Lögberg - 05.11.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.11.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg” ia printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Poat Offiee Department, Ottawa ísiendingar í bæjarstjórn og úrslit kosninga 1 nýafstöðnum kosningum til bæjarstjórnar í Winnipeg gengu tveir íslendingar sigrandi af hólmi, en það voru þeir Paul W. Goodman forstjóri og Victor B. Anderson, er átt hefir sæti í bæjarráði síðastliðin átján ár, og reynst yfir höfuð hinn nýtasti bæjarfulltrúi; báðir voru menn þessir kosnir í 2. kjördeild, en þar gætir íslenzkra áhrifa mest. Þetta var í fyrsta skipti, sem Mr. Goodman leitaði kosningar í bæjarstjórn, og er það hreint ekkert smáræðis ánægjuefni, að hann hlaut langmest atkvæðamagn allra frambjóðenda í kjördeildinni og var lýstur kjörinn að lok- inni fyrstu talningu, en í borg þessari eru hlutfallskosning- ar hafðar um hönd og þarf því tíðum að margflytja atkvæði unz fullnaðarúrslitum er náð. Mr. Goodman er enn maður á bezta aldri, vinsæll og hygginn maður, sem góðs má vænta af í bæjarstjórn; frá uppruna hans og ætt hefir áður verið sagt hér í blaðinu og því ástæðulaust nokkru þar við að bæta að öðru leyti en því, að óska honum giftusamlegra athafna í hinum nýja verkahring. Þessir nýkjörnu bæjarfulltrúar nutu hvor um sig auð- sjáanlega því nær einróma kjörfylgis af hálfu íslenzkra kjósenda í hlutaðeigandi kjördeild, og væri vel að þeir mintust þess jafnan hverrar ættar þeir eru. Skólaráðið er í raun og veru hluti af bæjarstjórn, og það engan veginn óverulegur hluti; í því á sæti Peter D. Curry, sem er íslenzkur í móðurætt, hagvitur maður og stöðu sinni vel vaxinn. Flokkar kljúfa þjóðfélög og bæjarfélög og gera vafa- laust lengi enn; í bæjarstjórn sýnist flokkaskipting óþörf og reynist stundum beinlínis skaðleg, þar sem barist er um persónumetnað eða keisarans skegg; borgaranefndin svo- kallaða tjáist óháð og utanflokka; þó leggur hún engu að síður kapp á að útnefna vissa menn og fá þá kosna; á hinn bóginn eru jafnaðarmenn eða C. C. F.-sinnar steinblindir flokksmenn þar sem farið er einvörðungu eftir trúmensku við flokkinn; lengra nær nú ekki víðsýnið en það. Frá næstu áramótum, eins og venjulegast áður, ráða fulltrúar borgarnefndarinnar yfir ákveðnum meirihluta í bæjarstjórn og bera því megin ábyrgð á rekstri bæjar- málefna. í áminstum kosningum til bæjarstjórnar bættu C. C. F,- sinnar við sig einum bæjarfulltrúa þar sem Gordon Fines er, en hann náði kosningu í 2. kjördeild með slíkum hætti, að nærri lét að riði Mr. Anderson að fullu. Tvenn aukalög, er lögð voru undir úrskurð séreigna- manna við atkvæðagreiðsluna, náðu framgangi, en það voru heimildarlög um lántöku til nýrra skólabygginga og til brúargerðar yfir Assiniboineána þar, sem Donaldstræti liggur að henni; er hér um mikla og óumflýjanlega sam- göngubót að ræða, er auðveldar að sjálfsögðu hina miklu bílaumferð á hlutaðeigandi svæðum í borginni. Til fyrirbrigða mátti það teljast, að í þessum nýaf- stöðnu kosningum gekk Jacob Penner kommúnisti aftur og vann kosningu til bæjarstjórnar, en flestir hugðu hann úr sögunni eftir hina eftirminnilegu útreið hans í kosningun- um 1951. Það er því auðsætt, að enn eiga kommúnistar ærið örugt vígí þar, sem 3. kjördeild á í hlut. Kjörsókn var slæleg og kjósendum þessarar vingjarn- legu borgar til lítillar sæmdar. ☆ ☆ ☆ ☆ * Vitaskuld er það okkur holt og að því nokkur sæmdar- auki, að eiga í bæjarstjórn hæfa menn af okkar stofni, en við þurfum að