Lögberg - 26.11.1953, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953
Þóra hafði keypt móðurgleðina háu verði. Kraftar hennar
voru lamaðir og hugsanirnar óskýrar, þangað til hún heyrði orgið
í syni sínum. Þá fór hjartað að slá örar. En því í ósköpunum
hljóðaði það svona ofboðslega? Var það kannske veikt eða fáviti
Magga hafði sagt henni, að þeir öskruðu voðalega. Hún, sem var
þó búin að hlakka svo mikið til, þegar það fæddist.
„Lísibet,“ sagði hún óþarflega hátt, „því hljóðar barnið svona?
Er það veikt — eða?“ Hún gat ekki borið það í mál, sem henni
hafði dottið í hug.
„Þetta er fjarska efnilegur drengur, góða mín; hann er víst
stálhraustur. Þú skalt nú bara vera róleg. Þegar ég verð búin að
dubba hann upp, mun þér sýnast hann nógu myndarlegur “
„Mér ofbýður, hvað hann hljóðar,“ sagði Þóra, en var þó
ólíkt rólegri.
„Þið eruð nú ekki vön við að heyra til hvítvoðunganna, ein-
Þirnin hérna í dalnum. Heldur fannst mér skrítið að heyra til
þeirra Jóns og önnu í fyrra, þegar sonur þeirra var nýfæddur,“
sagði Lísibet brosandi.
„Ef þú hefðir heyrt eins oft í nýfæddum krakka eins og ég,
værirðu ekki hrædd við orgið í honum,“ sagði María og tók
frænda sinn, vafði utan um hann volgu ullarsjali og byrgði hann
svo undir sænginni í rúminu sínu. Þegar búið var að hlynna að
Þóru, fékk glaðlyndið yfirhöndina hjá Maríu; hún fór að hlæja og
sagði: „Bezt gæti ég nú hugsað, að laugarvatnið hjá Möggu væri
orðið kalt, þá loksins þarf á því að halda. Hún setti það yfir í
fyrrinótt. Sjálf situr hún víst úti í fjósi.“
„Er^ sú hugsun,“ sagði Lísibet og hristi höfuðið, „að skilja þig
eftir aleina í bænum. Það hefði þó ekki verið óþægilegt að biðja
hana Sigþrúði á Hjalla að fara upp eftir, um leið og hann fór.“
En úti í fjósinu sátu þau Magga og Jói hálfsofandi. Öðru hvoru
hljóp Jói heim að baðstofuglugganum og hlustaði. Nú birti óðum
af degi, svo hann þurfti ekki að óttast myrkrið. Alltaf voru sömu
fréttirnar, sem hann hafði að færa. Loksins sagði hann þó, að nú
heyrði hann ekkert framar. Þá trítlaði gamla konan með hálfum
hug inn í eldhúsið og hlustaði. Það var komin alger þögn, hvað
sem hún boðaði. Rétt í því kom María fram og fékk sér vatn í
bolla og teygaði ákaft.
„Hamingjunni sé lof, að þetta er afstaðið. Ekki datt mér
annað í hug en hún Þóra yrði búin að hryggbrjóta mig,“ sagði
hún og setti frá sér bollann.
„Er barnið fætt?“ spurði Magga hikandi.
„Já, já, fæddur strákur. Það var ákaflega strangt. Það fór
eins og ég sagði, að þau yrðu aldrei komin í tæka tíð. Fjandans
þráinn og vitleysan í honum Sigga; hún er alltaf söm og jöfn.
Hvernig skyldi hafa farið, ef ég hefði ekki tekið til minna ráða
og sent eftir henni, þessari blessaðri manneskju, sem ekkert er
annað en blíðan og gæðin?“
„Varð Þóru nokkuð við, þegar hún sá hana svona, brá henni
nokkuð?“ spurði Magga og horfði kjánalega framan í Maríu.
