forfeðurnir, plægir með gömlum plógum, sem það beitir ösnum fyrir, múldýrum eða uxum. Það er eins og tíminn hafi staðið kyr þarna. En svo eru máske á næsta leiti snotur ný- býli, og einkum er það uppi á hásléttunni, þar sem akrarnir eru mestir. Og þvílík akurflæmi er ekki hægt að yrkja með gömlu aðferðinni. Þar hljóta menn að hafa jarðyrkjuvélar, þótt ekki sæum vér þær, enda var plæg- ingu og sáningu lokið fyrir nokkru. Aðeins á stöku stað og einkum í fjall-lendinu, sáum vér fólk vera að vinna á ökrunum. Skógburslarar Ekki má skiljast svo við þessa ferðasögu, að ekki sé minnst á eina stétt manna, sem er mjög áberandi í borgunum. Það eru skóburstarar. Þeir hafa með sér öflugan félagsskap og ekkert gistihús má láta bursta skó gesta sinna, því að skóburstararnir eiga að sitja að þeirri atvinnu. Þeir taka daginn snemma og eru komnir út á götu með kassa sína og áhöld þegar fyrstu menn koma á fætur. Það þykir mesta ósvinna á Spáni, að ganga á ó- burstuðum skóm, og þeir kunna að færa sér þetta í nyt. Þeir koma til manns eins og þeir vilji gera honum stóran greiða með því að sýna honum fram á, að skórnir hans séu rykugir. Og það endar með því, að annað hvort sezt maður, ef þeir hafa nokkurt sæti að bjóða upp á, eða maður hallar sér upp að húsvegg og réttir fram fótinn. Þeir hafa meðferðis öfugan leist, sem þeir láta mann standa á og svo setjast þeir á hækjur sínar, eða á gang- stéttina og grufla ofan í kassa sína. Kassinn er mesta þarfaþing og geymir ýmislegt. Hann er með handarhaldi á miðju og tveimur lokum. í honum er fyrst og fremst svartur og gulur áburður, tuska og bursti og hlífar til að stinga niður með skónum svo að ekki fari neitt á sokkana. Þeir bera á og bursta af mikilli leikni og skipta oft um hönd á burstan- um og láta þá smella hátt í, eins og þeir klappi saman lófunum. Það mega þeir eiga, að þeir bursta skóna vel, svo að þeir verða fagurlega gljáandi. En svo fara þeir að þukla um sólana og rausa heil ósköp. Útlendingur- inn, sem ekki skilur, kinkar kolli brosandi til þess að sýnast vin- gjarnlegur og þakklátur fyrir hvað skórnir eru orðnir fagrir. En það hefði hann ekki átt að gera, því að nú draga þeir tog- leðurssóla upp úr kassanum og negla þá undir skóna, því að í kassanum er líka hamar og nagl- ar. Maður lætur þetta gott heita. Og svo fer skóburstarinn að rausa að nýju og aftur kinkar maður kolli brosandi í þakklætis skyni fyrir sólninguna. Þá fara þeir enn ofan í kassann og draga þar upp járn og negla neðan á togleðurssólana. Svo draga þeir upp sígarettur og eldspýtur, sem þeir vilja selja manni, og máske eitthvað fleira, því að þeir reka pukurverzlun í sambandi við iðn sína. Annars eru þetta skemti- legustu menn, eins og Spánverj- ar yfirleitt. Einu sinni kom ég út snemma morguns og rakst á fimm eða sex skóburstara, sem ekkert höfðu að gera. Ég gaf þeim til kynna, að mig langaði til að taka mynd af þeim. Því urðu þeir afar fegnir, hoppuðu af gleði og hlógu mikið. En um leið og ég hafði tekið myndina slógu þeir hring um mig og vildu fá 5 peseta hver fyrir. Ég gretti mig illilega og bað þá á góðri íslenzku að fara norður og niður. Þegar þeir sáu, að ég tók þessu þannig, fóru þeir aftur að hlæja og létu mig lausan með miklum blíðmælum, alveg eins og þeir vildu segja: „Vertu ekki reiður, við gerðum þetta bara að gamni okkar. Þannig eru Spán- verjar, fljótir úr einu í annað og alltaf er það gleðin og góða við- mótið, sem verður ofan á. Spánverjar nota mikið handa- pat og svipbrigði þegar þeir tala. Það má jafnvel segja, að þeir tali jafn mikið með höndunum og látbragði