Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.01.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. JANÚAR 1954 REYKJAVÍKURBRÉF Mannsæfin á íslandi hefir lengzt mikið. — Árangursrík út- rýming sjúkdóma: laugaveiki, sullaveiki, berkla, holds- veiki - Njósnasaga frá Norður-Noregi gefur innsýn í, hvað felst í orðinu „flokksbundinn kommúnisti" í hinu sífellda fréttaflóði nú- tímans verður það oft útundan, að gera almenningi glögga grein fyrir ýmsu markverðu er gerist í þjóðlífinu og snertir alla feira og minna. En þess er að gæta, að þeir viðburðir eiga sér ekki stað með neinum skyndilegum svip- brigðum og vekja því minni eftir tekt, en annað sem í sjálfu sér er ómerkilegra. Lengi vel átti íslenzka þjóðin í miklu stríði við hinn stórfellda barnadauða er lá hér í landi, er þriðjungur til helmingur lífandi fæddra barna dó á fyrsta aldurs- ári sínu. Nú er þetta þjóðarböl yfirunnið svo aðeins deyja tvö börn á fyrsta ári af hverju hundraði er fæðast. Svo vel höf- um við með bættum heilbrigðis- háttum unnið bug á barnadauð- anum svo hann er ekki meiri hér á landi en meðal þeirra menn- ingarþjóða er bezt standa að vígi. Á árunum 1841-50 dóu 343 af hverju þúsundi lifandi fæddra barna á fyrsti ári. Til saman- burðar má geta þess, að á þeim árum dóu á Svíþjóð 153 af þús- undi og 139 af þúsundi í Dan- mörku. Barnadauðinn var hér þrefaldur á við það, sem hann var með nágrannaþjóðum okk- ar. Meslur var barna dauðinn hér árið 1846. Þá gengu hér misl- ingar. Þá dóu 654 börn af hverju þúsundi lifandi fæddra á fyrsta aldursári. Enginn dáið úr taugaveiki síðan 1939 Samtímis hefur læknum okkar tekizt að útrýma ýmsum kvill- um og sjúkdómum að mestu eða öllu leyti, svo sem taugaveikinni. Hér gusu upp illkynjaðir tauga- veikisfaraldrar hvað eftir annað á fyrri árum, ekki sízt hér í Reykjavík. Jafnvel eftir að vatn- sveitan úr Gvendarbrunnum komst á. En þá voru heilbrigðis- hættir bæjarbúa stórum bættir frá því sem áður var er neyzlu- vatnið var sótt í brunnholur víðs- vegar um bæinn. Nú vita menn og hafa vitað alllengi að menn geta gengið með taugaveikissýkla árum sam- an, án þess að veikjast eða verða sjúkdómsins varir. Til þess að verjast taugaveik- inni, verða menn fyrst og fremst að finna, hverjir eru hin- ir ósjúku smitberar og gera ráð- stafanir til, að þeir beri ekki sýklana í aðra. Á undanförnum árum hefur öíullega verið að því unnið að stemma stigu við úibreiðslu þess- arrar fyrrum mannskæðu veiki með þeim árangri, að síðan 1939 hefur enginn dái ðúr iaugaveiki hér á landi. Er ísland nú eina landið í Evrópu, þar sem iekizl hefur að losa þjóðina algerlega við iaugaveiki. Sullaveikin yfirunnin um 1890 Allir vita um sullaveikina, að hún má heita úr sögunni hér á landi. Kemur það varla fyrir að læknar verði varir við sull í nokkrum manni, sem fæddur er eftir árið 1890. Nokkru fyrir þann tíma var hin almenna hundahreinsun lögleidd og al- menningi skýrt greinilega frá, hvers konar varúðarráðstafanir væru nauðsynlegar til þess að hundarnir smiti ekki fólk af sullaveiki. Sagan um þær rannsóknir er löng og merkileg er fóru fram hér á landi á sullaveikinni. Dýra læknaprófessor Hafald Krabbe