Lögberg


Lögberg - 11.03.1954, Qupperneq 2

Lögberg - 11.03.1954, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. MARZ 1954 A HJARA HEIMS Menn hafa löngum hugsað sér heimskautin sem eins konar „enda“ jarðarinnar. Hugmyndir manna um þessi jarðsvæði hafa til skamms tíma verið allmjög á reiki, — aðeins örfáir land- könnuðir höfðu komizt á heim- skautin, eða í nánd við þau, og fáeinir Eskimóar bjuggu á Norðurheimskautssvæðinu. Að öðru leyti ríkti þar auðn og tóm. Fjölfarin flugleið Nú er þessu á annan veg farið hvað Norðuheimskautssvæðið snertir. Þar býr nú orðið margt manna, sem hafa meira en nóg að strita og starfa. Átta þúsund- ir Bandaríkjamanna búa þar að sumrinu til og fjórar þúsundir hafa þar vetursetu. Flestir þeirra búa í hinni sérkennilegu borg, sem Thule nefnist, og er í aðeins níu hundrúð mílna fjar- lægð frá norðurheimskauti. Aðr- ar byggðir þeirra, að vísu fá- mennari, eru þó enn norðar. Nú hefur fólk svo hundruðum skiptir flogið yfir Norðurheim- þegar það er mest í Minnesota. Til þess að finna verulegan kulda, verður maður að fara talsverðan spöl suður á bóginn. Kaldasti staðurinn, sem byggður er á jörðinni, að svo miklu leyti, sem það hefur verið rannsakað til hlítar, er borgin Oimyakon í Síberíu, hundrað og fimmtíu mílum sunnan við heimskauts- baug, en þar hefur frost mælzt 70 gráður. Þó er þar ekki um jafnaðarkulda að ræða, því að hiti verður þarna oft gífurlegur á sumrin. Talsverður gróður Við ímyndum okkur líka, að Norðurheimskautslöndin séu snævi hulin allan ársins hring. Satt er það, að snjór er þar næg- ur, en þó snjóar meira í Virginíu ríki! Snjór sést ekki á ströndum heimskautslanda nema 1 fjöll- um. Það kemur meira að segja sjaldan fyrir, að það snjói á Norðurheimskautið um mið- sumarleytið — þá rignir þar. skautið, en yfir það hafa verið farnar meira en þúsund flug- ferðir. Flestar eru þessar ferðir þó farnar í vísindalegum til- gangi, oftast nær til veðurat- hugana eða í sambandi við þær. Þess utan eiga íbúar Thuleborg- ar það til, að bjóða góðum gest- um, er þar eru í heimsókn, í smáflugferð yfir Norðurheim- skautið. Orsök þeirra breytinga, er orð- ið hafa norður þar, er fyrst og fremst hernaðarleg. Yfir heim- skautssvæðin liggur nefnilega stytzta leiðin fyrir flugmenn Rússa og Bandaríkjamanna, sem kynnu að eiga það fyrir hönd- um, að heimsækja hvors annars lönd í miður vingjarnlegum til- gangi. Verði ekkert úr kjarn- orkustyrjöld, má búast við því, að byggð aukist til muna þar nyrðra ,og þar verði enn meira að starfa, því að þá rísi þar mið- stöðvar fyrir farþegaflug, þar eð þessi svæði mega teljast á kross- götum. Það getur vel átt sér stað, að þess sé skammt að bíða, að langferðamenn leggi leið sína yfir Norðurheimskautið í hinum stóru farþegaflugvélum, og telji það þá meira að segja svo venju- legan atburð, að þeir líti ekki einu sinni upp frá dagblaða- lestrinum. Óvíst að það verði meira en áratugur þangað til, að fólk, sem þreytt er á heims- borgaglaumnum, eigi þess kost að dveljast í nýtízku gistihúsum norður við heimskaut, og njóta þar friðsældar og fegurðár