Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round, The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 21. JANÚAR 1954 NÚMER 3 Kjörinn fil biskups yfir íslandi Hinn 15. þ. m. voru úrslit um biskupskjör á íslandi gerð heyrin kunn og var prófessor Ásmundur Guðmundsson valinn ‘í þetta virðulega embætti; að- eins prestar þjóðkirkjunnar og prófessorar við guðfræðadeild háskólans hafa 1 þessu efni at- kvæðisrétt. Prófessor Ásmund- ur hlaut 68 atkvæði, en Dr. Magnús Jónsson 45, þó hann hefði opinberlega lýst yfir því, að hann bæðist undan kosningu. Ásmundur er fæddur í Reyk- holti 6. október 1888, sonur þeirra Guðmundar prófasts Helgasonar og frú ÍÞóru Ás- mundsdóttur; hann lauk stú- dentsprófi 1908 og guðfræðiprófi 1912, í báðum tilfellum með háum einkunnum; að loknu há- 'skólaprófi var hann vígður að- stoðarprestur til Helgastaða- prestakalls og fékk hann veit- ingu fyrir brauðinu 1916. Hann var skólastjóri á Eiðum frá 1919 til 1928, en var skipaður kennari við guðfræðadeild háskólans 1928 og prófessor 1934. Hann hefir árum saman verið for- niaður Prestafélags Islands og ritstjóri Kirkjuritsins og leyst þau störf af hendi með mikilli sæmd, enda manna samvizku- samastur að hverju, sem hann gengur. Á árunum 1912—1914 gegndi próf. Ásmundur prestsstörfum í Wynyard, Saskatchewan, og víð- ar þar vestra hjá þeim söfnuðum, er séra Friðrik J. Bergmann stofnaði til; hann er kvæntur Steinunni Sigríði, dóttur séra Magnúsar heitins Andréssonar frá Gilsbakka, glæsilegri af- bragðskonu. Ásmundur er mikilvirkur rit- höfundur og vandvirkur að sama skapi; hann er maður víð- sýnn í trúarefnum, en umfram alt annað, vinfastur dreng- skaparmaður. Lögberg flytur hinu nýja Róóherrafundi lokið Svo sem áður var skýrt frá hafa fjármálaráðherrar brezku samveldisþjóðanna setið á ráð- stefnu í borginni Sidney í Astra- «u nokkra undanfarna daga til að ræða sameiginleg hagsmuna- mál, einkum þau, er lúta að frjálsum viðskiptum þjóða á meðal og lækkuðum tollmúrum; allar þær þjóðir, er fulltrúa áttu a ráðstefnunni nota, að undan- tekinni canadisku þjóðinni, sterlingspund að gjaldeyri. Nokkuð var um það rætt á fundinum, að reyna að breyta þannig til, að unt yrði að greiða fyrir þær vörur, sem keyptar eru hjá dollaraþjóðunum í sterlingspundum. Þó eigi væri neinar fullnaðarráðstafanir tekn- ar í þá átt, enda eigi auðhlaupið að slíku. Lyrir hönd Canada sat fjár- málaráðherrann, Mr. Abbott, raðstefnu þessa, miklu fremur sem áhorfandi en virkur þátt- takandi, með því að hann kom frá dollaraþjóð. Ljármálaráðherra Breta, Mr. utler, lét vel yfir fundinum og uiðurstöðum hans og virtist jartsýnn um batnandi fjárhag Þjóðar sinnar. Próf. Ásmundur Guðmundsson biskupsefni hugheilar árnaðar- óskir og árnar íslenzku þjóðinni allra heilla með val jafn ágæts manns til biskupstignar. Dónarfregn Eyjólfur Hinriksson, f. 2. apríl 1867 — d. 24. des. 1953, 86 ára gamall. Eyjólfur var sonur hjónanna Hinriks Gíslasonar frá Net- hömrum í Ölfusi og Jórunnar Magnúsdóttur frá Steinholti í Leirársveit. Systkinin voru tíu. Sex komust til fullorðinsára, öll eru þau nú dáin nema ein systir, Guðrún, til heimilis í Reykjavík. Eyjólfur ólst upp á Strýtu í ölfusi hjá Guðmundi Guð- mundssyni og konu hans Hall- dóru Jónsdóttur. Árið 1896 kvæntist hann Ingibjörgu Björns dóttur frá Bakkaholtsparti í Ölfusi. Þau fluttu til Canada árið 1903 og tóku heimilisréttar- land norðvestur af bænum Churchbridge, Sask. Þeim varð 9 barna auðið. Fara nöfn þeirra hér á eftir: Björn, bóndi við Church- bridge, dó 1952; Þuríður, Mrs. G. Sveinbjörnssori; Guðrún, Mrs. A. Magnússon; Jórunn, Mrs. S. B. Johnson; Dýrfinna, Mrs. V. Johnson, allar