Lögberg - 26.11.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.11.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953 7 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands m Snemma í vikunni, sem leið, varð þess vart að síld var í Grundarfirði vestra, og gerði vélbátur frá Stykkishólmi til- raun til að veiða með herpi- nót og fékk strax fullfermi, yfir 1000 mál. Þegar er þetta spurð- ist, var tekið til að búa fleiri báta til veiða á firðinum, en þar virtist vera mikið síldarmagn og hefir svo reynzt. Nú eru um eða yfir 20 bátar að veiðum þar á firðinum og margir hafa fengið ágæta veiði. Síldin er mlsjöfn að stærð og ekki söltunarhæf, en fitumagn talið vera um 15% og mun þá verðið vera um 60 kr. málið. Síldarverksmiðjur við Faxaflóa eru allar tilbúnar að taka við síld til bræðslu og geta að samanlögðu tekið við mjög miklu magni. Þá hefir einnig orðið vart síldar í Jökulfjörðum og er nú verið að kanna, hvers konar síld þar sé. Þá hefir orðið vart við fiskigöngu í Faxaflóa, og er talið að þar muni vera um smásíldargöngu að ræða. # Hið nýja skip Eimskipafélags íslands, Tungufoss, kom til Reykjavíkur fyrir hádegi í dag með fullfermi af sementi. Skipið er 1700 lestir, smíðað úr stáli, aðalvélin 1800 hestöfl. Skips- höfn er 25 manns, skipstjóri er Eyjólfur Þorvaldsson. Tungu- foss var smíðaður í skipasmíða- stöð Burmeisters og Wain í Kaupmannahöfn og kostaði rúm lega IOV2 miljón króna. Eim- skipafélag Islands á nú 9 skip, og hið tíunda er í smíðum hjá Burmeister og Wain. ☆ Jóhann Hafstein alþingis- maður, einn af fulltrúum Is- lands á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, kom heim frá New York á þriðjudaginn var. Á þriðjudaginn var afhenti Pétur Thorsteinsson forseta for- sætisráðs æðsta ráðs Sovétríkj- anna, Voroshilov marskálki, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Moskvu. ☆ Héraðsskólinn að Laugarvatni var settur á sunnudaginn var og jafnframt minnst 25 ára afmæl- is skólans. Voru gestir um 150, úr sveitunum sunnanlands og úr Reykjavík, meðal þeirra margir forystumenn í skólamálum landsins og héraðsins. Um 2500 manns hafa sótt skóla á Laugar- vatni frá því að héraðsskólinn 8. NÓVEMBER tók þar til starfa og auk hans eru þar nú fjórir skólar aðrir, menntaskóli, Iþróttakennara- skóli, húsmæðraskóli og barna- skóli. Séra Jakob Ó. Lárusson stjórnaði Laugarvatnsskóla fyrta skólaárið, en síðan hefir Bjarni Bjarnason verið skóla- stjóri. I skólunum á Laugar- vatni eru í vetur rúmlega 250 nemendur. Meðal ræðumanna á afmælishátíðinni voru Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra, Jónas Jónsson skólastjóri og fyrrum ráðherra og Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. . 'íf Flokksþingi Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins lauk í Reykjavík að- faranótt þriðjudags. Flokks- þingið sóttu um 100 fulltrúar frá 20 flokksfélögum. Formaður er Einar Olgeirsson alþingismaður og varaformaður Steinþór Guð- mundsson kennari. ☆ Hið nýkjörna Stúdentaráð Háskóla íslands hélt fyrsta fund sinn á þriðjudaginn og skipti stjórnin þá með sér verk- um. Formaður var kjörinn Björn Hermannsson frá Félagi frjálslyndra stúdenta. ☆ Tólfta þing Sambands ungra sjálfstæðismanna var sett í Reykjavík á