Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953 Ræða Thor Thors sendiherra, fulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, á 8. allsherjarþingi S. þ. hinn 24. seplember 1953 Ég hefi hér minnst á þrjú mál á dagskrá hinnar sérstöku póli- tísku nefndar. Fjórða málið þar, er um upptöku nýrra meðlima. Eins og ég gat um áðan eru a. m. k. 19 ríki, sem sótt hafa um inntöku í S. þ. Við vitum, að það er Öryggisráðið, sem verður að mæla með sérhverri umsókn. Allt frá því kuldinn jókst í kalda stríðinu, eða frá 1947, hefur fjölgað tölu þeirra ríkja, sem haldið er utan S. þ. Samt sem áður á reglan að vera sú, samkv. 4. gr. sáttmálans, að þátttaka skuli heimiluð öllum friðsömum þjóðum, sem eru hæfar og fúsar til að fullnægja skuldbindingum sáttmálans. — Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu um alheims þátttöku, er 19 þjóðum aftur og aftur neitað um inn- töku. Það er jafnvel talað með svo mikilli lítilsvirðingu um þessar umsóknir, að þær eru kallaðar „einn pakki,“ og okkur er sagt að hirða hann eins og hann leggur sig eða láta hann eiga sig. En það er samt sem áður, eins og ég gat um, vissar lágmarkskröfur, sem gera verð- ur til þátttakendanna. Þetta skil- yrði skýrir það, hvers vegna ekki hefur verið unnt að veita inntöku lýðveldisstjórn Kína, því að samkv. ályktun allsherj- arþingsins 1950 gerði sú stjórn sig seka um árás á Kóreu. En það er samt sem áður óhugsandi og væri illa ráðið, að halda til lengdar utan S. þ. stjórn, sem hefur lögsögu yfir meira en 500 milljónum manna og mjög víð- áttumiklu ríki. Það skal vonað, að lýðveldisstjórn Kína sýni það, að hún sé þess megnug og frjáls að því, að vinna með Sameinuðu þjóðunum að vinsamlegri sam- búð þjóða, og koma í veg fyrir og eyða hættu á friðrofi, og að beita sér fyrir sættum í deiTu- málum, er leiða kynnu til ófrið- ar. Kínverska stjórnin í Peking fær afbrags tækifæri til þess að sýna hug sinn og hæfni í þess- um efnum á hinni pólitísku ráð- stefnu, sem við ennþá vonum að komi saman í lok næsta mánaðar. Látum svo útrætt um Kína. En hvaða skynsamleg á- stæða getur verið til þess að útiloka allar þessar 19 þjóðir frá inngöngu gegnum hin drunga- legu hlið S. þ., úr því þær óska þess? Hvers vegna er löndum eins og t. d. ítalíu, Finnlandi, írlandi og Portugal, svo aðeins sé minnst á fá, haldið utan gátta? Til þess liggja engar skynsamlegar ástæður. En við vitum, að það er neitunarvaldið, sem meinar þeim inngöngu. Og máhð heldur áfram að vera vonlaust. Ef nokkur efast um þessar fullyrðingar, þá skulum við líta í álit þeirrar nefndar, sem skipuð var til að fjalla um inngöngu þessara nýju meðlima. Sú nefnd, sem skipuð var full- trúum 19 þjóða, komst að þeirri viturlegu niðurstöðu, að hún gæti ekki komizt að neinni nið- urstöðu. Þetta mál kemur nú fyrir þingið aftur og er jafn vonlaust, ef ekki verra viður- eignar en nokkru sinni fyrr. Ég hefi nú vikið að ýmsum vafasömum ákvæðum sáttmál- ans, sem hafa torveldað eða hindrað æskilegt starf S.þ. Sátt- málinn er nú 8 ára gamall. Hann ver gerður í hinu bjarta og heill- andi tunglsljósi tilhugalífsins í San Francisco. Þá voru ham- ingjusamir dagar. En, því fer verr, tímarnir hafa breytzt. Og það virðist svo sem að margir fulltrúanna þar hafi verið svo raunsæir að sjá fyrir að and- rúmsloftið mundi breytast. Þess vegna höfum við 109. gr. sátt- málans, þar sém gert er ráð fyr- ir ráðstefnu til að endurskoða sáttmálann árið 1955, er 10 ára reynsla hafði verið fengin. öll mannanna verk eru gjörð af vanefnum og reynslan segir okkur, að nýir