Lögberg - 10.12.1953, Page 7

Lögberg - 10.12.1953, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1953 7 TRÚIN Á LANDIÐ Ræ3a flutí á „Fróns"fundi 30. nóvember 1953 Góðir áheyrendur! Ég hef oft velt því fyrir mér, hverjar lægju rætur til þess, að íslendingar fluttust af landi brott til annarrar heimsálfu. Síðan ég kom hingað, hef ég fundið mörg svör við þeirri spurningu, því að ekkert eitt svar nægir. Menn eru misjafn- lega farnir að lunderni; lífsskoð- anir manna því margbrotnari, og þær kröfur, sem menn gera til lífsins og lífsþægindanna fara oft mjög eftir umhverfi og upp- eldi. Ég þykist vita, að sumir hafi fyllzt ævintýraþrá æskunn- ar og hinni fornu útþrá, er til spurðist um landflæmi eitt í vesturátt, sem byggi yfir gulli og gersemum, ótakmörkuðu frjómagni sléttunnar og fisk- sæld í vötnum. Svo eðlileg, sem þessi skýring „virðist í fljótu bragði vera, þá vitið þið eflaust miklu betur en ég, að hún á ekki við um meiri hluta þeirra manna, sem stigu á skipsfjöl og lögðu út í óvissuna fremur en að sitja um kyrrt í óvissu og örbirgð á íslandi. Og það tekur mig sárast, er ég hugsa um raunverulegu orsökina, — að það var landinu sjálfu að kenna, fábreytni atvinnuveganna, fé- skorti til framkvæmda ásamt náttúruhamförum, sem Island er frægt fyrir á öllum tímum, að synir þess og dætur svo að segja flæmdust i burtu. Margur bóndinn, sem neydd- ist til að yfirgefa ættleyfð sína, hefur án efa skilizt við hana SÓLSKÍN í FLÖSKU $1.25 WAMPOLE'S $1.25 CooC Uver Verndið heilsu fjölskyldunnar veiurinn á enda með Ekkerl fisk eða lýsisbragð með döprum og oft bitrum huga, jafnvel kala til þess lands, sem ekki gat boðið honum við- unandi lífsviðurværi. Ég efast ekki um þjóðrækni þessara manna, né ást á því, sem íslenzkt er, og er skemmst að minnast eins þeirra, sem vér minntumst og heiðruðum á þessu hausti, Stephans G. Stephans- sonar, sem lýsti ást sinni og virðingu á föðurlandinu um leið og hann viðurkenndi, að við marga hefði Island látið betur en sig. I dag, eftir meira en hálfa öld, má enn heyra tregann og ástina á föðurland- inu, því að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. En tilefni þessara orða minna er þó fremur hitt, að ég hef stund- um orðið var við það hér, að menn hafi ekki fylgzt með því, sem gerðist á Fróni og hafi enn í huga þær aðstæður, sem þeir skiljanlega neyddust til að flýja, og telja það nærri óhugsandi, að nokkur vilji hverfa héðan heim til íslands eftir veru hér um nokkurt skeið. Þér megið samt ekki halda, að mér sjáist yfir þann stóra hóp manna, sem heimsótt hefur ísland á síðustu árum og kynnzt landinu af eigin raun, né heldur þá erindi, svo sem prófessors Skúla Hrútfjörðs, sem var þó öllu fremur bending- ar á það, sem betur mætti fara, en lýsing á landi og framförum og breytingum þeim, sem orðið hafa á þessum síðasta aldar- helming og þá sérstaklega á allra síðustu áratugum, breytingum, sem hafa orðið til þess að auka mönnum trúna á landið. Þessar breytingar, sérstaklega á búskap og búnaðarháttum, langar mig til að reifa hér. Breytingar og framfarir hafa ekki síður átt sér stað á öðrum sviðum athafnalífs íslendinga, en þær læt ég eftir öðrum mönnum mér fróðari um þá hluti. Einokunarverzlun og aldalöng kúgun Dana dróg máttinn jafnt og þétt úr íslendingum fram á 19. öld. Sá frelsisneisti,-sem þá kviknaði, og sú frelsisbarátta, sem af honum leiddi, hin aukna þjó^ernistilfinning og sú