föstudaginn og mun því ljúka í kvöld. Þingið sækja 160 fulltrúar víða að af landinu. ☆ Óvenju miklar heybirgðir eru nú á Suðurlandi öllu, allar hlöð- ur fullar og víða hey úti. Kar- töflur eru einnig miklu meiri en nokkru sinni áður. Lömb voru flutt í haust á fjárskiptasvæðin og gengu þeir flutningar vel, enda voru menn vanir þeim frá því í fyrra. Almennt eru menn ánægðir þar syðra með nýja fjárstofninn. Veturgamla féð er vænt, sjálfsagt nokkuð fyrir kyngæði en einnig fyrir ágætt fóður í fyrravetyr og góða haga. ☆ Leikfélag Reykjavíkur byrjaði nýlega vetrarstarfið og sýnir nú gamanleik eftir enska leikrita- höfundinn Hugh Herbert. Þor- steinn Ö. Stephensen^þýddi leik- inn á íslenzku og nefnir hann Undir heillastjörnu. Leikstjóri er Einar Pálsson. Næsta við- fangsefni félagsins verður franskur gamanleikur. — Á síð- asta leikári hafði Leikfélag j Reykjavíkur samtals 115 sýning- ar eða fleiri en nokkru sinni áður, og sýndi eina óperu, einn ballett og þrjá sjónleiki. Fjár- hagur félagsins er góður og hef- ir það stofnað vísi að húsbygg- ingasjóði. Félagið hefir farið þess á leit við bæjarstjórn að fá lóð undir leikhús við Tjarnar- endann. Formaður Leikfélags Reykjavíkur er Brynjólfur Jó- hannesson. ☆ Síðastliðinn mánudag voru liðin 40 ár frá því, að þeir Vil- hjálmur Finsen og Ólafur Björns son byrjuðu að gefa út Morgun- blaðið, og var þessa afmælis minnst með útgáfu myndarlegs afmælisblaðs. Valtýr. Stefánsson hefir verið ritstjóri Margun- blaðsins frá 1924. ☆ I sumar var skipuð nefnd til að annast fjáröflun vegna fyrir- hugaðrar sundlaugar í vestur- bænum í Reykjavík og er nú safnað fé þar í dag, en Reykja- víkurbær veitti 75.000 krónur til laugarinnar á s.l. ári. Nú munu vera um 1700 nemendur á barna fræðslustigi vestan Lækjargötu í Reykjavík og um 500 gagn- fræðanemar og er ókleift að veita þessum fjölda tilskylda að- stöðu til sundnáms í Sundhöll Reykjavíkur. Á landinu öllu eru nú 85 sundstaðir og skólaárið 1950 til 1951 sendu 200 skóla- hverfi um það bil 2000 fullnaðar- prófsbörn til sundnáms og luku þau sundprófi. Á árunum 1942 til 1951 luku rúmlega 15,500 börn sundprófi á landinu, og er nú talið að um það bil 90% Is- lendinga, sem fæddir eru á árun- um 1931 til 39 séu syndir. ☆ Neytendasamtök Reykjavíkur hafa skipað þrjá verkfræðinga í gæðamatsnefnd samtakanna og er nefnd þessi tekin til starfa. Fulltrúar þessara samtaka ræða nú við fulltrúa frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og Sambandi smásöluverzlana um breytta tilhögun á afgreiðslu- tíma sölubúða, þannig að fólki verði gert auðveldara um að verzla. ☆ Út er komin ný ljóðabók eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Bók þessi nefnist Undir sijörn- um og sól og er þriðja ljóðabók höfundar. Hin fyrsta þeirra, Hamar og sigð, kom út árið 1930, en önnur, Yndi unaðssiunda, kom út í fyrra. Kvæðin í nýju ljóðabókinni eru að heita má öll ort á árunum 1950 til 1953, flest síðustu tvö árin. Útgefandi er Rangæingaútgáfan. ☆ Vilhjálmur Finsen, sendiherra íslands í Þýzkalandi, varð sjö- tugur í gær og í því tilefni kom út ævisaga hans, er hann hefir ritað sjálfur og nefnir Alliaf á heimleið. Bók þessi er rösklega 400 blaðsíður í stóru broti Höf- undur segir þar frá uppvexti sínum