Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. JANÚAR 1954 Úr borg og bygð Alice May, dóttir Roberts h. og Edith Dodds, (nú Mrs. Fisher) frá Glenboro, og Björn James, sonur Jóns og Mary h. ísleifsson, einnig frá Glenboro, voru gefin saman í hjónaband á prests- heimilinu þann 30. des s.l. af sóknarprestinum. Systir brúð- arinnaf, Mrs. E. Ferguson, frá Winnipeg, var brúðarmey og aðstoðarmaður brúðgumans var bróðir hans William. Brúðurin var leidd fram af bróður sínum Alex. Vivian Fredriksson spilaði á hljóðfærið. Að athöfninni lok- inni voru leiknir á hljóðfæri kirkjunnar brúðkaupssöngvar. Fjöldi fólks sat rausnarlega veizlu á heimili brúðarinnar. Ungu hjónin fóru í brúðkaups- ferð til Winnipeg og víðar. — Brúðguminn gegnir ábyrgðar- stöðu hjá Interprovincial Pipe- line félaginu. — Heimili þeirra verður í Glenboro. iir — DÁNARFREGN — Þann 18. desember síðastlið- inn andaðist á heimili sonar síns Ragnars Guðmundssonar í Víðis bygð Guðbjörg Guðbrandsdóttir Guðmundsson. Hún var fædd á Katardal í Húnavatnssýslú 13. október 1862. Hún kom til þessa lands árið 1900 og hefir átt heima í Árdals- og Víðisbygð frá þeim tíma — að undanskild- um sjö árum, er hún átti heima í Duluth, Minn. Mann sinn, Jakob Guðmundsson frá Stað í Hrútafirði, misti Guðbjörg 1827. Þau* eignuðust 4 börn; tvær stúlkur, er dóu í æsku; en hin eru Ragnar, er hún hefir altaf * Úr dagbók Framhald af bls. 7 skýringunum, sem fylgdu mynd- inni. Myndin er falleg túlkun þess bezta og háleitasta, sem Sovét- ríkin hafa að bjóða á sviði list- anna. Þjóðlegt stolt og hrifning þess, sem gjört hefir verið og gjöra skal í veldi og heimi Sovét ríkjanna, var hið þunga undirlag tóna og mynda. Að lokinni myndasýningunni voru boðnar ríkulegar veitingar af rússneskrar gestrisni. Vodka og kaviar fylla borðin, en ekki fólkið, enda vill svo illa til að flestir þurfa að flýta sér úr þessu vingjarnlega hófi. Frú Zaroubin leiðir okkur að borðum, og biður okkur að njóta góðgjörðanna. Starfsmenn sendiráðsins ganga um og bjóða gestunum ríkulega. Ambassador Zaroubin er alls- staðar nálægur. Þetta kvöld eru allir frjálsir að bjóða góðan þokka, gestrisni og alúð. En því miður verðum við að fara fljót- lega, því að kl. 10.00 eigum við að vera mætti í viðhafnarbúningi „kjóli og hvítu“ hjá ambassador Filipseyja, General Carlos P. Romulo og frú. Þetta boð höfð- um við þegið áður en rússneska boðið barst okkur. Þar sem það var hið fyrsta boð, sem haldið var í Washington til heiðurs hin- um n ý j a utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Foster Dulles, þykir hlýða að allir sendi herrar mæti. ☆ Við skunduðum heim og skipt- um um föt og gengum síðan fyr- ir Romulo, frú og gesti þeirra, utanríkisráðherrahjónin. Dulles segir nokkur gletnisyrði við mig, en við erum kunnugir frá þingum Sameinuðu þjóðanna, þar sem Dulles hefir í mörg ár verið einn af aðalmálsvörum Bandaríkjanna undir stjórn Tru- mans og fyrirrennara Dulles í sendiherra stöðu utanríkisráðherra, Dean Acheson. Sýnir þetta traust það, sem Dulles nýtur hér í landi. Boð þetta átti sér annars ein- kennilega sögu. Við forsetakosn- ingarnar, sem fram fóru í Banda ríkjunum haustið 1948, voru Dulles og Romulo báðir staddir í París sem fulltrúar landa sinna á allsherjarþingi Sameinuðu sem þar var háð. Þá var almennt búist við því, að Dewey mundi sigra Truman, og að Dewey mundi velja Dulles sem utanrík- isráðherra sinn.. General Rom- ulo er hrifgjarn og ör og bauð Dulles nokkru fyrir kosningarn- ar í hátíðlega veizlu sem utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og skyldi veizlan háð að kosningum loknum. En kjósendur í öllum löndum eru skrítið fólk og ó- útreiknanlegt. Þeir kusu Tru- man en ekki Dewey. Romulo varð því að láta