Lögberg - 05.11.1953, Page 1

Lögberg - 05.11.1953, Page 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953 Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 45 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 25. OKTÓBER 1 gær var vetrardagurinn fyrsti og var þá frost um allt land og snjókoma hafði verið í tfyrrakvöld og fyrrinótt um mestallt Norðurland og jörð þar alhvít, að minnsta kosti austan til. Sunnanlands var bjart veð- ur auð jörð en nýfallinn snjór og ofan í fjallshlíðar. Veður hefir verið milt og gott að undan förnu. ☆ Útför biskupsins yfir íslandi, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, var gerð frá dómkirkjunni í Reykjavík á miðvikudaginn var 'og safnaðist þá saman mikill mannfjöldi í grennd við biskups- setrið og umhverfis kirkjuna. Húskveðja hófst kl. 13.30 og tflutti séra Sveinn Víkingur biskupsritari kveðjuræðuna. — Hempuklæddir prestar gengu síðan fyrir kistunni tveir og tveir saman í kirkju og var það löng röð. Séra Jón Auðunn dóm- prófastur flutti ræðu, Ásmund- ur Guðmundsson prófessor, for- maður Prestafélags Islands, flutti kveðjur og þakkir af hálfu presta landsins. Úr kirkju báru ráðherrar og skrifstofustjórar úr stjórnarráðinu. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og for- setafrúin voru við húskveðjuna og í kirkjunni. — Hvarvetna í Reykjavík og víðar á landinu voru fánar drengnir í hálfa stöng vegna útfarar biskups. Herra Sigurgeir Sigurðsson var skipaður biskup yfir Islandi frá 1. janúar 1939 að telja og gegndi því embætti til dauða- dags. Hann var starfsmaður mikill og ástsæll af alþýðu manna, brennandi áhugamaður um framgang kirkju og kristni. Hann beitti sér af kappi fyrir bættum starfskjörum presta og varð mikið ágengt í því efni. Oft ferðaðist hann til útlanda í biskupstíð sinni, sat ráðstefnur biskupafundi og kirkjufundi og var nú síðast í sumar í Noregi á >afmælishátíð dómkirkjunnar í Niðarósi. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn í sept- embermánuði s.l. varð óhag- stæður um 12,9 miljónir króna. Út voru fluttar vörur fyrir 77,3 miljónir króna, en inn fyrir 90,2 miljónir króna. Vöruskiptajöfn- uðurinn við útlönd fyrstu 9 mán uði ársins var óhagstæður um 230,6 miljónir króna. Út voru fluttar vörur fyrir 462,9 miljónir en inn fyrir 693,5 miljónir króna. Merkur maður lát-inn Síðastliðinn mánudag lézt í Calgary Sigurður Sigurðsson fyrrum húsgagnakaupmaður þar í borginni, sjaldgæfur athafna- maður, mikill höfðingi og góður Islendingur. Sigurður var 79 ára að aldri, ættaður frá Svelgsá í Snæfells- nessýslu. Fundið Úranium Nýjar fregnir herma, að skamt austan við bæinn Kenora í Ontariofylkinu, hafi fundist mikil Úraníumlög í jörðu, sem námafræðingar frá Quebec telji svo verðmæt, að vinnsla þeirra megi ekki dragast á langinn. Nokkrir togarar hafa selt í Þýzkalandi að undanförnu, en enginn í Englandi síðan Ingólfur Arnarson rauf löndunarbann brezkra togaraeigenda um dag- inn. Margir togarar hafa stund- að karfaveiðar og er sá afli frystur. Lítt hefir gefið til síld- veiða síðustu vikurnar. — Slátr- un sauðfjár er víðest lokið og var fáum gimbrum slátrað, enda heyjuðu bændur vel í sum- ar og hafa mikin hug á því að fjölga fé sínu. ☆ Háskóli Islands var settur með viðhöfn í gær. Alexander Jóhannesson háskólarektor á- varpaði nýstúdenta, Ólafur Lárusson prófessor flutti erindi um skaðabætur og Páll Isólfsson stjórnaði flutningi á alþingis- hátíðarkantötu sinni. í upphafi ræðu sinnar minntist rektor Árna Pálssonar prófessors, sem lézt á liðnu skólaári og síðan minntist hann nýlátins biskups þjóðarinnar. Rektor gat þess, að nú væru innritaðir til náms í háskólanum 759 stúdentar, auk þess eru margir íslenzkir stú- dentar erlendis og mun tala stúdenta við nám hérlendis og erlendis vera milli 900 og 1000. Rannsakað hefir verið, hve Framhald á bls. 4 íslenzki Rugby-kappinn Lorne Benson Frækni þessa unga íþrótta- manns hefir verið á hvers manns vörum þessa síðustu daga vegna afreks hans þegar Rugby-flokk- ar Winnipeg Blue Bombers og Saskatchewan Rough Riders leiddu