Lögberg - 04.03.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1954
3
^riðrik Á Brekkan:
Maríukirkjan í Þjóðminjasafni
í kirkjudeild Þjóðminjasafns-
ins er mikill fjöldi dýrmætra og
fágætra gripa, og er þó margt til,
sem ekki er rúm fyrir í sýning-
nrsölunum að svo stöddu. f raun
°g veru mega það teljast mikil
nndur, hversu margt hefir varð-
veitzt af góðum kirkjugripum,
þegar á allar aðstæður er litið:
hinar köldu og saggafullu kirkj-
Ur. þar sem myndir og fleiri
Sripir hafa oft stórskemmzt af
raka, myglu og fúa. Þar við
bættist hirðuleysið og að gripum
hefir oft verið kastað út í veð-
ur og vind alveg miskunnar-
laust, eða þeir seldir hverjum,
sem hafa vildi; mun þetta sér-
staklega hafa viðgengizt á öid-
inni sem leið. (Þó skal það tekið
ffam, að hér er ekki átt við þá
kirkjugripi, sem sendir voru til
Þjóðminjasafns Dana, því að þar
voru þeir vel varðveittir og hafa
nu margir komið heim aftur
(1930) með svo góðum skilum,
í kirkjudeildinni eru nú
ymsir af beztu gripum meðal,
þeirra, sem varðveittir voru í
Kaupmannahöfn).
Lengi hefir það verið nokkuð
átbreidd skoðun hér á landi, að
hirkjurnar hafi verið rændar og
rnuar gripum sínum á siðabótar-
tímanum. Þetta virðist þó vera
gripið alveg úr lausu lofti al-
mennt séð. Að vísu kann einum
°g öðrum grip að hafa verið
rsent eða stolið þá, eins og reynd
ar getur hugsazt á öllum tímum,
en það hafa þá verið silfurgrip-
lr. sem hægt var að bræða upp
eða selja fyrir peninga; aftur á
m°ti eru ekki miklar líkur til að
^elgimyndir, messuklæði eða
annað hið innra í kirkjunum
afi orðið fyrir því. Hitt er svo
annað mál, að slíkir gripir eink-
Urn dýrlingamyndirnar, hafa
0rið að hrörna upp frá því.
egar hætt var að auðsýna þeim
®erstaka dýrkun opinberlega,
elir áhugi fyrir þeim dofnað og
viðhaldið að sama skapi verið
'‘anrækt, og að síðustu breyttist
aniekkurinn, það, sem áður þótti
ln mesta prýði, þótti nú ljótt
°§ jafnvel hneykslanlegt, og þá
Var farið að ryðja því út, alveg
iðstætt því, sem átti sér stað í
nagrannalöndunum á sama
lrtla> þar sem jjj dæmjs var
aikað yfir dýrðleg veggmál-
Verk í kirkjum, af því að smekk-
nrinn hafði breytzt, svo að þau
þ°tí;u ljót og hneykslanleg. —
er hefir þó, sem betur fer,
n°hkuð lengi verið haldið í það
§arnla og myndadýrkun haldizt
a nokkru leyti framan af öld-
Ur>um eftir siðaskiftin, enda
Verður ekki betur séð um suma
lskupana í lútherskum sið, eins
°§ t- d. Odd Einarsson og Brynj-
^veinsson, að þó þeir væru
1 myndadýrkendur, hafi þeir
a ið æskilegt að varðveita og
nvel endurnýja helgimyndir í
það ^Um’ minnsta koslú átti
jv-. , Vlð um róðukrossa og
l'k^ulíkön- Guðbrandur Þor-
3 sspn hefir heldur ekki verið
Sý Vl§Ur helgimyndum, það
Vr hinn fagri, myndskreytti
e *unarstóll, sem hann hefir
jj.1. ^era handa dómkirkjunni á
An Um’ nu er * Vídalínssafni.
