Lögberg - 05.11.1953, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953
7
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
18. OKTÓBER
Umhleypingasamt hefir verið
að undanförnu og s.l. sunnudag
og aðfaranótt mánudags var
hríð á norðanverðu landinu,
krapahríð um kvöldið en frost
með hvassviðri og fannburði um
morguninn. Tjón varð talsvert í
veðri þessu, m. a. slitnuðu síma-
línur mjög víða og vegir teppt-
ust vegna snjóa. Háspennulínan
til Ólafsfjarðar stórskemmdist
og víða hrakti fé, enda var fé
úti á flestum bæjum. Margar
kindur fennti og urðu nokkrir
fjárskaðar almennt, en hvergi
stórfelldir. Síðan brá til sunnan
áttar og þíðviðris og var mikil
úrkoma sunnanlands.
☆
í fyrradag var tekin í notkun
stærsta aflstöð landsins, Irafoss-
stöðin nýja við Sog. Stjórn
Sogsvirkjunarinnar bauð þang-
að fjölda gesta af orkuveitu-
svæði Sogsins, og voru forseta-
hjónin meðal gesta. Forseti ís-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
ræsti nýju vélina og lýsti yfir
því, að aflstöðin væri tekin til
starfa. Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri í Reykjavík, for-
maður stjórnar Sogsvirkjunar-
innar, flutti ræðu og rakti sögu
virkjunarinnar. Sogsvirkjunin
er sameign ríkissjóðs og Reykja-
víkurbæjar og er eignarhluti
ríkissjóðs 35 af hundraði en
bæjarsjóðs 65. Undirbúningur
að nýju aflstöðinni tók fimm ár
en framkvæmdir þrjú ár og
voru verktakar margir Stöðvar-
húsið sjálft er neðanjarðar, og
frárennslisgöngin, sem sprengd
voru í bergið, eru 650 metra
löng. írafoss-stöðin nýtir 38
metra fallhæð, vatnshverflarnir
eru 22.000 hestöfl hvor, og rafal-
arnir hvor um sig 15,500 kíló-
vött. Vélahúsið er byggt fyrir
þrjár vélasamstæður og hafa
-tvær verið settar upp, önnur er
tekin til starfa, en hin verður
tekin í notkun eftir stuttan
tíma. írafoss-stöðin framleiðir
31.000 kílóvött og er það meiri
orka, en afl allra vatnsafls-
stöðva til almenningsnota á ís-
landi var í byrjun októbermán-
aðar, eða áður en nýja Laxár-
virkjunin tók til starfa. Samtals
er þá orkuframleiðslan í Sogi
orðin 47.000 kílóvött, og næsta
verkefnið þar er virkjun Efra-
Sogs með 28.000 kílóvöttum, er
kosta mun með núverandi verð-
lagi um 100 miljónir króna. Síð-
an kemur þriðja vélasamstæðan
í Irafoss-stöðinni og loks þriðja
stigið í Ljósafos'svirkjuninni, og
er þá Sbgið fullvirkjað með
96.000 kílóvött. — írafoss-stöðin
er fjárfrekasta framkvæmd,
sem ráðist hefir verið í hér á
landi. Orkuverið sjálft ásamt
háspennulínu og aðalspenni-
stöð' í Reykjavík kostaði yfir 190
miljónir króna, þar af bygging
aflstöðvarinnar 55,5 miljónir
króna og rafbúnaður til hennar
25,5 miljónir. Hásþennulínan,
sem er reist á ferstrendum stál-
grindaturnum og. er 50 km. löng,
kostaði 18,2 miljónir króna. Inn-
lendur kostnaður við þetta
mikla mannvirki nam tæplega
96 miljónum króna, en erlendur
kostnaður tæpum 97 miljónum.
Samningar um framkvæmdir
ýmsar voru gerðir við 30 aðilja,
og er byggingarfélagið Foss-
kraft, sem annaðist byggingar-
framkvæmdir, stærstur þeirra.
Formaður þess er danski verk-
fræðingurinn Kaj Langvad.
