Lögberg - 14.01.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.01.1954, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON COUNTRY TRIPS FUNERALS 67. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954 NÚMER 2 Eisenhower forseti óvarpar sameinað þing Hinn 6. þ. m. kom þjóðþing Bandaríkjanna saman til funda og flutti þá Eisenhower forseti, svo sem siður er til, ávarp í sameinuðu þingi um hag þjóðar- innar og framtíðarhorfur; hér verða nefnd þau meginmál, er forseti sérstaklega vék að: Hann kvað stjórn sína þeirrar skoðunar, að sanngjarnt væri, að lýðræðisþjóðunum yrði veitt- ar takmarkaðar upplýsingar um framleiðslu og nothæfni atóm- vopna innan vébanda Banda- ríkjanna með það fyrir augum, að slíkt fengi styrkt að nokkru varnarráðstafanir hinna frjálsu og frelsisunnandi þjóða; hann kvaðst ala þá von í brjósti, að slíkum vopnum yrði einungis beitt í þágu mannréttinda og til öryggis alheimsfriði; en ef á hinn bóginn að því ræki, að friðelsk- andi þjóðir yrði að verja frelsi sitt gegn ósvífnum árásaröflum, yrði vopnum slíkrar tegundar vægðarlaust beitt. Forseti gerði ráð fyrir, að út- gjöld þjóðarinnar á næsta fjár- hagsári hlypi upp á $66,600,000- 000. Hann lagði á það ríka á- herzlu, að nú yrði það ekki fram ar dregið á langinn, að hrinda Stórtjón af völdum eldsvoða 1 fyrri viku brann til kaldra kola ein meiriháttar bílastöð í St. James og er tjónið metið á tvö hundruð og fimmtíu þús- undir dollara; það tók slökkvilið St. James og Winnipeg-borgar margar klukkustundir að koma eldinum fyrir kattarnef, því veðurhæð var allmikil; gneistar frá stálsuðuofni ollu íkveikj- unni, að því er yfirmönnum slökkviliðsins segist frá; margir menn mistu atvinnu sína af þessum orsökum. Skipaður í óbyrgðarstöðu DWiGilT D. EiSEH'iOWER í framkvæmd löggjöf um St. Law.rence skipaskurðinn og virkjun fljótsins í samvinnu við Canada, því nér væri um stórmál að ræða, er gripi djúpt inn í framtíðaröryggi þjóðanna beggja; hann mælti með löggjöf, er að því lyti, að svipta þá kommúnista þegnréttindum, er | Proíessor ,1 Noróuriandamalum fundnir hefðu verið sekir um samsæri gegn hinu lögskipaða ríkisvaldi, og hann gat þess enn- ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON frá Sandi: Bókmenntafrömuður í Vesturheimi Ahugamál og viðfangsefni manna eru margvísleg. Sumir leggja stund á skemmtanir, þeg- ar færi gefast. Aðrir láta einskis ófreistað til að auðga sig og veita sér þau þægindi, sem fást fyrir fé. Amsir leita að nautnum eða vegtyiium, en fá þorsta sín- um aldrei svalað. Enn eru þeir, sem kosta kapps um að láta öðrum í té lífsverðmæti, efnis- kennd eða andleg, leiða í ljós dulin sannindi, liðsinna bág- stöddum, fræða eða auka kynni og gagnkvæman skilning milli þjóða og einstaklinga. Ófáir slíkra manna eru svo fórnfúsir og ósérhlíínir, að þeir unna sér engrar hvíldar, eins og þeim sé í blóð borin — eða þeir hafi þroskað af eigin rammleik — hvöt til að láta sem mest gott aí sér leiða öðrum til farsældar og þroska, menningar eða þjóð- þrifa. Einn úr hópi síðast nefndra manna er doktor Richard Beck, A. R. Swanson Þessi ungi maður, sem er sonur Ragnars Swanson for- manns rannsóknarlögreglunnar í St. Boniface og frú Karolínu Swanson, hefir verið skipaður í framkvæmdarstjórn Burns & Denton Limited, sem telst til The Investment Dealers As- sociation of Canada, og hann hefir jafnframt gerst hluthafi í Burns & Denton Company, en það félag á sæti í Toronto Stock