Lögberg - 18.02.1954, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.02.1954, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1954 Hún hljóp fram grundirnar. Veðrið var kalt, og dimmt í lofti. En henni var eitthvað svo notalegt innanbrjósts. Hún hafði verið alveg hætt að láta sér detta það í hug, að þessum kaldlynda manni stæði ekki alveg á sama, hvað hún hugsaði um hann. En svo var ekki. Innan undir hversdagskulda hjúpnum þótti honum þó vænt um hana. Slíkt hlýtur að vera hverri konu gleðiefni, hvernig sem til hjúskaparins er stofnað — jafnvel þótt hún elski minningu annars manns og lifi með honum í draumum sínum. JARÐARFÖRIN Svo rann upp þessi mikli dagur, sem öll sveitin hafði búið sig undir, jarðarfarardagur Lísibetar, húsfreyjunnar miklu í dal- botninum, eins og hún hafði svo oft verið nefnd. Allir unglingar og börn, sem hún hafði „tekið á móti“, eða haft hjá sér einhvern tíma, voru sjálfsagðir gestir við jarðarförina, eftir hennar eigin óskum. Það var því ekki laust við, að tilhlökkun ætti sér stað hjá sumum. En slíkt er þó óvanalegt. Alla dagana, síðan lát hennar barst um sveitina, hafði verið þungt loft og dimmviðri, eins og dalurinn drypi í sorg. En þennan morgun var heiður himinn, glaðasólskin. „Það er ekki hætt við öðru en sólin lýsi henni á síðustu ferða- reisunni í lífinu, blessaðri húsmóðurinni“, sagði Sigga gamla, þegar hún kom inn í kokkhúsið, eftir að hafa staðið lengi niðri í kirkjugarði hjá stóru gröfinni, sem nú var búið að opna enn einu sinni. „Drottinn minn, slíkt afhroð á einu og sama misserinu11, bætti hún við og þurrkaði tárin, sem runnu niður fölar kinnar hennar. „Harkaðu af þér, Sigga mín! Hérna kemur blessaður kaffi- sopinn til að hressa sig á“, sagði Borghildur í sínum vanalega, einbeitta og kalda málrómi. Hún var nú ekki álitin viðkvæm, konan sú, eftir dómi heimsins, en samt vöknaði henni um augun, þegar hún sá hvað gamla konan var sorgbitin. „Þetta er bráðum á enda. Ég vildi gefa mikið til, að hann væri liðinn þessi dagur“, bætti hún við í hlýrri tón. Strax úr hádegi fóru hópar ríðandi fólks að sjást koma utan dalinn. Nú var alautt ofan í hverja laut og mátti ríða flatjárnað, eins og á vordegi. Þóra hafði ákveðið það við Möggu, að allir af heimilinu færu fram eftir. Borghildur og Anna vildu ekki heyra annað en Björn litli kæmi, og Anna hafði saumað handa honum blá klæðisföt, og svo átti hann að vera með hvítan stífaðan kraga, alveg eins og Jakob. Hún minntist á það við Sigurð, að hann flýtti sér í húsunum, svo þau kæmust sem fyrst af stað, því hún væri búin að lofa að bera kaffið. „Ég hef ekki hugsað mér að verða þar í dag“, svaraði hann. „Þið Magga getið farið. Hún var vinkona ykkar. Ég skal hugsa vel um drenginn. Þér er óhætt að treysta því, að hann skal ekki gráta“. „Hann fer fram eftir. Lísibet heitin óskaði þess, að börnin fylgdu sér til grafarinnar. Þú ferð líklega ekki að puðast einn heima“. Hann þagði dálitla stund. Svo sagði hann: „Heldurðu, að barnið verði rólegt innan um allt þetta fólk, sem þar verður saman komið?“ „Ojá. Hann er engin mannafæla. Vertu bara fljótur í hús- unum“, svaraði hún. „Ég hef ekki ætlað mér að fylgja þeirri konu til grafarinnar, vegna þess að ég yrði þá líklega sá eini, sem aldrei kunni að meta mannkosti hennar. Þess vegna er bezt, að ég sitji heima“. Velkomnir íslendingar... á hið þrítugasta og fimta miðsvetrarmóti í Winnipeg, 1954. Þökk fyrir góð viðskipti og minnist að okkur er enn að finna að 276 Colony St. (og St. Ma ry's) NATIONAL MOTORS L I M I T E D Seljum sem fyr Mercury, Lincoln og Meteor BIFREIÐAR 276 COLONY STREET WINNIPEG Sími 72-2411 „Þú kemur samt, góði“, bað hún óvenjuhlýlega. „Það var síðasta bónin hennar, að ég reyndi að láta nágrannakrytinn hverfa, sem hefur verið á milli bæjanna, og mig langar til að svo verði“. „Nú, jæja þá.