Sænskir sérfræðingar í náma-
sprengingum sáu um að sprengja
jarðgöngin miklu og fyrir
stöðvarhúsinu. Meginfjárfram-
lögin til stöðvarinnar voru
fengin að láni og úr mótvirðis-
sjóði. Steingrímur Steinþórsson
raforkumálaráðherra flutti ræðu
við opnunarathöfnina og gat
þess að fjárframlögin til fram-
kvæmda þessara hefðu verið
fengin af fé því, sem Bandaríkin
hafa veitt til aðstoðar erlendum
þjóðum, og flutti ráðherrann
þakkir fyrir þessa miklu aðstoð.
Jafnframt flutti hann Edward
B. Lawson sendiherra Banda-
ríkjanna þakkir fyrir margvís-
lega fyrirgreiðslu og samstarf
við ríkisstjórnina, sömuleiðis
fulltrúa Alþjóðabankans, en sá
banki hefir veitt lán og greitt á
ýmsan hátt fýrir framgangi
þessa máls. Sagði ráðherrann að
hlutverk hinnar nýju virkjunar
væri að miðla raforku til sem
flestra, ekki aðeins til áburðar-
verksmiðjunnar nýju, kaup-
túna og þorpa á orkusvæðinu
heldur einnig sem víðast þar um
sveitir. — Framkvæmdastjóri
Sogsvirkjunarinnar er Stein-
grímur Jónsson rafmagsstjóri í
Reykjavík. Hann komst svo að
orði í ræðu sinni, að nú væri
aflétt rafmagnsskorti þeim, sem
verið hefði á undanförnum
árum, og aflstöðin nýja ætti að
fullnægja þeirri þörf sem nú
væri og aukningunni næstu
fjögur árin.
☆
í vikunni, sem leið, urðu þau
tiðindi að rofið var fisklöndun-
arbann brezkra togaraeigenda
og íslenzkur fiskur var aftur
borinn á borð á brezkum heim-
ilum. Togarinn Ingólfur Arnar-
son, einn af togurum bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, kom til
Grimsby með ísfisksfarm á mið-
vikudagsmorgun og var sá
farmur sendur samkvæmt samn-
ingi íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda við brezka kaupsýslu-
manninn Dawson. Uppskipun
hófst á miðnætti og gekk greið-
lega og nokkur hluti aflans var
sendur til Lundúna og var kom-
inn á markaðinn þar um morg-
uninn. Fiskikaupmenn í Grims-
by létu bugast fyrir hótunum
togaraeigenda og keyptu ekki
íslenzka fiskinn, nema einn
fiskikaupmaður nokkur þúsund
kílógrömm, en enginn hörgull
var á verkamönnum til vinnu
við löndunina og engar óspektir
urðu. Fjöldi blaðamanna hafði
beðið þess í Grimsby, að fyrsti
íslenzki togarinn freistaði þess
að rjúfa löndunarbann brezku
togaraeigendanna og fréttin um
þetta varð forsíðufregn í brezk-
um blöðum og gífurleg auglýs-
ing fyrir Dawson. Togaraeig-
endur höfðu ekkert til sparað
að torvelda Dawson fram-
kvæmdir og auka á kostnað
hans við fisksöluna. Þeir létu
neita honum um ís í Grimsby
til að geyma fiskinn, en hann
keypti þá eignir þar og lét hefja
ísframleiðslu. íslenzkir togara-
eigendur hafa samið við Dawson
um að færa honum minnst tvo
togaraframa vikulega og er
hann reiðubúinn að taka jafnvel
á móti fleiri förmum á viku.
Samið hefir verið um fast verð,
en þó misjafnt eftir árstíðum.
Farmur togarans Ingólfs Arnar-
sonar var rösklega 200 lestir og
verðið fyrir hann tæp 9.000
sterlingspund.
☆
Fimmtánda Iðnþingi Islend-
inga var slitið í fyrrakvöld í
Reykjavík, og var ákveðið, að
næsta iðnþing skyldi haldið á
Akureyri.