Exchange. Mr. Swanson er mikill áhuga- ftiaður, sem kominn er vel á veg flaeð að ryðja sér glæsilega braut a vettvangi fésýslunnar. fremur, að síðan Republicanar komu til valda, hefði 2,200 kommúnistum eða kommún- istisk-sinnuðum mönnum og konum verið vikið úr þjónustu hins opinbera. Ráðstafanir kvað forseti mundu verða til þess gerðar, að koma í veg fyrir við- skipta og fjárhagskreppu þó slíku þyrfti naumast að gera skóna, þar sem vitað væri að efnahagsleg afkoma þjóðarinnar hvíldi á traustum grunni; þá lét forseti þess getið, að lagt yrði fyrir þing frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskránni, er að því lyti að rýmkva svo um kosningarétt, að hann yrði bundinn við 18 ára aldur; mun þetta verða gert með hliðsjón af hinum almennu kosningum til þjóðþingsins, sem haldnar verða í nóvembermánuði næstkom- andi. Þá lýsti forseti yfir því, að haldið yrði uppteknum hætti um fjárhagslega aðstoð við er- lendar þjóðir, þó einkum og sér í lagi þær, sem skemst væru á veg komnar í áttina til sjálfs- bjargar, auk þess sem lagt yrði innan skams fyrir þing frum- varp til laga um aukið öryggi landbúnaðarins. Eftir blaðafregnum að dæma, var ræðu forseta yfir höíuð fagnað hið bezta. vió rntisháskólann í Norður Uakota. Má sjá af mórgu, að hann situr ekki auðum hondum, þegar hlé verður a kennslu- slorium. Arum saman hefir hann fiutt fjólda íyrirlestra um bók- menntir og menningu Norður- ianda víða í Bandaríkjunum og Kanada. Hann er líka skald gott og aíkastamikill rithöfund- ur, enda hamhleypa til starfa. Aó þjóðræknis- eöa kynnmgar- störíum meðal Vestur-ísiend- inga helir hann unnið ai mikilii lorníýsi. Og eítir hann liggur stórmerkilegt starf í bókmennta sögu og ritdómum. Á síðasta ári gaf hann út eftir sig litla, en fallega ljóðabók á ensku: A Sheal of Verses. Er ekki heigl- urn hent að íullnægja þeim kröf- um, sem gerðar eru til ljóða- gerðar í hinum enskumæiandi heimi. Arið 1950 gaf hann út ljóðskáldsögu íslendinga 1800— 1940 á ensku, um hálft þriðja hundrað blaðsíður að stærð í Skírnisbroti með smáu letri, svo að hér er ekkert smáræðisverk á ferðinni. Hitt er þó meira um vert, að verkið er hið vandað- asta í alla staði, skáldin metin og dæmd af víðtækri þekkingu, djúpum skilningi og frábærri sanngirni. Efa eg stórlega, að jiokkur íslendingur hefði ieyst petta verk betur af hendi en Kichard Beck aö öllu ieyti, svo hrifinn varð ég af óhlutdrægni hans í skáldanna garð, víðsýni og hóísemi í frásögn, er ég las þessa bókmenntasögu. Kem ég þá að þvi ritverki Becks, er mig grunar, að honum þyki hvað vænst um sjálium, en pað er Æítiand og erfðir, úrval úr ræðum og ritgerðum, gefið út af Norðra (ég veit ekki hvenær, því að ekkert ártal er sjáanlegt a bókinni, en nýleg mun hún vera). Þessi bók kom mér all- injög á óvart, svo hlýnaði mér um hjartað við lestur hennar. Sjötíu og fimm ára minningarrit Nálega tveir fimmtu bókarinnar eru hugvekjur um þjóðræknis- Eylands, flutti við upphaf há- Svo sem vitað er, hélt Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg hátíðlegt sjötíu og fimm ára af- mæli sitt í októbermánuði síð- astliðnum og stóðu hátíðahöldin vfir í viku; frá þeim var þá sagt allýtarlega hér í blaðinu og þar af leiðandi engu við það að bæta; en nú er komið út Minn- ingarrit vegna safnaðarafmælis- ins, fjölbreytt að efnisvali og fróðlegt um margt, og má því ekki minna vera en athygli Is- lendinga sé að því leidd. Fyrsti lúterski söfnuður var