hátíðina fyrir Dulles falla niður 1948 og bíða 4 ár. Það varð Eisenhower en ekki Dewey sem gjörði Dulles að ut- anríkisráðherra. Hinsvegar átti Dulles drjúgan þátt í að gjöra Eisenhower að forseta. Þyngdar- lögmál stjórnmálanna er ráð- gáta allra óvitlausra manna. Boðið í hinu fallega sendiráði Filippseyja var með svipuðum hætti og önnur Washingtonboð. Matur og drykkur ríkulega fram borið handa fólki, sem einskis eða sem minnst vildi neyta. Há- vaði vegna viðræðna mörg hundr uð manna. Glæsilegar konur í skrautlegum klæðum. Vel búnir menn, margir skartlegum orðum settir. Iðandi fjöldi fólks úr öll- um löndum í veizluskapi. Vingj- arnlegt viðmót. En allir að flýtja sér. Allir fara um kl. 11.00 eftir aðeins klukkustundar dvöl. Heim er ekið. Á morgun bíða mörg verkefni, sem betur fer. • — MBL. 4. nóv. ICELANDIC CANADIAN CLUB BAXQUET and DANCE Marlborough.Hotel, Blue Room FRIDAY, JANUARY 29lh, 1954 6:45 p.m. PROGRAM: Piano Solo Miss Helga Baldwinson Address Rev. Robert Jack, of Arborg Vocal Solo Miss Ingibjorg Bjarnason JIMMY GOWLER’S ORCHESTRA Modern and Old Time Music—Dress Optional ADMISSION: Banquet, including Dance, $2.50 per person Dance only (commencing at 9 p.m.) $1.00 per person ond MURSERt BOOK citn_____ The finest and largest Catalog we have ever issued, now 164 pages, all to help you enioy the loveliest garden ever. Many fine new things lilce Bush Form Sweet Peas, a Miracle Flower that changes color every day, Saivias so early they flower in the seed flat, Miniature Glads, Giant Hybrid Bcgonias and Gloxinias Baby Orchid, New Roses, Crimson King Maple, latest Hybrid Vegetables, Large Fruited Strawberries from seed, Nursery Stock, Bulbs, Houseplants, Garden Chemicals, Supplies, etc. Send today. . »oi GEORGETOWN ONTARIO I0N SEED HOIISE dvalið hjá, og Helga — kona Unnsteins Jacobson í Geysis- bygð. Guðbjörg var rúmföst síðustu 3 árin en bar þann erfiðleika með þolinmæði og trausti á handleiðslu algóðs Guðs. Jarðarför hennar fór fram frá heimilinu 22. desember 1953. — Séra Robert Jack jarðsöng. Á Bréfaviðskipli óskasl Ég undirskrifuð óska eftir að komast í bréfasamband við vestur-íslenzkan mann á aldrin- um 40 til 50 ára, sem skrifar íslenzku. Utanáskrift mín er: Frú Guðný Vigfúsdóitir Melshúsi, Sandvíkurveg, Reykjavík, Jsland. ☆ Elliheimilið STAFHOLT þarfnasl FORSTÖÐUKONU Helzt þarf hún að vera útlærð hjúkrunarkopa; tala íslenzku, og búa á heimilinu. Kaupgjald er $250.00 á mánuði, ásamt fæði og húsnæði. — (Modern private, furnished apt.). Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON P. O. Bor 516, Blaine ☆ Miðaldra, eða eldri hjón, ósk- ast til að annast um fæði fyrir roskinn Islending gegn af- notum af tveggja herbergja íbúð í hans eigin húsi. Upplýsingar veittar á skrif- stofu Lögbergs, sími 743411. ☆ I sambandi við gjafalista „Stafholts", sem birtist í Lög- bergi 7. .janúar, hefir blaðið verið beðið að geta þess, að gjöf- in frá kvenfélaginu að Lundar $10.00, sem gefin var í minningu um Ágúst Magnússon, Lundar, Man., var frá Kvenfélaginu EINING, og gjöfin frá Mr. og Mrs. Gunnar Guttormsson $5.00 var einnig gefin í minningu um Ágúst heitinn. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold an open meeting Jan. 26th at 8.30 p.m. in the lower audi- torium of the church. Report . . . Conlinued from page 5 conditions. It may seem strange to say so but fresh fish produced in some of our more remote lakes may and does reach Winnipeg in less time than fish from the north end of Lake Winnipeg. By employment of two men in Winnipeg whose full time is spent with the industry in quality inspection and checkmg of fish shipments arriving in the city, we have assisted the indus- try in maintaining and improv- ing quality. It has