í Reykjavík, siglingum í þjónustu Marconifélagsins og blaðamennsku. ☆ I vikunni, sem leið, kom til Reykjavíkur David Hall, for- stjóri útbreiðslumiðstöðvar fyr- ir norræna tónlist hjá American- Scandinavian Foundation í New York. Hann kom hingað til að kynnast íslenzkri tónlist og afla sér íslenzkra tónverka. ☆ Tónlistarfélagið í Reykjavík efndi nýlega til tónleika fyrir styrktarfélaga sína. Þar lék Ingvar Jónasson á fiðlu en Jón Nordal aðstoðaði. Ingvar er ung- ur maður, sem að undanförnu hefir stundað nám í konunglega tónlistarskólanum í London, og lauk nýlega prófi þaðan. Hann hlaut góða dóma. ☆ i Síðastliðinn fimmtudag var frumsýning í þjóðleikhúsinu á sjónleiknum Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björnsson, en leikrit þetta samdi höfundur upp Vélar, sem vinna föst efni úr soði Soðið hefir lítft verið nýll ftil þessa og lapazt við það um 4—5% af hráefninu Hafnarfirði, 5. okt. — Fiski- mjölsverksmiðjan Lýsi & Mjöl h.f. hefir nú fest kaup á vélum, sem vinna eiga föst efni úr soði því, sem til fellur í verksmiðjunni. Þær Gefið rafmuni fyrir jólin! .... Gjafagátur yðar varðandi vini og vandamenn verða leystar með vali í sýningar- búðum vorum! Skoðið bið mikla úrval af ® TOASTERS < COFFEE PERCOLATORS • HEATING PADS FLOOR POLISHERS IRONS • CLOCKS • EGG COOKERS VACUUM CLEANERS • AUTOMATIC WASHERS • AUTOMATIC CLOTHES DRYERS • HEATERS FLASHLIGHTS • XMAS TREE LIGHTS and many other home appliances at SHOWROOMS: Portage Avnue, east of Kennedy eru væntanlegar hingað til lands með Gullfossi næst- komandi fimmtudag. Lýsi & Mjöl h.f. er fyrsta verk- smiðja sinnar tegundar hér- lendis, sem slíkar vélar hefir fengið. I því tilefni hafði tíðindamaður blaðsins tal af Ólafi Elíassyni framkvæmda stjóra og fékk nokkrar upp- lýsingar um þessa nýjung. Vinna föst efni úr soðinu Sagði hann, að stjórn fyrir tækisins hefði lengi verið þaí ljóst, að nauðsynlegt væri a! fullnýta það hráefni, sem verk smiðjunni bærist. En til þess ai svo mætti verða, yrði hún ai eignast vélar, sem ynnu föst efn úr soðinu. Hingað tli hefir soð inu verið fleygt, en í því eri mikil útflutningsverðmæti. - Hefði verið sótt um fjárfesting arleyfi fyrir nauðsynlegum, o það fengizt fyrir góðan skilnin Fjárhagsráðs. — Þessu næst var unninn bráður að því að fá til- boð í vélar. Var fest kaup á vél- um frá Atlas maskinfabrik í Kaupmannahöfn, sem eru nægi- lega stórar til að vinna það soð, sem til fellur í verksmiðjunni, miðað við full afköst. — Efnið, sem unnið verður úr soðinu, er svonefnt heilmjöl. Sérstakt hús var byggt fyrir vélarnar, og ýmis annar undir- búningur gerður; nýr gufuketill settur upp o. s. frv. Byrjað verð- ur strax á því að koma vélunum fyrir, og er búizt við, að þær verði komnar í notkun fyrir áramót. Geta má þess,' a ðvið það að soðið fer forgörðum, tapast um 4—5% af hráefninu. Má af því sjá, að hér er um mikla framför að ræða. — Mbl., 6. okt. Umferðaslys aldrei eins tíð og það sem af er 1953 Sú deild innan rannsóknar- lögreglunnar, sem fjallar um umferðarmál, árekstra, slys og þess háttar, hefir skýrt Morgunblaðinu svo » frá, að aldrei síðan eftir stríð, hafi slys og árekstrar verið jafn tíðir hér i bænum og nú í ár. — Nú um mánaða- mótin höfðu á 17. hundrað bíla