gerði sér ferð hingað til að rann- saka bandorminn og æviskeið hans í hundum og mönnum. Og íslenzki læknirinn Jón Finsen er var héraðslæknir fyrir norð- an, var honum til aðstoðar með rannsóknum sínum. En áður en þessar rannsóknir fóru fram og enginn uggði að sér eða vissi um lilveru bandorm- sins, er talið að fjórði hver ís- lendingur að minnsta kosti hafi verið sullaveikur. Er einkenni- legl að hugsa til þess nú, að þjóð- in hjarði hér öldum saman, án þess að nokkur hefði hugboð um lilveru bandormsins, þessa hættu legra snýkjudýrs, er í meltingar- færum hundanna er aðeins hálf- ur sentimetri að lengd, en veldur sullum í mannslíkamanum er geta orðið á stærð við barns- höfuð. Holdsveikin frá Austurlöndum Fyrir síðustu aldamót voru hér ájandi um 200 manns með holds- veiki. Er nú sá sjúkdómur að mestu um garð genginn og ólík- legt að í framtíðinni geti marg- ir smitast af þeim sjúkdómi. Holdsveikin fluttist til Evrópu á tímum krossferða og mun hafa verið landlæg hér 5-600 ár. Berkladauðsföll 16 á móti 216 árið 1930 Og nú erum við á góðri leið með að vinna bug á berklaveik- inni, sem ^cunnugt er. .Árið 1930 dóu 232 Islendingar af berklum eða 216 af 100,000 íbúum. En a síðastliðnu ári varð berklaveik- in 16 manns að bana eða 13 af 100,000 landsmanna. Er það mik- il framför frá því fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan. í berklavörnum erum við nú farnir að keppa við þær þjóðir sem bezt orð hafa getið sér fyrir framfarir í heilbrigðismálum. Á Nýja Sjálandi er hún komin niður í 10 af 10 þúsundum og dánartala berklasjúkra í Dan- mörku er hin sama. En sá er munur á, að fyrir rúmum 20 árum er dánartalar hér var 216 af 100 þús. var hún ekki nema 100 í Danmörku eða rúmlega helmingi minni en hér. Meðaldurinn stórhækkar Allar þessar aðgerðir lækn- anna og bætt lífskjör almenn- ings hafa lengt mannsævina hér á íslandi stórlega svo nú telja fróðir m e n n að meðalaldur manna sé 67-70 ár. Svo ekki er að furða þótt gömlu fólki fjölgi með þjóðinni. Sama sagan gerist með flestum menningarþjóðum heims. Gamalmennahælin yfir- fyllast og nú keppast læknarir við það sem þeir bezt geta, að at- h u g a hrörnunarsjúkdóma og hjálpa gamla fólkinu til þess að geta átt sæmilega daga. Er það nú orðið aðkallandi um- hugsunarefni hversu lengi mátu- legt sé að ætlast til, að starfs- menn hins opinbera eigi að halda störfum sínum áfram. Því lítið vit virðist vera í því að hrekja þá sem fullvinnandi eru, út í að- gerðarleysi elliáranna meðan þeir hafa fulla starfskrafta og geta notfært sér og öðrum dýr- mæta reynslu sem yngri menn hafa ekki lileinkað sér. Blóðbankinn merk nýjung í heilbrigðismálum Framangreindan fróðleik um heilbrigðismál hef ég að mestu leyti fengið frá prófessor Niels Dungal og mætti að sjálfsögðu fjölyrða um það meira en gert hefur verið hér. Er ég á dögun- um ræddi við hann, sýndi hann mér hinn nýja Blóðbanka. A Dungal frumkvæðið að þeirri stofnun, er hiklaust má telja til meiriháttar framfara í heilbrigð- ismálum vorum. Við skurðlækn- ingar vorra tíma nota menn blóð gjafir við allar meiri háttar að- gerðir, stundum í svo stórum stíl að gefa þarf sjúklingi 5 lítra af