Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefíð Ot hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
UtanAakrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The 'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
r 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Clasa Mall, Post Offlce Department, Ottawa
ÓumræðiSegv fagnaðarefni
Um þessar mundir birtir Lögberg ræðu þá hina ítur-
hugsuöu og reginsnjöllu, er sendiherra íslands, hr. Thor
Thors, nýlega flutti á ársþingi Sameinuðu þjóðanna í New
York; er skemst frá því að segja, að svo mikla athygli vakti
ræðan, vegna þeirrar einurðar, er hún mótaðist af, að í hana
hefir verið vitnað af ræðupöllum og í stórblöðum; aðeins
innblásnir hugsjónamenn geta samið og flutt slíkar ræður;
á ræðuna hlýddu fulltrúar sextíu þjóða, er flestum mun
hafa orðið ljósara en áður, að ísland, þó fámennt sé, ætti há-
leitar skyldur að inna af hendi, og skoraðist heldur ekki
undan því, að koma þeim á framfæri.
Hr. Thor Thors er vitur drengskaparmaður, sem með
skapfestu sinni og víðsýni hefir á undanförnum árum svo
stækkað menningarlegt landnám íslands út á við, að í þeim
efnum sem brautryðjandi er hann orðinn eins og Þorsteinn
Erlingsson sagði um Ottó Wathne, „einn af fáum“.
Og nú hefir sendiherrann verið kosinn í einu hljóði
gagnsóknarlaust, framsögumaður fyrstu nefndar hinna
Sameinuðu þjóða (pólitísku nefndarinnar) og er það í fjórða
skiptið í röð, er honum hefir fallið slík sæmd í skaut.
Daginn eftir að Thor Thors sendiherra flutti áminsta
ræðu sína, vitnaði fulltrúi Indlands, Mr. Krishna Menon,
allvíða í hana og komst meðal annars að orði á þessa leið:
„Hin áhrifaríku ummæli sendiherrans, koma ekki frá
þjóð, sem telja mætti til stórþjóðanna, heldur frá þjóð,
sem er í órafjarlægð, íslenzku þjóðinni, þjóð, sem háð er áj
engan hátt neinni stórveldafylkingu, en sem vinnur að því
í alvöru og einlægni að samræma öll sjónarmið hversu ólík,
sem þau kunna að vera.“
Hér fara á eftir þau skjöl, er lúta að endurkosningu
Thors sendiherra í áminsta virðingarstöðu, ásamt hinum
drengilegu ummælum hans sjálfs í tilefni atburðarins: —
Formaðurinn (þýtt úr frönsku): Við tökum þá fyrir
annað mál á dagskrá, kosningu framsögumanns.
Hr. Pimeniel Brandao (Brasilía) (þýtt úr frönsku): Það
er heiður og ánægja fyrir sendinefnd Brasilíu að stinga
upp á fulltrúa Islands, hr. Thor Thors, sem framsögumanni
fyrstu nefndarinnar. Hr. Thor Thors er of velþekktur og
virtur af öllum til þess að ég þurfi að lýsa hæfileikum hans
og kostum. Sem sendiherra í Bandaríkjunum, Canada,
Argentínu og Brasilíu hefur hann einnig lagt fram lið sitt
með reynslu sinni og afburða gáfum, á mörgum alþjóðlegum
ráðstefnum, og sérstaklega hjá S. þ. allt frá fyrsta fundi
þeirra í New York 1946. Mér finnst að það ætti að vera
óþarfi að minna nefndina á það, að á þrem undanförnum
þingum hefur hr. Thor Thors verið framsögumaður þessar-
ar nefndar og gegnt því starfi með slíkri kostgæfni og
myndugleika og af þeim sökum áunnið sér ekki aðeins
hrifningu, heldur og þakklæti allra samþingsmanna hans.
Sendinefnd Brasilíu vonar að fulltrúi íslands verði kosinn
framsögumaður nefndarinnar í einu hljóði.
Hr. Coie (Canada): Mér er það ánægja og heiður að
mæla með kosningu hins óviðjafnanlega hr. Thor Thors,
sem framsögumanns þessarar nefndar. Ég nota orðið óvið-
jafnanlegur vegna hins langa ferils hans í hinu veigamikla
starfi sem framsögumaður fyrstu nefndarinnar. Reynslan,
sem hann hefur hlotið í þessu starfi og það raunsæi og hlut-
leysi, sem honum virðist eiginlegt, veldur því að ég er þess
fullviss, að það séu nægileg meðmæli með honum fyrir
okkur alla. Hann hefur einnig í fleiri ár en hann hefur verið
framsögumaður fyrstu nefndarinnar, verið fulltrúi lands
síns í Canada, þar sem nærri því 25.000 Canadamenn af
íslenzku bergi brotnir gera honum dvölina. kærkomna
Vegna þessara sameiginlegu tengsla er mér það mikil
ánægja að mæla með kosningu hr. Thor Thors.