“ Ekki gat hann haft á móti henni, þegar hún talaði til hans í þessum tón, enda var hann búinn að þreifa á því, hversu mikill munur var að hafa hana í góðu skapi eða því gagnstæða. Skálinn var tjaldaður innan, svo hægt væri að drekka þar. Löng borð voru sett upp, bæði þar og í stofunni. Þar drukku gestirnir, jafnóðum og þeir komu, og voru búnir að klæða sig úr reiðfötunum. En inni í baðstofunni sat Sigga gamla alein og handlék spari- slifsið sitt og svuntuna. Það var hvorutveggja krypplað, og hún reyndi að slétta það með lófunum. Slifsið var úr svörtu silki og falleg rós saumuð í endana. Hún hafði gefið henni það í sumar- gjöf fyrsta árið, sem þær voru saman, blessuð húsmóðirin — sléttað það og fest það við peysuna, í hvert sinn sem þess þurfti. Nú var ekki um annað að gera en reyna það sjálf, því enginn hafði tíma til að hugsa um hana. Kvenfólkið snerist hvað utan um annað frammi í bænum. Einstöku sinnum kom það inn í baðstofu til að sækja eitthvað, en það tók víst enginn eftir henni. Samt grúfði hún sig yfir slifsið til að hylja tárin, sem þrengdu sér fram í augnakrókana. Hún sleit þráð úr húfuskúfnum sínum og þræddi á stóra nál, því hvorki sást nál eða tvinni í endilangri baðstofunni. Öllu hafði verið fleygt og umturnað. „Er það nokkuð, sem þarf að gera fyrir þig, Sigga mín?“ Var allt í einu sagt rétt hjá henni, og henni fannst það vera málrómur Lísibetar. En það var bara ungi húsbóndinn. Hann einn gat rennt grun í, að hún þyrfti einhvers með. Hann sýndi það, að hann var barn móður sinnar, eins og svo oft fyrr. „Það er bara slifsið mitt. Ég á svo bágt með að festa það við peysuna“, kjökraði hún. Hann fór fram í kokkhúsið og talaði óvenju hátt yfir kvenskarann: „Þið hafði gleymt að strjúka slifsið hennar Siggu og þræða það við peysuna fyrir hana“. „Ó, góði minn!“ sagði kona hans. „Hér eru allir í svo miklum önnum, eins og þú sérð“. „Það má aldrei vera svo mikið að gera, að smælingjunum sé gleymt. Þið voruð með heitt járn í gærdag, og ykkur hefði ekkert munað um slifsið og svuntuna“, sagði hann óánægður. „Kerlingin hefði þá líklega getað komið með það til okkar“, gall í Önnu frá Brekku. „Járnið er heitt hérna á vélinni“, sagði Borghildur. „Og það er ekki stund verið að bæta úr þessari gleymsku“. Rétt á eftir kom Anna Pétursdóttir með járnið inn í baðstofuna. „Láttu mig sjá slifsið þitt og svuntuna, Sigga mín. Ég skal strauja það fyrir þig, og gera þig eins og jómfrú, nefnilega unga jómfrú“, sagði Anna glettnislega. „Gat nú enginn gert það önnur en þú?“ hnussaði í Siggu. „Ég er víst ágæt, þótt við jögumst ögn á meðan. Þá er það nú ekki nema það vanalega. Og svo hefur þú ætlað að sauma slifsið við með stögunarnál. Hélztu nú, að þú skemmdir það ekki með því“. „Þú lætur munninn ganga með sama krafti og vant er, finnst það kannske e'iga vel við“, sagði Sigga fyrirlitlega. „Það þýðir ekkert að sýta. Það breytist ekkert við það“, var hennar svar. „Þú ert mikill garmur, sem aldrei kannt að haga þér eins og manneskja". „Þakka þér fyrir lofið, Sigga mín, og hafðu þig nú í peysufötin, svo ég geti hnýtt á þig slifsið. Fólkið drífur að úr öllum áttum, og húfan fer svo kindarlega á þér, að það er engu líkt“. Eftir dágóða stund var Sigga orðin vel útlítandi og dró sig út til gestanna, sem flestir voru búnir að drekka kaffið og stóðu úti á hlaðinu og í bæjardyrunum. Nú var aðallega beðið eftir séra Hjálmari frá Felli, bróður Lísibetar, og fleirum vestan yfir fjallið. Það var óhugsandi að