pr'^ars eru hinir myndskreyttu
alb ^^^rstólar hér í safninu
er lr Ur Jútherskum sið — og það
Un SerUega einher tilvilj-
H’j3 af þeim myndum af Ólafi
eir. f3’ Sem enn eru til hér, er
Þessfra 16; og tvær frá 17. öld. —
vafSffl lllaldssemi eigum við
a aust mikið að þakka það,
tæsr- ra'ðveitzt hefir af þessu
ýmis’ íatt fyrir illa geymslu
vart u °nar vandalisma gagn-
kirkjunnaT f0rnU dýrgripum
fyriírkludeildinni er nu komið
insi v,1' rem sölum í suðurhelm-
aið auUtSÍnS’ eru tvær álmurnar,
miðsöln311 °g vestan- jafnhliða
af u . num °g tengdar saman
þverum^1 þnðlu’ sem er fyrir
§afli að sunnan. Hefir
verið raðað í þær þannig, að
elztu gripirnir eru í austurálm-
unni og þeir yngstu að vestan. í
austurálmuna er gengið úr
„Amtmannsstofunni“, og hefir
hún fengið nafn eftir fornri
Maríumynd, sem þar situr fyrir
miðjum vegg, og kallast „Maríu-
kirkjan". Er þar komið fyrir
eins og háaltari fyrir miðjum
gafli, og yfir því hangir elzta ís-
lenzka líkanið, sem þekkt er,
róðukrossinn frá Ufsum í Svarf-
aðardal, (sjá „Gengið á reka“
bls. 148—183), talinn vera frá 12.
öld (en gæti líka vel verið frá
þeirri 11.). Hann er skorinn úr
íslenzku birki, í rómönskum
stíl. Kristur stendur uppréttur á
krossinum með báða fætur jafn-
hliða á stalli, og hefir sinn nagl-
inn gengið gegnum hvorn fót,
handleggirnir eru réttir beint út,
á höfðinu er ekki þyrnikóróna
heldur konungskóróna, höfuð-
burðurinn og svipurinn allur er
mynduglegur og jafnvel skip-
andi, eins og herkonungi hæfði.
— Þann, sem þetta ritar, minnir
þessi „Ufsa-Kristur“ alltaf á
„Kedmons-kvæðið“ svo kallaða,
engilsaxneskt helgikvæði frá 6.
eða 7. öld, sem ég las í ungdæmi
mínu í þýðingu, en hefi því mið-
ur ekki séð síðan. Man ég að þar
segir á einum stað eitthvað á
þessa leið: Konungurinn, Krist-
ur, spurði kappa sína, postulana,
hver þeirra vildi ganga út og
stríða við Satan, og er enginn
þeirra var reiðubúinn til þess,
reis hann úr hásætinu, girti sig
upp og sté reiður upp á krossinn
til að heyja sigursælt einvígi við
óvininn. —
Og það var líka þessi Kristur,
konungurinn sigursæli, með kór-
ónuna og hermannssvipinn, sem
yfirvann heiðin koð Norður-
landa, en ekki hinn þjáði Krist-
ur gotnesku krossanna, sem
komu á eftir, með hinn hang-
andi, lífvana líkama, þyrnikór-
ónuna og kvalasvipinn á tærðu
andliti. — Þegar vér virðum
Ufsakrossinn fyrir oss, getum
vér í anda séð hina miklu róðu-
krossa, sem þeir Gizur hvíti og
Hjalti létu bera fyrir sér á Al-
þingi árið 1000, er voru svo
stórir, að annar merkti hæð
Ólafs Tryggvasonar og hinn
Hjalta Skeggjasonar. Er ekki
vafi á, að þeir og aðrir róðu-
krossar hinnar fyrstu íslenzku
kristni hafa verið nokkurn veg-
inn í samræmi við Kristshug-
mynd Kedmons.