hins sérkennilega umhverfis. TakmÖrkuð þekking Fáir hafa aflað sér nokkurrar þekkingar um Norður-lshafið og þau landsvæði, er þar liggja. Við köllurp það úthaf, en það er að- eins einn sjötti hluti að víðáttu, samanborið við Atlantshafið, og fyrir meira en þrjátíu árum síð- an benti hinn frægi landkönn- uður, Vilhjálmur Stefánsson, réttilega á það, að það væri sönnu nær, að telja Norður-ls- hafið innhaf, þar eð það væri á flesta vegu löndum lukt. Vold- ugustu og dugmestu þjóðir heims byggja strendur þess, — Engil-Saxar og Rússar. Við ímyndum okkur, að hvergi á jörðu sé kaldara en í grennd við Norðurheimskautið. Þó er því í rauninni þann veg farið, að meira frost mælist á stundum í Norður-Dakota, Mon- tana og Wyoming. Frost verður þar sjaldan eða aldrei meira en Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Skogargróður er svo að segja enginn á landsvæðunum norðan heimskautsbaugs, en þar er blómaskrúð mikið og runna- gróður. Sums staðar, til dæmis á Grænlandi, má líta þar fögur engilönd. Þau eru þó ekki greið yfirferðar, þar sem það er að- eins grunnt lag jarðvegsins, sem þiðnar, kemst vatnið ekki niður, og ef maður stígur á svörðinn, er eins og gengið sé á dýlendi. Þarna eru því hin æskilegustu fjölgunarskilyrði fyrir moskitó- fluguna, enda er sennilega meira um þá hvimleiðu flugnategund þar á sumrin heldur en á nokkru öðru landsvæði jarðar. íshafið er djúpt, — dýpið við Norðurheimskautið er tvær og einn fjórði mílu. Þar eru hafís- þök allan ársins hring. Á sumr- um myndast auð sund meðfram ströndum, og opin siglingaleið til flestra staða á heimskauts- löndum. Á haustin leggur þessi sund ísi„ og teppast þá allar siglingar. Þar er ekki kyrrðinni fyrir að fara Þá ímyndum við okkur, að þar ríki órofaþögn og kyrrð á heims- skautssvæðunum. Því fer þó fjarri, því að þar er einmitt oft- ast ærið hávaðasamt. Milljónir ísjaka af allri hugsanlegri lögun og stærð, — sumir ísflákarnir eru mörg hundruð fermílur að flatarmáli, — eru þar á stöðugri hreyfingu og rekast á með gífur- legu braki og brestum. Þó kemst enginn hávaði í hálfkvisti við þær óskaplegu drunur, sem verða, þegar einn jakinn koll- siglir annan í slíkum árekstrum. Fjölbreyff dýralíf Og líf er þarna mikið, sums staðar meira en nokkurs staðar í Suðurhöfum. Selir, rostungar og hvalir, margar tegundir fiska, auk lægri lífdýra. Þar er líka mikil mergð af alls konar skel- fiski, svifi og átu. Hvítabirnir hafa aðsetur sitt á hafísjökun- um. Dýralífið norður þar var lítt rannsakað fyrir nokkrum áratugum síðan. Þegar Vil- hjálmur Stefánsson vildi efna til leiðangurs um þessi svæði og gerði ráð fyrir því, að leiðangurs menn öfluðu sér matar þar, sem þeir færu um, fullyrtu jafnvel þaulvönustu heimskautsfarar, eins og Ronald Amundsen, að slíkt væri reginfirra. Hins vegar létu hvalveiðimenn á norður- slóðum í ljós það álit, að slíkt mætti vel takast. Og Eskimóarn- ir voru ekki í minnsta vafa um það. Aðeins tveir hvítir menn urðu til þess að leggja upp í slíkan leiðangur með Vilhjálmi. Þeir lögðu af stað með vistir til eins mánaðar. Alls ferðuðust þeir sjö