stofn- settur árið 1878 fyrir atbeina djarfhugsandi brautryðjenda, er helguðu framtíðinni sigurvonir sínar í þessu landi, og þeim varð vissulega að trú sinni, því svo hefir söfnuðinum vaxið fiskur um hrygg, að nú er hann hinn fjölmennasti lúterski söfnuður í Vestur-Canada. Minningarritið heíst með á- hriiamikilli prédikun, er prest- ur safnaðarins, Dr. Valdimar J. prentað hafi eða annast um rit- stjórn. Ritið er prentað á ágætan pappír, en ekki hefði komið að sök, þó prófarkalestur hefði ver- ið nokkru vandaðri, en raun ber vitni um. Verð $1.25, en varð- andi útsölu vitnast til auglýs- ingar frá K. W. Jóhannson, er um útsöluna annast. Fluttur til Edmonton Dánarfregn Elzta konan á Islandi, ekkjan Helga Brynjólfsdóttir 106% árs (eitt hundrað og sex ára og sex mánaða), er hún lézt 2. desem- ber 1953 að heimili dótturdóttur sinnar, frú Sigríðar Thordarsen, Hringbraut 7, Hafnaðarfirði, Is- landi. Helga var mesta merkiskona á allan hátt, hjálpfús við þá, sem bágstaddir voru. Hún var líkamlega og andlega hraust alla sína löngu ævi, og fylgdist með því, sem var að gerast í heiminum. Hún var bjartsýn og glaðlynd og sístarfandi að heill þess heimilis, sem hún bjó á ,og gekk ekki á undan öðrum á heimilinu til hvílu sinnar, þó aldurinn væri orðinn hár. Hún var lasin 1. des. s.l. og skildi við 2. des., eða daginn eftir. Blessuð sé minning hennar, og hjartans þakkir frá þeim, sem voru henni samferða og þágu gæði frá henni í orði eða verki. Vinkona vestan hafs I og ætt. inál Vestur-íslendinga og menn- ingartengsl þeirra við heima- þjóðina. Um þessi erindi er það að segja í stuttu máli, að þau ættu að vera kærkominn fengur hverjum íslendingi, hvar sem hann á heima og hvaða flokk, sem hann aðhyllist. Svo þjóðleg eru þau að efni og hituð af log- andi ættjarðarást og umbóta- þrá, að lesandinn hrífst ósjálf- rátt með eldmóði höfundarins, enda eru ræður þessar hinar skemmtilegustu aflestrar og fróðlegar, því að höfundur kem- ur víða við. Sumum kann að virðast nokkuð af endurtekning- um. En ekkert er eðlilegra. Þetta eru lögeggjanir og eiga erindi til allra Islendinga, jafnt austan hafs sem vestaH. Fyrst og fremst eru þær þó unglingum hollur lestur, minna helzt á sum rit Jóns heitins Aðils, t. d. Dag- renningu, sem vöktu unga menn til umhugsunar og dáða laust eftir aldamótin síðustu. Mér fyrir mitt leyti fannst þó enn meiri fengur að síðari hluta Ættlands og erfða. Fjallar hann um íslenzk skáld og verk þeirra. Þessir höfundar eru teknir til meðferðar: Jón Þor- láksson, Matthías Jochumsson, Grímur Thomsen, Örn Arnarson, Jón Magnússon, Hulda, Sigurður Eggerz, Halldór Hermannsson, Jónas Hallgrímsson, Davíð Stef- ánsson, Þorsteinn Gíslason og Einar Benediktsson. Sérstaklega þótti mér mikill fengur að rit- gerðunum um séra Jón á Bægisá, Jón Magnússon, Huldu og Þor- Framhald á bls. 8 tíðahaldanna, enda er hann mælskur langt umfram það er almennt gerist og ritfær með ágætum; auk prédikunar Dr. Vaidimars, hefir ritið til brunns að bera ýmissa þætti úr starfs- sögu safnaðarins, er bera nöfn Ingibjargar Bjarnason, Olmars Sigurdson, H. A. Bergmanns, Mrs. O. Stephensen, Auroru Thordarson, S. O. Bjerrings, Gissurar Elíassonar og Paul Bardal. Þá fylgir og skýrsla yfir útgjöld og inntektir safnaðar- ins að viðbættri meðlimaskrá, þar sem er að finna heimilisfang og símanúmer hvers einstakl- ings og hverrar fjölskyldu, er telst til safnaðarins; mikill fjöldi mynda prýðir Minningarrit þetta, og