Mótsetninguna sjáum vér þeg-
ar í róðukrossum þeim, sem
hanga sinn til hvorrar handar
Ufsakrossinum; er annar frá
Húsavík, hinn frá Saurbæ í Eyja
firði, báðir íslenzkir frá 13. öld
og er ekki ólíklegt, að báðir séu
gerðir af sama manni. Þeir eru
í gotneskum stíl, fæturnir lagðir
hvor ofan á annan og negldir
með einum nagla, höfuðið
hneigt, en það eimir þó eftir af
eldri gerðinni, að handleggir eru
réttir beint út, en hanga ekki í
boga, eins og venjulegt er á got-
neskum róðukrossum, og má sjá
þá gerð í öllum hinum gotnesku
krossum safnsins.
Út frá krossunum til beggja
handa hanga í litlum skápum,
öðrum megin María með barnið,
og er boðun hennar máluð á
hurðirnar, María með bók á
aðra, engillinn Gabríel á hina,
hinum megin er Ólafur helgi, frá
Vatnsfirði; situr hann í hásæti
og hefir haft hin venjulegu ein-
kenni sín, öxina í annarri hendi
og ríkiseplið í hinni. Á hurðirn-
ar eru málaðar myndr, á ann-
arri er Pétur postuli og erki-
engillinn Mikael með sverð og
skjöld í orustu við drekann, en
á hinni er Páll postuli og Guð-
mundur biskup góði.
Á altarinu stendur m. a. mjög
fagur róðukross úr kopar, inn-
lagður með emalje (grópsmelti),
rómanskur, frá 12. öld. Er hann
franskur að uppruna, frá borg-
inni Limoges, en þar voru þessir
krossar smíðaðir; hafa þeir verið
hinir mestu dýrgripir, og hafa
margir þeirra borizt hingað; eru
íleiri til hér í safninu, þó enginn
sé svo heill og íallegur, sem
þessi, en hann er frá Tungufelli
í Hrunamannahreppi. Á altar-
inu má líka sjá tvö líkön af
Kristi, húðstrýktum og þyrni-
krýndum, — Ecce Homo —
bæði frá 13. öld. Eru þau mót-
setningar engu síður en róðu-
krossarnir, því að önnur mynd-
in, sem er frá Vatnsfirði, sýnir
Krist líkastan aflraunamanni, en
hin, frá Teigi í Fljótshlíð, sýnir
skinmagran meinlætamann, sem
virðist að dauða kominn.
Þarna á altarinu liggur einnig
allstór altarissteinn í tréumgerð,
frá Skálholti. Steinn skyldi
jafnan liggja á altari, líklega í
minningu þess, að ölturu hafi
upprunalega verið úr steini.
Framan á altarinu er stórt
altarisklæði, saumað með refil-
saum, frá Hólum og sennilega
frá 14. öld. Á því eru myndir
hinna þriggja heilögu biskupa,
Guðmundar góða, Jóns helga og
Þorláks helga, og stendur sinn
engillinn hvorum megin við þá.
Þetta klæði er forkunnar vel
gert og hefir haldið sér ágæt-
lega; er það eitt af helztu dýr-
gripum safnsins. Á veggnum til
hliðar við altarið sitt hvorum
megin eru tvö altarisklæði
minni, einnig með refilsaum og
frá miðöldum. Annað er frá
Höfða á Höfðaströnd, með kross-
festingarmynd, hitt er frá Sval-
barði á Svalbarðsströnd; á því
er fjöldi mynda, tvær efri rað-
irnar eru um fæðingu og pínu
Jesú, en neðst virðist vera lýst
kraftaverkum úr einhverri
dýrlingasögu.