til heimilis við Churchbridge; Mrs. W. S. Jónas- son í Winnipeg; Albert að Spy Hill, Sask.; og Guðmundur og Valdimar, bændur við Church- bridge. Barnabörnin eru 25 og barnabarnabörnin 16. Eyjólfur heitinn var duglegur og forsjáll bóndi. Hann braust í gegnum erfiðleika frumbýlings- áranna og eignaðist góðan bú- stofn og varð gildur bóndi. Það lagðist á hann sú þunga þraut í ellinni að verða blindur, að missa konu sína árið 1949 og son sinn, Björn, mikinn og góðan dreng, árið 1952. í gegnum myrkrið sá hann björtu hlið lífsins. Hann naut sérstaks barnaláns, tengdabarn- anna eigi síður en sinna eigin. Þau þjónuðu og hlúðu að hon- um af gæzkuríkri lund og gjörðu honum ævikvöldið unaðsríkt. Eyjólfur var góður nágranni, hjálpsamur og svo áreiðanlegur í orði og verki að til þess var tekið og stólað á hann; hann var kátur, heimilisglaður og hið mesta valmenni. Seinustu árin var Eyjólfur til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Ágúst Magnússyni, umkringdur börn- um sínum og vinum. Þar lézt hann s.l. aðfangadag. Húskveðja var flutt á heimilinu þann 28. des. og útförin fór fram frá Concordia kirkjunni að fjölda fólks viðstöddu. Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro jarð- söng. Fiskimálafundur 12. janúar Harmafregn Síðastliðinn föstudag varð bráðkvödd í Washington, D.C., Mrs. Blaine Clarke (Margrét Thors), dóttir Thor Thors sendi- herra og frú Ágústu Thors, 24 ára að aldri, fögur kona og góð svo sem hún átti kyn til; útför hennar varð gerð á mánudaginn. Lögberg flytur hinum sorg- bitnu foreldrum og sonum þeirra innilega samúð vegna þess djúpa og óvænta harms, sem nú hefir að þeim verið kveðinn. Helskotinn í réttarsal Sá atburður gerðist nýverið í Warrenhéraði í Pennsylvaníu- ríkinu, að verkamaður, er ásak- aður var um að hafa brugðist lögskipuðum, vikulegum greiðsl um til konu sinnar, er héraðs- réttur áður hafði gert honum að skyldu að greiða, helskaut dómarann í réttarsalnum, rauk í ofboði út eftir tilverknaðinn, komst í bíl en náðist eftir sex mílna kappakstur við lögregl- una; hafði hann þá skotið sjálf- an sig í hálsinn og var fluttur á sjúkrahús aðfram kominn vegna blóðrennslis; amerísk blöð telja atburð þenna alveg ein- stæðan í sinni röð. Landskjálfti í Californíu Á þriðjudaginn hinn 12. þ. m., varð snarpra landskjálftakippa vart í Californíu; mest bar á þessu á svæðinu frá landamær- um Mexico og norður til Sacra- mentsborgar. Eins og kunnugt er, komu sr. Bragi Friðriksson og kona hans Katrín Eyjólfsdóttir vestur um haf skömmu fyrir síðustu jól, en sr. Bragi hafði þá verið ráðinn prestur Lunda- og Langruth- safnaða. Messaði sr. Bragi í fyrsta sinn að Lundum á jóladag, en var settur í embætti við sérstaka at- höfn í Lundakirkju fimmtudag- inn 14. janúar s.l. Stjórnaði dr. Valdimar J. Ey- lands, forseti hins ísl.-lúterska kirkjufélags, athöfninni og setti sr. Braga hátíðlega í erribættið. Sr. Haraldur S. Sigmar á Gimli prédikaði, en kveðjur flutti sr. Jóhann Friðriksson í Glenboro, fyrrverandi sóknar- prestur að Lundum, og gaf hann sr. Braga að lokum til heilla lykil að kirkju staðarins, er hann hafði eignazt 1931, þegar hann þjónaði þar í fyrsta sinn, og ætíð átt síðan. Sr. Robert Jack flutti og kveðjur frá söfnuðum sínurp í Nýja íslandi og árnaði starfs- bróður sínum alls hins bezta. Kvaðst hann vona, að þeir gætu síðar prédikað hvor í annars kirkjum og átt þannig ánægju- lega samvinnu. Er sr. Bragi hafði verið settur í embættið, prédikaði hann á báðum málunum, tónaði og flutti bæn, og þótti öllum mikið til koma. Lauk