tímar krefjist nýrra ráðstafana. Það er vissu- lega tímabært og rétt að endur- skoða sáttmálann 1955. En við skulum ekki búast við neinum stórkostlegum breytingum. Það er engin bylting í vændum. Hin- ir vitru og forsjálu höfundar sáttmálans sköpuðu öryggi gegn öllum gáleysislegum síðari breytingum. Samkvæmt ákvæð- um 108. og 109. gr. þarf 2/3 hluta atkvæða allsherjarþings- ins til þess að nokkur breyting nái samþykki. Ennfremur verð- ur að staðfesta breytingarnar samkvæmt stjórnskipunarlögum hvers ríkis og af 2/3 hluta allra ríkja, þ. á m. þarf atkvæði allra hinna föstu meðlima Ör- yggisráðsms. Það getur því engin breyting orðið á sáttmál- anum nema öll stórveldin séu sammála um hana. Það er því ekki ólíklegt, að árið 1955 eigum við, eins og í dag, um tvennt að velja, annað hvort stofnun S. þ. á sama grundvelli og með sama hætti og okkar núverandi stofn- un eða alls enga alþjóðlega stofnun. Það er þýðingarlaust og blekking ein að tala um nokkra alþjóðastofnun, nema stórveldin báðum megin járntjaldsins eigi þar þátt að, en við skulum vona það, að þessi hindrun í götu samtakanna, þetta járntjald, bráðni bráðum niður í heitum geislum alþjóðlegs skilnings og vinsamlegri sambúð ýmissa hag- kerfa, eða ef það fær ekki að verða, þá má svo fara, að járn- tjaldið ryðgi í rústir sökum elli og slits og eyðandi loftslags. Ennfremur verður svo að vera að allar þjóðir eigi rétt til þátt- töku ef draumarnir frá San Francisco eiga nokkurn tíma að rætast og ef hipar háleitu hug- sjónir sáttmálans eiga nokkurn tíma að þjóna mannkyninu og blessa það. Við skulum lofa sér- hverri þjóð að ráða sínum stjórnarháttum. Það verður að vera rúm fyrir þær allar undir hinni miklu hvelfingu S. þ. S. þ. mega aldrei verða ófrjó samkoma fjandsamlegra at- kvæðafylkinga, þar sem hliðin eru lokuð öðrum og hugirnir eru lokaðir. S. þ. mega aldrei verða rússneskt hallelúja áróðursfélag eða amerískur klúbbur, sem úti- lokar aðra. Það er réttlætanlegt og eðlilegt, að stórveldin haldi neitunarvaldi sínu þegar um er að ræða hernaðaraðgerðir. Byrð- ar og fórnir baráttunnar mundu alltaf falla á stórveldin að mestu. En neitunarvaldið er hættulegt, ósanngjarnt og eyði- leggjandi í slíkum málum eins og inntöku nýrra meðlima. Eitt af þýðingarmestu málun- um, sem nú liggja fyrir eða réttara sagt þýðingarmesta mál, ið, er afvopnunin. Við verðum aftur að játa, að þetta mál hefur verið til aðgerða á öllum fyrri þingum, eða réttara sagt, engar aðgerðir hafa reynzt kleiiar síðan 1946 að hinir ísköldu vind- ar kalda stríðsins tóku að blása. Enginn árangur hefur náðst. Ályktanir hafa samt sem áður verið samþykktar; heill búnki af háleitum ákvörðunum. Sumar þeirra, þær, sem hafa verið nógu barnalegar, hafa jafnvel náð samhljóða samþykki: 60 atkvæði með, ekkert á móti. Og ræður og orð hafa streymt fram ár eftir ár; alls konar orð, vin- gjarnleg orð, varnaðar orð og reiðiorð hafa streymt fram. Enginn árangur. Framleiðsla hergagna hefur líka streymt fram án afláts og alltaf í aukn- um mæli. Alls konar vopnabún- aður, frá smáskotfærum og upp í þau, sem fela í sér gjöreyð- ingu; vopn, sem ætluð eru til að drepa einstaklinga eða til múgmorða eða til allsherjar slátrunar, svo að af þeim leiði algjöra auðn og lífið slokkni á stórum svæðum mannlegra byggða. Vissulega eru til vopn, sem hæfa hverjum stað og hverju byggðu bóli mannlegra vera. Og hver vill þetta? S. þ. voru stofnaðar til að bjarga komandi kynslóðum frá ógnum ófriðar- ins. En hvað hafa S. þ. megnað að gjöra til að minnka og draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu? — Ekkert. Þær hafa reynzt algjör- lega ófærar og vanmáttugar að gera nokkurn hlut í þessu ör- lagaþrungna máli. Það er því jafnvel skiljanlegt, að sumt fólk talar um S. þ. sem þær væru að- eins málfundafélag. Hvers vegna eru S. þ. ómegnugar þess að draga úr kvíðanum? Og hvað skeður þegar vopnaframleiðslan hefur náð því, sem háttvirtur utanríkisráðherra Ástralíu kall- aði áðan „fullnægingarstigið“? Þegar leikföngin taka að hrúgast upp, vill þá 'ekki barnið leika sér að þeim? Samt sem áður tala svo marg- ir um frið og fólk alls staðar í heiminum biður um frið. Og hinir miklu leiðtogar heimsins hafa talað. Ég vil leyfa mér að minna ykkur á þrjár miklar ræður, sem haldnar hafa verið af þrem valdamestu leiðtogum heimsins. Leiðtogum, sem með ákvörðunum sínum og athöfnum geta haft meiri áhrif á örlög og framtíð okkar allra en nokkrar aðrar mannlegar athafnir eða athafnaleysi. Eisenhower forseti sagði í Washington hinn 16. apríl 1953: „1. Það er ekki hægt að kaila neina af þjóðum jarðarinnar óvin, því að allt mannkynið hungrar sameiginlega eftri friði, félagsskap og réttlæti. 2 Engin þjóð getur náð öryggi eða velmegun til lengdar með því að einangra sig, heldur að- eins í virkri samvinnu við aðrar þjóðir. 3. Réttur sérhverrar þjóðar til að ráða stjórnarháttum sínum og hagkerfi eftir eigin vilja er ófrávíkj anlegur. 4. Það er óverjandi, að nokkur þjóð reyni að ráða yfir stjórnar- háttum annara þjóða. 5. Vonir þjóða um varanlegan frið geta ekki byggst á neinu vígbúnaðarkapphlaupi, heldur verða að byggjast á réttlátum samskiptum og einlægum skiln- ingi milli þjóða.“ Ennfremur sagði Eisenhower forseti: „Sér- hver byssa sem búin er til, sér- hvert herskip sem er smíðað, sérhver sprengja sem send er, táknar þegar alls er gætt, þjófn- að frá þeim, sem hungraðir eru óg þjást af kulda og fataleysi.” Þessi orð forsetans eru mælsk, göfug og skýr. Sir Winston Churchill for- sætisráðherra sagði í brezka þinginu 11. maí 1953: „Ég vil gera það ljóst, að þrátt fyrir alla óvissu og ringulreið í heims- málunum nú í dag, trúi ég því að rétt væri, að saman kæmi ráðstefna æðstu manna helztu stórveldanna og það án of langs dráttar .... Það væri sannar- lega ekkert tjón af því, ef báðir aðilar reyndu að festa sjónir á því, sem báðum er hugleikið, í stað þess að einblína á það, sem óþægilegt er . . . . Það er að minni hyggju misskilningur, að ekkert samkomulag geti náðst við Sovétríkin fyrr en sam- komulag hefir náðst um allt. Lausn á einu eða tveimur af okkar vandamálum mundi verða mikill ávinningum öllum frið- sömum þjóðum. Við viljum allir, að rússneska þjóðin haldi hinum háa sessi í heimsmálunum, sem þeim ber og að hún þurfi ekki að vera kvíðin um öryggi sitt. Ég tel ekki, að hið mikla vanda- mál að samræma öryggi Rúss- lands frelsi og öryggi Vestur- Evrópu sé óleysanlegt." Þetta eru höfðingleg orð og víðsýn hjá hinum mikla foringja Bretlands. Forsætisráðherra Rússlands, Malenkov, sagði 8. ágúst 1953: „Forseti Bandaríkjanna sagði 16. apríl, að það væri ekkert deilu- efni smátt eða stórt, sem ekki er unnt að leysa, ef fyrir liggur óskin um það að virða réttindi annarra þjóða. Þetta er þýðing- armikil yfirlýsing. Við hljótum að fagna henni. Hið mikla hags- munamál, að styrkja friðinn og öryggi þjóðanna krefst þess, að stórveldin láti einskis ófreistað til að draga úr vígbúnaðinum og banna kjarnorkuvopn og önnur slík vopn fjöldaeyðingar . . . . Við höldum því ákveðið fram, að það sé nú ekkert deiluefni, sem ekki er hægt að leysa á friðsamlegan hátt með gagn- kvæmu samkomulagi viðkom- andi þjóða. Þetta nær einnig til deilumálanna milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Við vilj- um friðsamlega sambúð hinna tveggja stjórnarkerfa. Við álít- um, að það sé engin raunveruleg ástæða til árekstra milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna.“ Þessi orð leiðtoga hinnar miklu rússnesku þjóðar eru skýr og skilmerkileg. Ég spyr því: þegar þessir þrír leiðtogar hafa gefið heiminum svona samhljóða vinsamlegar yfirlýsingar, þegar þeir allir virðast leita samkomulags, hvað er þá sem tefur? Heimurinn verður að vita það. Menn krefj- ast að fá að vita það. Það er kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar. Þegar við heyrum dag eftir dag í útvarp- inu og lesum það í blöðunum, að meira en 80 stærstu borgir og byggðir Ameríku hafi verið valdar sem skotspónn fyrir kjarnorkuárásir, og þar sem við getum ímyndað okkur að slíkar heimsóknir verði endurgoldnar í heimalandi árásarmannsins, er þá ekki tími kominn til að mæta staðreyndunum og vakna til þessa dauðans viðhorfs. Við get- um ekki til lengdar lifað í para- dís flónsins. En það er augljóst, að ákvörð- unin er í höndum leiðtoganna miklu og ábyrgðin hvílir á þeim. Ræðurnar, sem við nýlega höf- um heyrt í þessum almennu um- ræðum frá hinum virðulegu og áhrifaríku formönnum sendi- nefnda Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, hafa verið frekar vin- samlegs eðlis, og svo var einnig hin ágæta ræða, sem við heyrð- um rétt áðan frá hinum virðu- lega fulltrúa Bretlands. Dyrnar virðast því standa opnar. Þeim hefur a. m. k. ekki verið læst. Við þráum það einlæglega, að þar sé gengið að dyrum og inn í sal samninganna. Eiga það að vera dyrnar, sem ætlaðar eru eingöngu hinum stóru leiðtog- um, eða verður það ein af hinum mörgu dyrum í þessu mikla húsi okkar hérna, eða eru það dyrnar að pólitísku ráðstefnunni út af Kóreu? Það skiptir engu, hvaða inngangur verður fyrir valinu, ef viðsemjendur ganga inn með réttu og einlægu hugarfari. Frú forseti. Ég hefi nú talað venju lengur og mér þykir leitt að ég hefi dregið upp óskemmtilega mynd, sem er sett djúpum og dökkum skuggum og þungum skýjum. En það eru samt til aðrar á- nægjulegar myndir, sem ekki má gleyma. Ýmsar hinar já- kvæðu athafnir S. þ. Enda þótt við höfum ekki oft náð jákvæðum árangri á hinu pólitíska sviði, þá trúi ég því fastlega, að S. þ. hafi megnað að koma í veg fyrir hina hryllileg- ustu eyðileggingu. Hin fyrsta stórkostlega tilraun, sem sagan hermir, til að tryggja sameigin- legt öryggi með sameiginlegum átökum af hendi alþjóðlegrar stofnunar, hefur átt sér stað og hún hefur heppnast. S. þ. börð- ust í Kóreu, ekki fyrir hernaðar- legum sigri eða til landvinninga, heldur til sigurs fyrir hugsjón- inni um sameiginlegt viðnám til sönnunar þess, að árás borgar sig ekki. Árásinni hefur verið hrundið. Við höfum nú vopna- hlé, sem við vonum að megi leiða til varanlegs friðar. Aðgjörðir S. þ. í Kóreu einar út af fyrir sig hafa sannað tilverurétt S. þ. og þýðingu samtakanna. Your Community Chest is an appeal for 29 Health and Wel- fare Agencies — at one time. Each dollar you give amounts to ZVzf. only—for each Agency. • How mch woutd you give to each B'nai B'rith Camp $ Camp Morton $ Comp Robertson $ Camp Sporling $ Canadian National Institute for the Blind $ Cancer Relief and Research Institute $ Children's Aid Society of Eastern Manitoba $ Children's Aid Society of Winnipeg $ Children's Home $ Children's Hospitol $ Christmas Cheer Boord $ Fomily Bureau $ Home Welfore Association $ Jewish Child & Family Service $ Jewish Old Folks' Home $ Joon of Arc Doy Nursery $ Knowles School for Boys $ Logon Neighborhood House $ Middlechurch Home $ Mothers' Association Day Nursery $ St. Agnes' School $ St. Joseph's Vocotion School $ Solvation Army Comp $ Sisters of Service Girls' Club $ Victorian Order of Nurses $ Winnipeg General Hospitol $ Welfare Council of Greater Winnipeg and | Central Volunteer Bureau $ Young Men's Christian Association $ Young Women's Christion Associotion $ On the hst above you should give. doing my share?” fill ín amount you Then ask yourself, "am Á sviði fjárhags og félagsmála hafa S. þ. einnig í fjölmörgum sérstökum efnum náð miklum árangri. Ég á hér við ýmsar á- ætlanir og athafnir um sam- eiginlega hjálp og alþjóðlega samvinnu fyrir aukinni hagsæld og framförum, sem allt miðast við margra ára bil. Það er ánægjulegt að veita því athygli, að margar þjóðir sam- takanna hafa hug á að bæta og efla mannréttindin og hafa unn- ið að því að koma í framkvæmd ýmsum hugsjónum hinnar miklu Mannréttindayfirlýsnigar, sem við samþykktum í París 1948. Það er þó enn svo, að því fer fjarri í mörgum löndum, að fólk njóti allra þessara réttinda, en víða er stefnt í rétta átt. Við vonum einnig að hinn al- þjóðlegi Barnahjálparsjóður S.þ. geti haldið áfram sínu göfuga starfi, að færa björg og hjálp til hungraðra, fátækra og munaðar- lausra barna í löndum, sem styrjaldir og fátækt hafa hrjáð. Þjóð mín er hamingjusöm yfir því, að við höfum getað lagt af mörkum frá byrjun til þessa fallega málefnis. Við höfum gert það tiltölulega rausnarlega, bæði af almannafé og með samskotum einstaklinga. Við munum nú í ár leggja eitthvað af mörkum og vonumst til að megna að halda því áfram. Þess ber líka að gæta, að unnt verði að halda áfram að auka hina tæknilegu aðstoð, því að sú hjálp hefur reynzt mjög þýð- ingarmikil og gagnleg víðsvegar um heiminn. En hugsið ykkur, hversu stórkostlega tæknilega aðstoð S. þ. hefðu getað veitt, hversu stórfenglegum framför- um þær hefðu getað komið á alls staðar um heiminn, ef þær hefðu haft til umráða og ráð- stöfunar þó ekki væri nema lítill hluti af þeim 80 billjónum doll- ara, sem eytt hefur verið til víg- búnaðar á örfáum síðustu árum. Hugsið ykkur alla þá félagslegu velmegun, sem unnt hefði verið að breiða út um heiminn. Hugsið ykkur öll hin fátæku, illa klæddu og lítt menntuðu börn, sem unnt hefði verið að gefa bjartari og vænlegri framtíð. Og slíkur sparnaður á sviði vígbún- aðarins mundi líka hafa létt af þeim sem fullorðnir eru byrðum skelfingarinnar og gefið mann- kyninu í heild birtu betra lífs. Og athugum þetta vel: allur hinn árlegi kostnaður S. þ. nem- ur aðeins álíka miklu og heims- styrjöld mundi kosta í hálfan dag í peningum einum. Það er vissulega sannleikur, að S. þ. er sú tilraun, sem fæsta skilding- ana hefur kostað til að bjarga flestum mönnum frá hinni mestu tortímingu, sem nokkru sinni hefur verið hugleidd. Við þurfum að fá miklu meira af því fjármagni, sem nú er ætl- að til vígbúnaðar, til þess að koma á framkvæmdum alls stað- ar í heiminum til aukinnar fram- leiðslu og vaxandi viðskipta til að bæta lífskjör fólksins alls staðar og mest þar sem þess er mest þörf. Aukin neyzla peirra, sem nú búa við vanefni, þýðir aukin viðskipti fyrir þær þjóðir, sem nú eru aflögufærar. Við- skiptin eru gagnkvæm hjálp. Sameinaðar og samtaka eiga þjóðirnar alla gnægð til að bæta úr flestu mannanna böli. Framhald á bls. 3 C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.