Formaðurinn < þýtt úr frönsku): Þar sem ekki eru
aðrar uppástungur og samkvæmt venju lýsi ég yfir því, að
hr. Thor Thors, fulltrúi íslands, hefur verið kosinn fram-
sögumaður fyrstu nefndarinnar og bið ég hann að taka sæti
sitt hér við háborðið. Samtímis vil ég óska honum til ham-
ingju með kosningu sína til þessa starfs.
Thor Thors (Island) (framsögumaður): Ég leyfi mér
herra formaður og háttvirtu samþingsmenn að þakka ykkur
öllum fyrir þann heiður, sem þið sýnið landi mínu og mér
með því að kjósa mig enn einu sinni framsögumann þessar-
ar þýðingarmiklu nefndar. Þegar ég nú kem að þessu borði
í fjórða sinn sem framsögumaður, get ég varla sagt, að ég
komi ókunnugur að sæti mípu. Ég gleðst yfir væntanlegri
samvinnu við formann nefndarinnar og mér er það alveg
sérstök ánægja að eiga þess enn á ný kost að vinna með
hinum virðulegu og duglegu fulltrúum starfsmanna S. þ.,
sem eru okkur til aðstoðar og leiðbeiningar hér við borðið.
Alveg sérstaklega gleðst ég yfir því að hefja á ný samvinnu
við vin minn Dr. Protitch, hinn vinsæla og duglega ritara
nefndarinnar.
Það eruð þið, háttvirtu fulltrúar, sem takið ákvarðan-
irnar í þessari nefnd. Það er hlutskipti mitt að skýra frá
þeim á allsherjarþinginu, sem kallað hefur verið „borgara-
fundur alheimsins“. Ég er ykkar sendiboði. Ég á að bera
sannleikanum vitni og segja ekkert nema sannleikann. Ég
skal leitast við að gegna skyldum mínum með samvizkusemi
og algjörðu hlutleysi.
Það má með sanni segja, að þessi nefnd vekji mesta
athygli af öllum nefndum þingsins. Það þýðir þó ekki að
nefnd þessi sé þýðingarmest. Sú nafnbót hlýtur að falla í
hlut þeirrar nefndar, sem skilar mestum jákvæðum árangri
í þágu hugsjóna okkar.
Við skulum allir minnast ess, að við erum hér saman- |
komnir til að ræða vandamál heimsins, ekki til að breikka
bil sundurlyndis og ósamkomulags, heldur til þess að finna
einhvern sameiginlegan grundvöll, einhvern lítinn blett
báðum megin sundsins þar sem við getum lagt undirstöðuna
að brúnni til sameiningar.
Eins og ég sagði er mátturinn ykkar til að taka ákvarð-
anir. Það er skylda mín að flytja skilaboð frá ykkur. Mér
skyldi vera það mikið hamingjuefni að mega bera frá ykkur
slík skilaboð sáttfýsi og skilnings, er gæti leitt til samkomu-
lags þesst sem heimurinn býður með óþreyju og væntir að
heyra frá ykkur.
Sr. Jóhann Hannesson:
FRELSI OG KÆRLEIKUR
13. sunnudag eftir trinilais.
Guðspjall: Lúkas 10, 23—37.
Pisiill: Galat. 3, 16—22.
I DAG ER OSS gefin til hug-
leiðingar dæmisagan um misk-
unnsama samverjann og pistill-
inn um fyrirheit Guðs og upp-
fylling þeirra.
Þegar nánar er að gætt, koma
hér allmargir við sögu: Fyrst og
fremst Jesús sjálfur, þar sem
hann talar við lærisveinana og
við lögvitringinn og segir dæmi-
söguna, þá lögvitringurinn, sem
spyr Jesúm hvað hann eigi að
gjöra til þess að eignast eilíft líf.
Þá eru líka ógleymanlegar per-
sónurnar í dæmisögunni sjálfri:
Maðurinn, sem féll í hendur
ræningjum og var skilinn eftir
særður og hjálparlaus, já, hálf-
dauður við veginn frá Jerú-
salem til Jerikó. Þá koma þeir
andlegu leiðtogar, prestur og
levíti, sem báðir fara um veginn,
sjá hinn særða mann, en ganga
fram hjá honum án þess að veita
nokkra hjálp.
