Lögberg - 11.03.1954, Side 4

Lögberg - 11.03.1954, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. MARZ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESÖ LIMITED 695 SAEGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager UtanSskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Thorslína Wallers: MODERN SAGAS The Story of the Icelanders in North America. 229 bls. Úgefandi North Dakota Institute for Regional Studies North Dakota Agricultural College, Fargo, N. Dakota 1953 Þó Lögberg hafi ekki frá eigin brjósti minst þessarar fallegu bókar fyrr, er hún lesendum blaðsins þegar að nokkru kunn, vegna formála Dr. Allan Nevins að henni, er eigi alls fyirir löngu var birtur hér í blaðinu í snildar- þýðingu Finnboga Guðmundssonar prófessors. Dr. Allan er prófessor í sagnfræði við Columbiaháskólann; hann þykir ágætur fræðimaður og verður því ekki um það déilt, að mark sé takandi á orðum slíks manns; formálsorðum sínum varðandi inngang höfundar að bókinni lýkur Dr. Allan á þessa leið: „Bók frú Thorstínu er í heild sinni góður skerfur til amerískrar sögu og á því skilið að vera lesin af öllum, er hug hafa á að skilja tilorðningu þjóðar vorrar úr hinum mörgu og fjölbreyttu þjóðabrotum. En verk frú Thorstínu er þó í senn annað og meira — það er í þokkabót klárar bókmenntir“. Ýmis stórblöð Bandaríkjanna svo sem New York Times, bókmentadeild þess, hafa farið lofsamlegum orðum um þessa nýju bók frú Thorstínu og greitt með því vaxandi mannfjölda aðgang að íslenzkum menningarlindum. Fjölþættur starfsferill frú Thorstínu er Islendingum svo kunnur, að óþarft er að endurrekja spor hennar í þeim efnum; hún tók í arf frá hinum fróðleiksþyrsta föður sínum, er inti af hendi þarft verk með skráningu þátta sinna um landnámið í Nýja-íslandi, ríka þrá til sagnaritunar. Frú Thorstína hefir samið um íslenzk efni fjöldann allan af blaða- og tímaritagreinum og verið Islendingum nytsamur landkynnir; mesta ritverk hennar fram að þessu, var Saga Islendinga í Norður-Dakota, samin á íslenzku og gefin út 1928. Þá bók nefndi Klemens Jónsson sagnfræð- ingur og ráðherra Landnámu hina nýju og fyrir hana var frú Thorstína sæmd riddarakrossi hinnar íslenzku Fálka- orðu. Hinn 27. febrúar síðastliðinn birti Winnipeg Free Press ágætan og réttlátan ritdóm um þessa skemtilegu bók eftir Skúla Johnson prófessor í klassiskum fræðum við Manitobaháskólann. Lögberg getur nálega í öllum atriðum tekið í sama streng; nafn bókarinnar ber hana ofurliði; þetta er ekki heildarsaga íslenzka landnámsins vestan hafs, heldur einskonar baugabrot staðbundin að miklu, svo sem við landnám Islendinga í Pembina héraðinu í North Dakota; að vísu eru nokkurar fleiri nýbygðir nefndar á nafn þó margar þeirra liggi með öllu í þagnargildi; getið er auk Penbinahéraðs, frumbygðanna í Wisconsin, Minnesota og Manitoba, en úr hinum síðastnefnda.landshluta fluttust fjölmennustu fylkingarnar til North Dakota; maklega er getið hins frábæra brautryðjendastarfs séra Páls Thor- lákssonar og allmargra annara manna og kvenna, er stóðu í fylkingarbrjósti landnámsins í Pembinahéraði; 1 þessari fögru bygð sleit frú Thorstína barnaskónum; hún kyntist af eigin reynd erfiðleikum þeim í landnáminu, er voru að sjálfsögðu í megin atriðum hliðstæðir við það, er viðgekst í öðrum nýbygðum íslendinga, þó þyngstar yrðu mann- raunirnar í Nýja-Islandi; ást frú Thorstínu á Pembinahér- aði rennur eins og rauður þráður gegnum frásögn hennar og lýsingar; stíllinn hlýnar af viðkvæmninni, sem til grund- vallar liggur og verður með köflum stórhrífandi. — Sagt er frá landánmi Leifs hepna, og þó eigi komi þar nýjungar til greina, sannast þar sem