blóði á nokkrum klukkutímum. En blóðgjöfin verndar menn frá ýmsum hættulegum afleið- ingum af miklum skurðaðgerð- um. Ennfremur eru þær nauð- synlegar við mei-riháttar slys, bruna og fleira. Getur líf sjúkl- ingsins oltið á því að fá blóðið nógu snemma og nógu mikið. Meðan enginn blóðbanki var hér til, áttu sjúklingarnir á hættu að fá of lítið gjafablóð og of seint. Auk þess er r\ú fengið öryggi fyrir því að sjúklingárnir fái blóðgjafir úr réttum blóðflokk- um, en eftir því sem menn læra meira um eiginleika blóðsins vita menn betur hve mjög veltur á því að örugglega sé gengið úr skugga um að menn þoli blóð það sem í þá er dælt. Allt er þetta nú komið í örugg- ara horf með stofnun blóðbank- ans, en bankinn vinnur fyrir alla lækna landsins og sendir blóð hverjum sem á því þarf að halda hvar sem er á landinu. En það vekur sérstaka eftirtekt allra þeirra sem í blóðbankann koma hve vistlegt þar er o gmiklu hlý- legra umhorfs en á vanalegum sjúkrahúsum. Væri ekki athugandi að gera sjúkrahús þau er byggð verða á næstunni eins vistleg úr garði? Því menn eru ekki eins hræddir \dð sóttkveigjurnar nú eins og fyrir hálfri öld. Ef gólf á göng- um og í sjúkrastofum væru teppalögð væri t. d. sjúkrahúsin vistlegri. Mönnum liði betur í slíku umhverfi en í venjulegum berangurslegum sjúkrastofum spítalanna. Rússar njósna í Norður-Noregi Skýrt hefur verið frá því í fréttum, að upp hefur komizt um njósnir í nyrztu héruðum Noregs, sem næst eru rússnesku landamærunum. Hafa nokkrir Norðmenn verið handteknir í sambandi við njósnamál þessi, en ekki hefur enn verið hægt að grafast fyrir upptök þessara njósna, né hve víðtækar þær hafa verið. Mikla athygli hafa þær vakið, sem vonlegt er, enda er það Ijóst orðið, að hið volduga nágranna- ríki Norðurlanda á þessum norð- urhjara, leggur sérstaka áherzlu á hernjósnir á þessum slóðum. Ætlandi v æ r i kommúnistum meðal lýðræðisþjóðanna að gera sér og öðrum grein fyrir í hvaða tilgangi þessar njósnir séu rekn- ar. Einn er sá atburður í sambandi við þessar njósnir er vakið hefur sérstaka eftirtekt, ekki aðeins meðal Norðmanna heldur einnig meðal næstu nágrannaþjóðanna. Norðmaður einn Otto Larsen að nafni, var einn þeirra manna, er tók að sér njósnir fyrir Rússa á styrjaldarárunum, meðan Rúss- ar voru bandamenn lýðræðis- þjóða. Hann eins og margir aðr- ir á þessum árum, varð að flýja til Svíþjóðar. Er þangað kom varð hann að gera norskum sendi mönnum í Svíþjóð grein fyrir því hvernig á ferðum hans stæði. Nokkru síðar var honum boðið til Murmansk. Þar var hann tek- inn höndum, dæmdur af rúss- neskum yfirvöldum í 10 ára fangelsi og slapp þaðan eftir 8 ára fangavist. Kommúnisiar leysa frá skjóðunni Eftir að hann var sloppinn úr prísund kommúnista var hann óspar á frásagnir um það, sem á daga hans hafði drifið meðan hann dvaldi hjá fyrrverandi vin- um sínum, kommúnistum austan járntjalds. Af frásögnum hans spruttu blaðaskrif í kommúnista KENSLA FYRIR NYKOMNA I TUNGU OG ÞEGNSKAP Kensla af þessu tagi er fáanleg í flestum bygðum Canada. Með því að færa sér hana í nyt, lærist málið skjótar og þekking á canadísku þjóðlífi. Það sem þú lærir í þessum kenslustundum býr þig