hundruð mílna vegalengd, oft yfir ísi hlúin hafssvæði, og veiddu seli sér til matar. öflun drykkjarvatns olli þeim ekki neinum vandræðum, þar eð haf- ísinn er ósaltur. Að vísu er dá- lítið beiskjubragð að honum fyrst í stað, en þegar hann er orðinn ársgamall, er hann orð- inn með hreinu vatnsbragði. Og það er nóg af ársgömlum ís á þessum slóðum. Við hina miklu flugbækistöð í Thule hefur þegar risið upp dálítil borg. Þessi flugvöllur er norðarlega á vesturströnd Græn lands. Byrjað var að vinna þar fyrir alvöru að vallargerð og byggingum ánð 1951, með leyfi dönsku stjórnarinnar, og er framkvæmdum þar nú að miklu leyti lokið í bráð. Þar ríkir há- vaði mikill og annríki, allar stundir sólarhringsins. Stórar og þungar flutningavélar lenda þar og hefja sig þaðan til flugs, og þrýstiloftsi'Iugvélar eru þar sí- fellt á sveimi. í borginni sjálfri er svo mikil umferð, að maður verður að hafa þar meiri aðgát, heldur en á mestu umferðaleið- um stórborganna. L Veðurfar er þarna mildara en margur mun gera sér í hugar- lund. Á sumrin er £ar oft svo heitt, að mönnum líður vel nöktum í sólbaði. Að vetrarlagi er frostið venjulega í kringum tíu til tólf stig. Örðugast veitist mönnum að venjast myrkrinu, en þarna sit- ur nóttin að völdum fjóra mán- uði ársins. Þó verður þarna al- drei svartamyrkur í þess orðs fyllsta skilningi, jafn vel ekki þótt tunglsbirtu njóti ekki við. Stjörnurnar tindra og norður- Ijósin eru á sífelldu iði um himinhvolfið, svo að jafnan er ratljóst. Fimm veðurstöðvar eru starf- ræktar allan ársins hring á heimsskautssvæðinu, n o r ð a n Thule, og annast Bandaríkja- menn og Canadamenn rekstur þeirra. Ein þeirra er á nyrsta odda Grænlands, hinar á eyjum í Norður-lshafinu, og dveljast 20 menn að staðaldri í stærstu stöð- inni, en átta rpenn í hvorri hinna. Nyrsta stöðin stendur á Ellesmere eyju, en þaðan er að- eins 450 mílna vegalengd til Norðurheimsskautsins. Þar sem Norðurheimskautssvæðin hafa mjög mikil áhrif á veðurfar á norðurhveli jarðar, er auðskilið, að þessar veðurathugunarstöðv- ar hafi þýðingarmiklu hlutverki að gegna, hvað allar samgöngur — og þá einkum í lofti — snertir. Fyrir skömmu síðan dvöldust danskir vísindamenn um nokk- urra ára skeið í rannsóknastöð, sem þeir reistu norðarlega á Grænlandsströnd, eða í 540 mílna fjarlægð frá sjálfu heims skautinu. Þeir reistu þar vönd- uð verksmiðjugerð hús, og settu þar upp rafstöð, er sá þeim fyrir ljósi og hita. Þeir létu og vel af dvöl sinni þar, þótt myrkt væri mikinn hluta ársins. Við fjörð einn á Grænlandi, skammt fyrir norðan heims- skautsbaug, er herflugstöð ein, sem talin er hafa geysimikla þýðingu. Þar eð fjörður þessi gengur um hundrað mílur inn í landið, er þar venjulega kyrrt veður og bjart. Má búast við því, að á friðartímum verði þarna enn mikilvægari flug- ferðastöð en í Thule. Því sem næst 500.000 manna búa norðan heimsskautsbaugs á svæði því, sem telst til Ameríku, en sennilega 100 milljónir manna á Rússlandi og í Síberíu norðan sömu breiddargráðu. Þar vinna Rússar kol og olíu úr jörð, og auk þess málma. Á sumrin fara skip um