Lögberg - 18.02.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.02.1954, Blaðsíða 4
4 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Dtd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized aa Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hittumsf' heil á þingi Næstkomandi mánudag kemur saman til funda hér í borgi^ni hið 35. ársþing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi, sem vonandi verður fjölsótt og giftudrjúgt um lausn aðkallandi vandamála; næg verkefni bíða þings, sem ráða verður fram úr á raunhæfum grundvelli; liý og breytt viðhorf skapast frá ári til árs, sem krefjast styrkra átaka, umburðarlyndis og aukins víðsýnis; það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar að berja höfðinu við steininn; innan vébanda Þjóðræknisfélagsins verður að rýmka þannig til, áður en það verður um seinan, að þar geti rúmast allir, allir, er íslenzkum menningarerfðum unna og vilja nokkuð á sig leggja þeim til trausts og halds; félagsdeildum þarf að fjölga og þær, sem fyrir eru verður að magna að starfsfjöri, þótt mæla verði á tungum tveim; engin mannfélagssam- tök, sem verða ósamstiga við æskuna eiga langt líf fyrir höndum; þau veslast upp og deyja jafnvel um aldur fram. Fyrsta og æðsta skylda okkar allra, sem af íslenzku bergi erum brotin og búsett í þessari álfu, er að vaka yfir ís- lenzkukensluna og þá öldungis án hliðsjónar af áreynsl- vegna ber okkur að leggja alla hugsanlega rækt við ís- lenzkukensluna og þá öldungin án hliðsjónar af áreynsl- unni, sem slík kensla óhjákvæmilega hefir í för með sér; enda sýnist það engan veginn fjarskylt norrænni hetju- lund að færast því meir í auka sem ágjöfin vex. Forusta í mannfélagsmálum verður ávalt og undir öllum kringumstæðum að stjórnast af sannri málefnaást; skjóti síngjarnar hvatir þar upp trjónu, verður naumast við góðu að búast. Lífrænt menningarsamband við ísland ber okkur að styrkja, en í því er fólgin okkar aðal þjóðræknisleg sáluhjálp; en á hinn bóginn getur það einnig orðið stór- skaðlegt, að vera sí og æ að horfa aftur fyrir sig og geta átt það á hættu að verða að saltstólpa svo sem kom fyrir konuna hans Lots. I hvert sinn er ég hugsa um menningartengslin við ísland minnist ég hins snjalla kvæðis Einars Benedikts- sonar „Vestmenn“, er hann helgaði Vestur-íslendingum í heimsókn sinni sumarið 1921. Ég hefi stundum vitnað í kvæði þetta áður eða réttara sagt nokkrar ljóðlínur úr því, mér og samferðamönnum mínum til hjartastyrkingar, en með því að góð vísa er sjaldan of oft kveðin, verða tvær vísur úr kvæðinu hér birtar: Þeim, sem gleyma þjóð og ætt, þeim, sem hafa mist sig sjálfa, verður tóm og auð hver álfa. Andans tjón þau verða ei bætt. Þegar barn nam móðurmál, mótuð var þess sál. — Þegar barn nam móðurmál mótuð var þess insta sál. Altaf flýgur hugur heim, hvar sem gerist saga landans. Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim. Brúnni slær á Atlasál okkar feðramál — brúað hefir Atlasál Islands fagra, sterka mál. Venju samkvæmt verða haldnar í sambandi við þingið meiri háttar skemtisamkomur og fer sú fyrsta fram í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið, Miðsvetrarmót Þjóð- ræknisdeildarinnar Frón undir forsæti hins ötula formanns hennar, Jóns Jónssonar bókavarðar; aðalræðumaður verður séra B. Theodore Sigurðsson. Á þriðjudagskvöldið verður haldin, einnig í Fyrstu lútersku kirkju, skemtisamkoma sú, er Icelandic Canadian Club stofnar til, en forsæti skipar W. J. Líndal dómari; aðalræðumaður verður Hon. Byron