eins og með vörunum. Þess vegna má oft fara nærri um það, hvað þeir eru að segja, og þess vegna getur mállaus maður gert sig skiljanlegan furðu oft með handapati og bendingum. Höfuðskýlur Ekki má kvenfólk ganga ber- höfðað í kirkju. Þegar vér vorum að skoða kirkjurnar varð kven- fólkið alltaf að setja eitthvað á höfuðið, ef þær höfðu ekki hatt. Ef ekki var annað við hendina t en vasaklútur, dugði að leggja | hann ofan á kollinn. Spánskar konur hafa alltaf svartar slæður á höfði þegar þær ganga í kirkju. Eru slæður þær handsaumaðar af hinni mestu snild. Kaupa út- lendingar mikið af þessum slæð- um til minja, enda er treyst á viðskipti þeirra. Spönsku kon- urnar sitja allan veturinn við að „brodera“ þessar slæður og verja seinustu aurum heimilisins í efniskaup, svo að á vorin má oft heyra andvörp þeirra: „Hve- nær koma ferðamennirnir?“ því að þá er bjargarlaust í búinu þangað til slæðurnar seljast. Á undanförnum árum mun hafa verið tiltölulega lítið um ferða- menn á Spáni, en nú er ferða- mannastraumurinn að aukast stórkostlega. Sili af hverju Bastkörfurnar, sem vegaverka menn nota, eru víðast hvar helzta flutningatækið. í þær sækir fólkið matvörur og kol. (Stund- um sækja konur kol í mund- laugar, og þætti það lítil kola- kaup hér á landi; þetta eru við- arkol). Fjölmenn stétt er götu- sóparar og ganga þeir í ein- kennisbúningum. Þeir hafa flata strákústa og sópa ryki og affalli trjánna upp í bastkörfur. Og til margs annars eru þessar körfur notaðar. Þess má geta, að á krossgötum og fleiri gatnamótum í borgun- um eru hafðir ljósvitar til þess að leiðbeina umferðinni. Vitar þessir eru um einn metra á hæð og stallur steyptur í kringum þá. Þætti mér líklegt að slíkir vitar gætu gert mikið gagn hér x Reykjavík. Ég skoðaði blöðin og reyndi að komast eftir því hverjar væru helztu fréttirnar í þeim. Gekk það misjafnlega. En þar sá ég að Spánverjar nota upphrópun- armerki og spurningarmerki bæði á undan og eftir setningum, eins og vér notum gæsalappir, og er því svo hagað, að merkið framan við setninguna stendur á höfði, en hitt snýr rétt. Mikið er um auglýsingaspjöld meðfram öllum vegum. Ein aug- lýsing vakti sérstaka athygli, því að hún var alls staðar og stund- um máluð á hús, steina eða kletta: „Majories no hay“ stóð þar, en það þýðir „Ekkert betra“. Varan er hvergi nefnd, en sagt var að þetta væri auglýsing um koníak, og að allir Spánverjar vissu, hvað við var átt, alveg eins og menn vita hér á landi að það er auglýsing fyrir Álafoss, ef einhvers staðar stendur: — „Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann.“ Það er sérstök staða á Spáni að vera ríkur. Á einum stað var komið að mjög stóru og skraut- legu íbúðarhúsi og Spánverji spurður hvaða hús þetta væri. Hann nefnir eiganda þess og kvað hann búa þar einan með þjónustuliði sínu. „Hvað gerir hann?“ var spurt. „Gerir?“ end- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banmng Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 20. sept.: Sunday school that Sunday, 10 a.m. English Morning Service, 11 a.m. At that Service Mr. and Mrs. J. K. Polson of Selkirk will be commisioned for Missionary Ser- vice in The United Lutheran Churgh Mission in Mourovia, Liberia, Africa. The Rev. W. A. Muhleubacher, Winnipeg, will preach. English Service 7 p.m. S. Ólafsson urtók Spánverjinn undrandi; „hann gerir ekki neitt, hann er ríkur.