„Hvað skyldi henni svo sem hafa átt að verða við? Hún hefur
líklega orðið guðsfegin. Barnið hefði líklega aldrei fæðzt lifandi,
ef ég hefði verið ein yfir henni. Ég má bara ekk hugsa til þess,
hvað ég var orðin hrædd. Það dugar nú lítið að vera merkileg eða
vera með nágrannakryt, þegar dauðinn er á öðru leytinu," svaraði
María spekingslega.
Þegar Lísibet hafði laugað drenginn og klætt hann, bar húri
hann til Þóru, sem ekki hafði getað sofnað fyrr en hún sæi hann.
Hún hafði vonazt til að sjá fjarska fallegt barn, en þetta var
herfilega grett, rauðblá mannvera, sem Lísibet lagði við hlið
hennar og spurði, hvort henni sýndist þetta ekki nógu myndar-
legur karlmaður.
„Jú,“ svaraði Þóra hikandi, „en heldurðu ekki að hann hvítni,
þegar hann eldist?“
„Jú, jú, hann á eftir að hvítna og fríkka.“
Það var orðið hér um bil fullbjart, þegar Sigurður kom inn í
baðstofuna með lærðu ljósmóðurina. Hann þóttist vita, að hann
kæmi nógu snemma, fyrst svona hljótt var í bænum. Honum
brá, þegar hann sá Lísibetu sitja við borðið, ásamt Möggu gömlu
og Maríu, og vera að drekka kaffi í makindum. Hann heilsaði
Lísibetu kumpánlega. Hún tók kveðju hans brosandi og óskaði
honum til hamingju með litla soninn. Hann leit á konu sína sof-
andi og spurði alveg hissa, hvort þetta væri virkilega allt afstaðið.
Þá gat ekki María dulið gremju sína lengur:
„Þú þóttist svo sem ætla að vera kominn nógu snemma, en
strákurinn varð nú samt hálfum öðrum tíma á undan þér, þótt
hann sé ekki stór.“
Lærða ljósmóðirin snerist vandræðalega á gólfinu með meðala
kassann í hendinni.
„Ég sé ekki, að ég hafi hér neitt að gera,“ sagði hún þurrlega.
„Alltaf þó að drekka kaffi,“ sagði María, um leið og hún bauð
henni sætið sitt við borðið.
Sigurður tók aftur í hendi Lísibetar og þakkaði henni fyrir
hjálpina. „Ég hélt, að þetta gengi ekki svona fljótt,“ sagði hann
vandræðalega, „annars hefði ég ekki farið út eftir. Það er þó gott,
að þetta er afstaðið.“ Svo skimaði hann innan um borðstofuna,
eins og hann byggist við að sjá einhverja fleiri gesti.
„Þig langar líklega til að sjá hann son þinn,“ sagði Lísibet, og
tók reifastrangann varlegá upp og sýndi honum drenginn. „Hér
er hann nú, þessi litli maður, nærri fjórðungsbarn. Það er ekki
óefnilegur frumburðurinn ykkar.“
„Sæll vertu, vinur,“ sagði hann og reyndi að vera hlýlegur í
rómnum. „Ég er nú alltaf hálf hræddur við þau nýfædd."
„Hann verður myndarmaður, alveg eins og mamma hans,“
sagði Lísibet.
„Hvernig geturðu séð, að hann líkist nokkrum, svona voða
grettur?“ sagði hann hálf vandræðalegur. Honum fannst drengur-
inn framúrskarandi ólaglegur.
Lísibet beið eftir því að Þóra vaknaði. Yfirsetukoan var
sofnuð, en Sigurður farinn út til gegninga. María átti að flytja
Lísibetu á hestum fram eftir. Hún var að tygja sig frammi í
stofu, þegar Þóra vaknaði. Þá færði Lísibet sig til hennar.
„Nú er ég að fara, Þóra mín,“ sagði hún. „Mikið þykir mér
vænt um, að ég skyldi geta gert þér þennan greiða. Mér hefur
fundizt þú þurfa sjaldan að leita til mín nú í seinni tíð, og alltaf
fáferðugt milli bæjanna.“
„Þú kemur alltaf^til mín, þegar mér liggur mest á — eins og
til allra,“ sagði Þóra.