I. Johnson, fyrrum forsætisráðherra British Columbiafylkis, fyrsti maðurinn af íslenzkri ætt, er slíkan virðingarsess hefir skipað utan Islandsstranda. Þingslitasamkoman verður haldin í Sambandskirkj- unni á miðvikudagskvöldið og verður harla fjölbreytt, svo sem ráða má af skemtiskráinni, sem auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Aðsókn að samkomum sem þessum hefir á undanförn- um árum verið geisimikil og þarf eigi að efa að svo verði einnig í þetta sinn, því enn er það mörgum manninum og margri konunni ósegjanlegt fagnaðarefni, að hlusta á „ást- kæra ylhýra málið“ hvort heldur er í ræðu, ljóði eða söng; hitt leiðir einnig af sjálfu sér hver gróði það sé, að kynnast kjarngóðu umtalsefni á enskri tungu. Á síðastliðnu starfsári mun Þjóðræknisfélagið hafa haldið sæmilega í horfi, og að minsta kosti sums staðar hafa lifnað yfir því, svo sem á Kyrrahafsströndinni; er gott til þess að vita, að til sé fólk, er eigi sofi ávalt yfir sig, því næg eru verkefni fyrir hendi, sem krefjast þess að árla sé úr rekkju risið. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1954 ALFREÐ GISLASON: Heitsuvernd Fyrir um það bil 15 árum sá ég fyrsta alvarlega tilfellið af blýeitrun í Reykjavík. Var það miðaldra verkamaður, sem um langt skeið hafði unnið í skipa- viðgerðarstöð hér í bænum. Ekki hafði hann haft hugmynd um neina hættu í sambandi við starf sitt, sem að mestu var var fólgið í því að berja gamla menju utan af skipsskrokknum, en menjan er blýsamband. Hvorki fyrir- tækið né aðrir höfðu bent hon- um á hættuna, og sama mun hafa gilt um aðra verkamenn á þeim stað. Enginn áhugi Forstöðumenn þessa fyrirtækis voru strax látnir vita um sjúk- dómstilfellið, en ekki sýndu þeir nokkurn áhuga og hvorki hreyfðu þeir hönd né fót til varnar verkamönnum sínum eftirleiðis, Var þá leitað til slysa- varnafélagsins með tilmæli um, að það sæi um uppsetningu að- vörunarspjalda á þeim vinnu- stöðvum, þar sem blý eða blý- sambönd væru höfð um hönd. Tók félagið vel í það mál og tjáði sig reiðubúið, en fyrir siða- sakir var leitað umsagnar heil- brigðisyfirvalda. — Undirtektir þeirra voru heldur ekki afleitar, þau tóku málið að sér, svæfðu það og hafa látið það sofa til þessa dags. Margar hœttur Heilsuvend manna í starfi er býsna veigamikill liður heil- brigðismálanna og greinist í marga þætti. Má þar fyrst telja slysavarnir. Vinnustaðurinn s jálf ur, með stigum, pöllum og gólf- um, getur boðið upp á ýmsar hættur, röng staðsetning véla cg annarra tækja sömuleiðis. Þröngt athafnasvið eykur mjög a alla slysahættu og hið sama gerir hirðuleysi í umgengni. Reglubundið eftirlit þarf að hafa með vélum og öðrum vinnu tækjum svo og öllum raflögnum. Þá er það mikilsvert að viðvan- íngnum sé vandlega leiðbeint um alla slysahættu þar sem þeir starfa. Sérstakar ráðstafanir Sjúkdómahætta er margvísleg í sambandi við störfin. Sé untiið innanhúss, verður að krefjast þess, að húsakynni séu íveruhæf. Þröng salarkynni illa loftræstuð eða rök og óþétt verka að sjálf- sögðu heilsuspillandi á starfs- fólkið. Þegar um útivinnu er að ræða, þarf eftir föngum að sjá á vinnustað starfsmönnum fyrir skýli, á með- an þeir matast og hvíla sig. Hverri einstakri starfsgrein fylgir gjarna sérstök sjúkdóms- hætta. Oft er um að ræða ýmis konar ryk eða eitraðar gasteg- undir í andrúmslofti vinnustað- arins eða sérstök efni, sem verið er með. Er þá komið að hinum eiginlegu atvinnusjúkdómum. Eru þeir sérstaklega algengir í sambandi við iðnað og verk- smiðjurekstur, en geta komið fyrir