oftar, að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin og holt að blysi sé brugðið upp á ný. Nokkrar ágætar þýðingar af íslenzkum ljóðum, er gert hafa Eiríkur Magnússon, Skúli Johnson, Watson Kirk- connell og Jakobína Johnson, auka að mun á fjölbreytni bókarinnar. Gaman er að bréfaviðskiptunum milli Jóns Ólafssonar, tveggja félaga hans og Bandaríkjastjórnar varðandi hugs- anlegt landnám af hálfu íslendinga í Alaska/ Séra Páll var mótfailinn þeirri hugmynd og að hans ráði varð North Dakotasléttan fyrir valinu; og naumast mun það of mælt, að nú blasi þar við auga einar allra fegurstu og búsældar- legustu nýbygðir Islendinga í þessari miklu álfu. Allmargar ágætar myndir prýða bók þessa, svo sem mynd af líkani Leifs Eiríkssonar, því, er Bandaríkjastjórn fékk íslandi að gjöf í tilefni af Alþingishátíðinni 1930, mynd af Þingvöllum, ásamt myndum af nokkurum hinna frægustu málverka manns frú Thorstínu, Emile Walters, sem er víðkunnur listmálari, fæddur af íslenzku foreldri í Winnipeg; svo og myndir af nokkurum helztu leiðtogum íslenzka mannfélagsins í North Dakota. Þó ekki verði sagt, eins og þegar hefir verið bent á, að Modern Sagas veiti heildarsýn yfir sögu Islendinga í Norður-Ameríku, þá hefir bókin til brunns að bera fagurt brotasilfur eða þætti úr slíkri sögu, sem eru hvorttveggja í senn fræðandi og ágætur skemtilestur. Frú Thorstína hefir um allmörg ár þjáðst af alvar- legum sjúkdómi og er slíkt hinum mörgu vinum hennar mikið harmsefni; og með þetta fyrir augum, er það þeim mun aðdáunarverðara hve bjart er yfir þessari nýju bók hennar, sem segja má réttilega að svipmerkist spjaldanna á milli af heiðríkju og norrænni hetjulund. Bókin fæst í bókaverzlun Davíðs Björnssonar og kostar í vönduðu bandi einungis $4.00. — HARALDUR ÓLAFSSON. skipsíjóri: Endurminning frá sfyrjaldarárunum Marga viðburði mætti skrá og setja á prent um eitt og annað, er fyrir augun bar á styrjaldar- árunum 1939—1945, en því mið- ur er margt þeirrar tegundar, að helzt ætti það að gleymást. Þó má segja, að sum þessi atvik geti verið lærdómsrík fyrir komandi kynslóð. Viðburður sá, sem hér verður sagt frá, skeði árið 1941. Skip Eimskipafélags íslands sigldu þá flestöll til Ameríku, þar á meðal e. s. Selfoss. Var ég 1. stýrimaður á honum, en skip- stjóri Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni. Var skipið í nokkurn veginn reglubundnum ferðum til Canada, og var einkum siglt til tveggja smábæja á vestur- strönd Nova Scotia. Liggja þess- ir bæir við fljót eða ár. Við mynni fljótanna standa sögunar- myllur. Skógarhögg er mikið í Canada og viðarframleiðsla stór felld, bæði til húsagerðar og pappírsiðnaðar. Höggva Canada- menn trén á veturna og láta í kesti til þurrkunar. Margir ís- lendingar urðu loðnir um lófana á stríðsárunum og byggðu fagr- ar villur. Þurfti til þess mikið timbur, og kom það frá þessum stöðum. Var það hlutverk Sel- foss hér um bil hálft annað ár að flytja nær eingöngu þetta timbur. Lítið höfðum við að flytja til Ameríku í staðinn, urð- um þess vegna að taka kjöl- festu (barlest), því ógerningur var að sigla án þess. Fleiri skip þurftu kjölfestu á þessum árum. Reis því upp ný atvinnugrein hér í Reykjavík. Valdimar Þórðarson á Kirkjusandi sá um útflutning þennan. Keypti hann stóra spildu af Grafarholts- landareign, amerískar skurð- gröfur og önnur stórvirk verk- færi, rótaði svo í skipin íslenzkri mold, sandi, möl og stórgrýti af miklu kappi og dugnaði. Mun þetta hafa verið okkar útflutn- ingur til Ameríku á þessum ár- um, ásamt íslenzku kvenfólki. Hinn 28. maí 1941 lögðum við af stað frá Reykjavík í eina af þessum ferðum. Fórum við ein- skipa, því Ameríkumenn voru þá ekki búnir