„Það eigum við líka að gera.“
Þóru langaði til að segja margt og mikið, en orðin köfnuðu í
hálsi hennar. En eitt þóttist hún viss um, að hér eftir yrðu þær
aldrei annað en sömu vinkonurnar og þær hefðu alltaf verið.
Svona dimmur skuggi kæmi ekki nema einu sinni á milli þeirra.
VANÞAKKLÆTI Þ(ÓRU
Sigurður var mjög góður við konu sína, meðan hún lá á sæng.
En af drengnum skipti hann sér lítið.
„Ætlar hann aldrei að opna augun, svo ég sjái hvernig þau
eru lit?“ sagði hann einu sinni, þegar barnið lá við brjóstið og
var að reyna að næra sig, en það tókst hálf klaufalega.
„Ég á í honum augun; þau eru brún,“ sagði Þóra og hló svo
ánægjulega að ljóta barninu sínu, að hann varð hissa.
„Skal hann alltaf verða svona rauður í framan?“ bætti hann
við fálega.
„Nei, hann hvítnar með aldrinum,“ sagði hún vongóð. Og
drengurinn fríkkaði með hverjum deginum. Þóru heilsaðist vel,
en Sigurður varð að gera sér að góðu að sofa í rúminu, sem hann
hafði sofið í fyrst. Það var enginn friður til að sofa í hjóna-
rúminu framar. Þóra var alla nóttina að vakna og setjast upp til
áð gera drengnum til góða, og láta hann sjúga, og alltaf varð að
láta lifa ljós. Það var ekki beint drjúgt upp á olíuna, en á það
mátti nú ekki minnast. Hann þóttist fljótlega sjá það, að sú litla
hlýja, sem hann hefði átt í hug og hjarta konunnar, væri nú orðin
eign þessa nýfædda karlmanns, sem kominn var á heimilið. Hún
gat alltaf verið að kyssa hann og gera gælur við hann. Þegar Þóra
var komin á fætur, komu þær báðar, Lísibet og Anna, til að sjá
drenginn.
„Nei, hvað barnið er stórt,“ sagði Anna. „Þetta held ég, að
Siggu líkaði. Jakob hefur ekki verið svona stór fyrr en hann var
misserisgamall, eða heldurðu það, mamma?"
Lísibet dáðist að drengnum, hvað hann væri prýðilegur. „Þú
kemur nú með hann fram eftir á jólunum og lætur skíra hann,
ef gott verður veður,“ sagði Lísibet.
„Heldurðu að það sé vogandi að fara með hann svo langt
núna að vetrinum?“ sagði Þóra hikandi.
„Ekki er ég nú svo sem neitt hræddur um að ekki sé hægt að
koma stráknum fram eftir,“ lagði Sigurður til málanna. „Hann er
víst vel hraustur. Þó það heyrist nú til hans stundum, þá er það
víst bara óþekkt. Hann er líka að verða myndarlegri en hann var,“
bætti hann við hlæjandi.
„Þér þykir náttúrlega fjarska vænt um hann. Ég spyr nú
ekki að því,“ sagði Anna. „Ætlar hann ekki alveg að éta barnið,
Þóra? Svo sagði ég Jóni stundum í fyrra. Hann er svo góður við
hann Jakob, enda held ég, að drengnum þyki vænna um hann
en mig.“
En Þóra þurfti að sinna barninu og gat ekki svarað, en
Sigurður sagði, að sér þætti ósköp lítið gaman að þeim svona
ungum.
„En þú ætlar að taka það að þér, að koma honum eftir á
jólunum?” sagði Lísibet. „Það er svo mikið skemmtilegra að skíra
þau í kirkju.“
„Og svo getið þið og við dansað eins og í fyrra. Manstu, hvað
það var gaman?“ greip Anna fram í.