á flestum vinnustöðvum. Þegar um slíka hættu er að ræða, þarf að gera sérstakar varnaðar- ráðstafanir á vinnustaðnum með útbúnaði, sem hæfir hverjum stað. Starfsfólkinu verður ' að Collon Bag Sale BLEACHED SUGAR .29 BLEACHED FLOUR 29 UNBLEACHED FLOUR .23 UNBLEACHED SUGAR........23 Orders less than 24, 2c per bag extra. United Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Wínnlpeg $2.00 Deposit for C.O.D.'s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M heimsins Bezta munntóbak BALDWINSOK BAKERY BREAD - PIES CAKES - PASTRY Icelandic Specialties: VINARTERTA - KLEINUR PHONE 74-1181 749 Ellice Ave. Winnipeg Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954. DICK HILLIER Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954. Gleymið ekki þegar um það er að ræða að gleðja aðra að líta inn til 346 PORTAGE AVENUE WINNIPEG benda á hættuna, kenna því að \'arast hana, og eru námskeið til þess nauðsynleg. Mörg fagfélög og verkamanna- íélög hér á landi hafa árum saman barizt fyrir aukinni heilsuvernd í vinnustöðvum. ItTinni áhuga hefir gætt hjá at- vinnurekendum og heilbrigðis- stjórnúm, enda miðar hægt á- fram. Er ekkert skipulag enn komið á þau mál hér að heitið geti. Víða erlendis, t. d. annars staðar á Norðurlöndum, hefir þessum þætti heilsuverndarinn- ar þegar fyrir löngu verið skip- aður sá sess, sem honum hæfir. Fyrir tveim árum mun alþingi hafa samþykkt lög um öryggis- ráðstafanir á vinnustöðvum, og hefir það líklega verið gert með ólund af hálfu íhaldsflokka þar. Hvað sem um það er, þá hafa þessi lög ekki enn komið til framkvæmda, og hafði þó af frumvarpinu verið sneitt ýmis- legt sem bezt var. Hagsmunamál vinnandi handa eiga enn erfitt uppdráttar í þessu landi. —Alþbl., 24. jan. Velkomnir félagar og gestir ó þrítugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954. £tuani!i Sell Seáae Beverley and Sargenl fiaw- a mo-deAsi ^aad manlzet uxltene cjfUalitif, ceusiti PHONE 72-6536 Meals - Groceries - Fresh Fruiis and Vegelables Við bjóðum íslendinga velkomna ó þrí- tugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954, og þökkum góða viðkynningu og vinsamleg viðskipti þeirra, sem við höfum notið í liðinni tíð, og vonum að njóta í framtíðinni. Candian Fish Producers Limited J. H. PAGE, forstjóri N.W. Cor. Chambers and Henry WINNIPEG SÍMI 74-7451 Þrítugasta og fimmta MIÐSVETRARMÓT Þjóðræknisdeildarinnar Frón uerðttr haldið í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU mánudaginD. 22. febrúar, 1954 OH, CANADA (allir) .Gunnar Erlendssson við hljóðfærið Ó, GUÐ VORS LANDS (leikið á píanó) SKEMMTISKRÁ: ÁVARP FORSETA Jón Johnson EINSÖNGUR Lorna Stefánsson 1. Á Sprengisandi ...............S. K. HALL 2. ólafur reiB með björgum fram ..ÞJÓÐLAG 3. TáriS ..........................R. RAY Undirleik annast ELMA GISLASON KVÆÐI (flutt af H. Thorgrimson) Rósmundur Árnason EINLEIKUR Á FIÐLU ................Pálmi Pálmason 1. Rímnalög ............KARL O. RUNÓLFSSON a) Allegro b) Adante c) Allegro vivace 2. Rhapsodie ............JAMES E. FORREST RÆÐA Séra Theódór B. Sigurðsson EINSÖNGUR Lilja Eylands 1. Söngur spunakonunnar .LOUISE GUDMUNDS 2. The Lotus Flower .............SCHUMANN Undirleik annast SIGRID BARDAL ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Veitingur soldar í neðri .sal kirkjunnar eftir sanikomuna. Verða þar á boðstólum Islenzkrir réttir svo sem pottbrauð, rúllupylsa, kleinur, vínarterta og fleira góðgæti. Aðgangur 75c. Byrjar kl. 8.15 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.