stórár Síberíu, en að vetrarlagi eru þessar ár eins konar þjóðvegur fyrir sleða- lestir, knúðar dráttarvélum. Ferðaskrifstofur og samtök ferðamanna eru þegar teknar að undirbúa sumarferðalög um norðurslóðir. Strendur Græn- lands eru hinar fegurstu og sér- kennilegustu — og hver veit, nema skemmtiferðaskipin taki að leggja leið sína norður með þeim að sumarlagi. —Alþbl., 3. febr. Kristján /rd Djúapalaek: Þreyja má þorrann KVÆÐI ÚtgefancLi Sindur h.f., Akureyri Þetta er 5. ljóðabók Kristjáns frá Djúpalæk á aðeins 10 árum, og verður það að teljast vel á haldið. Kristján vakti strax at- hygli með fyrstu bók sinni Frá nyrstu ströndum, en hefir síðan vaxið að þroska, þó ekki í stór- stökkum. Hann stendur nú á timamótum, og framtíð hans sem skálds veltur á því, hvort hann fær hleypt heimdraganum í and- legum skilningi og numið ný ]önd á víðernum andans. En þar geta lífskjörin miklu valdið, sem kunnugt er. Og þó ekki að öllu leyti. Þrátt fyrir kröpp kjör, hafa Bólu-Hjálmar, Stephan G. og margir aðrir auðgað ljóðbók- menntir vorar meira en flestir aðrir, sem lifðu við betri kjör, en slíkt er þó engin „sönnun“ fyrir því, að skáldin yrki bezt, ef þau eru svöng, eins og sumum hefir orðið á munni. Við eigum að vera upp úr því vaxnir, Islend- ingar, að telja skáldskapinn að- eins föndur þeirra, sem ekki séu færir til líkamlegrar vinnu, en sú trú var nokkuð ríkjandi á mestu niðurlægingatímum þjóð- arinnar. Þessi 45 kvæði Kristjáns frá Djúpalæk, er taka yfir helmingi fleiri blaðsíður, eru vissulega nokkuð misjöfn að gæðum. Flest eru þetta smákvæði, og eitt þeirra stytztu er meðal beztu kvæðanna: Fugl og fönn. Þótt þetta sé ekki eins stórbrotið kvæði og Óhræsi Jónasar, þá er það fallegt í öllu sínu látleysi. En lengsta kvæðið: Þjóðsögn um konu, er e. t. v. bezta kvæðið í bókinni. Þar finnur maður hinn næma skilning hins barnfædda sveitamanns á lífi og högum ung- mennanna, er ólust upp í af- skekktum byggðum landsins, er kuldinn, myrkrið og einangrunm réðu þar ríkjum, en börnin fædd- ust og ólust upp með mannlegar hneigðir og þrár: Um tvítugt var hún eldur, brum og bros, sem bylgja kvik og glæst. Og ungmey hver á yndislegan draum, sem alltaf getur rætzt. Og guðað hljótt á glugga hennar var eitt góukveld, um lestur. t lampans skini loks á gólfi stóð hinn lengi þráði gestur. Og örlagastjarnan skein um skamma stund, i skini því var glaðzt. t heitri þögn var mœtzt um myrka nótt, í morgunsárið kvaðzt. Og aldrei fyrr né framar blóðið söng svo fagnaðsléttum hljómi. Og aldrei fyrr var opnuð króna nein, að anganfylltu blómi. Hér er ekki rúm til að vitna í fJeira af ljóðum Kristjáns í þess- ari nýju bók hans, og er þó margt eftir af vel gerðum kvæðum. Má þar m. a. nefna Jafntefli við guð, Boð frá dánum, Ég hef leitað og Hugsað til Akureyrar. Hins veg- ar hefir hann það til að yrkja Ijóð„ sem ekki vekja sérstaka eftirtekt, þótt þar sé ekki um neinn leirburð að ræða, og er ekki heldur rúm til að taka dæmi af þeim, en m. a. má nefna: Rödd ] rá Kotströnd og Þveræing, sem virðast hafa verið rituð sem blaðagrein í ljóðum af sérstöku