Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953 3 Hitt og þetta Ungfrúin: — Mamma, gafst þú ungum mönnum undir fótinn, þegar þú varst ung? Móðirin: — Já, mín kæra, ég er hrædd um að ég hafi gjört það. Ungfrúin: — Hefndist þér fyrir það? Móðirin: — Já, mín kæra, ég giftist honum föðum þínum. Þegar eitthvert mótlæti hefir mætt manni, þá er það hið fyrsta, sem manni ber að minn- ast, hversu mikið af slíku hefir farið framhjá manni. GAMALL NAUTAHIRÐIR Hver er ástæðan fyrir því, að orðið „Bachelor“ er notað í ensku máli, þegar átt er við ógiftan mann? Hún er sú, að það var einmitt regla, að ógiftir menn önnuðust gripahjarðir fjölskyldnanna, eða mannflokkanna. Á latínu var nautahirðirinn kallaður „Baccalaris“ — og það- an er orðið Bachelor komið og meinar ógiftur maður. En hvað er þá um gagnstæða orðið „Spinster“. Sinster meinar í bókstaflegum skilningi spuna- kona — kona, sem spinnur ull á rokk. Á tíð Anglo-Saxa var engin æskumær álitin giftingar- fær fyrr en hún hafði spunnið í sinn eigin fatnað, borðdúka og rúmfatnað, og var það ástæðan fyrir því, að lín- og ullarvinna var falin ógiftum stúlkum á þeirri tíð. ☆ Mikilmenni eitt sagði einu sinni, að flestir menn væru þrælar sökum þess* að þeir kynnu ekki að segja „nei.“ Það er þýðingarmikið að segja „nei“ við mann, sem er að fá þig til að gjöra það, sem rangt er. En það er jafnvel þýðingarmeira að vera nógu hugrakkur til að segja „nei“ við sjálfan sig. Ef að þú getur það ekki, þá ert þú vís til að verða þræll alls konar freistinga og ljótra venja. Mað- urinn er sinn versti óvinur, ef að hann veit ekki hvenær hann á að segja „nei.“ ☆ Stephan Leacock sagði þessa sögu um sjálfan sig: Fyrir mörgum árum, þegar ég fékk í fyrsta sinni doktorsnafn- bót í heimspeki, þá var ég meira en lítið upp með mér af henni, og var þá vanur að skrifa nafn mitt: Doktor Leacock. Einu sinni var ég á ferð til Austurlanda með skipi, og skrifaði nafn mitt þannig á farþegaskrána. Ég var að koma mér fyrir í káetu minni, þegar skipsþjónn barði að dyr- um og spurði: — Ert þú Doktor Leacock? Ég sagði honum, að svo vær:. — Kafteinninn sendir þér kveðju sína og biður þig að koma og líta á fótinn á skipsjóm- frúnni. Ég skildi köllun mína og rauk af stað eins og örskot, en kom of seint. Það var annar kominn á undan mér. Sá var Doktor í guðfræði. ☆ Æðsta hugsjón mannfélagsins er að auðgast sem mest á hinum ýmsu tímabilum lífsins — að safna laufum á vorin, blómum á sumrin og öllum ávöxtunum á haustin. ☆ Manni skrikaði fótur í hring- stiga (escalator) og fór að hrapa. Á leiðinni ofan rak hann sig á konu og felldi hana, og þau ultu bæði áfram ofan stigann. Eftir að þau voru komin alla leið ofan á gólf, hélt konan, sem var orðin ringluð, áfram að sitja á brjóstinu á manninum. Maðurinn leit kurteislega upp til hennar og sagði: „Fyrirgefið frú, ég ætla ekki lengra.“ ☆ Hið svonefnda blævængjamál, sem menn héldu að væri dautt, var endurreist í Mayfair sölum Parísarborgar og einkasölum í New York, þar sem það áður lifði og þróaðist fram til ársins 1879. Mál þetta, eða merki, er þannig: Ef að stúlka sér laglegan mann og vill að hann elti sig, þá heldur hún blævængnum í hægri hendinni. Ef hún ann honum, þá dregur hún vænginn við kinnina á sér. Ef að hún vill að hann kyssi sig, þá ber hún vænginn að vörum sér. Önnur merki eru: Ef að hún vill að hann mæti sér, þá ber hún vænginn í vinstri hendinni. Ef að henni þykir maðurinn leiðinlegur, þá snýr hún vængn- um kæruleysislega í hendi sér. Ef að henni er illa við manninn, þá dregur hún vænginn í gegn um greip sér. Ef að hún er gift, þá dregur hún vænginn hægt og tígulega við kinn sér. Ef að hún er trúlofuð, þá blaktar hún vængnum ótt og títt. Ef að hún vill að hann biði eftir sér, þá opnar hún blævænginn. —Sunday Chronical J. J. B. þýddi CHECK YOUk TtlEPHONE HflBlTS • Talið þér beint inn í heyrnartólið? • Spyrjið allra spurn- inga og svarið þeim vingjarnlega með góðri háttlægni? fl'YES'TO ALIOF THESE-MEflNS • Svarið þér símanum viðstöðulausl? • Hafið þér blað og blý- ant ávall við hendi til að rita á símasend- ingu? betterteiephoneservici foryoo • Skýrið þér frá nafni yðar—eða félags yðar í stað þess að segja "Hello"? • Leggið þér heyrnar- tólið gæíilega niður, er símtalinu lýkur — og munið að kveðja. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLUG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. út- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiSaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Siracoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasimt 40-3794 Photo hy MTKE KESTKRTON SCENE FROM NORTHERN SASKATCHEWAN Vestur-íslenzk prestshjón í heimsókn hér Nýlega eru komin hingað til landsins séra Eric Sigmar og kona hans, Svava, frá Seattle. Séra Eric er þar prestur Hall- grímssafnaðar síðan í júní 1951, en áður hafði hann verið prestur Argyleprestakalls í 4 ár. Séra Eric ' er sonur séra Haraldar Sigmar, sem nú starfar sem prestur í Blaine, Wash. Séra Eric hyggst að dvelja á íslandi komandi vetur og stunda nám við guðfræði- og norrænudeild- ir háskólans. Þau hjónin tala bæði ágæt- lega íslenzku, þótt hvorki for- eldrar þeirra né þau hafi áður komið til íslands. Séra Eric er einn af allra glæsilegustu prest- um Vestur-lslendinga. Kirkjublaðið hitti séra Eric að máli og spurði hann frétta. Hann sagði: — Ég kom beint frá stóru kirkjuþingi ísl.