Þóra leit á mann sinn og hann á móti. Þau roðnuðu bæði og
fóru hjá sér. Hvort þau mundu eftir veizlunni þeirri*. Það var
ólíklegt, að hún gleymdist svona strax. Það yrði víst ekkert af
því, hugsaði Þóra. Hún hafði heitið því að verða ekki í næstu
skírnarveizlu á Nautaflötum, og það ætlaði hún að reyna að enda,
þó að réttast væri að gleyma því, þá gat hún það ekki — ekki ennþá.
Þegar Þóra hafði fylgt gestum sínum til dyra og kom inn að
baðstofudyrunum, heyrði hún að Sigurður var að tala við hvít-
voðunginn. Það hafði hún ekki heyrt hann gera fyrr.
„Þú ert ekki gamall, þegar nágrannarnir fara að bjóða þér
heim, litli karlinn. Þú nýtur víst móður þinnar, en ekki föður;
hann er víst ekki í svo miklu afhaldi hjá því,“ heyrði hún hann
segja. Það var sama gremjan í málrómnum og vant var.
María sat inni og kepptist við að prjóna. „Þú átt kannske hálf
erfitt með að vera sáttur við nágrannana hérna, eins og út frá,“
gegndi hún fram í eintalið. „Ef það er allt jafn aðlaðandi og
konurnar þær arna, þá get ég nú ekki beint vorkennt þér.
„Ekki vantar það, að nógu mjúkt er það á manninn,“ svaraði
hann.
María hló. „Þú kynnir betur við, að það rifist ögn við þig
og flygist á við þig í illu, eins og Tangabræður.“
Þá hló hann líka.
„Já, strákagreyin á Töngum. Mér er nú orðið fremur hlýtt til
þeirra, þeir ganga þó alltaf beint framan að mér.“
Þá geystist Þóra inn á gólfið, heldur svipmikil.
„Þú þarft ekki að gera þig ergilegan yfir því, að drengurinn
verði fluttur til kirkju til skírnar. Ég er ekki búin að gleyma
skírnarveizlunni þeirri í fyrra. En þú þarft ekkert að kvarta undan
Nautaflatafólki, það hefur ekkert gert þér,“ sagði hún stygglega.
„Ónei, ekki kannske beint,“ sagði hann dræmt og flýtti sér
fram úr baðstofunni. Hann hafði ekki ætlað henni að heyra þetta,
en vildi ógjarnan koma henni í geðshræring. Það hafði hann
heyrt að gæti verið hættulegt undir svona kringumstæðum.
Það leið að jólum. Þóra óskaði, að tíðin væri að versna, svo
hún væri löglega afsökuð, þótt hún. færi ekki með barnið til
kirkjunnar. Það var leiðinlegt að þiggja ekki boðið. Svo vissi hún
líka, að drengurinn sýndist ólaglegur, þó hann væri nú orðinn
myndarlegur, við hliðina á fallega engilbarninu Jakobi, sem allir
dáðust að. Svo var það einn daginn, viku fyrir jól, að Sigurður
kemur til konu sinnar og segir:
„Presturinn kemur á morgun. Hann er að húsvitja. Nú látum
við skíra. Það er hægt að segja, að drengurinn hafi verið lasinn,
svo við höfum ekki þorað að láta hann bíða. Þú mátt ráða nafninu.
Ég þykist vita, að þig langi til að koma pabba þínum upp.“
„Náttúrlega gerum við það. Það er bara kjóllinn, sem vantar.“
„Það hlýtur að vera hægt að fá hann lánaðan einhvers staðar í
nágrenninu. Ég get skroppið ofan að Hjalla og vitað, hvort hann
er ekki til þar. Mig langar líka til þess að þau hjónin drekki kaffi
með okkur,“ sagði hann óvenju stimamjúkur. Hún samsinnti því.
Strax úr málaverkum var farið að baka kaffibrauð. Þegar því var
lokið, fór María að gera hreina baðstofuna. Nú varð allt að vera
fínt og hreint.