☆
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
keypti nýlega togarann Elliða-
ey frá Vestmannaeyjum og
gaf honum nafnið Ágúst. Togar-
inn kom til Hafnarfjarðar í gær
og bauð Emil Jónsson, formaður
Útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, skip og skips-
höfn velkomna til Hafnarfjarð-
ar. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
hefir nú starfað 20 ár, og Ágúst
er fimmta skipið, sem hún
eignast.
☆
Fiskaflinn í ágústmánuði í
sumar varð samtals 25.770 lestir,
og er þá heildaraflinn frá ára-
mótum til ágústloka rösklega
268.000 lestir, eða rúmlega
20.000 lestum meiri en á sama
tíma í fyrra.
í vikunni var stofnað í
Reykjavík flokksfélag Þjóð-
varnarmanna og nefnist það
Þjóðvarnarfélag Reykjavíkur.
Formaður þess er Gils Guð-
mundsson alþingismaður. Þetta
er fyrsta almennt flokksfélag'
Þjóðvarnarflokksins, sem stofn-
að hefir verið.
☆
Síðdegis á miðvikudag kom
upp eldur í verzlunar- og skrif-
stofuhúsi Kaupfélagsins Þórs á
Rangárvöllum. Húsið var að
mestu úr timbri en múrhúðað,
og brann það til grunna. All-
mikið brann þar af vörum.
☆
Aðfaranótt sunnudags síðast-
liðins kom upp eldur í trésmiðju
í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð.
Brann verkstæðið til grunna á
skammri stundu.
☆
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra hélt nýlega aðalfund sinn.
Félagið á nú 433.000 krónur í
sjóði, og er rúmlega helmingur
þess fjár ágóði af eldspýtnasölu
félagsins. Komið verður upp
sérstakri deild fyrir lömunar-
sjúklinga í hinni nýju viðbygg-
ingu við Landsspítalann og legg-
ur félagið til 500.000 krónur 1 því
skyni. Ákveðið hefir verið,
hvernig skipta skuli verkum,
ef lömunarveikifaraldur skyldi
koma upp hér á landi, og bær
og ríki munu sameiginlega
greiða kostnað af öndunartækj-
um og öðrum útbúnaði, en þeg-
ar þau tæki hafa verið útveguð,
verða íslendingar ekki varbún-
ari í þeim efnum en hinar
Norðurlandaþjóðirnar. Á fundi
Norðurlandafélaganna gegn
lömunarveiki var ákveðið m. a.
að skiptast á læknum og hjúkr-
unarliði og láná áhöld eftir því
sem þörf gerðist.
☆
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson, lézt í
Reykjavík á þriðjudaginn. Hann
varð bráðkvaddur að heimili
sínu. — Sigurgeir Sigurðsson
biskup var fæddur 3. ágúst 1890.
Hann tók prestsvígslu og vígð-
ist til ísafjarðar 1917. Biskup
yfir íslandi var hann skipaður
seint á árinu 1938 frá 1. janúar
1939 að telja og var vígður
biskupsvígslu í Dómkirkjunni í
Reykjavík af fyrirrennara sín-
um, Jóni biskupi Helgasyni.
Forseti guðfræðideildar Háskól-
ans, Ásmundur prófessor Guð-
mundsson, minntist biskups í
útvarpinu á þriðjudagskvöldið.
Samúðarkveðjur hafa borizt
hvaðanæfa vegna fráfalls bisk-
ups. Útför hans verður gerð á
miðvikudagskvöldið kemur.
☆
Aðalfundur Prestafélags Is-
lands hófst í háskólanum á mið-
vikudaginn og minntist formað-
ur félagsins biskúps, er fundur
var settur. Aðalmál fundarins
var húsvitjanir. — Hinn al-
menni kirkjufundur hófst 1
Reykjavík í fyrrakvöld. Aðal-
fundarmálið er Ríki og kirkja.