hesta sína saman í fyrri viku í Winnipeg Stadium. Kom hann knettinum í mark sex sinnum og er það met í þeim leik. Keptu þessir tveir flokkar aftur í Regina á laugardaginn, og meiddist þá Lorne nokkuð, svo óvíst er talið að hann geti tekið þátt í leikkeppninni milli Blue Bombers og Edmonton Eskimos á laugardaginn, en svo verður önnur leiksamkeppni milli þessara flokka í Winnipeg 11. nóvember og er þá vonandi, að hann geti aftur komið sínum flokki, Blue Bombers, til liðs. Þessa harðsnúna og frækna Rugby-leikara hefir áður verið getið í Lögbergi. Hann er fæddur f Riverton, sonur Mr. og Mrs. C. Richard Benson. Al- bertina móðir hans er dóttir Baldwins heitins Halldórssonar og eftirlifandi konu hans, Maríu ólafsdóttur, systur Odds Ólafs- sonar og þeirra bræðra. En faðir hans er sonur Egils heitins Benson og konu hans, Lovísu. Lorne er kvæntur og á þrjú börn. .» • • • • 17 dvalargestir dvelja nú á EMiheimiíinu í Hveragerði MR. OG MRS. J. J. VOPNI Kunn Kjón eiga demantsbrúðkaup Síðastliðinn fimtudag áttu hin kunnu hjón, Mr. og Mrs. J. J. Vopni demantsbrúðkaup og var þess minst með fjölskyldufagnaði á heimili sonar þeirra og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Edward Vopni, 125 Chataway Blvd. þá um daginn. Mr. Vopni kom af íslandi árið 1887 og hefir átt heima í Winnipeg jafnan síðan; hann kvæntist 1893 Sigurborgu Magnúsdóttur, sem er austfirzk eins og hann; þeim varð ellefu barna auðið og eru níu af þeim á lífi. Mr. Vopni hefir verið mikill athafnamaður um dagana og hlíft sér lítt; hann átti um skeið sæti í bæjarstjórn og var um mörg ár í framkvæmdarnefnd Almenna sjúkra- hússins í Winnipeg; einnig tók hann, ásamt frú sinni, virkan þátt í starfrækslu Fyrsta lúterska safnaðar. Lögberg flytur demantsbrúðhjónunum hlýjar árnaðaróskir. Senator Dovis lótinn Hinn 26. október síðastliðmn lézt í St. Boniface Sentator John Caswell Davis 65 ára að aldri, merkur maður og vel að sér ger; hann var verkfræðingur að mentun og stofnaði fyrirtæki það hér, er ber nafn hans. J. C. Davis Limited. Hinn látni Senator hafði jafnan mikinn áhuga á stjórnmálum þótt aldrei byði hann sig fram til þings; hann var um langt skeið for- maður • Liberalsamtakanna í Manitoba og lá ekki á liði sínu ef velferðarmál flokksins áttu í hlut. Senator Davis var fædd- ur í Montreal af írsku foreldri og játaði kaþólska trú; útskrif- aður var hann í vélaverkfræði af McGill háskóla; með Senator Davis er til grafar genginn góður og gildur Canadaþegn; hann var skipaður Senator 1949. VICTOR B. ANDERSON Endurkosinn í bæjarsijórn. Unnið að því að auka húsrýmið svo að unni verði að iaka við fleiri gesium Elli- og dvalarheimilið í Hveragerði hefir nú starfað í rúmt ár. Hefir verið mikil eftirspurn eftir dvöl þar og ekki unnt að anna henni. Dvalargestir eru nú 17 eða eins margir og húsnæðið rúmar en unnið er nú að því að innrétta aukið húsrými og verður þá væntanlega hægt að taka við fleiri dvalargestum. Húsnæði Elli- og dvalar- heimilisins í Hveragerði er eign Árnessýslu en Elliheimilið Grund í Reykjavík sér um rekstur þegs. Kúsnæðið aukið Húsnæði elliheimilisins hefir undanfarið verið tvö timburhús, annað fyrir dvalargesti en hitt fyrir starfsfólk. Nú er verið að innrétta það þriðja og verður því unnt að bæta við dvalar- gestum. Aðsókn hefir stöðugt aukizt að elliheimilinu. Þegar það tók til starfa voru dvalargestir aðeins 3, en núna eru þeir orðnir 17 eða eins margir og húsnæðið rúmar. Greiður aðgangur á milli •Þar eð bæði elliheimilin í Reykjavík og Hveragerði eru undir sömu stjórn hefir vefið greiður aðgangur þar á milli. Hafa gestir af Elliheimilinu Grund iðulega dvalið um tíma í Hveragerði og dvalargestir úr Hveragerði hafa verið sendir til Reykjavíkur einkum er þeir hafa þurft betri og nákvæmari umönnun, þar eð heilsugæzla er á hærra stigi á elliheimilinu í Reykjavík. Lömuð börn þar í sumar I sumar dvöldu um mánaðar- tíma nokkur lömuð börn í Hveragerði á vegum lækningar- stöðvar lamaðra í Elliheimilinu. Voru þau þar einkum sér til hvíldar og hressingar, þar eð sjúkraleikfimin og