Sigurður hafði brugðið sér ofan að Hjalla, en þar var enginn
skírnarkjóll til. En Sigþrúður bauðst til að lána dreng yfir að Hóli,
því þar væri fallegur kjóll. Það vildi hann ómögulega.
„Ég bið Önnu að lána mér kjól,“ sagði Þóra, þegar hann kom
heim, og sagði henni hvernig erindið hafði gengið.
„Já, þú segir, að hann sé lasinn,“ ráðlagði hann aftur.
Morguninn eftir var svo Jói sendur fram að Nautaflötum
með nokkrar línur til Önnu, frá Þóru, þar sem hún sagði henni,
að drengurinn væri lasinn, svo hún þyrði ekki að láta það bíða
fram um hátíðir, að hann yrði skírður.
„Þú hefur náttúrlega boðið hjónunum hvorutveggja og kann-
ske einhverju fleira,“ sagði María, þegar drengurinn var farinn.
Þóra roðnaði.
„Ég bauð engum, bað hana bara að lána mér kjólinn.“
„Nú trúi ég þér ekki, að þú hafir ekki boðið henni Lísibetu.
Það er þó reglulega til skammar," sagði María áköf.
Þóra þagði og hélt áfram að slétta fötin, sem barnið átti að
vera í.
„Því ertu svona undarleg, Þóra?“ spurði María. „Því bauðstu
því ekki?“
Þóra stundi.
„Ég er í álögum, María mín,“ sagði hún loks. „Nú í nokkur ár
hef ég reynt að forðast að hafa nokkuð saman við þetta fólk að
sælda, vegna þess að það endar alltaf með einhverjum leiðindum,
sem kvelja mig langan tíma á eftir. En það er eins og það sé
ómögulegt hjá því að komast, að það geri mér einhvern greiða.
Það var alveg dæmalaust, að Lísibet skyldi þurfa að koma til
hjálpar, þegar barnið fæddist."
„Nú, fannst þér það enda með einhverjum leiðindum?“ spurði
María hissa.
„Nei, nei, þú skilur mig ekki, sem heldur er ekki von. En
hefði ég boðið þeim konunum, þá hefðu bændurnir orðið að
fylgjast með, en Jón er hatursmaður okkar Sigurðar.”
„Hann hefði þá ekki komið,“ sagði María óánægð, en vildi þó
ekki átelja Þóru frekar fyrir það, sem henni var ákunnugt.
Presturinn var setztur inn á rúm og sagði Sigurði og Maríu
nýjustu fréttirnar af Ströndinni. Hjalla-hjónin sátu á öðru rúminu.
Allir voru komnir í sparifötin og biðu eftir Jóa og skírnarkjólnum.
María stóð við gluggann og gætti fram eftir. Allt í einu fór hún
að brosa og bendir Þóru að finna sig fram.
„Ég fer að halda að þú sért í álögum, Þóra,“ sagði hún og hló
glettnislega. „Lísibet kemur með Jóa, og Anna líka.“
,Það fer eins og pabbi sálugi sagði, að lygin félli vanalega á
sínu eigin bragði,“ sagði Þóra. „Ég er ekki vön að skrökva, en nú
tókum við það ráð að segja, að drengurinn væri veikur. Það verður
þægilegt eða hitt þó heldur — barnið galfrískt.“
„Svona, manneskja, vertu nú ekki að aumingja. Farðu fram
og bjóddu þær velkomnar og afsakaðu; segðu að hann hafi
hresst,“ sagði María og ýtti Þóru fram göngin.
Hún fagnaði gestunum vel.
„Ég kom til að líta á barnið,“ sagði Lísibet með sinni vanalegu
umhyggju.
„Þakka þér fyrir,“ stamaði Þóra. „En ég held, að þetta hafi
verið hræðsla úr mér. Hann var svo órólegur í nótt. Kannske
hefur það verið ásókn; svo hefur hann sofið vel í dag. En þetta er
allt svo ómyndarlegt. Þess vegna fannst mér ég ekki geta boðið
ykkur. En þetta var svo ósköp skemmtilegt, að þið skylduð koma.“
Hún var óvenju stirðmælt og hálf vandræðaleg.