been possible to trace fish of poor quality back to the source and for our field inspectors to deal with and im- prove the particular situation. But quality can only be fully judged by the condition of the product as it reaches the con- sumer. Ensurance of quality at some given point along the line of production is not in itself sufficient. Quality must be pre- served all along the line. Loss of quality is not by any means attributable solely to the fisher- man or to any particular section of the industry. In no way would I imply that anyone is satisfied p r e s e n t quality cannot or should not be improved. A great deal remains to be done that can be done. If we approach this problem with continued co-operation and determination we can achieve an enviable standard of quality. Education is a slow and some times painful process, Legisla- tion might be necessary to hasten the desired improvement, but when everyone concerned recog- nizes the problem and shows the will to overcome it I believe the problem is more than half solved. Conlinued nexl week Bréf fró Glenboro, Man IVI ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja 16. JANÚAR 1954 „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvalt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka“. Já, árið 1953 er liðið og nýtt ár er runnið upp; er við stöldrum við og lítum til baka, þá verður okkur ljóst að árið 1953 er eitt. af beztu árum, sem runnið hafa upp yfir okkar góða og frjálsa land — Canada —og mun það lengi lifa í minningunni, þó að margur einstaklingur hafi haft um sárt að binda, og mun svo ætíð verða. Hér í okkar um- hverfi hefir verið blessuð ár- gæzka sem mörg undanfarin ár og fyrir það skyldi maður forsjóninni þakkir gjalda. Fólki líður hér yfirleitt öllu vel á þessum slóðum, atvinna góð, efnahagur sæmilegur, þrátt fyrir dýrtíðina, heilsufar yfir- leitt gott, félagsstarfsemi vel vakandi. Líta menn því mót framtíðinni með bjartsýni og vonaraugum. Þrátt fyrir þetta hefir skórinn víða krept að á árinu liðna, og hörmungar dunið yfir í ýmsum löndum, bæði af mannavöldum og frá náttúrunnar hendi. Stríð hafa verið háð í Kóreu, Indo-China, Afríku og víðar af mikilli grimmd og mannfall verið mikið. Jarðskjálftar ollu miklu tjóni og höfmungum í ýmsum löndum, Grikklandi, Tyrklandi, Japan og víðar. Ofsaveður og flóð gerðu óhemju tjón og mann skaða á Eenglandi og í Vestur- Evrópu og víða um heim. Glæp- ir og óöld hafa ráðið lögum og lofum í ýmsum löndum heims. Þessu verður ekki gleymt, því verður heldur ekki gleymt, að ljós skein í myrkrinu; aldrei hafa einstaklingar og þjóðir Verið eins fljótir að líkna og hjálpa þeim, sem orðið hafa fyrir þungum áföllum. Þó illska mannanna sé mikil, þá er þó máttur kærleikans sterkur í hjarta almennings. Ekki eru fréttir miklar héðan, en tínt skal til það sem ég man eftir. Hr. Friðbjörn S. Fredrickson átti 95 ára afmæli 9. janúar s.l. Er hann til heimilis hjá syni sínum Friðrik stórkaupmanni. Bauð Friðrik nokkrum vinum gamla mannsins heim til sín að kvöldi þess dags í heiðursskyni við föður sinn til að skrafa við hann og drekka með honum kaffi. Með öll þessi ár að baki er Friðbjörn furðu ern og fylgj- ist vel með því, sem er að gjör- ast í heiminum. Hann hefir alla daga verið hið mesta snyrti- og prúðmenni, og hófsemdarmaður. Hann sýndi frábæran dugnað í búskapnum á fyrri árum, og í viðskiptalífinu, sem hann tók mikinn þátt sem og við embætt- isstörf í þarfir sveitar sinnar um langt skeið og ætíð hefir hann verið góður drengur. Friðbjörn var fæddur að Hóli á Melrakkasléttu. Flutti vestur tvítugur að aldri, nam land í Argyle 1880, var einn af þeim fimm Islendingum, er fyrstir komu til Argyle og námu þar land. Er hann einn á lífi þeirra