-evang.-lúterska kirkjufélagsins í Vesturheimi, sem haldið var í Hallgríms- kirkju í Seattle. Forseti þingsins var séra Valdimar J. Eylands, sem nú er forseti kirkjufélags- ins. Þar voru mættir 75 full- trúar, prestar og leikmenn, og voru sumir þeirra komnir 2000 mílna leið til fundarstaðarins. Þar ríkti hinn mesti starfsáhugi og fögnuður yfir því að mega í framtíð starfa fyrir kirkjuna og kristindóminn. Þingið stóð í 4 daga. Helgasta stund þingsins var það, er fram fór prests- vígsla, er séra Valdimar J. Ey- lands framkvæmdi. Vígður var séra Virgil Anderson. — Hvað er að frétta af íslend- ingum í Vesturheimi? — í sumar héldu þeir hátíð- legt 100 ára afmæli Stephans G. skálds, að Gimli, Manitoba, sem er elzta íslenzka byggðin í Vest- urheimi. Séra Einar Sturlaugs- son á Patreksfirði var einn af aðalræðumönnunum. Þetta var á íslendingadaginn 3. ágúst. 5000 manns voru viðstaddir. — Séra Valdimar J. Eylands var nýlega sæmdur doktorsnafnbót í guð- fræði af „United College“ í Winnipeg. — Hvernig hugsar þú og kona þín til dvalarinnar á íslandi? — Okkur hefir dreymt um að koma til íslands síðan við vorum lítil börn og fögnum því hjart- anlega að vera hingað komin. Okkur fannst ísland taka á móti okkur með opnum faðmi, það var sól og fegurð yfir land- inu, þegar við komum með „Tröllafossi“ s.l. þriðjudags- morgun — og allir hér hafa tek- ið á móti okkur með alúð og, mikilli vinsemd og gestrisni. — Hvað dveljið þið hér lengi? — Þangað til í apríl næsta ár. Þá höfum við í hyggju að fara til Svíþjóðar og dvelja þar við nám í háskólanum í Lundi um skeið. —Kirkjublaðið, 7. sept. \______________ Ræða Framhald af bls. 2 Forseti. Það getur verið að sum orð mín hljómi of svartsýn. Ég vil aðeins vona og óska þess, að reynslan sanni að svo sé. En mest af gagnrýninni í garð S. þ. í öllum löndum, byggist á þeirri óheppilegu staðreynd, að fólk veit yfirleitt ekki, að S. þ. voru stofnaðar til að viðhalda friðin- um, en ekki til að skapa frið. Það var búist við því að í lok síðustu heimsstyrjaldarinnar mundu stórveldin gefa S. þ. frið í upphafi vega þeirra. I þessu brugðust stórveldin. Þess vegna finnst mér að líkja megi S. þ. við framsækinn ungling, sem of mikils er ætlast til af, en of lítið gert fyrir. En við verðum að hafa þolinmæði og leyfa hinum unga manni að vaxa að styrk- leika, reynslu og mannviti. Eitt af hinum mörgu viðfangs- efnum S. þ. á að vera að byggja upp heilbrigt almenningsálit í heiminum. En við verðum að skilja það, að það má heita úti- lokað að byggja upp nokkurt heimsálit í veröld, sem er sorg- lega og greinilega klofin og tvístruð, þar sem helmingur þjóðanna er frjáls að því að nema, hlusta og mynda sínar eigin skoðanir, en hinn helming- urinn er undir yfirráðum og eftirliti einræðismanna. Að síðustu aðeins þetta. Á- byrgir hugsandi menn í heimin- um og á öllum sviðum óska, þrá og eru ákveðnir að stefna fram móti friði og framförum, ham- ingju og betra lífi. Þeir krefjast að fá að vita, hvort að hinir vold- ugu leiðtogar heimsins veiti þeim leiðsögu að þessu þráða marki, eða hvort verið er að leiða þá afvega. Er verið að leiða okkur móti betri heimi eða er verið að reka okkur eins og sauð- fé tii slátrunar. x Við verðum sjálf að finna út rétt svar við þessari spurningu og hegða okkur samkvæmt því með fullri djörfung og án alls hiks. Það væri hin sorglegasta villa og hið örlagaþrungnasta ábyrgðarleysi að leggja hendur í skaut og blekkja sjálfa okkur með því að segja: Tíminn einn getur leitt þetta í ljós. Við verðum sjáif að ráða okk- ar örlögum að svo miklu leyti, sem mannlegur máttur fær um þokáð. DR. E. JOHNSON 304 Evellne Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggerlson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi6, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiS, símiB til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentali 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hoiið Höfn í huga Heimili soisetursbarnanna Icelandic Old Folks’ Home Society, 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Street, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netttng 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage wlll be appreciated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Buildlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chamhers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Stmi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.