☆
Þjóðleikhúsið hafði frumsýn-
ingu á miðvikudaginn á sjón-
leiknum Sumri hallar (Summer
and Smoke) eftir Tennessee
Williams í þýðingu eftir Jónas
Kristjánsson magister. Leik-
stjóri var Indriði Waage. Með
annað aðalhlutverkið- fór Bald-
vin Halldórsson, en með hitt
ung stúlka, sem lék nú í fyrsta
sinn í Þjóðleikhúlsinu, Katrín
Thors, og fengu þau bæði góða
dóma fyrir leik sinn.
☆
Sinfoníuhljómsveitin efnir til
hljómleika í Þjóðleikhúsinu á
þriðjudaginn kemur og verða
þar flutt verk eftir Beethoven,
Grieg og Brahms. Einsöngvari
með hljómsveitinni er Guð-
mundur Jónsson. Olav Kielland
stjórnar. Þetta verða tíundu
sinfóníutónleikarnir á árinu.
☆
Félagið Menningarteagsl ís-
lands og Ráðstjórnarríkjanna
efndi til tónleika óg ballettsýn-
inga í Þjóðleikhúsinu á sunnu-
daginn var og komu þar fram
nokkrir rússneskir listamenn,
sem hér dveljast nú í boði Mír.
Húsið var fullskipað. Listamenn
þessir, sem eru frá stóra leik-
húsinu í Moskvu og Leningrad-
óperunni, hafa skemmt á nokkr-
um stöðum í nágrenni Reykja-
víkur ug halda nokkrar skemmt-
anir enn í Reykjavík.
☆
Dr. Páll ísólfsson varð sex-
tugur á mánudaginn var. Mikill
fjöldi fólks hyllti hann það
kvöld í Þjóðleikhúsinu á af-
mælishátíð, sem Tónlistarskól-
inn og Ríkisútvarpið gengust
fyrir. Meðal gesta voru forseta-
hjónin. Davíð Stefánsson skáld
frá Fagraskógi flutti ræðu og
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps-
stjóri ávarp. Einleikarar, söngv-
arar og hljómsveit fluttu verk
eftir Pál og fleiri tónskáld, af-
hjúpuð var brjóstmynd af Páli,
sem Sigurjón Ólafsson mynd-
Kosningar í Sameinuðu þingi og
deildum í dag
Hið nýkjörna Alþingi var sett
í gær. — Söfnuðust þingmenn
og ríkisstjórn saman í fordyri
Alþingishússins og gengu þaðan
fylktu liði til Dómkirkjunnar,
en þar hófst guðsþjónusta kl.
1.30. — Séra Bjarni Jónsson
vígslubiskup prédikaði og lagði
út af þessum orðum Lúkasar-
guðspjalls:
Lögvitringur nokkur stóð upp,
freistaði Jesú og mælti: „Meist-
ari, hvað á ég að gera til þess
að eignast eilíft líf?“ En hann
sagði við hann: „Hvað er skrifað
í lögmálinu?“ — „Hvernig les
þú?“ En hann svaraði og sagði:
„Elska skalt þú Drottinn guð
þinn af öllu hjarta og af allri
sálu þinni, og af öllum mætti
þínum, og af öllum huga þín-
um, og náunga þinn eins og
sjálfan þig.“ En hann sagði við
hann: „Þú svaraðir rétt, gjör þú
þetta, og þá muntu lifa.“
Fyrir prédikun var sunginn
sálmurinn „Þú ríkir hátt yfir
kærleikans straum.“ Síðan var
lesinn ritningarkafli, og þar
næst sunginn sálmurinn „Sann-
leikans andi.“
Á eftir prédikun var sunginn
sálmurinn „Upp þúsund ára
þjóð.“ Ennfremur flutti vígslu-
biskup fagra bæn. Að lokum
var þjóðsöngurinn sunginn.
Alþingi seii
Þá var gengið til Alþingis-
hússins, og setti forseti Islands,
Ásgeir Ásgeirsson, Alþingi þar
með ræðu, sem birt er á öðrum
stað í bláðinu. Að henni lokinni
minntust þingmenn fósturjarð-
arinnar með ferföldu húrra-
hrópi.