löngun til að losna undan okinu átti ekki upptök sín í landinu sjálfu. I Ameríku og Evrópu höfðu frelsishreyfingar hafizt á 18. öld CH005ING A FIELfl A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Commence 1(our Business Training Immediately! \ For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LUHITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG og jukust á síðustu öld, er bændur ristu af sér átthaga- fjötrana og heilar þjóðir risu gegn kúgurum sínum. Öldur þessara hreyfinga bár- ust til íslands, og ungir menn tóku upp merkið og hvöttu til framfara, andlegra og verklegra. Um miðja öldina, er þjóðfund- urinn var haldinn, var stofnað fyrsta búnaðarfélag á landinu, sem nefndist Bústjórnarfélag Suðurlands. Bar það fram ýmsar tillögur, er reyndust áhrifa- meiri og notadrýgri en danskar þúfnatilskipanir og því líkt frá fyrri öldum. I kjölfar þessa sigldi síðan Ræktunarfélag Norðurlands, bændaskólarnir þrír, rétt fyrir aldamótin, ásamt samvinnu- félagsskap bænda, sem hófst í Þingeyjarsýslu og stefndi að út- rýmingu á dönsku verzlunarein- ræði úr landinu. En þrátt fyrir góðan vilja á þessum árum, og þá hvatningu, sem aukið frelsi veitti, miðaði verklegum framkvæmdum seint, og sama baslið loddi við um langan tíma. Það sem mest aftraði fram- farahreyfingunni, og enn í dag er sú sakka, sem þyngst er í skauti, er féleysi það til fram- kvæmda, sem fólksfæð og alda- löng örbirgð fær lítt við ráðið. En þó var eins og margir teldu hungursskuggan sjálfsagðan og kotbúskapinn meðfæddan og ólæknandi sjúkdóm á þjóðar- líkamanum. Afstaða þessara manna verður þó skiljanleg ef vér setjum oss í þeirra spor og lítum veröldina gegnum skjáina á gömlum torfbæjum, út yfir örsmáa túnbleðlana, þar sem grasið barðist í uppétnum jarð- veginum við ónógan áburð og nytjaðist síðan oft úr sér sprott- ið eða hrakið af illviðrum og óveðursköflum, sem hrífan og orfið réðu ekki við. Þótt ein- staka mönnum tækist með kjarki og dugnaði að stækka túnin og auka búféð og um leið að stuðla að bættum lífskjörum sínum, var það þorra manna ofviða að vinna ólseigar mýrarnar eða pæla upp grjótorpin holtin með þeim handverkfærum, sem efna- hagurinn leyfði. Það, sem þurfti til að breyta þessu ófremdarástandi til batn- aðar, var uppörfun og víkkun á sjóndeildarhringnum, eitthvað, sem sýndi bændum og öllum landslýð fram á, að örbirgð og fátækt væri ekki ólæknandi, eilífðar varta, sem engin tök væru á að skera í. Þótt segja megi, að áhrif vestur ferðanna hefðu haft lítil áhrif á íslenzku þjóðina, held ég, að það sem átti ef til vill sinn óbeina þátt í að breyta þessu hugarfari og veita lands- mönnum nýja von og hugrekki, hafi verið sú staðreynd, að margir þeirra skáru á festarnar og létu úr höfn til að freista gæfunnar í öðrum löndum. Sú vissa, að hægt væri að njóta betri lífskjara, þótt mikið erfiði og svita þyrfti til að afla þeirra, hefur án efa kastað af sér neistum í það bál framfara, sem hófst í kjölfari nýrrar verktækni og logað hefur með síauknum eldi til þessa dags. Á þessum árum hefur mörg- um Grettistökum verið lyft, og þeirra vegna geta bændur á ís- landi í dag litið bjartari augum á veröldina og framtíðina út um glugga reisulegra steinhúsa, sem hvarvetna hafa risið upp og leyst torfbæina af hólmi. Framkvæmdir hafa að vonum verið misjafnlega miklar í hin- um ýmsu byggðarlögum lands- ins. Hraðastar og mestar voru þær til skamms tíma í