tilefni. Líta þau helzt út fyrir að vera ort eftir pöntun eins og sum erfiljóð blaðanna. Það er kostur við Kristján frá Djúpalæk, að hann heldur enn tryggð við „hið hefðbundna ljóð- form“, þ. e. að yrkja sín ljóð með stuðlum og höfuðstöfum, og þess vegna má vænta þess, að einhverjir læri ljóð hans og geti skilað þeim af sér orðréttum, en það er meira en hægt er að segja um verjendur og „uppgerðar“- aðdáendur hinnar rímlausu FIMMTUGUR: Séra Jakob Jónsson Séra Jakob Jónsson, prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Þó að hér sé um þjóðkunnan mann og einn af höfuðskörungum ís- lenzkrar kirkju að ræða, þykir mér fullsnemmt að rita um hann ítarlega ævisögu, enda kalla ég hann enn á bezta aldri. Séra Jakob er fæddur að Hofi í Álftafirði austur 20. jan 1904. Voru foreldrar hans hjónin séra Jón prestur í Djúpavogi Finns- son síðast prests að Klyppstað í Loðmundarfirði Þorsteinssonar og konu hans Sigríðar Hansdótt- ur Beck hreppstjóra á Sómastöð- um í Reyðarfirði. Séra Jakob lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1924, en embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands vorið 1928. Það er í frásögur fær- andi, að 20 samstúdentar séra Jakobs hófu nám í guðfræðideild háskólans, en 17 okkar lukum þaðan embættisprófi og tóku allir prestsvígslu, nema tveir. Það lék aldrei neinn vafi á því, hvaða nám séra Jakob myndi velja sér. Hann fór ekki dult með það þejjar á fyrstu árum sínum í menntaskóla, að hann kysi sér sama ævistarf og faðir hans og afi. Hann var ungur sveinn ákveðinn að gerast prest- ur og að því stefndi hann hik- laust. Að námi loknu tók hann prestsvígslu frá prófborðinu að kalla og gerðist um skeið að- stoðarprestur hjá föður sínum. Síðan varð hann prestur í Nes- kaupstað og þjónaði þar í 6 ár. Fluttist hann þá vestur um haf og var prestur nokkurra safnaða tslendinga í Canada til vors 1940. Kom þá heim og hlaut veitingu fyrir hinu nýstofnaða Hallgríms- prestakalli frá ársbyrjun 1941 og hefir gegnt þar þjónustu síðan. Séra Jakob er enginn atvinnu- klerkur í neikvæðri merkingu þess orðs. Hann á í fórum sínum ýmsa góða hæfileika, sem hann hefði vafalaust getað notfært sér til betri veraldlegs ávinnings en prestsstarfið veitir honum, ef hann hefði hugsað eingöngu um þá hlið málsins. En hann gat al- drei orðið annað en prestur, til þess starfs var hann kallaður og sú köllun er honum heilög. Hann metur prestsstarfið mikils og veit að það er vert heilshugar þjón- ustu. Því hefir hann ávallt lagt sig allan fram til að rækja það sem bezt. Hann er mikill ræðu- maður, rökfastur og öruggur tals maður frjálslyndis og víðsýnis á hvaða sviði sem er. Barnafræðari er hann ágætur og hefir samið námskver í kristnum fræðum, er ýmsir prestar nota við ferming- arundirbúning barna og þykir gefast vel. Hann hefir jafnan lagt mikla áherzlu á sálusorgar- starfið, og telur það eiga að vera einn meginþátt prestsstarfsins. Séra Jakob er vakandi maður í starfi og hugkvæmur, stöðugt að leita að nýjum leiðum, og fara nýjar brautir, til þess að ná betur til fólksins með hinn lifandi boð- skap