Þá tók aldursforseti, Jörund-
ur Brynjólfsson, við fundar-
stjórn. Minntist hann fyrst
þriggja fyrrverandi alþingis-
manna, sem létust á árinu. Voru
það þeir Ólafur Thorlacius, Jón
Auðunn Jónsson og séra Krist-
inn Daníelsson. Risu þingmenn
úr sætum sínum í virðingar-
skyni við hina látnu þingmenn.
Nokkrir þingmenn ókomnir
Nokkrir þingmenn voru í gær
ókomnir til þings. Voru það þeir
Ásgeir Bjarnason, Emil Jónsson,
Hermann Jónasson, Jóhann Þ.
Jósefsson, Jóhann Hafstein,
Kjartan J. Jóhannsson og Lúð-
vík Jósefsson. En fyrir hann var
mættur sem varamaður Ás-
mundur Sigurðsson og fyrir Jó-
hann Hafstein var mætt frú
Kristín Sigurðardóttir. Ein kona
átti þannig sæti á hinum fyrsta
þingfundi þessa kjörtímabils,
sem nú er hafið.
Forseiakjör
Á fundinum í gær skipti Al-
þingi sér í kjördeildir til þess að
rannsaka kjörbréf þingmanna.
Mun því starfi verða lokið ár-
degis í dag og fundur hefjast í
Sameinuðu þingi kl. 1.30 e. h.
Munu kjörbréf þá verða sam-
höggvari hafði gert. Að tónleik-
unum loknum stóð upp Ólafur
Thors forsætisráðherra og mælti
fyrir minni Páls og bað menn
hylla listamanninn með ferföldu
húrrahrópi. Páll Isólfsson svar-
aði með nokkrum orðum og bað
menn minnast tónlistarinnar.
☆
Árbók Landsbókasafnsins 1952
er nýkomin út. Bókakostur
safnsins var í árslok það ár um
það bil 190.000 bindi, og hafði
aukizt um rösklega 4000 bindi
á árinu. Handritasafnið er talið
vera um 10.200 bindi. Árið 1952
töldust gestir í le^trarsal um
18:000.
☆
Sjómannadagsráðið hefir að
vanda efnt til kabarettsýninga í
Reykjavík til ágóða fyrir Dvalar
heimili aldraðra sjómanna, sem
nú er verið að reisa. Sýningarn-
ar eru fjölsóttar.
þykkt\ og forsetar kjörnir í Sam-
einuðu þmgi og báðum þing-
deildum. Ekki er gert ráð fyrir,
að nefndarkosningar fari fram
fyrr en á mánudag.
Ræða vígslubiskups
Hér fer á'eftir niðurlag hinnar
merku ræðu, sem séra Bjarni
Jónsson, vígslubiskup, flutti við
guðsþjónustuna í Dómkirkjunni
í gær:
„Látum þessa stund vera
þakkarstund og heitstrengingar-
hátíð. Um leið og vér þökkum
veitta blessun, þá strengjum
þess heit, að starfa að landsins
heili, að fela Guði allan þjóðar-
hag, um leið og vér heúum því,
að vinna landi og lýð allt hvað
vér megnum.
Sameinum boðorðin tvö.
Elskum Guð og náungann.
Elskum ísland eins og sjálfa oss.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi
vill búa,
á Guð sinn og land sitt skal
trúa.
Um þetta skulum vér sam-
einast.
Vér erum ekki allir eins. Þess
vegna skiptast menn í flokka
samkvæmt mismunandi skoð-
unum. En í einum skilningi eig-
um vér að vera eitt. Þótt mörg
sé skoðun og margbreytt lund,
þá eigum vér samhuga að efla
heill og heiður þjóðar vorrar.
Biðjum fyrir landi og þjóð
með þessi heilögu orð í huga:
„Elska og trúfesti mætast, rétt-
læti og friður kyssast. Trúfesti
sprettur upp úr jörðinni og rétt-
læti lítur niður af himni.“
í hvaða flokki sem vér erum,
skulu boðorðin bæði ná til vor
og stjórna störfum vorum.