Loks festast augu vor við
miskunnsama samverjann, sem
líknaði hinum særða manni,
bjargaði lífi hans og lagði fram
fé til að fá gestgjafa í næsta
gistihúsi til að halda líknar-
starfinu áfram.
Frjálsir menn eða ófrjálsir?
Allir virðast þeir hafa verið
frjálsir menn, sem fóru um veg-
inn eftir að maðurinn féll í
hendur ræningjum, en aðeins
einn notaði frelsi sitt til að auð-
sýna kærleika þeim vesalings
manni, sem særður lá við vég-
inn. „Ég dáist að Austurlanda-
búum fyrir rólyndi þeirra, sér-
staklega rólyndi þeirra gagnvart
þjáningu annarra“, sagði einn
samverkamaður minn við mig
fyrir nokkrum árum þar eystra.
Hann talaði út frá reynslu og
sérhver dagur virtist mér sýna,
að hann sagði þetta ekki að á-
stæðulausu. En vér mættum vel
líta oss nær. Sú var tíðin þegar
forfeður vorir fóru fram eins og
ræningjar víða um lönd og
skildu menn eftir særða og
dauða, ekki aðeins erlendis,
heldur einnig mitt á meðal þjóð-
arinnar í þessu landi. Vér höf-
um ástæðu til að þakka fyrir að
þetta er fyrir löngu orðið á ann-
an veg meðal vorrar þjóðar. Vér
höfum hlotið þá miskunn frá
Guði að vera uppaldir í landi,
þar sem allir vita hver Jesús
Kristur er og hvílíkt miskunnar
verk hann hefir unnið gagnvart
særðu og föllnu mannkyni. Það
er hann, sem hefir gert oss að
frjálsum mönnum að svo miklu
leyti, sem vér erum frjálsir. Án
hans værum vér enn þrælar
undir margvíslegri illsku, sem
enn viðgengst í heiðnum
löndum.
„A1 þú önn fyrir honum . . . ."
Þessi orð miskunnsama sam-
verjans í dæmisögunni eru Guðs
orð til vor. Hversu fullkomið
sem þjóðfélag vort kann nú að
vera, hversu indælt sem ástand-
ið er nú orðið og mun verða í
heiminum með öllum hans fram
förum og þægindum, þá mun
æfinlega vera mikil þörf fyrir
þetta sama hjartalag og þessa
sömu þjónustu, sem veitt er í
kærleika. Hitt er einnig jafn
víst, að hún mun oft verða van-
rækt af mörgum og jafnvel þar,
sem sízt skyldi.
„Allir menn eru fæddir
frjálsir . . . .“ segir í heimsfrægu
ávarpi, sem allir kannast við.
Já, hversu frjálsir eru nú menn
fyrst eftir fæðinguna? Þeir
geta ekki einu sinni snúið sér
við í vöggunni sjálfir. Þeir eru
fæddir með frjálsræði til að
gráta og kalla á hjálp annarra.
Vissulega er þörf á því, að vel
sé alin önn fyrir litlum börnum.
Uppeldi í kærleika er nauðsyn-
legt til þess að börnin geti orðið
að frjálsum mönnum og geti
notið þeirra réttinda, sem þau
eru fædd til og hlýtt þeirri köll-
un, sem þau eru kölluð með.
Eins þurfa margir aðrir en
börnin á kærleiksríkri þjónustu
að halda. Þeir, sem berjast við
þunga eða langvinna sjúkdóma,
hafa orðið fyrir slysum, eru
blindir eða lamaðir, og þeir, sem
lúnir eru orðnir og þreyttir eftir
langt ævistarf þurfa allir á
slíkri þjónustu að halda. „A1 þú
önn fyrir honum . . . og ég skal
borga þér, þegar ég kem aftur.“
Þetta segir sá, sem hefir misk-
unnað gjörvöllu mannkyni. Og
víst er um það. að hann kemur
aflur. Hvernig mun oss verða
við að hitta hann við þá óhjá-
kvæmilegu endurkomu? Höfum
vér þá notað tíma og fjármuni
til að færa öðrum frelsi og kær-
leika á sama hátt og 'vér höfum
notið þessara æðstu gæða frá
Jesú Kristi sjálfúm? Kærleikur-
inn fellur aldrei úr gildi. Og trú-
in á Guð, sem er uppsprettulind
kærleikans, er óaðskiljanlegur
hluti af kærleikanum sjálfum.
Án trúarinnar munum vér fyrr
eða síðar gefast upp í þjónustu
kærleikans — án hennar verður
slík þjónusta oss ógeðfelld eins
og ánauðarok.