koma víðar við sögu en í ráðhúsinu í Winni- peg. Því eigum við ekki ráðherra af íslenzkri ætt í stjórn Manitobafylkis þar sem varanlegt landnám okkar fyrst festi rætur og íslenzka þjóðarbrotið vestra er enn fjölmennast? Því er ekki fiskiveiðaráðuneytið í höndum Islendings eins og íslenzkir fiskimenn og fiskkaupmenn koma hér mikið við sögu? A fylkisþingi eiga sæti tveir ágætir og hæfir íslend- ingar, þeir Dr. S. O. Thompson þingmaður Gimli kjör- dæmis og Mr. Chris. Halldórsson þingmaður fyrir St. George kjördæmið. Myndi ekki Dr. Thompson sóma sér all- vel í heilbrigðismálaráðherraembætti eða Mr. Halldórsson sem forustumaður fiskiveiðaráðuneytisins, sem fæddur er og uppalinn á bökkum Manitobavatns? Gjalda þeir þess að vera af íslenzkum ættum, en ekki skozkum? Við Islendingar þurfum að standa vörð um réttmætan metnað okkar og láta hvorki Skotann né heldur nokkurn annan þjóðflokk éta okkur á fæti. ☆ ☆ ☆ ☆ Deild Þjóðræknisfélagsins á Gimli heldur. hátíðlegt tíu ára afmæli sitt á föstudaginn kemur og telur nú fleiri félaga en nokkru sinni áður í starfssögu sinni; af þessu er meðal annars sýnt, þó að margt gangi á tréfótum á vettvangi þjóð- ræknismálanna, að enn er síður en svo, að alt sé komið í kalda kol; nýjar félagsdeildir þarf að stofna og endurvekja þær, sem í dái liggja. Ávarp forseta íslands við setningu Alþingis Hinn 17. september síðastlið- inn var gefið út forsetabréf svo- hljóðandi: Forseti íslands gjörir kunnugi: Ég hef ákveðið samkvæmt til- lögu forsætisráðherra, að reglu- legt Alþingi 1953 skuli koma saman til furídar fimmtudaginn 1. október n.k. Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Al- þingi sett að lokinni guðsþjón- ustu í dómkirkjunni, er hefst klukkan 13.30. Gjört í Reykjavík 17. sept. 1953 Ásgeir Ásgeirsson (L. S.) Ólafur Thors (sign) FORSETABRÉF um að reglulegt Alþingi 1953 skuli koma saman til fundar fimmtudaginn 1. október 1953. Samkvæmt því bréfi, sem ég nú hefi lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi íslendinga er sett. Frá því er Alþingi var stofn- að eru nú 1023 ár. Frá því að Alþingi var endurreist og kom saman að nýju fyrir 108 árum, er þetta 88 samkoma þess, en frá því að það fékk aftur lög- gjafarvald fyrir 79 árum, er þetta hið 73. í röðinni, en 56. aðalþing. Það er nýkosið þing, sem nú kemur saman til fyrsta fundar. Að vísu hafa þingflokkar áður komið saman til viðræðna um stjórnarmyndun utan þing- funda. Um þá aðferð við stjórn- armyndun er fordæmi ,og eins er öllum kunnugt, að samningar um stjórnarmyndanir fara al- drei fram á opnum þingfundum. Auk þess stóð nú svo á, að tveir stærstu flokkar þingsins, sem störfuðu saman í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili, höfðu á- kveðið að ganga til samninga á ný um stjórnarsamstarf. Að svo komnu mæltist ég til þess við fyrrverandi forsætisráðherra, að gefnu tilefni, að ríkisstjórnin segði ekki af sér fyrr en séð væri fyrir um úrslit þeirra samningstilrauna. Það er eðli- legast, að samningar og auk þess æskilegt við öll stjórnarskipti, að sem skemmst sé á milli full- gildra ríkisstjórna. Eins og öll- um er kunnugt tókust samning- ar og var ný ríkisstjórn skipuð fyrir þingbyrjun. Ég tel vel farið að komizt var hjá þeim töfum og tilkostnaði, sem fer í langdregna stjórnar- myndun um sjálfan þingtímann. Ég hygg og að flestir muni telja þátttöku þessara tveggja flokka í stjórnarmyndun vera eðlilega afleiðing af úrslitum síðustu kosninga og styrMeikahlutföll- um flokka á Alþingi. Hin nýja stjórn er