mjólkur- sölusveitunum og sérstaklega í kringum og í nágrenni bæja og þorpa, en þetta hefur þó breytzt, og standa sauðfjársveitirnar brátt sízt að baki. Ég minnist sérstaklega, að ég fór 1946 um sveitir Húnavatns- sýslna og Skagafjarðar á leið til Akureyrar og furðaði mig á torfbæjunum, sem alls staðar blöstu við í sveitum þessum. Fimm árum síðar fór ég aftur um þessi héruð og furðaði mig nú enn meir á hinni ótrúlegu breytingu, sem orðin var. Varla sást neinstaðar torfbær, nema í skjóli smekklegra og háreistra húsa með hvítkölkuðum veggj- um og rauðum og grænum þökum. Mér fannst þetta sem tákn nýrmra tíma og aukinnar vel- megunar á Islandi. Sem afleiðing bættrar verk- tækni hefur vélamenning vorr- ar aldar tekið sér bólfestu á ís- lenzkum bændabýlum og skotið djúpum rótum — að áliti sumra of djúpum, þar sem þarfasti þjónninn um a'ldaraðir varð að víkja úr sessi og við lá um tíma, að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Með skilningsauka á orku- þörfum ' íslenzra sveitaheimila og getu bænda, hefur stefnan orðið farsællega sú, að forsmá ekki hestinn, en nota hann til hinna léttari starfa, þar sem vélar yrðu of þungar á fóðrum. Ekki veit ég með vissu, hversu stór vélaeign bænda er nú, því að innflutningur er töluverður á ári hverju, en í búnaðarskýrslum frá árinu 1951 segir, að þá eigi þriðji hver bóndi dráttarvél, en dráttarvél er íslenzka orðið fyrir tractor, næstum hver bóndi á sér sláttu- vél o. s. frv. Dráttarvélar bænda eru flestar af minni gerðunum frá 10—25 ensk hestöfl, en þungavinna, svo sem nýrækt og framræsla, er unnin í umferða- vinnu. Búnaðarfélögin í hinum ýmsu hreppum eiga sér stórar beltisdráttarvélar, sem hér eru nefndir Caterpillars, eða bara kettir að mér skilst. 10—12 tonna skurðgröfur, sem hér nefnast Draglines, eru notaðar til framræslunnar. Þessar skurð- gröfur hafa valdið byltingu í ræktun íslenzku mýranna, og eru þær ennþá taldar bezt- og mikilvirkustu tækin, sem fáan- leg eru til þeirra starfa. Hugmyndin að notkun skurð- grafa til framræslu á Islandi er fengin hér í Manitoba, eins og þið kannski vitið. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, segir svo um skurðgröfukaup í bók sinni „Búvélar og ræktun“: „Það eru vinnubrögð og reynsla vestur í Nýja-lslandi í Canada, sem 1939 loks opnar augu vor til fulls fyrir því, að skurðgröfur með dragskóflu séu þær vélar ,er bezt henti til að grafa ræktunarskurði í íslenzku mýrarnar. Þannig er þessi nýj- ung í raun og veru flutt frá Nýja-íslandi til gamla landsins.“ Eitt jaryrkjuverkfæri, sem lítt er þekkt í Manitoba, og ekkert notað að minni vitund, hefur komið að geysimiklum notum á Islandi. Tæki þetta er nefnt kílplógur eða lokræsa- plógur. Lokræsi, sem eru einna mikilvægust í þurrkun votlend- is, voru auðvitað grafin með handskóflu í eina tíð, og þóttu það góð afköst að grafa um 60 fet yfir daginn. Menn geta skilið afkastagetu kílplógsins, þegar hann grefur um 6000 fet — ekki á einum degi, heldur á einum klukkutíma að meðaltali. Með vaxandi tilraunástarf- semi hefur margt komið í ljós, er áður var óþekkt, en meira á eftir að sjást. íslenzkar mýrar hafa reynzt auðugri að stein- efnum en samskonar mýrar á Norðurlöndum, en með hinni nýju tækni, sem ég minntist á, hafa stórar mýrarspildur kom- izt í rækt á ári hverju. Frá því að skurðgröfur voru fyrst tekn- ar í notkun 1942 hafa verið grafnir skurðir samtals um 2100 mílur að lengd. Ekki er