undir framtíð þína í þessu landi. Hún greiðir mikið fyrir, er sótt er um réttindi í landinu. Upplýsinga um þessa kenslu, er að leita til mentamálanefnda í bygðinni, skólaeftirlitsmanna, sóknarpresta, vinnuveitanda þíns eða forustumanna innan þíns eigin þjóðernis. ----☆----- Ef þú átt heima í bygð þar sem slíka kenslu er ekki að fá, er hægt að fá endurgjaldslaust ýmislegt til sjálfsmentunar frá Canadian Citizenship Branch, Department of Citizenship and Immigration, Ottawa, Canada Birt að tilhlutans DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION Hon. Waller E. Harris, Q.C. Laval Fortier, O.B.E., Q.C. Minlster Deputy Minister blöðum Noregs, þar sem Ottó Larsen er ausinn óbótaskömm- um fyrir framferði sitt gagnvart Rússum. Flokksbróðir hans Haa- kon Sneve að nafni, rifjaði það upp, að hann hefði lofað því austur í Murmansk, að ganga í þjónustu Rússa. Þegar hann á stríðsárunum lét sér sæma að skýra frá störfum sínum í þágu Rússa hefði hann á hinn svívirði legasta hátt gengið á bak orða sinna, og ætti því ekki annað skilið, en hina dýpstu fyrirlitn- ingu allra þeirra er fylgdu komm únistum að málum. 1 harðorðri grein eftir Sneve í norsku kommúnistablaði er því beinlínis lýst, að þetta brot hans gegn kommúnismanum væri svo alvarlegt að hann væri ekki mað- ur til að rísa undir því. Félagar hans hefðu spáð því, að hann myndi bugast undir ofurþunga sektar sinnar. í ásökunum sínu mgagnvart þessum sjómanni sjá landar hans norskir kommúnistar, enga af- sökun fyrir hann í því að þegar hann gerði grein fyrir gerðum sínum við norskan sendimann í Svíþjóð, vár hin kommúniska stjórn Rússlands bandamaður Norðmanna í styrjöldinni. Á valdi Rússa Þessi afstaða hinna narsku kommúnista til landa síns er í einfeldni sinni lenti í klóm hinna rússnesku skoðanabræðra sinna, hefur vakið alveg sérstaka at- hygli á Norðurlöndum. I ítarlegri grein um kommúnismann í Nor- egi skrifar Per Vogt í „Svenska Dagbladet“ fyrir nokkrum dög- um og segir m. a. á þessa leið: Ásakanir norskra kommún- ista gagnvarl Otto Larsen leiða það greinilega í ljós hve komm- únisíar eru háðir Rússum. Lengi hefur menn grunað þetta. Hing- að til hafa menn ekki fengið ó- yggjandi sannanir fyrir undir- lægjuhælli þeirra í verki. Heíur mönnum orðið bylt við þegar allt í einu kemur í dagsljósið að nors ir kommúnistar líta svo á, að loforð sem þeir gefa rússnesk- um yfirvöldum eru í þeirra aug- um rétthærri en skyldurnar við fósturjörðina. Höfundur heldur áfram: Menn gela af þessu dregið þær ályktanir að norska þjóðin sé trúgjörn og einföld, því marg- ir Norðmenn hafa átt bágt með að ímynda sér, að meðal norsku þjóðarinnar leynist skipulögð 5. herdeild. Þó njósnamálin í Norður-Nor- egi séu ekki fullrannsökuð enn, hafa þau þegar komið því lil leiðar að margir sem hingað til hafa verið blindir eru nú alsjá- andi í þessu máli. Meðal annars þeir er hingað til hafa dauf- heyrzt við öllum aðvörunum um þjóðhættulega starfsemi komm- únista. Hinir .