samstarfs- stjórn tveggja þingflokka. Ég segi samstarfsstjórn en ekki samsteypustjórn því flokkarnir starfa saman en er ekki steypt saman. Margir telja, að illt sé að búa við samstarfsstjórnir móts við það, að einn flokkur hafi þingmeirihluta, og geti framkvæmt stefnuskrá sína án íhlutunar annara. Ýmsir eru og þeirrar skoðunar að betri væru minnihlutastjórnir með öllum ráðherrum af einum flokki en samsettar stjórnir af fleiri flokkum. En það er margt, sem kemur til greina, er getur orkað tví- mælis, þegar um skipun minni- hlutastjórnar er að ræða. Minni- hlutastjórn bjargast ekki án ‘samkomulags við aðra þing- flokka, og þarf þá einnig nokk- urn samstarfsvilja milli flokka. Lítill þingflokkur getur haft jafngóð starfsskilyrði eins og aðrir stærri. Minnihlutastjórn þarf, ef hún er ekki skipuð til þess eins að starfa fram yfir kosningar, að hafa líkur fyrir því, að henni verði eirt af þing- meirihluta og að geta komið fram nauðsynjamálum á Al- þingi. Framtíð hennar er ótrygg og sífelldir lausasamningar. Þó fer það nokkuð eftir stjórnmála- starfsvenjum í hverju landi, hvernig slíkt gefst. Meðalaldur minnihlutastjórna er miklum mun styttri en meirihluta- stjórna, hvort sem er samstarfs- eða hreinna flokksstjórna. Eftir því sem ég þekki til í þeim löndum, sem eru oss skyldust stjórnarfarslega, þá hefir gengi minnihlutastjórna farið minnk- andi að sama skapi og þjóðfé- lagið hefir færzt meira í fang um stuðning við og afskipti af félags- og atvinnumálum. Skip- un minnihlutastjórnar getur samt verið pólitísk nauðsyn, þó þeir stjórnarhættir séu ekki i'ramför frá þeim samstarfs- venjum, sem vér Islendingar höfum tamið oss um langt skeið. Samstarfsstjórnir eru eðlis- skyldari þeim hreina flokks- meirihluta, sem flestir virðast þrá. Ókostinn þekkjum vér af reynslunni. Sá er eldurinn heit- astur, sem á sjálfum brennur. En stjórnmálastarfið verður al- drei auðvelt eða vélgengt. Ef stjórnmálaflokkur er svo fjöl- mennur, að hann nái hreinum þingmeirihluta, þá rúmar hann einnig innan sinna vébanda sundurleita hagsmuni, sem þarf að samræma og ólík sjónarmið, sem þarf að samrýma — og lík- ist að því leyti samstarfsflokk- um, sem þurfa að semja sín á milli um hagsmuni, hugsjónir og völd. Samstarfsstjórn tveggja eða fleiri flokka gerir í upphafi með sér málefnasamning, sem kemur í stað kosningastefnu- skrár, og er hann hennar stjórn- arstefna. Málefnasamningurinn tryggir að nokkru framhald- samstarfsins mgðan verið er að koma honum í framkvæmd, þó alltaf berist jafnframt að ný og óvænt viðfangsefni. Glöggir stjórnmálamenn, sem eiga að skilja hvar samningamörkin liggja, eru þar í daglegri sam- vinnu um afgreiðslu mála og undirbúning löggjafar. Ummæli mín ber ekki að skilja svo, að ég taki samstarfsstjórnir fram yfir hreinar meirihluta flokks- stjórnir, heldur á hinn veg, að hvern meirihlutastjórnarmögu- leika beri að rannsaka til hlítar, áður en horfið sé að myndun minnihlutastjórnar. örlög ríkisstjórna liggja jafn- an í höndum hins háa Alþingis og kjósendanna við hverjar kosningar. Hver stjórn, hvernig sem hún er til komin, þarf að skapa sér starfhæfan þingmeiri- hluta, til að geta haldið áfram störfum. Það fer því bezt á því að tryggja hverri stjórn meiri- hlutastuðning eða hlutleysi í upphafi, þó nokkuð þurfi að sveigja til frá því sem einstakir flokkar mundu helzt kjósa. Það er krafa almennings að afstöðnum kosningum, að starf- hæfar stjórnir séu myndaðar án verulegrar tafar. Um það eru uppi ýmsar tillögur á síðari ár- um, hvernig