að fyrirskipa hóp- siglingar (conwoy) íslenzkra skipa. Það gerðist nokkrum mánuðum síðar. Ferðin gekk vel yfir hafið, og komum við til Louisburg, sem er lítill kolabær, er stendur á eyjunni Cap Breton, austast á Nova Scotia. Voru þar vanalega tekin brennslukol á útleið. hafði ferðin tekið rúm- lega hálfan níunda sólarhring. •Er þangað kom, barst skipstjóra símskeyti frá umboðsmanni, að nú ættum við að lesta á öðrum stað en áður, er héti Bass River, inni í Fundyflóa, en svo heitir Flói sá, sem skilur Nova Scotia að mestu leyti frá meginlandinu. Var þetta hvorki meira né minna en 450 sjómílna lengri sigling en verið hafði. Við þessu var ekkert að segja. Lögðum við af stað eftir 5 tíma dvöl í Louis- burg áleiðis til Bass River. Hugðum við gott til að kanna ókunna stigu og kynnast nýju fólki. Veðrið var fagurt, stilli- logn, og Selfoss litli seig áfram með þeirri varkárni, sem hann hafði fengið í vöggugjöf. Um- boðsmaður okkar sagði skip- stjóra hvar lóðs væri að fá í Bay of Fundy, en sérkort af þessari siglingaleið höfðu reynzt ófáanleg í Louisburg, svo að við urðum að notast við siglinga- kort, sem bæði eru í smáum mælikvarða og ekki eins ná- kvæm. Er við komum að Cap Sable, sem er vestasti oddinn á Nova Scotia, beygðum við inn á Bay of Fundy. Veður var fagurt og var nú byrjað að losa kjöl- festu. Unnu við það allir, sem missast máttu frá venjulegum störfum til að halda skipinu gangandi, ásamt vélstjórum og stýrimönnum, sem ekki voru á vakt. Þá var gerð undantekning að því leyti, að skipstjóri tók að sér stýrimanns „jobbið“ og stýrðimaður gerðist rórmaður og lúgumaður á víxl. Var nú hafin herferð á gróðurmold ís- lands og henni varpað fyrir borð af ekki minni áfergju og dugnaði en Valdimar Þórðarson með sínum amerísku hraðvélum hafði um borð látið, og sungnir við eigandi útfararsálmar. Við okkur blasti fegurð náttúrunnar í ríkum mæli, Nova Scotia á hægri hönd, með blómleg tré og fagra búgarða og vel máluð hús. í fjarska, á vinstri hönd, St. Johns, New Brunswick, og meginland Canada, með svipað landslag og álíka fegurð, þótt ekki sæist eins vel. Gamanyrð- um og ögrunarorðum var kastað manna á milli og vinnugleði mikil. Allir vildu hafa skipið hreint og fágað, er að landi kæmi, og tilbúið til lestunar, enda skipstjóri svo vel liðinn af allri áhöfn, að allir vildu honum greiða gera. Staður sá, er við ! áttum að taka hafnsögumann, heitir Cap de Rue, og er innar- lega í Bay of Fundy. Vorum við þar kl. 10 hinn 9. júní. Enginn lóðs var sjáanlegur, og bjóst skipstjóri við að hægt væri að fá lóðs innar í bugtinni; var því haldið áfram. Var nú farið að athuga sjókortið nákvæmlega, þar sem komið var að leiðar- enda, en enginn lóðs sjáanlegur. Fundum við það út, að Bass River voru þrjár, með ca. 10 sjómílna millibili, og flóðmis- munur í Bay of Fundy ca. 50 fet. Þar sem enginn lóðs var sjáan- legur, ákvað skipstjóri að fara meðalveginn og leggjast út af nr. 2 Bass River, eins og við kölluðum það, og bíða átekta. Var þar lagst kl. 12,15 fyrir bak- borðs akkeri og 45 faðma keðju, á ca. 20 faðma dýpi. Skipstjóri er ekki allskostar ánægður með þetta og biður mig að setja vél- bátinn í sjóinn, fá mér einhvern góðan mann með mér og fara í land og vita við hverja af þess- um helv .... „Bassriverum“ við eigum að taka timbrið, og þar með ná í hafnsögumann. Skipuninni var hlýtt, báturinn settur á flot, en þar sem ég treysti ekki sem bezt vélakunn- áttu minni, þótt próf hafi fengið í þeim fræðum endur fyrir löngu, þá réði ég 2. vélstjóra, Björn Jónsson, sem fyrsta vélstjóra á bátinn, og þóttist vel menntur. Kl. um 14 lögðum við af stað. Vindur var suðvestan, ca. 6 vindstig og stóð á