nuddæfingar eru þreytandi til lengdar. Með börnunum var stúlka og gátu börnin undir eftirliti hennar PAUL W. GOODJVIAN Kosinn í bæjarsljórn með miklu afli atkvæða. Unaðslegt söngkvöld Söngsamkoma frú Guðmundu Elíasdóttur í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið þriðjudags- kvöld, má teljast til meiriháttar viðburða í hljómmenningu okk- ar Vestmanna og raunar íslenzku þjóðarinnar í heild, því hér var verið að kynna ísland nútímans í tónum; meðal nýrra snildar- laga má telja í dag skín sól eftir Pál ísólfsson, Seinasta nóttin eftir Magnús Jóhannsson, Hjá lygnri móðu eítir Karl Ó. Runólfsson og Unglingurinn í skóginum eftir Jórunni Viðar; lög þeirra Sigfúsar Einarssonar og Björgvins Guðmundssonar eru okkur fyrir löngu að góðu kunn; ánægjuefni mikið var það, að kynnast íslenzku þjóðlögun- um í skrautbúningi Jórunnar Viðar, ekki sízt eins og frú Guð- munda. túlkaði þau fagurlega; söngskráin var fjölbreytt og um alt hin vandaðasta; .gbtt var að hlusta á Solveigs Sang eftir Grieg og hrifniúgu mikla vakti meðferð söngkonunnar á sænska þjóðlaginu Fjorton Aar. Meðal hinna stærri við fangs- farið í laugina og notið sumar- blíðunnar í Hveragerði. Heniugur siaður fyrir elliheimili Hveragerði væri mjög hentug- ur staður einmitt fyrir lækninga stöð lamaðra vegna hins mikla jarðhita. Staðurinn er einnig mjög hentugur fyrir elliheimili og ætlunin er að stækka húsnæðið fyrir austan smátt og smátt svo að sem flestir geti dvalið þar. —Alþbl., 19. sept. efna ber að nefna hlutverkið úr II Trovatore og Samson og Dalila og kom þá að góðu haldi hin ágætlega þjálfaða og blóð- ríka rödd frú Guðmundu; einna bezt naut hún sín á mið- tónum og hinum lægri tónum og þar gætti raddmýktarinnar mest; meðferð hennar á laginu úr Carmen, en Jakob Jóhannes- son Smári, hafði snúið textan- um á íslenzku, féll í frjófan jarðveg meðal hlustenda og það að makleikum. Frú Guðmunda er enn ung og á vonandi langan og merkilegan listaferil framundan; textafram- burður hennar er hreinn og tón- túlkun ákjósanleg. Við hljóðfærið var Thora Ásgeirsson—du Bois og var undirleikur hennar samúðar- ríkur og heillandi. Söngkonunni var ákaft fagnað og varð hún að syngja mörg aukalög. Aðsókn að söngkvöldi þessu var með ágætum og munu víst flestir ala í brjósti þaðan ljúfar i endurminningar. Jakobínukvöld Samkoman, er félag unga fólksins, Leifs Eiríkssonar klúbb urinn efndi til á föstudaginn 23. okt. í tilefni af 70 ára af- mæli skáldkonunnar Jakobínu Johnson, var vel sótt og fór hið bezta fram. Miss Lilja Eylands hafði samkomustjórn með hönd- um og leysti það hlutverk vel af hendi. Fyrirlestur Dr. Richard Becks um skáldkonuna, var með ágætum eins og"vænta mátti og mun hann birtast í jólahefti Icelandic Canadian ritsins. — Þakkaði Erlendur Eggertson Dr. Beck fyrir kom- una og fyrirlesturinn. — Miss Evelyn Thorvaldson söng nokk- ur lög, er samkomugestir höfðu mikla unun af; hún hefir fagra og tæra rödd; var sérstaklega ánægjulegt að heyra hana syngja Vögguljóð eftir Jakobínu Johnson, lagið eftir Steingrím K. Hall. Björn Sigurbjörnsson las nokkur kvæði eftir skáld- konuna og Einar P. Jónsson þakkaði félaginu fyrir að heiðra tengdasystur sína á þennan hátt, og las síðan kvæði, er Dr. Sigurður Júl. Jóhannesson hafði ort til skáldkonunnar í tilefni afmælisins. W. J. Lindal dómari, forseti Icelandic Canadian Club, las heillaskeyti frá félagi sínu, er fylgjast skyldi með árnaðarósk- um Leifs Eiríkssonar félagsins. Hlýtur viðurkenningu Dr. Edward Johnson Hinn mikilhæfi yfirlæknir við geðveikraspitalaífn í Selkirk, Dr. Edward Johnson, var á nýáf- stöðnu ársþingi ameríska geð- veikislæknafélagsins að Little Rock, Arkansas, sæmdur verð- launum þessa félags fyrir frá- bæra hæfni varðandi meðferð geðveikra og sjúkrahúsrekstur slíkrar tegundar. Dr. Johnson er fæddur í Win- nipeg og útskrifaður í læknis- fræði af háskóla Manitoba- fylkis; foreldrar hans voru hin kunnu landnámshjón, Guð- mundur Johnson álnavörukaup- maður í Winnipeg og Katrín kona hans.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.