Lögberg


Lögberg - 10.12.1953, Qupperneq 8

Lögberg - 10.12.1953, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1953 I Úr borg cg bygð * Þau systkinin Franklyn og Fanney Sigurðsson frá Geysi, Man., voru stödd í borginni á föstudaginn í fyrri viku. ☆ í stuttri minningargrein, sem birtist í Lögbergi í fyrri viku um frú Júlíönu Sigríði Bjarnason, var sagt að hún hefði verið Þor- leika. Hann lætur eftir sig ekkju sína Furby, dóttur þeirra Mr. og Mrs. H. Thorolfson hér í bæn- 1 um og eina dóttur. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Thomsons 27. nóv. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Fólk í Árborg og grendinni er vinsamlega beðið að minnast þess að gjafir í “Christmas Card kelsdóttir, en átti að vera Þor-^ pun(j” ^il styrktar spítalanum í leifsdóttir; að þessu gat blaðið i Arborg má skilja eftir annað hvort á pósthúsinu eða á skrif- stofu rjómabúsins. Styðjið gott máliefni. ☆ — BRtJÐKAUP — Yngsta dóttir Mr. og Mrs. A. ekki gert með því áminst skekkja stóð í handritinu. ☆ Góð ljóðabók er ávalt kær- komin gjöf til þeirra sem ís- lenzkum ljóðum unna. Gefið vinum ykkar bókina „Fleygar“ j Sædal, Winnipeg, Edda Svafa eftir Pál Bjarnason. Kostar bandi $5.00. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. ☆ Mr. Skúli Sigfússon frá Lundar, fyrrum þingmaður St. George kjördæmis, var staddur í borginni á fimtudaginn í vik- unni, sem leið. ☆ Mr. Ólafur Hallssön kaup- maður í Eriksdale kom til borg- arinnar á fimtudaginn til að sitja fund í framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins;; — hann hvarf heimleiðis á laugardaginn. ☆ T. M. Sigurgeirson, útgerðar- maður frá Prince Rupert, kom til bæjarins á mánudaginn. Fiskar hann lax á vorin og sumrin og notar við það gill net, en halibut frá 15. maí til 15. júní; er sá fiskur veiddur á öngla, en síld er notúS fyrir beitu; 800 dnglar eru festir á 1600 faðma línu og línunni sökkt til botns. Lax fiskileyfið er $2, en halibut leyfið $1. Fyrir bát- inn, sem er 8 ft. styttri í kjöl en venjulegir hvítfisksbátar á Winnipegvatni, þarf ekkert leyfi. Þetta er eftirtektarvert, þegar það er borið saman við hin verðháu og mörgu fiskileyfi, sem fiskimenn og útgerðarmenn verða að greiða í þessu fylki. Mr. Sigurgeirson fór norður til Hecla á þriðjudaginn. ☆ Walter Gill Kerr Allison, 52 ára, lézt að heimili sínu 179 Lanark Cres., 24. nóv. eftir langa vanheilsu. Hann var skrif- stofustjóri hjá Ogilvie hveiti- félaginu, og var í miklu áliti sakir mannkosta sinna og hæfi- Jóhanna, og F/O. Kenneth Cameran Lee, sonur Mr. og Mrs. Robert Lee, Dauphin, Man., voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju á láugar- daginn 5. des Dr. V. J. Eylands gifti; Mrs. E. A. Isfeld lék brúð- arsöngvana. Mrs. George Toman og Miss Marjorie Magnússon aðstoðuðu brúðurnina, en F/O. William Campbell brúðgumann. Tveir flugmenn vísuðu gestun- um til sætis. Að lokinni vígsl- unni fór fram vegleg veizla í samkomusal canadíska flugliðs- ins, R.C.A.F. í Winnipeg og voru þar um 150 gestir viðstaddir. Mr. Páll Skaftfeld mælti hlýlega fyrir minni brúðarinnar og brúðguminn mælti nokkur orð, venju samkvsémt. Sjö systkini brúðarinnar, sex systur og einn bróðir sátu brúð- kaupið, en annar bróðir, Boði sjóliðsforingi, er í Victoria, og þangað fara hin ungu hjón í brúðkaupsferð, en munu síðan setjast að í Silver Heights Apts. hér í borginni. Lögberg óskar þeim innilega til hamingju. ☆ Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, þann 5. des. Erick Nelson