Gleymum ekki boðorðinu, sem
brýnir það fyrir oss, hvar sem
vér í fylking stöndum, að oss
ber „að elska, byggja og treysta
á landíð.“
Fyllumst vandlæti
Látum fyrirbæn vora fyrir
þjóð vorri vera í anda þessara
orða:
„Lát réttinn vella fram sem
vatn og réttlætið sem sírennandi
læk.“
Vér biðjum fyrir þjóð vorri.
En þjóðin skal einnig biðja
fyrir þeim fulltrúum, sem hún
hefir valið.
Þegar löggjafarþing þjóðar-
innar vinnur af alhug að far-
sæld þeirra, er landið byggja,
skal þjóðin svara með því, að
þekkja sinn vitjunartíma og
gegna trúlega hlutverki sínu.
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk,
er helgast afl um heim,
eins hátt sem lágt má falla
fyrir kraftinum þeim.
Þess er ^hin brýnasta þörf, að
náið samstarf sé milli þings og
þjóðar. Helgum landi og lýð
krafta vora. Fyllumst vandlæti
vegna þjóðaj vorrar.
Þegar Jesús með heilögum
myndugleik hreinsaði musterið,
kom lærisveinum hans í hug,
að ritað er: „Vandlæti vegna
húss þíns uppetur mig.“ Og
hvað segir postulinn:
„Ég vegsama þjónustu mína,
ef ég gæti vakið vandlæti hjá
ættmönnum rnínurn."
Þannig á kristin kirkja að
vegsama þjónustu sína ,ef .hún
með fagnaðarerindinu fær vak-
ið vandlæti vegna þjóðar vorrar.
Vandlæti vegna íslands skul-
um vér helga þá starfskrafta,
sem Guð hefir gefið oss.
Spámaðurinn segir: Sökum
Zíonar get ég ekki þagað.
Minnumst þeirra, sem báru
merki í fylkingarbrjósti. Vér
munum sjá, að á merkið er
letrað: Sökum Islands get ég
ekki þagað.
Verkin verða að fylgja svarinu
Biðjum þess, að störf Alþingis
mótist af boðorðunum, sem ég
hefi talað um.
Lögvitringurinn kunni boð-
orðin. Jesús sagði: „Þú svaraðir
rétt.“
En það er ekki nóg að geta
svarað. Verkin verða að fylgja
svarinu.
Vér þekkjum einnig boðorðin.
En það er ekki nóg að þekkja
þau og getað vitnað til þeirra.
Þess yegna er sagt við oss í dag:
Gjör þú þetta og þá munt þú
lifa.
Þessi orð ná til alþingis-
manna í dag: „Gjörið þetta og
vinnið þannig að landsins heill.“
Við þjóð vora skal einnig í
dag sagt: „Gjör þú þetta, og þú
munt lifa.“
Könnumst við sannleika þess-
ara orða:
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós
það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Guð heifr vakað yfir oss fram
að þessari stund, hann mun
framvegis vaka yfir oss og láta
þjóð vora erfa blessunina.
Við þjóð vora er sagt: Þú átt,
þú átt að lifa, öll ár og tákn það
skrifa.
Ég bið þess, að hjá oss megi
búa þessi heilögu orð:
„Ég á ekki að deyja, heldur
lifa og kunngjöra verk Drott-
ins.“
Með þessi orð í hjarta bið ég
íslandi blessunar. Ég bið bless-
unar stjórnendum landsins og
löggjafarþingi.
Guð veiti Alþingi styrk til
þess að halda vel á málefnum
þjóðar vorrar.
Frá húsi Drottins blessa ég
yður.
Ég skila þeirri blessunar-
kveðju til þeirra, sem nú ganga
til starfa í Alþingishúsinu.
Drottinn Guð sé Islandi sól
og skjöldur.
I hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.“
—Mbl., 2. okt.
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
Cobble and Stove for
hand-fired furnaces.
Booker Nut for Bookers.
Stoker Size for Stokers.
All Oil Treated.
HAGBORG FI)tL/^|
PHONE 7<*-545!
John Olafson, Representative.
PHONE 3-7340
Virðuleg setning ASþingis í gær
OILNITlÍflGHITE