manna, hinir 4 eru löngu dánir. Hamingjuóskir við þessi tíma- mót. Megi kvöldroðinn verða fagur og heillandi síðustu áfangana. ☆ Nýkomnir eru þeir S. A. Josephson, Glenboro, og Sigurð- ur Sigurðsson, Cypress River, heim úr langferð til Ontario, Chicago, Minneapolis og íslenzku byggðanna í Minnesöta; voru þeir nokkrar vikur í túrnum og heimsóttu fjölda af vinum og ættingum. Létu þeir hið bezta af ferðinni. Þann 30. des. s.l. voru gefin saman í hjónaband hér í Glen- boro þau Björn James Isleifsson og Alice May Dodds. Hjóna- vígsluna framkvæmdi séra J. Fredriksson. Brúðguminn er sonur Jóns S. ísleifssonar hér í bæ og konu hans, sem var af hérlendum ættum, dáin fyrir nokkrum árum, en brúðurin er fædd hér í nágrenninu og er af hérlendum stofni. Brúðhjónin setjast að hér í Glenboro, þar sem brúðguminn skipar ábyrgð- arstöðu hjá Interprovincial Pipeline félaginu. — Hugheilar hamingjuóskir til brúðhjónanna. ☆ Þann 6. þ. m. hafði íslenzka kvenfélagið ársfund; sýndu skýrslur þeirra að þær hafa verið athafnamiklar á árinu liðna að vanda. María Sigmar var endurkosin forseti; Lára Josephson, endurkosin féhirðir, og Rowena Anderson var kosin skrifari í staðinn fyrir Mrs. C. H. Christie, er sagði af sér. — Kvenfélagið styrkir söfnuðinn ætíð að miklu ráði, auk þess sem það vinnur að líknarstörfum með miklum dugnaði og fórn- færslu árlega. . ☆ Hr. S. E. Paulson lafði af stað síðastliðinn sunnudag vestur á Strönd í heimsókn til systra sinna í Port Alberni; hyggst hann að dvelja þar vestra í nokkra mánuði. ☆ S. S. Anderson lálinn Þann 26. marz s.l. andaðist í Wynyard, Sask., einn af frum- herjum Vatnabyggðanna, Sig- tryggur Sigurðsson Anderson, fæddur 1875, ættaður úr Þing- eyjarsýslu. Munu foreldrar hans Sigurður Andrésson og Helga Ásmundsdóttir hafa búið um Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 24. janúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. skeið á Héðinshöfða á Tjörnesi. Hvort Sigtryggur var fæddur þar er mér ekki kunnugt. En frá Vopnafirði fluttist hann með móður sinni (er þá var ekkja) og systur sinni, sem nú er á Betel (Mrs. Inga Storm, mesta sæmd- arkona) vestur um haf 1893 og til Argyle; þar var hann í 12 ár. Til Vatnabyggða, Sask., flutti hann árið 1905 og nam land í grend við Kandahar. Hann var góður búhöldur og bjó góðu búi. Eins og margir fleiri, mun hann hafa verið hætt kominn í krepp- unni, en hann rétti við vel með tilstyrk barna sinna, sem al- menningsorð fá fyrir dugnað og myndarskap. Kona hans Soffía Guðrún Gísladóttir Einarssonar er frábær myndarkona í sjón og raun og skörungur við búskap- inn,*) lifir hún mann sinn ásamt 7 sonum og 5 dætrum. Báru 6 synir hans föður sinn til grafar. Séra P. M. Pétursson jarðsöng hann og fór jarðarförin fram frá Sambandskirkjunni í Wynyard. Hinn látni brá búi 1952, og bjó hann í Wynyard þar til kallið kom. Ég minnist ekki að hafa séð andlátsfregn þessa í Lög- bergi, en Mr. Anderson var al- þekktur hér í þessu byggðarlagi, er hans þess vegna getið hér, þó nokkuð sé langt um liðið. *) Þau giftust 1913. G. J. Olesori ÞRÍTUGASTA OG FIMMTA ÁRSÞING Þjóðræknisíélags Íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 22., 23. og 24. febrúar 1954 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Skýrslur embættismanna 5. Skýrslur deilda 6. Skýrslur milliþinganefnda 7. Útbreiðslumál 8. Fjármál 9. Fræðslumál 10. Samvinnumál 11. Útgáfumál I 12. Kosning embættismanna 13. Ný mál 14. Ólokin störf og þingslit Þingiðverður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 22. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættis- manna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. Winnipeg, Man., 18. janúar 1954 1 umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.