Rogers, Anonola, Man., og Jóhanna Guðbjörg Kristjánsson, Víðir, Man. Svaramenn voru: Mr. W. J. Brown, Manitou, Man., Uróðir brúðgumans, og Miss Lára Kristjánsson, Víðir, systir brúð- arinnar. Sóknarprestur gifti. Mr. Barney Benson verkfræð- ingur frá Ottawa kóm hingað snöggvast um síðustu helgi í hemsókn til móður sinnar. Mrs. B. S. Benson 757 Home Street; héðan fór hann suður til Chi- cago. - Mr. Bjarni Sveinsson frá Kee- watin, Ont., leggur af stað vest- ur til Vancouver á föstudaginn kemur og mun hafa í hyggju að setjast þar að. Lögberg árnar honum góðs brautargengis. ☆ Mr. og Mrs. Harold Sigurðson frá Fort William, sem dvöldu hér undanfarna nokkra daga á- samt börnum sínum í heimsókn til ættingja og annara vina, eru nýlega lögð af stað heim. if To All Viking Members and Friends, Greetings! You are cordially invited to our last Social and Dance of the year Friday, December 11, aí 8 p.m. to be held at the EMPIRE HOTEL, Main and York, Main Dining Room. The date has been set so early before Christmas that it will not be too close to the holidys — make this your last party before the Christmas activities. Our old friends, the Manning Orchestra, will give us the dance music and help us to make a little “whoopee”. Refreshments are being looked after by the ladies’ committee with sandwiches, coffee and cake. Other refreshments will be “by permit” and there will also be enough of that for everybody. Reservation should be made early as space is rather limited. ----0---- Admission is again set at the low price of $1.50 per person, including everything, so get your tickets from members of the executive or phone H. Jacob Hansen, after 5 o’clock: 725 Grain Exchange Phone 92-2940 225 Empire Hotel Phone 92-5307 or Mrs. M. Norlen, 288 Beverley St. Phone 3-3962 325 Logan Avenue Phone 93-8749. H. A. BRODAHL, Secreiary FJAÐRAFOK Ekki hálfur biti Prestur kom einui sinni að bæ til manns, sem grunaður var um sauðaþjófnað, og vildi svo til að mörk þeirra voru eins, að því undanskildu, að prestur hafði bita fram yfir. Presti var tekið svo vel sem föng voru á og voru borin fyrir hann svið meðal annars. Markið var á sviðunum og tók prestur eftir því. „Er þetta ekki biti, Jón minn?“ sagði hann við bónda um leið og hann skar eyrað af, en bóndi þreif eyrað af presti, stakk því upp í sig og át það og sagði um leið: „Það er ekki biti, og ekki hálfur viti“. —(Þjóðs. Ól. Dav.) Fyrsii glergiugginn Á fyrri hluta 19. aldar voru skjágluggarnir algengir nyrðra hjá alþýðu. Móðir mín heitin, sem fædd var 1811, sagðist ekki, íyrst þegar hún mundi til, muna eftir öðruvísi gluggum. Hún kvaðst muna það vel, að þegar hún var hér um bil 8 ára, að þá hefði hún heyrt getið um nýjan, stóran og prýðilegan glerglugga, sem settur hefði verið í bað- stofuna í Glaumbæ, og hefði mikið verið talað um þá ljóm- andi birtu, sem hann bæri, og fólk hefði komið betur til kirkju en vant var fyrst í stað, til að skoða dýrðina. Þetta hefur ver- ið 1819—1820, og man ég vel eftir glugga þessum á suður- enda baðstofunnar. Var það 4 rúða gluggi og ekki ýkjastór, eftir því sem nú er títt. —(Séra Þorkell Bjarnason) —Lesb. Mbl. Bændur sakna enn kinda svo hundruðum skiptir Óttast að margt af því fé hafi farizt ÁRNESI, E.