“ Þar með var alt sagt sem þurfti. Það er ekki ætlast til þess að ríkir menn vinni á Spáni. Þeir eiga að lifa á eignum sínum, það er þeirra atvinna, og fólkið öfundar þá ekki, því að það telur þetta svo sem alveg sjálfsagt. Áður en lagt væri í þessa ferð, var oss spáð sól og sumri og að vér mundum lengja hið íslenzka sumar um þrjár vikur. En að sumu leyti rættist þetta ekki. Veðurfar var yfirleitt svalt og vér fengum ekki nema 4—5 sól- skinsdaga þar sem altaf á að vera sólskin um þetta leyti árs. Spánverjar kvörtuðu um kulda og sögðu að þetta væri einhver kaldasti apríl í manna minnum. --------------☆---- Þessi Spánarför Ferðaskrif- stofunnar og Flugfélags íslands var í rauninni tilraun, gerð til þess að vita, hvað hægt væri að sýna íslenzku ferðafólki af suð- lægum löndum á sem styztum tíma. Verður ekki annað sagt, en tilraun þessi hafi tekizt vel og ekki vissi ég betur en allir væri ánægðir með ferðalagið og fyrirgreiðslu ferðaskrifstofanna í París og á Spáni. Og ferðalagið var ódýrt, eftir því sem um er að gera. Ég komst yfir áætlun spánskrar ferðaskrifstofu um skemtiferðir þaðan í sumar, og er hægt að hafa hana til saman- burðar. Þar var meðal annars ráðgerð 12 daga ferð til Noregs. Átti að fljúga til Bergen, ferðast þaðan til Osló, Hamars og norð- ur í Sogn, en þaðan með skipi innan skerjagarðsins til Bergen og svo flugleiðis heim. Þessi ferð átti að kosta 16,850 peseta, en það samsvarar 8,425 krónum. Er það miklu hærra gjald en fyrir Spánarförina og tíminn þó þriðjungi styttri. Mesti kostur við þetta ferða- lag er þó sá, að maður sannfærð- ist um það betur en áður, að hvergi er jafn gott að vera og á íslandi, hvergi er jafn fagurt og á íslandi og hvergi er skemti- legra að ferðast en á íslandi. Að lokum þakka ég svo farar- stjóra vorum, Njáli Símonarsyni, fyrir ágæta framkomu hans í hvívetna. Hann reyndist öllum vel og var hinn úrræðabezti í hvert sinn, sem einhvern vanda bar að höndum. Er það mikils virði fyrir ferðamannahóp í ókunnu landi að hafa svo örugg- an fararstjóra. Á. Ó. —Mbl., 20. ágúst NORÐURLÖND HÁTÍÐARLJÓÐ eftir TÓMAS GUÐMUNDSSON Flutt við aetningu XIX. Norræna bindindisþingsina 1 Reykjavík 31. júll 1353 Kennist enn, þótt gifta og glöp oss skildu að, galdur sá, er norrænum manni völvan kvað: Ættarmold og saga í hjarta hans skal slá. Himinfjöll og skógar í sál hans kallast á. Geymin varð oss sagan á forna frægðartíð. Fámálli sá annáll, sem hermdi böl og stríð. Brást oss yðar samfylgd. Þér siglduð stærri skeið, sóttuð fram til dáða á meðan Island beið. Spyrjið ei, hví þjóð vor í þögn svo lengi bjó — þyngst varð mörgum höggið, sem bróðurhöndin sló. Lengur skal þó munað, að ógn og oki hratt andi sá, er lönd vor og þjóðir tengslum batt. Frelsið, dýpsta köllun og kvöð hvers norræns manns, kveikti viljans þótta og skuldbatt tungu hans orðgnótt þeirri og snilld, sem var metin mestri rausn, magnaði þann anda, sem varð oss höfuðlausn. Skemmra oss vannst til frægðar, ef gerðust strandhögg stór. Stormur dauðans blés þar sem víkingurinn fór. Öðrum vilja kvaddur er kynstofn vor í dag, kýs sér stærri frama og æðri landnámsbrag. Því land er fyrir stafni, sem ljómar bjart og hátt, land, sem guði er helgað og numið friði og sátt. Visnuð er þar höndin, sem valkestina hlóð. Vaxin grund og akur, sem tæmdi saklaust blóð. Heill þér, norrænn gestur, vér gætum sama arfs, göngum einum vilja, en frjáls, til bróðurstarfs. Sá er hverjum beztur, er sjálfs sín notið fær. Sigurvonin stærst þar sem minnsta blómið grær. Já, heill þér, norrænn bróðir, hér hefst vor samfylgd enn. HÖfin skulu brúuð, svo vitnast megi senn, að dýpstum rótum ávallt í draumi vorum stóð drenglund sú, er heiminum yrkir sáttaljóð. Tómas Guðmundsson |

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.