Meðfram vesturveggnum endi
löngum hefir verið settur stall-
ur, búinn sem altari í miðju. Á
hann er raðað fjölda dýrlinga-
mynda, en hér verður ekki hægt
að geta um nema fáeinar. — Á
endanum, næst dyrunum, er
líkan af Maríu með barnið, úr
eik, einkar vel gert. Það er úr
Wards-safni, og líklega komið
frá Skriðuklaustri. 1 klausu, sem
Ward hefir skrifað um það,
segir, að bóndinn á „Klaustri
við Lagarfljót“ hafi verið að rífa
gamalt fjós (líklega um síðustu
aldamót), og hafi hann þá fundið
þetta líkan og „skírnarfont" í
einum veggnum; hafi þessir
gripir verið sendir til Reykja-
víkur, og þar hafi hann eignazt
myndina „eftir tálsvert þref“.
Ekki getur hann um, við hvern
þrefað hafi verið, en víst er, að
Þjóðminjasafninu hefir aldrei
verið tilkynnt neitt um þennan
fund, og hvorugur gripurinn
verið sendur þangað, þó líkanið
hafi hafnðð þar um síðir. Mynd
in er frá miðöldum, en ekki
verður sagt neitt um uppruna
hennar að öðru leyti — og gildir
það raunar um flest allar dýr-
lingamyndirnar. — Næst henni
standa skemmtileg líkön af
tveimur Júðum; hafa þeir auð-
sjáanlega verið í fornri skorinni
altarisbrík, og hefir hún verið
vel og skrautlega máluð, því að
báðir bera þeir enn litklæði sín.
Af öðrum myndum má nefna
biskupa tvo, er annar talinn vera
heilagur Nikulás, frá Saurbæ í
Eyjafirði, en hinn er frá Reykj-
um í Tungusveit, mjög fallega
gerður og hefir skrúði hans ver-
ið fagurlega málaður. Hefir sá,
sem þetta ritar, stundum
skemmt sér með að skíra hann
„Þorlák“, enda gæti það vel stað-
izt, að hann hafi verið dýrkaður
sem heilagur Þorlákur. Nokkru
innar er hópur úr altarisbrík,
krossfestingarmynd; þar er Jó-
hannes postuli með afarmikið og
hrokkið hár og, þó undarlegt sé,
dg líklega einber tilviljun, með
andlitssvip Lúthers.
Á altarinu í miðju situr í há-
sæti María, Himnadrottningin.
Hefir það augsýnilega verið
mjög tignarleg mynd, þó hún sé
nú orðin fornfáleg og skemmd.
Hún er í rómönskum stíl, frá
sama tímabili og Ufsakrossinn,
en þó að líkindum nokkru yngri.
! Hún er með kórónu á höíði og
hefir verið máluð og líklega að
jeinhverju leyti gyllt, en af því
: sést nú lítið nema roðinn í kinn-
um hennar. Á hana vantar báð-
ar hendur, og barnið, sem setið
hefir í kjöltu hennar, er líka
horfið. Um uppruna hennar er
ekkert vitað annað en, að hún
hefir verið í kirkju á Norður-
landi. Á altarinu standa sitt
hvorum megin við Maríu-líkan-
ið tvær litlar hópmyndir frá
Odda, ágætlega gerðar; hafa þær
verið málaðar og gylltar, en
einhverntíma á Síðari tímum
hafa þær verið „betrumbættar“
með að klína á þær olíumáln-
ingu með ógeðslegum rauðgul-
um blæ, sem stórskemmir þær.
Önnur þeirra • sýnir boðun
Maríu, en hin vitringana frá
Austurlöndum veita Jesúbarn-
inu lotningu. Á altarinu er enn
fremur athyglisverður, forn
altarisdúkur frá Odda; er hans
getið þar í máldaga frá 1488;
brúnin er úr rauðu silki og
grænu flaueli með silfurlitum
j borða neðst, skreytt með kopar-
skjöldum og með perlustungn-
um IHS í miðju. Þá eru tveir
altarissteinar fremur litlir
greyptir í forlegar tréumgerðir;
er annar frá Hvammi í Norður-
árdal, hinn frá Melum í Mela-
sveit.
Framan á altarinu er fyrirbrík
(antemensala) frá Möðruvöllum
í Eyjafirði, gefin kirkjunni af
Eiríki ríka Magnússyni (d. 1381).