-*Þing., 16. okt.: Leitað hefir verið stanzlaust að fé síðan í ofveðrinu, og hafa í aðaldal einum fundizt um 150 kindur í fönn. Voru 50—60 þeirra dauðar. Enn eru hér ófundnar 100—160 kindur, og má búast við að flestar þeirra hafi látið lífið. Mestu tjóni munu bændur á Geitafelli og Klömbrum hafa orðið fyrir. Er saknað 20 kinda frá hvorum bæ, en þar af hafa sjö fundizt dauðar frá Geitafelli og 5 frá Klömbrum. Sjö kindur fórust frá Árnesi og fimm frá Nesi. Góður leitarhundur Kristján Benediktsson frá Hólmavaði á mjög góðan leitar- hund af skozku kyni og hefir hann tekið sig upp og leitað með hundinum að undanförnu. Hefir hann með aðstoð seppa fundið 30 kindur og hafa 20 þeirra verið á lífi. 200 fóru í fönn óljóst er enn, hve margt fé hefir orðið úti í Reykjadal, en álitið er að um 200 hafi farið 1 fönn og um 100 er enn saknað. í Bárðardal er fjárskaðinn mun minni. —H. G. —Mbl., 17. okt. Mætur maður látinn m ► I - t V t C R 0 S S J This space contributed by WINNIPEG BREWERY LIMITED Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar var haldinn í kirkjunni á þriðju- dagskvöldið 8. des. við góða að- sókn. Hefir þetta verið merkis- og athafnaár í sögu safnaðarins, enda hafa alt að 400 manns bætzt á safnaðarskrána á þessu tímabfli. Viðgerð á kirkjunni og breytingar, sem fram fóru á ár- inu námu alt að $2000. Þetta er að mestu greitt og fjárhagur safnaðarins í bezta lagi. 1 safn- aðarráðið voru þessir kosnir til tveggja ára: G. G. Brandson, Skúli Anderson, Paul W. Good- man, Robert Storry, Axel Vopnfjörð, og S. A. Gíslason til eins árs í stað Fishers Einarson, sem sagði af sér nefndarstörfum. í Djáknanefndina voru kosin þau Anna Stefánsson, Mrs. Arni Olafson, Ingi Björnson, Fred Bjarnason og S. W. Bowley. Mrs. G. K. Stephanson var kosin heiðursmeðlimur Djákna- nefndarinnar í viðurkenningar- og þakkarskyni fyrir frábært starf í nefndinni á umliðnum árum. Hinn 29. nóvember síðastlið- inn lézt á sjúkrahúsi í Balcarres í Saskatchewanfylki Þorbergur Benjamínsson 41 árs að aldri; varð hjartabilun honum að bana; útför hans var gerð þar vestra hinn 2. desember. Þorbergur var sonur þeirra Tómasar Benjamínssonar og eftirlifandi ekkju hans Soffíu Benjamínsson, er búsett voru um langt skeið í Lundarbygð við Manitobavatn; hann starf- aði í mörg ár hjá Saskatchewan Pool Elevator félaginu sem verkstjóri eða formaður við kornhlöðubyggingar og naut ó- skipts trausts samferðamanna sinna, enda í öllum efnum hinn ábyggilegasti maður. Þorbergur lætur eftir sig konu sína, Edith, fædd Hakonson af sænskum ættum, ásamt tveimur ungum börnum; auk þess þrjú systkini, Halldór, sem búsettur er í Riverton, Guðrúnu (Mrs. Mc Whirter) í Fort William, og Sigurbjörgu (Mrs. Turner) til heimilis í Winnipeg. Þorbergur var sæmdarmaður um alt og er því þungur harmur kveðinn að sifjaliði hans vegna hins sviplega fráfalls. Bréf frá Glenboro 1. DESEMBER 1953 Merkilegustu fréttir héðan er tíðarfarið, nóvember var dá- samlega góður, beztur í manna minnum, sólskin og staðviðri dag eftir dag, hver dagurinn öðrum betri og farsælli. Engin þörf að fara til California eða Florida eins og tíðin hefir verið að undanförnu. Heilsufar má heita gott, að undanteknu því, að lömunarveiki hefir verið að stinga sér niður í nokkrum stöðum, en sem betur fer hefir hún verið væg. Og það fólk, sem hefir veikzt hér, mun verða jafn gott eftir útliti að dæma nú. Annars er þessi lömunarveiki hinn mesti vágestur. Vonandi finna læknavísindin varnar- meðal gegn henni áður en langt líður. Ú' Sunnudaginn 15. nóvember prédikaði séra Stefán Guttorms- son frá Cavalier, N. Dak., hér í prestakallinu, á Baldur seinni- partinn og 1 Glenboro að kvöld- inu. Sannarlega lét ekki séra Stefán grasið gróa undir fótum sér þennan dag, því tvær guðs- þjónustur hafði hann í Dakota