meistarans frá Nazaret. Honum er það manna ljósast, að kirkjan verður að fara til fólks- ins, ef fólkið vill ekki koma til kirkjunnar. Séra Jakob er lærður vel og hann er alltaf að læra. Á náms- grautargerðar ungra manna á síðustu tímum, sem langar til að vera skáld, en vantar allt til þess. —ÍSLENDINGUR, 25. des. árum sínum dvaldist hann nokkra mánuði við Hafnarná- skóla. Veturinn 1934—35 stund- aði hann nám í sálarfræði við Winnipeg-háskóla. Hann hefir farið nokkurra mánaða námsferð til Norðurlandanna, sótt alþjóða kirkjufundi og norræna presta- íundi. Allt hefir þetta aflað hon- um mikillar og staðgóðrar þekk- íngar, aukið víðsýni hans og skilning á starfinu og þeirri stofnun, er hann þjónar. Séra Jakob hefir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Hann var skipaður í sálmabókar nefnd árið 1940 og í stjórn Presta félags íslands hefir hann átt sæti síðan 1941. En þó að kirkjan eigi séra Jakob allan, hefir hann þó víðar komið við sögu. Nokkuð hefir hann fengizt við kennslustörf, var t. d. settur skólastjóri Gagn- fræðaskólans í Neskaupstað í fjögur ár, en einkum hafa þó líknar- og mannúðarmál átt hauk í horni þar sem séra Jakob er. Hann gekk ungur í Góð- templararegluna, varð þar þegar virkur félagi og áhugasamur og er enn ötull liðsmaður í bind- indismálunum og reiðubúinn til starfa, þegar á hann er kallað. Hann hefir starfað mikið í þágu slysavarnanna og var um árabil formaður slysavarnadeildarinn- ar Ingólfs í Reykjávík. í barna- verndarráði hefir hann átt sæti í nærfellt áratug. Loks hefir séra Jakob fengizt allmikið við ritstörf og getið sér þar góðan orðstír. Hefir margt birzt eftir hann á prenti frum- samið, en auk þess nokkuð þýtt. Hann var einn af 12 stofnend- um og útgefendum tímaritsin? Strauma og gætti þar tilþrifa hans mikið. Kunnastur er séra Jakob sem leikritaskáld. Nokkur leikrit hans hafa verið leikiu í útvarp, önnur víða um land, en eitt, Tyrkja-Gudda, var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1952. Séra Jakob er mikill starfs- maður sem prestur, rithöfundur og í félagsmálabaráttunni. Gegn- ir furðu, hversu miklu hann fær afkastað, en um hitt er þó ef til vill meira vert, að hann virðist alltaf hafa nógan tíma. Sýnir þetta glöggt, að sr. Jakob er eng- inn meðalmaður. Séra Jakob er kvæntur ágætri konu frú Þóru Einarsdóttur múrara í Reykjavík Ólafssonar. Þau eiga fimm mannvænleg börn, öll uppkomin. Ég árna séra Jakob hamingju á þessum merkisdegi ævi hans, þakka gömul og ný kynni, og óska honum langs starfsdags til blessunar fyrir kirkju Krists og til heilla fyrir íslenzku þjóðina. Kristinn Stefánsson —TÍMINN, 20. janúar OILHIT||GNITE Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. HAGBORG FIIEL/^ PHOWE 74-54SI J—T* John Olafson, Representative. PHONE 3-7340 HI-GRADE UPHOLSTERING 625 Sargent Ave. SAVE Best for Less Davenport and Chalr, $82.50 Chesterfield and Chair, $149.50 Hostess Chair .$16.50 T.V. Chairs ...$24.50 Chesterfield and Chair. recovered, from $89.50 up. AND DRAPERY SERVICE Phone 3-0365

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.