eykur slíkt allverulega á sögulegt gildi þess; allir eru þættirnir um margt hinir fróð- legustu þótt mismunandi séu að stílþrótti og frásagnarblæ; í rit- inu er að finna ljóð, sem betur hefðu verið óprentuð og ekk- ert erindi eiga í bók, sem helguð er merkum viðburði í kristni- og félagsmálasögu Is- lendinga vestan hafs. Ekki sýnist úr vegl, að ritið hefði birt að minsta kosti eitt greinarkorn á íslenzku helgað þeim mönnum og konum, sem grundvöll lögðu að stofnun safnaðarins. Á forsíðu afmælisritsins eru ágætar myndir af kirkjunum þremur, sem verið hafa heimili safnaðarstarfsins og er það vel. Þótt hér sé vitaskuld um sögu- legt heimildarrit að ræða, gætir þess hvergi á titilsíðum hver Ríkisstjórnin reisir Sveinbirni Svein- björnssyni legstein 1 ágúst s.l. ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Björn Ól- afsson, að setja skyldi legstein á gröf Sveinbjargar Sveinbjörns- sonar, tónskálds, en hann hvílir í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Hefir nú verið komið fyrir stuðlabergssúlu á gröf tón- skáldsins. Afsteypa ur eir af lágmynd, er Ríkarður Jónsson gerði af Sveinbirni árið 1919, er ielld í súluna ofarlega. Þar fyrir neðan er letrað: „Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld. — Ríkisstjórn íslands reisti honum stein þenna“. Ársæll Magnússon, steinsmið- ur, hefir höggvið á steininn og fellt í hann myndina. en Sigur- björn Þorkelsson, forstjóri kirkjugarðanna, útvegaði stein- inn og sá um verkið að öðru leyti. —Mbl., 15. nóv. Við lát Finnboga Hjálmarssonar Nú er brostinn boginn trausti, bana lostin aldin hetja. Næturfrostin fylgja hausti, fjöri kosti harða setja. —P. G. Gísli S. Borgford Gísli S. Borgford, sem um all- mörg ár hefir gegnt trúnaðar- störfum hér í borg fyrir verka- lýðssamtökin, Canadian Con- gress of Labor, hefir nú verið skipaður umdæmisstjóri þeirra samtaka í Alberta og tekið sér bólfestu í Edmonton. Gísli er maður prýðisvel gefinn og að sama skapi fylginn sér; hann bauð sig fram til fylkisþingsins í Manitoba í júníkosningunum síðastliðnum og var þá hér í blaðinu sagt frá uppruna hans Mig dreymdi sól Eftir ROBERT BURNS Mig dreymdi sól og brekku blóma, blóm út sprungu daginn þann, heyrði fagra fuglahljóma, fram hjá kristalstraumur rann. Himinn sortnar, hleypti brúnum, hvirfilbylur sveigði trén. Eikur streitast örmum lúnum, undir svellur gruggað fen. Morgunsár mér lék í lyndi, leið mín bernska fjarri sorg, þó löngu fyrir hádag hryndi hús mín öll sem spilaborg. Þó hverfult lán mig hafi svikið, heitið fögru, efnt það skammt, og björtum vonum burtu vikið, ég ber mig karlmannlega samt. — DÁNARFREGN — Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu, 1148 Strathcona Street hér í borginni, frú Soffía Davidson, 70 ára að aldri, góð kona og vinsæl; auk manns síns, Júlíusar byggingameistara, læt- ur hún eftir sig eina dóttur, Mrs. Graham Bain. Útförin fór fram frá Bardals á mánudaginn. Séra Jhilip M. Pétursson jarðsöng. Formaður skólaráðs Sigurður Norland þýddi —KIRKJURITIÐ Peier D. Curry Er skólaráð Winnipegborgar hélt sinn fyrsta fund á árinu í vikunni sem leið, var Peter D. Curry kosinn formaður þess fyr- ir árið 1954. Mr. Curry er mikill áhuga- maður um mannfélagsmál og rekur hér í borg umsvifamikið fésýslufyrirtæki; hann er ís- lenzkur í móðurætt, en móðir hans er hin kunna þrekkona frú Bertha Curry, sem búsett er í San Diego, California.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.