megi tryggja stjórnarmyndun án óhæfilegs dráttar. Ekki skal ég draga í efa, að nokkuð megi ávinna með breyttri löggjöf, og því síður ræða einstakar tillögur, en ég tel mér það bæði rétt og heimilt að benda á, að stjórnarfari verð- ur seint borgið með löggjöf einni saman. Þess er dæmi, að stór- veldi hafi liðið undir lok, sem bjó við eina hina fullkomnustu stjórnarskrá, sem fræðimenn hafa samið, þó annað stórveldi sé enn við líði, og njóti mikils álits fyrir stjórnmálaþroska, sem býr við óskráðar stjórnskipulags- venjur einar saman. Þingmenn og þingflokkar hafa óskráða skyldu til stjórnarmyndunar eftir sinni aðstöðu, og kemur þar margt til grema, sem of langt yrði upp að telja, en það er hætt við að lögboðin stjórn- armyndun myndi losa um hið nauðsynlega samstarf við lög- gjafarvaldið og draga að nokkru úr þeirri ábyrgð, sem hver stjórn á að finna til og bera. Það er eðli lýðræðisins, að þeir, sem við það búa, verði að reyn- ast hæfir lil þess að stjórna. Árna ég svo hinu nýkjörna Alþingi allra heilla í störfum fyrir land og lýð, þjóðinni árs og friðar og bið alþingismenn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum. —Mbl., 2. okt. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 margir stúdentar af þeim, sem innritast, ljúka burtfararprófi, og kom þá í ljós, að rúmlega 40% ljúka burtfararprófi en hinir hverfa svo til allir frá námi einhvern tíma á fyrstu þremur árunum eftir stúdents- próf. — Rektor ræddi um fjár- mál háskólans, en happdrætti hans hefir staðið undir flestum byggingaframkvæmdum á há- skólalóðinni. Háskólinn hyggst nú hefja byggingu Náttúru- gripasafns ríkisins og hefir skuldbundið sig til þess að greiða byggingarkostnaðinn, sem er áætlaður 5 til 6 miljónir króna, en það samsvarar tekjum af happdrættinu í fimm til sex ár. Árlegar tekjur af kvikmynda húsi háskólans eru um 250.000 krónur, og er þeim að mestu varið til kandidatsstyrkja, út- gáfu rita, útgáfu íslenzkrar orðabókar, bókakaupa og bók- bands og aðstoðar í bókasafni. Bókasafn háskólans er nú um 70.000 bind'i. Framlag ríkissjóðs til háskólans á fjárlögum þessa árs er um 3 miljónir króna. — Háskólinn á marga sjóði og er sáttmálasjóður stærstur þeirra, 3,650,000 krónur. Á árinu bárust háskólanum tvær gjafir til sjóðs stofnunar, 50,000 krónur frá Finnboga Rúti Þorvaldssyni pró- fessor og Sigríði Eiríksdóttur konu hans til minningar um son þeirra Þorvald, en hin gjöfin er dánargjöf Gunnlaugs Krist- mundssonar sandgræðslustjóra til eflingar bóklegum þjóðlegum fræðum eða til jarðvegsrann- sókna eða gróðurathugana á sandfokssvæðum hér á landi. — Skömmu áður en háskólahátíðin hófst afhenti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, há- skólanum að gjöf málverk af dr. Vilhjálmi Stefánssyni eftir bandaríska listmálarann Paul Sample. Dr. Vilhjálmur Stefáns- son var kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1930. ☆ Hið nýja hjúkrunar- og elli- heimili Hafnarfjarðar verður vígt í dag og síðan tekið í notk- un upp úr næstu mánaðamótum. Húsið er fjórar hæðir og kjall- ari undir einum sjötta hluta þess. Það er um 7500 tenings- metrar, rúmar um 100 vistmenn og kostaði nær því 5 miljónir króna. Á einni hæðinni er sjúkra deild og fæðingardeild, sem rúmar 20 sængurkonur. ☆ Nýlega var haldinn á Selfossi fundur um raforkumál Árnes- sýslu og var þess krafist þar, að á næstu fimm árum verði að fullu lokið við að leiða rafmagn um sýsluna alla, þar eð nú sé nægilegt rafmagn fyrir hendi. ☆ Sanddæluskipið, sem verið hefir á Hornafirði