„f lokksbundnu" Þegar sagan um Ottó Larsen er orðin heyrum kunn hér á landi og menn frétta um það, hvernig Norðmenn, sem ánetjazt hafa kommúnismanum líta á „af- brot“ hans og skyldu hans, til að þjóna Rússum, verður mönnum fyrst fyrir að líta til hinnar ís- lenzku flokksdeildar, því hver er sjálfum sér næstur. í umgengin við íslenzka komm únista hafa menn ekki getað komizt hjá, að taka eftir því, að þeim verður tíðrætt um flokks- menn sína. Gera þeir þá greinarmun á því hvort einstakir menn er starfa meira og minna fyrir hina ís- lenzku flokksdeild séu FLOKKS BUNDNIR kommúnisiar eða eklci. Gera þeir þó enga grein fyrir, hvað innifelst í orðinu „flokksbundinn." En deila hinna norsku kommúnista við Otto Larsen flokksbróður þeirra, upp- lýsir þetta mál til fulls. Þeir sem eru „flokksbundnir" að eðli kommúnismans eru skuldbundn- ir til að vinna hinu mannmarga austræna herveldi og hinni and- legu fósturjörð kommúnistanna allt það gagn sem þeir geta, án tillits til þess, hvort þeir rækja skyldurnar við ættjörðina eða brjóti í bág við þær. Fósturjörðin er þeim einskisvirði þegar Rúss ar eiga í hlut. Að sjálfsögðu er þetta ekki nein nýung, því öll starfsemi hinnar íslenzku deildar komm- únistaflokksins sannar að flokk- ur sá hefur valið sér þá stöðu með þjóð sinni að vinna gegn íslenzkum hagsmunum eins og honum er framast unnt. — Þeir fylgja þeim kennisetningum sín- um til fullnustu að lýðræðislegt stjórnarfar verði að lúta í lægra haldi fyrir hinu skefjalausa her- veldi kommúnista ,er þeir flokks bundnu í hvívetna fylgja. Þjóðviljinn tekur til máls Fyrir nokkru gerði Þjóðvilj- inn mál Otto Larsens að umtals- efni og var ekkert feiminn við að telja að hann væri brotlegur og hefði átt skilið dóm sinn og refsingu undir eins og Rússum tókst að hafa hendur í hári hans. Svo íslenzkum kommúnistum ekki sízt þeim sem telja sig „flokksbundna“ er þar greini- lega skýrt frá hvers þeir megi vænta ef einhver þeirra gerist svo djarfur að vikja frá fullum trúnaði við þau störf sem rúss- neskir yfirráðamenn fela þeim á hendur . Kommúnistinn í Noregi Haa- kon Sneve segir íopna bréfinu til Otto Larsen, að hann og norsk ir félagar hans er voru á sínum tíma austur í Murmansk hafi verið sammála um að Larsen væri ekki maður til að halda trúnaði við kommúnista, hann myndi láta bugast fyrir ofur- þunga þeirrar syndabyrði, sem á hann skylli er hann brygðist hinum rússnesku vinum sínum. Þar hefur þessi Norðmaður opnað manni innsýn í vinnuað- ferðir þessa ofbeldisflokks. Með hótunum og ofríki eru menn stig af stigi leiddir út á þá land- ráðabraut er felst í hinum skipu- lögðu þjóðsvikum þessa flokks. í þessu ljósi verða menn að líta á feril, verk og framtíð hinna flokksbundnu kommúnista hvar sem þeir eru. Þeir sem hafa fyrr eða síðar stigið það óheillaspor gagnvart sjálfum sér og þjóð sinni, að gerast flokksbundnir kommúnistar eru píndir til að þjóna hinu erlenda ofbeldisríki hvort þeim líkar betur eða vera. Hiki þeir við að svíkja þjóð sína er ógnað til að halda áfram. En þeir frjálshuga Islendingar sem nú eru uppi og ekki hafa ánetjazt kommúnistum, verða að gera sér ljóst hve illa er kom- inn allur sá hluti þjóðarinnar sem hinn rússneski kommúnismi hefur bergnumið. — MBL. 29. nóv. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVÍK J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.