þar hinni kirkju- legu athöfn. Fjölmennur kór söng sálma bæði á undan og eftir, en organ- leik annaðist frú Rósa Hjartar- son. Hvert sæti í kirkjunni var skipað. Að athöfninni lokinni var öll- um boðið til samsætis í sam- komuhúsi bæjarins, þar sem borið var fram kaffi og aðrar veitingar af hinni mestu rausn. Úr borg og bygð Open Meeting at Gimli The newly formed Gimli Group of Alcoholics Anonymous will hold an Open Meeting on Friday, January 22, 1954, at 8:30 p.m., at the Gimli Lutheran Church, Gimli, for the purpose of presenting, in an interesting way, some of the basic concepts of the world-wide movement of Alcoholics Anonymous. Any- body confronted with an alco- holic problem one way or an- other would do well to attend this meeting to learn how this unique society of former drink- ers has successfully attacked its problems these past eighteen years to the benefit of countless thousands. All can attend this meeting without fear of being embarrassed in any way. Gífurlegt mann- og eignatjón í fyrri viku orsakaði snjóflóð úr Ölpunum gífurllegu mann- tjóni og eigna í Austurríki og enn ganga þar á ósköpin öll vegna fannfergis og ofsastorma; vitað er að 116 manns hafi týnt lífi en eigi þykir ólíklegt að dánartalan verði hærri um það, er öll kurl koma til grafar; björgunarráðstafnanir hafa mjög torveldast vegna óveðursins; af sömu ástæðum varð og nokkurt tjón í Svisslandi og á Italíu og einnig á Þýzkalandi. Laugi Breckman, forseti Lunda- safnaðar, stýrði samkomunni röggsamlega og kvaddi hvern af öðrum upp til ræðuhalda. Fluttu allir aðkomuprestarnir fjórir ræðu, en auk þeirra Njáll Bár- dal, féhirðir kirkjufélagsins, og próf. Finnbogi Guðmundsson. Síðast talaði sr. Bragi Frið- riksson og þakkaði öllum við- stöddum, kirkjufélaginu og söfn- uðum sínum hinar hlýju við- tökur, er þeim hjónum hefðu verið veittar, og kvaðst ekki betur geta lýst þeim en með því að segja, að þeim fyndist sem þau væru komin heim. Samkoman var hin fjölmenn- asta og lofar góðu um farsælt samstarf prestshjónanna og safnaðarins norður þar. Hinar tvær rannsóknarnefndir fiskimálanna héldu fund í þing- húsinu á þriðjudaginn 12. þ. m. Fyrirvari var svo lítill, að ekki gafst tækifæri að auglýsa fund- inn. Það fyrsta, er fundurinn sneri sér að, var að bjóða Mr. Johann- sen nokkrum frá Clandeboye að taka til máls. Sagði Mr. Johann- sen frá því, að hann hefði í all- mörg ár starfað á eigin reikning við að framleiða fiskimjöl og olíu úr ruslfiski og fiskúrgangi. Hann sagði, að þetta borgaði sig aðeins með því móti, að hann fengi ruslfiskinn fyrir % cent pundið. En ekki hvað hann fiski- menn vera reiðubúna að færa Litkvikmynd af íslandi HAL L1NN.UK Svo sem áður hefir verið skýrt frá, sýnir Hal Linker hina áhrifamiklu litkvikmynd sína Sunny Iceland, Hið sólríka Is- land í Playhouáe Theatre hér í borg á laugardagskvöldið hinn 13. febrúar næstkomandi; eftir- spurn eftir aðgöngumiðum er þegar orðin mikil og þess vegna er hyggilegt að láta það ekki bíða elleftu stundar, að útvega sér þá. Sjá auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. Hér fer á eftir útdráttur úr ummælum ýmissa Reykjavíkur- blaða um þessa fögru og hrífandi mynd: Morgunblaðið: „Að Islending- ingum sjálfum þykir mikið til myndarinnar koma, sannar hve góð hún er . . . .“ Tíminn: „Einhver sú bezta kvikmynd af landi og þjóð . . . .“ Mánudagsblaðið: „Frábær kvik mynd um Island . . . .“ Vísir: „Ágæt Islandsmynd . . .“ Alþýðublaðið: „K v i k m y n d þessi gefur hugnæma og fallega mynd af landi og þjóð . . . .