síðan 11. ágúst í sumar, er nýlega farið þaðan. Það hefir dælt þar upp um 140.000 teningsmetrum af sandi og gert nýja innsiglingar- leið eða skipaskurð, sem er 750 metra langur. Sandurinn hefir verið notaður til uppfyllingar milli lands og Áslaugareyjar og hefir nú verið lagður vegur þangað, en þar eru verbúðir og olíugeymar. ☆ Aðalfundur Prestafélags Is- lands, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, gerði þessa ályktun um aðalmál fundarins, hús- vitjanir: „Þar sem húsvitjanir presta eru bein embættisskylda þeirra og auk þess einn þýðing- armesti þátturinn í starfi þeirra, væntir fundurinn þess, að prest- ar landsins láti ekki undlr höfuð leggjast að rækja þær, þar sem þeim verður nú viðkomið, svo kostgæfilega sem frekast er unnt. Jafnframt beinir fundur- inn því til stjórnar prestafélags- ms, að leggja fyrir næsta aðal- fund tillögur um það, hvernig húsvitjunum presta í fjölmenn- ustu kaupstaðarsöfnuðunum verði bezt fyrirkomið.“ — Þeirri áskorun var beint til stjórnar- valdanna og alþjóðar, að veita endurreisn Skálholts öruggan stuðning, til þess að þjóðin geti á verðugan hátt haldið hátíðlegt 900 ára afmæli biskupsstólsins þar árið 1956. ☆ ' Það slys varð s.l. sunnudag, að bandarísk flotaflugvél fórst norðvestur af Vestmannaeyjum með allri áhöfn, 9 manns. Flug- vélin sendi neyðarkall kl. hálf tíu um morguninn og heyrðist ekki frá henni síðan. Veður var mjög vont, en flugvélar voru þegar sendar á staðinn og leitar- flokkar gengu á fjörur. Nokkru ef-tir hádegið sást gúmbátur á reki og voru send þangað skip, er að vísu fundu ekki gúm- bátinn en ýmislegt brak úr flug- vélinni, sem tók af öll tvímæli um að hún hefði farizt. Leit var haldið áfram næstu daga og fundust tvö lík flugmanna úr flugvél þessari. ☆ Síðdegis á miðvikudaginn kviknaði í íbúðarhúsinu á Stóru Borg í Grímsnesi. Heimilisfólk var allt að heiman, en fólk á næstu bæjum sá eldinn og kom til aðstoðar, og síðan slökkvi- liðið á Selfossi. Bærinn brann og varð engu bjargað af innan- stokksmunum, en næstu hús tókst að verja. ☆ Bændaskólinn á Hvanneyri var settur fyrra laugardag og er skólinn fullskipaður, rúmlega 60 nemendur. Steingrímur Stein þórsson landbúnaðarráðherra var viðstaddur og hvatti til auk- innar framleiðslu landbúnaðar- afurða. ☆ Nýlega var haldinn aðalfund- ur Norræna félagsin-s. Formaður þess, Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri, flutti skýrslu um starfsemi félagsins, en það hefir enn sem fyrr unnið að nemendaskiptum og eru farnir héðan í haust 13 unglingar til náms í skólum á hinum Norður- löndunum á vegum norrænu félaganna, en tveir erlendir nemendur eru hér við nám á vegum félagsins. Það er nú í ráði, að danski rithöfundurinn Jörgen Bukdahl komi hingað til lands á vegum félagsins í vor og flytji hér fyrirlestra. í Norræna félaginu eru nú um 1100 félags- menn. ☆ Fimmtánda Iðnþing íslend- inga, sem haldið var í Reykja- vík um daginn, gerði ýmsar ályktanir og m. a. lýsti það á- nægju sinni yfir þeirri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að leggja niður Fjárhagsráð og vænti þess, að þar með sé lagður grund völlur að því að aflétt verði öll- um hömlum af húsabyggingum í landinu. — Því var og fagnað, að ákveðið hefir verið að taka 'skattalögin til endurskoðunar á þessu Alþingi, og vænti Iðn- þingið þess, að við þá endur- skoðun verði þess gætt að stilla skattabyrðunum svo í hóf, að þær lami ekki framtak manna, heldur verði einstaklingum Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.