það kæmi ekki í öðru eins veðri og færi. Þarna sást líka koma hópur ríðandi manna framan eyrarnar. Flestir þekktu séra Hjálmar, síðan við jarðarför Jakobs herpp- stjóra um haustið. Svo voru tveir hálfvaxnir synir hans og kona hans. Allur hópurinn steig af baki sunnarlega á hlaðinu. Allir gestirnir horfðu á það, hvernig það heilsaði Jóni og Sigga, sem höfðu tekið á móti því. Karlmennirnir lyftu höfuðfötunum fyrir mannfjöldanum heima á hlaðinu. Þarna var einn maður, sem dró sérstaklega að sér athygli fólksins. Var það kannske af því, að hann var stærstur af komumönnum? Nei, það var eitthvað annað. Eldra fólkinu fannst það kannast við hann. Hann hlaut að vera líkur einhverjum, sem það þekkti. Þetta var roskinn maður, og hárið var farið að grána talsvert. Það sást bezt, þegar hann lyfti loðhúfunni. „Hvar hef ég séð þennan mann áður?“ sögðu bændurnir hver við annan. Siggi og fylgdarmaðurinn að vestan teymdu hestana út hlaðið, rétt hjá fólksþrönginni. Valgerður á Hrafnsstöðum gerir sig nokkuð kunnuglega, gengur til þeirra og heilsar gestun- um, og spyr um leið hver þessi hái maður sé, sem sé með séra Hjálmari. „Það er frændi hans, prestur austan af landi“, svaraði maður- inn rothissa yfir þessari framhleypnu konu. En ókunni presturinn gengur rakleitt ofan í kirkjugarð, þegar hinir gestirnir fara inn í bæinn með húsbóndanum. Hann stanzar hjá stóru gröfinni og horfir á kisturnar stundarkorn. Svo kemur hann heim á hlaðið, tekur húfuna ofan í annað sinn og bíður góðan daginn, um leið og hann lítur yfir gestina, eins og hann eigi von á einhverjum kunnugum. Sigga gamla stendur öðru megin við dyrnar. Hann réttir henni höndina og brosir lítið eitt. „Sæl, Sigríður mín! Þú þekkir mig þó líklega“, segir hann og hristir hönd hennar. Hún horfir alveg forviða á þennan mann. Hún hafði ekki séð hann áður fyrir mannfjöldanum. Hann brosir meira, og glettnislegum glampa bregður fyrir í augum hans. Þá kasta endurminningarnar nafni hans út fyrir varir hennar: „Hall- grímur“, sagði hún og brosti. „Já“, sagði hann og hristi enn einu sinni hönd hennar. „Ég var staddur á Felli. Hjálmar vildi endilega, að ég kæmi með sér. En ég hefði nú viljað heilsa dalnum undir öðruvísi kringumstæðum. Það verður ekki á allt kosið“. Nafnið hvíslaðist út frá þeim: Hallgrímur, Hallgrímur, Hall- grímur stúdent. Nú könnuðust flestir við hann, sem rosknir voru orðnir. Náttúrlega var þetta 'hann, en mikið hafði honum nú samt farið aftur. „Ekki var nú undur, þótt ég þættist kannast við hann“, sagði Valgerður á Hrafnsstöðum. „Þess vegna spurði ég fylgdarmanns- roluna. En mér gat ekki dottið í hug, að hann væri hér staddur. Náttúrlega stendur það heima; hann er prestur einhvers staðar austur á landi. Ég hefði gaman að vita, hvort hann þekkti mig“. Hannes, maður hennar, gaf henni óhýrt hornauga. Það var aldrei, að hún væri orðin rjóð og blómleg allt í einu. Rækallans frekjan í henni. Hún hafði nú einu sinni verið svolítið á ferðinni við hliðina á þessum manni. Þá var hún nú svo sem trúlofuð honum sjálfum opnberlega. Kannske einhver neisti væri ennþá lifandi hjá henni, sem yljaði henni svona. Það fór kliður um mannþyrpinguna. Einn sagði hól, annar hálfgert hnjóð í garð þessa afturkomna kunningja, eftir að hann var horfinn inn í bæinn. „Það er sagt, að hann sé alltaf í dauðans basli og kröggum, greyið“, sagði Vagn á Múla. „Hann drekkur út hvern eyri, sem hann kemst yfir, eins og áður, og hjónabandið aldeilis óskaplegt. Hann hafði nú, trúi ég, lent á einhverjum höfuðvargi á endanum“. Iiann strauk rauðleitt skeggið og glotti við fyndni sinni. „Hver hefur sagt þér þetta, Vagn?