„Þú kemur fram eftir á nýárinu og dansar fyrir það,“ sagði
Anna.
Sigurður leit upp stórum augum, þegar þær komu inn; hann
hafði ekki búizt við gestum úr þessari átt. En þegar baðstofu-
hurðin féll aftur að baki þeim og auðséð var, að ekki kæmu fleiri,
varð hann léttbrýnni og bauð þær velkomnar.
Lísibet fór að athuga barnið nákvæmlega. „Sem betur fer
sýnist mér hann ekki þesslegur, að hann sé lasinn,“ sagði hún.
Þá var það Sigurður, sem hjálpaði konu sinni úr vandræðunum.
„Hann var órólegur í nótt. Ég sagði henni, að það væri ekkert
annað en óþekkt, en hún má ekki heyra til hans, þá heldur hún
að eitthvað sé að honum — alveg eins og mamma.“
„Það eru nú flestar mæður með því marki brenndar,“ sagði
Lísibet. En samt grunaði hana, að Þóra hefði ekki getað brotið odd
af oflæti sínu. Þess vegna hefðu þau tekið þetta ráð, til að þurfa
ekki að þiggja boð hennar að koma með drenginn til kirkju.
„Það ber ekki á öðru en þau séu samtaka í þetta sinn,“ hugsaði
María, gröm yfir hræsni þeirra.
Lísibet klæddi drenginn í fallega, hvíta kjólinn hans Jakobs
litla. Þóra bað hana að halda honum undir skírn. Það var nú svo
sem sjálfsagt, því hún hafði haldið flestum börnum í sókninni,
síðan hún kom í dalinn. Svo var sungið og drengurinn skírður.
Björn var hann látinn heita. Á eftir var svo drukkið súkkulaði og
kaffi með fínu brauði.
María átti langt við tal við Önnu áður en hún fór. Þóra var
sízt að skilja, hvað þær gætu verið að tala saman ,og fékk heldur
aldrei að vita það.
„Ef drengurinn verður lasinn, skaltu ekki hlífast við að senda
til mín. Ég tel ekki eftir mér að hjálpa, ef ég gæti.“ Þannig voru
kveðjuorð Lísibetar við Þóru.
Þóra þakkaði henni fyrir komuna og allt gott fyrir sig gert.
Aldrei yrði henni ofþakkað, hugsaði hún og horfði á eftir þeim
óánægð með sjálfa sig.
Jakob hreppstjóri sat við skrifborðið og athugaði reikninga
og skjöl sveitarinnar, þegar, Anna, tengdadóttir hans, kom inn.
Jón sat út við gluggann og las í bók. Hún heilsaði þeim báðum
með kossi. Jón lagði aftur bókina og horfði glettnislega á hana.
„Þarna eruð þið komnar úr hófinu. Var mikið um dýrðir?“
„Hvað? Úr hófinu! Mikið um dýrðir? Það er eins og þú sért
að hæðast,“ sagði hún. „Já, auðvitað var þetta allra myndarlegasta
skírnarveizla, eins og allt hjá Þóru. Hún bað að heilsa ykkur og
bað mig að afsaka, hvað hún hefði verið ómyndarleg að bjóða
ykkur ekki. En henni fannst þetta svo lítilmótlegt, brauðið, og
svo hefði hún verið svo hugsandi yfir drengnum. Þó sagði mamma,
að brauðið hefði verið gott.“
„Sagði mamma?“ tók ’hann upp eftir henni. Smakkaðirðu þá
ekkert af því sjálf?“
„Jú. Þú getur nú nærri, það var reglulega gott; þó bakaði
hún það ein í gær, meðan María var að gera hreina baðstofuna.
Ég segi það satt ,að hún er reglulega dugleg, hún Þóra, og hún er
ekki vitund breytt, bara alveg eins og hún hefur verið.“