þó allt fengið með þurrkun landsins því seigar mýrar hafa jafnan þótt illar viðureignar til vinnslu, en með komu nýs stórvirks plógs frá Noregi síðastliðið sumar verður vonandi á því mikil breyting. Sandfok og uppblástur hefur ávallt verið mönnum mikið á- hyggjuefni síðan hann komst i algleyming á 17. öld En með skipulegri baráttu hefur mjög á unnizt og ekki hvað minnst með hjálp Brome grass, sem mun meðal annars hafa verið aflað héðan frá Canada. Eins og segir í fornum sögum var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Síðan hafa þessir skógar eyðst að mestu, eins og ykkur er kunnugt um, og til- raunir til að klæða landið á nýj- an leik hafa löngum gengið seint og þá mjög vegna sein- vaxinna trjátegunda, sem aflað var frá suðlægari og ólíkari löndum. Ný von hefur nú vakn- að um að i^nnt verði að klæða landið á ný, og jafnvel nytja þann skóg, er hafin var ^fræ- í^landi. Þó koma oft harðæri á Fróni, sem áður fyrr, svo að bú- fénaði og mönnum er hætta búin. Eldgos eru ei úr sögunni enn, og vætusumur og snjóa- vetur skjóta upp kollinum öðru hverju. Mig langar að nefna tvö dæmi um slík harðæri og leggja áherzlu á hin breyttu viðhorf, þann mismun á aðbúnaði og úr- ræðum, sem beitt er í dag. Árið 1947 gaus Hekla og spúði ösku og vikri yfir blómlegar sveitir Fljótshlíðarinnar. Fyrr á öldum hefði þetta þýtt hörm- ungar, hungur og jafnvel eyð- ingu sveitarinnar. í þetta skipti streymdu sjálfboðaliðar víða að og með stórvirkum jarðýtum, sem hér eru nefndar Bulldozers, var vikrinum rutt af túnunum, svo að skemmdir urðu litlar. Hið söfnun í löndum á líkum breidd- merkilegasta við þetta er þó lík- argráðum, svo sem Alaska og j lega það, að vikurinn sjálfur er Canada, enda er áhuginn geysi- dýrmætt byggingarefni og höfðu legur á skógræktinni — mér bændur drjúgar tekjur af sölu finnst það stundum nálgast hans. Hinn atburðurinn, sem trúarbrögðum, en hvað um það. mig langar til að minnast á, eru Ég hef nú í ræðu minni riðið hinn rósum prýdda veg, en ekki hirt um þyrna þá, er leynzt hafa í runnanum og veitt hafa hin verstu sár. Farartálmar hafa verið fjölmargir, enda hafa ávextir aldrei hangið í seilings- hæð á Islandi, þótt með hjálp' jarðhitans rækti menn nú ban- ana og melónur og önnur suð- ræn aldini. Einn þessara farartálma og líklega hinn versti var mæðu- veiki sú, sem herjaði sauðfé bænda á síðasta áratug og gerði þeim hinn mesta bú- hnykk. Gagnaði þá ekki að feta í fótspor Jóns Sigurðssonar um lækningar, heldur varð að skera hið sjúka fé og gefur það góðar vonir um að vel muni fara. Annar farartálminn var fólks- flutningar úr sveitum í bæina, sem voru mikið áhyggjuefni um nokkurt skeið, en hafa nú stöðv- ast að mestu, og talið er af færum mönnum, að flutningar þeir, sem áttu sér stað, hafi verið eðli- legirjog sveitunum lítt til skaða á þeirri vélaöld, sem nú ríkir. En sá farartálminn, sem enn er og ávallt hefur verið hinn versti Þrándur í Götu framfara til sjávar og sveita er fátækt þjóðarinnar og féleysi, sem sett hefur öllum framkvæmdum hinar mestu skorður. Þetta má glöggt sjá á þeim umbrotum, Sem komu í íslenzkt athafnalíf fyrir það fé, er safnaðist í síð- asta stríði og þá gagnkvæmu hjálp þjóða á milli, sem á sér stað á vorum dögum. En þrátt fyrir allt, erfiðleika, vonbrigði og fátækt, hafa fram- farirnar á síðasta aldarhelming gefið íslendingum nýjan styrk og umfram allt aukið þeim trúna á landið. Ég minnist