“ spurði Valgerður á Hrafns- stöðum. „Kaupamaður, sem var hjá mér í sumar. Hann var hjá honum sumarið þar á undan“. „Ójá, svona gengur það“, andvarpaði Valgerður. „Það lendir margur á rangri hillu í lífinu. Hallgrímur átti þó skilið að eignast góða konu“. „Vínið gerir margan manninn að auðnuleysingja11, sagði Vagn spekingslega. „Annars var þetta nú vel gefinn maður, og myndar- legur verður hann alltaf, hvernig sem hann drekkur“. Svo leiddist talið að hinu og þessu, þangað til líkkistan var tekin út um stofugluggann, þá þögnuðu allar raddir, og nálægð dauðans setti alvörusvip á hvert andlit og ónot að hjartanu. Séra Benedikt flutti langa húskveðju. Aldrei var ofsagt um kosti þeirrar framliðnu konu, og eins og vant var, höfðu sóknar- börn hans aldrei heyrt hann flytja aðra eins ræðu. Það var mikið, sem þeim manni var gefið. Svo voru sungnir tveir sálmar, áður en kistan var borin í kirkjuna. „Líklega töluðu allir þessir prestar í kirkjunni“, hvísluðust konurnar á sín á milli. Það yrði orðið fram- orðið þegar þær kæmust heim, en um það var ekkert talað. Séra Benedikt endaði líkræðuna með þessum orðum: „Hún var sannkallað ljóssins barn, og henni nægði ekki að sitja sjálf í birtunni og ylnum, heldur sótti hún þá, sem minnstir voru og áttu við köld kjör að búa, og lét þá njóta þess með sér. Hún leitaði að því, sem gott var í sálum þeirra, er henni kynntust, hlúði að því og lét það bera ávöxt“. Sannara en þetta var ekki hægt að segja, það fundu allir í kirkjunni. Séra Hjálmar á Felli flutti stutta ræðu þar á eftir. Það var kveðja frá sveitinni hennar og frændum og kunningjum, sem ekki höfðu ástæður til að vera hér í dag. Nú var búist við, að séra Hallgrímur tæki til máls, en svo varð ekki. Hann sat fölur og hugsandi, eins og hann vissi varla, hvar hann væri og starði ofan á gólfið. Þá var byrjað að syngja og I istan borin út. Fólkið raðaði sér í þéttan hring kringum gröfina. Séra Hallgrímur færði sig þá gegnum mannþyrpinguna. Nú ætlaði hann að láta til sín heyra. En svo varð ekki. Hann rétti stóran, útlendan blómsveig til Þórðar í Seli, sem var niðri í gröfinni að koma fyrir krönsum á kistunni. Hvar hafði hann eiginlega haft þennan blómsveig. Enginn hafði tekið eftir honum fyrr en núna. Löng, hvít ræma úr pappír eða lérefti hékk við hann, útskrifuð með fallegri rithönd. Þórður ýtti hinum kröns- unum lítið eitt til hliðar og lagði þennan ofan á krossinn á kist- unni, eftir bendingu frá gefandanum. Svo kom þessi átakanlega þögn, er presturinn kastar rekunum á kistuna og talar í síðasta sinn til þess, sem nú er að hverfa. Síðan var stóri hlerinn látinn yfir gröfina. Hún hafði nú meðtekið það, sem henni hafði verið veðsett í fyrstu og gerði ekki fleiri kröfur. Þá rauf grátandi barns- rödd kyrrðina: „Góa mamma, goma addur. Jakob vill láda góu mömmu goma“. Svo byrjaði söngurinn aftur, og kveinstafir litla syrgjandans köfnuðu. En grafarmennirnir hömuðust við moksturinn, svo hon- um yrði lokið jafnsnemma sálminum. Borghildur var sú fyrsta, sem gerði krossmark yfir gröfina og sneri til bæjar. Hún vissi, að hennar hlutverk var að veita öllum þessum gestum í líkingu burt- horfnu húsfreyjunnar, og því veitti ekki af að líta eftir eldinum, svo hægt yrði að fara að drekka sem allra fyrst, því nú var farið að líða á daginn. Og hópurinn smáþynntist við gröfina, en þéttist heima á hlaðinu og inni í bæjardyrunum. For the Best In Bedding GLOBE • Beds • Springs • Mattresses • Davenports and Chairs • CHESTERFIELDS • Continental Beds • Comforters • Bedspreads • Pillows and Cushions GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED * WINNIPEG CALGARY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.