Er á henni fornt málverk af
heilögum Marteini erkibiskupi
í Turon, í miðju, 'til vinstri eru
sýndir atburðir úr lífi hans og
til hægri jarðteikn eftir dauða
hans. Þetta er mjög sérstætt
listaverk síns tíma og er senni-
lega norskt að uppruna.
Innan við altarið heldur dýr-
lingaröðin áfram, en af þeim
skal aðeins nefnt vel gert og
málað líkan af Pétri postula, frá
Hallormsstað, líklega ekki mjög
gamalt; líkan af Ólafi helga í
riddaralegum herklæðum frá 16.
öld, með mikið skegg, kórónu á
höfði, öxi sína, Hel, í annarri
hendi og ríkiseplið í hinni, eins
og venjulega. Undir fótunum
hefir hann dreka með skeggjuðu
mannshöfði; mun hann eiga að
tákna syndina, sem heilagur
Ólafur treður undir fótum; mál-
að Maríu-líkan frá Kirkjubæ í
Hróarstungu; annað fremur
fornlegt frá Vatnsfirði, og loks
líkan af Maríu St. Önnu með
Jesú barnið, vel gert, talið vera
enskt að uppruna, en myndin af
Maríu minnir mjög á líkanið frá
Skriðuklaustri, sem getið er hér
að ofan.
Framan á stallinum er 6 alt-
arisklæði, öll gömul og athyglis-
verð. Uppi á veggnum hanga
tvær alabasturs altarisbríkur,
enskar, frá 15. öld, mjög vel
gerðar og hafa verið skarutleg-
ar,“en eru nú talsvert skemmdar
og vantar í þær. Önnur er frá
Kirkjubæ í Hróarstungu, hin frá
Hólum og hefir verið þar í dóm-
kirkjunni áður en Jón Arason
útvegaði þá, sem nú er þar.
Tveir partar úr alabastursbrík-
um hanga þar einnig; hafa þær
verið settar í umgerðir og not-
aðar sem sjálfstæðar altaris-
töflur. Þá hangir yfir dyrunum
innar ein albasturstafla af sömu
gerð og hinar tvær; er hún frá
Hítardal. Alabastursbríkur hafa
auðsjáanlega verið í allmörgum
kirkjum hér á landi, en munu
nú flestar glataðar; þó hangir
ein ennþá í kirkjunni á Þingeyr-
um.
Beggja megin við dyrnar allra
innst hafa verið sett ölturu; á
því fremra stendur stórt líkan
úr eik af St. önnu og Maríu með
Jesú barnið; er það ágætt verk,
frá Holti í önundarfirði. Fram-
an á því er fágætt, fornt altaris-
klæði, með refilsaum; á því eru
myndir af Kristi, Maríu og
margar dýrlingamyndir, t. d.
postularnir, Jóhannes, Pétur,
Framhald á bls. 7
Business and Pr ofessional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson winnxp^g clinic St. Mary s and Vaughan, Wtnnlpeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. L I M I T E D 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eids&byrgC, bifreiSaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For i^uick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingvir t augna, eyrna, nef og hálssjtikdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411
Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 { Hofið Höfn í huga Heimili a^isotursbarnanna. Tcelandie O’d F*>lks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 73-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Slreel, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookxoare”
Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment.
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur tltbúnaCur sá bezti. StofnaB 1894 SlMl 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Llfe Buildlng WINNIPEG MANITOBA
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanaaon 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561
Lesið Lögberg
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppíyndtng. Sparar eldi- við, heldur hita frá aC rjúka út meB reyknum.—SkrifiC, simiC til KELLT SVEINSSON «25 Wall St. Winnipe* Just North of Portage Ave. Slmar S-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. 8c Man. Dir. Keystone Fisheries Limited v Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-6227
J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Eitate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 48-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Wlnnipeg PBONK 92-4424 Van's Electric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliance * Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-48! 0