Vsljið þennan veg
Við þá, sem ungir eru, vildi
ég sagt hafa: Venjið ykkur á það
frá barnæsku að ganga ekki
fram hjá erfiðleikum og þján-
ingum annarra, heldur takið þált
í kjörum þeirra. Veljið ykkur
þau störf í lífinu, sem veita
ykkur tækifæri hins miskunn-
sama samverja — á heimili, 1
skóla og sjúkrahúsum og annars
staðar þar sem þörfin er mikil.
Fánýtt er það líf, sem miðar allt
við eigingjörn þægindi og
nautnir, en vill ekkert á sig
leggja fyrir aðra. Hinu skal ég
ekki neita, að sú leið, sem Jesús
Kristur fór og hvatti aðra til að
fara og ég bendi ykkur á, er oft
og einatt erfið. Það er oft erfitt
að leiða menn til frelsis og kær-
leika. ísraelsmenn mögluðu
gegn Móse, sem leiddi þá út úr
þrælshúsinu í Egyptalandi, af
því að gangan í heitum eyði-
merkursandinum var mjög erfið.
Eins mögluðu þeir gegn spá-
mönnum og kennurum, sem
Guð sendi þeim til að varðveita
trú og siðgæði. Enn forherða
menn hjörtu sín gegn Jesú
Kristi, sjálfum Guði, sjálfum
kærleikanum, sem einn getur
gefið eilíft líf. Margar frelsis-
hetjur þjóðanna hafa verið hat-
aðar, fyrirlitnar eða jafnvel líf-
látnar. Enn í dag eru menn
taldir sérvitringar ef þeir fylgja
Jesú Kristi heils hugar og hvetja
aðra til hins sama.
Lát þú ekkert af þessu á þig
fá. Það eru alltaf áhrif frá lé-
legum og lágkúrulegum hugs-
unarhætti, sem reynir að klippa
vængi þína, svo að þú verðir al-
drei fleygur. Minnstu til hvers
þú ert í heiminn borinn og til
hvers þú ert kallaður í heilagri
skírn: Að berjast karlmannlega
undir merki Jesú Krists og al-
drei fyrirverða þig fyrir að
fylgja honum, hvert sem hann
kallar þig. Því vegir hans eru
eilíf trúfesti og kærleikur til
þín og þessi öfl eiga einnig að
ganga út frá þér til annarra
manna, þó mest til þeirra, sem
veikastir eru og mest þurfa á
hjálp þinni að halda.
—Mbl.
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
FREE
Winter Storage
Send your outboard motor in now ond have
it ready for Spring.
Free Estimates on Repairs
Specialists on . . .
Johnson - Evinrude & Elto Service
Breen Motors Ltd.
WINNIPEG
Phone 92-7734
Hvernig munduð þér
verja þúsundi....?
Já, við eigum við þúsund í splunk-
urnýjum canadiskum peningum!
Teljið þá . . . ?
Þetta myndi fá svo á yður, að þér
gætuð naumast hlaupið nægilega
fljótt heim til að kunngera tíðindin.
Fyrst í stað getur hugsunin um
þúsund dali líkst draumórum.
Vegna hvers?
Langflestir . . . setji þeir sér það
markmið, geta komist yfir þúsund
dali, eða aðra álitlega upphæð með
aðferðinni, sem beitt er við kaup á
canadiskum veðlánsbréfum . . . af
þeirri ástæðu, að þér getið greitt
andvirði þeirra í svo smáum upp-
hæðum frá mánuði til mánaðar, að
þér vitið naumast af því.
Ef þér hefðuð fylgt þeirri reglu að
spara 56 cents á dag, er fyrstu
veðlánsbréfin þessarar tegundar
voru boðin út, ættuð þér nú þúsund
dala veðlánsbréf eða meira.
Þessari reglu höfðu margir cana-
dískir þegnar fylgt og fylgja henni
enn þann dag í dag.
Hið 8. útboð canadískra veðlánsbréfa, er nú fullráðið og það greiðir yðar
veg, að þúsund dollara eignarskírteini.
Þér getið greitt fyrir veðlánsbréfin í einu lagi, eða gegn afborgunum í
samrœmi við gjaldþol yðar.
A3 lilhlulan bankans, veðbréfasala, eða gegn frádrætti launa
þar, sem þér starfið.
CANADA SAVINGS BONDS
Má ávalt skipta í peninga gegn nafnverði og vöxtum í hvaða banka, sem er
Sala verðbréfa hefst þann 19. október