manna, fjölda manna, sem stundað hafa verzl- unar-, iðnaðar- eða sjávarstörf í bæjum og kaupstöðum, sem fylltust þessum nýja anda og lögðu fram fé þar, sem þörfin var fyrir. Ég minnist útgerðar- manns, sem unnið hefur stór- virki á Rangárvöllum, kaup- manns, er stofnaði stórbýli í Flóanum og þess athafnamanns, er reisti Korpúlstaðabúið, auk fjölda annarra, og skulu þó af- rek bændanna sjálfra að engu löstuð. Auk ræktunar- og byggingar- starfa hafa framkvæmdir verið miklar á öðrum sviðum. Sími er brátt á hverju býli, og rafmagn komið á marga bæi, en vonir standa til að hvert sveita- heimili fái rafmagn, er hinum nýju orkuverum verður lokið. Áburðarverksmiðju til fram- leiðslu á köfnunarefni, (sem hér er nefnt nitrogen), er verið að reisa, og undirbúningur að smíði sementsverksmiðju er á góðum vegi. Það er alkunna, að veðurfar hefur farið batnandi á norður- hveli jarðar á síðustu áratugum. Þessara breytinga hefur orðið vart hér í Canada og einnig á harðindi þau, sem urðu á Is- landi, aðallega í Múla- og Þing- eyjarsýslum árin 1950—’51. — Sumarið-1950 hafði verið ákaf- lega óþurrkasamt, og vetrar- harðindin og vorhretin, sem á eftir fylgdu, lögðust því með öllum sínum þunga á bænd- urna, sem voru illa undirbúnir frá sumrinu. Ég þarf ekki að lýsa, hverju við hefði mátt búast á liðnum öldum, en hvað skeði í þetta sinn? Heyskapur hafði verið góður í Borgarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu, því sjaldan ná hretin um allt land í einu, og voru þegar um haustið gerðar ráðstafanir til heyfóðurkaupa í þessum sýslum til að senda á harðindasvæðin. Gengu þeir flutningar nokkuð greiðlega fram eftir vetri, en er á leið vorið, gerðust snjóalög svo mikil, að jafnvel stórum herflutningabílum tókst ekki að brjótast með birgðirnar til bændanna. Var þá jafnvel látið sér til hugar koma að láta flugvélar leysa vandann, en ekki þótti það hentugt, er reynt var. En þá kom fram maður, sem átti eftir að verða hetja allra landsmanna fyrir afrek sín. Og það er kann- ski táknrænt, eða að minnsta kosti skemmtilegt að segja frá því hér, að tæki það, sem mað- urinn, Guðmundur Jónasson frá Múla í Vestur-Húnavatnssýslu, notaði til bjargar mönnum og skepnum, var snjóbíll af gerð- inni Bombadier, og kom einmitt héðan frá Canada. Með þessu farartæki sínu dróg hann sleða með fóðri og matföngum til hinna afskekktustu bæja, yfir hingað til ófærar snjóaleiðir, og varð í augum Austfirðinga og þjóðarinnar allrar sannur bjarg- vættur og tákn þess nýja tíma, er hættum harðinda og hungurs er mætt með nýrri tækni og djörfum sonum landsins, þeirra tíma, er öryggi fyllir sess öryggisleysis. Canada og Island berjast á mörgum sviðum fyrir hinu sama. Löndin eru bæði lítt numin. Canada vantar fleiri inn- flytjendur til að rækta hina frjósömu jörð. Sandar Islands, mýrar, holt og móar bíða eftir íslenzkri hendi á plóginn. íslendingar sækjast ekki eftir innflytjendum, en þeir vilja heldur ekki missa neinn úr hin- um fámenna hóp, og þess vegna reyna þeir að búa svo í haginn, að landið geti séð þegnum sínum farborða. Tilgangur minn með land- búnaðarnámi hér við Manitoba- háskólann er meðfram til að stuðla að því, að aldrei framar verði íslendingar neyddir til að flýja land af ótta við hungur og örbirgð, af því að Iandið geti ekki séð fyrir þeim, er það vilja yrkja. 28. nóvember 1953 Björn Sigurbjörnsson

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.