áður en hann fór hingað norður. Að lokinni guðsþjónustu í Glen- boro keyrði hann um nóttina heim til Cavalier. Kom öllum saman um, að hann hefði þá lokið góðu dagsverki. Séra Stefán er vel máli farinn og var ræða hans vel rómuð, og fram- koma hans öll hin prýðilegasta. Hann er gáfumaður og lofar miklu í framtíðinni. Sver hann sig vel í ættina. Þann 1. des. síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband að Cypress River, Manitoba, þau Bryan H. S. Arason og Florence Helen Yeo. Brúðurin er af hér- lendum ættum, en brúðguminn er sonur T. S. Arason og konu hans Ólafar Siggeirsdóttur Thordarsonar (hún er systir Kolbeins Thordarson prent- smiðjustóra). Brúðhjónin setjast að í Cypress River. Hefir brúð- guminn unnið í mörg ár við akuryrkj u-verkf æra-verzlun Helga Helgasonar og er nú verzlunarfélagi hans. Bryan er með efnilegustu ungum mönn- um hér, ábyggilegur og vinsæll. Hamingjuóskir til brúðhjón- anna. ☆ Á fjölmennri samkomu í Ar- gyle Hall þann 17. nóvember sagði Hermann Arason frá ferð sinni til Bretlands, íslands og Vestur-Evrópulandanna og dvöl sinni þar s.l. sumar og sýndi þar fjölda af ágætum myndum. — Aftur kom Hermann fram með erindi sitt og myndir í Odd- fellows Hall í Glenboro 30. nóv. Voru þar um 400 manns saman komnir; var hans hlutverk mjög vel rómað á báðum samkomun- um. — Hermann var allt síðast- liðið sumar austan við haf og sá margt og lærði. Hlaut hann, eins og getið hefir verið í ís- lenzku blöðunum, ríflegan námsstyrk til frekara náms í búnaðarvísindum erlendis; var hann annar af tveimur frá Canada, sem veittur var þessi námsstyrkur. Hermann er efni í ágætan Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Argyle Preslakall — Rev. J. Fredriksson Sunnud. 13. des. BRÚ: Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Ensk messa kl. 2 e. h. GLENBORO: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Jóla Cantata kl. 7 e. h. Cantatan er sungin af söng- flokkum Lútersku og United kirknanna í Glenboro. Mrs. J. Rutherford er söngstjóri og Mrs. A. Sigmar organisti. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 13. des. Ensk messa, Pre-Christmas- Service — kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk Jólamessa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Innisfail, Alberta, 5. desember 1953 Herra ritstjóri: Um leið og ég sendi áskriftar- gjald Lögbergs vil ég biðja ykkur vinsamlega að breyta utanáskrift minni frá Marker- ville, Alberta til R.R. 1, Innisfail, Alberta. Vil ég vinsamlega þakka ís- lenzku blöðunum, Lögbergi og Heimskringlu, fyrir að heiðra minningu föður míns á afmæli hans svo virðulega og vel. Sömu- leiðis þakka ég frú Ingibjörgu Jónsson fyrir að minnast móður okkar á sama tíma í hennar kvennadálki. Sendi ég svo kæra kveðju til allra vina minna austur frá, sem gerðu mér ferðina til Islands mögulega, með þakklæti, sem mig brestur orð að lýsa. Þökk fyrir alla gestrisnina, hvar sem leið mín lá, og sérstaklega vel bið ég að heilsa ferðafélögunum góðu. Hugheilustu hátíðaróskir! Rósa S. Benediktson leiðtoga; hann er vel gefinn, duglegur og ábyggilegur, vin- sæll og góður drengur. Hann mun flytja erindi sitt og sýna myndir í Winnipeg og víðar í Manitoba. Núna bráðlega kemur hann fram í Austin og Glad- fetone. ☆ Mrs. Ellis Sigurðsson fór ný- lega til Montreal og er þar enn í heimsókn hjá syni sínum, Ledrow Sigurðsson, sem hefir þar ábyrgðarstöðu hjá Hudson’s Bay félaginu. G. J. Oleson DREWRYS M.D.334

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.