land. Gekk báturinn vel, á að gizka 6 til 7 sjómílur, og mun láta nærri að við höfum legið um 5 til 6 sjó- mílur frá landi, því ferðin tók um þrjá stundarfjórðunga. Land taka þarna var okkur ókunn, og var um að gera að lenda ekki á grynningum eða blindskeri. Vindbára var talsverð. Er nær landi kom, sáum við að smávík skarst inn í ströndina. Allstórir klettadrangar voru á hægri hönd, en lágur nesoddi á vinstri hönd. Beygðum við fyrir odd- ann og inn á víkina, skarst hún lengra til sauðausturs og var talsvert stór. Sáum við þar hús ■ við sjóinn og bryggjustúf í flæð- armáli. Þóttumst við nú hafa hitt réttan stað, renndum upp að bryggjustúfnum, sem ekki var lengri en það, að rétt báts- lengd var, sem út í sjóinn stóð, en bryggjan var ca. 2 til 3 mann- hæðir, sem benti á mikinn mis- mun flóðs og fjöru. Björn gekk frá vélinni, en ég klifraði upp á bryggju með fangalínu báts- ins. Þess skal getið að við vorum yzt klæða í hreinum samfest- ingum og hlýlega klæddir undir þeim og með einkennishúfur okkar á höfði. Ekki vorum við meira en búnir að ganga frá festum bátsins og Björn kom- inn upp á bryggjuna, en bátur- inn stóð á þurru. Varð okkur þá litið út eftir víkinni og sáum, að allt var á þurru út fyrir nes- odda þann, er við beygðum fyrir, og klett þann, er var á stjórnborða, og var útgrynni þetta á að gizka V-k—2 sjómílur, er þornaði sém sagt allt jafn- snemma, og skall hurð nærri hælum að við sætum fastir á þessu útgrynni og hefðum mátt hýrast í bátnum til næsta flóðs. Mætti líkja þessu helzt við vöðin í Önundarfirði. Jæja, við hrósuð- um happi, að vera á þurru landi og báturinn öruggur. Á bryggj- unni stóðu tveir menn og tveir drenghnokkar, 6 til sjö ára. Ann- ar þessara manna var vel klædd- ur og virtist vera aðkomumaður, en hinn frekar töturlegur til fara og virtist vera faðir drengj- anna. Ég gaf mig á tal við menn þessa og tjáði þeim erindi mitt, spurði, hvort ekki væri hér ná- lægt sögunarmylla og timbur- framleiðsla og hvort þeir ættu ekki von á skipi að sækja timb- ur. Þeir sögðu, að sögunarmyll- an væri hér, en hún stæði lengra upp með fljótinu, ca. 4—5 mílur. Ég spyr um hafnsögumann. Þeir sögðu að hann ætti heima út við Cap de Rue, sem væri ca. 30 mílur utar í bugtinni. Ég sagðist þurfa að ná tali af honum og eins forstjóra sögunarmyllunn- ar. Bauðst þessi velklæddi mað- ur til að keyra mig þangað, og varð hann mest fyrir svörum. En við tókum eftir því strax, að þeir höfðu aldrei augun af ein- kennishúfunum okkar, og hálf- gerð tortryggni skein úr augum þeirra yfir þessu undarlega ferðalagi okkar og skýringum okkar á því. Ég bað Björn að bíða og gæta bátsins, en við settumst upp í fínan lúxusbíl og ókum af stað til sögunarmyll- unnar, en svo illa hittist á, að forstjórinn var ekki heima og hans ekki von þann dag, svo á því var ekkert að græða. Ég bað þá leiðsögumann minn að reyna að ná fyrir mig í síma. Hann kvað enga símastöð vera hér, en verzlunarhús væri hér skammt frá, sem sími væri í, og skyldum við reyna þar í bakaleiðinni. Komum við að húsi þessu. Var það lítið timburhús, sem í var íbúð og verzlun á fyrstu hæð, og minnti það mig á ‘gömlu Gramsbúðina á Þingeyri fyrir 40 árum. Þar ægði öllu saman, hveiti, kartöflum, grænsápu, Coca Cola, súkkulaði, barna- glingri, álnavöru o. fl. 1 búðinni var ungur afgreiðslumaður og tveir aðrir náungar, er sátu sinn á hvorum kassa og röbbuðu við afgreiðslumann. Minnti það mig einnig á búðarstöðurnar í flestum búðum í gamla daga. Afgreiðslumaðurinn hringdi í símann, en kvað það taka dálitla stund að ná í lóðsinn. Menn þessir störðu á mig eins og naut á nývirki, og varð einkennis- húfa mín mest fyrir þessu. Ósk- aði ég að hún