lent í árekstrum hér innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur frá því um áramótin. Þessi háa tala bílaárekstra er að ýmsu leyti óskiljanleg, því að snjóar voru ekki miklir vetrar- mánuðina, einnig var vorið og sumarið gott. Orsakirnar eru yfirleitt gáleysi, en einnig i vax- andi mæli vegna ölvunar við akstur. Rannsóknarlögreglan hefir úr samnefndri skáldsögu sinni, er út kon> 1951. Sagan og leik- ritið byggist á austfirzkri þjóð- sögu, og er þar fjallað um rang- sleitni valdsmanna. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Sjónleikurinn er 21 atriði og leikendur eru mjög margir. Aðalhlutverk leiksins leikur Valur Gíslason. Leiknum var vel tekið á frumsýningunni, og höfundurinn kallaður fram í leikslok. — Jón Björnsson er Skaftfellingur að ætt, fæddur árið 1907. Hann dvaldist lang- dvölum í Kaupmannahöfn, hef- ir skrifað margar bækur á dönsku, en síðustu árin hefir hann dvalizt heima og skrifað á íslenzku. ☆ Hið íslenzka bókmenntafélag hélt nýlega aðalfund sinn. Það hefir nú lokið við að gefa út ritsaínið íslenzkar æviskrár eft- ir Pál Eggert Ólason, og er það fimm bindi. Ákveðið hefir verið að hefja nýja útgáfu á Safni til sögu íslands og koma fyrstu heftin út á næstunni. Þau fjalla um Gottskálk biskup og Jón Sigmundsson, höfundur er Ein- ar Arnórsson prófessor. Aðrar félagsbækur í ár verða tíma- ritið Skírnir og annað hefti prestatals. 'Á fundinum voru þeir Sigurður Nordal sendi- herra og Hakon Shetelig fyrrum þjóðminjavörður í Björgvin kjörnir heiðursfélagar. Forseti Hins íslenzka bókmenntafélags er Matthías Þóraðarson, fyrrum þj óðmin j avörður. fjallað um mál 40 manna, sem vegna ölvunar við akstur hafa valdið árekstrum og slysum. En fulltrúi lögreglustjóra í umferð- ardómstólum, sem eingöngu fjallar um kærur á hendur mönnum fyrir að aka ölvaðir, án þess að valda óskunda, hefir skýrt blaðinu svo frá, að mjög hafi farið í vöxt að menn aki undir áhrifum áfengis. Rannsóknarlögreglan skýrði einnig svo frá, að slysum á fólki í sambandi við árekstrana, og fólk, sem bílar hafa ekið á, sé orðin ískyggilega há nú, þegar dimmasti tími ársins fer í hönd og slysahættan eykst þá jafnan. Hafa 125 manns, fullorðnir og börn, hlotið meiri og minni á- verka í bílslysum nú í ár. Þrjár manneskjur hafa farizt í ár í bænum í umferðarslysum. Um þetta leyti árs í fyrra höfðu milli 14 og 1500 bílar orð- ið fyrir árekstrartjóni. Þessi tala er því um 200—300 hærri en í fyrra. Það munu ekki vera fyrirliggjandi tölur yfir þann gjaldeyriskostnað, sem þetta bílatjón hefir haft í för með sér, né heldur hve miklu þetta tjón nemur. Þeir fara að verða fáir, sem bílstjóraréttindi hafa og daglega fást við akstur bíla, er ekki hafa lent í bílaárekstri, ef svona heldur áfram. En þeir eru þó margir, bæði atvinnubílstjórar og einkabílstjórar, sem aka dag- lega um götur bæjarins og hafa gert Táratugi, án þess að valda slysi. Þessir menn eru fyrst og fremst aðgætnir, öruggir bíl- stjórar, sem eru með hugann við aksturinn meðan þeir eru við stýrið. C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins CHODSING A HELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. ✓ Commence Your Business Training tmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.