“ sér slíkan fisk fyrir svo lítið verð, þótt hann helði fiskimjöls- tæki sín við fiskistöðvarnar. Með tilliti tli þess hve keilu og öðrum ruslfiski er að fjölga, sérstaklega í Winnipegvatni, hélt Mr. Johannsen því fram, að stjórnin ætti að borga fiski- mönnum fyrir að koma ruslfisk- inum að fiskimjölsstöðvum sín- um, það er að segja að bæta við þetta hálfa cent, er hann sjálfur borgaði, svo þeir fengju sem svaraði 3 cent fyrir pundið. Fór hann mörgum orðum um hve keilan væri orðin skæð í vatn- inu; hefði hann fundið svo mikið sem 20 smáfiska af öllum teg- undum innan í einni keilu. Þeir S. Sigurdson og G. W. Malaher sögðu, að fiskimála- deildin hefði rannsakað hvort fiskimjölsframleiðsla úr birting borgaði sig, en það væri hæpið að slík framleiðsla bæri sig á Winnipegvatni. A. S. Barber og G. F. Jónasson skýrðu frá dæm- um, er sönnuðu þessa skoðun. Hins vegar sagði Mr. Barber að vert væri að athuga vegna fram- tíðar fiskiútvegsins með hvaða hætti mætti eyðileggja varg- fiskinn. Mr. Jónasson kvað einu leiðina til að komast að nytsemi fiskimjölsfyrirtækis Mr. Jo- ‘hannsens vera þá að leyfa hon- um að starfrækja það á tveim stærstu fiskistöðvunum í ákveð- inn tíma, en hann benti jafn- framt á skoðun Dr. Kennedys, að öllum dauðum ruslfiski og slori ætti að fleygja í vatnið til að frjóvga það. — Mr. Jónasson kynnti nú tvo menn, sem fram að þessu hafa ekki sótt fiskimálafundina, en það voru J. Mieback, forstjóri Northern Lakes Fisheries, og G. M. Davis, forstjóri Gimli- Armstrong Fisheries. Eins og skýrt var frá í frá- sögninni um fundinn, sem hald- inn var 16. apríl 1953, var kosin 7 þingmanna nefnd; og J. G. Cowan falið að skipa aðra nefnd, e r fulltrúar fiskimanna, fiski- kaupmanna, fiskifélaga og fiski- neyenda ættu sæti í. Attu þessar nefndir að vinna sameiginlega að rannsókn fiskimálanna. G. F. Jónasson var kosinn formaður síðarnefndrar nefndar. Sagði hann nú að hann hefði verið beðinn þess af meðnefndar- mönnum sínum að grennslast eftir því, hvers vegna þeim hefði ekki borizt í hendur afrit af fundargjörningum rannsóknar- nefndarinnar og skýrslum, sem fyrir hana hefðu verið lagðar. Sagði hann, að sín nefnd hefði ekki setið alla fundina og gæti því ekki tekið fullkomlega þátt í rannsóknarstarfinu, vegna þess að hún hefði ekki allar upplýs- ingar við hendina. Mr. Cowan sagði, að einungis 8 afrit hefðu verið gerð, vegna þess hve það væri kostnaðar- samt; hefði það kostað $1600.00 að vélrita þessi eintök, en þau væru 1600 blaðsíður hvort; væru þessi afrit í höndum þingmanna Framhald á bls. 4 Olíuframleiðsla eykst að mun Að því er náttúrufríðindadeild fylkisstjórnarinnar segist frá, jókst olíuframleiðslan 1 Mani- toba svo stórkostlega á árinu, sem leið, að hún komst upp í 100.000 tunnur til jafnaðar á mánuði; alls voru á árinu 85 olíu- lincíir innan vébanda fylkisins 1 notkun. A CHILDREN'S PRAYER (Barnabæn, eftir Matthía.s Jochumsson) Father, make me a little light, Till life’s short course Fve trod, To help the wayward in the night To find the way to God. Father, make me a flower sweet That smiles with gentle grace, And unafraid at cold or heat Adorns its humble place. Father, make me a tune to bring Delight to hearts and minds, Wake summertime and joys of spring, But calm all strife it finds. Father, make me a triumph song, A hymn of faith alway, That breathes Thy strength to conquer wrong, And changes night to day. Father, make me a staff from Thee To steady those who’re weak, Till all the pound God gave to me I give in service meek. Translated by KOLBEINN SÆMUNDSSON Sr. Bragi Friðriksson settur í embætti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.