væri komin norð- ur og niður, og að ég hefði al- drei haft hana á hausnum. Mestan beyg hafði ég af tötur- lega klædda manninum. Hann sat aftur í bílnum, en ég fram í hjá bílstjóra. Fylgdi hann mér hvert fótspor og var alltaf á hælunum á mér. Síðar sagði hann mér, að aldrei á ævinni hefði verið nær sér að drepa mann en mig, svo viss var hann um að við værum nazistar og öll okkar saga væri uppspuni og lygi. Mér fannst tíminn í kram- búð þessari, meðan ég beið eftir símtalinu, heil eilífð, og vissi ekki upp á hverju ég ætti að fitja til að fá mannverur þessar til að hætta að mæla mig svona, því á augnatilliti og öðru lát- bragði mátti lesa hugsun þeirra. Ég fór að verða hálf kvíðinn um Björn vélstjóra, kannske væru þeir búnir að stúta honum og eyðileggja bátinn, og auðvitað biði mín sama. Mér hafði hug- kvæmst áður en ég fór frá borði að fá hjá brytanum eina flösku af Svartadauða. Ég skipti henni á tvo whisky-pela og stakk öðrum í vasa minn. Hafði ég sagt Birni af þessu og ákváðum við að geyma pelann til kvöldsins ,ef kalt yrði í veðri, er við færum um borð. Ég á- kvað nú að grípa til pelans og hressa upp á þetta leiðinda „selskap", meðan ég biði eftir símtalinu. Dró ég nú pelann upp úr vasa mínum og bauð upp á hressingu. Ég bað búðarmanninn um eina flösku af „Seven Up“, en það er vel þekktur canadískur gos- drykkur. Einnig bað ég hann um glös, en þau hafði ég séð standa á hillu innan um nokkur myndarleg næturgögn í þessari canadísku Grams-verzlun. Von- aði ég að þetta vinarbragð mitt mundi blíðka skap þeirra félaga og mundu þeir þyrma lífi mínu, að minnsta kosti á meðan drukk- ið væri úr pelanum. Þeir litu hornauga til pelans og spurðu hvaða vín þetta væri. Ég sagði þeim, að á þeirra máli mundi það heita Black Dead. Kom þá hik á mannskapinn og mun þeim hafa þótt nafnið fráhrind- andi. Ég flýtti mér því að full- vissa þá um að drykkurinn væri ósvikinn og áfengur vel. Dreyptu þeir þá á glösunum og smjött- uðu mikið. En þegar þeir þóttust fullvissir um, að ég væri ekki að byrla þeim neitt eitur, gekk þeim furðu fljótt að tæma pel- ann. Sögðu þeir þetta vera gott vín og eiga skilið fallegra nafn. Ég samþykkti það alls hugar feginn, þar eð framkoma þessara náunga virtist nú taka stórum breytingum til batnaðar, sem ég eingöngu þakkaði inniháldi pel- ans. Ég skálaði því í hljóði fyrir Guðbrandi o'kkar í Ríkinu heima, þakklátur í huga. Lítið virtist þó vínið liðka um tungu- tak þeirra og voru þeir fámálgir mjög. Búðarmaðurinn einn spurði mig um ísland, en ekki virtist hann vita neitt um hvar þess væri að leita á hnettinum- Loks hringdi síminn og ég fékk samband við hafnsögu- manninn. Gaf ég honum allar nauðsynlegar upplýsingar um skip og ferðalag og benti honum á í fullri einurð, að hann hefði brugðizt skyldu sinni gagnvart okkur, þar eð honum hefði ver- ið kunnugt um ferðir okkar. Gekkst hann við því, en bar fram einhverjar afsakanir, sem ég ekki man hverjar voru. Sagð- ist hann mundi koma kl. 7 til 8 um kvöldið, því við flytum ekki út á bátnum fyrr en kl. 10 til H í fyrsta lagi. En við yrðum að vera komnir af stað með skipið Framhald á bls. 5 FUNDARBOÐ Til vestur-íslenzkra hluthafa í H.f. Eimskipafélagi íslands ÚTNEFNINGARFUNDUR verður haldinn að 109 HERTFORD BOULEVARD, Tuxedo, fimludaginn 25. marz 1954, kl. 8 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali, sem kjósa á um á aðalfúndi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík í júnímánuði næstkomandi, í stað Asmundar P- Jóhannssonar, sem nú er látinn, en kjörtímabil hans hefði runnið út snemma í sumar. Winnipeg, 4. marz 1954 ARNI G. EGGERTSON, Q.C.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.